Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Forsætisráðherra segir ekki ganga til lengdar að ein og sama manneskjan gegni mörgum ráðherraembættum í einu. Ríkisráð fundaði í dag en leiðtogar stjórnarflokkanna segjast mjög sáttir við sitt fyrsta ár í ríkisstjórn. Innlent 30.12.2025 21:01
Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Tíu létust í banaslysum í umferðinni á árinu sem er að renna sitt skeið. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri hjá Samgöngustofu, segir fleiri en áður kjósa að nota ekki bílbelti; hegðun sem kosti mannslíf. Innlent 30.12.2025 19:29
Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Ríkisstjórnin virðist ekki hafa staðist þær væntingar sem meirihluti landsmanna hafði til hennar á því ári sem liðið er frá því ný stjórn tók við völdum ef marka má niðurstöður skoðanakannana. Ánægja með aðgerðir ríkisstjórnarinnar mælist einna minnst í mennta- og heilbrigðismálum samkvæmt nýrri könnun þar sem spurt var um afstöðu til árangurs af aðgerðum ríkisstjórnarinnar í nokkrum málaflokkum. Innlent 30.12.2025 19:10
„Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Rússnesk stjórnvöld hafa veitt fyrrverandi þingmanni fjarhægriflokksins Sannra Finna hæli á grundvelli meintra pólitískra ofsókn sem hann sæti í heimalandi sínu. Hann var rekinn úr flokknum fyrir fimm árum vegna rasískra skrifa á netinu. Erlent 30.12.2025 15:40
Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Fjöldi rússneskra hermanna sem fallið hafa í átökunum í Úkraínu hefur aukist meira á undanförnum tíu mánuðum en nokkurn tímann áður frá því stríðið hófst. Minningargreinum um rússneska hermenn í fjölmiðlum í Rússlandi hefur fjölgað um fjörutíu prósent á þessu ári, borið saman við 2024. Erlent 30.12.2025 15:34
Níu ráðherrar funda með Höllu Ríkisráðsfundur hófst klukkan þrjú á Bessastöðum í dag. Þar funda ráðherrar ríkistjórnarinnnar með forseta lýðveldisins. Innlent 30.12.2025 15:31
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Búið er að safna um tíu milljónum króna fyrir Kjartan Guðmundsson sem enn er haldið sofandi í öndunarvél í Suður-Afríku þar sem hann lenti í bílslysi fyrr í mánuðinum. Dóttir hans og móðir létust í slysinu. Vinir Agnars hófu söfnun fyrir Kjartan en þá var þegar hafin söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést og fyrir meðferð bróður hennar sem er í meðferð í Suður-Afríku. Innlent 30.12.2025 15:18
Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Áhöfn um borð í björgunarflugvélinni Tf-Sif var fengin til þess að skima eftir ferðamönnum nálægt Heklu í gærkvöldi. Ferðamennirnir fundust fljótt þrátt fyrir mikið myrkur. Innlent 30.12.2025 15:12
Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Landvernd, Ungir umhverfissinnar og sjálfboðaliðasamtökin Seeds Ísland boða til átaks á nýársdag til að plokka flugeldarusl. Átakið ber nafnið glitter, no litter, sem mætti þýða sem glimmer en ekkert rusl og vísar til flugeldanna sem verða sprengdir upp um áramót. Innlent 30.12.2025 15:02
Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Evrópusambandið má ekki láta neinn bilbug á sér finna og ætti svara refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar af fullri hörku, að mati eins fyrrverandi embættismanna þess sem sætir aðgerðunum. Bandaríkjastjórn refsaði honum og þremur öðrum fyrir þátt þeirra í að setja reglur á samfélagsmiðla. Erlent 30.12.2025 14:07
Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna opinberuðu í gærkvöldi þrítugustu árásina á bát sem sagður er hafa verið notaður til að smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna. Árásin var gerð á Kyrrahafinu undan vesturströndum Suður-Ameríku og munu tveir menn hafa verið um borð í bátnum þegar hann var sprengdur. Erlent 30.12.2025 13:49
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Það líður varla mánuður án þess að fólk nálgist Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi leiðtoga Jafnaðarmanna, og rifji upp með honum bráðfyndið augnablik í Kryddsíldinni árið 2002 þegar þeim Össuri og Davíð Oddssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, lenti saman og ásakanir um að vera dóni gengu á víxl við mikla kátínu hinna við háborðið. Innlent 30.12.2025 13:36
TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Finnskur unglingur er látinn eftir að hafa fallið af ríflega þrjú hundruð metra háu útvarpsmastri þar sem hann hafði verið að taka upp myndskeið fyrir TikTok-áskorun. Erlent 30.12.2025 13:35
Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Það kom mörgum sem til þekkja í opna skjöldu þegar fréttist í gær að Víðir Sigurðsson íþróttafréttamaður hefði fengið reisupassann uppi í Hádegismóum en hann hefur starfað á Morgunblaðinu í 26 ár. Innlent 30.12.2025 13:23
Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Borgin El Fasher í Súdan er að mestu yfirgefin en lítill fjöldi fólks heldur til í rústum húsa eða undir grófum híbýlum úr plasti. Þetta segja starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sem tókst nýverið að heimsækja borgina, í fyrsta sinn síðan vígamenn hóps sem kallast RSF frömdu þar mikil ódæði fyrr í vetur. Erlent 30.12.2025 12:34
Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Um 70% landsmanna eru hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum yngri en 16 ára. Þetta sýnir glæný könnun Prósents. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla kveðst fylgjandi banni en segir bann án fræðslu stoða lítið. Innlent 30.12.2025 12:01
Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Í hádegisfréttum fjöllum við um samfélagsmiðlanotkun barna á Íslandi en ný könnun sýnir mikinn stuðning við að slík notkun verði takmörkuð eða jafnvel bönnuð. Innlent 30.12.2025 11:35
Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Ráðamenn í Rússlandi ætla að herða kröfur sínar gagnvart Úkraínumönnum í vegna meintrar drónaárásar á eitt af heimilum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og vilja ekki eiga beinar viðræður við Úkraínumenn. Ráðamenn í Úkraínu segja enga slíka árás hafa verið gerða en Rússar hafa engar sannanir fært fyrir því að árásin hafi verið gerð og eiga sér langa sögu ósanninda. Erlent 30.12.2025 10:52
Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ, segir marga hunda hrædda við flugelda og hávaðann sem þeim fylgja og það geti haft mikil áhrif á þá í aðdraganda og á gamlárskvöldi. Hægt sé að gefa hundum töflur til að gleyma og til að róa þá. Innlent 30.12.2025 10:03
Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Her Sádi-Arabíu gerði í morgun loftárásir á höfnina í Mukalla í Jemen sem sagðar eru hafa beinst að vopnasendingum frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Ráðamenn í Sádi-Arabíu vöruðu í kjölfarið furstadæmin við því að aðgerðir þeirra og stuðningur við vopnaðan hóp sem kallast STC væri einkar hættulegur. Erlent 30.12.2025 09:41
Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Árið sem er að líða er á meðal þeirra þriggja hlýjustu frá því að mælingar hófust samkvæmt greiningu vísindamanna. Meðalhiti síðustu þriggja ára mælist nú í fyrsta skipti yfir viðmiðunarmörkum Parísarsamkomulagsins. Erlent 30.12.2025 09:01
Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hefur neitað fyrir að hafa átt nokkurn þátt í árás sem er sögð hafa verið gerð á eitt af heimilum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í nótt. Erlent 30.12.2025 08:37
Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að falla frá reglum og lögum um samsköttun hjóna og sambúðarfólks. Innlent 30.12.2025 08:24
70 prósent landsmanna hlynnt banni Um 70 prósent Íslendinga eru hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum yngri en 16 ára. Þetta eru niðurstöður könnunar Prósents, sem gerð var dagana 12. til 29. desember. Innlent 30.12.2025 08:22