Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Verði að eignast þetta „stóra fal­lega stykki af ís“

Donald Trump Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í ræðu sinni í Davos í dag. Hann ítrekaði enn og aftur að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland og að hann kalli eftir „tafarlausum viðræðum“ um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann hyggist þó ekki beita til þess valdi. Alla veganna í tvígang virðist sem Trump hafi ruglast á nöfnum Íslands og Grænlands.

Erlent
Fréttamynd

Fyrstu við­brögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er einn þeirra sem tjáir sig um ræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) en þar voru margir þjóðarleiðtogar heims staddir – í Davos í Sviss. Óhætt er að segja að viðbrögðin séu blendin; fólk veit eiginlega ekki hvaðan á sig stendur veðrið.

Erlent
Fréttamynd

Segir gagn­rýni minni­hlutans til þess gerða að dreifa at­hygli

Meirihlutinnn í borgarstjórn hefur ákveðið að veita um 2,4 milljörðum til Félagsbústaða á næstu fimm árum. Borgarstjóra er falið að hafa milligöngu um málið. Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir tillöguna hafa verið þvingaða fram. Ákveðið hafi verið að hunsa nýja skýrslu starfshóps í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróð­leg“

Fulltrúar fjárlaganefndar Alþingis eru staddir í París þar sem þeir heimsækja í vikunni nokkrar stofnanir til að kynna sér verklag við fjárlagagerð innan OECD og verkefni fjárlaganefndar Frakklands. Formaður nefndarinnar segir ferðina hafa verið mjög gagnlega til þessa. Aðeins einn fulltrúi stjórnarandstöðunnar er með í för en um tíma var útlit fyrir að enginn fulltrúi stjórnarandstöðunnar færi með.

Innlent
Fréttamynd

Með 29 kíló af maríjúana í töskunum

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvo karlmenn í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla samtals um 29 kílóum af marijúana til landsins. Þeir komu til landsins með flugi frá Toronto í Kanada í byrjun desember síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Höfuð­stöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar

Höfuðstöðvar Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Jerúsalem hafa verið rifnar niður. Framkvæmdastjóri UNRWA á Vesturbakkanum segir að samtökunum hafi verið gert viðvart um að framkvæmdaaðilar og lögregla hefðu mætt á vettvang í morgun til að hefja störf. 

Erlent
Fréttamynd

„Það er ekki laust við að það fari um mann“

Miðflokkurinn mælist nú með rúmlega 22 prósenta fylgi, aðeins fimm prósentum minna en Samfylking og mun meira en næstu flokkar á eftir. Varaformaðurinn segir að hann finni fyrir ákalli um breytt stjórnmál og að mikilvægt sé að Miðflokksmenn haldi áfram að tala skýrt um þau.

Innlent
Fréttamynd

Mið­flokkurinn nálgast Sam­fylkingu

Miðflokkurinn mælist með 22,2 prósent í nýrri könnun Maskínu og eykst fylgið um þrjú prósent milli mánaða. Samfylkingin mælist með 27 prósent og því munar einungis tæpum fimm prósentustigum á flokkunum. Viðreisn mælist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. 

Innlent
Fréttamynd

Milljarða út­spil meiri­hlutans „full­kom­lega ábyrgðar­laust“ og lykti af próf­kjörs­baráttu

Borgarstjórn samþykkti í gær tillögu meirihlutans sem meðal annars felur í sér um 2,4 milljarða króna eiginfjárframlag til Félagsbústaða á næstu fimm árum. Tillagan var afgreidd í borgarstjórn, þrátt fyrir að skýrsla um stöðu Félagsbústaða hafi ekki verið gerð opinber, en í skýrslunni eru meðal annars settar fram tillögur um fjárhagslega endurskipulagningu stofnunarinnar. Oddviti Framsóknarflokksins telur augljóst að útspilið sé liður í prófkjörsbaráttu borgarstjóra. Borgarstjóri segir hins vegar að nýta þurfi tímann til að ráðast strax í aðgerðir hvað lýtur að félagslegu húsnæði, en tekur undir að það „hefði verið betra“ ef skýrslan hefði verið tilbúin.

Innlent
Fréttamynd

Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á mat­seðlinum“

Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, lýsti breyttri heimsskipan og biðlaði til ríkja, annarra en stórvelda, að taka þátt í að veita stórveldapólitík mótvægi og taka þátt í mótun nýs heimsskipulags. Hann varar við því að heimurinn sé staddur í miðjum umbrotum þar sem stórveldi hafi vopnavætt viðskipti og tolla og misnoti efnahagslega innviði sem kúgunartæki. Minni og meðalstór ríki þurfi að sýna mótvægi við stórveldapólitík og boða breytta heimsskipan sem byggi á öðrum gildum.

Erlent
Fréttamynd

Hátt í tíu þúsund manns án at­vinnu í desem­ber

Atvinnuleysi mældist 4,2 prósent í desember og voru þá um 9.800 manns á aldrinum 16 til 74 ára án atvinnu. Þegar leiðrétt hafði verið verið árstíðarbundnum sveiflum dróst atvinnuleysi saman um 2,7 prósentustig á milli mánaða.

Innlent
Fréttamynd

Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjón­máli

Margir af þjóðarleiðtogum heims eru staddir í Davos í Sviss á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Mikil umræða átti sér stað þar í gær um stöðuna í heimsmálum, hótanir Bandaríkjamanna í garð Grænlands, stríðsrekstur Rússa í Úkraínu og breytta ásýnd heimsins.

Erlent