Fréttir

Fréttamynd

Milljónir til al­manna­tengla og átta sinnum meira en í fyrra

Útgjöld mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna aðkeyptrar þjónustu almannatengla hafa numið rúmum 16,5 milljónum á þessu ári, samanborið við tæpar tvær milljónir í fyrra. Ráðuneytið hefur meðal annars notið þjónustu almannatengslafyrirtækja vegna boðaðra skipulagsbreytinga á framhaldsskólastigi og kynningarátaks vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ljós­myndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump

Hið minnsta sextán skrár hafa verið fjarlægðar af opinni vefsíðu bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem höfðu verið opinberaðar í gær í tengslum við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Þar á meðal hefur skjal sem sýndi ljósmynd af Donald Trump Bandaríkjaforseta horfið af vefsíðu ráðuneytisins, en ekki liggur fyrir hvers vegna.

Erlent
Fréttamynd

Deildi nöfnum skjól­stæðinga á Instagram

Starfsmaður Útlendingastofnunar er sagður hafa deilt nöfnum skjólstæðinga sinna með fólki á Instagram. Það er brot á þagnarskyldu umrædds starfsmanns og er talið alvarlegt brot gegn skyldum embættismanna.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar þægi­leg fórnar­lömb fyrir vasaþjófa

Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir Íslendinga sérstaklega berskjaldaða fyrir vasaþjófnaði. Hann biðlar til fólks að hafa varann á í asanum sem fylgir jólainnkaupum og jólastressi. Þrír vasaþjófar sem voru handteknir í vikunni verða sendir úr landi og þrír hafa þegar verið sendir úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Pútín sagður hafa valið Witkoff

Steve Witkoff, fasteignamógúll og golffélagi Donalds Trump til langs tíma, hafði starfað sem sérstakur erindreki forsetans í einungis nokkra daga þegar honum bárust skilaboð frá krónprins Sádi-Arabíu. Skilaboðin voru um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði áhuga á að hitta hann.

Erlent
Fréttamynd

Von­brigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um gagnrýni sveitarstjóra Mýrdalshrepps á Vegagerðina og stjórnvöld en hann sakar þau um aðgerðarleysi. Mikill sjór gekk á land við Vík í vikunni en að hans mati mun þjóðvegurinn fara í sundur að öllu óbreyttu.

Innlent
Fréttamynd

Morgun­dagurinn sá stysti á árinu

Dagurinn á morgun, sunnudagur, verður sá stysti á árinu á norðurhveli jarðarinnar. Hér á Íslandi fáum við dagsbirtu í eingöngu rétt rúma fjóra tíma á morgun en við getum þó huggað okkur við það að eftir það verður hver dagurinn lengri en sá sem kom á undan.

Innlent
Fréttamynd

Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær þúsundir skjala sem tengjast máli Jeffreys Epstein, barnaníðingsins fræga og látna. Tiltölulega fljótt þótti þó ljóst að skjölin sem birt voru stæðust ekki væntingar margra um að varpa frekara ljósi á málið.

Erlent
Fréttamynd

Svona á að raða í upp­þvotta­vélina

Skólastjóri Hússtjórnarskólans segir mikilvægt að borðbúnaði sé raðað rétt í uppþvottavél, til að spara orku og ná sem bestum þvotti. Sambandsráðgjafi segir verkaskiptingu á heimili oft koma upp í ráðgjöf en endurspegli þá önnur vandamál.

Innlent
Fréttamynd

Epstein-skjölin birt

Epstein-skjölin hafa verið birt á vefsíðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Birting skjalanna hafa valdið miklum usla vestanhafs en þau tengjast rannsóknum á barnaníðingnum Jeffrey Epstein.

Erlent
Fréttamynd

„Verður vonandi til að styrkja ís­lensku einka­reknu miðlana“

Formaður Blaðamannafélags Íslands segir nýjar aðgerir menningarmálaráðherra afar jákvæðar fyrir íslenska fjölmiðla og lýðræðið í heild. Verið sé að viðurkenn mikilvægt hlutverk blaðamennsku. Hún biðlar til samfélagsins að taka þátt í að styðja við íslenska fjölmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Fram­lög til einka­rekinna fjöl­miðla næstum tvö­faldast

Opinber framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast á þarnæsta ári gangi aðgerðaráætlun menningarráðherra eftir. Umsvif RÚV á auglýsingamarkaði verða takmörkuð og stofnunin þarf ekki lengur að reka tvær útvarpsstöðvar. Útvarpsstjóri segir að það muni ekki hafa nein áhrif á Rás 2.

Innlent