Fréttir

Fréttamynd

Fékk „út­drátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í

Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, las ekki alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Gervi­greind á jólaísnum hafi komið á ó­vart

Ódýrar leiðir í markaðssetningu með hjálp gervigreindar hafa áhrif á ímynd vöru og vörumerkja gagnvart neytendum. Formaður íslenskra teiknara segir það koma á óvart að Kjörís hafi notað gervigreind til að myndskreyta jólaís.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tóku sprengjumann eftir nærri því sex ára leit

Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í dag mann sem grunaður er um að hafa komið tveimur rörasprengjum fyrir á tveimur stöðum í Washington DC þann 6. janúar 2021. Maðurinn, sem sagður er vera þrjátíu ára gamall og frá Virginíu en hann heitir Brian Cole yngri, kom fyrir sprengjunum fyrir utan höfuðstöðvar landsnefnda bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins.

Erlent
Fréttamynd

Yfir 120 stór­felld fíkni­efna­mál hjá tollinum

Tollgæslan hefur kært hátt í þrjú hundruð mál vegna innflutnings á fíkniefnum- og lyfjum á þessu ári. Tæplega helmingur málanna flokkast sem stórfelld brot. Hvert Íslandsmetið á fætur öðru hefur fallið í ár þegar kemur að haldlagningu á efnum á landamærum.

Innlent
Fréttamynd

Hafi engin af­skipti haft af málinu

Inga Sæland félagsmálaráðherra segist ekki hafa beitt sér á neinum tímapunkti í máli Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla. Hún hafi hvorki átt í samskiptum við samráðherra sína um málið, né beri hún nokkurn kala til hans.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra hafnar af­skiptum af málinu

Mál skólameistara Borgarholtsskóla hefur valdið miklum titringi. Heitar umræður sköpuðust á Alþingi og skólastjórar lýsa yfir verulegum áhyggjum af tjáningarfrelsi sínu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum; ræðum við Ársæl Guðmundsson skólameistara í beinni og einnig Ingu Sæland félagsmálaráðherra - sem Ársæll hefur sakað um að hafa beitt sér í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Úti­lokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni

Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist ekki vera búinn að gera upp hug sinn hvort hann muni sækjast eftir embætti ríkislögreglustjóra sem nú er auglýst. Þá segist hann alltaf hafa verið rammpólitískur en enginn hafi komið að tali við hann um framboð.

Innlent
Fréttamynd

Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum

Albert Guðmundsson landsliðsmaður í fótbolta tjáir sig um mál sitt eftir að staðfesting barst verjanda hans um að málinu yrði ekki áfrýjað. Hann segist ekki láta kúga sig og kveðst vona einlægælega að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir þeim sem eru raunveruleg fórnarlömb ofbeldis.

Innlent
Fréttamynd

Á­kvörðunin varði gagn­rýni Ár­sæls ekki að neinu leyti

Í ljósi boðaðra umfangsmikillla breytinga á framhaldsskólastiginu taldi mennta- og barnamálaráðuneytið rétt að auglýsa stöðu skólameistara Borgarholtsskóla þannig að umsækjendur gætu metið hvort þeir vilji leiða skólann í gegnum slíkar breytingar. Tekið var fram á fundi með Ársæli Guðmundssyni, skólameistara skólans, að ekkert væri því til fyrirstöðu að hann  sækti um stöðuna ef hann kysi svo. Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun á þessum tímapunkti um að auglýsa aðrar stöður skólameistara.

Innlent
Fréttamynd

Vænir ráð­herra um vald­níðslu og óskar skýringa

Lögmaður Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla sendi Guðmundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra, bréf í dag þar sem hann óskaði skýringa á ákvörðun ráðherra um að auglýsa starf hans. Hún beri vott um valdníðslu.

Innlent
Fréttamynd

Á­bati Fjarðarheiðarganga metinn nei­kvæður um 37 milljarða króna

Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri.

Innlent
Fréttamynd

Krist­rún bað for­seta um að stöðva um­ræður

Allt ætlaði um koll að keyra á Alþingi í morgun þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu yfir óánægju sinni með að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefði verið tekinn af lista yfir ráðherra sem sitja áttu fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma, einmitt þegar þeir ætluðu að spyrja hann út í embættisfærslur hans í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Í ljós kom að ráðherrann liggur á sjúkrahúsi og gat því ekki mætt í þingið. Umræður undir liðnum fundarstjórn forseta héldu þó áfram lengi vel og loks spurði forsætisráðherra forseta Alþingis hvort ekki væri hægt að „stoppa þetta.“

Innlent
Fréttamynd

Telja Pútín sið­ferðis­lega á­byrgan fyrir dauða breskrar konu

Rannsóknarnefnd í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu í dag að Vladímír Pútín, forseti Rússlands væri siðferðislega ábyrgur fyrir dauða breskrar konu sem lést af völdum taugaeiturs sem var beitt gegn rússneskum uppgjafarnjósnara árið 2018. Rússneska leyniþjónustan sem stóð að tilræðinu var sett á þvingunarlista í dag.

Erlent
Fréttamynd

Sam­þykktu frið­lýsingu Grafar­vogs en til­laga um stækkun verndarsvæðis felld

Tillaga um friðlýsingu Grafarvogs var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær og henni vísað til borgarráðs. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu friðlýsa stærra svæði umhverfis voginn en þeirri tillögu hafnaði meirihlutinn. Borgarfulltrúar allra flokka styðja friðlýsinguna þótt Sjálfstæðismenn hafi viljað ganga lengra en fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá þegar tillaga Sjálfstæðismanna var felld.

Innlent
Fréttamynd

Manna þurfi átta stöðu­gildi til að halda ó­breyttri starf­semi

Manna þarf átta stöðugildi til að hægt sé að halda endurhæfingarstarfsemi á Kristnesspítala óbreyttri. Starfsfólkið segir lokunina varða hagsmuni almennings og biðla til stjórnvalda að stíga inn í. Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segist eiga í samtali við starfsfólkið um mögulegar lausnir.

Innlent
Fréttamynd

Þungt yfir Aust­firðingum í dag

Forseti sveitarstjórnar Múlaþings segir mjög þungt yfir Austfirðingum í dag. Tilkynnt var í gær að Fjarðarheiðargöng verði ekki á forgangslista ríkisstjórnarinnar í jarðgangagerð. Banaslys varð á heiðinni stuttu síðar.

Innlent
Fréttamynd

Sím­talið við Ingu skráð í skjala­kerfi skólans

Skólameistari Borgarholtsskóla segist ekki vera í nokkrum vafa um það að Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafi beitt sér fyrir því að skipunartími hans sem skólastjóra hafi ekki verið framlengdur. Þar hafi munað mestu um símtal frá ráðherra í janúar um týnt skópar barnabarns hennar.

Innlent
Fréttamynd

Ungliðar undir­rita dreng­skapar­heit

Anton Sveinn McKee og Viktor Pétur Finnsson tóku í fyrsta sinn sæti á Alþingi í dag sem varaþingmenn fyrir Miðflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Báðir hafa Anton og Viktor verið virkir í ungliðahreyfingum sinna stjórnmálaflokka en þeir undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni við upphaf þingfundar á Alþingi í dag.

Innlent