Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Síðustu klukkustundir ársins 2025 og fyrstu klukkustundir ársins 2026 var svifryksmengun mikil á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að áberandi hafi verið hversu hátt hlutfall fínasta svifryksins var af því svifryki sem mældist á gamlárskvöld og nýársnótt. Svifryk fór yfir sólarhringsheilsuverndarmörk PM10 í þremur af fimm mælistöðvum í Reykjavík. Innlent 2.1.2026 13:42
Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Metfjöldi hunda hefur verið tilkynntur týndur undanfarna daga vegna flugelda, 35 hundar hafa verið tilkynntir týndir frá 28. desember og níu frá því á miðnætti á gamlárskvöldi. Sjálfboðaliði Dýrfinnu segist telja nær öruggt að fleiri hundar muni týnast næstu daga á meðan flugeldum er skotið upp, eigendur þurfi að vera á varðbergi. Innlent 2.1.2026 13:30
Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Sala björgunarsveita á flugeldum gekk mjög vel þessi áramótin. Fólk hafi almennt farið varlega við að skjóta þeim upp, en nokkrir leituðu á bráðamóttöku með áverka á augum. Loftgæði eru aftur komin í lag eftir mengaða nýársnótt. Innlent 2.1.2026 13:07
Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Karolína Helga Símonardóttir varaþingmaður Viðreisnar hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum í vor og því boðað framboð gegn sitjandi oddvita, Jóni Inga Hákonarsyni. Innlent 2.1.2026 09:23
Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Alls eru 74 prósent hlynnt því að réttur barna til leikskólavistar verði lögfestur á Íslandi. 18 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og átta prósent eru andvíg. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Prósents en nýlega voru kynntar tillögur frá aðgerðahópi á vegum stjórnvalda í leikskólamálum. Innlent 2.1.2026 09:18
Fyrsta fórnarlambið nafngreint Golfsamband Ítalíu hefur staðfest að Emanuele Galeppini, sautján ára kylfingur sem hefur verið búsettur í Dúbaí, hafi farist í eldsvoðanum á skemmtistað í svissneska skíðabænum Crans-Montana á nýársnótt. Galeppini er fyrsta fórnarlambið sem hefur verið nafngreint opinberlega en um fjörutíu manns fórust í brunanum. Erlent 2.1.2026 08:57
Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Teitur Þorkelsson leiðsögumaður kom að bílveltu í gær, nýársmorgun, við Kambana á Hellisheiði og furðar sig á því að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum. Í bílnum voru ferðamenn sem voru fluttir til Hveragerðis til aðhlynningar og voru ekki alvarlega slasaðir að sögn Teits. Hann segir þau þó hafa verið í miklu áfalli. Innlent 2.1.2026 08:25
Eldur í bíl við Breiðhellu Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna elds í bíl sem stóð við hringtorg við Breiðhellu í Hafnarfirði. Innlent 2.1.2026 08:19
Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera við „fullkomna“ heilsu og neitar að hann hafi sofnað á fundum. Segist forsetinn einfaldlega vera að loka augunum til að slaka á. Erlent 2.1.2026 07:51
Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Vaxandi ólga er nú á götum úti í Íran en fimmta daginn í röð hefur komið til átaka á milli lögreglu og almennings. Átökin blossuðu upp meðal annars vegna mikillar dýrtíðar sem nú er í landinu eftir að íranski gjaldmiðillinn Rial hrundi gagnvart Bandaríkjadal. Erlent 2.1.2026 07:41
Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Öryggis- og hermálayfirvöld í Úkraínu segjast ekki aðeins hafa sett á svið aftöku Rússa sem stjórnvöld í Rússlandi eru sögð hafa viljað dauðan, heldur einnig hirt verðlaunaféð sem hafi verið sett honum til höfuðs. Erlent 2.1.2026 07:14
Rólegt veður en kalt næstu daga Veðrið verður frekar rólegt, en kalt næstu daga. Gera má ráð fyrir að það verði norðlæg átt, fimm til tíu metrar á sekúndu, og léttskýjað, en tíu til fimmtán metrar á sekúndu með dálitlum éljum á austanverðu landinu. Veður 2.1.2026 07:09
Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Stjórnvöld í Sviss hafa lýst yfir fimm daga þjóðarsorg vegna eldsvoðans á barnum Le Constellation í skíðabænum Crans-Montana, þar sem 40 létu lífið og að minnsta kosti 115 særðust. Unnið er að því að bera kennsl á látnu. Erlent 2.1.2026 06:44
Vinum hans ekki litist á blikuna „Bæði vinir mínir og ég sjálfur, aðallega vinir mínir, voru í pólitíkinni. Ég var beðinn um að vera á lista á sínum tíma 2009, sem ég gerði 2009 strax eftir hrun og held að ég hafi verið í Reykjavík norður. Ég man ekki alveg hvort það var norður eða suður.“ Innlent 2.1.2026 00:23
Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir það ekki endilega hafa komið sér á óvart að Pétur Marteinsson bjóði sig fram á móti henni í ljósi umræðunnar síðustu daga um hugsanlegt framboð hans. Hún fagni öllum sem vilji taka þátt í baráttunni fyrir jöfnuði og betri borg. Innlent 1.1.2026 21:53
Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Einn var fluttur slasaður á Landspítala nú síðdegis eftir bílveltu í Hrútafirði á Þjóðvegi 1 gegnt Borðeyri. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan 16:40 á efsta forgangi vegna slyssins, að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Innlent 1.1.2026 18:27
Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Pétur Marteinsson, rekstrarstjóri og fyrrverandi knattspyrnumaður, ætlar að gefa kost á sér í oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þar fer hann á móti Heiðu Björg Hilmisdóttur, núverandi oddvita og borgarstjóra. Innlent 1.1.2026 18:13
Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Albert Haagensen, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Kaldalóni, er látinn, 48 ára að aldri. Hann lést eftir skammvinna baráttu við krabbamein og lætur eftir sig eiginmann sinn Sindra Sindrason og dóttur þeirra Emilíu Katrínu. Innlent 1.1.2026 17:16
Hitnar undir feldi Péturs Pétur Marteinsson, veitingamaður og fyrrverandi knattspyrnukempa, hefur fram á laugardag til að tilkynna hugsanlegt framboð gegn Heiðu Björg Hilmisdóttur, sitjandi borgarstjóra Reykjavíkur, en hann hefur verið orðaður við slíkt framboð. Hann sást í viðtali við Ríkissjónvarpið fyrr í dag en hann hefur ekkert tjáð sig um málið við aðra miðla. Innlent 1.1.2026 16:07
Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. Innlent 1.1.2026 15:00
„Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir það vera sameiginlega ábyrgð Íslendinga að tryggja að öll börn og ungmenni, óháð kyni og bakgrunni, fái tækifæri, finni tilgang og meti sig að verðleikum. „Með sameiginlegu átaki og hlýju getum við skapað framtíð þar sem öll börn finna styrk og von í eigin lífi. Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum og áratugum.“ Innlent 1.1.2026 14:08
Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fleirum finnst Flokki fólksins ganga illa heldur en vel að koma málum sínum til framkvæmda í núverandi stjórnarsamstarfi, samkvæmt nýrri könnun. Alla jafna þykir almenningi samt núverandi stjórnarflokkum ganga betur að hrinda málum sínum í framkvæmd saman borið við fyrrverandi ríkisstjórn í desember 2023. Innlent 1.1.2026 13:34
Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Lögregla í Sviss óttast að um fjörutíu manns hafi farist í sprengingunni sem varð í kjallara skemmtistaðar í skíðabænum Crans Montana í svissnesku Ölpunum í nótt. Erlent 1.1.2026 13:01
Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Hinn 34 ára Zohran Mamdani sór í nótt embættiseið sem borgarstjóri New York-borgar. Hann er fyrsti múslíminn til að gegna embætti borgarstjóra New York, en hann er af suðurasískum uppruna og fæddur í Úganda. Erlent 1.1.2026 11:50