Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, sem hafnaði í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í kvöld, var einungis fimmtán atkvæðum frá því að lenda sæti ofar en Heiða Björg Hilmisdóttir sitjandi borgarstjóri. Innlent 24.1.2026 23:24
Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Skýrari mynd er að teiknast upp af af atburðarásinni þegar karlmaður var skotinn til bana af fulltrúum Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna, ICE, í Minneapolis í dag. Þó er enn margt á huldu í tengslum við aðdraganda árásarinnar. Erlent 24.1.2026 22:36
Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Pétur Marteinsson nýkjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir stærsta verkefni flokksins í komandi kosningum að vinna traust borgarbúa til baka. Hann segir gott gengi í prófkjörinu til marks um að fólk vilji breytingar í borginni. Innlent 24.1.2026 20:50
Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er ekki einn þeirra sem hrópar fyrirvaralaust húrra vegna boðaðs afnáms jafnlaunavottunar. Hann segir afnámið gullhúðað. Innlent 24.1.2026 15:00
Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Tvöfalt fleiri eldri borgarar leituðu til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis í fyrra en árið áður. Algengast er að uppkomin börn beiti foreldra sína ofbeldi og teymisstýra segir fólk gjarnan óttast að kæra. Í Bjarkarhlíð sé þó hægt að gera aðrar ráðstafanir til að tryggja öryggi fólks. Innlent 24.1.2026 14:34
Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Guðmundur Heiðar Helgason, almannatengill hjá vörumerkjastofunni Tvist, segir að frambjóðendur í kosningabaráttu þurfi að hugsa um einkaskilaboð til kjósenda sem opinber skilaboð nú á stafrænum tímum. Hann segir vandræðagang með skilaboð borgarstjóra um að mótframbjóðandinn sé „frægur karl með enga reynslu“ koma upp á versta tíma. Innlent 24.1.2026 13:16
Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Vegagerðin hefur boðið út rekstur á áætlunarflugi til og frá Ísafirði. Tæpt ár er síðan forsvarsmenn Icelandair tilkynntu að félagið hyggðist hætta að fljúga til Vestfjarða. Innlent 24.1.2026 13:09
Allir hafi áhuga á Íslandi Hugvit og tækni er orðin stór hluti af starfsemi Íslandsstofu þar sem vaxtatækifærin felast meðal annars í lífvísindum, hugbúnaðarþróun og matvæla- og sjávartækni. Markhópar eru erlendir fjárfestar, erlendir sérfræðingar og erlend fyrirtæki í leit að lausnum. Innlent 24.1.2026 13:03
Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þröstur Ingólfur Víðisson, fyrrverandi verkstjóri hjá Reykjavíkurborg, hefur beðið Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar, afsökunar á að hafa kennt henni um slæma stöðu mála í vetrarþjónustu borgarinnar. Dóra Björt segist hafa sætt hótunum fyrir verkefni sem hún kom sjálf aldrei að. Innlent 24.1.2026 13:03
Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Rétt tæp þrjátíu prósent flokksfélaga Samfylkingarinnar í Reykjavík, 2070 manns, höfðu um hálftólfleytið í dag greitt atkvæði í prófkjörinu vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Innlent 24.1.2026 12:05
„Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Útlit er fyrir að ákveðinn vendipunktur hafi orðið á sambandi Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Þjóðarleiðtogar og embættismenn í Evrópu eru sagðir líta á tilraunir Trumps til að kúga Evrópu með tollum og hótunum til að eignast Grænland marka tímamót. Erlent 24.1.2026 11:58
Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Tvöfalt fleiri eldri borgarar leituðu til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis í fyrra en árið áður. Við ræðum við teymisstjóra í Bjarkahlíð í hádegisfréttum Bylgjunnar sem segir að algengast sé að börn beiti foreldra sína ofbeldi. Innlent 24.1.2026 11:56
Tugþúsundir mótmæltu ICE Tugir þúsunda leituðu út á götur í Minnesota-fylki í Bandaríkjunum til að mótmæla Innflytjenda- og tollaeftirliti Bandaríkjanna (ICE). Fulltrúi ICE skaut konu til bana fyrr í mánuðinum. Erlent 24.1.2026 10:24
Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Einn er látinn og að minnsta kosti 23 eru særðir eftir umfangsmiklar flugskeyta- og drónaárásir Rússa á Karkív og Kænugarð sem stóðu fram á morgun en borgirnar eru þær tvær stærstu í Úkraínu. Erlent 24.1.2026 10:13
Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Tólf ára drengur er látinn eftir að hafa verið bitinn af hákarli í sjónum við Sidney í Ástralíu. Fjórir urðu fyrir hákarlaárás á stuttum tíma í vikunni. Erlent 24.1.2026 09:39
Hvasst syðst á landinu Víðáttumikið hæðarsvæði norðan við landið, sem teygir sig frá Grænlandi yfir til Skandinavíu, gerir það að verkum að lægðir komast ekki hina algengu leið til norðurs. Þar af leiðandi þrýsta lægðirnar sunnanlands á móti hæðinni. Því má búast við allhvössum eða hvössum vindi allra syðst á landinu en mun hægari vindi annars staðar. Veður 24.1.2026 09:02
„Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöld eða nótt afskipti af unglingapartíi þar sem ungmenni var með rafmagnsvopn. Innlent 24.1.2026 07:56
Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Eigendur veitingastaðarins BK Kjúklings og verslunarinnar Istanbul Market hafa átt í harðvítugum deilum um bílastæði en fyrirtækin eru staðsett sitt hvorum megin við Grensásveg í Reykjavík. Leitað hefur verið til lögfræðinga og saka eigendurnir hvorn annan ýmist um að reyna að keyra á sig eða fara ófögrum orðum um fjölskyldumeðlimi. Einnig greinir þá á um hvernig deilurnar hófust. Innlent 24.1.2026 01:10
Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og oddvitaefni Samfylkingarinnar í Reykjavík, gengst við því að hafa sent skilaboð á kjósanda þar sem hún sagði mótframbjóðanda sinn frægan karl með enga reynslu. Hún biður Pétur Marteinsson afsökunar en fyrr í dag sagðist hún ekki muna eftir því að hafa sent umrædda orðsendingu. Innlent 23.1.2026 22:36
Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Allt að þriðjungur vinnutíma heimilislækna fer í útgáfu ýmis konar vottorða. Formaður félags íslenskra heimilislækna gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði í málinu. Innlent 23.1.2026 21:52
Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir íbúa horfa björtum augum til framtíðar enda sé nóg að gera í kringum höfnina og þá séu ný fyrirtæki að opna í bæjarfélaginu. Um 900 manns eru með lögheimili í Grindavík í dag en ekki nema um 400 manns, sem eru með fasta búsetu þar. Innlent 23.1.2026 20:06
„Það átti að taka mig í karphúsið“ Íbúi í Breiðholti er orðinn langþreyttur á bílastæðaskorti fyrir utan eigið heimili. Hann hefur orðið fyrir hótunum þeirra sem sækja bílastæðin og segir íbúa ráðþrota. Innlent 23.1.2026 20:02
Selenskí undir miklum þrýstingi Utanríkisráðherra bindur vonir við að tímamótaviðræður sendinefnda Úkraínu, Bandaríkjanna og Rússlands í Abú Dabí skili árangri. Mikilvægt sé þó að fullveldi Úkraínu verði virt og friðurinn verði raunverulegur og ekki á forsendum Rússa. Innlent 23.1.2026 19:02