Þau eru tilnefnd sem maður ársins Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á manni ársins árið 2025 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Innlent 15.12.2025 16:00
Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu lögðu hald á sautján skotvopn sem voru ekki geymd á réttan hátt auk töluverðs magns af skotfærum. Eigendur vopnanna verða kærðir fyrir brot á vopnalögum. Innlent 15.12.2025 15:26
Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andúð leikstjórans Robs Reiner á sér hafi leitt til þess að hann hafi verið myrtur. Ekkert liggur fyrir um tilefni þess að Reiner og Michele eiginkona hans voru myrt en fregnir hafa borist af því að sonur þeirra hafi verið handtekin og sé grunaður um að hafa framið morðin. Erlent 15.12.2025 15:21
Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Rannsóknarnefnd Alþingis vegna snjóflóðsins í Súðavík 16. janúar 1995 hefur lokið rannsókn sinni og afhent forseta Alþingis skýrsluna. Skýrslan verður kynnt opinberlega klukkan 15. Innlent 15.12.2025 13:18
Spjótin beinast að syni Reiners Rob Reiner og eiginkona hans, Michele eru sögð hafa verið myrt af syni þeirra sem þau voru að rífast við. Ein af dætrum þeirra hjóna er sögð hafa komið að líkunum í gær og sagt lögreglunni að þau hafi verið myrt af bróður hennar, sem heitir Nick Reiner og er 32 ára gamall. Erlent 15.12.2025 12:38
Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Í dag mun rannsóknanefnd sem Alþingi skipaði til að rannsaka aðdraganda og eftirmál snjóflóðsins í Súðavík fyrir þrjátíu árum skila skýrslu sinni. Kona sem missti dóttur sína í flóðinu segist vona að sannleikurinn fái loksins að koma í ljós. Innlent 15.12.2025 12:01
Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Ráðamenn í Ástralíu hafa samþykkt sín á milli að herða löggjöf ríkisins þegar kemur að skotvopnum, sem þykir þegar nokkuð ströng. Það er í kjölfar þess að feðgar skutu fimmtán manns til bana, þar á meðal eina tíu ára stúlku, og særðu tugi til viðbótar á Bondi-strönd um helgina. Erlent 15.12.2025 12:00
Heyrði skothvellina á Bondi strönd Í hádegisfréttum verður rætt við Íslending sem býr í Sydney í Ástralíu þar sem hin mannskæða skotárás var framin um helgina. Innlent 15.12.2025 11:40
Vinstri beygjan bönnuð Nú er bannað að beygja til vinstri þegar ekið er um Bríetartún í Reykjavík og að gatnamótum við Borgartún. Innlent 15.12.2025 11:15
Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Stór hluti starfsmanna Louvre-safnsins, þess vinsælasta í heiminum, fór í almennt verkfall í dag en mikið hefur gengið þar á að undanförnu. Forsvarsmenn verkalýðsfélaga hafa lýst ástandinu í safninu sem krísu og hefur starfsfólk ítrekað kvartað undan ónægum öryggisráðstöfunum, of mörgum gestum og erfiðum starfsskilyrðum. Erlent 15.12.2025 10:59
Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Heilt yfir gengu tónleikarnir mjög vel en það voru einhver mál sem komu inn á borð lögreglu þar sem tónleikagestir höfðu ekki aldur til að vera á tónleikunum né aldur til að vera undir áhrifum áfengis.“ Innlent 15.12.2025 10:54
Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Rússneskur dómstóll hefur lýst hljómsveitina Pussy Riot öfgasamtök og bannað starfsemi hennar í landinu að kröfu stjórnvalda í Kreml. Þrír liðsmenn hljómsveitarinnar eru nú íslenskir ríkisborgarar. Erlent 15.12.2025 10:11
Morðinginn í Brown gengur enn laus Lögreglan í Providence í Rhode Island hefur sleppt manni sem handtekinn var í gær vegna skotárásar í Brown-háskólanum. Tveir létu lífið í árásinni á laugardaginn og níu særðust í árásinni en talið er að morðinginn gangi laus og er útlit fyrir að yfirvöld viti ekki hver hann er. Erlent 15.12.2025 09:50
Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni „Maður finnur, á samfélagsmiðlum og bara í kring, að fólk er bara í molum,“ segir Jakob Máni Ásgeirsson, sem var staddur skammt frá Bondi-ströndinni þegar skotárásin átti sér stað í gær. Erlent 15.12.2025 09:43
Sílebúar tóku Kast Róttækur hægrimaður stjórnar Síle í fyrsta skipti frá því að einræðisherrann Augusto Pinochet lét af völdum fyrir 35 árum eftir sigur José Antonio Kast í forsetakosningum þar í gær. Kast hét því meðal annars í kosningabaráttunni að vísa hundruðum þúsunda innflytjenda úr landi. Erlent 15.12.2025 09:21
„Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ „Þegar fólk sér prófílmyndina mína og að ég er múslímsk kona þá finnst þeim í lagi að gera grín að trúarbrögðunum mínum, að kalla mig ákveðnum hlutum vegna trúarbragða minna og að segja mér að ég eigi ekki heima í þessu samfélagi. Að ég eigi að fara, snúa aftur þaðan sem ég kom, og svo framvegis.“ Innlent 15.12.2025 09:20
Árásarfeðgarnir nafngreindir Feðgarnir sem stóðu fyrir skotárásinni á Bondi strönd í Nýju Suður Wales í Ástralíu í gær voru Naveed Akram, 24, ára og Sajid Akram, 50 ára. Sajid var skotinn til bana af lögreglu en Naveed var handtekinn og fluttur á sjúkrahús, alvarlega særður. Erlent 15.12.2025 08:38
Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Magnea Marinósdóttir stjórnmálafræðingur hefur ákveðið að sækjast eftir öðru til fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Flokksvalið fer fram 24. janúar næstkomandi. Innlent 15.12.2025 07:39
Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Útlit er fyrir norðlæga eða breytilega átt á bilinu þrír til tíu metrar á sekúndu í dag. Gera má ráð fyrir dálítilli snjókomu á norðanverðu landinu, en þurrt að mestu sunnan heiða. Veður 15.12.2025 07:09
Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo í nótt þar sem þeir höfðu komið sér fyrir í ruslageymslu fjölbýlishúss í póstnúmerinu 105 og kveikt eld þar inni. Innlent 15.12.2025 06:37
Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Heilbrigðisráðuneytið vinnur í samstarfi við Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði að því að gera efnagreiningu aðgengilega í neyslurými og skaðaminnkandi úrræðum. Í svari frá heilbrigðisráðuneytinu um framkvæmd stefnu í skaðaminnkun sem kynnt var ráðherra í ársbyrjun kemur fram að tveimur aðgerðum sé lokið og að vinna sé hafin við tvær til viðbótar. Innlent 15.12.2025 06:32
Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir Úkraínumenn reiðubúna til að falla frá fyrirætlunum sínum um að ganga í Atlantshafsbandalagið, gegn pottþéttum öryggistryggingum. Erlent 15.12.2025 06:27
Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Leikstjórinn Rob Reiner fannst látinn í gær á heimili sínu í Los Angeles, ásamt eiginkonu sinni. Talið er að þau hafi verið myrt. Erlent 15.12.2025 05:57
Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Þingmenn í stjórnarandstöðu eru ekki mótfallnir byggingu Fljótaganga en telja að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sé röng. Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru á því að Fjarðarheiðargöng ættu að fara í forgang og þingflokksformaður Framsóknarflokksins gagnrýnir yfirlýsingar um að það sé verið að rjúfa kyrrstöðu. Það sé alls ekki raunin. Ekki náðist í formann Miðflokksins vegna umfjöllunarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent 14.12.2025 23:00