Spítalar yfirfullir af dauðum mótmælendum Starfsmenn á þremur spítölum í Íran segja að fjöldi slasaðra og látinn a mótmælenda sem streyma til þeirra sé slíkur að ekki þeir hafi ekki undan og ekki gefist tími til að veita þeim lífsbjargandi aðhlynningu. Ekkert lát er á gríðarlegum mótmælum sem staðið hafa yfir í landinu vikum saman. Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin reiðubúin að hjálpa. Erlent 11.1.2026 00:16
Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra gerðu umfangsmiklar loftárásir sem beindust gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS. Upplýsingar um það hvar loftárásirnar voru gerðar og mannfall liggja ekki fyrir. Erlent 10.1.2026 23:53
Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Hvaða steinsteypa er þetta?“ segir Gauti B Eggertsson, prófessor í hagfræði og bróðir Dags B Eggertssonar, um nýlegt viðtal Heimildarinnar við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, þar sem hún sagði að hægt væri að finna sameiginlegan grundvöll með Miðflokknum í útlendingamálum. Innlent 10.1.2026 22:50
Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Það tók ríkasta eina prósentið í heiminum tíu daga að klára „kolefniskvótann“ sinn fyrir allt árið. Þeir sem eru í hópi 0,1 prósents ríkustu í heimi tóku einungis þrjá daga. Erlent 10.1.2026 16:18
Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tekur á móti Johann Wadephul, utanríkisráðherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli á morgun. Hann stoppar stutt á flugvellinum á leið vestur um haf, þar sem hann á fund með Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Innlent 10.1.2026 15:55
Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Hryðjuverkamálið svokallaða er komið á dagskrá Hæstaréttar. Málið verður tekið fyrir þann 11. febrúar næstkomandi en tæpt ár er síðan Landsréttur staðfesti sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 10.1.2026 15:32
Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Innviðaráðherra hyggst breyta reglum um ökuskírteini svo ökumenn þurfi ekki að gangast undir lænisskoðun á grundvelli aldurs fyrr en það verður 75 ára gamalt. Innlent 10.1.2026 15:21
Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Íranir sem eru búsettir á Íslandi komu saman í dag og mótmæltu við stjórnarráð Íslands. Mótmælin í Íran hafa staðið frá áramótum og stigmagnast dag frá degi. Innlent 10.1.2026 14:48
Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Þrjátíu til fjörutíu fasteignir sem urðu fyrir altjóni í jarðhræringum og eldgosi við Grindavík síðustu ár verða rifin niður á þessu ári. Þrjú hús verða rifin á næstu vikum. Forseti bæjarstjórnar segir um blendnar tilfinningar að ræða en niðurrifið markar upphaf endurreisnar bæjarins. Innlent 10.1.2026 14:31
Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Bandarískir embættismenn hafa rætt að greiða Grænlendingum eingreiðslur í von um að sannfæra þá um að segja skilið við Danmörku og verða þess í stað hluti af Bandaríkjunum. Erlent 10.1.2026 14:25
Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sóttvarnalæknir boðaði í vikunni að það ætti að hefja átak um bólusetningu drengja gegn HPV Bólusetningin er gjaldfrjáls fyrir drengi sem eru fæddir árin 2008 til 2010. Langalgengasta krabbameinið sem tengist HPV er leghálskrabbamein en hjá karlmönnum er krabbamein í koki einnig algengt og tengist HPV-veirunni sömuleiðis. Innlent 10.1.2026 14:18
Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Um fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu tegundir af matvælum samkvæmt rannsókn og eru útsettari fyrir næringarskorti. Svokölluð bragðlaukaþjálfun hefur gefið góða raun í að draga úr matvendni. Innlent 10.1.2026 13:32
Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Fjöldi fólks kom saman í Minneapolis og Portland í Bandaríkjunum í gær til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda í innflytjendamálum undanfarna daga. Meira en þúsund mótmæli hafa verið skipulögð um helgina um landið allt og er þess krafist að stjórnvöld stöðvi aðgerðir. Erlent 10.1.2026 13:32
Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í Nettó í Hafnarfirði í gærkvöldi þegar kom til átaka milli starfsmanns og karlmanns sem staðinn var að því að stela sígarettum úr versluninni. Innlent 10.1.2026 13:02
Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Formaður Kennarasambandsins hvetur nýjan menntamálaráðherra til að líta heildstætt á skólamálin frekar en að kenna einni ákveðinni kennsluaðferð um skólavandann. Hann vonar að nú skapist stöðugleiki í ráðuneytinu eftir mikið rót undanfarna tólf mánuði. Innlent 10.1.2026 12:27
Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Formaður Kennarasambands Íslands hvetur nýjan menntamálaráðherra til að leita ekki skyndilausna í skólamálum, eftir að ummæli sem hún lét falla fóru öfugt ofan í kennara. Hann vonar að stöðugleiki skapist nú í ráðuneytinu eftir mikið rót undanfarið ár. Innlent 10.1.2026 11:44
Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Mótmælin í Íran hafa staðið frá áramótum og stigmagnast dag frá degi. Tugir eru látnir og yfir tvö þúsund hafa verið handteknir. Sérfræðingur í málefnum Írans telur möguleika á að einhverjar breytingar séu í farvatninu hvað varði stjórnarhætti landsins. Erlent 10.1.2026 10:52
Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Barna- og innilaug í Sundhöll Reykjavíkur hefur verið lokað vegna bilunar í loftræstingunni. Aðstæðurnar eru ekki taldar öruggar. Innlent 10.1.2026 10:39
Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Stjórnarandstaðan mætir tilbúin til leiks þegar þing kemur saman á miðvikudag. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áhyggjuefni hversu mikil áhersla er á utanríkis- og Evrópumál og Snorri Másson, varaformaður og þingmaður Miðflokksins, segir engan trúverðugleika innan ríkisstjórnar um menntamál. Innlent 10.1.2026 09:45
Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Auglýsing Reykjavíkurborgar eftir sérfræðingi í viðverustjórn hefur vakið talsverða athygli. Snorri Másson varaformaður Miðflokksins til að mynda dró auglýsinguna sundur og saman í háði en Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri borgarinnar lét sér hvergi bregða þegar hún var spurð út í hvað þetta væri eiginlega? Innlent 10.1.2026 09:02
Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Þegar farið er yfir myndirnar sem ljósmyndarar og tökumenn fréttastofu Sýnar tóku á árinu 2025 má segja að mótmæli og pólitískar sviptingar hafi verið áberandi. Myndir af eldsumbrotum voru færri en árin á undan en í safninu er að finna fjölmörg önnur kunnuleg stef úr daglegu lífi samheldinnar þjóðar á hjara veraldar. Innlent 10.1.2026 09:02
Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Jacques Moretti, annar tveggja eigenda Le Constellation, bars í Crans-Montana í svissnesku Ölpunum, er nú í gæsluvarðhaldi. Hann, og eiginkona hans, eru grunuð um manndráp af gáleysi, líkamsmeiðingar af gáleysi og íkveikju af gáleysi vegna elds sem kviknaði á barnum á nýársnótt. Fjörutíu eru látin og fleiri en hundrað slösuð, flest táningar. Erlent 10.1.2026 08:49
Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Donald Trump forseti segir að Bandaríkin þurfi að „eiga“ Grænland til að koma í veg fyrir að Rússland og Kína geri það. Erlent 10.1.2026 08:04
Frost og hægur vindur Hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði vestur af Skotlandi beina til okkar norðaustan- og austanátt. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að þannig eigi að vera fremur hægur vindur í dag en strekkingur við suðausturströndina. Veður 10.1.2026 07:28