Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Rúmlega einn af hverjum átta kaupsamningum sem gerðir voru í júní voru um íbúð í nýbyggingu. Þinglýstir kaupsamningar voru 991, þar af 132 um nýjar íbúðir. Innlent 21.8.2025 07:07
Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Útlit er fyrir hæga breytilega átt eða hafgolu í dag. Á Suður- og Vesturlandi verður skýjað að mestu, en smávegis glufur gætu þó myndast í skýjahuluna þegar líður á daginn. Veður 21.8.2025 07:05
Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði í gærkvöldi eða nótt að einstakling eftir að tilkynning barst frá flugturninum á Reykjavíkurflugvelli um að leysigeisla hefið verið beint að tveimur flugvélum í aðflugi. Innlent 21.8.2025 06:22
Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Fjármálaráðherra boðar meira aðhald í fjármálafrumvarpi haustsins en hefur verið hjá fyrri ríkisstjórnum. Sjálfstæðismenn gagnrýna ríkisstjórnina vegna hækkandi verðbólguvæntinga. Rætt verður við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Innlent 20.8.2025 18:12
„Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu. Innlent 20.8.2025 17:30
Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ekki hægt að ræða öryggistryggingar handa Úkraínumönnum án aðkomu Rússa, sem eru ástæða þess að Úkraínumenn segjast þurfa öryggistryggingar. Það muni aldrei bera árangur og segir hann að Rússar muni ganga hart fram til að tryggja eigin hagsmuni. Erlent 20.8.2025 17:21
„Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir að ekki sé verið að fara leggja samræmd próf fyrir nemendur Kópavogsbæjar. Um sé að ræða stöðupróf sem séu hluti af nýja námsmatskerfinu Matsferli. Allir skólar á landinu ættu að fylgja kerfinu. Innlent 20.8.2025 16:55
Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Logi Einarsson hefur, sem staðgengill umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, lagt fram tillögu um flokkun Hamarsvirkjunar í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Verkefnisstjórn verndar- og orkunýtingaráætlunar hefur lagt til að virkjunin fari í verndarflokk frekar. Innlent 20.8.2025 16:47
Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Starfsmaður leikskólans Múlaborgar, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Innlent 20.8.2025 16:05
Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Konur með örorkulífeyri eru líklegri til að vera einhleypar, að hafa verið í krefjandi vinnu, þolendur ofbeldis og í erfiðri fjárhagsaðstæðum samkvæmt nýrri skýrslu. Sextíu prósent kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtíu ára gamlar. Innlent 20.8.2025 15:44
Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Ráðamenn í Ísrael hafa samþykkt áætlanir um að kalla tugi þúsunda manna úr varalið hersins til herþjónustu á næstunni. Það á að gera til undirbúnings mögulegs hernáms Gasaborgar, sem þjóðaröryggisráð Ísrael samþykkt fyrr í mánuðinum. Erlent 20.8.2025 14:29
Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Ríkissaksóknari hefur ákveðið að falla frá saksókn á hendur lækni á höfuðborgarsvæðinu sem þó er talið ljóst að hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi þegar kona leitaði á bráðamóttöku Landspítalans. Konan lést hálfri annarri klukkustund eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttökunni. Innlent 20.8.2025 14:16
Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Þrír karlmenn hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir innflutning á kókaínbasa, sem samsvarar um einu kílói kókaíns. Einn til þrettán mánaða vistar og hinir tveir til tíu mánaða. Þeir síðarnefndu voru svokölluð burðardýr í málinu. Innlent 20.8.2025 14:14
Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Áður óþekkt tungl fannst á braut um reikistjörnuna Úranus með James Webb-geimsjónaukanum, öflugasta sjónauka í heimi. Tunglið er eitt nokkurra smárra fylginhatta sem ganga um reikistjörnuna fyrir innan braut stærstu tunglanna. Erlent 20.8.2025 13:45
Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við Aldrei hafa fleiri hlauparar skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþonið sem haldið er árlega á Menningarnótt. Veðurfræðingur spáir hægum vind á laugardagsmorgun en bæta mun í þegar líður á morguninn. Innlent 20.8.2025 13:15
„Þetta er innrás“ Formaður Veiðifélags Vatnsdalsár segir stjórnvöld hafa skilað auðu í málum er varða sjókvíaeldi og verndun íslenska laxastofnsins. Niðurstöðu úr erfðarannsókn á löxum sem veiddust í Haukadalsá í síðustu viku er enn beðið. Innlent 20.8.2025 13:01
„Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað haldið því fram að hann eigi friðarverðlaun Nóbels skilið, enda hafi hann bundið enda á eða komið í veg fyrir sex stríð. Stundum sjö. Hvaða stríð það eru sem hann er að tala um er þó ekki öllum ljóst. Erlent 20.8.2025 13:01
Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Flutningum kirkjunnar í Kiruna í nýjan miðbæ bæjarins er nú lokið. Flutningarnir hófust í gær og var tekin pása síðdegis í gær. Flutningar hófust aftur klukkan átta í morgun að staðartíma og er nú lokið. Kirkjan er flutt vegna stækkunar járngrýtisnámu LKAB við bæinn. Erlent 20.8.2025 12:34
Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Frambjóðandi líklegs næsta stjórnarflokks Tékklands var tekinn af framboðslistum hans eftir fréttir um að hann hefði rætt um að ráða hund kærustu fyrrverandi eiginmanns hans af dögum. Fréttirnar hafa vakið sérstaka hneykslun þar sem hundahald er óvíða meira en í Tékklandi. Erlent 20.8.2025 11:52
Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Faðir sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni vill ekki heimila lögreglu aðgang að síma sínum og tölvu við rannsókn málsins. Hann segir að þar sé að finna viðkvæm gögn sem tengist tilteknum stjórnmálaflokki. Innlent 20.8.2025 11:41
Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun um óbreytta stýrivextir. Seðlabankastjóri biður um þolinmæði en formaður Verkalýðsfélags Akraness segir hlutina vera að þróast í ranga átt. Innlent 20.8.2025 11:37
Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Allir íbúar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps sem hafa náð 16 ára aldri þann 20. september munu geta greitt atkvæðu um sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu sem fer fram á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Formlegar viðræður um sameiningu hófust í fyrra. Innlent 20.8.2025 11:18
Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Enginn hefur enn verið handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ í gær. Milljónir voru í hraðbankanum. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókn lögreglunnar. Innlent 20.8.2025 11:01
Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, undrast að borgarstjóri tali eins og alvanalegt sé að starfsfólk á leikskólum borgarinnar sé undir eftirliti við störf. Komið hefur fram að 22 ára karlmaður grunaður um kynferðisbrot á leikskólanum Múlaborg sætti slíku eftirliti árið 2024. Innlent 20.8.2025 10:50