Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Starfsmaður Útlendingastofnunar er sagður hafa deilt nöfnum skjólstæðinga sinna með fólki á Instagram. Það er brot á þagnarskyldu umrædds starfsmanns og er talið alvarlegt brot gegn skyldum embættismanna. Innlent 20.12.2025 13:58
Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir Íslendinga sérstaklega berskjaldaða fyrir vasaþjófnaði. Hann biðlar til fólks að hafa varann á í asanum sem fylgir jólainnkaupum og jólastressi. Þrír vasaþjófar sem voru handteknir í vikunni verða sendir úr landi og þrír hafa þegar verið sendir úr landi. Innlent 20.12.2025 13:54
Pútín sagður hafa valið Witkoff Steve Witkoff, fasteignamógúll og golffélagi Donalds Trump til langs tíma, hafði starfað sem sérstakur erindreki forsetans í einungis nokkra daga þegar honum bárust skilaboð frá krónprins Sádi-Arabíu. Skilaboðin voru um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði áhuga á að hitta hann. Erlent 20.12.2025 12:47
Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær þúsundir skjala sem tengjast máli Jeffreys Epstein, barnaníðingsins fræga og látna. Tiltölulega fljótt þótti þó ljóst að skjölin sem birt voru stæðust ekki væntingar margra um að varpa frekara ljósi á málið. Erlent 20.12.2025 08:48
Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Lögregluþjónar handtóku í nótt mann sem sagður er hafa átt í átökum við dyraverði í miðbænum og var hann færður á lögreglustöð. Þar var þó ákveðið að sleppa manninum, þar sem dyraverðirnir kærðu hann ekki. Innlent 20.12.2025 07:28
Svona á að raða í uppþvottavélina Skólastjóri Hússtjórnarskólans segir mikilvægt að borðbúnaði sé raðað rétt í uppþvottavél, til að spara orku og ná sem bestum þvotti. Sambandsráðgjafi segir verkaskiptingu á heimili oft koma upp í ráðgjöf en endurspegli þá önnur vandamál. Innlent 19.12.2025 23:23
Epstein-skjölin birt Epstein-skjölin hafa verið birt á vefsíðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Birting skjalanna hafa valdið miklum usla vestanhafs en þau tengjast rannsóknum á barnaníðingnum Jeffrey Epstein. Erlent 19.12.2025 23:16
„Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir nýjar aðgerir menningarmálaráðherra afar jákvæðar fyrir íslenska fjölmiðla og lýðræðið í heild. Verið sé að viðurkenn mikilvægt hlutverk blaðamennsku. Hún biðlar til samfélagsins að taka þátt í að styðja við íslenska fjölmiðla. Innlent 19.12.2025 22:30
Talinn hafa komið til landsins til að stela Karlmanni hefur verið vísað úr landi en hann var staðinn að því að stela. Talið er að hann hafi komið til landsins til að stunda brotastarfsemi. Innlent 19.12.2025 21:50
Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Styttu af Snorkstelpunni úr Múmínálfaheiminum verður komið aftur fyrir í Ævintýraskóginum í Kjarnaskógi. Fjarlægja þurfti styttuna þar sem að persónan er höfundarréttarvarin. Hún snýr formlega aftur á jólaskemmtun félagsins. Innlent 19.12.2025 21:31
Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Opinber framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast á þarnæsta ári gangi aðgerðaráætlun menningarráðherra eftir. Umsvif RÚV á auglýsingamarkaði verða takmörkuð og stofnunin þarf ekki lengur að reka tvær útvarpsstöðvar. Útvarpsstjóri segir að það muni ekki hafa nein áhrif á Rás 2. Innlent 19.12.2025 20:15
Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjúkratryggingar og SÁÁ hafa undirritað nýjan heildarsamning um meðferðir við fíknisjúkdómum og er hann sagður marka tímamót í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Meðferð við spilafíkn er í fyrsta sinn niðurgreidd af Sjúkratryggingum. Innlent 19.12.2025 20:00
Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir nýsamþykkt lög um kílómetragjald helst bitna á eigendum sparneytinna eldsneytisbíla. Hann segir breytinguna furðulega þar sem hún sé ekki í þágu vistvænna samgangna. Innlent 19.12.2025 18:54
Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Táningsstúlka og eldri kona frá Íslandi létust í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku á miðvikudag. Karlmaður slasaðist lífshættulega í slysinu og liggur á sjúkrahúsi ytra. Innlent 19.12.2025 18:30
Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Þrír Íslendingar lentu í mjög alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku á miðvikudag. Fjallað verður um slysið í kvöldfréttum. Innlent 19.12.2025 18:11
Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossinn á Íslandi hafa gert áframhaldandi samkomulag um samning um skaðaminnkandi þjónustuna Frú Ragnheiði. Ýmsar breytingar eru í samningnum og fær verkefnið mun meira fjármagn en áður. Innlent 19.12.2025 17:56
Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Í aðgerðapakka stjórnvalda í þágu fjölmiðla felst tillaga að lagabreytingu um að fella brott kvöð um fjölda útvarpsstöðva sem Ríkissjónvarpið þarf að halda úti, það er að segja tveimur. Útvarpsstjóri segir ekki í farvatninu að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild til þess. Innlent 19.12.2025 17:04
Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Áætlað er að hefja framkvæmdir við hjóla- og göngustíga við Suðurfell í Breiðholti, Vínlandsleið í Grafarholti og í Elliðaárdal í stað stokks á næsta ári. Til viðbótar verður haldið áfram við gerð stíga í Skógarhlíð og við Arnarnesveg í samvinnu með Betri samgöngum. Áætlað er að framkvæmdir við sérstaka hjólastíga í borginni verði um fjórir kílómetrar á árinu 2026 þannig að í lok árs verði þeir rúmlega 50 kílómetrar. Innlent 19.12.2025 15:43
Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Birkir Ingibjartsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og arkitekt, sækist eftir þriðja til fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Innlent 19.12.2025 15:18
Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Lítið snjóflóð féll á snjótroðara sem var við vinnu í Hlíðarfjalli í gær. Starfsmaður slasaði sig ekki og ekkert tjón varð á troðaranum þegar flóðið féll á hliðina á honum. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, segir starfsmann hafa komið sér niður af fjallinu eftir flóðið. Innlent 19.12.2025 15:03
Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjúkratryggingar og SÁÁ hafa undirritað nýjan heildarsamning um meðferð við fíknsjúkdómi. Samningurinn er sagður marka tímamót í íslenskri heilbrigðisþjónustu og felur í sér mikilvæga viðurkenningu á fíknsjúkdómi sem alvarlegum og langvinnum heilbrigðisvanda sem krefst samfelldrar og faglegrar meðferðar. Innlent 19.12.2025 14:42
Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Ástæða er fyrir fólk að fara varlega á ferð um brattlendi í Eyjafirði þar sem snjóflóð hafa fallið síðustu daga. Innlent 19.12.2025 14:31
Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Meðal boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar í þágu fjölmiðla er að hluti auglýsingatekna Ríkissjónvarpsins mun renna til einkarekinna fjölmiðla. Þá verður sett þak á auglýsingatekjur Rúv og allar tekjur umfram það renna til einkarekinna fjölmiðla. Þá verður stuðningur við fjölmiðla sem sinna skilgreindu almannaþjónustuhlutverki aukinn. Innlent 19.12.2025 14:22
Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Vísindamenn hafa í þó nokkur ár talið að undir yfirborði Títans, tungls Satúrnusar, megi finna umfangsmikið haf. Vonir hafa verið bundnar við að mögulega mætti finna líf í þessu hafi sem ætti að hafa verið varið af yfirborði tunglsins gegn hættulegum geislum í geimnum. Erlent 19.12.2025 14:03