Fréttir

Fréttamynd

Hætta með safn­skóla fyrir grind­vísk börn

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að leggja af safnskóla fyrir leik- og grunnskólabörn bæjarins. Á næsta skólaári munu öll börn sækja skóla sem næst sínu heimili og þurfa foreldrar og forráðamenn að sækja þar um skólavist. 

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ísraelar sagðir búnir að á­kveða að svara fyrir sig

Utanríkisráðherra Bretlands segir ljóst að ísraelsk stjórnvöld séu búin að ákveða að grípa til aðgerða gegn Íran eftir drónaárásina um helgina. Erlendir erindrekar hvetja Ísraela til að sýna hófsemd til þess að kveikja ekki frekara ófriðarbál í heimshlutanum.

Erlent
Fréttamynd

Boð­flennusæfíll hrellir Kanada­menn

Rúmlega tvöhundruð kílóa sæfíllinn Emerson hefur verið yfirvöldum í Bresku-Kólumbíu í Kanada til mikils ama síðastliðið ár. Þrátt fyrir að hafa keyrt með Emerson tugi kílómetra frá allri byggð þá tekst honum alltaf að snúa aftur. 

Erlent
Fréttamynd

Fresta gildis­töku kjara­bóta til ör­yrkja til að slá á þenslu

Ein af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að slá á þenslu í efnahagslífinu er að fresta gildistöku væntanlegra laga um gagngerar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Þetta sparar ríkissjóði um 10 milljarða á næsta ári. Varaformaður Öryrkjabandalagsins segir ljóst að ekki væri hægt að rekja þensluna til öryrkja.

Innlent
Fréttamynd

Monica Lewinsky fór flatt á því að segja satt

Jón Gnarr hefur hrist upp í annars áferðarfallegum forsetakosningum. Helst ber á nöldri um hversu margir eru að sækjast eftir undirskriftum – þeir eru 81 þegar þetta er skrifað – en annars er kurteisin í fyrirrúmi. Þar til nú.

Innlent
Fréttamynd

Mann­skæð loft­á­rás Rússa í Norður-Úkraínu

Þrettán eru sagðir fallir í það minnsta og rúmlega sextíu særðir eftir að þrjú rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarblokk nærri miðborg Tsjérnihiv í norðanverðri Úkraínu í morgun. Enn er leitað að fórnarlömbum í húsarústum.

Erlent
Fréttamynd

Land­læknir rann­saki um­mæli for­manns Geð­lækna­fé­lagsins

ADHD-samtökin segja að bregðist Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ekki við mikilli lengingu biðlista fullorðna eftir ADHD-greiningu geti biðtími fólks farið vel á annan áratug. Um fjögur þúsund einstaklingar bíði nú eftir greiningu. Einnig er óskað eftir því að landlæknir rannsaki fullyrðingar formanns Geðlæknafélags Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Hlýnar um helgina

Áfram verður svalt í dag og á morgun en um helgina fer að hlýna. Grunnar lægðir fara nú austur með suðurströndinni. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að þeim fylgi lítilsháttar úrkoma öðru hverju og frekar hægur vindur.

Veður