Seinfeld og Friends-leikari látinn Pat Finn, bandarískur leikari sem lék meðal annars í Friends, Seinfeld og The Middle, er látinn. Hann var sextugur. Erlent 25.12.2025 09:42
Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Fimm eru látnir eftir að þyrla hrapaði í hlíðum Kilimanjaro, hæsta fjalls Afríku, í Tansaníu í gærkvöldi. Erlent 25.12.2025 09:10
Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Foktjón varð á Ísafirði í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær, aðfangadag. Lögreglumenn á Ísafirði urðu varir við að nokkrir lausir munir höfðu fokið og að í tveimur tilvikum að minnsta kosti hafi orðið skemmdir á mannlausum bílum sem stóðu á bílastæði við Hafnarstræti á Ísafirði. Innlent 25.12.2025 08:52
Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Á kaffistofu Samhjálpar er sannkallaður hátíðarmatur á boðstólnum í hádeginu. Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að ró og gleði ríki í húsakynnum þeirra. Innlent 24.12.2025 13:37
Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Björgunarsveitirnar á Dalvík og Akureyri voru kallaðar út í morgun til að sinna nokkrum minniháttar fokverkefnum. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi. Innlent 24.12.2025 12:44
Grjóthrun undir Eyjafjöllum Grjóthrun varð hjá Holtsnúpi undir Eyjafjöllum í morgun. Einn bíll lenti á grjóti en enginn slys urðu á fólki. Innlent 24.12.2025 12:11
Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Tvær ástralskar ferðakonur sem voru rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur fyrir ferð sem átti að kosta þær sjö þúsund krónur, eftir að þeim var ekið á rangan áfangastað, fá fargjaldið endurgreitt úr vasa leigubílstjórans. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum. Innlent 24.12.2025 11:30
Arion banki varar við svikaherferð Arion banki varar við svikaherferð þar sem svikarar senda smáskilaboð sem virðast tengjast pakka eða sendingu. Slík skilaboð geta nú borist úr íslenskum símanúmerum. Innlent 24.12.2025 10:18
Innanlandsflugi aflýst Flugferðum Icelandair og Norlandair frá Reykjavík til Akureyrar, Hornafjarðar og Bíldudals hefur verið aflýst. Enn er flugferð til Egilsstaða á áætlun. Innlent 24.12.2025 09:28
Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni foreldra sem krefja Brim hf. og TM hf. um miskabætur vegna andláts sonar þeirra sem féll fyrir borð af netabáti þegar hann starfaði hjá Brimi í maí 2020. Dómurinn byggði ákvörðun sína á því að annmarkar kunni að hafa verið á málsmeðferð Landsréttar í málinu. Innlent 24.12.2025 09:27
Hvar er opið á aðfangadag? Aðfangadagur jóla er runninn upp en oftar en ekki þarf að skreppa út í búð að græja rjómann í sósuna eða jafnvel síðustu jólagjafirnar. Þá er gott að vita hvar er opið og hversu lengi. Innlent 24.12.2025 08:38
Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Þrír létust, þar á meðal tveir umferðarlögreglumenn, eftir að sprenging varð í bíl í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í morgun. Erlent 24.12.2025 08:09
Innflytjendamálin almenningi efst í huga Langöflugasti vettvangurinn fyrir viðhorfspistla á Íslandi er Vísir. Þetta veit fólk sem hefur nýtt sér þann vettvang óspart. Innlent 24.12.2025 08:01
Jólin verða rauð eftir allt saman Sunnan hvassviðri eða stormur er í fullum gangi á landinu í dag. Hvassast er á norðanverðu landinu. Auk þess er spáð talsverðri eða mikilli rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu. Veður 24.12.2025 07:33
Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Gert er ráð fyrir að við uppbyggingu í Spönginni verði um 200 íbúðum bætt við á tveimur reitum, nýrri mathöll komið fyrir og hverfistorgi þar sem hægt verður að halda viðburði. Bæta á aðgengi hjólandi og gangandi á svæðinu og samræma útlit og bæta við gróðri til að tryggja skjól. Byggja á ofan á þau hús sem eru þegar á staðnum og færa verslun sem er um hæð, miðað við tillögu Arkís arkitekta. Innlent 24.12.2025 07:30
Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Aðfaranótt aðfangadags jóla virðist hafa farið rólega fram ef marka má dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fimmtíu og tvö mál voru skráð í kerfi embættisins í gærkvöldi og í nótt og þrír gistu fangageymslur. Innlent 24.12.2025 07:15
Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Hagvöxtur í Bandaríkjunum jókst hraðar en björtustu spár höfðu gert ráð fyrir á þriðja ársfjórðungi, þar sem útflutningur jókst og innlend eftirspurn var sterk. Hagvöxtur mælist nú 4,3 á ársgrundvelli, en á öðrum ársfjórðungi mældist hann 3,8 prósent, og er því um að ræða mesta hagvöxt sem mælst hefur á síðustu tveimur árum. Erlent 23.12.2025 23:17
Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Eigendur ökutækja þurfa að greiða tugþúsundir í kílómetragjald árlega frá áramótum en lög um gjaldið voru samþykkt á Alþingi fyrir helgi. Verð á eldsneyti mun hins vegar lækka umtalsvert vegna niðurfellingar gjalda en misjafnt er hvort álögur á eigendur ökutækja aukist eða minnki. Innlent 23.12.2025 22:02
Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Fyrrverandi bankamanninum Steinþóri Gunnarssyni hafa verið boðnar fjórar milljónir króna í skaðabætur fyrir að hafa verið ranglega sakfelldur í Ímon-málinu svokallaða. Hann segist ekki ætla samþykkja boðið og ætlar að höfða mál gegn ríkinu. Innlent 23.12.2025 21:58
Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Hjólbörur hefði komið sér sérstaklega vel fyrir nemanda í Fjölbrautaskóla Suðurlands fyrir öll verðlaunin, sem viðkomandi hlaut við brautskráningu. Auk þess að hljóta styrk frá Hollvarðasamtökum skólans fékk nemandinn sérstakar viðurkenningar í þýsku, íslensku, viðskipta- og hagfræðigreinum, ensku, félagsgreinum og stærðfræði. Innlent 23.12.2025 20:05
Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Streita, pirringur og reiði hefur gert vart við sig í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í aðdraganda jóla og dæmi eru um að menn hafi sent hvor öðrum puttann. Sálfræðingur segir nokkur ráð vera til gegn jólastressinu. Innlent 23.12.2025 20:02
Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Flokkur fólksins þarf að leysa ráðherramál sín hratt og örugglega sé raunveruleg óvissa fyrir hendi um hverjir muni gegna ráðherraembætti til framtíðar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem telur ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa Þórsdóttir snúi aftur sem ráðherra. Innlent 23.12.2025 19:26
Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Nýjar ákærur hafa litið dagsins ljós á hendur skemmtikraftinum Russell Brand, þar sem hann er sakaður um eina nauðgun og tvö önnur kynferðisbrot. Þetta mun vera þriðja nauðgunin sem hann er sakaður um en hann hefur yfir höfði sér fimm aðrar ákærur um kynferðisbrot. Russell Brand hefur neitað alfarið sök í hinum fimm ákærunum. Erlent 23.12.2025 19:25
Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Ekkert er því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa Þórsdóttir snúi aftur í embætti ráðherra ef svo fer að Flokkur fólksins þurfi að stokka upp í ráðherraliði sínu. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem rætt verður við í kvöldfréttum Sýnar, en hann segir mikilvægt að eyða óvissu um skipan ráðherraembætta til lengri tíma. Sem stendur gegnir Inga Sæland þremur ráðherraembættum. Innlent 23.12.2025 18:22