Samkvæmislífið

Samkvæmislífið

Fréttir af fólki að gera sér glaðan dag við hin ýmsu tilefni.

Fréttamynd

Frægir úr fjöl­mörgum áttum í funheitu partýi

Margt var um manninn á veitingastaðnum Brút í Pósthússtræti á dögunum þar sem skálað var fyrir því að febrúar væri rúmlega hálfnaður og daginn tekið að lengja. Boðið var upp á léttar veitingar, vín og kokteila með tilheyrandi gleði og fram eftir kvöldi.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stjörnum prýdd frum­sýning Saknaðarilms

Mikil gleði var á frumsýningu einleiksins Saknaðarilmur, sem byggður er á bókum Elísabetar Jökulsdóttur rithöfundar, í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Leikritið er eftir Unni Ösp Stefánsdóttur sem einnig leikur einleikinn. Leikstjórn er í höndum Björns Thors, eiginmanns Unnar.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Blót, bónda­dagur og börn

Stjörnur landsins dönsuðu sig í gegnum síðustu helgi janúarmánaðar og fer þessi langi mánuður senn að líða undir lok, mörgum til mikillar ánægju. Þorrablót, tónleikar, afmælisveislur og fleira fjör einkenndi helgina. 

Lífið
Fréttamynd

Prinsinn í Fram dreginn upp á svið og djammað á stólunum

Það voru spiluð miklu meiri stemmningslög en Fram, fram, fylking þegar Framarar troðfylltu íþróttahúsið í Úlfarsárdal og efndu til þorrablóts. Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handbolta og Framprins heiðraði uppeldisfélagið. Svo gaman var að sumir gestir stóðu uppi á stólum.

Lífið
Fréttamynd

Fullt hús á Fullu húsi

Fyrsta kvikmynd Sigurjóns Kjartanssonar í fullri lengd, Fullt hús, verður frumsýnd á morgun föstudag, en forsýning myndarinnar fór fram í Laugarásbíói í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Dagur B fékk við­stadda til að sperra upp eyrun

Um sjö hundruð háskólanemar mættu í eina stærstu vísindaferð landsins til að kynna sér frumkvöðlakeppnina Gulleggið í Grósku á dögunum. KLAK - Icelandic Startups stóð fyrir viðburðinum sem hefur fest sig í sessi meðal eftirsóttustu viðburða hjá nemendum háskóla landsins.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: List­rænt fjör í Marshallhúsinu

Margt var um manninn á sýningaropnun hjá Þulu Gallery í Marshallhúsinu síðastliðinn laugardag. Sýningin, sem ber heitið Árfarvegur, býður gestum að stíga inn í heim þar sem hið stóra og smáa mætist og er samsýning Kristins E. Hrafnssonar, Önnu Maggýjar, Hrafnkels Sigurðssonar og Vikram Pradhan.

Menning