
Jafntefli í botnslag KA/Þórs og Stjörnunnar
KA/Þór og Stjarnan þurfa að bíða áfram eftir sínum fyrsta sigri í Olís-deild kvenna í handbolta en botnliðið skildu jöfn í kvöld, 24-24.
KA/Þór og Stjarnan þurfa að bíða áfram eftir sínum fyrsta sigri í Olís-deild kvenna í handbolta en botnliðið skildu jöfn í kvöld, 24-24.
Íslandsmeistarar Vals áttu ekki í miklum vandræðum gegn nýliðum ÍR í Olís deild kvenna í kvöld. Lokatölur 30-20, Íslandsmeisturunum í vil.
Handboltakonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir tók aftur fram skóna í haust og hefur verið að spila með Valskonum í Olís deild kvenna í handbolta á þessu tímabili. Hún er líka komin á nýjan stað utan handboltavallarins.
Fram og ÍBV unnu örugga sigra í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Fram vann sjö marka sigur gegn nýliðum ÍR og ÍBV lagði Hauka með átta marka mun.
Íslandsmeistarar Vals stórsigur á KA/Þór í 2. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Lokatölur 36-17.
Valur bar sigurorð af Fram, 29-20, þegar liðin leiddu saman hesta sína í fyrstu umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í Origo-höllinni að Hlíðarenda í dag.
Haukar unnu tveggja marka útisigur gegn Stjörnunni 26-28 í 1. umferð Olís deildar kvenna.
Ef spá forráðamanna liðanna í Olís-deild karla í handbolta rætist leiðir Aron Pálmarsson FH til sigurs í deildinni í vor. Val er spáð deildarmeistaratitlinum kvennamegin.
Ef spá forráðamanna liðanna í Olís-deild karla í handbolta rætist leiðir Aron Pálmarsson FH til sigurs í deildinni í vor.
Valur er meistari meistaranna eftir öruggan sjö marka sigur gegn ÍBV í Meistarakeppni HSÍ í kvöld, 30-27.
Meistarakeppni HSÍ, þar sem Íslands- og bikarmeistarar síðasta tímabils mætast í upphafi keppnistímabils, hefur verið flýtt vegna slæmrar veðurspár.
Arna Valgerður Erlingsdóttir mun stýra KA/Þór í Olís-deild kvenna í vetur. Hún segir að fram undan sé ákveðinn uppbyggingarfasi hjá liðinu.
Það eru innan við tvær vikur í að Olís-deildirnar í handbolta renni af stað en þrátt fyrir það hefur ekki enn verið kynnt hvernig sjónvarpsmálum verður háttað í vetur.
Arna Valgerður Erlingsdóttir hefur verið ráðin þjálfari KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta. Hún tekur við af Andra Snæ Stefánssyni sem hefur stýrt liðinu undanfarin ár.
Íslenska handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson hefur áhyggjur af því hvernig mál standa varðandi sýningarrétt á Olís deildum karla og kvenna í handbolta. Hann vill ekki að þessum málum „sé klúðrað með einhverju kæruleysi“ en nú, þremur vikum fyrir upphaf komandi tímabils er ekki víst hvar deildirnar munu “eiga heima.“
Fyrsti leikur Arons Pálmarssonar á Íslandsmótinu í handbolta eftir heimkomuna til FH verður gegn bikarmeisturum Aftureldingar. Olís-deild kvenna hefst á stórleik á Hlíðarenda.
Morgan Marie Þorkelsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Íslandsmeistara Vals í handbotla kvenna og verður þar með hið minnsta í herbúðum félagsins til ársins 2025.
Andrea Gunnlaugsdóttir hefur samið við Fram og mun leika með liðinu í Olís-deild kvenna í handbolta á næstu leiktíð. Frá þessu greindi Fram á föstudag.
Haukar hafa þegar hafið að safna liði fyrir næsta tímabil í Olís-deild kvenna í handbolta. Á föstudagskvöld var Ingeborg Furunes kynnt til leiks en sú hefur undanfarin ár spilað í efstu deild Noregs.
Landsliðskonan og línumaðurinn Ásdís Guðmundsdóttir mun leika með ÍBV í Olísdeild kvenna næstur vetur en Ásdís lék síðast með Skara HF í Svíþjóð.
ÍBV hefur fengið góðan liðsstyrk í Olís-deild kvenna í handknattleik en liðið samdi í dag við Britney Cots sem kemur frá Stjörnunni.
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, segir að það yrði mjög stórt fyrir liðið að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta kvenna. Valur hefur sótt um þátttöku í keppninni.
Íslandsmeistarar Vals ætla að reyna að komast í Evrópudeildina í handbolta, fyrst íslenskra kvennaliða. Valur varð Íslandsmeistari í nítjánda sinn eftir sigur á ÍBV, 3-0, í úrslitaeinvíginu í síðasta mánuði.
Handboltaþjálfarinn Stefán Arnarson bíður spenntur eftir því að byrja að vinna með nýjum lærimeyjum sínum í Haukum eftir að hafa verið ráðinn þjálfari liðsins til næstu þriggja ára.