Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Maður sem var að leita sér að flugmiða frá Keflavík til Prag í febrúar sá að mikill verðmunur var á verði flugferðarinnar, eftir því hvort hún var bókuð á vef Icelandair eða vef SAS. Það er þrátt fyrir að hann hafi skoðað nákvæmlega sömu ferðina, sem farin verður í flugvélum beggja félaga. Innlent 27.11.2025 15:35
Inga Elín hannar fyrir Saga Class Icelandair kynnti nýverið til leiks sérstakt ferðasett fyrir farþega Saga Class sem unnið er í samstarfi við listakonuna Ingu Elínu. Innblásturinn að hönnun settsins kemur frá íslenskri náttúru, þar sem frjáls form og náttúruleg mótíf ráða för. Lífið 27.11.2025 12:43
Móðurfélag Íslandsturna selt til bandarísks framtakssjóðs Bandaríski framtakssjóðurinn GI Partners hefur gengið frá kaupum á móðurfélagi Íslandsturna en fyrirtækið er eigandi að hátt í 400 fjarskiptaturnum víðs vegar um landið. Innan við fjögur ár eru liðin síðan Nova og Sýn seldu þær eignir frá sér. Innherjamolar 26.11.2025 16:50
Synjun FDA vonbrigði en staðan hjá Alvotech „ágæt þrátt fyrir mótlæti“ Innherji 24.11.2025 12:22
Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að loka fiskmjölsverksmiðju fyrirtækisins á Seyðisfirði. Ástæðan er sögð vera að rekstrarumhverfi verksmiðja sem vinna fiskmjöl og - lýsi hafi versnað hratt undanfarin misseri. Tólf missa vinnuna. Viðskipti innlent 21. nóvember 2025 14:44
Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Síminn hefur sótt um að fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum sínum þar til um mitt næsta ár. Tæknistjóri Nova segir Nova nær búið að fasa út sína senda. Unnið hafi verið að því frá ársbyrjun síðasta árs. Neytendur 20. nóvember 2025 22:23
Sýn fær flýtimeðferð Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt flýtimeðferð í máli Sýnar hf. gegn Fjarskiptastofu og Símanum hf., vegna kröfu Sýnar um ógildingu ákvörðunar Fjarskiptastofu um að skikka Sýn til að heimila Símanum að sýna efni Sýnar. Viðskipti innlent 20. nóvember 2025 16:29
Íslandsbanki lækkar vexti Íslandsbanki lækkar vexti inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi þann 24. nóvember, næsta mánudag. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að vaxtatafla Ergo muni taka gildi 21. nóvember, á föstudag. Viðskipti innlent 19. nóvember 2025 19:41
Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Hagfræðingar Íslandsbanka telja nokkuð harðan tón í framsýnni leiðsögn peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands bera minni vigt en ella og spá því að nefndin lækki stýrivexti um fimmtíu punkta á hverjum ársfjórðungi næsta árs. Viðskipti innlent 19. nóvember 2025 15:55
Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Forsvarsmenn Arion banka hafa hækkað árgjöld á kreditkort sín í fyrsta sinn í sjö ár, frá árinu 2018. Breytingarnar taka gildi 1. febrúar. Hlutfallsleg hækkun á notkun aukakorta eru mestar og nema að jafnaði um fjörutíu prósentum. Neytendur 19. nóvember 2025 15:08
Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir ferðatöskur skildar eftir á áfangastað ef vélin er orðin of þung og það sé spá um mikinn og kröftugan mótvind. Það gerist ekki oft en líklegra sé að það gerist ef flugin eru löng. Viðskipti innlent 18. nóvember 2025 23:15
Hækkar verðmatið á Sjóvá og spáir miklum viðsnúningi í afkomu á næsta ári Væntingar um verulega bætta afkomu á næsta ári, ásamt lækkandi markaðsvöxtum að undanförnu, skýrir einkum nokkra hækkun á verðmati Sjóvá, samkvæmt greiningu á tryggingafélaginu. Innherjamolar 18. nóvember 2025 15:13
Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Þrír nýir forstöðumenn hafa gengið til liðs við Íslandsbanka. Sverrir Már Jónsson tekur við sem forstöðumaður eigin viðskipta, Bjarney Anna Bjarnadóttir sem forstöðumaður samskipta og greiningar og Guðmundur Böðvar Guðjónsson hefur störf sem forstöðumaður markaðsmála. Viðskipti innlent 18. nóvember 2025 13:45
Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Hljóðfæraleikarinn Ásta Kristín Pjetursdóttir lenti óvænt í kröppum dansi á Schiphol-flugvelli í Amsterdam þar sem hún var á leið heim með víóluna sína. Starfsmaður vísaði til breyttra reglna um hljóðfærið og hótaði því að kalla á öryggisverði. Ásta segir hljóðfæraleikara langþreytta á óskýrum reglum og hvetur Icelandair til að bregðast við. Félagið segir málið til skoðunar. Innlent 17. nóvember 2025 15:13
Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Fjölskyldufaðir segir það svíða að berjast í bökkum við að borga niður húsnæðislán á sama tíma og bankarnir græði á tá og fingri á vaxtakostnaði. Hann segist einskis óska nema fyrirsjáanleika, hann hafi tekið skynsamlegar ákvarðanir sem dugi samt ekki til. Neytendur 17. nóvember 2025 11:02
Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Fríður Skeggjadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðamála hjá Lyfja og heilsu. Viðskipti innlent 17. nóvember 2025 10:49
Umfang skortsölu með Alvotech hélst óbreytt áður en gengi bréfanna hríðféll Ekki er að sjá nein merki um að fjárfestar hafi verið að bæta við skortstöður sínar með bréf Alvotech dagana áður en líftæknilyfjafélagið greindi frá því að FDA myndi ekki veita markaðsleyfi fyrir nýja hliðstæðu að svo stöddu. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði í kjölfarið um þriðjung. Innherjamolar 16. nóvember 2025 12:43
Lækka verðmatið á Icelandair og spá þungri samkeppnisstöðu vegna sterkrar krónu Verðmat á Icelandair er lækkað lítillega eftir uppgjör síðasta fjórðungs, einkum vegna lakari samkeppnishæfni samhliða mikill gengishækkun krónunnar, en virði félagsins er samt talið umtalsvert hærra miðað við núverandi markaðsgengi. Innherjamolar 14. nóvember 2025 14:36
Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Eik fasteignafélag hf. og Hamravellir atvinnuhús ehf. hafa undirritað samkomulag um uppbyggingu á iðnaðar- og lagerhúsnæði við Jötnahellu í Hafnarfirði. Húsnæðið verður byggt með þarfir öflugra fyrirtækja að leiðarljósi. Áætlaður framkvæmdartími er um 12 mánuðir. Byrjað verður á 2.600 fermetrum að Jötunhellu 5 en til greina kemur að sameina lóðir að Jötnahellu 5 og 7 og stækka húsnæðið og athafnasvæði lóðanna til muna. Viðskipti innlent 14. nóvember 2025 11:08
Víð Sýn Hallmundur Albertsson lögmaður skrifar grein á visir.is undir yfirskriftinni „Þröng Sýn“ þar sem hann gagnrýnir afstöðu Sýnar í ágreiningi við Símann um dreifingarrétt á sjónvarpsefni, einkum enska boltanum. Höfundur lætur hjá líða að geta þess að hann hefur undanfarin ár verið lögmaður Símans í fjölmörgum stjórnsýslu- og dómsmálum gegn Sýn, málum sem hafa snúist um staðfest brot Símans á fjölmiðla- og samkeppnislögum. Skoðun 14. nóvember 2025 07:03
Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Ölgerðin segist ekki vera í samstarfi við Bjórkastið eða stjórnanda þess, Sverri Helgason, í tengslum við orkudrykkinn Egils Orku. Sverrir lýsti drykknum sem opinberum drykk „íslenska öfgahægrisins“ og hafa aðrir gantast með að hann tengist hvítri kynþáttahyggju. Lífið 13. nóvember 2025 13:35
Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Gengi hlutabréfa í Alvotech lækkaði um tæplega tíu prósent í fyrstu viðskiptum eftir að félagið birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung í gærkvöldi. Það sem af er degi hefur gengið lægst farið í 634 krónur, sem er það lægsta frá upphafi. Viðskipti innlent 13. nóvember 2025 10:11
Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Gengið var frá kaupum Sendafélagsins ehf. á 4G og 5G dreifikerfum Sýnar hf. og Nova hf. Kaupverðið nemur samtals 2,6 milljörðum króna og gert er ráð fyrir að formlegu framsali fjarskiptabúnaðarins ljúki í árslok. Viðskipti innlent 13. nóvember 2025 06:53
Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Tekjur lyfjafyrirtækisins Alvotech jukust milli ára og hyggjast stjórnendur nýta sér nýja veltufjármögnun upp á 100 milljónir bandaríkjadala, jafngildi um 12,7 milljarða króna, til að fjármagna áframhaldandi rekstur. Félagið átti 43 milljónir dala í lausu fé í lok september. Rannsóknar-, þróunar- og stjórnunarkostnaður einn og sér nam um 216 milljónum dala á fyrstu níu mánuðum ársins. Viðskipti innlent 12. nóvember 2025 23:03
Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur birt skýrslu sína eftir úttekt á framleiðslu Alvotech í tengslum við umsókn félagsins um markaðsleyfi fyrir lyf, sem var hafnað á dögunum. Ábendingar stofnunarinnar eru tíu talsins og allar í nokkrum liðum. Meðal þess sem stofnunin setur út á eru klístruð gólf og mygla í verksmiðju Alvotech að Sæmundargötu í Vatnsmýri. Viðskipti innlent 12. nóvember 2025 15:25