Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Arion banki, Landsbankinn og minnst þrír lífeyrissjóðir hafa takmarkað afgreiðslu nýrra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar þar sem ákveðnir lánaskilmálar Íslandsbanka voru dæmdir ólögmætir. Arion banki og Landsbankinn bíða þess að Hæstiréttur dæmi í svipuðum málum höfðuð gegn þeim. Viðskipti innlent 20.10.2025 20:40
Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Sláturfélag Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað vínarpylsur með lotu 05-273 vegna aðskotahlutar sem fannst í vöru. Neytendur 20.10.2025 17:38
Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Arion banki hefur gert hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka þar sem skilmálar óverðtryggðs láns voru að hluta dæmdir ólögmætir. Viðskipti innlent 20.10.2025 15:12
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Ítalskt leiguflugfélag er á meðal þriggja flugfélaga sem hafa sótt um að fá úthlutað losunarheimildum frá íslenska ríkinu. Úthlutunin er hluti af séríslenskri undanþágu frá hertum losunarreglum fyrir alþjóðaflug en ríkissjóður gæti orðið af á sjöunda hundrað milljóna króna í tekjur af sölu heimildanna í ár vegna hennar. Viðskipti innlent 17. október 2025 06:46
Sýn gefur út afkomuviðvörun Sýn hf. gefur út afkomuviðvörun fyrir árið og gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir árið 2025 verði um 280 milljónir króna. Tekjur vegna stakra sjónvarpsáskrifta séu undir áætlun og auk þess auglýsingasala og tekjur vegna hlutanets áfram undir væntingum. Viðskipti innlent 16. október 2025 21:55
Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Hagar, sem reka meðal annars Bónus, Hagkaup og Olís, högnuðust um 3.721 milljónir króna á fyrri helmingi yfirstandandi rekstrarárs. Það er umtalsverð aukning frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaður nam 2.573 milljónum króna. Forstjóri segir reksturinn ganga vel auk þess sem tekjur og afkoma á öðrum ársfjórðungi hafi reynst umfram áætlanir. Viðskipti innlent 16. október 2025 18:42
Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Samkeppniseftirlitið mun taka möguleg samkeppnislagabrot starfsmanna viðskiptabanka í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða til alvarlegrar skoðunar. Viðskipti innlent 16. október 2025 15:43
Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Icelandair hefur bætt Faro í Algarve-héraði Portúgals við leiðakerfið sitt og hefur flug þangað 26. mars næstkomandi. Play hóf að fljúga þangað í apríl í fyrra og gerði þar til að félagið fór á hausinn á dögunum. Viðskipti innlent 16. október 2025 13:12
Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis leggst gegn lækkun hlutfalls endurgreiðslustuðnings við einkarekna fjölmiðla. Framsögumaður segir frumvarpið senda þau skilaboð að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina. Innlent 16. október 2025 13:08
Ætlar að vera „nánast skuldlaus og með afar sterka sjóðstöðu“ eftir tvær risasölur Fjárfestingafélag Róberts Wessman fær að óbreyttu í sinn hlut samtals nálægt einn milljarð Bandaríkjadala í reiðufé við sölu á lyfjafyrirtækjunum Adalvo og Alvogen US sem verður að stórum hluta nýtt til að gera upp skuldir Aztiq. „Við erum að breyta aðeins um stefnu þegar kemur að fjármögnun félagsins. Við ætlum að vera nánast skuldlaus og með afar sterka sjóðstöðu. Það verður staðan eftir þessi viðskipti,“ segir Róbert, sem fullyrðir að Aztiq samsteypan sé „öflugasta fjárfestingafélag landsins“ þegar kemur að umfangi eigna. Innherji 16. október 2025 13:00
Gengi Icelandair hrapar Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur fallið um tíu prósent frá opnun markaða klukkan 09:30. Félagið sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær. Viðskipti innlent 16. október 2025 09:55
Bankarnir og þjáningin Fátt er farsælla og meira gefandi en að greiða hæstu vexti sem þekkjast í veröldinni til íslenskra banka og annarra fjármálastofnana enda er það einskonar trygging fyrir því að viðkomandi einstaklingur eða fyrirtæki séu sannir Íslendingar sem fórna öllu til fyrir land og þjóð. Skoðun 15. október 2025 22:30
Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu segir of snemmt að segja til um hvaða áhrif nýuppkveðinn dómur í vaxtamálinu muni hafa fyrir fjármálakerfið. Hún segir nágrannalönd fylgjast grannt með málinu og banka á Norðurlöndum skoði hvort þeir þurfi að uppfæra skilmála í lánasamningum sínum í takt við regluverk. Innlent 15. október 2025 20:18
Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu hefur fordæmisgildi í sambærilegum málum gegn Arion banka og Landsbankanum að mati lögmanns Neytendasamtakanna. Þá geti dómurinn haft áhrif á fasteignalán lífeyrissjóða, bílalán og önnur neytendalán á svipuðum kjörum. Innlent 15. október 2025 19:13
Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Þó tekjur Icelandair á þriðja fjórðungi ársins hafi verið í samræmi við áætlanir á það sama ekki við kostnað. Í afkomuspá frá því í júlí var gert ráð fyrir aukinni arðsemi á fjórðungnum en sú þróun mun ekki hafa gengið eftir. Viðskipti innlent 15. október 2025 17:01
Hvetja aðildarríki til að bjóða sparnaðarleiðir með skattalegum hvötum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur beint þeim tilmælum til aðildarríkjanna að innleiða svonefnda sparnaðar- og fjárfestingarreikninga, sem hefur meðal annars verið gert í Svíþjóð með góðum árangri, sem myndu njóta skattalegs hagræðis í því skyni að ýta undir fjárfestingu og hagvöxt í álfunni. Hér á landi er þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði með minna móti og engir skattalegir hvatar til að ýta undir kaup í skráðum félögum. Innherji 15. október 2025 16:28
Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Landsbankinn telur að dómur Hæstaréttar í gær gefi tilefni til þess að fara yfir skilmála um breytilega vexti í nýjum íbúðalánum. Móttaka nýrra umsókna um íbúðalán verður því sett á bið fram yfir helgi, en unnið verður með viðskiptavinum að afgreiðslu þeirra lánsumsókna sem þegar eru í vinnslu hjá bankanum. Viðskipti innlent 15. október 2025 16:02
Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að því að endurgreiða viðskiptavinum sem hafa greitt of mikið af fasteignalánum sínum, samkvæmt vaxtadómi Hæstaréttar, að sögn bankastjóra. Nú sé verið að skoða hvað það séu margir. Frummat á fjárhagslegu tjóni bankans er þegar komið fram. Bankastjóri útilokar ekki að þriðji aðili endurreikni líka lánasamninga. Innlent 15. október 2025 12:43
Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Arion banki bendir á að skilmálar íbúðalána bankans með ákvæðum um breytilega vexti séu frábrugðnir þeim sem fjallað er um í dómi Hæstaréttar í málinu gegn Íslandsbanka og því sé erfitt að meta nákvæm áhrif af dómnum á lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum. Að því gefnu að sambærileg niðurstaða fengist í ágreiningsmáli um lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum sé það bráðabirgðamat bankans að fjárhagsleg áhrif slíkrar niðurstöðu yrðu óveruleg. Viðskipti innlent 15. október 2025 11:18
Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Frummat Íslandsbanka gerir ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif dóms Hæstaréttar í „vaxtamálinu“ svokallaða verði innan við milljarður króna, fyrir skatta. Viðskipti innlent 15. október 2025 08:54
Innherjaupplýsingar og birting á niðurstöðu Hæstaréttar í vaxtamálinu Í ljósi reynslunnar af birtingu dóms í vaxtamálinu svokallaða má velta fyrir sér hvort tilefni sé til að skoða að birta dóm í heild sinni á svipuðum tíma og dómurinn er kveðinn upp þegar það liggur fyrir að niðurstaðan geti falið í sér innherjaupplýsingar hjá skráðum félögum. Umræðan 15. október 2025 08:01
Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir ómögulegt að meta niðurstöðu Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða í fljótu bragði. Fjárhagsleg áhrif á bankana séu hugsanlega ekki eins mikil og talið var mögulegt áður. Í framhaldinu þurfi fjármálastofnanir að hafa mun skýrari vaxtaviðmið í lánum með breytilegum vöxtum. Viðskipti innlent 14. október 2025 19:51
Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Allir sjö dómarar Hæstaréttar voru sammála um að skilmálar í lánasamningi Íslandsbanka um breytilega vexti hafi verið ólögmætir. Þrátt fyrir það var Íslandsbanki sýknaður af fjárkröfum í Vaxtamálinu svokallaða, þar sem að vextir á láni þeirra sem höfðuðu málið höfðu hækkað minna en stýrivextir Seðlabankans. Viðskipti innlent 14. október 2025 14:47
Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Dómur Hæstaréttar um lánaskilmála Íslandsbanka í dag er sigur fyrir neytendur og lántakendur, að mati formanns Neytendasamtakanna sem höfðuðu málið. Hann þýði að bankanum sé ekki heimilt að nota huglæga þætti til að ákvarða vexti. Viðskipti innlent 14. október 2025 14:19