Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

LeBron nálgast endur­komu og met

LeBron James, stigahæsti leikmaður í sögu NBA deildarinnar, nálgast óðfluga endurkomu eftir meiðsli. James hefur verið á mála hjá South Bay Lakers sem er venslafélag LA Lakers undanfarið snýr aftur á æfingu hjá NBA liðinu í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

NFL-leikmaður skotinn á Manhattan

Kris Boyd, leikmaður New York Jets, er í lífshættu á Bellevue-sjúkrahúsinu á Manhattan eftir að hafa orðið fyrir skotsárás á veitingastað í miðbænum snemma á sunnudagsmorgun.

Sport
Fréttamynd

Heimir hylltur og beðinn af­sökunar á Twitter

Eins og hefur komið fram þá var sigur Íra á Ungverjum magnþrunginn og dramatískur en sigurmark þeirra í 2-3 útisigri á Ungverjum kom á 96. mínútu. Heimir Hallgrímsson var hylltur á samfélagsmiðlinum X áður Twitter.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verk­efni“

Ísland tapaði á grátlegan hátt fyrir Úkraínu fyrr í kvöld í Varsjá. Leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna og var leikurinn gerður upp eftir leik þar sem Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson voru beðnir um hugmyndir að breytingum á liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu

Körfuknattleiksmanninum Kristófer Acox er fátt óviðkomandi þegar kemur að íþróttafélaginu Val. Hann sendi knattspyrnudeildinni væna sneið í athugasemd við færslu á Facebook þegar nokkrir leikmenn kvennaliðs Vals í fótbolta voru kvaddir.

Fótbolti
Fréttamynd

Full­komin undan­keppni hjá Noregi

Ítalía tók á móti Noregi í Mílanó í lokaleik I riðilsins í undankeppni HM ´26. Norðmenn sneru leiknum við í seinni hálfleik en Ítalir komust yfir en Noregur fór í gegnum riðilinn án þess að tapa leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Jökull Andrés­son í FH

FH er byrjað að safna liði fyrir næsta tímabil í Bestu deild karla en Jökull Andrésson verður markvörður liðsins. FH birti myndband þess efnis á Twitter en Jökull semur til ársins 2028.

Sport
Fréttamynd

Reynslumiklar Valskonur kveðja

Það er augljóst að lið Vals verður í talsvert breyttri mynd næsta sumar í Bestu deild kvenna. Stjórn Vals birti í dag á samfélagsmiðlum tilkynningu um að fjórir leikmenn myndu kveðja strax í dag, ein væri með samningstilboð og ein myndi kveðja um áramótin.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta er allt annað dæmi“

„Við sýndum okkar rétta andlit í dag,“ sagði Hafdís Renötudóttir, markvörður Vals, eftir jafntefli liðsins gegn þýska stórliðinu Blomberg-Lippe í forkeppni Evrópudeildarinnar í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Vilt ein­hvern veginn ekki gera neitt“

Hákon Arnar Haraldsson, fyrirliði Íslands, sagðist svo sannarlega finna mikla tómleikatilfinningu eftir tapið gegn Úkraínu í kvöld. HM-draumurinn er úti en eins og Hákon benti á eru hann og margir aðrir í liðinu ungir að árum, og nú verður stefnan sett á EM 2028.

Fótbolti