„Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Einhverjir hafa vafalítið rekið upp stór augu þegar þeir komu auga á nafn Natans Kolbeinssonar á lista yfir stuðningsmenn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur. Natan er enda formaður Viðreisnar í Reykjavík. Hann kannast ekkert við að hafa skráð sig á listann og telur að hrekkjusvín hafi verið þar á ferð. Innlent 9.1.2026 15:56
Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Framsóknarflokkurinn í Reykjavík mun velja fólk á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum á tvöföldu kjördæmisþingi sem fram fer þann 7. febrúar næstkomandi. Enn sem komið er hefur Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar og fyrrverandi borgarstjóri, einn lýst því yfir að hann gefi kost á sér til að leiða lista flokksins áfram í borginni. Hann er áfram um að fella þurfi meirihlutann í borginni og ítrekar að samstarf með Samfylkingu hugnist honum ekki. Innlent 9.1.2026 14:42
Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Ragnar Þór Ingólfsson mun taka við embætti félags- og húsnæðismálaráðherra í kjölfar afsagnar Guðmundar Inga Kristinssonar sem mennta- og barnamálaráðherra. Hann telur fyrri störf sín innan verkalýðshreyfingarinnar hafa veitt sér góða þekkingu á málefnum ráðuneytisins. Meðal fyrstu verkefna verður að taka á skorti á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og tekjulága. Innlent 9.1.2026 12:12
Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent 9.1.2026 08:13
Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Evrópa stendur á tímamótum í efnahagsmálum. Sú skipan sem mótaði fjóra áratugi alþjóðaviðskipta og fjárfestinga eftir lok kalda stríðsins er að riðlast. Bandaríkin, sem áður voru helsti málsvari svokallaðra frjálsra markaða, hörfa nú inn í verndarhyggju, beita tollum sem pólitísku vopni og krefjast þess að bandamenn velji sér lið. Skoðun 9. janúar 2026 08:02
Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Ég ætlaði að byrja árið á jákvæðu nótunum. Staðreyndin er hins vegar sú að það borgar mér enginn laun fyrir að breiða út gleði. Eitt er það sem ég þoli verr við janúar en veðrið og Vísa-reikninginn. Ég hef skömm á öllum dálksentímetrum dagblaðanna sem fara undir völvu ársins. Lífið 9. janúar 2026 07:02
Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og verðandi mennta- og barnamálaráðherra ætlar að veita fjölmiðlum viðtöl nú í morgunsárið klukkan átta í húsnæði flokksins í Grafarvogi. Innlent 9. janúar 2026 06:57
Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Eftir tæplega tíu mánaða embættisferil sem einkenndist meðal annars af óheppilegum ummælum, umdeildum embættisfærslum og upplýsingastríði við Moggann hefur Guðmundur Ingi Kristinsson sagt af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir áramót og kveðst nú á batavegi. Innlent 9. janúar 2026 06:00
Villi er allt sem þarf Fram undan er mikilvægt prófkjör í Reykjanesbæ þar sem Sjálfstæðisflokkurinn velur sér nýjan oddvita, leiðtoga sem á að leiða flokkinn og bæinn inn í framtíðina. Fyrir mig sem ungan mann í Reykjanesbæ er valið skýrt: Ég kýs Vilhjálm Árnason til að leiða okkur sem bæjarstjóri inn í nýja tíma. Skoðun 8. janúar 2026 21:00
Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra eignaðist dóttur í morgun. Hann greinir frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum í kvöld. Lífið 8. janúar 2026 19:38
Ragnar Þór verður ráðherra Inga Sæland formaður Flokks fólksins tekur við af Guðmundi Inga Kristinssyni sem mennta- og barnamálaráðherra eftir afsögn Guðmundar. Þá verður Ragnar Þór Ingólfsson þingflokksformaður Flokks fólksins félags- og húsnæðismálaráðherra. Innlent 8. janúar 2026 18:57
Guðmundur Ingi segir af sér Guðmundur Ingi Kristinsson hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann mun halda áfram sem þingmaður Flokks fólksins. Innlent 8. janúar 2026 18:14
Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Fimmtán framboð bárust í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði en tveir bæjarfulltrúar etja þar kappi um oddvitasætið. Innlent 8. janúar 2026 17:52
Bíllinn þremur milljónum dýrari Hækkun vörugjalda, sem tók gildi um áramótin, er farin að láta á sér kræla í verði hjá bílaumboðum. Afnám vörugjalda á rafmagnsbíla hefur ekki mikil áhrif eftir lækkun rafbílastyrks og dæmi eru um að ódýrari rafbílar hækki í verði eftir breytinguna. Viðskipti innlent 8. janúar 2026 13:37
Mannasættir Það var sagt um Steingrím Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra að hann væri „mannasættir.“ Þetta þykir mér fallega sagt. Í rauninni má segja að betri ummæli um stjórnmálamann séu vandfundinn. Í orðinu fellst nefnilega kjarninn lýðræðisfyrirkomulaginu sem okkur öllum er svo kært. Skoðun 8. janúar 2026 12:00
Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, flytur erindi á morgunverðarfundi sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur boðað nú klukkan níu. Þar verður fjallað um aðgerðir til að efla neytendavernd í tengslum við gjaldskyldu á bílastæðum. Neytendur 8. janúar 2026 08:02
„Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur tekið fleiri veikindadaga síðustu þrjú ár en árin á undan. Stjórnendur telja þetta alvarlega þróun og hafa ákveðið að ráðast í sérstakar aðgerðir. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur of algengt að fólk misnoti kerfið, sem bjóði líka upp á það. Innlent 7. janúar 2026 18:58
Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Fái börn sem hafa sótt um flutning af leikskólanum Funaborg pláss á öðrum leikskóla verður það metið í samráði við skólastjórnendur hvort hægt verði á inntöku nýrra barna . Foreldraráð leikskólans kallaði í dag eftir aðgerðum af hálfu borgarinnar til að koma í veg fyrir eða bregðast við skipulagðri fáliðun á leikskólanum, einn og hálfan dag í viku. Innlent 7. janúar 2026 16:07
Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Ólöf Eiríksdóttir, formaður foreldraráðs leikskólans Funaborgar, segir ólíðandi að foreldrar þurfi að hafa leikskólabörn sín heima í einn og hálfan dag í hverri viku. Hún gagnrýnir skipulagða fáliðun leikskólans og kallar eftir betri aðgerðum af hálfu borgarinnar. Innlent 7. janúar 2026 13:01
Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra Framsóknarflokksins, er sú þriðja sem gefur kost á sér í oddvitasæti Viðreisnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Hún segist standa fyrir breytingar í borginni sem nú sé ákall um. Hún getur hugsað sér að fara í samstarf við alla flokka. Innlent 7. janúar 2026 11:54
Stefán vill verða varaformaður Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér til að gegna embætti varaformanns flokksins. Kosið verður um forystu flokksins á komandi flokksþingi Framsóknar í næsta mánuði. Innlent 7. janúar 2026 10:18
Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Jónas Már Torfason lögfræðingur vill leiða framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Jónas starfar sem lögfræðingur á lögmannsstofunni Réttur - Aðalsteinsson & Partners. Jónas er uppalinn í Kópavogi og flutti nýlega aftur heim. Jónas segir það hans markmið að mynda meirihluta í Kópavogi. Innlent 7. janúar 2026 09:56
Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra Framsóknarflokksins, gefur kost á sér í oddvitasæti Viðreisnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta staðfestir Björg nú í morgun en þegar hefur verið sterkur orðrómur uppi um að hún hygðist taka oddvitaslaginn fyrir Viðreisn í borginni. Innlent 7. janúar 2026 09:12
Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir allar yfirlýsingar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um Grænland og Venesúela fjarstæðukenndar og forsendur hans líka. Hann segir að frá herfræðilegu sjónarmiði sé í raun einfalt fyrir Bandaríkin að taka Grænland, og þau gætu gert það, ef þau vildu, í dag. Það sé þó alls ekki nauðsynlegt og í raun aðeins hégómi „gamla fasteignabraskarans frá New York“ að vilja það. Innlent 7. janúar 2026 09:07
Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segist halda að það sé skynsamlegt að anda með nefinu varðandi málefni Grænlands enn um sinn. Varnarsamningurinn við Bandaríkin sé allt sem skipti máli varnarlega séð fyrir Ísland, og reynslan og sagan kenni okkur að það sé skynsamlegt að passa vel upp á vinskap við Bandaríkin. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að staða heimsmálanna í dag sé með þeim hætti að Íslendingar eigi að halda öllum möguleikum opnum varðandi öryggi og varnir, og mögulega skipa okkur formlega í hóp með líkt þenkjandi þjóðum. Innlent 6. janúar 2026 22:11