Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Læknar eru lífs­björg: Tryggjum sér­nám þeirra

„Ef við fáum ekki sérgreinina okkar viðurkennda þá er til einskis að flytja heim,“ sagði íslenskur læknir búsettur í Svíþjóð mér á dögunum. „Þessi staða virðist tilkomin vegna reglugerðabreytinga á Íslandi þar sem ýmsir læknar lentu milli skips og bryggju þrátt fyrir að uppfylla hefðbundnar kröfur,” bætti annar læknir síðar við.

Skoðun
Fréttamynd

For­sendur séu brostnar vegna játningar ráð­herra

Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans á þingfundi í dag. Hann sagðist í gær aðeins hafa lesið útdrátt skýrslu sem hann vísaði til við kynningu á samgönguáætlun. Því efast þingmenn um að áætlunin byggi á faglegu mati, líkt og kom fram í máli forsætisráðherra í gær.

Innlent
Fréttamynd

Á­kvörðun um fjár­hæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venju­lega

Fjárhæð veiðigjalds næsta árs liggur nú fyrir en eru upplýsingarnar seinni á ferðinni en venjulega. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins af veiðigjaldi næsta árs verði um fimmtán milljarðar. Lög gera ráð fyrir að ríkisskattstjóri geri tillögu um fjárhæð gjaldsins til ráðherra eigi síðar en 1. desember ár hvert, en enn sem komið er hafa ekki fengist svör frá stjórnvöldum um hvers vegna auglýsing um fjárhæð gjaldsins er seinni á ferðinni í ár en venjulega. Sjávarútvegsfyrirtæki sem eiga að greiða gjaldið voru farin að lengja eftir því að vita hvað þau eigi að borga á næsta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leggur til þrjár að­gerðir á ögur­stundu fjöl­miðla

Forstjóri Sýnar segir komið að ögurstundu fyrir sjálfstæða fréttamennsku og lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu. Boðaður aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar verði að lágmarki að fela í sér breytingar sem skapi grundvöll fyrir yfirvegaða umræðu sem byggi á gögnum og staðreyndum. Markmiðið sé ekki að veikja Ríkisútvarpið heldur að tryggja heilbrigðan fjölmiðlamarkað þar sem samkeppni fer fram á jafnréttisgrundvelli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Það er verið að setja Austur­land í frost“

Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir ríkisstjórnina þyrla upp ryki með nýrri samgönguáætlun og færa fjármuni, sem Austfirðingum höfðu verið lofaðir, á önnur svæði. Verið sé að setja Austurland í frost.

Innlent
Fréttamynd

Boðar tuttugu að­gerðir í mál­efnum fjöl­miðla

Logi Einarsson, menningar,- nýsköpunar og háskólaráðherra, kynnti tillögur að aðgerðum í málefnum fjölmiðla á ríkisstjórnarfundi í morgun. Stefnt er að því að tillögurnar fari í almenna kynningu í þessum mánuði en um er að ræða um tuttugu tillögur sem ætlað er styrkja stöðu íslenskra fjölmiðla. Breyttir tímar kalli á nýja nálgun.

Innlent
Fréttamynd

Ein­fald­lega til­viljun að Ár­sæll sé fyrstur í röðinni

Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir.

Innlent
Fréttamynd

Vill leiða ráð­herra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm

Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Vegið að eigin veski

„Það eru ekki til peningar.“ „Við höfum ekki efni á þessu núna.“ Margur Íslendingur hefur heyrt þessar tvær setningar í gegnum barnæskuna og jafnvel unglingsár sín, en hver hefði átt von á því að þegar sama fólkið væri orðið fullorðið myndi það fá sama svar frá yfirvöldum þegar kemur að nauðsynjum eins og t.d. heilbrigðisþjónustu, vegagerð og alls konar sem m.a. tengist uppbyggingu á landsbyggðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Hættu­leg hegðun

Eftir 40 ára farsælt starf með ungmennum fær Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla sparkið. Hann hefur helgað líf sitt að því að bæta líf ungs fólks og hvergi slegið af á sinni starfsævi, það gera hugsjónarmenn.

Skoðun
Fréttamynd

Fékk „út­drátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í

Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, las ekki alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni.

Innlent
Fréttamynd

Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný

„Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga.

Innlent
Fréttamynd

Eftiráskýringar ráð­herra haldi engu vatni

Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar.

Innlent
Fréttamynd

Hafi engin af­skipti haft af málinu

Inga Sæland félagsmálaráðherra segist ekki hafa beitt sér á neinum tímapunkti í máli Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla. Hún hafi hvorki átt í samskiptum við samráðherra sína um málið, né beri hún nokkurn kala til hans.

Innlent
Fréttamynd

Lög­maður á villi­götum – eða hvað?

Magnús M. Norðdahl lögfræðingur ASÍ ritaði grein sem birtist á Vísi þann 4. desember, Lögmaður á villigötum, í tilefni af grein minni um réttindi hlutastarfandi starfsmanna hjá Reykjavíkurborg sem birt var á Vísi þann 3. desember sl.

Skoðun
Fréttamynd

Á­kvörðunin varði gagn­rýni Ár­sæls ekki að neinu leyti

Í ljósi boðaðra umfangsmikillla breytinga á framhaldsskólastiginu taldi mennta- og barnamálaráðuneytið rétt að auglýsa stöðu skólameistara Borgarholtsskóla þannig að umsækjendur gætu metið hvort þeir vilji leiða skólann í gegnum slíkar breytingar. Tekið var fram á fundi með Ársæli Guðmundssyni, skólameistara skólans, að ekkert væri því til fyrirstöðu að hann  sækti um stöðuna ef hann kysi svo. Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun á þessum tímapunkti um að auglýsa aðrar stöður skólameistara.

Innlent
Fréttamynd

Vænir ráð­herra um vald­níðslu og óskar skýringa

Lögmaður Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla sendi Guðmundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra, bréf í dag þar sem hann óskaði skýringa á ákvörðun ráðherra um að auglýsa starf hans. Hún beri vott um valdníðslu.

Innlent
Fréttamynd

Á­bati Fjarðarheiðarganga metinn nei­kvæður um 37 milljarða króna

Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri.

Innlent
Fréttamynd

Krist­rún bað for­seta um að stöðva um­ræður

Allt ætlaði um koll að keyra á Alþingi í morgun þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu yfir óánægju sinni með að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefði verið tekinn af lista yfir ráðherra sem sitja áttu fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma, einmitt þegar þeir ætluðu að spyrja hann út í embættisfærslur hans í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Í ljós kom að ráðherrann liggur á sjúkrahúsi og gat því ekki mætt í þingið. Umræður undir liðnum fundarstjórn forseta héldu þó áfram lengi vel og loks spurði forsætisráðherra forseta Alþingis hvort ekki væri hægt að „stoppa þetta.“

Innlent
Fréttamynd

Sam­þykktu frið­lýsingu Grafar­vogs en til­laga um stækkun verndarsvæðis felld

Tillaga um friðlýsingu Grafarvogs var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær og henni vísað til borgarráðs. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu friðlýsa stærra svæði umhverfis voginn en þeirri tillögu hafnaði meirihlutinn. Borgarfulltrúar allra flokka styðja friðlýsinguna þótt Sjálfstæðismenn hafi viljað ganga lengra en fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá þegar tillaga Sjálfstæðismanna var felld.

Innlent
Fréttamynd

Gera framtíðar­nefnd varan­lega!

Sem stendur er framtíðarnefnd Alþingis tímabundin og rennur skipunar tíminn út í lok árs. Umrædd nefnd ætti ekki aðeins að vera framlengd heldur ætti að festa hana í sessi um ókomna tíð.

Skoðun