Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Próf­kjör D-lista í Mos­fells­bæ 31. janúar

Prófkjör D-listans í Mosfellsbæ verður haldið 31. janúar og er það mikilvægur áfangi í undirbúningi okkar fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkör er ekki aðeins val á einstaklingum heldur lýðræðisleg ákvörðun um hvernig frambjóðendur raðast á D-lista fyrir kosningarnar 16. maí nk.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Tel nægja að menn séu að fremja í­trekuð af­brot“

Frumvarp um afturköllun verndar brotamanna er á dagskrá Alþingis í dag og líklegt má telja að frumvarpið fljúgi í gegnum þingið. Þingmaður Miðflokksins vill þó að gengið verði lengra þannig að hægt verði að svipta þá vernd sem framið hafa ítrekuð brot, þrátt fyrir að þau teljist ekki alvarleg.

Innlent
Fréttamynd

Karlarnir leiða að ósk kvennanna

Sigfús Aðalsteinsson fasteignasali leiðir lista Okkar borgar – Þvert á flokka í sveitarstjórnarkosningum í vor. Baldur Borgþórsson mun skipa annað sæti listans. Tilkynnt var um framboðið í október í fyrra. Hlynur Áskelsson, kennari í Fjölbrautaskólanum í Ármúla, tekur þriðja sæti á listanum. Sigfús og Baldur voru til viðtals um væntanlegt framboð í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Engar kveðjur fengið frá Krist­rúnu

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur engar kveðjur fengið frá flokksforystunni í Samfylkingunni eftir prófkjörið um helgina þar sem hún laut í lægra haldi gegn Pétur Marteinssyni í oddvitaslag. Hún segist spennt fyrir komandi baráttu og hlakka til að kynnast Pétri betur.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­full­trúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum

Magnús Davíð Norðdahl borgarfulltrúi Pírata sækist ekki eftir sæti á framboðslista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Við lok kjörtímabils ætlar hann að segja skilið við þátttöku í skipulögðu stjórnmálastarfi og þar með einnig samtökum Pírata. Þetta tilkynnti Magnús á Facebook-síðu sinni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kynna einn fram­bjóðanda á dag næstu daga

Miðflokkurinn byrjaði í fyrradag að kynna fólk á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og hyggst halda áfram að kynna einn frambjóðenda á dag á næstu dögum. Ekki liggur endanlega fyrir hvenær fullur listi verður kynntur eða hulunni svipt af því hver verður oddviti flokksins í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Verka­lýðs­hreyfingin úti á túni með sitt tal?

Brynjar Níelsson lögmaður kom inn sem varaþingmaður á Alþingi í dag, þá fyrir Guðlaug Þór Þórðarson, og lét ekki bjóða sér það tvisvar; hann henti sér umsvifalaust í óundirbúnar fyrirspurnir. Brynjar átti erindi við Ragnar Þór Ingólfsson félags- og húsnæðismálaráðherra og þá með vísan til fortíðar hans hjá verkalýðshreyfingunni en Ragnar var formaður VR.

Innlent
Fréttamynd

Enga á­kvörðun tekið um Þór­dísi Kol­brúnu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segist ekki hafa tekið ákvörðun um að skipa Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem sendiherra en sögusagnir þess efnis hafa verið á kreiki undanfarið. Hún segir að missir yrði af Þórdísi Kolbrúnu á þingi ef hún hyrfi til annarra starfa.

Innlent
Fréttamynd

Heiða tekur annað sætið í Reykja­vík

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að taka 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík sem hún tryggði sér í prófkjöri flokksins á laugardaginn, þegar hún tapaði slagnum um oddvitasætið. Hún óskar Pétri Marteinssyni aftur til hamingju með sigurinn og öllum þeim sem tryggðu sér sæti á lista og segist áfram ætla að vinna í þágu borgarinnar á grundvelli hugsjóna sinna og jafnaðarstefnunnar.

Innlent
Fréttamynd

Heiða hefur ekki heldur svarað upp­stillingar­nefnd

Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa enn ekki borist svör um hvort að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri þiggi annað sætið á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Nefndin kallar nú eftir tilnefningum í sætin fyrir neðan sjötta sæti.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er auð­vitað glæsi­legt fyrir flokkinn“

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, gefur ekkert upp um það hvernig hún greiddi atkvæði í nýafstöðnu prófkjöri flokksins í Reykjavík. Hún segir þátttökuna í prófkjörinu vera glæsilega fyrir flokkinn en ríflega fimm þúsund flokksfélagar tóku þátt í því, margir hverjir spánnýir í flokknum. Þá vill Kristrún ekki tjá sig sérstaklega um orð borgarstjóra um að flokksfélagar hafi hafnað reyndri konu.

Innlent
Fréttamynd

Þing­fundi ekki frestað vegna handboltans

Reikna má með því að framlegð á vinnustöðum landsins muni lækka verulega á þriðja tímanum í dag þegar flautað verður til leiks í viðureign Íslands og Sviss í milliriðli 2 á Evrópumótinu í handbolta.

Innlent
Fréttamynd

Leitað að fleira fólki á lista Sam­fylkingarinnar í Reykja­vík

Samfylkingin í Reykjavík óskar nú eftir tilnefningum á lista flokksins fyrir kosningarnar í vor. Um helgina var valið í efstu sex sætin á lista flokksins, en nú leitar uppstillingarnefndin að fólki sem vill sitja í sætum 7. til 46. á lista. Enn liggur ekki fyrir hvort Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætli að taka 2. sætið á listanum sem hún tryggði sér í prófkjörinu um helgina þar sem hún tapaði oddvitasætinu. Gert er ráð fyrir að endanlegur listi verði kynntur í síðasta lagi í lok febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Reynsla og létt­leiki – Aðal­steinn fyrir Reykja­vík

Upptakturinn að sveitarstjórnarkosningum í vor er hafinn og flokkarnir í óða önn við að manna sína lista, hvort heldur í gegnum prófkjör, flokksval eða uppstillingu. Viðreisn í Reykjavík stendur frammi fyrir vali á oddvita lista næstu helgi. Svokallað leiðtogaprófkjör. Hvaða eiginleika þarf leiðtogi að hafa?

Skoðun
Fréttamynd

Að hamstra hús­næði

Ef einhver færi í allar lyfjaframleiðslustöðvar landsins, keypti öll hjartalyf sem væru á markaði og seldi síðan á uppboði fyrir eldri borgara á mun hærra verði , væri það skandall. Lyf, eins og húsnæði, eru vörur sem við getum ekki lifað án. Feður kapítalismans, Ricardo og Smith, kölluðu slíkar vörur „verðóteygjanlegar“ (inelastic).

Skoðun
Fréttamynd

Veitir ekki við­töl að sinni

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri mun ekki veita viðtöl um úrslit prófkjörs Samfylkingarinnar í dag. Enn er óvíst hvort hún þiggi annað sætið á lista flokksins í vor. 

Innlent
Fréttamynd

Fyrir heimabæinn minn

Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í daglegu lífi fólks. Þar mætast þjónusta, menning, menntun og velferð - þeir þættir sem móta samfélagið okkar til framtíðar. Víða um land hefur þróunin verið hröð undanfarin ár, íbúum fjölgað og kröfur til þjónustu aukist. Slíkar breytingar kalla á skýra sýn, forgangsröðun og samvinnu.

Skoðun