Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Við­reisn hafi tekið upp mál­flutning Mið­flokksins

Miðflokkurinn er orðinn stærsti hægri flokkurinn á Íslandi samkvæmt nýrri fylgiskönnun. Þingkona Sjálfstæðisflokksins viðurkennir að flokkurinn hafi „misst boltann“ í útlendingamálum þegar hann var í ríkisstjórn. Þingkona Miðflokksins segir Viðreisn hafa tekið upp málflutning Miðflokksmanna í útlendingamálum.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „ís­lenska öryggismódelið“

Ekki stendur til að auka hernaðarstuðning við Úkraínu á næsta ári þótt gert sé ráð fyrir að útgjöld Íslands til öryggis- og varnarmála hækki um einn og hálfan milljarð á milli ára. Útgjöld Íslands komast ekki á blað í samanburði við önnur bandalagsríki en forsætisráðherra gerir ráð fyrir að framlag Íslands verði rætt í heimsókn framkvæmdastjóra NATO til landsins í næstu viku. Vinna stendur yfir á vettvangi NATO sem og hér innanlands við að skilgreina hvaða útgjöld megi telja til 1,5% framlags bandalagsríkja af vergri landsframleiðslu til að efla varnir og viðnámsþrótt.

Innlent
Fréttamynd

For­eldrar eigi líka að leggja símann frá sér

Yfir eitt hundrað börn sem eru saman komin á barnaþingi munu grilla ráðherra ríkisstjórnarinnar í dag. Reglur um snjallsímanotkun eru þeim ofarlega í huga að sögn umboðsmanns barna sem telur mikilvægt að yngri kynslóðin komi enn frekar að ákvarðanatöku í samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Margir skorað á Ingi­björgu í for­manninn

Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ýmsa hafa komið að máli við sig og hvatt hana til þess að bjóða sig fram til formanns flokksins. Hún segist þakklát fyrir traustið og hvatninguna, enn sé langt í flokksþing og of snemmt að segja til um formannsframboð.

Innlent
Fréttamynd

Vilja tryggja stöðu ungs fólks í próf­kjöri Sam­fylkingarinnar

Hallveig, félag Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík, ákvað á félagsfundi þann 12. nóvember að halda forprófkjör í desember 2025 fyrir prófkjör Samfylkingar í sveitarstjórnarkosningum 20226. Forseti segir það tilraun hreyfingarinnar til að koma ungu fólki að í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Illa hafi gengið í síðasta prófkjöri að koma ungum einstaklingum að.

Innlent
Fréttamynd

Sterk ferða­þjónusta skapar sterkara sam­félag

Ferðaþjónustan á Norðurlandi stendur á tímamótum. Aldrei áður hafa tækifærin verið jafn augljós og raunhæf. Ný hótel rísa, fjölbreytt afþreying vex, og heilsársferðaþjónusta er orðin að veruleika. Staðan er gjörbreytt frá því fyrir aðeins nokkrum árum síðan.

Skoðun
Fréttamynd

Gerir kröfu um að fjár­magn fylgi barni í vímu­efna­vanda

Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknarflokksins vill að fjármagn fylgi barni þegar kemur að fíknimeðferðum. Hún segir að á meðan ekki sé hægt að tryggja aðgengi og öryggi barna í meðferðarúrræðum á Íslandi eigi foreldrar og forráðamenn að geta leitað annað og fengið fjármagn með.

Innlent
Fréttamynd

Skildi vega­bréfið eftir

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, var að hefja erindi á COP30 ráðstefnunni þegar eldur brast út. Í flýti við að komast út skildi sendinefnd Íslands eftir vegabréf og allan farangurinn. Tvísýnt var hvort þau næðu flugferðinni heim á miðnætti, og þá með allan farangurinn. Að lokum fengu þau að sækja farangurinn sem varð eftir og vegabréf ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land útsöluvara í nor­rænum saman­burði

Ísland er útsöluvara í Norrænum samanburði hvað varðar veitingu dvalarleyfa og algjört stefnuleysi hefur ríkt í málaflokknum. Þetta segir hagfræðingur sem vann úttekt á reglum um dvalarleyfi á Íslandi. Dómsmálaráðherra boðar fimm lagafrumvörp til breytinga í málaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Mögu­leiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi

Ársfjórðungslegur fundur um verndaraðgerðir Evrópusambandsins getur stuðlað að því að dregið verði úr aðgerðunum eða þær felldar úr gildi fyrr en áætlað er. Utanríkisráðherra segir það fara eftir þróun markaða, eitthvað sem enginn geti spáð fyrir um. Fulltrúar Evrópusambandsins leggja áherslu á að verndaraðgerðirnar gegn EES-ríkjunum séu einstakt tilfelli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir

Mennta- og barnamálaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra hafa fundað um áframhaldandi samning við stuðnings- og ráðgjafasetrið Bergið headspace. Framkvæmdastjórinn segir jákvætt að samtal sé farið af stað en hún óttaðist að fengist ekki ríkisstyrkur þyrfti að loka starfsemi Bergsins. Hún hefur ekki fengið upplýsingar um hvað felst í samningnum.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægar kjara­bætur fyrir aldraða

Í október síðast liðnum mælti ég fyrir frumvarpi þess efnis að hækkun bæði elli- og örorkulífeyris um hver áramót taki framvegis mið af launavísitölu í stað vísitölu neysluverðs og áætlunar um launaþróun. Ef verðlag hækkar umfram laun verður hins vegar áfram miðað við vísitölu neysluverðs.

Skoðun
Fréttamynd

Út­lendingar 69 prósent nýrra í­búa frá 2017

Á árunum 2017 til 2025 fjölgaði íbúum Íslands margfalt á við önnur lönd vegna mikillar fjölgunar erlendra ríkisborgara en veiting dvalarleyfa til ríkisborgara utan EES, svokallaðra þriðju ríkis borgara, skýrir sífellt stærri hluta fólksfjölgunar á Íslandi. Starfshópur leggur til víðtækar breytingar á dvalarleyfakerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Skúli sækist eftir 2. sæti

Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Flokksvalið fer fram 24. janúar næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Vill svara ESB með tollahækkun

Þingmenn Framsóknar virðast boða nokkurs konar tollastríð við Evrópusambandið í þingsályktunartillögu sem þeir hyggjast leggja fram en hún er sögð fela í sér tollahækkun á innflutt matvæli. Fjármálaráðherra hafnar hugmyndinni og segir Íslendinga eiga allt undir í frjálsum viðskiptum.

Innlent
Fréttamynd

Kom ó­á­nægju sinni á fram­færi við von der Leyen

Forsætisráðherra segist hafa komið óánægju íslenskra stjórnvalda með verndaraðgerðir Evrópusambandsins vegna kísiljárns á framfæri við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í morgun. Von der Leyen hafi sagt Ísland áfram geta reitt sig á aðgengi að innri markaði ESB.

Innlent
Fréttamynd

Nær allir sam­mála um af­sögn ríkislög­reglu­stjóra

Svarendur í skoðanakönnun sem Maskína gerði voru svo gott sem á einu máli um að það hefði verið rétt ákvörðun hjá Sigríði Björk Guðjónsdóttur að segja af sér sem ríkislögreglustjóri. Sú afstaða er óháð kyni, aldri, búsetu, menntun, tekjum eða stjórnmálaskoðunum svarenda.

Innlent
Fréttamynd

Er þetta planið?

Nú er senn ár liðið frá Alþingiskosningunum. Eftir kosningar tók við ný, björt og brosandi ríkisstjórn sem hefur unnið þétt með þjóðinni.

Skoðun