Lýðræðisveisla Á morgun, þann 24. janúar fer fram flokksval Samfylkingar í Reykjavík. Flokksvalið er bindandi fyrir sex efstu sætin með paralista. Það eru 17 manns sem gefa kost á sér í sex efstu sætin og því barátta um hvert sæti og sannkölluð lýðræðisveisla fram undan. Skoðun 23.1.2026 18:31
Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Í hverjum mánuði bætast meira en 200 bílar við á götur Reykjavíkur. Það er engin furða að umferð hægist og bílastæðum fækki. Skoðun 23.1.2026 16:00
Arnar Grétarsson í stjórnmálin Arnar Grétarsson, fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu og knattspyrnuþjálfari hér heima síðustu ár, er komin í pólitíkina. Hann gefur kost á sér fyrir Viðreisn í komandi sveitarstjórnarkosningum í Kópavogi. Innlent 23.1.2026 15:23
„Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Lilja Alfreðsdóttir, sem býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins, telur að það gæti verið styrkur fyrir flokkinn að hafa formanninn utan þings. Hún segist vera fullveldissinni, er á móti aðild að Evrópusambandinu og vill herða flóttamannalöggjöfina á Íslandi. Þá vill hún einnig ná betri tökum á efnahagsmálum. Fyrst og fremst langar hana að byggja flokkinn upp. Innlent 23. janúar 2026 00:30
Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Pétur Björgvin Sveinsson, aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar, gefur kost á sér í oddvitasæti Viðreisnar í Kópavogi. Innlent 22. janúar 2026 23:02
Kom ekki á teppið Bandarísk yfirvöld hafa ekki brugðist við ákúrum utanríkisráðherra eftir að sendiherraefni þeirra gantaðist með að Bandaríkin gætu tekið yfir Ísland og gert hann að ríkisstjóra landsins. Innlent 22. janúar 2026 22:24
Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun vonast til að endanlegt framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun fáist í næsta mánuði og að smíði hennar fari þá á fulla ferð. Fyrirtækið hyggst jafnframt hefja stækkun þriggja eldri virkjana í ár. Innlent 22. janúar 2026 21:48
Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi menningar- og viðskiptaráðherra, ætlar að gefa kost á sér í formannssæti flokksins. Þetta tilkynnti hún á félagsfundi Framsóknarfélags Reykjavíkur sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í kvöld. Innlent 22. janúar 2026 21:15
Willum fer ekki fram og styður Lilju Willum Þór Þórsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og núverandi forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), ætlar ekki að gefa kost á sér í formannssæti Framsóknarflokksins. Þess í stað styður hann Lilju Dögg Alfreðsdóttur varaformann. Innlent 22. janúar 2026 20:48
Magnea vill hækka sig um sæti Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi gefur kost á sér í annað sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í maí. Innlent 22. janúar 2026 19:25
Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Of snemmt er að segja til um hvort viðræður Bandaríkjaforseta og framkvæmdastjóra NATO séu jákvætt skref í samskiptum Bandaríkjanna við Danmörku og Grænland á meðan lítið er vitað um innihald rammasamkomulagsins, að sögn utanríkisráðherra. Innlent 22. janúar 2026 18:09
Að standa með sjálfum sér Viðkvæm staða fámenns menningarsamfélags er viðeigandi alþjóðlegt fréttaefni á þessum síðustu og verstu tímum. Horfurnar hafa oft verið bjartari í þeirri varnarbaráttu sem við Íslendingar heyjum fyrir tungunni og þar með þjóðmenningu okkar og sjálfstæði. Skoðun 22. janúar 2026 17:31
Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Tvö félög sem tengjast fyrrum stjórn Sósíalistaflokksins fékk yfir tuttugu milljónir króna frá flokknum árið 2024, bróðurskerfinn af tekjum hans það ár. Flokkurinn eyddi tæpum tíu milljónum króna í baráttuna fyrir alþingiskosningar. Innlent 22. janúar 2026 15:32
Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Þau tvö sem sækjast eftir oddvitasætinu hjá Samfylkingunni í borginni í sveitarstjórnarkosningum mætast í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi á morgun. Lesendur Vísis eru hvattir til að beina spurningum til frambjóðendanna. Innlent 22. janúar 2026 15:24
Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Óbirt skýrsla um fjárhagsstöðu Félagsbústaða lýsir veikri fjárhagsstöðu félagsins sem hafi verið rekið með ósjálfbærum hætti undanfarin ár. Sjóðstreymi hafi verið neikvætt, stjórnun þess verið línudans og aðferðum verið beitt sem hafi reynst rekstrinum þungar. Á hinn bóginn má lesa bjartsýni úr skýrslunni þar sem settar eru fram tillögur um hvernig megi snúa rekstri Félagsbústaða „frá vítahring til fjárhagslegrar sjálfbærni,“ líkt og það er orðað í skýrslunni. Meðal þess sem lagt er til er 1,5% raunhækkun leiguverðs hjá Félagsbústöðum. Innlent 22. janúar 2026 15:17
Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Á fjölmennum fundi í vallarhúsi Gróttu á Seltjarnarnesi var tekin ákvörðun um að Samfylkingin bjóði fram í samstarfi við Viðreisn og óflokksbundna Seltirninga undir merkjum Samfylkingar og óháðra í sveitarstjórnarkosningum í vor. Innlent 22. janúar 2026 14:44
„Ég á þetta og má þetta“ Heldur hitnaði í kolum, og kannski eins og við mátti búast, þegar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Ingu Sæland formanns Flokks fólksins á Alþingi í dag. Hún vildi vita hvernig stæði á þessu hringli með málaflokka; að barnamálaráðherra væri kominn með uppbyggingu dvalarheimila á sínar herðar. Innlent 22. janúar 2026 12:38
Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Öllum almenningi er ljóst að endurræsa þarf menntakerfið. 40% nemenda eru ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir 10 ára skyldunám og 2–3 ár í leikskóla. Kerfið er dýrt en skilar langt frá því þeim árangri sem börnin okkar eiga rétt á. Skoðun 22. janúar 2026 09:45
Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Oddvitaefni Samfylkingarinnar eru ósammála um hvort sitjandi borgarstjóri sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki. Þau segja prófkjörsbaráttuna hafa einkennst af virðingu og hafa ekki upplifað ljótan eða harkalegan oddvitaslag. Þá segjast þau sammála um að það skipti máli að Samfylkingin gangi sameinuð til kosninga í vor, hvort sem sitjandi borgarstjóri eða nýliði með ferska sýn leiði flokkinn í borginni. Þau eru bæði þeirrar skoðunar að færa eigi flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Innlent 22. janúar 2026 09:44
Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Hvort sem okkur hinum líkar það betur eða verr, þá þurfum við stjórnmálafólk. Og það skiptir miklu að við fáum gott fólk í þá vinnu. Mig langar að mæla með frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar sem var að stíga fram í fyrsta skipti. Skoðun 22. janúar 2026 08:32
Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Hvað er að leiðast? Ef manni leiðist er líðanin gjarnan þannig að maður hafi ekkert skemmtilegt eða uppbyggilegt fyrir stafni. Skoðun 22. janúar 2026 07:01
Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Fylgi Flokks fólksins er ekki áhyggjuefni að mati þingmanns flokksins sem telur ekki víst að kjósendur flokksins svari skoðanakönnunum í gegnum vefinn. Hún segist stolt af verkum flokksins og minnir á að stutt er liðið á kjörtímabilið. Innlent 22. janúar 2026 07:01
Algjörlega óásættanleg staða „Það kemur mér auðvitað pínulítið á óvart ef kjósendur vilja frekar kjósa einhvern veginn afsprengi Framsóknarflokksins heldur en Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður þess síðarnefnda. Miðflokkurinn sé afturhaldssamur þjóðernisflokkur sem sæki innblástur til Bandaríkjanna. Innlent 21. janúar 2026 21:36
Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Stefnt er að því að boða þjóðaröryggisráð til fundar á næstu dögum. Forsætisráðuneytið segir unnið að starfsáætlun vegna ársins 2026. Innlent 21. janúar 2026 19:29