Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Krist­rún og Rutte boða til blaða­manna­fundar

Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, er mætti á fund Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðið klukkan eitt í dag. Um er að ræða vinnuheimsókn og fyrsta skipti sem Rutte sækir Ísland heim síðan hann tók við starfi framkvæmdastjóra af Jens Stoltenberg í október 2024.

Innlent
Fréttamynd

Gatna­gerðar­gjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði

Skattheimta í formi gatnagerðargjalda átta stærstu sveitarfélaganna hefur hækkað hressilega undanfarin ár og í sumum þeirra langt umfram hækkun almenns verðlags. Þegar litið er á þróun gatnagerðargjalda fyrir 100 fermetra íbúð í fjölbýli með stæði í bílakjallara má sjá að hún hefur í þessum sveitarfélögum að jafnaði hækkað um 67 prósent eða 1,8 milljónir króna á íbúð á tímabilinu frá 2020 til 2025. Á sama tíma hækkaði byggingarvísitalan um 37 prósent og hækkun gatnagerðagjalda er því talsvert umfram þá hækkun. Gatnagerðargjöld voru að jafnaði 2,7 milljónir króna á hverja 100 fermetra íbúð árið 2020 en voru komin í 4,5 milljónir króna árið 2025.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kemur málinu ekki við

Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri ýjaði að því í grein á Vísi að það væri mér og lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að kenna að ekki sé til fjármagn til að gera samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) við fjörutíu og tvo einstaklinga í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ári. Við lögfestingu samningsins hefði átt að framkvæma fjárhagsmat skv. 129. gr. sveitarstjórnarlaga. Þetta er rangt.

Skoðun
Fréttamynd

Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá forsætisráðuneytinu varðandi afgreiðslutíma úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í erindi til ráðuneytisins segir að vísbendingar séu uppi um að meðferð nefndarinnar á málum sé enn óhóflega löng.

Innlent
Fréttamynd

Fram­sóknar­menn boða til blaða­manna­fundar

Borgarstjórnarflokkur Framsóknar boðar til blaðamannafundar á morgun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Einar Þorsteinsson oddviti flokksins segir fjárhagsáætlun meirihlutans í borginni metnaðarlausan og að því sé nauðsynlegt að bregðast við.

Innlent
Fréttamynd

Allir Grind­víkingar fái að kjósa í Grinda­vík

Grindavíkurnefndin mun leggja það til við ríkisstjórnina að allir þeir sem voru með lögheimili í Grindavík áður en bærinn var rýmdur geti kosið í sveitarfélaginu í kosningum á næsta ári. Formaður Grindavíkurnefndar gerir ráð fyrir því að stjórnvöld taki vel í tillöguna og fyrrverandi formaður bæjarráðs segir hana til marks um víðtækt samráð nefndarinnar við bæjarbúa.

Innlent
Fréttamynd

„Full­komið hneyksli“ ef Al­þingi veitti Daða Má skattlagningarvald

Félag atvinnurekenda gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld og fleira. Frumvarpið felur meðal annars í sér heimild til handa ráðherra til að leggja tolla á erlenda vöru ef hún er vegna „ófyrirséðrar þróunar" flutt inn í svo auknum mæli og við slíkar aðstæður að valdið geti innlendum framleiðendum samsvarandi vöru skaða eða hættu á skaða. Þetta telur félagið að væri skýrt brot á ákvæði stjórnarskrár um að skatta megi ekki leggja á nema með lögum.

Innlent
Fréttamynd

And­staða al­mennings hvati til að búa vel um hnútana

Atvinnuvegaráðherra hefur beint því til Hafrannsóknastofnunar að framkvæma burðarþolsmat og koma með tillögur að eldissvæðum vegna laxeldis í Mjóafirði svo hægt verði að bjóða út leyfi næsta vor. Hún boðar frumvarp á nýju ári og segist ekki vera í andstöðu við kjósendur Viðreisnar í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Hver er staða fæðuöryggis á Ís­landi?

Við höfum eflaust öll orðið vör við það undanfarin ár að óstöðugleiki fer vaxandi á alþjóðavísu og má í því samhengi nefna heimsfaraldur Covid 19, innrásarstríð Rússa í Úkraínu, loftslagsbreytingar og tollastríð. Samhliða þessum aukna óstöðugleika hefur umræða um fæðuöryggi þjóða aukist og stjórnvöld víða um heim litið til þess að uppfæra áætlanir og aðrar ráðstafanir sem snúa að málaflokknum.

Skoðun
Fréttamynd

Saka borgar­stjóra um að funda fjarri til að forðast í­búa

Íbúasamtök Grafarvogs saka borgarstjóra um að halda hverfafund þeirra í öðru hverfi til að meðvitað forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Borgarstjóri heldur opið kaffispjall á Kjalarnesi í í kvöld, en hverfadagar borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. 

Innlent