„Mjög áhugaverð umræða“ Olíufélögin hafa brugðist illa við málflutningi ríkisstjórnarinnar sem hefur sagt þau bera að ábyrgðar vegna aukinnar verðbólgu. Framsetningin sé villandi og standist ekki skoðun. Innlent 30.1.2026 22:25
Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Samgöngustofa hefur fengið tvö hundruð ábendingar vegna leigubílaaksturs frá því ný lög tóku gildi fyrir tæpum þremur árum. Formaður tveggja félaga bifreiðastjóra segir ófremdarástand hafa ríkt á markaðnum síðan og kvartanirnar margfalt fleiri. Hann fagnar drögum að nýrri reglugerð. Innlent 30.1.2026 21:37
Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Breki Atlason ætlar að gefa kost á sér á lista Miðflokksins í Reykjavík. Hann segir í tilkynningu að hann hafi tilkynnt uppstillingarnefnd um það en ekki kemur fram hvaða sæti hann sækist eftir. Innlent 30.1.2026 21:21
Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? „Mér finnst það mjög galið að ætla að stíga inn á sjónarsviðið beint inn í formannssætið í elsta og virtasta flokki landsins,“ segir Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður, spurður að því hvort hann hyggist sækjast eftir formannsembættinu í Framsóknarflokknum. Innlent 30. janúar 2026 10:48
Ástæða góðs árangurs í handbolta Frábær árangur íslenska landsliðsins í handbolta veitir okkur Íslendingum ómælda gleði. Þjóðarstolt, samhug og spennu. Árangur í íþróttum hjá þjóðum er sameiningarafl. Skoðun 30. janúar 2026 09:02
U-beygja framundan Óreiðan sem hefur skapast á leigubifreiðamarkaði hefur ekki farið fram hjá neinum. Stöðvaskylda og fjöldatakmarkanir voru afnumdar með einu pennastriki árið 2023. Þá vantaði skýran lagaramma sem tryggir aðhald og virkt eftirlit, sérstaklega gagnvart sjálfstætt starfandi bílstjórum. Skoðun 30. janúar 2026 08:00
Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Í marga mánuði höfum við heyrt að planið sé að virka. Við höfum heyrt að verðbólgan sé loksins á niðurleið og ríkisstjórnin hafi náð tökum á ríkisfjármálunum. Staðreyndirnar segja aðra sögu. Verðbólgan mælist 5,2 prósent í janúar. Hún eykst milli mánaða og fer langt fram úr svartsýnustu spám greiningaraðila. Skoðun 30. janúar 2026 07:45
„Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Oddviti Framsóknar í Reykjavíkurborg segir fyrirhugað deiliskipulag Borgarlínunnar um Suðurlandsbraut augljóslega ekki ganga upp. Frekar eigi að byggja mislæg gatnamót og gera forgangsaakreinar fyrir strætó. Innlent 29. janúar 2026 21:01
„Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, segir að sér þyki leiðinlegt að ekki gangi betur að ná niður verðbólgu og vöxtum. Hann muni leggja sig allan fram og ekki hvílast fyrr en árangri hafi verið náð. Innlent 29. janúar 2026 20:46
Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Ríkisstjórnin hefði mátt bíða með breytingar á opinberum gjöldum þar til verðbólgan myndi hjaðna. Þetta segir hagfræðingur Íslandsbanka. Formaður VR segir það ekki náttúrulögmál að fyrirtæki velti öllu út í verðlagið. Kjarasamningar springi í haust velji fyrirtækin að fara þá leið. Innlent 29. janúar 2026 19:29
Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Frambjóðendur til oddvita Viðreisnar í Reykjavíkurborg tókust á í Pallborðinu í dag. Farið var yfir óbirta spurningu í skoðanakönnun og Airbnb-mál fyrrverandi bæjarstjóra. Enginn frambjóðandi gat valið hvern hann myndi velja í oddvitasætið fyrir utan sig sjálfan. Innlent 29. janúar 2026 17:07
Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Á fjórða hundrað manns sóttust eftir því að taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Frestur til að skila inn framboðum rann út í fyrrakvöld. Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum kemur fram að kjörnefnd taki nú við og muni stilla fólki upp á lista. Innlent 29. janúar 2026 16:04
Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í pontu Alþingis í dag minnihlutann ekki hafa nein önnur úrræði en að halda áfram umræðum um útlendingafrumvarpið verði frumvarp um grásleppuveiðar enn á dagskrá í dag. Innlent 29. janúar 2026 15:54
Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Ég átti þess kost að vinna náið með Róberti Ragnarssyni tvö kjörtímabil í Grindavík. Ég tók meðal annars þátt í að ráða hann sem bæjarstjóra til starfa 2010 og síðar að endurráða hann 2014. Sú reynsla gefur mér sterkan grundvöll til að leggja orð í belg og lýsa þeirri forystu og fagmennsku sem Róbert hefur sýnt í störfum sínum. Skoðun 29. janúar 2026 15:31
Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Stjórnarformaður Vélfags segist ekki hafa beinar upplýsingar um að reynt hafi verið að stofna nýtt félag fyrir starfsemina eftir að fjármunir þess voru frystir. Hann hafi fjarlægt tölvur úr höfuðstöðvum fyrirtækisins að beiðni eigenda þess. Lögmaður Vélfags segir fréttir um slíkt „þvælu“. Innlent 29. janúar 2026 14:49
Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Í fótbolta væru þessar tölur sláandi, að sveitarfélag sem telur rétt um 900 íbúa ynni næst stærsta sveitarfélag landsins með rúmlega 40.000 íbúa sannfærandi. En þetta er ekki fótbolti heldur tölur yfir óhagnaðardrifnar leiguíbúðir sem eru í byggingu eða hafa verið byggðar í sveitarfélaginu. Í vor klárast bygging 5 leiguíbúða á vegum Bjargs íbúðafélag á Flúðum í Hrunamannahreppi en engin í Kópavogi. Skoðun 29. janúar 2026 14:32
Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra heldur því fram að frumvarp hennar til laga um lagareldi sé ekki kvótakerfi. Annað hvort skilur hún ekki eigið frumvarp eða að hún er einfaldlega að segja ósatt. Skoðun 29. janúar 2026 14:00
Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um laun forseta Íslands og lögum um Stjórnarráð Íslands. Með frumvarpinu er lögð til veruleg lækkun launa handhafa forsetavalds, úr samtals um 10 milljónum á ári niður í fasta greiðslu upp á 300 þúsund krónur. Greiðslurnar dragast þannig saman um 97 prósent. Til stóð að afnema launin alfarið en til þess hefði þurft að breyta stjórnarskrá. Innlent 29. janúar 2026 13:23
„Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Ummæli Jens Garðars Helgasonar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis hvort ekki sé tímabært að huga að því að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima og taki þátt í uppbyggingarstarfinu, féllu í grýttan jarðveg – heldur betur. Jens Garðar var ekki mjög skekinn þegar ofsafengin viðbrögðin voru borin undir hann. Innlent 29. janúar 2026 13:17
Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Fjögur sækjast eftir oddvitasætinu hjá Viðreisn í borgarstjórnarkosningum í vor. Þau mættust í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi í dag. Innlent 29. janúar 2026 13:08
Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Félögum í Viðreisn fjölgaði um helming frá því fyrir prófkjör og þar til skráningu lauk í gær fyrir prófkjör flokksins í Reykjavík. Alls eru félagar núna 2.943 en voru um 1.900 áður en prófkjörsbaráttan hófst. Innlent 29. janúar 2026 13:05
Daði Már kennir olíufélögunum um Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir aukningu verðbólgu mikið áhyggjuefni. Hann vísar því á bug að aukningin skýrist af gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar og segir olíufélög og bílaumboð bera ábyrgðina. Viðskipti innlent 29. janúar 2026 12:10
Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólga mælist 5,2% en hún hefur aukist úr 4,5 prósentum frá því í desember. Verðbólgan mælist umfram svörtustu spár viðskiptabankanna. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir kaldhæðnislegt að ríkisstjórnin - sem telur sitt meginverkefni að lækka vexti - sé nú megin verðbólguvaldurinn og að nú sé hætta á að stýrivextir hækki á ný. Innlent 29. janúar 2026 11:35
„Menn voru hér með einhverja sleggju“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir fregnir af verulega aukinni verðbólgu hafa slegið hann kylliflatan í morgun og nánast steinrotað. Aukning verðbólgu sé í andstöðu við markmið hinna svokölluðu stöðugleikasamninga, sem hafi átt að byggja á því að allir reru í sömu átt til þess að ná verðbólgu niður. „Það sem er sorglegast í þessu öllu saman er að það eru opinberir aðilar sem bera ábyrgð á þessu,“ segir hann og vísar til hækkunar gjalda sem tóku gildi um áramót. Viðskipti innlent 29. janúar 2026 11:12