Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mennta- og barnamálaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra hafa fundað um áframhaldandi samning við stuðnings- og ráðgjafasetrið Bergið headspace. Framkvæmdastjórinn segir jákvætt að samtal sé farið af stað en hún óttaðist að fengist ekki ríkisstyrkur þyrfti að loka starfsemi Bergsins. Hún hefur ekki fengið upplýsingar um hvað felst í samningnum. Innlent 20.11.2025 15:48
Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Í október síðast liðnum mælti ég fyrir frumvarpi þess efnis að hækkun bæði elli- og örorkulífeyris um hver áramót taki framvegis mið af launavísitölu í stað vísitölu neysluverðs og áætlunar um launaþróun. Ef verðlag hækkar umfram laun verður hins vegar áfram miðað við vísitölu neysluverðs. Skoðun 20.11.2025 15:17
Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Á árunum 2017 til 2025 fjölgaði íbúum Íslands margfalt á við önnur lönd vegna mikillar fjölgunar erlendra ríkisborgara en veiting dvalarleyfa til ríkisborgara utan EES, svokallaðra þriðju ríkis borgara, skýrir sífellt stærri hluta fólksfjölgunar á Íslandi. Starfshópur leggur til víðtækar breytingar á dvalarleyfakerfinu. Innlent 20.11.2025 13:34
Er þetta planið? Nú er senn ár liðið frá Alþingiskosningunum. Eftir kosningar tók við ný, björt og brosandi ríkisstjórn sem hefur unnið þétt með þjóðinni. Skoðun 20. nóvember 2025 09:02
Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Alls voru 67.890 erlendir ríkisborgara búsettir eða með dvalarleyfi á Íslandi árið 2024. Þar af voru 46.186 erlendir ríkisborgarar með ríkisfang í EES/EFTA ríki. Innlent 20. nóvember 2025 08:49
Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs „Endurhæfing – leiðir til betra lífs“ er yfirskrift árlegs heilbrigðisþings heilbrigðisráðherra sem fram fer Hótel Hilton Nordica í dag. Innlent 20. nóvember 2025 08:33
Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Markmið íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun er krefjandi en þau reyna að finna jafnvægi á milli raunsæis og metnaðar, að sögn loftslagsráðherra. Samningamenn Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafi farið að heiman með þau skilaboð að krefjast afgerandi samdráttar í losun. Innlent 20. nóvember 2025 08:02
Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Þetta voru meðal þeirra óábyrgu orða sem ómuðu um þingsal daginn sem fréttir bárust um verndartolla á Ísland og Noreg. Skoðun 20. nóvember 2025 07:48
Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti „Allar konur breytast að endingu í móður sína – það er þeirra harmleikur,“ ritaði Oscar Wilde. Lífið 20. nóvember 2025 07:01
Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Forsætisráðherra hyggst breyta lögum um laun handhafa forsetavalds svo hver um sig fái hundrað þúsund krónur ár hvert í stað þess að hver fái þriðjung af launum forseta. Einnig er lagt til að forseti fái að ráða sér sérstakan aðstoðarmann án auglýsingar. Innlent 19. nóvember 2025 23:01
Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sviðstjóri hjá Ríkisendurskoðun hefur höfðað mál á hendur embættinu vegna ákvörðunar ríkisendurskoðanda um að færa hann til í starfi. Málið er höfðað hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 19. nóvember 2025 21:09
Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Á stjórnarfundi Miðflokksdeildar Kópavogs var samþykkt að framboðslisti Miðflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar verði ákveðinn af uppstillingarnefnd. Í tilkynningu eru allir sem hafa áhuga á að taka þátt hvattir til að hafa samband. Innlent 19. nóvember 2025 19:08
Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis hefur borist formlegt erindi um mannauðsmál Ríkisendurskoðunar. Bryndís Haraldsdóttir, 1. varaforseti þingsins, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið og gögnin séu komin til nefndarinnar. Málið sé nú á borði forseta þingsins. Innlent 19. nóvember 2025 18:05
Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Ásthildur Lóa Þórisdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýndi lækkun Seðlabanka Íslands á stýrivöxtunum. Hún sagði lækkunin aumingjalega í samanburði við útgjöld sem Seðlabankinn fór í vegna breytinga á húsnæði þeirra. Innlent 19. nóvember 2025 16:55
Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjávarútvegsfyrirtækin Brim og Síldarvinnslan voru á meðal stærstu fjárhagslegu bakhjarla Viðreisnar í fyrra. Ráðherra flokksins lagði fram frumvarp um hækkun veiðigjalds sem varð að lögum undir hörðum mótmælum hagsmunaaðila í sjávarútvegi fyrr á þessu ári. Innlent 19. nóvember 2025 13:30
Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Samfylkingin í Reykjavík mun halda prófkjör um sex efstu sætin í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarfélaganna í Reykjavík í fyrradag. Innlent 19. nóvember 2025 11:14
Skora á Lilju eftir hörfun Einars Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur skorar á Lilju Dögg Alfreðsdóttur varaformann flokksins að bjóða sig fram til formanns Framsóknar á komandi flokksþingi og leiða flokkinn inn í nýja tíma. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í Reykjavík tilkynnti í gær að hann hyggðist ekki bjóða sig fram. Innlent 19. nóvember 2025 10:58
Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að útfærsla verndaraðgerða vegna kísilmálms eigi að vera hagstæð Íslandi og Noregi. Þrír fjórðu hlutar útflutnings Íslands og Noregs verði áfram tollfrjálsir og mögulega meira ef verð á honum verður yfir ákveðnu viðmiði. Viðskipti innlent 19. nóvember 2025 10:25
Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Á félagsfundi Framsóknar í Garðabæ var tillaga stjórnar um að uppstilling verði viðhöfð sem aðferð við val á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí 2026, samþykkt einróma. Fundurinn samþykkti einni að skora á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknar. Innlent 19. nóvember 2025 09:19
Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), sem gekk í gildi árið 1994, er mikilvægasti viðskiptasamningur Íslands. Hann tryggir okkur aðgengi að innri markaði Evrópusambandsins (ESB) fyrir vörur og þjónustu og þannig aðgengi, án flestra hindrana, að um 450 milljónum viðskiptavinum. Skoðun 19. nóvember 2025 07:02
Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir furðu sæta að umræðan frá ríkisstjórninni í dag hafi verið á þann veg að hlaupa eigi á harðahlaupum í Evrópusambandið, sem hún líkir við glæpamann. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að verndartollar Evrópusambandsins marki vatnaskil í samskiptum EES þjóðanna við ESB. Innlent 18. nóvember 2025 20:29
Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Atvinnustefna stjórnvalda er nú til kynningar en markmiðið er að tryggja kröftugan vöxt útflutnings sem byggir á atvinnugreinum með háa framleiðni og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Þannig verður hægt að auka útflutningstekjur, stykja áfallaþol hagkerfisins og verja lífskjör þjóðarinnar. Skoðun 18. nóvember 2025 19:01
Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Það er fátt nýtt undir sólinni. Sólin sest í vestri, árstíðirnar koma og fara og Samfylkingin lætur sjaldnast tækifæri fram hjá sér fara til að hækka skatta. Sú staðreynd blasir nú við í Reykjanesbæ, þar sem ótti okkar sjálfstæðismanna er að raungerast. Skoðun 18. nóvember 2025 18:30
Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Ung Framsókn í Reykjavík skorar á Lilju Dögg Alfreðsdóttur að bjóða sig fram sem formann Framsóknarflokksins. Innlent 18. nóvember 2025 18:01