Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ekki eina ríkis­leið í skóla­málum, takk!

Kastljósið beinist þessa dagana að skólamálum í kjölfar yfirlýsinga nýs ráðherra í barna-og menntamálaráðuneytinu um endurskoðun og uppstokkun á skólakerfinu. Það er fagnaðarefni að ráðherrann tali umbúðalaust um þau vandamál sem við blasa og að taka eigi á málunum.

Skoðun
Fréttamynd

Kallar full­trúa sendi­ráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“

Fulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi hefur verið kallaður á teppið í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem hann verður krafinn skýringa um meint ummæli mögulegs sendiherraefnis Bandaríkjanna gagnvart Íslandi. Skorað hefur verið á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra að bregðast við vegna brandara Billy Long um að gera ætti Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Spá blússandi verð­bólgu næstu mánuði

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,30 prósent á milli mánaða í janúar. Gangi spáin eftir mun verðbólga aukast úr 4,5 prósentum í 5,1 prósent. Janúarútsölur hafa mest áhrif til lækkunar í mánuðinum en breytingar á gjaldtöku ökutækja hafa mest áhrif til hækkunar, samkvæmt spánni. Mikil óvissa sé þó um hvernig Hagstofan tekur breytingarnar inn í verðmælingar. Deildin spáir því að verðbólga verði í kringum fimm prósent næstu mánuði. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leggja af­nám áminningarskyldu fyrir þingið

Afnám áminningarskyldu opinberra starfsmanna er meðal frumvarpa sem lagt verður fyrir þingið nú í vor. Fjármála- og efnahagsráðherra talar fyrir breytingunum sem hlutu harða gagnrýni verkalýðsfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Geti ekki haldið á­fram að fjölga læknanemum sam­hliða aðhaldskröfu

Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, og Ólafur Ögmundarson, forseti matvæla- og næringarfræðideildar, segja alvarlega stöðu fram undan. Það sé ekki hægt að fjölga nemum í læknisfræði, sjúkraþjálfun og næringarfræði, til dæmis, vegna aðhaldskröfu frá stjórnvöldum. Það geti haft alvarleg áhrif á stöðu mönnunar innan heilbrigðiskerfisins til framtíðar.

Innlent
Fréttamynd

Af­nám jafn­launa­vottunar

Í dag mæli ég fyrir frumvarpi sem gerir ráð fyrir því að jafnlaunavottun verði lögð niður í núverandi mynd án þess þó að hvikað verði frá markmiðum um að sporna gegn launamismunun á grundvelli kyns. Það kerfi sem kemur í staðinn verður reglubundin skýrslugjöf um kynbundinn launamun.

Skoðun
Fréttamynd

Léttara yfir for­manninum eftir þriggja tíma fund

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist hafa farið bjartari út af fundi með Ingu Sæland mennta- og barnamálaráðherra en hann fór inn á hann. Fundurinn stóð yfir í rúmlega þrjár klukkustundir að hans sögn.

Innlent
Fréttamynd

Fékk afa sinn með sér á skóla­bekk

Guðni Ágústsson fyrrverandi alþingismaður var ekki lengi að hugsa sig um þegar barnabarn hans bað hann um að koma með sér í íslenskuáfanga í framhaldsskóla og skellti sér með honum í námið. Þeir félagar ætla að skiptast á þekkingu og búast við háum einkunnum.

Innlent
Fréttamynd

Kaus að styðja karlasamtök í stað lög­reglu

Félags- og húsnæðismálaráðherra ákvað að veita Samtökum um karlaathvarf styrk upp á milljónir króna þrátt fyrir að matsaðilar teldu forsvarsmenn samtakanna ekki hæfa til að sinna verkefninu. Samtökin fengu styrk á kostnað verkefnis lögreglunnar á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Ræddu undan­þágu losunarheimilda

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fundaði í dag með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópráðsins. Fjöldi mála var á dagskrá.

Innlent
Fréttamynd

Brutu stjórnsýslulög við út­gáfu hvalveiðileyfis

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð matvælaráðuneytisins á umsókn um leyfi til hvalveiða var ekki í samræmi við lög árið 2024. Þá var Bjarkey Olsen matvælaráðherra. Í áliti umboðsmanns segir að stjórnsýslulögum hafi ekki fylgt við meðferð matvælaráðuneytisins á umsókn um leyfi til hvalveiða.

Innlent
Fréttamynd

„Þennan víta­hring þarf að rjúfa“

Formaður Miðflokksins segist hafa varað fjármála- og efnahagsráðherra við því að breytingar á gjaldheimtu af ökutækjum myndi auka verðbólgu, líkt og Landsbankinn hefur gefið út spá um. Þá segir hann stefna í kreppuverðbólgu á Íslandi. Ráðherra segir hann greinilega búa yfir meiri upplýsingum en ráðuneytið, fyrst hann geti fullyrt að spáð verðbólguaukning orsakist aðeins af breytingum á gjaldheimtu. Þá frábiður hann sér allt tal um kreppuverðbólgu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi hvernig gengi að afleggja hina umdeildu jafnlaunavottun. Þorbjörg Sigríður sagði að það yrði á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun

Utanríkisráðuneytið veitti Vélfagi heimild til þess að greiða starfsmönnum fyrirtækisins laun af frystum reikningi í gær. Landsbankinn frysti reikning lögmanns Vélfags eftir að fjármunir félagsins voru millifærðir á hann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skoða dóma MDE í ráðu­neyti og refsiréttar­nefnd

Dómsmálaráðuneytið mun fara yfir niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu og meta hvort og þá með hvaða hætti sé tilefni til frekari úrbóta. Ráðuneytið hefur óskað þess að refsiréttarnefnd taki dóminn til skoðunar. Dómsmálaráðherra segir alla ríkisstjórnina taka niðurstöðu MDE alvarlega en ríkið var fundið brotlegt í öðru málinu.

Innlent
Fréttamynd

Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kast­ljósi

Viðtal við Ingu Sæland, nýjan mennta- og barnamálaráðherra, í Kastljósinu í gærkvöldi, hefur valdið verulegri gremju meðal grunnskólakennara landsins. Rangfærslur og fullyrðingar um einkunnakerfi í grunnskólum vekja hneykslan. Hún er meðal annars sögð fremst í upplýsingaóreiðu.

Innlent
Fréttamynd

Berg­þór og Lauf­ey selja slotið

Parið Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, og Laufey Rún Ketilsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Miðflokksins, hafa sett húsið sitt í Garðabæ á sölu. 

Lífið
Fréttamynd

Svona sjá Pétur og Heiða leikskóla­vandann

Nýtt ár, ný tækifæri sagði skáldið og það á svo sannarlega við í ráðhúsinu því það styttist óðfluga í sveitastjórnarkosningar. Það má segja að kosningabaráttan sé í þann mund að fara á flug enda er pískrað um samgöngumál og prófkjör á öllum kaffistofum landsins.

Lífið