Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknarflokksins vill að fjármagn fylgi barni þegar kemur að fíknimeðferðum. Hún segir að á meðan ekki sé hægt að tryggja aðgengi og öryggi barna í meðferðarúrræðum á Íslandi eigi foreldrar og forráðamenn að geta leitað annað og fengið fjármagn með. Innlent 20.11.2025 22:03
Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Ísland er útsöluvara í Norrænum samanburði hvað varðar veitingu dvalarleyfa og algjört stefnuleysi hefur ríkt í málaflokknum. Þetta segir hagfræðingur sem vann úttekt á reglum um dvalarleyfi á Íslandi. Dómsmálaráðherra boðar fimm lagafrumvörp til breytinga í málaflokknum. Innlent 20.11.2025 20:00
Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Miðflokkurinn er stærri en Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn í nýrri könnun Maskínu. Flokkurinn mælist með um sautján prósenta fylgi sem hækkar um ríflega þrjú prósentustig á milli kannana. Miðflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Maskínu og hefur næstum því tvöfaldað fylgið sitt frá því í september. Innlent 20.11.2025 18:36
Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir kynnir skýrslu starfshóps um þróun í útgáfu dvalarleyfa og misræmi við önnur Norðurlönd á blaðamannafundi klukkan 13. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 20. nóvember 2025 12:58
Vill svara ESB með tollahækkun Þingmenn Framsóknar virðast boða nokkurs konar tollastríð við Evrópusambandið í þingsályktunartillögu sem þeir hyggjast leggja fram en hún er sögð fela í sér tollahækkun á innflutt matvæli. Fjármálaráðherra hafnar hugmyndinni og segir Íslendinga eiga allt undir í frjálsum viðskiptum. Innlent 20. nóvember 2025 12:39
Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Forsætisráðherra segist hafa komið óánægju íslenskra stjórnvalda með verndaraðgerðir Evrópusambandsins vegna kísiljárns á framfæri við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í morgun. Von der Leyen hafi sagt Ísland áfram geta reitt sig á aðgengi að innri markaði ESB. Innlent 20. nóvember 2025 12:18
Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Frá því Ásmundur Einar Daðason sagði skilið við stjórnmálin hefur hann ferðast tvisvar til Mongólíu til að kynna sér dreifbýl hirðingjasamfélög landsins og funda með heimamönnum. Í seinna skiptið eldaði hann íslenska kjötsúpu með mongólskum hráefnum og rann hún víst ljúft niður. Matur 20. nóvember 2025 11:54
Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Svarendur í skoðanakönnun sem Maskína gerði voru svo gott sem á einu máli um að það hefði verið rétt ákvörðun hjá Sigríði Björk Guðjónsdóttur að segja af sér sem ríkislögreglustjóri. Sú afstaða er óháð kyni, aldri, búsetu, menntun, tekjum eða stjórnmálaskoðunum svarenda. Innlent 20. nóvember 2025 09:20
Er þetta planið? Nú er senn ár liðið frá Alþingiskosningunum. Eftir kosningar tók við ný, björt og brosandi ríkisstjórn sem hefur unnið þétt með þjóðinni. Skoðun 20. nóvember 2025 09:02
Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Alls voru 67.890 erlendir ríkisborgara búsettir eða með dvalarleyfi á Íslandi árið 2024. Þar af voru 46.186 erlendir ríkisborgarar með ríkisfang í EES/EFTA ríki. Innlent 20. nóvember 2025 08:49
Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs „Endurhæfing – leiðir til betra lífs“ er yfirskrift árlegs heilbrigðisþings heilbrigðisráðherra sem fram fer Hótel Hilton Nordica í dag. Innlent 20. nóvember 2025 08:33
Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Markmið íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun er krefjandi en þau reyna að finna jafnvægi á milli raunsæis og metnaðar, að sögn loftslagsráðherra. Samningamenn Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafi farið að heiman með þau skilaboð að krefjast afgerandi samdráttar í losun. Innlent 20. nóvember 2025 08:02
Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Þetta voru meðal þeirra óábyrgu orða sem ómuðu um þingsal daginn sem fréttir bárust um verndartolla á Ísland og Noreg. Skoðun 20. nóvember 2025 07:48
Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti „Allar konur breytast að endingu í móður sína – það er þeirra harmleikur,“ ritaði Oscar Wilde. Lífið 20. nóvember 2025 07:01
Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Forsætisráðherra hyggst breyta lögum um laun handhafa forsetavalds svo hver um sig fái hundrað þúsund krónur ár hvert í stað þess að hver fái þriðjung af launum forseta. Einnig er lagt til að forseti fái að ráða sér sérstakan aðstoðarmann án auglýsingar. Innlent 19. nóvember 2025 23:01
Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sviðstjóri hjá Ríkisendurskoðun hefur höfðað mál á hendur embættinu vegna ákvörðunar ríkisendurskoðanda um að færa hann til í starfi. Málið er höfðað hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 19. nóvember 2025 21:09
Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Á stjórnarfundi Miðflokksdeildar Kópavogs var samþykkt að framboðslisti Miðflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar verði ákveðinn af uppstillingarnefnd. Í tilkynningu eru allir sem hafa áhuga á að taka þátt hvattir til að hafa samband. Innlent 19. nóvember 2025 19:08
Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis hefur borist formlegt erindi um mannauðsmál Ríkisendurskoðunar. Bryndís Haraldsdóttir, 1. varaforseti þingsins, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið og gögnin séu komin til nefndarinnar. Málið sé nú á borði forseta þingsins. Innlent 19. nóvember 2025 18:05
Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Ásthildur Lóa Þórisdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýndi lækkun Seðlabanka Íslands á stýrivöxtunum. Hún sagði lækkunin aumingjalega í samanburði við útgjöld sem Seðlabankinn fór í vegna breytinga á húsnæði þeirra. Innlent 19. nóvember 2025 16:55
Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjávarútvegsfyrirtækin Brim og Síldarvinnslan voru á meðal stærstu fjárhagslegu bakhjarla Viðreisnar í fyrra. Ráðherra flokksins lagði fram frumvarp um hækkun veiðigjalds sem varð að lögum undir hörðum mótmælum hagsmunaaðila í sjávarútvegi fyrr á þessu ári. Innlent 19. nóvember 2025 13:30
Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Samfylkingin í Reykjavík mun halda prófkjör um sex efstu sætin í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarfélaganna í Reykjavík í fyrradag. Innlent 19. nóvember 2025 11:14
Skora á Lilju eftir hörfun Einars Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur skorar á Lilju Dögg Alfreðsdóttur varaformann flokksins að bjóða sig fram til formanns Framsóknar á komandi flokksþingi og leiða flokkinn inn í nýja tíma. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í Reykjavík tilkynnti í gær að hann hyggðist ekki bjóða sig fram. Innlent 19. nóvember 2025 10:58
Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að útfærsla verndaraðgerða vegna kísilmálms eigi að vera hagstæð Íslandi og Noregi. Þrír fjórðu hlutar útflutnings Íslands og Noregs verði áfram tollfrjálsir og mögulega meira ef verð á honum verður yfir ákveðnu viðmiði. Viðskipti innlent 19. nóvember 2025 10:25
Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Á félagsfundi Framsóknar í Garðabæ var tillaga stjórnar um að uppstilling verði viðhöfð sem aðferð við val á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí 2026, samþykkt einróma. Fundurinn samþykkti einni að skora á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknar. Innlent 19. nóvember 2025 09:19
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent