Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki í verkahring stjórnarandstöðunar að halda uppi stemmingu, heldur sé það að spyrja gagnrýnna spurninga. Innlent 7.10.2025 20:13
Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segist hafa hlustað á Bítið á Bylgjunni í morgun með tárin í augunum. Þar stigu fram tvær mæður drengja með alvarlegan vímuefnavanda sem ætla að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna úrræðaleysis. Innlent 7.10.2025 15:23
Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja Alþingi samþykkti nú síðdegis skýrslubeiðni Dags B. Eggertssonar þingmanns Samfylkingarinnar um að kortleggja eignarhald tuttugu stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins og eigenda þeirra í atvinnulífi í óskyldum rekstri á Íslandi. Dagur greinir sjálfur frá þessu á samfélagsmiðlum. Innlent 7.10.2025 15:03
Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent 7.10.2025 13:33
Einelti er dauðans alvara Nýleg rannsókna Vöndu Sigurgeirsdóttur lektors við menntavísindasvið Háskóla Íslands leiðir í ljós alvarlega þróun. Tvöfalt fleiri börn í sjötta bekk segjast nú upplifa einelti tvisvar til þrisvar í mánuði eða oftar en árið 2006. Einelti er samkvæmt þessu að aukast. Skoðun 7. október 2025 08:03
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Innan tveggja vikna mun Hæstiréttur Íslands kveða upp dóm sinn í svokölluðu vaxtamáli Neytendasamtakanna og VR, gegn Íslandsbanka. Í málinu er tekist á um hvort skilmálar fasteignalána um breytilega vexti séu löglegir eða brjóti gegn réttindum neytenda. Skoðun 7. október 2025 07:02
Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Karlmaður braust inn í Alþingishúsið á laugardagskvöld og dvaldi þar yfir nóttina en var síðan handtekinn á sunnudagsmorgun. Innlent 6. október 2025 20:30
Sótt að réttindum kvenna — núna Það er sótt að réttindum kvenna. Núna. Ekki bara í Bandaríkjunum eða Afganistan, heldur víða í Evrópu — og með hætti sem læðist hægt og hljótt inn í orðræðuna, stjórnmálin, stjórnsýsluna og stefnumótunina. Þess vegna verðum við að vera vakandi. Engin réttindi eru örugg nema við stöndum vörð um þau á hverjum degi. Skoðun 6. október 2025 17:01
Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Á árunum 2015 til 2024 greiddi ríkið 437 milljónir króna í bætur til einstaklinga í kjölfar úrskurða eða dóma vegna ágreinings um starfsmannahald ríkisins í alls 105 málum. Bætur, vextir og annar kostnaður nemur 642 milljónum króna á tímabilinu. Innlent 6. október 2025 16:00
Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða í dag ályktun um að stofna óháða rannsóknarnefnd um stöðu mannréttinda í Afganistan . Aðeins Kína sagði sig frá ákvörðun ráðsins. Ísland hefur lengi kallað eftir því að rannsóknarnefnd verði stofnuð og leiddi sameiginlega yfirlýsingu þess efnis í ráðinu í mars, í samstarfi við Suður-Afríku og Síle. Erlent 6. október 2025 15:26
Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Framboðsfrestur til embætta formanns, varaformanns og tveggja stjórnarmanna í Miðflokknum er runninn út. Landsþing flokksins fer fram næstu helgi á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. Innlent 6. október 2025 13:40
Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Nýr stjórnmálaflokkur, Okkar borg – Þvert á flokka, hefur boðað framboð í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Forsvarsmaður flokksins hefur staðið fyrir umdeildum mótmælum gegn útlendingastefnu stjórnvalda. Innlent 6. október 2025 12:21
Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Pírata í borgarstjórn hefur fest kaup á raðhúsi í Grafarvogi með tveimur bílastæðum og bílskúr. Hún segist flytja í hverfið vegna staðsetningar og til þess að einfalda lífið, ekki vegna bílastæða, hún segist stolt úthverfatútta í Grafarvogi. Innlent 6. október 2025 11:50
Pabbar, mömmur, afar, ömmur Því miður ríkir algjört áhuga- og metnaðarleysi hjá ríkisstjórninni í menntmálum þó að neyðarástand ríki í málaflokknum. 40% barna útskrifast án grunnfærni í lesskilningi og líðan margra barna er vond og versnar. Skoðun 6. október 2025 10:30
Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, segir það ekki hafa verið ætlun sína að gera lítið úr Grindvíkingum eða sýna þeim vanvirðingu í umræðum í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV síðasta föstudag. Hann biður þau innilegrar afsökunar á orðum sínum í færslu á Facebook. Innlent 6. október 2025 08:59
Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Grindvíkingar eru margir móðgaðir eftir að hafa heyrt umræðuna sem spannst um heimabæ þeirra í Vikunni með Gísla Marteini á föstudag þar sem Jón Gnarr þingmaður var meðal gesta. Þeim blöskrar að talað sé um bæinn eins og hann sé glataður en einmitt þetta sama kvöld var íþróttamiðstöð Grindavíkur troðfull þar sem Grindvíkingar kepptu sinn fyrsta heimaleik í körfubolta í tvö ár. Innlent 5. október 2025 23:15
Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Júlíus Viggó Ólafsson var í dag kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Engin mótframboð bárust í embætti formanns eða til stjórnar. Sambandið fékk þó ekki aðeins nýjan formann, heldur einnig nýtt merki. Innlent 5. október 2025 21:46
Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Gjörðir íslenskra stjórnvalda gætu leitt til þess að börn verði tekin af foreldrum sínum, sem mögulega bíður fangelsisvist. Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar segir aumt að stjórnvöld sendi tveggja vikna börn úr landi undir forsæti flokksins. Innlent 5. október 2025 20:52
„Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, er brugðið vegna brottvísunar ungbarna í vikunni og segir lögin greinilega ekki nægilega mannúðleg. Kurr er innan herbúða Samfylkingarinnar á Alþingi en Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður segir engan ágreining ríkja við aðra stjórnarflokka um málið. Innlent 5. október 2025 18:33
Óttast áhrifin á vinnandi mæður Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir tillögur meirihlutans um breytingar á gjaldskrá leikskóla koma niður á ákveðnum hópum en borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þær eiga eftir að fara í samráð. Tekist var á um tillögurnar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Innlent 5. október 2025 16:01
Símafrí en ekki símabann Barnamálaráðherra segir símabann í grunnskólum ekki á dagskrá, heldur símafrí. Börn hafi kallað eftir samræmdum reglum milli skóla og mikilvægt sé að símar trufli ekki kennslu, þótt skólar eigi að nýta sér nútímatækni. Innlent 5. október 2025 12:29
Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Mikillar gremju gætir innan þingflokks Samfylkingarinnar vegna umdeildrar brottvísunar á tveggja vikna tvíburasystrum í vikunni. Þingmaður flokksins veltir því fyrir sér hvort útlendingalögin á Íslandi séu nógu mannúðleg. Innlent 4. október 2025 19:08
Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Boðað hefur verið til íbúafunda um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Efnt hefur verið til íbúakosningar um mögulega sameiningu sveitarfélaganna síðar á þessu ári, en sveitarstjórar í báðum sveitarfélögum leggja áherslu á að íbúar verði að eiga síðasta orðið. Innlent 4. október 2025 13:46
Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Sambandsþing Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) fer fram um helgina í gamla Landsbankahúsinu í miðborg Reykjavíkur. Rúmlega þrjú hundruð manns eru skráðir á þingið. Lífið 4. október 2025 13:03
Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir að Reykjavíkurborg sé með útspili sínu í leikskólamálum að taka upp „Kópavogsmódelið“ í meginatriðum. Með þessu taki borgin skref aftur á bak í jafnréttisbaráttunni. Innlent 4. október 2025 09:15