„Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Bæjarstjóri Grindavíkur hyggst hætta sem bæjarstjóri að loknu kjörtímabili. Hann kveður með þakklæti í hjarta og kveðst munu sakna Grindvíkinga einstaklega mikið. Þó nokkrir atburðir síðustu ára sitji í bæjarstjóranum. Innlent 15.9.2025 23:02
„Ég mun ekki sjá eftir honum“ „Megi hann fara og vera en ég vona svo sannarlega að hann komi aldrei aftur til Íslands,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkssaksóknari um nýjustu vendingar í máli Mohamads Kourani. Helgi, sem sætti líflátshótunum frá Kourani í mörg ár, er þó viss um að Kourani komist áfallalaust inn í landið á ný reyni hann það. Innlent 15.9.2025 20:35
Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Formaður Afstöðu, félags fanga, hvetur dómsmálaráðherra til að náða Mohamad Kourani og senda hann úr landi strax á morgun. Hann hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og því mætti vísa honum úr landi umsvifalaust eftir náðun. Að óbreyttu þarf hann að afplána helming fangelsisdóms síns áður en hægt verður að vísa honum úr landi árið 2028 Innlent 15.9.2025 16:47
Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Umhverfisþing 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag og á morgun en þingið er það fjórtánda í röðinni. Meginþemu þingsins verða hafið, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsmál. Innlent 15. september 2025 12:30
Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir vendingar í febrúar síðastliðnum, þegar Viðreisn endaði utan meirihluta, ekki hafa haft áhrif á ákvörðun sína um að bjóða sig ekki fram í komandi kosningum. Hún útilokar ekki frekari afskipti af stjórnmálum þegar fram líða stundir. Innlent 15. september 2025 11:42
Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Júlíus Viggó Ólafsson gefur kost á sér til formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna á 48. þingi sambandsins sem fer fram í Reykjavík dagana 3. til 5. október. Júlíus, sem var lykilmaður í kosningabaráttu Guðrúnar Hafsteinsdóttur formanns flokksins, segir kominn tíma á alvöru hægri stefnu hjá sambandinu. Taka þurfi til hendinni í útlendingamálum og berjast gegn inngöngu í Evrópusambandið. Innlent 15. september 2025 10:07
Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Ný ríkisstjórn hefur ekki bara verið að hækka skatta og álögur á fólk og fyrirtæki, m.a. með afnámi séreignarsparnaðarleiðarinnar og samsköttunar hjóna. Ýmislegt hefur jafnvel verið jákvætt. Skoðun 15. september 2025 08:31
Þórdís Lóa ætlar ekki fram Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur, hyggst ekki bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Innlent 15. september 2025 08:11
Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Fannar Jónasson stígur upp úr bæjarstjórastóli Grindavíkur eftir þetta kjörtímabil. Hann hefur gegnt þessu embætti í næstum áratug eða síðan í ársbyrjun 2017 og verið andlit bæjarins á óvissu- og erfiðleikatímum. Innlent 14. september 2025 20:29
Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Fjármálaráðherra segir áform um afnám á áminningarskyldu sem undanfara uppsagna starfsmanna ríkisins ekki fela í sér þá skerðingu sem leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar hafa fullyrt í opinberri umræðu. Hann hafnar því að hafa ekki átt í samráði við verkalýðshreyfinguna áður en áformin voru kynnt. Innlent 14. september 2025 14:21
Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Stærsti hluti fjárveitinga dómsmálaráðuneytisins mun fara í öryggismál samkvæmt fjárlögum ársins 2026. Þá er gert ráð fyrir rúmlega þrjátíu prósent lækkun á útgjöldum vegna útlendingamála. Innlent 14. september 2025 13:34
Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Utanríkisráðherra fundar um helgina með kollegum sínum á Norðurlöndunum á Grænlandi. Hún segir mikilvægt að Ísland sýni Grænlendingum að við styðjum þá í að taka eigin ákvarðanir. Innlent 14. september 2025 11:40
Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að sérstök hverfislögreglustöð verði starfrækt að nýju í Breiðholti og hyggst leggja fram tillögu þess efnis í borgarstjórn. Hann segir að dæmi séu um að íbúar og rekstraraðilar í hverfinu hafi þurft að bíða í hátt í hálftíma eftir því að fá lögreglu á vettvang. Innlent 13. september 2025 21:31
Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Alma Möller heilbrigðisráðherra segir talsverðrar vanþekkingar gæta í opinberri umræðu um málefni og stöðu trans fólks á Íslandi. Sérfræðingar stígi ógjarnan fram af ótta við ónæði eða aðkast. Innlent 13. september 2025 21:29
Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Jóhannes Óli Sveinsson, 22 ára hagfræðinemi, varð sjálfkjörinn forseti á landsþingi Ungs jafnaðarfólks sem fór fram í dag á Center Hotels Miðgarði. Í formannsslag stefndi en sitjandi forseti dró framboð sitt til baka á elleftu stundu. Innlent 13. september 2025 18:53
Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Sýklasótt (sepsis) er lífshættulegt ástand sem myndast vegna blöndu áhrifa alvarlegrar sýkingar og viðbragða ónæmiskerfisins. Hún getur þróast hratt og valdið líffærabilun og dauða ef ekki er gripið hratt inn í. Rannsóknir sýna að með hverri klukkustund sem líður án viðeigandi meðferðar minnka lífslíkur sjúklings verulega. Skoðun 13. september 2025 16:01
Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, sitjandi forseti Ungs jafnaðarfólks, hefur dregið til baka framboð sitt til áframhaldandi embættissetu. Það stefndi í forsetaslag tveggja virkra flokksmanna á landsþingi UJ í dag en mótframbjóðandi hennar er nú einn í framboði. Innlent 13. september 2025 11:05
Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Við stöndum nú frammi fyrir ákvarðanatöku sem getur haft afgerandi áhrif á framtíð íslensks landbúnaðar. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað lagasetningu sem breytir tollflokkun svonefnds pítsaosts – osts með viðbættri jurtafitu – þannig að innflutningur hans verði tollfrjáls. Skoðun 13. september 2025 10:31
Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Af opinberri umræðu um málefni og stöðu trans fólks á Íslandi má sjá að töluvert skortir á þekkingu fólks þegar kemur að því hvernig heilbrigðisþjónustu við trans fólk er háttað. Skoðun 13. september 2025 09:02
Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Ósætti er með áform borgarinnar um að færa grenndargáma Ártúnsholts. Íbúar hafa gríðarlegar áhyggjur af nýju staðsetningunni, sem er við fjölfarna gönguleið barna hverfisins. Innlent 12. september 2025 23:01
Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Áformað er að afnema áminningarskyldu opinbera starfsmanna. Formaður BSRB segir að ef jafna eigi réttindi á milli almenna og opinbera markaðarins þurfi að jafna upp á við en ekki skerða réttindi eins hóps. Innlent 12. september 2025 20:02
Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Utanríkisráðherra hyggst leggja fram varnar- og öryggisstefnu á Alþingi í þessum mánuði. Líta þurfi á varnarmál til lengri tíma og gera það sem þarf til að verja öryggi borgaranna. Innlent 12. september 2025 19:31
Samstillt átak um öryggi Íslands Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram. Skoðun 12. september 2025 15:30
Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Verkalýðsleiðtogar segja áform um afnám áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna og tímabundinnar lausnar þeirra fela í sér einhliða skerðingu á réttindum launafólks. Með þessu þverbrjóti ríkisstjórnin leikreglur vinnumarkaðarins. Verkalýðshreyfingin muni verjast skerðingum á réttindum launafólks af hörku. Innlent 12. september 2025 15:11