Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjávarútvegsfyrirtækin Brim og Síldarvinnslan voru á meðal stærstu fjárhagslegu bakhjarla Viðreisnar í fyrra. Ráðherra flokksins lagði fram frumvarp um hækkun veiðigjalds sem varð að lögum undir hörðum mótmælum hagsmunaaðila í sjávarútvegi fyrr á þessu ári. Innlent 19.11.2025 13:30
Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Samfylkingin í Reykjavík mun halda prófkjör um sex efstu sætin í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarfélaganna í Reykjavík í fyrradag. Innlent 19.11.2025 11:14
Skora á Lilju eftir hörfun Einars Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur skorar á Lilju Dögg Alfreðsdóttur varaformann flokksins að bjóða sig fram til formanns Framsóknar á komandi flokksþingi og leiða flokkinn inn í nýja tíma. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í Reykjavík tilkynnti í gær að hann hyggðist ekki bjóða sig fram. Innlent 19.11.2025 10:58
Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Ung Framsókn í Reykjavík skorar á Lilju Dögg Alfreðsdóttur að bjóða sig fram sem formann Framsóknarflokksins. Innlent 18. nóvember 2025 18:01
Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri, vill leiða lista Vinstri grænna á Akureyri í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Jana Salóme leiddi lista flokksins í síðustu kosningum og er eini bæjarfulltrúi flokksins. Innlent 18. nóvember 2025 17:40
Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Forsætisráðherra segir tíðindi dagsins í tollamálum vera mikil vonbrigði en að varnarsigur hafi þó unnist. Þrátt fyrir að efnahagslegt tjón af verndarráðstöfunum vegna kísiljárns verði lítið, ef nokkuð, hafi prinsipp EES-samningsins verið þverbrotin. Öll samtöl við ráðamenn Evrópusambandsríkja bendi til þess að aðgerðirnar séu ekki forsmekkur að því sem koma skal. Viðskipti innlent 18. nóvember 2025 17:23
Fer ekki í formanninn Einar Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins. Hann sækist eftir oddvitasæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, og segir gríðarlega mikilvægt að koma núverandi meirihluta frá völdum. Innlent 18. nóvember 2025 17:09
„ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit með því að staðfesta ákvörðun um verndartolla á kísilmálm þar sem Ísland og Noregur fá enga undanþágu,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við upphaf þingfundar dagsins. Viðskipti innlent 18. nóvember 2025 14:23
„Þetta er þér að kenna“ Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur lítið talað opinberlega um það hvernig síðustu dagar hennar í ríkisstjórn voru, hvernig samstarfsfólk hennar kom fram við hana, eða hvernig henni leið þegar hún var síðan ekki kosin forseti Íslands. Lífið 18. nóvember 2025 14:00
„Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Utanríkisráðherra segir það mikil vonbrigði að aðildarríki Evrópusambandsins hafi samþykkt tillögu um verndartolla á innflutt kísiljárn á fundi í morgun. Hún hafi frestað undirritun varnarmálayfirlýsingar Íslands og ESB vegna málsins. Viðskipti innlent 18. nóvember 2025 12:17
Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórn Algalífs hefur gengið frá ráðningu Kára Marís Guðmundssonar, sem lét nýverið að störfum sem forstjóri PCC á Bakka, í starf forstjóra Algalífs. Hann tekur við starfinu af Orra Björnssyni sem óskað hefur eftir að láta af störfum eftir þrettán ár hjá félaginu. Hann er oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og kveðst ætla að helga sig komandi prófkjörs- og kosningabaráttu. Viðskipti innlent 18. nóvember 2025 10:39
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) hefur á undanförnum árum markvisst aukið og eflt þjónustu við íbúa í sveitarfélaginu og á Suðurlandi. Stofnunin hefur með mikilli fagmennsku byggt upp mikilvæga þjónustu svo sem krabbameinsmeðferðir, geðheilbrigðisþjónustu, bráðalyflækningadeild og heimaspítala. Skoðun 18. nóvember 2025 08:32
Eðlisfræði - ekki pólitík Við stöndum nú á því augnabliki í mannkynssögunni þar sem ákvarðanir okkar næstu árin munu ákvarða hvernig heimur barna okkar og barnabarna mun líta út. Vísindin eru óumdeilanleg. Tíminn til að halda 1,5 gráðu markinu á lífi er að renna út og það miklu hraðar en flestir gera sér grein fyrir. Skoðun 18. nóvember 2025 08:02
Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Fjarðarheiðargöng eru eitt af mikilvægustu samgönguverkefnum á Austurlandi. Öryggi vegfarenda er ein helsta ástæða framkvæmdarinnar ásamt því að tryggja aðgengi að mikilvægri heilbrigðisþjónustu allan ársins hring. Skoðun 18. nóvember 2025 07:01
Áhugi á Valhöll Sjálfstæðismenn hafa fengið góð viðbrögð frá áhugasömum kaupendum vegna sölunnar á Valhöll. Ekki er hægt að upplýsa um stöðuna á söluferlinu að öðru leyti. Innlent 18. nóvember 2025 06:47
Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra telur af og frá að fyrirhugaðar skattahækkanir á leigutekjur hafi í för með sér hækkun á leiguverði. Í frumvarpi þar sem mælt er fyrir um hækkanirnar segir þó berum orðum að líklegt sé að leiguverð hækki sökum þeirra. Innlent 17. nóvember 2025 23:12
Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Fylgismenn Fjarðarheiðarganga hafa náð að safna fleiri undirskriftum en fylgismenn Fjarðaganga í ákafri keppni í söfnun undirskrifta sem stendur núna yfir á Austurlandi. Þar takast á stuðningshópar tveggja mismunandi jarðgangakosta í fjórðungnum. Innlent 17. nóvember 2025 21:21
Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Mennta- og barnamálaráðherra vill hækka aldurstakmark á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þetta kom fram í sérstakri umræðu á Alþingi í dag um áhrif samfélagsmiðla á börn og ungmenni. Innlent 17. nóvember 2025 20:15
Hættir sem ráðuneytisstjóri Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins, hefur lokið störfum sem ráðuneytisstjóri og flyst í annað starf innan ráðuneytisins. Bryndís Helgadóttir var sett í starf ráðuneytisstjóra í dag. Innlent 17. nóvember 2025 18:41
Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Meirihluti í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar vill að minnismerki um rithöfundinn Gunnar Gunnarsson og konu hans Franziscu verði sett upp í Viðey en ekki í svokallaðri Gunnarsbrekku fyrir neðan Gunnarshús í Laugardal. Innlent 17. nóvember 2025 14:31
Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Innlent 17. nóvember 2025 13:43
Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Forseti Alþingis hefur farið þess á leit við fjárlaganefnd að nefndin veiti embætti ríkislögreglustjóra fjárveitingu í samræmi við kostnaðarmat, 154 milljónir króna á ári, til að annast löggæslu á Alþingi allan sólarhringinn. Núverandi fjárveiting til embættisins nemur fjörutíu milljónum króna. Innlent 17. nóvember 2025 13:15
Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Lagt er til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað í þingsályktunartillögu sem Framsóknarmenn ætla að mæla fyrir á Alþingi á næstunni. Reglur miðlanna taka á engan hátt mið af því hversu skaðlegt efnið getur verið börnum, segir varaþingmaður Framsóknar og sviðsstjóri hjá Netvís. Innlent 17. nóvember 2025 13:07
Heldur málþófið áfram? Átakalínur íslenskra stjórnmála hafa sjaldan orðið ljósari en í átökunum á Alþingi um veiðigjaldið. Þegar almannahagsmunir höfðu loksins betur gegn sérhagsmununum þó aðeins væri um áfangasigur að ræða. Skoðun 17. nóvember 2025 12:32