
„Gjaldþrotið var mér einum að kenna og lagðist þungt á mig”
Halldór Einarsson, eigandi Henson, segist enn elska að mæta í vinnuna alla morgna eftir áratugastörf við að hanna og sauma íþróttaföt. Halldór, sem er oftast kallaður Henson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Þar talar hann um hve ótrúlegar breytingar hafi átt sér stað síðan hann stofnaði íþróttafyrirtækið Henson með eina saumavél að vopni aðeins 22 ára gamall.