Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Skref í rétta átt“ en ekki út­séð um þátt­töku Ís­lands

Breytingar á reglum um atkvæðagreiðslu í Eurovision og kynningu laga eru skref í rétta átt en enn hefur engin ákvörðun verið tekin um það hvort Ísland muni taka þátt eða ekki í keppninni á næsta ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum útvarpsstjóra til fréttastofu en Ísland hefur til 10. desember til að tilkynna af eða á um þátttöku.

Lífið


Fréttamynd

„Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn

Kanadíski leikarinn Spencer Lofranco er látinn, 33 ára að aldri. Lofranco var þekktastur fyrir að leika son John Travolta í kvikmyndinni Gotti. Hann lést 18. nóvember í Bresku Kólumbíu í Kanada. Dánarorsök liggur ekki fyrir og er andlát hans til rannsóknar samkvæmt erlendum miðlum.

Lífið
Fréttamynd

Til­kynntu hver jóla­gjöf ársins væri

Rannsóknasetur verslunarinnar hefur tilkynnt að jólagjöf ársins sé praktísk gjöf sem skilur eitthvað eftir sig. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að um óvanalega gjöf sé að ræða en hún fylgi samt sem áður tíðarandanum. 

Lífið
Fréttamynd

Halla átti á­nægju­legan fund með Karli Bretakonungi

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir fund sinn með Karli 3. Bretakonungi hafa verið „ánægjulegan“. Það segir Halla í færslu á Facebook þar sem hún birtir einnig mynd af sér með konunginum. Halla hitti konunginn í Buckinham-höll í London. 

Lífið

Mest lesið

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Fréttamynd

Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið

Ari Edwald, lögfræðingur og fyrrverandi forstjóri Mjólkursamsölunnar, hefur fest kaup á íbúð í fjölbýlishúsi í Þorraholti í Garðabæ. Sonur hans, lögfræðingurinn Páll Edwald, keypti íbúð í sama húsi ásamt kærustu sinni, Selmu Eir Hilmarsdóttur læknanema. Stigagangarnir eru hlið við hlið en húsið er fyrsta fjölbýlishúsið sem er fullbúið í nýju hverfi Hnoðraholts.

Lífið
Fréttamynd

Óhuggulegt fall fegurðar­drottningar

Ungfrú Jamaíka fékk harkalegan skell þegar hún datt af sviðinu í undankeppni Ungfrúar alheims í Taílandi í gær. Hún var borin á sjúkrabörum af vettvangi og flutt á sjúkrahús.

Lífið
Fréttamynd

BRASA er nýr og glæsi­legur veitinga­staður í hjarta Kópa­vogs

Það ríkir líf og fjör í Turninum við Smáratorg þessa dagana en þar hefur nýr og glæsilegur veitingastaður, BRASA, tekið til starfa. „Við opnuðum 15. nóvember með okkar fyrsta jólahlaðborði og viðtökurnar fóru langt fram úr öllum væntingum,“ segir Kristín Samúelsdóttir, sölu-, markaðs- og viðburðastjóri BRASA. „Það var alveg ótrúlegt að sjá salinn fyllast og finna hvað fólk tók vel á móti okkur strax frá fyrstu mínútu.“

Lífið samstarf
Fréttamynd

Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds og söngkonan Sandrayati eignuðust dreng þann 29. september síðastliðinn. Hjónin greindu frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum í gær.

Lífið
Fréttamynd

Játaði sig sigraða: „Mér fannst það al­gjört tabú áður“

„Ég byrjaði þetta ár á ábyggilega versta stað sem ég hef nokkurn tíma verið á í lífinu,“ skrifar Elenora Rós Georgesdóttir, bakari og metsölubókarhöfundur, í einlægri færslu á Instagram. Þrátt fyrir erfiðleikana segir hún að reynslan hafi verið falleg og markað upphafið að því sem framundan er.

Lífið
Fréttamynd

Hlýja og nánd heima og uppi á sviði

„Fólk þekkir þetta fyrirkomulag og kann að meta það og við líka,“ segir Helgi Björnsson tónlistarmaður sem er á fullu að undirbúa sig fyrir stórtónleika á laugardaginn næsta. Hann rifjar upp gamla takta og býður fólki líka að horfa á tónleikana heima.

Tónlist
Fréttamynd

Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars

Bandaríska hiphop-sveitin Mobb Deep kemur fram á Íslandi þann 24. mars næstkomandi. Tónleikarnir fara fram í húsnæði KR við Frostaskjól. Mobb Deep var stofnuð á tíunda áratugnum í New York og var hljómsveitin þá skipuð þeim Prodigy og Havoc.

Lífið
Fréttamynd

Tísku­kóngar landsins á bleiku skýi

Best klæddu herramenn landsins komu saman á Laugavegi um helgina og fögnuðu opnun nýrrar hátísku herraverslunar hjá Andrá Reykjavík. Meðal gesta voru Unnsteinn Manúel, Dagur B. Eggertsson og töffarafeðgarnir Einar Örn og Hrafnkell Kaktus.

Tíska og hönnun