Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Jóla­gjafir sem gleðja hárið og hjartað

Á hverju ári, þegar veturinn leggst yfir og jólaljósin lýsa upp leitum við að gjöfum sem gleðja. Hárvörukassar hátíðarinnar hafa orðið að einni vinsælustu fegurðargjöf ársins og ekki að ástæðulausu. Þeir sameina gæði, fagþekkingu og hátíðlega umhyggju í fallegum pökkum sem gera bæði hárið og hjartað hlýrra.

Lífið samstarf


Fréttamynd

„Ma & pa í apríl“

Hlaupaparið Birna María Másdóttir, markaðsstjóri fyrirtækisins Nóa Síríus, og Egill Örn Gunnarsson, vörumerkjastjóri bílaumboðsins Öskju, eiga von á sínu fyrsta barni í apríl næstkomandi. Parið deilir gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Bryn­dís Líf og Stefán eiga von á dreng

Fyrirsætan og áhrifavaldurinn Bryndís Líf Eiríksdóttir á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Stefáni Jónssyni. Parið greinir frá því í færslu á samfélagsmiðlum að þau eigi von á dreng í apríl næstkomandi.

Lífið
Fréttamynd

For­tíð og nú­tíð fléttuð saman í nýrri spennandi ung­lingasögu

Fyrir stuttu kom út hjá Forlaginu ný unglingabók eftir Brynhildi Þórarinsdóttur sem ber nafnið Silfurgengið og er grípandi saga um vináttu og óvænt örlög. Brynhildur er afkastamikill og margverðlaunaður barna- og unglingabókahöfundur en hún hefur einnig getið sér gott orð fyrir endursagnir á Íslendingasögunum og hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin 2007 fyrir endursagnir sínar á Njálu, Eglu og Laxdælu.

Lífið samstarf

Mest lesið

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Fréttamynd

Leikur plötu­snúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar

Tökur standa yfir á nýrri leikinni sjónvarpsþáttaröð sem ber heitið Ljúfa líf sem gerist í lok áttunda áratugarins í Reykjavík en aðallega í Magaluf á Mallorca á Spáni. Tökur hafa staðið yfir hér á Íslandi meðal annars í Ármúla þar sem skemmtistaðurinn Hollywood var til húsa. 

Lífið
Fréttamynd

50+: Það má segja Nei við barna­pössun

Vissuð þið að það er til eitthvað sem kallast ömmu- og afakulnun? (e. grandparents burnout) Og að á netinu er heilmikið til af efni, skrifað bæði vestanhafs og austan, um það hvers vegna það sé í góðu lagi fyrir ömmur og afa að segja stundum Nei við barnapössun.

Lífið
Fréttamynd

Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Lauf­eyjar

Þakkargjörðarhátíðin, eða Thanksgiving, er haldin hátíðleg á morgun. Hún á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna en hefur fest sig í sessi hjá mörgum hér á landi, þar sem fjölskylda og vinir koma saman til að njóta samveru og hátíðlegra veitinga, oftast með kalkún á borðum.

Matur
Fréttamynd

Retinól-salat tekur yfir TikTok

Orðatiltækið „þú ert það sem þú borðar“ hefur lengi verið vinsælt en hefur verið sérstaklega útbreitt á TikTok undanfarna mánuði vegna ákveðins gulrótarsalats sem gengur undir nafninu retinól-salat og er talið vera gott fyrir húðina.

Matur
Fréttamynd

Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði ís­lenskum konum

Unnur Eggertsdóttir segist eiga í opinberum einhliða deilum við leikstjórann Quentin Tarantino eftir að hann dró upp mynd af íslenskum konum sem drykkfelldum og lauslátum í spjallþætti fyrir tuttugu árum. Vill hún meina að lýsingar Tarantino hafi hrint af stað bylgju karlkyns ferðamanna sem komu til Íslands og töldu sig eiga rétt á skyndikynnum.

Lífið
Fréttamynd

Lýsa enda­lokum vin­sæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“

Frasinn „six-seven“ eða „sex-sjö“ hefur upp á síðkastið verið afar vinsæll meðal yngri kynslóðarinnar. Vinsældir frasans, sem virðist ekki hafa neina sérstaka merkingu, má rekja til mikillar útbreiðslu á samfélagsmiðlum og hafa krakkar og unglingar víða um heim tekið upp frasann sem þykir mikið notaður í þeirra daglega tali. Svo mikið er gripið til frasans að kennurum í skóla nokkrum í Tinglev í Danmörku þótti nóg um og hafa þeir gert tilraun til að lýsa yfir endalokum frasans.

Lífið
Fréttamynd

Harbour og „Madeline“ sögð hafa endur­nýjað kynnin

Leikarinn David Harbour, sem skildi fyrr á árinu við popparann Lily Allen, er talinn hafa endurnýjað kynni sín við búningahönnuðinn Natalie Tippett sem hann hélt við meðan þau Allen voru enn gift. Allen samdi heila plötu um framhjáhaldið og lagið „Madeline“ um viðhaldið en Tippett hefur gengist við því að vera títtnefnd Madeline.

Lífið
Fréttamynd

Menningarmýs komu saman í jólafíling

Það var líf og fjör á Listasafni Íslands síðastliðinn sunnudag þegar margar af menningarmúsum landsins komu saman í gjafapappírsútgáfupartý rétt fyrir aðventuna. Listamenn, menningarunnendur og annað áhugafólk lét sig ekki vanta.

Lífið
Fréttamynd

Retró-draumur í Hlíðunum

Við Blönduhlíð í Reykjavík er til sölu einstaklega sjarmerandi 168 fermetra íbúð með sérinngangi. Húsið var byggt árið 1949 og hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Ásett verð er 123 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Slökkviliðin og vin­sæll barna­bóka­höfundur leiða saman hesta sína

„Krakkarnir taka okkur alltaf mjög vel þegar við mætum,” segir Sigurður Þór Elísson eldvarnarfulltrúi og varðstjóri hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar eftir vel heppnaða heimsókn í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit, en árlegt eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hófst á fimmtudag í síðustu viku með þeirri heimsókn.

Lífið samstarf