Fréttamynd

Þessi nældu sér í verð­laun á Golden Globe

Kvikmyndin One Battle After Another og sjónvarpsserían Adolescence uppskáru flest verðlaun á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í Kaliforníu í gær. Hinn 16 ára gamli Owen Cooper, sem fer eitt af aðalhlutverkunum í Adolescence, var valinn besti leikarinn í aukahlutverki, en hann er sá yngsti til að næla sér í verðlaunin í þeim flokki frá upphafi, en þetta var 83. Golden Globe verðlaunahátíðin.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Leikirnir sem beðið er eftir

Jólin eru liðin og grámyglulegur hverdagsleikinn er tekinn aftur við. Við Íslendingar munum væntanlega ekki fá almennilegt veður aftur í allavega fjóra mánuði og ekkert nema fullar vinnuvikur framundan. Við höfum þó enn tölvuleiki, það er eitthvað.

Leikjavísir
Fréttamynd

„Á Ís­landi eru konur hvattar til að dreyma og vera í for­ystu“

Fyrir örfáum árum var líf Noorinu Khalikyar mótað af námi, framtíðardraumum og þeirri trú að hún hefði rödd og val. Hún lagði stund á læknisfræði í Afganistan og starfaði við fræðslu um kvenheilsu og getnaðarvarnir, á tímabili þar sem konur höfðu, að einhverju marki, svigrúm til að mennta sig og láta sig dreyma. Sú veröld hvarf skyndilega þegar stjórnin féll og talibanar tóku völdin.

Lífið


Fréttamynd

Bob Weir látinn

Bob Weir, gítarleikari, söngvari og stofnandi hljómsveitarinnar Grateful Dead, er látinn 78 ára að aldri. 

Lífið
Fréttamynd

Stóru spurningunni um dular­fullt slys enn ó­svarað

„Það var alveg brjálaður áhugi á þessu máli. Ég held að þetta sé með svona stærri málum sem hafa komið upp á síðustu árum, af því að það er svo marglaga og svo margir angar á þessu,“ segir Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður sem á sínum tíma fjallaði ítarlega um Skáksambandsmálið svokallaða.

Lífið

Mest lesið

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Fréttamynd

RÚV hættir við Söngvakeppnina

RÚV hefur ákveðið að hætta við að halda Söngvakeppnina 2026 í ljósi þess að forsendurnar sem lagt var upp með, að sigurlagið yrði framlag Íslands í Eurovision, séu brostnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort og þá hvenær einhverskonar önnur söngvakeppni verður haldin í staðinn.

Lífið
Fréttamynd

Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein

Linda Baldvinsdóttir segir aldrei of seint að finna ástina. Linda er 65 ára og nýgift eftir að hafa verið ein meira og minna í tólf ár með stuttum ástarævintýrum inn á milli. Linda kynntist núverandi manni sínum Björgvini Gunnarssyni framkvæmdastjóra fyrir þremur árum. Í dag búa þau saman sem hjón og eru yfir sig ástfangin.

Lífið
Fréttamynd

Enn ó­víst hvað verður um Söngvakeppnina

Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort Söngvakeppnin verður haldin eftir að framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins tók ákvörðun um að Ísland verði ekki með í Eurovision í vor. Dagskrárstjóri Rúv segir málið í vinnslu og að það muni skýrast á næstunni hvort og þá á hvaða forsendum Söngvakeppni sjónvarpsins verði haldin.

Lífið
Fréttamynd

Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir and­lát hans

Lagið „Reykjavík“ eftir Halla Reynis kom út í dag, rúmum sex árum frá andláti tónlistarmannsins. Sonur Halla fann lagið á gömlum geisladiski eftir andlát föður síns 2019 og fannst það of gott til að liggja ósnert. Lagið súmmeri upp það sem gerði Halla að góðum tónlistarmanni og sé einföld en djúp frásagnarlist við gítarspil.

Tónlist
Fréttamynd

Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki

Hópur danskra leikara hefur skráð sig á lista sem ætlað er að gera öðrum kleift að bóka leikara í það verkefni að þykjast vera kærasti eða kærasta þeirra. Hugmyndin er að fólk geti bókað leikara í tímabundin verkefni, til dæmis í fjölskylduboð og annað, til að létta fólki lífið sem er orðið þreytt á að svara spurningum um hvers vegna það er einhleypt.

Lífið
Fréttamynd

Góðgerlar fyrir jafn­vægi á hverju ævi­skeiði

Danska vörulínan Värn hefur á undanförnum árum notið mikilla vinsælda á Norðurlöndum og er nú orðin vel þekkt hér á landi. Värn býður upp á mjólkursýrugerla sem eru þróaðir út frá rannsóknum á þarmaflóru og innihalda vandaða bakteríustofna sem styðja líkamann á mismunandi tímum lífsins.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“

Ég ætlaði að byrja árið á jákvæðu nótunum. Staðreyndin er hins vegar sú að það borgar mér enginn laun fyrir að breiða út gleði. Eitt er það sem ég þoli verr við janúar en veðrið og Vísa-reikninginn. Ég hef skömm á öllum dálksentímetrum dagblaðanna sem fara undir völvu ársins.

Lífið
Fréttamynd

Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“

Hollywood leikkonan Ashley Tisdale segist hafa tekið þátt í mömmuhópi þar sem stemningin var eitruð og hún gjarnan útilokuð. Í hópnum er meðal annars kollegi hennar og fyrrum barnastjarnan Hillary Duff en eiginmaður hennar segir Tisdale bæði sjálfhverfa og taktlausa.

Lífið