Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Jón Jóns­son og Auður gefa út lag sem þeir sömdu ó­vart

Tónlistarmennirnir Jón Jónsson og Auður gáfu í dag út sitt fyrsta lag saman. Lagið ber heitið Ég var ekki þar og var það samið alveg óvart fyrir tólf dögum síðan. Þeim fannst lagið passa vel inn í haustið og ákváðu þeir þess vegna að hafa hraðar hendur við útgáfu þess.

Lífið
Fréttamynd

„Hafnfirskar stelpur rokka“

Hafnfirskar stelpur rokka! er tónlistar vinnusmiðja sem unnin er í tengslum við Appolo listahátíð í Hafnarfirði. Ungar sís og trans stelpur, trans strákar, kynsegin og intersex ungmenni á aldrinum 13-25 ára eru öll velkomin og á vinnusmiðjan sér stað yfir tvær helgar í október.

Tónlist
Fréttamynd

„Starstruck“ í vinnunni í fyrsta skipti

Ingimar Davíðsson er staddur í Los Angeles þar sem hann er að fara vera einn af tæknistjórum á minningartónleikum Taylor Hawkins í The Forum. Um er að ræða 18.000 manna minningartónleikum og er Ingimar einn af fjórum tæknistjórum viðburðarins.

Tónlist
Fréttamynd

Skrifstofu Sony á Íslandi lokað

Skrifstofa Sony Music á Íslandi hættir formlega störfum þann 31. október næstkomandi vegna stefnubreytingar hjá Sony Music Entertainment. Dreifing á íslenskum útgáfum verður þá í höndum Sony í Kaupmannahöfn.

Tónlist
Fréttamynd

Herdís samdi tónlistina fyrir væntanlega stórmynd í Hollywood

„Þetta er eiginlega svona röð atvika sem að leiða mann á svona stað,“ segir tónskáldið Herdís Stefánsdóttir í viðtali við Bítið í morgun. Herdís sér um tónlistina í kvikmyndinni Knock at the Cabin sem er nýjasta mynd leikstjórans M. Night Shyamalan. Hann er meðal annars þekktur fyrir stórmyndina The Sixth Sense með Bruce Willis í aðalhlutverki.

Tónlist
Fréttamynd

Britney Spears og Elton John á toppi Íslenska listans

Tónlistarfólkið Britney Spears og Elton John sendu frá sér lagið Hold Me Closer í lok ágúst við góðar viðtökur. Lagið fór í fyrsta sæti á breska vinsældarlista, náði inn á topp tíu á bandaríska Billboard listanum og situr nú í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957.

Tónlist
Fréttamynd

Bjóða upp á dagpassa á Airwaves í ár

Iceland Airwaves er handan við hornið og enn bætast við íslenskar stórstjörnur. Í dag var tilkynnt að Vök, Bríet, The Vintage Caravan, Systur, Júníus Meyvant, Emmsjé Gauta og Atla Örvarsson munu koma fram. Úkraínsku Eurovisionfararnir Go_A, finnski raf- og harmónikku músíkantinn Antti Paalanen og palenstínski Grammy verðlaunahafinn Arooj Aftab verða einnig á hátíðinni.

Tónlist
Fréttamynd

Frum­sýning á nýju tón­listar­mynd­bandi Systra

Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi hljómsveitarinnar Systur við lagið Dusty Road. Þetta er fyrsti síngúll sem Systur senda frá sér eftir þátttöku þeirra í Eurovision í vor en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá sköpunarferlinu á bak við lagið og myndbandið.

Tónlist
Fréttamynd

Kanye biður Kim afsökunar

Kanye West hefur beðið fyrrverandi eiginkonu sína, Kim Kardashian, afsökunar á öllu því stressi sem hann hefur valdið henni. Hann segist geta borið erfiðleika sína með Kim saman við erfiðleika sína með Adidas.

Lífið
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.