
Írar kveðja MacGowan
Íbúar Dyflinnar, höfuðborgar Írlands, kvöddu söngvarann Shane MacGowan á götum úti í dag. MacGowan verður jarðsettur í heimabæ fjölskyldu móður sinnar seinna í dag.
Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.
Íbúar Dyflinnar, höfuðborgar Írlands, kvöddu söngvarann Shane MacGowan á götum úti í dag. MacGowan verður jarðsettur í heimabæ fjölskyldu móður sinnar seinna í dag.
Strákarnir í rokkhljómsveitinni Vintage Caravan leggja í kvöld lokahnykkinn á Evrópuferðalag sitt, á tónleikum í Iðnó. Óskar Logi Ágústsson segir að líklega muni hann leggjast í dá að kvöldinu loknu en segist spenntur fyrir því að fara loksins á svið fyrir íslenska áhorfendur.
Söng- og leikkonan Selena Gomez er sögð hafa staðfest samband sitt við tónlistarmanninn Benny Blanco á samfélagsmiðlum í vikunni. Blanco er góður vinur fyrrverandi kærasta Gomez, Justin Bieber, og hafa þeir nokkrum sinnum gert tónlist saman.
Enski tónlistarmaðurinn Denny Laine, sem var aðalsöngvari sveitarinnar Moody Blues og gítarleikari sveitarinnar Wings, er látinn. Hann varð 79 ára gamall.
Taylor Swift er ein vinsælasta og áhrifamesta tónlistarkona heims. Hún gæti meðal annars haft áhrif á botnbaráttuna í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Bandaríska söngkonan Taylor Swift er manneskja ársins 2023 hjá bandaríska tímaritinu TIME.
Páll Óskar Hjálmtýsson, poppgoðsögn Íslands, er trúlofaður. Hann greindi tónleikagestum frá því á aðventutónleikum um helgina og sagðist hlakka til fyrstu jólanna með ástinni sinni.
Vísir frumsýnir í dag nýtt tónlistarmyndband við lagið Sérhver jól með þér. Lagið er nýjasta afurð hljómsveitarinnar Löðurs.
Rokktónlistarmaðurinn spilar þrjá hljóma fyrir þúsund áheyrendur, en djassarinn spilar þúsund hljóma fyrir þrjá áheyrendur. Þessi brandari er lýsandi fyrir það hve djassinn er miklu þróaðri og fjölbreyttari en rokkið, en líka hve hið síðarnefnda er vinsælt. Gullöld djassins er löngu liðin, en hann á sér samt ennþá aðdáendur. Fleiri en þrír áheyrendur voru á jóladjasstónleikum í Salnum í Kópavogi á föstudagskvöldið; þar var troðfullt.
Tónlistarkonan Laufey hefur tekið fram úr Björk sem vinsælasti íslenski tónlistarmaðurinn á Instagram. Laufey er nú með rétt rúmlega tvær milljónir fylgjenda en Björk er með 1,97 milljónir.
Georg Holm bassaleikari hljómsveitarinnar Sigur Rós og eiginkona hans Svanhvít Tryggvadóttir framleiðandi hafa sett fallegt parhús sitt við Hávallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 158 milljónir.
Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson mun styðja bæði Ísland og Angóla er löndin mætast á HM kvenna í handbolta í dag. Erfitt sé að velja á milli.
Hinn 22 ára gamli Jóhann Ágúst Ólafsson var að senda frá sér sitt fyrsta lag, „Kallinn á tunglinu“. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag.
Óympíufarinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson og skemmtikrafturinn Laddi hafa tekið höndum saman við gerð jólalagsins Mér finnst ég bara eiga það skilið. Tónlistarmyndband við lagið frumsýna þeir í dag.
Tuttugu hljómsveitir og listamenn hafa verið tilnefndir til Kraumsverðlauna, sem eru árleg verðlaun á Degi íslenskrar tónlistar. Verðlaunin verða afhent í sextánda sinn síðar í þessum mánuði.
Bardagakonan fyrrverandi og núverandi OnlyFans fyrirsætan Paige VanZant varpaði fram kenningu um samband tónlistakonunnar Taylors Swift og NFL-leikmannsins Travis Kelce.
Tónlistarmaðurinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, hefur glímt við ýmsar geðraskarnir frá unga aldri sem hafa hamlað honum í gegnum lífið en eru einnig aflgjafi í listsköpuninni.
Ragga Gísla er fimmta söngkonan sem stígur á svið í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð sem er á dagskrá á Bylgjunni og Stöð 2 Vísi næstu fimmtudagskvöld klukkan 20:00.
Tónlistarmaðurinn Shane MacGowan, söngvari hljómsveitarinnar The Pogues, er látinn 65 ára að aldri.
Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur á morgun, föstudaginn 1. desember. Dagurinn markar einnig önnur tónlistartengd tímamót því á morgun fær Tónlistarmiðstöð Íslands afhent framtíðarheimili sitt við Austurstræti 5, í miðborg Reykjavíkur.
Rithöfundurinn Olga Guðrún Árnadóttir hefur breytt einni línu í ljóðinu Myndin hennar Lísu svo lagið faðmi betur fjölbreytileika samfélagsins. Lagið er samið fyrir 46 árum og samfélagið hefur tekið miklum breytingum síðan þá segir Olga.
Ragnhildur Gísladóttir er næsti gestur Völu Eiríks í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð annað kvöld. Ragga kemur fram ásamt Besta bandi og lofar frábærum tónleikum og skemmtilegu spjalli milli laga.
Leikarinn og tónlistarmaðurinn Arnmundur Ernst Backman sendi frá sér einlæga ábreiðu af laginu When I Think Of Angels í gær. Móðir hans, Edda Heiðrún Backman, hefði orðið 66 ára í fyrradag en hún féll frá árið 2016.
Skálmöld spilar allar hljóðversplöturnar sínar sex á þremur kvöldum í Eldborg í nóvember á næsta ári. Sveitin tilkynnti þetta í þætti Ómars Úlfs á X-inu rétt í þessu.