Heitustu lögin á FM árið 2025 Liðið ár var viðburðaríkt í tónlistarsenunni hérlendis og erlendis og má segja að rappið hafi svolítið tekið yfir í gróskumikilli útgáfu á Íslandi. Útvarpsstöðin FM957 afhjúpar hér hvaða hittarar standa efst á árinu sem er senn að líða og íslenskt tónlistarfólk heldur áfram að taka yfir efstu sætin. Tónlist 31.12.2025 07:00
Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríska tónlistarkonan Beyoncé hefur bæst á lista Forbes yfir milljarðamæringa, í Bandaríkjadölum talið. Miðillinn lýsti þessu yfir í dag. Viðskipti erlent 29.12.2025 23:52
Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Tónlistarmanninum Erni Elíasi Guðmundssyni, sem er betur þekktur sem Mugison, finnst á sér brotið vegna umtalaðs myndbands sem nú gengur um netheima þar sem lag hans, Stingum af, er notað. Um er að ræða stuðningsmyndband við Miðflokkinn sem er gert úr gömlu íslensku myndefni, sem sýnir Ísland á árum áður í rómantísku ljósi. Lífið 29.12.2025 10:40
Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Kristin Cabot konan sem varð heimsfræg eftir að verið gripin glóðvolg í faðmlögum með Andy Byron yfirmanni sínum segist aldrei hafa kysst yfirmann sinn fyrr en þetta örlagaríka kvöld þegar hún hafi verið í glasi. Eiginmaður hennar hafi auk þess verið á tónleikunum. Hún opnar sig um málið í fyrsta sinn í viðtali við New York Times og segir þau bæði hafa gengið í gengum skilnaðarferli á þessum tíma. Lífið 18. desember 2025 16:53
Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Tónlistarmaðurinn og áhrifavaldurinn Aron Kristinn Jónasson, áður kenndur við ClubDub, hefur stofnað fyrirtækið Legend ehf. en félagið er meðal annars stofnað fyrir tónlistartengdan rekstur og rekstur fatamerkja. Viðskipti innlent 17. desember 2025 13:24
Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Kvennakórinn Katla stóð fyrir óhefðbundnum jólatónleikum í Norðurljósasal Hörpu í síðustu viku þar sem þær fóru sínar eigin leiðir að vanda. Lífið 16. desember 2025 13:52
Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Bandaríska söngkonan Mariah Carey mun koma fram á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna á næsta ári. Sport 16. desember 2025 11:31
Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Breska söngkonan Katie Melua verður með tónleika í Eldborgarsal Hörpu í Reykjavík 25. júní næsta sumar. Lífið 16. desember 2025 10:25
Ískaldir IceGuys jólatónleikar Strákahljómsveitin Ice Guys steig fjórum sinnum á svið í Laugardalshöll um helgina. Þeir fylltu salinn aftur og aftur og stigu þaulæfð danspor á ísilögðu sviði. Lífið 15. desember 2025 20:02
Bríet ældi á miðjum tónleikum Tónlistarkonan Bríet Isis Elfar hélt hátíðartónleika í Fríkirkjunni á föstudaginn með öflugum hópi hljóðfæraleikara. Þar lenti hún í þeirri miður skemmtilegu uppákomu að æla á miðjum tónleikum. Lífið 15. desember 2025 16:17
Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Tónlistarmyndbandið fyrir lagið „Það sem jólin snúast um“ með GDRN, Magnúsi Jóhanni og KK kom út síðasta fimmtudag og er afrakstur skemmtilegs skiptidíls. Myndbandið er stillumynd (e. stop motion film) sem tók langan tíma að gera þar sem leikstjórinn Kristný Eiríksdóttir brá sér einnig í hlutverk handritshöfundar, brúðugerðarmanns, tökumanns og leikmyndahönnuðar. Lífið 15. desember 2025 15:00
Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Rússneskur dómstóll hefur lýst hljómsveitina Pussy Riot öfgasamtök og bannað starfsemi hennar í landinu að kröfu stjórnvalda í Kreml. Þrír liðsmenn hljómsveitarinnar eru nú íslenskir ríkisborgarar. Erlent 15. desember 2025 10:11
Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Jóhann Páll Jóhannsson settur menningarráðherra þegar kemur að ráðningu nýs óperustjóra hefur boðað þrjá umsækjendur í viðtal. Þrír hafa verið metnir hæfir til að gegna stöðunni en til stóð að skipa í stöðuna fyrir 15. nóvember síðastliðinn. Menning 13. desember 2025 16:00
Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Sautján keppendur í Festival da Canção, undankeppni Portúgal fyrir söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, segjast ætla að sniðganga Eurovision vinni þeir innlendu undankeppnina. Tónlist 12. desember 2025 23:56
Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Heimildarmyndin Ferlið hans Bubba verður frumsýnd 26. mars næstkomandi. Myndin fylgir tónlistarmanninum Bubba Morthens eftir yfir heilt ár þar sem hann lifir sínu lífi, semur tónlist, spilar á tónleikum og vinnur að nýrri plötu. Bíó og sjónvarp 12. desember 2025 10:11
„Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Leikhópurinn Lotta fær minna en milljón greitt árlega frá Spotify fyrir spilanir. Hópurinn er með um 35 þúsund hlustendur á síðasta ári og tæpar þrjár milljónir spilana á Spotify þar hægt er að hlusta á öll leikrit hópsins. Leikhópurinn hefur ekki getað sett upp nýja sýningu síðustu ár og hefur þess í stað endurnýtt eldri leikrit. Anna Bergljót Thorarensen, einn stofnenda hópsins, segir ástæðuna fjárhagslega. Viðskipti innlent 12. desember 2025 08:46
Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Jökull Júlíusson úr hljómsveitinni Kaleo stendur ásamt öðrum fyrir styrktarkvöldi í Hlégarði í Mosfellsbæ fyrir Grænuhlíð í kvöld en Grænahlíð er fjölskyldumiðað geðheilbrigðisúrræði fyrir börn og ungmenni. Lífið 11. desember 2025 21:32
Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Sticky Records, plötuútgáfa Priksins, fékk hvatningaverðlaun STEF í byrjun mánaðar og er nú farin að vekja athygli utan landsteinanna fyrir útgáfustefnu sína. Blaðamaður tónlistarsíðunnar Pigeons & Planes veltir því fyrir sér hvort Sticky sé framtíð útópísks tónlistariðnaðar. Tónlist 11. desember 2025 15:07
Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Útvarpsstjóri segir ljóst að einhverjir lagahöfundar muni draga framlög sín til baka úr Söngvakeppni sjónvarpsins í ljósi þess að Ísland verður ekki með Eurovision. Ákvörðun Íslands setji þrýsting á önnur Norðurlönd sem hann telur þó ólíklegt að hætti við þátttöku. Innlent 11. desember 2025 13:32
Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Bragi Valdimar Skúlason formaður FTT segir að enn hafi engin viðbrögð borist frá Ríkisútvarpinu vegna erindis FTT og TÍ vegna „stóra fréttastefsmálsins“. Innlent 11. desember 2025 11:59
Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Rapparinn Jóhann Kristófer betur þekktur sem Joey Christ segir það algjörlega af og frá að erjur hans við tónlistar- og fótboltamanninn Eyþór Wöhler og „hinn gaurinn“ séu sviðsettar. Hann á von á því að þurfa ekki að hætta í tónlist vegna málsins en HúbbaBúbba virðist hafa samþykkt áskorun hans. Rapparinn ræddi málið frá A til Ö í Brennslunni á FM957 í morgun en erjurnar hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Lífið 11. desember 2025 11:46
Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Varamaður í stjórn Ríkisútvarpsins á vegum Miðflokksins er ósáttur með ákvörðun framkvæmdastjórnar fjölmiðilsins um að taka ekki þátt í Eurovision. Hann gagnrýnir að ákvörðunin hafi verið tekin af framkvæmdastjórninni sjálfri og segir Rúv stuðla að sundrung í stað sameiningar. Innlent 10. desember 2025 17:52
Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Rapparinn Jóhann Kristófer hefur svarað disslagi sem Eyþór Wöhler í HúbbaBúbba birti í gærkvöldi. Jóhann segir sveitina ekki eiga skilið disslag á móti en hann skorar á þá: Sá sem er seinni til að selja upp jólatónleika sína þarf að hætta að gefa út tónlist. Lífið 10. desember 2025 16:56
Ísland verður ekki með í Eurovision Ísland verður ekki með í Eurovision á næsta ári. Þetta tilkynntu stjórnarformaður Rúv og útvarpsstjóri að loknum fundi stjórnar Ríkisútvarpsins. Útvarpsstjóri sagðist hafa tekið ákvörðun um þetta og tilkynnt stjórninni í dag sem ætlaði sér að leggja fram tillögu sama efnis. Innlent 10. desember 2025 16:17