
Eitt helsta kennileiti Vesturbæjar stórskemmt
Talsvert tjón varð á Hagavagninum, hamborgarastað við Vesturbæjarlaug í Reykjavík, þegar eldur kviknaði þar undir morgun 21. janúar. Eigandi staðarins segir að tekið gæti upp undir þrjá mánuði að koma staðnum í samt lag og opna hann á ný.