Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttamynd

Bauna á SVEIT og kjara­samninga sem standist ekki lög

Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Taka ekki þátt í orð­ræðu og á­tökum Eflingar

SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka ekki þátt í „þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafa einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi.“ Samtökin hafi ítrekað reynt að semja við Eflingu en hafi nú samið við stéttarfélagið Virðingu til fjögurra ára.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt veitingasvæði rís í Smára­lind

Fasteignafélagið Heimar hefur sett af stað umfangsmiklar framkvæmdir í austurenda Smáralindar en þar á að rísa nýtt veitingasvæði. Áætlað er að þrettán veitingastaðir verði opnaðir á þessu nýja svæði í Smáralind fyrir lok árs 2025. Um verður að ræða allt frá skyndibita yfir í fínni veitingastaði sem einnig verða opnir á kvöldin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Davíð Viðars­son heitir nú aftur Quang Le

Quang Le eða Davíð Viðarsson hefur nú breytt nafni sínu enn á ný, nú frá því að heita Davíð Viðarsson yfir í það að heita aftur Quang Le eða Quang Ngoc Le fullu nafni. Það sést í þjóðskrá og í fyrirtækjaskrá þegar fyrirtæki í hans eigu eru leituð uppi.

Innlent
Fréttamynd

Tveir hand­teknir eftir hópslagsmál

Tveir voru handteknir í gærkvöldi eða í nótt eftir hópslagsmál við skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Þeir voru í kjölfarið færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru vistaðir í fangaklefa. Málið er í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Máttu ekki selja eldaðan mat

Veitingastað í miðborg Reykjavíkur var lokað af lögreglu í vikunni þegar í ljós kom að eigendur staðarins höfðu ekki tilskilin leyfi til þess að selja eldaðan mat.

Innlent
Fréttamynd

Máttu ekki hvetja hlunn­farið starfs­fólk til að hætta

Matvæla- og veitingafélag Íslands, Matvís, hefur verið dæmt skaðabótaskylt vegna eftirlitsheimsóknar á veitingastaðinn Flame í Reykjavík. Fulltrúar stéttarfélagsins bökuðu eigendum staðarins tjón með því að fá starfsfólk staðarins til að hætta í vinnunni. Þó er talið sannað að starfsfólkinu hafi ekki verið greidd laun í samræmi við lög.

Innlent
Fréttamynd

Allt á floti á Auto í nótt

Vatnsúðakerfi skemmtistaðarins Auto fór í gang í nótt og vatn flæddi um allt gólfið. Dælubíll frá slökkviliðinu var sendur á staðinn og hreinsunarstarf tók um klukkutíma.

Innlent
Fréttamynd

Sverrir Einar kærir lög­reglu­þjón fyrir rangar sakagiftir

Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar og fyrrverandi eigandi skemmtistaðarins B5, hefur lagt fram kæru á hendur lögregluþjóns sem sakaði hann um að tálma störf lögregluþjóna og veist að sér með ofbeldi. Umræddur lögregluþjónn hafði áður kært Sverri en bæði héraðssaksóknari og ríkissaksóknari hafa vísað þeirri kæru frá.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynnir Wolt sendil til lög­reglu fyrir á­reitni

Lilju Huld Steinþórsdóttur var algjörlega ofboðið á sunnudag þegar dóttur hennar bárust skilaboð frá Wolt sendli eftir að þeim barst matarsending um að hún væri falleg. Hún ætlar að tilkynna manninn til bæði lögreglu og Persónuverndar. Maðurinn hefur verið áminntur af Wolt. 

Innlent
Fréttamynd

Fjögur fé­lög Bergvins gjald­þrota

Þann fjórtánda október voru fjórir gjaldþrotaúrskurðir kveðnir upp í Héraðsdómi Suðurlands. Öll félögin fjögur eru í eigu Bergvins Oddsonar, veitingamanns og fyrrverandi formanns Blindrafélags Íslands, eða eiginkonu hans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frank Walter Sands er fallinn frá

Frank Walter Sands, at­hafnamaður og stofn­andi veit­ingastaðanna Vega­móta og Reykja­vík Bag­el Comp­any, er lát­inn, aðeins 58 ára gam­all. Frank lést á sjúkra­hús­inu í Avignon 8. októ­ber sl. af völd­um hast­ar­legra of­næmisviðbragða og hjarta­áfalls þar sem hann var stadd­ur í fríi í Suður-Frakklandi.

Innlent
Fréttamynd

Segir að­för Eflingar með ó­líkindum

Rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg er gjaldþrota. Eigandi staðarins segir augljóst að aðgerðir stéttarfélagsins Eflingar hafi valdið gjaldþrotinu en að enginn hafi tapað jafnmikið á málinu og Efling. 

Viðskipti innlent