Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Framkvæmdastjóri Samhjálpar hefur stöðvað framkvæmdir á nýrri Kaffistofu Samhjálpar við Grensásveg 46 þar til grenndarkynningu er lokið. Hópur íbúa sem býr í nágrenni við nýtt húsnæði kaffistofunnar hefur mótmælt opnun kaffistofunnar í hverfinu en í íbúagrúppu hverfisins á Facebook eru íbúar aftur á móti mjög jákvæðir. Innlent 21.11.2025 13:01
BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Það ríkir líf og fjör í Turninum við Smáratorg þessa dagana en þar hefur nýr og glæsilegur veitingastaður, BRASA, tekið til starfa. „Við opnuðum 15. nóvember með okkar fyrsta jólahlaðborði og viðtökurnar fóru langt fram úr öllum væntingum,“ segir Kristín Samúelsdóttir, sölu-, markaðs- og viðburðastjóri BRASA. „Það var alveg ótrúlegt að sjá salinn fyllast og finna hvað fólk tók vel á móti okkur strax frá fyrstu mínútu.“ Lífið samstarf 20.11.2025 14:25
Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Ísbúð Huppu flytur af Seltjarnarnesi og í Vesturbæ Reykjavíkur í húsnæði við Ægissíðu þar sem veitingastaðurinn 2Guys var áður rekinn. Greint er frá flutningunum í Morgunblaðinu. Viðskipti innlent 19.11.2025 23:30
Bird skellt í lás Skemmtistaðnum Bird á horni Tryggvagötu og Hafnarstrætis í miðbæ Reykjavíkur var skellt í lás í síðasta sinn í gærkvöldi. Um eitt og hálft ár er síðan staðurinn opnaði í því sem áður höfðu verið húsakynni Frederiksen. Viðskipti innlent 10. nóvember 2025 11:19
Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Happdrætti Háskóla Íslands af 47 milljóna kröfu veitinga- og skemmtistaðarins Catalinu. Málið laut að þóknun fyrir rekstur spilakassa á veitingastaðnum. Rekendur Catalinu höfðu samið um að þóknunin næmi 1,6 prósentu af veltu vélanna en í ljós kom að hlutfallið næmi tveimur prósentum hjá öðrum rekstraraðilum og Catalina krafðist að fá greiddan mismuninn. Innlent 8. nóvember 2025 10:46
Jensens Bøfhus lokað Veitingakeðjan Jensens Bøfhus hefur lokað öllum sínum veitingastöðum í Danmörku. Þetta kemur fram í frétt viðskiptamiðilsins Børsen. Keðjan var með fimmtán veitingastaði í rekstri en hafði glímt við rekstrarerfiðleika. Staðirnir hafa notið nokkurra vinsælda meðal Íslendinga. Viðskipti erlent 7. nóvember 2025 11:15
Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Tugir afreksíþróttamanna vinna sem sendlar hjá fyrirtækinu Maul og hlaupa með mat til um tvö þúsund manns daglega. Um 200 fyrirtæki eru í matarþjónustu hjá Maul á hverjum degi. Egill Pálsson, framkvæmdastjóri Mauls, stofnaði fyrirtækið með bróður sínum Hrafnkeli Pálssyni. Viðskipti innlent 4. nóvember 2025 10:31
Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Athafnamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson hefur sett veitingastaðinn Þrastalund á sölu og stefnir á að hefja uppbyggingu annars staðar á Suðurlandi. Þá selur hann sex íbúða hús í Reykjanesbæ á sama tíma. Viðskipti innlent 30. október 2025 15:06
Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður er látinn, 74 ára að aldri. Bjarni, sem gekk undir nafninu Bjarni Snæðingur, var frumkvöðull á sviði veitingarekstrar og starfaði meðal annars á Naustinu, Aski, Fljótt og Gott á BSÍ þar sem hann bauð meðal annars upp á „kjamma og kók“, auk þess að hann var viðloðandi Kaffistofu Samhjálpar. Viðskipti innlent 30. október 2025 13:03
Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Serrano og LifeTrack hafa tekið höndum saman um að bjóða upp á nýja hollustu á ferðinni. LifeTrack-teymið hefur hannað tvo nýja rétti fyrir matseðil Serrano sem sniðnir eru að mismunandi þörfum fólks. Lífið samstarf 29. október 2025 10:01
Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að leggja til við bæjarstjórn að nauðsynlegar skipulagsbreytingar vegna kláfs upp á Eyrarfjall ofan bæjarins fari í opinbera kynningu. Tillaga að nýju skipulagi var unnin af verkfræðistofunni Eflu fyrir Eyrarkláf ehf. Innlent 27. október 2025 11:46
Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Veitingamenn eru uggandi yfir æ erfiðari rekstrarskilyrðum. Talsmaður þeirra segir ekki lengur hægt að una við núverandi stöðu og hvetur stjórnvöld til að lækka álögur á áfengissölu veitingahúsa. Viðskipti innlent 25. október 2025 21:03
Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Glænýr veitingastaður Bryggjuhúsið í miðbæ Reykjavíkur var að opna í einu af elstu húsum bæjarins á Vesturgötunni sem byggt var árið 1863. Lífið 21. október 2025 11:01
Krefjandi tímar í veitingageiranum Veitingageirinn á Íslandi stendur frammi fyrir meiri áskorunum nú en um langt árabil. Á undanförnum mánuðum hafa margir staðir lokað – allt frá nýjum frumkvöðlaverkefnum til rótgróinna veitingahúsa með traustan viðskiptavinahóp. Skoðun 20. október 2025 11:00
Kærastan áfram í farbanni Landsréttur hefur úrskurðað sambýliskonu veitingamannsins Quangs Lé í áframhaldandi farbann en hún er sakborningur í stærsta mansalsmáli Íslandssögunnar ásamt eiginmanni sínum og bróður hans. Hún mun að óbreyttu sæta farbanni fram í lok janúar. Auk mansals er hún grunuð um skjalafals, peningaþvætti og ólöglega sölu dvalarleyfa. Innlent 16. október 2025 16:42
Ballið búið hjá Bankanum bistró Tekin hefur verið ákvörðun um að loka Bankanum bistró, veitingastað og bar í Mosfellsbæ, næstkomandi sunnudag. Í tilkynningu segir að ákvörðunin sé ekki léttvæg. Viðskipti innlent 14. október 2025 23:47
Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sverrir Einar Eiríksson eigandi B Reykjavík ehf., sem rak skemmtistaðina Bankastræti Club og B5, segist ætla í skaðabótamál við ríkið vegna tjóns og misréttis sem hann segir sig og staðinn hafa orðið fyrir vegna ítrekaðs áreitis lögreglu meðan hann starfaði. Hann segir gjaldþrot B5 beina afleiðingu fordæmalauss eineltis eins lögreglumanns á hendur honum og staðnum og afskiptaleysis yfirmanna lögreglumannsins. Innlent 11. október 2025 17:04
Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Ekkert fékkst upp í kröfur í bú félagsins B Reykjavík ehf., sem rak skemmtistaðinn Bankastræti club og síðar staðinn B5 á árunum 2021 til 2024. Lýstar kröfur námu rétt tæplega 101 milljón króna. Viðskipti innlent 10. október 2025 13:29
Ballið bráðum búið á Brewdog Brewdog Reykjavík verður lokað þann 25. október. Staðurinn hefur selt skoskan bjór á Hverfisgötu í miðbæ Reykjavíkur síðastliðin sjö ár. Viðskipti innlent 8. október 2025 12:55
Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Búið er að opna veitingastaðinn Ylju í nýju baðlóni í Laugarási í Biskupstungum. Baðlónið opnar síðar í þessum mánuði. Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson er yfirkokkur og hannaði matseðil veitingastaðarins. Baðlónið er sjálft á tveimur hæðum og er aldursviðmið átta ára. Viðskipti innlent 4. október 2025 14:01
Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Faxaflóahafnir hafa gert samning við eigendur Múlakaffis um að nýta samkomu- og veislusali í nýrri farþegamiðstöð sem rís nú á Skarfabakka við Viðeyjarsund á veturna. Það er þegar skemmtiferðaskip eru ekki að koma til landsins í eins miklum mæli og á sumrin. Viðskipti innlent 1. október 2025 14:50
Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Til stendur að opna Burger King-veitingastað á Grænlandi í lok mánaðar. Veitingastaðurinn verður fyrsti Burger King-staðurinn þar í landi en hann verður að finna í Sisimiut. Viðskipti erlent 1. október 2025 13:32
Snaps teygir anga sína út á Hlemm Veitingastaðurinn Snaps teygir nú anga sína á Hlemm Mathöll. Rekstrarstjóri staðarins vonast til að hægt verði að opna staðinn í byrjun nóvember. Viðskipti innlent 30. september 2025 19:56
Loka Kristjánsbakaríi Stjórn Gæðabaksturs hefur ákveðið að hætta rekstri Kristjánsbakarís á Akureyri. Í skoðun er að nýr rekstraraðili taki við versluninni í Hafnarstræti en verslunin við Hrísalund mun heyra sögunni til. Kaup Ölgerðarinnar á Gæðabakstri, sem tilkynnt voru í byrjun árs, eru til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Viðskipti innlent 29. september 2025 17:16