Gagnrýni

Gagnrýni

Gagnrýni á kvikmyndum, bókmenntum, tónlist, leikhúsverkum og fleiru.

Fréttamynd

Pistol: Sex Pistols fá Disney-meðhöndlunina

Það er eitthvað kaldhæðnislegt við að pönkhljómsveitin Sex Pistols endi undir hatti Disney samsteypunnar og mætti jafnvel segja það smiðshöggið á niðurlægingu þá sem Malcom McClaren, umboðsmaður þeirra, hóf með afskiptum sínum af söngvaranum Steve Jones. Nú er hægt að sjá sjónvarpsþáttaröðina Pistol á Disney+, en hún fjallar um feril hljómsveitarinnar. 

Gagnrýni

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Pure: Á flótta undan klúrum hugsunum

Ríkissjónvarpið lauk nýlega sýningum á gamanþáttaröðinni Pure frá Channel 4, sem hægt er að streyma til 28. júlí. Hún fjallar um unga skoska konu, Marnie, sem á yfirborðinu virðist með öllu eðlileg. Hins vegar krauma ýmsar óþægilegar hugsanir undir yfirborðinu; hún getur alls ekki hætt að sjá fyrir sér fólk að gera kynferðislega hluti.

Gagnrýni
Fréttamynd

Obi-Wan Kenobi: Auglýst eftir vandvirkni

Obi-Wan Kenobi er þriðja leikna serían úr Stjörnustríðsheiminum frá Disney+. Ég veit ekki hvort hún sé sú versta þeirra, enda samkeppnin við The Book of Boba Fett hörð.

Gagnrýni
Fréttamynd

Lightyear: Þvingaður Bósi í röngum skóm

Peningamaskínan þarf að rúlla hjá Pixar, því datt einhverjum í hug að gera kvikmynd eingöngu um Bósa Ljósár. Þá ekki þann Bósa Ljósár sem birtist okkur í Toy Story myndunum, heldur einhvern ímyndaðan Bósa sem leikfangið sjálft á að vera byggt á. Orðin ringluð?

Gagnrýni
Fréttamynd

Til varnar Conversations With Friends

Stöð 2 hefur nú hafið sýningar á írsku þáttaröðinni Conversations with Friends, sem byggir á samnefndri skáldsögu Sally Rooney. Ekki er langt síðan Stöð 2 sýndi aðra þáttaröð byggða á skáldsögu hennar, Normal People.

Gagnrýni
Fréttamynd

Top Gun, rauð flögg og tilhugalíf hænsna

Eftir tæpa viku mun Top Gun: Maverick koma í kvikmyndahús. Það er ótrúlegt að Paramount Pictures hafi beðið í heil 36 ár með að koma frá sér þessu framhaldi hinnar stjarnfræðilega vinsælu Top Gun, sem er orðin það gömul að leikstjórinn, annar aðalframleiðandinn og annar handritshöfundurinn eru allir látnir. 

Gagnrýni
Fréttamynd

Clark: Það er Clark Olofsson heilkenni, ekki Stokkhólms heilkenni

Clark Olofsson er ástæða þess að hið þekkta Stokkhólms heilkenni kom til og er sennilega frægasti glæpamaður Svíþjóðar. Netflix hefur nú frumsýnt sex þátta seríu um ævi hans, sem fær þig til að endurhugsa það sem þú hélst um atvikið sem skóp fyrrnefnt hugtak. 

Gagnrýni
Fréttamynd

The Dropout: Frábær þáttaröð og hrollvekjandi áminning

Nú er hægt að sjá þáttaröðina The Dropout á Disney+/STAR. Hún fjallar um Elizabeth Holmes (Amanda Seyfried), sem árið 2003, aðeins 19 ára gömul, stofnaði lyfjatæknifyrirtækið Theranos. Hún skaust hratt upp á stjörnuhimininn og var fyrirmynd ungra kvenna sem vildu fóta sig í karllægum viðskiptaheimi. Tólf árum síðar hrundi Theranos eins og spilaborg. Elizabeth var loddari.

Gagnrýni
Fréttamynd

Berdreymi: Strákarnir okkar eru ekki í lagi

Ný íslensk kvikmynd, Berdreymi, var frumsýnd sl. föstudag. Leikstjóri og höfundur hennar er Guðmundur Arnar Guðmundsson, þetta er hans önnur kvikmynd, en áður hefur hann gert Edduverðlaunamyndina Hjartastein. 

Gagnrýni
Fréttamynd

The Northman: Mikið urr, en lítið bit frá norðanmanni

The Northman er nýjasta kvikmynd bandaríska leikstjórans Robert Eggers, en hún fjallar um son víkingahöfðingja (Alexander Skarsgård) sem ætlar að hefna morðs föður síns (Ethan Hawke). Myndin gerist að miklu leyti á Íslandi, meðhöfundur handritsins er Sjón, ásamt því að Björk, Ingvar E. Sigurðsson og íslensk náttúra leika hlutverk. Það vantar bara Hildi Guðnadóttur að semja tónlistina og þá væri íslenska hersveitin fullmönnuð.

Gagnrýni
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.