Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Með 29 kíló af maríjúana í töskunum

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvo karlmenn í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla samtals um 29 kílóum af marijúana til landsins. Þeir komu til landsins með flugi frá Toronto í Kanada í byrjun desember síðastliðnum.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Setja stefnuna á seinni hluta árs

Forsvarsmenn Niceair 2.0 reikna með að fyrsta áætlunarflug félagsins verði flogið á seinni hluta ársins. Þeir sem þegar áttu bókað flug með félaginu fá það endurgreitt auk inneignarnótu. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sverrir Berg­mann hættir í bæjar­stjórn

Sverrir Bergmann Magnússon, tónlistarmaður, varaþingmaður og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, hefur ráðið sig í starf samfélags- og sjálfbærnisstjóra hjá Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. Þar sem fyrirtækið starfar bæði í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ hefur hann ákveðið að hætta í bæjarstjórn og kveðst ekki bjóða sig fram aftur. 

Innlent
Fréttamynd

Kannast ekki við lýsingar leigu­bíl­stjóra

Það er mat forsvarsmanna Isavia á Keflavíkurflugvelli að þjónusta leigubíla gangi nú mun betur fyrir sig en á fyrri hluta síðasta árs. Síðasta hálfa árið hafi þurft að meina sex leigubílstjórum um aðgang að flugstöðinni í hverjum mánuði að meðaltali en árið á undan voru þeir um þrettán á mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Diddy selur svörtu einkaþotuna

Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean „Diddy“ Combs hefur selt mattsvarta Gulfstream G550-einkaþotu sína. Þotan var framleidd árið 2015 og hefur verið í leiguflugi á meðan Combs hefur setið í fangelsi.

Lífið
Fréttamynd

Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki

Innviðaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Samgöngustofu um að vísa frá kvörtun fjögurra farþega sem ýmist var vísað úr eða yfirgáfu flugvél Play í Danmörku haustið 2024. Farþegarnir kröfðust þess að brottvísunin yrði metin ólögmæt og að þeim yrðu dæmdar skaða- og miskabætur.

Neytendur
Fréttamynd

Enn eitt burðardýrið á leið í steininn

Karlmaður frá Litáen hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á þremur lítrum af kókaíni á vökvaformi. Maðurinn játaði brot sitt en ekkert benti til þess að hann hefði verið eigandi efnanna.

Innlent
Fréttamynd

Vísaði frá máli flug­manna gegn Icelandair vegna starfs­loka­greiðslna

Máli sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna höfðaði gegn Icelandair þar sem deilt var um rétt flugmanna til sérstakra starfslokagreiðslna við sextugt hefur verið vísað frá en vegna málsins hafði stéttarfélagið gert hlé á kjaraviðræðum við flugfélagið síðasta haust. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að starfslokaákvæðið, sem flugmenn byggðu kröfur sínar á, teldist ekki hluti af gildandi kjarasamningi og félli ágreiningurinn því utan valdsviðs dómsins.

Innherji
Fréttamynd

„Málið er að á­standið fer versnandi“

Formaður félags leigubílstjóra segir að staðan á leigubílamarkaði fari versnandi. Hann segir engan vita hve margir leigubílar séu í raun og veru í akstri og segir ráðamenn skella skollaeyrum við viðvörunum leigubílstjóra á meðan frumvarp um stöðvaskyldu sitji í nefnd. Leigubílstjórar sæti miklum atvinnumissi í núverandi efnahagsástandi.

Innlent
Fréttamynd

Allra augu á Ís­landi og At­lants­hafinu

Flugferðir sem tengjast aðgerðum Bandaríkjamanna á Atlantshafi í dag og flugferðir milli Bretlands og Íslands hafa verið mikið milli tannanna, ef svo má segja, á fólki á internetinu í dag. Mögulegt er að Bandaríkjamenn séu að flytja hergögn og hermenn frá Bretlandi aftur til Bandaríkjanna eftir aðgerðirnar.

Erlent
Fréttamynd

Icelandair setur nokkur met

Icelandair hefur aldrei flutt fleiri farþega en á síðasta ári en í heildina var fjöldinn um 5,1 milljónu og er það átta prósentum meira en árið 2024. Þá var desember stærsti desembermánuðurinn í sögu Icelandair en þá flutti flugfélagið 344 þúsund farþega.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Það er öllu stjórnað með ógn þarna“

Leigubílstjóri segir stöðuna á leigubílastæðinu við Keflavíkurflugvöll enn þá minna á villta vestrið þvert á loforð forsvarsmanna Isavia um að gæsla á stæðinu yrði bætt. Frumvarp ráðherra um breytingar á leigubílalögum er nú til umfjöllunar í nefnd.

Innlent
Fréttamynd

Funda í janúar í kjara­við­ræðum flugstétta

Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, og Berglind Kristófersdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, FÍ, segja lítið að frétta í kjarasamningsviðræðum þeirra við Icelandair. Samningar félaganna við félagið losnuðu í haust og flugvirkja nú um áramót.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvuðu menn í of­beldis­hug við landa­mærin

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði menn á Keflavíkurflugvelli í vor sem voru komnir hingað til lands til að fremja ofbeldisverk. Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir að ekki hafi verið um að ræða hryðjuverk gegn almenningi, heldur ákveðinn ofbeldisverknað tengdan skipulagðri brotastarfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug

„Þetta var núllpokaflug,“ var svarið sem flugfreyjurnar Edda Björk Friðriksdóttir og Eva María Hilmarsdóttir gáfu eftir lendingu Dash 8 Q400-vélar Icelandair á Akureyri þegar spurt var hvort einhverjir ælupokar voru notaðir í fluginu frá Reykjavík. Í flugstjórnarklefanum sátu þeir Jóhann Ingi Sigtryggsson flugstjóri og Egill Andri Jóhannesson flugmaður.

Innlent