Icelandair setur nokkur met Icelandair hefur aldrei flutt fleiri farþega en á síðasta ári en í heildina var fjöldinn um 5,1 milljónu og er það átta prósentum meira en árið 2024. Þá var desember stærsti desembermánuðurinn í sögu Icelandair en þá flutti flugfélagið 344 þúsund farþega. Viðskipti innlent 6.1.2026 09:05
„Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Leigubílstjóri segir stöðuna á leigubílastæðinu við Keflavíkurflugvöll enn þá minna á villta vestrið þvert á loforð forsvarsmanna Isavia um að gæsla á stæðinu yrði bætt. Frumvarp ráðherra um breytingar á leigubílalögum er nú til umfjöllunar í nefnd. Innlent 6.1.2026 07:00
Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Þúsundir manna eru strandaglópar víða um Evrópu eftir víðtæka bilun í samskiptakerfi grískra flugyfirvalda. Búið er að loka lofthelgi Grikklands vegna bilunarinnar. Erlent 4.1.2026 15:31
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent 29.12.2025 07:00
Innanlandsflugi aflýst Flugferðum Icelandair og Norlandair frá Reykjavík til Akureyrar, Hornafjarðar og Bíldudals hefur verið aflýst. Enn er flugferð til Egilsstaða á áætlun. Innlent 24. desember 2025 09:28
Flogin frá Icelandair til Nova Fjarskiptafyrirtækið Nova hefur ráðið Guðnýju Höllu Hauksdóttur framkvæmdastjóra markaðssóknar og sölumála. Hún tekur einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Guðný Halla starfaði áður hjá Icelandair. Viðskipti innlent 23. desember 2025 09:40
Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Landhelgisgæslan leitaði ásamt áhöfn danska flughersins á hafsvæðinu um 140 sjómílum suðvestur af Reykjanesi í dag eftir að áhöfn einkaflugvélar taldi sig hafa séð neyðarmerki skotið á loft. Innlent 22. desember 2025 19:00
Markaðsvextir rjúka upp þegar verðbólgan mældist vel yfir spám Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hefur rokið upp í morgun eftir að nýjar verðbólgutölur sýndu að hún hækkaði langt umfram spár greinenda og mælist núna 4,5 prósent. Tólf mánaða verðbólgan er komin á nánast sama stað og hún var í byrjun ársins. Innherji 22. desember 2025 11:10
Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sex voru um borð í einkaflugvél sem brotlenti í lendingu á Statesville-flugvellinum í North-Carolina í Bandaríkjunum. Samkvæmt erlendum miðlum var kappakstursmaðurinn Greg Biffle um borð ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum. Það hefur þó ekki verið staðfest. Erlent 18. desember 2025 20:48
Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Endurreist NiceAir hefur flugtak í febrúar til þess að kanna áhugann á flugferðum milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Félagið verður rekið með öðrum hætti en fyrirrennari sinn. Höfuðstöðvar þess verða í Þýskalandi. Byrjunarverð á miða fram og til baka verður 400 evrur, eða tæplega 60 þúsund krónur. Viðskipti innlent 17. desember 2025 17:25
Faldi töflurnar í nammipoka Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 2.200 Oxycontin-töflum til Íslands í fyrra. Töflurnar voru faldar í nammipokum. Innlent 17. desember 2025 12:18
Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Lenda þurfti flugvél Icelandair á leið til Manchester í Englandi í Liverpool í dag vegna lokunar á annarri tveggja flugbrauta flugvallarins í Manchester. Eftir að fyllt hafði verið á eldsneytistanka flugvélarinnar í Liverpool var flogið til Manchester, þar sem vélinni var lent tæpum tveimur klukkustundum á eftir áætlun. Innlent 15. desember 2025 14:19
Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Kanadíska sprotafyrirtækið Evio hefur kynnt þróun tvinn-rafmagnsflugvélar, Evio 810, til notkunar á styttri flugleiðum í flokki 50 til 100 sæta flugvéla. Stefnt er á fyrsta reynsluflug árið 2029 og að hún komist í reglulegan flugrekstur í byrjun næsta áratugar. Erlent 14. desember 2025 07:17
Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Flugvél Icelandair var komin alla leið austur að Hallormsstað þegar henni var snúið við til Reykjavíkur vegna ókyrrðar. Innlent 12. desember 2025 16:52
Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Rocio Del Carmen Luciano Pichardo, konu á fertugsaldri, í fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á um fjórum og hálfu kílói af kókaíni. Konan flutti efnin til landsins með flugi frá Austurríki í október síðastliðnum. Innlent 12. desember 2025 08:20
Fallhlífin flæktist í stélið Ástralskur fallhlífarstökkvari komst í hann krappann í haust þegar hann losaði óvart varafallhlíf sína, þegar hann stökk út úr flugvél. Fallhlífin flæktist í stéli flugvélarinnar og þar hékk maðurinn um tíma, áður en honum tókst að losa sig og féll hann þá aftur til jarðar. Erlent 11. desember 2025 11:46
Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Reykjavíkurflugvöllur gegnir lykilhlutverki fyrir samgöngur innanlands. Hann er tenging á milli landsbyggðar og höfuðborgar, lendingarstaður fyrir sjúkraflug og varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. Skoðun 11. desember 2025 08:48
Ætlar að endurreisa Niceair Þýskur athafnamaður hyggst endurreisa ferðaskrifstofuna Niceair og hefur af því tilefni boðað til blaðamannafundar í flugstöðinni á Akureyri í næstu viku. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Niceair hefur mikla trú á verkefninu enda Norðlendingar komnir á bragðið með að fljúga til Evrópu án viðkomu á Keflavíkurflugvelli. Viðskipti innlent 10. desember 2025 11:10
Lífeyrissjóðurinn Birta gerir kröfu um að annar skiptastjóra Play víki Lífeyrissjóðurinn Birta, sem var í senn stór hluthafi og skuldabréfaeigandi, hefur gert kröfu um að annar skiptastjóra þrotabús flugfélagsins Play víki vegna meints vanhæfis. Innherji 10. desember 2025 09:38
Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Helena Þ. Karlsdóttir, lögfræðingur hjá Ferðamálastofu, á ekki von á því að hægt verði að greiða úr Ferðatryggingasjóði fyrr en eftir áramót. Hún á von á því að nokkur fjöldi eigi eftir að senda kröfu í sjóðinn vegna pakkaferða sem þau komist ekki í kjölfar gjaldþrots Play. Viðskipti innlent 9. desember 2025 21:00
Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Innviðaráðherra hyggst festa Reykjavíkurflugvöll í sessi og byggja nýja flugstöð. Forsætisráðherra segir ekki hægt að láta flugvöllinn grotna niður meðan ekki finnist aðrir kostir. Forstjóri Icelandair segir að ekki muni standa á félaginu að fara í samstarf við stjórnvöld um uppbyggingu. Innlent 9. desember 2025 20:20
Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir innflutning á 1.302 tveimur töflum af hinum ýmsu lyfjum og brot gegn valdstjórninni, með því að kýla og reyna að bíta tollvörð sem hafði afskipti af honum. Hann var ekki sakfelldur fyrir innflutning í ágóðaskyni þar sem hann hefur lengi átt við vímuefnavanda og fallist var á að töflurnar 1.302 hafi verið ætlaðar til eigin nota. Innlent 9. desember 2025 16:37
Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bann við flutningi gæludýra í farþegarými flugvéla hefur verið fellt út með breytingu á reglugerð um innflutning hunda og katta. Fyrri reglugerðarbreyting sem bannaði slíkan flutning tók gildi í apríl í fyrra. Innlent 9. desember 2025 11:16
Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Stjórnvöld í Litháen lýstu yfir neyðarástandi í dag vegna öryggisógnar sem þau telja stafa af veðurbelgjum sem svífa yfir landamærin frá Belarús, bandalagsríki Rússlands. Ítrekað hefur þurft að loka flugvellinum í Vilníus vegna belgjanna. Erlent 9. desember 2025 08:48
Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Ferðamálastofa hefur fellt niður ferðaskrifstofuleyfi Komdu út ehf. með hjáheitið Eagle golfferðir frá og með deginum í dag. Í tilkynningu frá Ferðamálastofu kemur fram að félagið hafi lýst yfir ógjaldfærni og lagt fram gögn því til stuðnings. Viðskiptavinir geti nú sótt um endurgreiðslu í Ferðatryggingasjóð. Viðskipti innlent 8. desember 2025 15:28