Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Enn einn gallinn fannst í hug­búnaði 737 Max

Boeing vinnur nú að því að laga galla í ræsingarkerfi hugbúnaðar 737 Max vélanna sem var nýlega uppgötvaður. Hugbúnaðargallinn bætist við langan lista hluta sem laga þarf í vélunum sem hafa verið kyrrsettar frá því í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Flugvirkjar samþykktu kjarasamning

Félagsmenn Flugvirkjafélags Íslands samþykktu kjarasamning félagsins við Icelandair, sem undirritaður var þann 31. desember síðastliðinn

Innlent
Fréttamynd

Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair

Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun.

Innlent
Fréttamynd

Þingmaður fastur í flugvél í rúman hálfan sólarhring

Fjölmargir flugfarþegar hafa setið fastir í flugvélum við Keflavíkurflugvöll í kvöld en vegna veðurs og vinda hefur ekki verið hægt að koma farþegum frá borði. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í samgöngunefnd Alþingis er einn þeirra sem sitja sem fastast.

Innlent
Fréttamynd

Flugfarþegum fækkar í Svíþjóð

Rúmlega fjörutíu milljón manns fóru í gegnum flugvelli Svíþjóðar á síðasta ári samanborið við 42 milljónir árið áður. Því hefur ferðalöngum um flugvalleina fækkað um fjögur prósent milli ára.

Erlent
Fréttamynd

Flugferð frá helvíti sem endaði á sama stað og hún byrjaði

Unnur Arndísardóttir lýsir ferðalagi sínu frá Alicante á Spáni til Ísland í gærkvöldi sem ferðalagi helvítis. Tólf tímum eftir brottför frá Alicante, hringsól yfir Reykjanesi og millilendingu í Edinborg er Unnur komin aftur til Alicante og ætlar ekki að gera aðra tilraun til að fljúga heim fyrr en í mars.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.