Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Kláfur á Ísa­firði fari í opin­bera kynningu

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að leggja til við bæjarstjórn að nauðsynlegar skipulagsbreytingar vegna kláfs upp á Eyrarfjall ofan bæjarins fari í opinbera kynningu. Tillaga að nýju skipulagi var unnin af verkfræðistofunni Eflu fyrir Eyrarkláf ehf.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hærri skattar á ferða­menn draga úr tekjum ríkis­sjóðs

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist staðföst í áformum um að hækka skatta á ferðamenn með nýjum álögum án þess að gera sér grein fyrir raunverulegum áhrifum ferðaþjónustunnar á íslenskt efnahagslíf. Erlendir ferðamenn greiða þegar gífurlegar fjárhæðir í ríkissjóð í formi virðisaukaskatts, án þess að fá þjónustu á móti.

Skoðun
Fréttamynd

Velti fyrir sér „hvaða vit­leysingur væri að skrifa bara eitt­hvað“

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, kveðst engan veginn skilja hvaðan breskir blaðamenn hafi fengið þær upplýsingar að ferðamannabólan á Íslandi væri sprungin og að fjöldi ferðamanna hafi dregist saman um ríflega sex prósent. Tölurnar standist enga skoðun og að hans mati sé um að ræða „furðufrétt.“ Það hafi ekki verið nein bóla til að byrja með, og hvað þá að hún sé sprungin.

Innlent
Fréttamynd

Vill að nýtt flug­fé­lag taki á loft næsta sumar

Eigandi ferðaþjónustufyrirtækjanna Glacier Ventures og Glacier Heli vill að nýtt flugfélag Glacier Airlines hefji flug til og frá Íslandi næsta sumar. Hann segir um að ræða rekstrarmódel þar sem einblínt verður á erlenda ferðamenn og pakkaferðir en ekki að selja Íslendingum flugferðir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gamalt ráðu­neyti verður hótel

Íslenska fjárfestinga- og þróunarfyrirtækið Alva Capital hefur undirritað samning við alþjóðlegu hótelkeðjuna IHG Hotels & Resorts um að opna fyrsta Candlewood Suites íbúðahótelið á Norðurlöndum í Reykjavík. Hótelið verður að Rauðarárstíg 27, þar sem utanríkisráðuneytið var áður til húsa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hafði hvorki þekkingu né um­boð til að tjá sig um fjár­málin

Ríflega áttatíu starfsmenn Play Europe á Möltu bíða eftir að starfsemin þar hefjist að nýju. Kröfuhafar eru í kappi við tímann við að endurnýja samninga við flugvélaleigusala um rekstur allt að sex véla fyrir félagið. Fyrrum starfsmaður félagsins á Möltu segist hafa gengið of langt þegar hann lýsti yfir að búið væri að tryggja fjármögnun félagsins þar. 

Innlent
Fréttamynd

Bændaferðir færa sig í skemmti­ferða­siglingar

Ferðaþjónusta bænda hf. einnig þekkt undir vörumerkjunum Bændaferðir og Hey Iceland, hefur nýverið fest kaup á öllu hlutafé Súlu Travel sem sérhæfir sig í skemmtiferðasiglingum á vegum Norwegian Cruise Line (NCL). Norwegian Cruise Line siglir um allan heim.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fall Play á­fall en að ein­hverju leyti fyrir­séð

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fall Play áfall en að einhverju leyti hafi það verið fyrirséð. Stjórnendur fyrirtækisins hafi verið mjög opnir með rekstrarerfiðleika félagsins. Tilkynnt var um gjaldþrot félagsins í gær. Um 400 manns misstu vinnuna og eru þúsundir strandaglópar á Íslandi og víða um heim vegna þess.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veru­legt högg fyrir ferða­þjónustuna

Gjaldþrot Play er verulegt högg fyrir ferðaþjónustu hér á landi að minnsta kosti næstu mánuðina. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar og jafnframt að því fylgi nokkur óvissa þegar kemur að bókunum hjá ferðaþjónustufyrirtækjum í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Leik lokið hjá Play

Play varð þriðja íslenska lágfargjaldaflugfélagið sem hverfur af sviðinu á rúmum áratug. Líkt og þegar forveri þess Wow air fór í þrot fyrir sex árum eru fórnarlömbin hundruð starfsmanna sem missa vinnuna og þúsundir farþega sem eru standaglópar eða sitja eftir með sárt ennið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Play er gjald­þrota

Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Virðist bitna á sak­lausum ferða­mönnum“

Brasilískri konu var á fimmtudag vísað frá á landamærum Íslands þegar hún kom hingað til lands til að hitta vinafólk sitt. Lögreglan vildi meina að hún gæti ekki sannað að hún væri hér í lögmætum tilgangi en lögmaður konunnar segir frávísunina ólögmæta enda hafi konan haft nægileg gögn því til marks. Hann telur þann aukna þunga sem lögregla leggur á frávísanir farinn að bitna á saklausum ferðamönnum.

Innlent