„Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Gisting á Íslandi er nánast uppbókuð í tengslum við almyrkva á sólu í ágúst á næsta ári og stjórnvöld hafa skipað stýrihóp sem á að samræma og samhæfa undirbúning vegna myrkvans. Sævar Helgi Bragason stjörnuáhugamaður segir að dæmi séu um að verð á gistingu hafi fjórfaldast. Innlent 28.11.2025 12:04
Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Forsætisráðherra skipaði í vikunni stýrihóp innan Stjórnarráðsins til að samhæfa og samræma undirbúning fyrir almyrkva 12. ágúst 2026. Með stýrihópnum mun starfa aðgerðahópur undir forystu almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og mun dómsmálaráðherra skipa þann hóp. Fram kemur í svarinu að þörf sé á að tryggja að verkefnastjóri verði til starfa hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra en að ekki sé til fjármagn fyrir því innan dómsmálaráðuneytisins. Innlent 28.11.2025 10:05
Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Unnur Eggertsdóttir segist eiga í opinberum einhliða deilum við leikstjórann Quentin Tarantino eftir að hann dró upp mynd af íslenskum konum sem drykkfelldum og lauslátum í spjallþætti fyrir tuttugu árum. Vill hún meina að lýsingar Tarantino hafi hrint af stað bylgju karlkyns ferðamanna sem komu til Íslands og töldu sig eiga rétt á skyndikynnum. Lífið 26.11.2025 14:52
Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Ferðamannaiðnaðurinn hefur verið kallaður lyftistöng íslensks efnahagslífs. En hvað ef stór hluti þessa hagvaxtar er í raun gervihagvöxtur, byggður á stanslausri veltu sem þjónar fáum, á sama tíma og hann étur upp innviði okkar, velferð og möguleika ungs fólks? Skoðun 17. nóvember 2025 10:03
Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Tveggja ára gamall spjallþráður á samfélagsmiðlinum Reddit leiddi til þess að ferðaþjónustufyrirtæki birtist ekki er gervigreindarmállíkan var beðið um tillögur í geira fyrirtækisins. Í spjallþráðnum var að finna slæma umsögn um fyrirtækið en framkvæmdastjóri stafrænnar markaðsstofu segir að um byltingu sé að ræða. Gervigreindin hlusti frekar á hvað fólk sé að segja um fyrirtækin heldur en hvað fyrirtækin sjálf segja. Viðskipti innlent 16. nóvember 2025 16:51
Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Atvinnuvegaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að leggja um milljón króna stjórnarvaldssekt á rekstraraðila gistiheimilis vegna þess að gistiheimilið var opnað og rekið án tilskilinna leyfa. Umsókn um leyfi var fyrst send árið 2017 en svo hafnað 2020. Ráðuneytið biðst velvirðingar á því í úrskurðinum hversu langan tíma tók að afgreiða málið. Viðskipti innlent 11. nóvember 2025 13:46
Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Íbúi í Hornafirði er uggandi yfir fyrirhuguðum áætlunum Bláa lónsins um að byggja nýtt baðlón við rætur Hoffellsjökuls á Suðausturlandi. Svæðið sé einstakt á heimsvísu, allt tal um uppbyggingu sé blekkjandi þar sem einstök og óröskuð náttúran á svæðinu sé einmitt það sem laði ferðamenn að. Innlent 11. nóvember 2025 06:46
Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Vinir Gunnfaxa hafa ákveðið að kaupa samskonar flugvél frá Bandaríkjunum til að skipta á henni og Flugfélagsþristinum sem fluttur var á Sólheimasand í sumar. Þeir hafa hafið fjársöfnun í því skyni að bjarga Gunnfaxa af sandinum og koma honum á Samgöngusafnið á Skógum. Innlent 10. nóvember 2025 21:45
Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Nýr baðstaður og hótel Bláa lónsins við Hoffellsslón og Hoffellsjökul á Suðausturlandi á að vera bygging á heimsmælikvarða og er ætlað að verða nýtt kennileiti í ferðaþjónustu Íslands og munu færustu hönnuðir verða fengnir til þess að hanna staðinn. Gestir eiga að geta upplifað allt í senn; heitar laugar, Hoffellsjökul, Hoffellslón og Vatnajökul. Viðskipti innlent 7. nóvember 2025 07:00
Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Þegar hin bandaríska Nicole Zodhi fór í tíu daga ferðalag til Íslands árið 2010 átti hún allra síst von á að verða ástfangin af landinu, fólkinu og, óvænt, af íslenska leiðsögumanninum sínum, Einari Þór Jóhannssyni. Hún sneri lífi sínu á hvolf, sagði skilið við lífið sem viðskiptafræðingur í Washington-borg og elti ástina alla leið til Íslands. Í dag, fjórum árum síðar, er hún orðin hestabóndi á Suðurlandi og hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum. Lífið 6. nóvember 2025 13:33
Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Icelandair flutti alls 464 þúsund farþega í október sem er aukning um 14 prósenta milli ára. Vöxturinn var mikill á markaðnum til Íslands, þar sem farþegafjöldi jókst um 20 prósent milli ára, og á markaðnum frá Íslandi þar sem aukningin var 31 prósent. Viðskipti innlent 6. nóvember 2025 10:09
Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Lögreglan hefur á síðustu vikum innsiglað sex gistiheimili eða hótel þar sem tilskyld leyfi eru ekki til staðar. Meðal gistiheimila er Flóki by Guesthouse Reykjavík og íbúð á Snorrabraut. Innlent 5. nóvember 2025 16:37
Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við vasaþjófum sem eru á ferðinni í umdæminu um þessar mundir. Þrjú mál hafa verið tilkynnt þar sem vasaþjófar hafa stolið greiðslukortum og náð út af þeim umtalsverðum fjárhæðum. Innlent 5. nóvember 2025 16:03
Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Atvinnuvegaráðherra deilir áhyggjum áhrifafólks í ferðaþjónustunni af stöðu greinarinnar. Þrátt fyrir erfiðleika til skemmri tíma sé þó bjart fram undan og bæta þurfi í markaðssetningu. Forstjóri Icelandair hvatti stjórnvöld til þess að taka U-beygju í áformum sínum um skattheimtu á greinina í kjölfar uppsagna og afkomuviðvörunar. Viðskipti innlent 5. nóvember 2025 13:06
„Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Forstjóri Icelandair segir stjórnvöld þurfa að gera það sem sé þveröfugt miðað við áform þeirra vilji þau stuðla að rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu. Fyrirtækið réðst í hópuppsögn í morgun í ljósi versnandi afkomu. Viðskipti innlent 4. nóvember 2025 22:04
Lögreglan innsiglaði Flóka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu innsiglaði í dag gistiheimilið Flóka á horni Flókagötu og Snorrabrautar í miðborg Reykjavíkur. Gistiheimilið var ekki með rekstrarleyfi. Innlent 3. nóvember 2025 20:22
Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Ferðamálastofa segir farþega eiga að beina kröfum sínum að ferðaskrifstofunni Tango Travel hafi ferðum þeirra verið aflýst enda sé ferðaskristofan starfandi og ekki gjaldþrota. Tango Travel segir Ferðamálastofu afbaka lögin og fara fram með meiðandi hætti. Viðskipti innlent 3. nóvember 2025 16:33
Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Einn eigandi ferðaskrifstofunnar Tango Travel segist vera í áfalli eftir að fyrirtækið þurfti að hætta starfsemi vegna áhrifa af gjaldþroti Play. Hann er ósáttur við reglugerð um Ferðamálastofu og telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið. Viðskipti innlent 1. nóvember 2025 12:30
Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Ferðaskrifstofan Tango Travel hefur ákveðið að hætta starfsemi í núverandi mynd. Ástæðan séu þungu áhrifin sem skrifstofan varð fyrir vegna falls flugfélagsins Play. Viðskipti innlent 1. nóvember 2025 09:25
Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Áhöfn hvalaskoðunarbáts kom í morgun auga á hnúfubak sem var greinilega fastur í einhverju á Eyjafirði rétt austur af Hrísey. Ekki var unnt að bjarga hvalnum en stefnt er að því að reyna það aftur á morgun. Innlent 31. október 2025 17:39
Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle giants á Húsavík hefur haft betur í áralangri deilu við Hafnasjóð Norðurþings um lögmæti farþegagjalds sem hafnasjóðurinn innheimtir. Hafnasjóðurinn hefur verið dæmdur til að greiða fyrirtækinu rúmar 36 milljónir króna auk vaxta. Deilur um gjöldin ná allt aftur til ársins 2008. Innlent 31. október 2025 11:27
Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Áform eru uppi um að reisa nýja aðstöðu til sjó- og gufubaða í landi Þórustaða í Holtsfjöru í Önundarfirði undir heitinu Hvítisandur. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður 1,5 milljarðar króna. Verkefnið er í höndum Hvítasands ehf. sem hyggst senda deiliskipulagstillögu til Ísafjarðarbæjar í nóvember. Ef samþykki fæst gætu framkvæmdir hafist næsta sumar, eftir varptíma æðarfugls. Viðskipti innlent 29. október 2025 10:55
Skattaferðalandið Ísland Í síðustu viku var Ferðaþjónustudagur Samtaka Ferðaþjónustunnar haldinn í Hörpunni. Þangað mættu um 300 manns sem öll höfðu það sameiginlega markmið að efla enn frekar gæði og tekjur af íslenskri ferðaþjónustu. Skoðun 29. október 2025 07:03
„Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Starfsfólki á Hótel Rangá var nokkuð brugðið í þegar fullskapaður jólasveinn mætti á hótelið í sínum skrúða til að dvelja þar í nokkrar nætur. Um er að ræða jólasvein frá Bandaríkjunum, sem er með milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Fagnaðar fundur urðu þegar Kjötkrókur hitti þann ameríska. Lífið 28. október 2025 20:15