
Dýralæknisfræðilegt afrek á Bessastöðum
Dýralæknisfræðilegt afrek var unnið á Bessastöðum í Vestur-Húnavatnssýslu í gær þegar slasaðri meri var kippt í lið. Dýralæknirinn veit ekki til þess að þetta hafi áður verið gert hér á landi.
Fréttir af hestamennsku og þættir af Stöð 2 Sport.
Dýralæknisfræðilegt afrek var unnið á Bessastöðum í Vestur-Húnavatnssýslu í gær þegar slasaðri meri var kippt í lið. Dýralæknirinn veit ekki til þess að þetta hafi áður verið gert hér á landi.
Nágrannar í Furuhlíð í Setbergi í Hafnarfirði sneru bökum saman síðdegis í dag þegar hópur hesta gerði sig heimakominn í götunni og króuðu þá af á bakvið girðingu. Íbúi segir hesta í hverfinu ekki sjaldséða sjón, enda hesthúsahverfi í nágrenninu.
Jóhanna Margrét Snorradóttir landsliðsknapi í hestaíþróttum var klökk eftir stórkostlega sýningu í tölti á hinum drifhvíta Bárði frá Melabergi í dag á Heimsmeistaramóti íslenska hestins sem nú stendur yfir í Oirschot í Hollandi.
Sergio Rico, markvörður París Saint-Germain, hefur tjáð sig í fyrsta skipti eftir að hann féll af hestbaki og stórslasaðist. Var hann í dái í allmarga daga eftir á.
Sergio Rico, markvörður París Saint-Germain, var hársbreidd frá því að láta lífið eftir að falla af hestbaki í maí síðastliðnum. Enn er óvíst hvort hann geti snúið aftur á völlinn en hann fær þó bráðlega að halda heim á leið.
Fyrstu Íslandsmeistararnir í skeiði fyrir árið 2023 voru krýndir í dag á Íslandsmótinu í hestaíþróttum, sem fer nú fram á Selfossi en þar eru nú allir bestu hestar og knapar landsins staddir.
Brottrekstur knapans Konráðs Vals Sveinssonar úr landsliði í hestaíþróttum kom eftir ákeyrslu á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks.
Tveir knapar, Jóhann Rúnar Skúlason og Konráð Valur Sveinsson, hafa verið reknir úr íslenska landsliðshópnum í hestaíþróttum. Að sögn formanns Landssambands hestamanna gæti Konráð, sem er ríkjandi heimsmeistari, átt afturkvæmt bæti hann hegðun sína.
Landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari Landssambanda hestamannafélaga hafa vikið Konráði Val Sveinssyni, ríkjandi heimsmeistara, úr landsliðshópi vegna brota á aga- og siðareglum landsliðsnefndar.
Ákveðið var að fresta hestamannamóti hestamannafélagsins Freyfaxa, sem halda átti í dag á Héraði, vegna hita. „Svona er þetta bara bara hérna fyrir austan, menn þurfa ekkert að kaupa sér miða til Tenerife,“ segir formaður félagsins.
Í desember árið 2006 flæddu Hvítá, og Litla- og Stóra Laxá yfir bakka sína með þeim afleiðingum að stórt landsvæði á Suðurlandi var þakið vatni. Þá sást að það er engin tilviljun að bæjarstæði á þessu svæði eru jafnan á hæðum og hólum því að bæirnir litu margir út fyrir að standa á litlum eyjum.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til upp úr klukkan tíu í kvöld vegna konu sem hafði fallið af hestbaki við Valahnúka í Hafnarfirði. Verið er að flytja konuna á bráðamóttöku en hún er ekki alvarlega slösuð.
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) segir Íslendinga brjóta gegn reglum EES um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni með blóðmerahaldi. Stofnunin sendi formlegt áminningarbréf til Íslands í dag þar sem kallað er eftir því að reglunum verði fylgt.
Alþjóðlegum degi íslenska hestsins verður fagnað 1. maí næstkomandi en þá verður meðal annars haldið upp á daginn í Nýja Sjálandi og Ástralíu og að sjálfsögðu á Íslandi. Í tilefni dagsins hefur Íslandsstofa efnt til „klórumyndasamkeppni” enda finnst hestum einstaklega gott að láta klóra sér.
Ökumann og hest sakaði lítið þegar bíll með hestakerru í eftirdragi valt á Suðurlandsvegi nærri afleggjaranum að Bláfjöllum í dag. Dælubíll slökkviliðs var sendur á staðinn vegna þess að slysið átti sér stað inni á vatnsverndarsvæði.
Heilbrigðisráðuneytið staðfesti áminningu sem embætti landlæknis veitti heimilislækni fyrir að gefa út rangt og villandi læknisvottorð fyrir sjúkling sem flutti inn dýralyf sem fyrirbyggjandi meðferð við Covid-19. Læknirinn bar fyrir sig að hann vissi ekki að lyfið væri ætlað dýrum en ekki mönnum.
Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum er hápunktur hestamennskunnar á þessum árstíma og má svo sannarlega segja að hún hafi sjaldan verið glæsilegri. Ótrúlega flott tilþrif hafa sést á hverju keppniskvöldi og stemningin verið sérstaklega góð meðal áhorfenda, keppenda og allra þeirra sem koma að keppninni.
Góður hestur á að vera geðgóður, viljugur og gangrúmur, segir 95 ára gamall hestamaður, sem slær ekki slöku við í hestamennskunni. Hann tók sér frí að fara á hestbak eftir Covid en ætlar að drífa sig aftur á bak í vor.
Brúarsmiðir í Þorskafirði eru búnir að ná landi beggja vegna fjarðar og flæða sjávarföll núna óhindrað undir sjálfa brúna. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, vill fyrst fara á hrossi yfir fjörðinn en segist mest hlakka til að losna við auruga malarvegina.
Aðalheiður og Flóvent eru sigurvegarar í slaktaumatölti Meistaradeildar Líflands 2023 en keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fór fram í HorseDay höllinni Ingólfshvoli 9. febrúar síðastliðinn. Margir sterkir hestar voru skráðir til leiks og því miklar væntingar gerðar til kvöldsins.
Fyrsta mót Meistaradeildar Líflands var haldið síðastliðinn fimmtudag í glæsilegri aðstöðu HorseDay hallarinnar á Ingólfshvoli. Keppt var í fjórgangi og var eftirvæntingin mikil að tímabilið myndi hefjast á ný.
„Maður er karlmaður sem dansar aldrei og segir bara nei við kvenfólk þegar maður á að fara út á gólf. En nú er það bara allt breytt og nú hef ég bara gaman af því að dansa,“ segir leikarinn Hilmir Snær Guðnason um harðar dansæfingar fyrir hlutverk sitt í leikritinu Mátulegir í Borgarleikhúsinu.
Fyrsta mót af sex í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fer fram fimmtudaginn 26. janúar, í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli.
Matvælastofnun biðlar til bænda að huga að útigangsgripum sínum á morgun vegna mikilla leysinga sem spáð hefur verið. Veðurstofan spáir hlýnandi veðri með mikilli úrkomu á nánast öllu landinu.