Hestar

Hestar

Fréttir af hestamennsku og þættir af Stöð 2 Sport.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliða­ár í Víðidal

Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal.

Innlent
Fréttamynd

Skálað fyrir stóð­hestinum Stála sem á tæp­lega 900 af­kvæmi

Það var húllum hæ hjá stóðhestinum Stála frá Kjarri í Ölfusi um helgina þegar um þrjú hundruð manns mættu í afmælið hans. Stáli, sem er einn af þekktustu og bestu stóðhestum landsins á tæplega níu hundruð afkvæmi um allt land og er enn að fylja hryssur þrátt fyrir að vera orðin tuttugu og fimm vetra.

Innlent
Fréttamynd

Orðin vön því að fá hestana í heim­sókn

Ná­grannar í Furu­hlíð í Set­bergi í Hafnar­firði sneru bökum saman síð­degis í dag þegar hópur hesta gerði sig heima­kominn í götunni og króuðu þá af á bak­við girðingu. Íbúi segir hesta í hverfinu ekki sjald­séða sjón, enda hest­húsa­hverfi í ná­grenninu.

Innlent
Fréttamynd

Ótrúleg upplifun á vellinum með þessa stemmningu

Jóhanna Margrét Snorradóttir landsliðsknapi í hestaíþróttum var klökk eftir stórkostlega sýningu í tölti á hinum drifhvíta Bárði frá Melabergi í dag á Heimsmeistaramóti íslenska hestins sem nú stendur yfir í Oirschot í Hollandi.

Sport
Fréttamynd

Sturluð stemning á HM íslenska hestsins í Hollandi

Áætlað er að allt að ellefu þúsund verði samankomin á Heimsmeistaramóti íslenska hestins í Oirschot í Hollandi um helgina, þar af um 1500 Íslendingar. Mótið hefur staðið yfir alla vikuna en nær hámarki á laugardag og sunnudag þegar úrslit verða riðin í öllum keppnisgreinum á hringvelli.

Sport
Fréttamynd

Frosti hleypur með hryssuna Gjöf í taumi út um allt

Samband hundsins Frosta og hryssunnar Gjafar í Grindavík er einstakt því Frosti sér um að halda Gjöf í formi með því að láta hana hlaupa á eftir sér með tauminn hennar í munninum. Þá er eigandi Gjafar búin að kenna henni að brosa.

Innlent
Fréttamynd

Landsliðshestarnir flognir af landi brott í ullarsokkum

Margir af bestu hestum landsins flugu í gærkvöldi til Belgíu og voru keyrðir þaðan til Hollands í dag þar sem heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram. Hestarnir eiga ekki afturkvæmt til Íslands. Allir hestarnir voru klæddir íslenskum ullarsokkum fyrir flugið og í fluginu.

Innlent
Fréttamynd

Loki frá Selfossi allur

Kynbótahesturinn Loki frá Selfossi hefur verið felldur eftir að hann slasaðist illa á afturfæti. Loki var einn þekktasti gæðingur landsins og átti fjölda afkvæma sem hafa gert það gott.

Innlent
Fréttamynd

Minnstu munaði að Rico hefði látið lífið

Sergio Rico, markvörður París Saint-Germain, var hársbreidd frá því að láta lífið eftir að falla af hestbaki í maí síðastliðnum. Enn er óvíst hvort hann geti snúið aftur á völlinn en hann fær þó bráðlega að halda heim á leið.

Fótbolti
Fréttamynd

Tveir knapar reknir úr lands­liðs­hópnum

Tveir knapar, Jóhann Rúnar Skúlason og Konráð Valur Sveinsson, hafa verið reknir úr íslenska landsliðshópnum í hestaíþróttum. Að sögn formanns Landssambands hestamanna gæti Konráð, sem er ríkjandi heimsmeistari, átt afturkvæmt bæti hann hegðun sína.

Innlent