Tíska og Hönnun

Tíska og Hönnun

Fréttamynd

„Mér finnst fötin ekki skapa manninn heldur öfugt“

Það má með sanni segja að tískan einkenni líf og tilveru fatahönnuðarins Sædísar Ýrar en hún hefur vakið athygli fyrir litadýrð, glans og gleði í fatalínu sinni By Sædís Ýr. Hún hvetur fólk til að vera óhrætt við að finna sinn eigin stíl og fylgja sínu en það sem hún elskar mest við tískuna er hvað hún er fjölbreytt. Sædís Ýr er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Eins og að vera í íslensku felulitunum“

66°Norður gefur út Dyngju úlpuna í sérstakri útgáfu með jöklaprenti. Úlpan ber mynd sem ljósmyndarinn Benjamin Hardman tók af íslenskum jöklum. Hann hefur síðustu misseri vakið mikla athygli fyrir myndir sínar af íslenskri náttúru.

Lífið
Fréttamynd

„Rokkstjörnustælar og bling“

Litagleði, gelluvíbrur og rokkstjörnu stælar einkenna Júlíu Grönvaldt, sem starfar sem listrænn stjórnandi og stílisti við fjölbreytt verkefni tengd tísku, menningu og listum. Hún lærði tískumiðlun í Flórens á Ítalíu en flutti heim eftir námið til að vinna sem sjálfstætt starfandi og elskar að geta notað ástríðu sína á tísku í starfi. Júlía er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Rata­jkowski segir skilið við eigin­mann sinn

Fyrirsætan, leikkonan og rithöfundurinn Emily Ratajkowski er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum til fjögurra ára en eiginmaðurinn Sebastian Bear-McClard, er sakaður um að hafa haldið framhjá Ratajkowski.

Lífið
Fréttamynd

Hugsa eigi um vöru­­merki eins og litla svarta kjólinn

Það getur ýmislegt mælt með því að breyta útliti rótgróins vörumerki en það er engin ástæða til að gera það ef markmiðið er bara að gera breytingar breytinga vegna. Hugsa á um vörumerki eins og litla klassíska svarta kjólinn í fataskápnum sem passar alltaf og fer líklega aldrei úr tísku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tanja Ýr leggur augnhárin á hilluna

Frumkvöðullinn og samfélagsmiðlastjarnan Tanja Ýr Ástþórsdóttir hefur ákveðið að hætta með augnháramerki sitt Tanja Ýr Cosmetics. Ætlar hún að einbeita sér að öðrum verkefnum.

Tíska og hönnun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.