Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman „Við gerðum þetta á frekar óhefðbundinn hátt og vorum bæði mjög ánægð með þá ákvörðun,“ segir tískugyðjan nýgifta Helga Jóhannsdóttir. Helga, sem starfar sem þjónustufulltrúi hjá Snæfellsbæ, giftist ástinni sinni Magnúsi Darra Sigurðssyni skipstjóra í einstaklega fallegu sveitabrúðkaupi. Blaðamaður ræddi við hana um þennan draumadag. Lífið 8.7.2025 07:03
Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Á sumarsólstöðum opnaði hönnuðurinn Erna Bergmann dyrnar að Swimslow-rými í Aðalstræti 9. Swimslow hefur síðustu ár hannað sundföt, vellíðunarvörur og viðburði en stækkar nú heiminn og opnar hönnunarstúdíó og upplifunarrými í hjarta Reykjavíkur. Tíska og hönnun 7.7.2025 20:00
Ofboðslega falleg berskjöldun „Fyrir mér þýðir þetta bara að ég sé að fylgja sjálfri mér og gera það sem ég elska að vera gera,“ segir fjöllistakonan Bryndís Magnúsdóttir sem var að opna sína fyrstu einkasýningu. Menning 7.7.2025 18:03
„Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Konráð Eggertsson lærði að prjóna í fyrrasumar, þá 81 árs gamall, og hefur ekki hætt síðan. Fyrst prjónaði hann peysu á sig, síðan á syni sína tvo og næst eru það dæturnar. Prjónaskapurinn hafi komið honum sjálfum og allri fjölskyldunni á óvart. Tíska og hönnun 29. júní 2025 13:21
Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Breska tískudrottningin Anna Wintour mun stíga til hliðar sem ritstjóri tímaritsins American Vogue eftir 37 ár í starfi. Lífið 26. júní 2025 22:04
Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum „Þetta var súrrealísk upplifun sem fór langt fram úr öllum væntingum,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, betur þekkt sem Heiða. Hún skellti sér á mjög svo einstakan viðburð í Versölum fyrir utan París nú á dögunum. Lífið 26. júní 2025 07:04
Stálu senunni í París Menningarhöfuðborgin París iðar af tískulífi um þessar mundir og stærstu stjörnur heims láta sig ekki vanta á sjóðheitar sýningar tískurisa á borð við Louis Vuitton. Tíska og hönnun 25. júní 2025 13:32
Málaði loftið í lit sem minnir á skólajógúrt Það er alltaf gaman að fá nýjar skemmtilegar hugmyndir fyrir heimilið. Linda Jóhannsdóttir myndlistarkona og hönnuður hefur innréttað margar íbúðir og hús þar sem hún fer iðulega ótroðnar slóðir. Samfélagsmiðlastjarnan og frumkvöðullinn Elísabet Gunnarsdóttir er með óvenjulegt hvítt gólf heima hjá sér í fallegu húsi sínu. Lífið 23. júní 2025 07:01
Myndaveisla: Þær voru fjallkonur um land allt í ár Íslendingar fögnuðu þjóðhátíðardeginum þriðjudaginn síðastliðinn, og venju samkvæmt var gjöldi glæsilegra kvenna sem tók að sér hlutverk fjallkonunnar um land allt. Hefð er fyrir því að fjallkona flytji ljóð eða annað erindi á hátíðardagskrá þjóðhátíðardagsins. Lífið 21. júní 2025 07:00
Færa Vestur-Íslendingum rausnarlega afmælisgjöf Hópur kvenna og karla á vegum þjóðbúningafyrirtækisins Annríkis afhenti Vestur-Íslendingum nýjan þjóðbúning á fjallkonuna þeirra fyrir Íslendingadaginn sem haldinn er hátíðlegur í Gimli, höfuðborg Nýja-Íslands, í ágúst á ári hverju. Í ár eru 150 ár frá landnámi Íslendinga í Kanada. Lífið 20. júní 2025 21:12
Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei „Ég get dundaði mér inni í skápnum mínum klukkutímunum saman. Það er eins og lífið standi í stað þegar ég er að reyna ákveða dress og ég get gleymt öllu amstri dagsins þegar ég einbeiti mér að fötum,“ segir 24 ára gamla tískudrottningin og lífskúnstnerinn Vala Karítas Guðbjartsdóttir. Hún lifir og hrærist í margbreytilegum heimi tískunnar en blaðamaður tók púlsinn á henni. Tíska og hönnun 17. júní 2025 07:02
Skvísaðu þig upp fyrir íslenska sumarið Útilegur, útihátíðir og fótboltamót barnanna eru ómissandi hluti af íslenska sumrinu hjá mörgum. Fyrir slík mannamót er að mörgu að huga, ekki síst lúkkinu. Smart, hlý og þægileg útivistarföt eru svarið fyrir þær sem vilja vera vel búnar, sama hvernig viðrar. Lífið 11. júní 2025 08:59
Ferð þú til Ástralíu með Bondi Sands og KILROY? Ástralska snyrtivörumerkið Bondi Sands og ferðaskrifstofan KILROY hafa sameinað krafta sína í spennandi samstarfi sem leiðir til draumaferðar til Ástralíu. Bondi Sands hefur síðastliðin ár orðið eitt það vinsælasta í heiminum. Vörumerkið heitir eftir einni frægustu strönd í Ástralíu, Bondi Beach og markmiðið að færa fólki hinn fullkomna sólkyssta ástralska ljóma. Lífið samstarf 10. júní 2025 09:47
Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur verið kjörin í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Hún kemur ný inn í stjórn ásamt Ingu Rut Gylfadóttur landslagsarkitekt. Tíska og hönnun 6. júní 2025 12:48
Reon ræður inn hönnunarstjóra frá Spotify Hugbúnaðarfyrirtækið Reon hefur ráðið Orra Eyþórsson í stöðu hönnunarstjóra. Orri mun leiða hönnunarstefnu fyrirtækisins, stýra hönnunarverkefnum og móta notendaupplifun í stafrænum lausnum Reon. Viðskipti innlent 5. júní 2025 16:11
Hraustustu hjón Garðabæjar selja glæsihýsi Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir, betur þekkt sem Jana, og eiginmaður hennar Sigþór Júlíusson framkvæmdastjóri Leiknis og fyrrverandi knattspyrnumaður, hafa sett fallegt raðhús við Byggakur í Garðabæ á sölu. Ásett verð er 225 milljónir. Lífið 5. júní 2025 09:35
Það allra heitasta í sumarförðuninni Með hverju sumri koma nýjar tískubylgjur á ýmsum sviðum sem einhverjir gleðjast yfir og vilja gjarnan stökkva á. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum öflugum förðunarfræðingum um hver sjóðheitustu förðunartrendin væru í sumar. Tíska og hönnun 3. júní 2025 20:01
Kaffibarinn til sölu í smækkaðri mynd Kaffibarinn á Bergstaðastræti er ein elsta og þekktasta stærð næturlífsflórunnar í Reykjavík. Hann er nú til sölu, sem fuglahús. Lífið 2. júní 2025 13:03
Shein ginni neytendur til skyndikaupa Neytendayfirvöld í Evrópu og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa hafa tilkynnt kínverska netverslunarrisanum Shein að hann brjóti í bága við fjölmörg neytendaverndarlög sambandsins. Yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu segir þetta enn eina áminninguna til neytenda um að vara sig á verslunum sem þessum. Viðskipti innlent 29. maí 2025 16:24
ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendayfirvöld í Evrópu og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa hafa tilkynnt kínverska netverslunarrisanum Shein að hann brjóti í bága við fjölmörg neytendaverndarlög sambandsins. Stofnunin beinir því til Shein að aðlaga viðskiptahætti sína að löggjöf ESB. Neytendur 29. maí 2025 10:13
Fegin að hafa valið flottasta kjólinn fyrir óvænta trúlofun „Hann gaf til kynna að ég myndi vilja vera í flottasta kjólnum sem ég tók með mér út. Ég var nokkuð ánægð með þetta lúkk,“ segir brosmild og nýtrúlofuð Sunneva Einarsdóttir um fatavalið þegar hennar heittelskaði Benedikt Bjarnason bað um hönd hennar í Mexíkó. Sunneva er viðmælandi í Tískutali þar sem hún veitir innsýn í fataskáp sinn. Tíska og hönnun 29. maí 2025 07:02
Steldu senunni í veislu sumarsins Sumarið er tíminn fyrir flottan klæðnað, samveru og góðar stundir. Framundan eru fjölmargir viðburðir þar sem rétt val á fötum skiptir máli,– hvort sem það er brúðkaup, útskriftarveisla, sumarpartý eða stefnumót á björtu sumarkvöldi. Lífið 28. maí 2025 09:02
Enginn til ama á hátíðinni Amerísku tónlistarverðlaunin, betur þekkt sem AMA, voru haldin með pomp og prakt í Las Vegas í gær. Stórstjörnur skörtuðu sínu allra fínasta pússi og fóru margir óhefðbundnar leiðir í klæðaburði en kúrekaþemað er greinilega ennþá sjóðheitt. Tíska og hönnun 27. maí 2025 13:01
Steldu stílnum af Birgittu Líf á frönsku rívíerunni Áhrifavaldurinn, markaðsstjórinn, raunveruleikastjarnan og ofurskvísan Birgitta Líf Björnsdóttir geislar í Suður-Frakklandi um þessar mundir. Hún kann greinilega að pakka fyrir skvísufrí og leikur sér með skemmtilega liti í sólinni á rívíerunni. Tíska og hönnun 26. maí 2025 11:52