Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

„Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“

Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sagði leikmenn sína hafa náð að framkvæma sóknarleik sinn, sem hafi verið góður til þessa í baráttunni við Fram í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta, enn betur þegar Hafnarfjarðarliðið rótburstaði gestina úr Úlfarsárdal í þriðja leik liðanna í Kaplakrika í kvöld. Sigursteinn varaði FH-inga þó við að fylgja ekki fordæmi Íkarosar í framhaldinu.

Handbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“

Einar Jónsson, þjálfara Fram, fannst dómgæslan ekki sanngjörn þegar lið hans fékk vænan skell í þriðja leik sínum við FH í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Einar benti réttilega á að staðan væri enn björt í herbúðum Fram þrátt fyrir stórt tap. 

Handbolti
Fréttamynd

„Svona er úrslitakeppnin“

Það gekk ekki mikið upp hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, og lærisveinum hans í Mosfellsbæ í kvöld. Valsmenn töpuðu með átta mörkum á móti Aftureldingu og er nú jafnt í einvígi liðanna, 1-1.

Handbolti
Fréttamynd

ÍR í undanúr­slit eftir sigur með minnsta mun

ÍR og Selfoss mættust í þriðja sinn í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. Eftir að tapa fyrsta leiknum nokkuð sannfærandi vann ÍR tvo leiki í röð með minnsta mun og mætir nú Val í undanúrslitum.

Handbolti
Fréttamynd

Sel­foss jafnaði metin

Eftir níu marka tap á Seltjarnarnesi þurftu Selfyssingar að svara fyrir sig í umspilinu um sæti í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Selfoss vann Gróttu með tveggja marka mun í kvöld og allt orðið jafnt í einvíginu.

Handbolti
Fréttamynd

Höfðu betur eftir fram­lengdan leik

Óðinn Þór Rík­h­arðsson og liðsfé­lag­ar hans í Kadetten Schaff­hausen unnu drama­tísk­an sig­ur á Suhr Aar­au þegar liðin mættust í fyrsta leik liðinna í undanúrslitum svissneska handboltans.

Handbolti
Fréttamynd

Kraftanna óskað á öðrum víg­stöðvum

Margumræddir landsleikir Íslands við Ísrael í umspili um sæti á HM voru þeir síðustu sem Steinunn Björnsdóttir lék fyrir Íslands hönd. Hún skilur sátt við og ætlar þá að hætta handboltaiðkun alfarið í vor.

Handbolti
Fréttamynd

Dramatík á Hlíðar­enda

Valur vann tveggja marka sigur á Aftureldingu í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta, lokatölur á Hlíðarenda 35-33 eftir framlengdan leik.

Handbolti
Fréttamynd

Rekinn út af eftir 36 sekúndur

Elvar Ásgeirsson, Ágúst Elí Björgvinsson og félagar þeirra í Ribe-Esbjerg fögnuðum flottum þriggja marka heimasigri á Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Handbolti