Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Guð­mundur skákaði Arnóri

Eftir tvö töp í röð vann Fredericia sigur á Team Tvis Holstebro, 31-24, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Í leiknum áttust lið íslensku þjálfaranna Guðmundar Guðmundssonar og Arnórs Atlasonar við.

Handbolti
Fréttamynd

„Við vorum sjálfum okkur verstir“

Óskar Bjarni Óskarsson og lærisveinar hans í Val fóru tómhentir heim úr Mosfellsbæ en liðið tapaði með fjórum mörkum á móti Aftureldingu í Olís-deild karla í kvöld. Þetta er annar leikurinn sem liðið tapar í röð í deildinni og Óskar Bjarni viðurkennir að það hafi ekki mikið gengið upp í Mosfellsbæ í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Stelpurnar hans Þóris unnu Dani

Noregur hefur unnið alla fjóra leiki sína á Evrópumóti kvenna í handbolta. Í kvöld sigruðu Norðmenn Dani, 24-27, í fyrsta leik sínum í milliriðli 2.

Handbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Aftur­elding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn

Afturelding sigraði Val með fjórum mörkum í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla í kvöld. Leikurinn fór fram í Mosfellsbæ og var sigurinn nokkuð þægilegur fyrir heimamenn þrátt fyrir jafnan fyrri hálfleik.Það var jafnræði með liðunum í upphafi leiks og voru hornamenn liðanna atkvæðamiklir í upphafi leiks. Liðin skiptust á að skora og var staðan 9-9 um miðbik fyrri hálfleiks.

Handbolti
Fréttamynd

Haukur kom að níu mörkum gegn PSG

Dinamo Búkarest, lið Hauks Þrastarsonar, tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 33-40, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Þetta var þriðja tap rúmenska liðsins í Meistaradeildinni í röð.

Handbolti
Fréttamynd

Óðni héldu engin bönd í toppslagnum

Landsliðsmaðurinn í handbolta, Óðinn Þór Ríkharðsson, átti stórleik þegar Kadetten Schaffhausen gerði jafntefli við Kriens-Luzern, 34-34, í toppslag í svissnesku úrvalsdeildinni í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Fyrir mig var þetta gríðar­lega erfitt“

Líkt og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins var Steinunn Björnsdóttir svekkt með leik liðsins í kvöld gegn sterku liði Þýskalands. Tapaðist leikurinn með ellefu mörkum þar sem Steinunn fékk úr litlu úr að moða á línunni.

Handbolti