„Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Við erum hrikalega svekktir eftir tapið gegn Króötum. Það þarf að hrista það strax af sér og við verðum klárir í Svíana,“ segir varnartröllið Ýmir Örn Gíslason fyrir æfingu Íslands í Malmö í gær. Handbolti 25.1.2026 12:32
„Miklu betra lið en Króatía“ „Við erum að tala um miklu betra lið en Króatía er með“ sagði fyrrum landsliðsmaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson í Besta sætinu þegar hann var spurður út í Svíþjóð, andstæðing Íslands á EM í dag. Handbolti 25.1.2026 11:49
Norðmenn með flautuna í Malmö Það verður Norðurlandabragur á leik Íslands við Svíþjóð í Malmö í dag. Norskt dómarapar gætir þess að allt fari siðsamlega fram. Handbolti 25.1.2026 11:33
EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Strákarnir í landsliðinu hafa hrist af sér naumt tap fyrir Króatíu og öll þeirra einbeiting komin á leik morgundagsins við Svíþjóð. Farið var yfir sviðið í EM í dag. Handbolti 24. janúar 2026 17:46
„Það vantaði baráttuna“ „Andinn var betri í morgun en í gær. Auðvitað ekkert annað hægt enda leikur strax á morgun. Samt sem áður var erfitt að kyngja þessu tapi í gær,“ sagði Viggó Kristjánsson fyrir æfingu íslenska landsliðins í Malmö Arena í dag þar sem menn hristu af sér tapið gegn Króatíu. Handbolti 24. janúar 2026 17:16
Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Frakkland fagnaði öruggum 46-38 sigri gegn Portúgal í annarri umferð milliriðils 1 á EM í handbolta. Fleiri mörk hafa ekki verið skoruð í einum leik á EM. Handbolti 24. janúar 2026 16:07
Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir alla leikmenn vera heila eftir strembinn leik við Króata í gær. Nokkrir urðu fyrir hnjaski í leiknum. Handbolti 24. janúar 2026 16:04
Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Valur vann gríðarmikilvægan fimm marka sigur á útivelli gegn ÍBV í toppslag Olís deildar kvenna. Lokatölur í Hásteinshöllinni 22-27. Handbolti 24. janúar 2026 15:42
Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Hin norska Stine Dahmke, ein sigursælasta handboltakona sögunnar, og eiginkona þýska landsliðsmannsins Rune Dahmke, mismælti sig illa þegar hún lagði sitt sérfræðimat á leik Þýskalands og Noregs sem fer fram í kvöld. Handbolti 24. janúar 2026 14:00
Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson munu sjá til þess að allt fari siðsamlega fram í leik Þýskalands og Noregs á EM í handbolta í kvöld. Handbolti 24. janúar 2026 12:36
Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Jóhann Berg Guðmundsson, einn leikjahæsti maður karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu frá upphafi, gagnrýnir Ríkisútvarpið vegna fjölda auglýsinga sem sýndar eru í kringum leiki handboltalandsliðsins sem nú keppir á EM. Handbolti 24. janúar 2026 12:29
Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Landsliðsfyrirliðinn Ómar Ingi Magnússon var vissulega markahæsti leikmaður íslenska liðsins í tapleiknum á móti Króatíu en hann skoraði bara þrjú mörk utan af velli, klikkaði á tveimur vítaskotum og fékk síðan sinn skammt af gagnrýni frá sérfræðingi Besta sætisins. Handbolti 24. janúar 2026 09:01
Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Sigurganga íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Evrópumótinu í handbolta endaði í fyrsta leik á milliriðli. Handbolti 24. janúar 2026 07:33
Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Svíar eru með fullt hús í okkar milliriðli eftir fjögurra marka sigur á Slóvenum í lokaleik dagsins á Evrópumótinu í handbolta í Malmö í kvöld. Handbolti 23. janúar 2026 21:06
„Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Elvar Örn Jónsson gat ekki spilað með íslenska handboltalandsliðinu í tapleiknum á móti Króatíu í dag og munaði miklu um hann í vörninni ekki síst í fyrri hálfleiknum þegar íslenska liðið fékk á sig nítján mörk. Handbolti 23. janúar 2026 20:02
Skýrsla Vals: Ekki aftur Fyrir ári síðan sá ég eina tap Íslands á síðasta stórmóti. Það kom gegn Króötum í Zagreb og dugði til að kasta strákunum úr leik. Nú er að vona að tap fyrir þeim bölvuðum geri það ekki að verkum í ár. Handbolti 23. janúar 2026 19:30
Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Össur Skarphéðinsson, fyrrum alþingismaður, formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, var allt annað en sáttur með Loga Geirsson eftir tapleik Íslands á móti Króatíu á EM í handbolta í kvöld. Handbolti 23. janúar 2026 18:57
Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum Ungverjar komu til baka og náðu jafntefli á móti Svisslendingum í öðrum leik dagsins í milliriðli Íslands á Evrópumótinu í handbolta. Handbolti 23. janúar 2026 18:45
EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina Það var ekkert sérstaklega létt yfir mönnum í EM í dag eftir tapið sára gegn Króatíu í Malmö í kvöld. Handbolti 23. janúar 2026 18:27
„Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, var svekktur eftir tapið fyrir Króatíu, 29-30, í milliriðli II á EM í dag. Handbolti 23. janúar 2026 17:27
„Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Ég held að allir séu bara helvíti fúlir,“ sagði Einar Þorsteinn Ólafsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir súrt eins marks tap liðsins gegn Króötum á EM í dag. Handbolti 23. janúar 2026 17:25
„Þetta er klárlega högg“ Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega súr og svekktur eftir eins marks tap íslenska karlalandsliðsins í handbolta gegn Króötum á EM í dag. Handbolti 23. janúar 2026 17:14
Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Sigurganga lærisveina Arons Kristjánssonar í Kúveit á Asíumótinu í handbolta endaði með naumu tapi í dag. Handbolti 23. janúar 2026 17:07
Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði sínum fyrsta leik á Evrópumótinu þegar það laut í lægra haldi fyrir Króatíu, 29-30, í milliriðli II í Malmö. Slök vörn í fyrri hálfleik og slæm vítanýting varð Íslandi að falli í dag. Handbolti 23. janúar 2026 16:58