Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson ræddi í fyrsta sinn opinberlega um það þegar hann að ósekju féll á lyfjaprófi sem tekið var fyrir Ólympíuleikana í Aþenu 2004. Hann átti erfiða mánuði í Austurríki á meðan hann beið eftir botni í málið. Handbolti 12.1.2026 07:02
Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Alfreð Gíslason fagnaði í annað sinn á fjórum dögum gegn Degi Sigurðssyni, þegar lið Þýskalands og Króatíu mættust í seinni vináttulandsleik sínum fyrir Evrópumótið í handbolta. Handbolti 11.1.2026 19:02
Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Elín Klara Þorkelsdóttir heldur áfram að gera það gott í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta, á sinni fyrstu leiktíð í atvinnumennsku, og hún var meðal markahæstu manna Sävehof í 29-28 sigri á Skövde í kvöld. Handbolti 11.1.2026 18:47
Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Valur sigraði Fram örugglega, 30-19, í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir jólafrí og með sigrinum styrktu Valskonur stöðu sína á toppi deildarinnar þegar 12 umferðir eru liðnar. Handbolti 10. janúar 2026 17:00
Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Norður-makedónsku dómararnir Slave Nikolov og Gjorgji Nachevski fá ekki að dæma á komandi Evrópumóti í handbolta vegna svindls á þolprófi. Handbolti 10. janúar 2026 13:01
Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sænski handboltamaðurinn Viktor Rhodin er látinn, aðeins 31 árs að aldri, eftir að hafa glímt við krabbamein. Handbolti 10. janúar 2026 09:02
Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Generalprufa strákanna okkar fyrir EM í handbolta verður gegn ríkjandi Evrópumeisturum Frakklands, á þeirra heimavelli, á sunnudaginn. Fyrstu mótherjar Íslands á EM, Ítalir, fögnuðu sigri í kvöld. Handbolti 9. janúar 2026 21:46
Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan sigur á Slóveníu, 32-26, í æfingamóti í París í Frakklandi í kvöld. Þetta var næstsíðasti leikur Íslands fyrir EM en liðið mætir sigurvegaranum úr leik Frakklands og Austurríkis á sunnudaginn. Handbolti 9. janúar 2026 19:20
Við erum hjartað í boltanum Nú styttist óðum í Evrópumót karla í handbolta og enn á ný sendum við íslenskt landslið til leiks á stærsta sviðinu. Það er ekki sjálfgefið, en það er orðinn hluti af sterkri og ómissandi hefð. Skoðun 9. janúar 2026 12:31
Skilur stress þjóðarinnar betur Ómar Ingi Magnússon segist hafa öðlast nýja virðingu fyrir íslensku handboltaáhugafólki er hann neyddist til að horfa á HM í janúar í fyrra. Hann mætir tvíefldur til leiks í ár. Handbolti 9. janúar 2026 09:01
„Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Logi Geirsson hefur miklar væntingar til íslenska handboltalandsliðsins fyrir Evrópumótið í handbolta sem hefst í næstu viku. Logi er einn af sérfræðingum Ríkissjónvarpsins í umfjölluninni um EM í ár. Handbolti 9. janúar 2026 07:31
Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Króatar stappfylltu Zagreb Arena í kvöld þegar HM-silfurdrengir Dags Sigurðssonar tóku þar á móti Ólympíu-silfurdrengjum Alfreðs Gíslasonar, í hörkuleik. Handbolti 8. janúar 2026 21:29
Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Palicka virðist hafa haft heppnina með sér þegar hann fékk þrumuskot í andlitið í gærkvöldi í undirbúningsleik Svía fyrir komandi Evrópumót. Handbolti 8. janúar 2026 16:30
Hafnaði Val og fer heim til Eyja Hákon Daði Styrmisson er snúinn heim í raðir ÍBV í Olís-deild karla í handbolta. Handbolti 8. janúar 2026 14:57
Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Andreas Palicka, sænski markvörðurinn frábæri, kláraði ekki leikinn með Svíum í gær en sænska landsliðið mætti þá Brasilíu í undirbúningsleik fyrir Evrópumótið. Handbolti 8. janúar 2026 09:01
„Fáum fullt af svörum um helgina“ „Mér finnst við vera á fínu róli,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, nú þegar styttist í að strákarnir okkar stígi á stokk á EM í Svíþjóð. Handbolti 8. janúar 2026 07:02
Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði flest mörk, átti flestar stoðsendingar og skoraði mörkin sem að innsigluðu nauman útisigur Sävehof gegn Aranäs, 26-24, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 7. janúar 2026 19:38
Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Slæmt veður í Norður-Evrópu hefur truflað undirbúning besta handboltalandsliðs heims fyrir komandi stórmót. Handbolti 7. janúar 2026 13:01
Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Gísli Þorgeir Kristjánsson ræddi möguleika Íslands á EM í Brennslunni á FM957 í morgun. Handbolti 7. janúar 2026 11:57
Ótrúleg óheppni Slóvena Undirbúningur Slóveníu fyrir EM í handbolta hefur verið hreinasta martröð og ólíklegt er að annað lið hafi gengið í gegnum annað eins í undirbúningi fyrir stórmót. Handbolti 7. janúar 2026 11:30
Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Innan við tvær vikur eru til stefnu þar til Ísland hefur leik á Evrópumóti karla í handbolta. Skyttan Teitur Örn Einarsson er klár í slaginn en í landsliðshópnum er ætlast til þess að hann leysi stöðu hornamanns og er hann hvergi banginn þegar kemur að því. Handbolti 7. janúar 2026 10:02
Haukur klár í stærra hlutverk „Stemningin er bara mjög góð eins og hún er alltaf á þessum tímapunkti að fara að byrja þetta og við erum bara spenntir að koma okkur út og spila fyrstu æfingaleikina, klára þennan undirbúning og gera það vel,“ segir Haukur Þrastarson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í handbolta í Safamýrinni í gær. Sport 7. janúar 2026 08:02
Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM „Mér líður bara vel, ég er heill og ferskur í skrokknum. Það er bara tilhlökkun núna,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður íslenska handboltalandsliðsins, klár í slaginn fyrir EM sem hefst í næstu viku. Handbolti 6. janúar 2026 13:15
Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Ýmir Örn Gíslason segir það ekki hafa verið sárt að sjá tvo af sérfræðingum RÚV, landsliðsmennina fyrrverandi Loga Geirsson og Kára Kristján Kristjánsson, kjósa að hann yrði ekki með í hópnum sem fer á EM í handbolta í næstu viku. Handbolti 6. janúar 2026 12:01