Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þurfa sinn besta leik til þess að fá svörin

Ís­lenska kvenna­lands­liðið í hand­bolta mætir ógnar­sterku liði Sví­þjóðar á úti­velli í undan­keppni EM 2024 í dag. Fyrri leik liðanna lauk með þrettán marka sigri Svía, sem hafa yfir að skipa einu besta lands­liði í heimi. Þetta eru hins vegar leikirnir sem ís­lenska liðið vill fá, segir Arnar Péturs­son, lands­liðs­þjálfari Ís­lands. Liðið þurfi að ná fram sínum besta leik í dag til þess að hann nýtist okkur í fram­haldinu.

Handbolti
Fréttamynd

„Ég er að fara í ljónagryfjuna“

Ljóst er að pressan verður mikil á Degi Sigurðssyni sem fyrsta erlenda þjálfara landsliðs Króatíu í handbolta. Dagur er maðurinn sem Króatar treysta á að færi þeim Ólympíuleika í sumar og velgengni á heimavelli á HM í janúar.

Handbolti
Fréttamynd

Dagur fær ís­lenskan reynslubolta til að hjálpa sér

Dagur Sigurðsson þarf að hafa snör handtök sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta því eftir hálfan mánuð ætla Króatar að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hann fær íslenskan reynslubolta og gamlan lærisvein til að hjálpa sér.

Handbolti
Fréttamynd

Viggó með sýningu í stór­sigri Leipzig

Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson átti sannkallaðan stórleik fyrir Leipzig er liðið vann öruggan 11 marka sigur gegn Bergischer í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 33-22.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum“

Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir átti fína innkomu í íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tók á móti Svíum í kvöld. Hún varði tíu bolta í markinu, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir stórt tap Íslands.

Handbolti
Fréttamynd

Dagur tekur við króatíska lands­liðinu

Dagur Sigurðsson verður kynntur sem nýr þjálfari handboltalandsliðs Króatíu á morgun. Hann verður þar með fyrsti útlendingurinn til að stýra liðinu og á ærið verkefni fyrir höndum í umspili um sæti á Ólympíuleikunum. 

Handbolti
Fréttamynd

Búin að jafna sig á á­fallinu

Elín Klara Þorkelsdóttir er klár í slaginn með íslenska landsliðinu fyrir stórleik kvöldsins við Svíþjóð. Hún fagnar því að koma aftur inn í liðið eftir að hafa misst af heimsmeistaramótinu í lok síðasta árs.

Handbolti
Fréttamynd

„Svona er lífið, sem betur fer“

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hlakkar til þess að takast á við Svíþjóð í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Finna þarf lausnir vegna fjarveru sterkra leikmanna.

Handbolti