
Þriggja ára óuppsegjanlegur samningur hjá Basta og HK
Sebastian Alexandersson mun taka við HK í sumar en hann hefur skrifað undir þriggja ára óuppsegjanleg samning.
Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.
Sebastian Alexandersson mun taka við HK í sumar en hann hefur skrifað undir þriggja ára óuppsegjanleg samning.
Aron Pálmarsson segir að hann hafi ætlað að vera allavega eitt ár í viðbót hjá Barcelona áður en Álaborg kom inn í myndina.
Rhein-Neckar Löwen og Magdeburg eru komin í undanúrslit Evrópukeppninnar í handbolta en síðari leikir átta liða úrslitanna fóru fram í kvöld.
Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Steinunn Hansdóttir munu ekki leika með danska handknattleiksliðinu Vendsyssel á næstu leiktíð. Liðið féll á dögunum úr efstu deild og er ljóst að margir leikmenn liðsins hugsa sér til hreyfings.
Álaborg vann öruggan níu marka sigur á Skjern í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, lokatölur 41-32. Þá vann Holstebro 34-29 sigur á Skanderborg.
Rætt var við Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld en hann er með metnaðarfullt verkefni í gangi í Garðabænum. Markmiðið er að koma Stjörnunni í hóp þeirra bestu á Íslandi.
Oddur Grétarsson og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten steinlágu fyrir Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur 22-33, en Niclas Ekberg lék á alls oddi í liði Kiel.
Ómar Ingi Magnússon og félagar hans í Magdeburg tóku á móti lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í Melsungen í þýska handboltanum í dag. Ómar Ingi skoraði fimm mörk og hjálpaði liði sínu að vinna fjögurra marka sigur, 31-27. Arnar Freyr Arnarsson er í liði Melsungen, en hann komst ekki á blað í dag.
Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvenna landsliðsins, var eðlilega ekki súr er hann ræddi við RÚV eftir tíu marka tap Íslands gegn Slóveníu í umspili fyrir HM í handbolta. Síðari leikurinn fer fram hér á landi á miðvikudaginn kemur.
Ýmir Örn Gíslason átti mjög góðan leik er Rhein-Neckar Löwen vann Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 33-28.
GOG og SönderjyskeE mættust í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. GOG vann öruggan níu marka sigur, lokatölur 36-27.
Möguleikar Íslands um sæti á HM 2021 eru nánast úr sögunni eftir tap gegn Slóveníu ytra í fyrri leik landanna í umspili um sæti á mótinu lokatölur, 24-14.
Að beiðni formannafundar HSÍ hefur verið tekin ákvörðun um það að breyta leikjafyrirkomulagi Íslandsmótsins í Olís deild karla. Mótið mun hefjast að nýju þann 22. apríl næstkomandi.
Kristianstad tók á móti Skovde í öðrum leik undanúrslita í úrslitakeppninni í Svíþjóð. Gestirnir, með Bjarna Ófeig Valdimarsson, kláruðu góðan sex marka sigur, 27-33. Staðan í einvíginu er því 2-0 fyrir Skovde, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.