Fréttir

Fréttamynd

Helmingur ríkisstofnanna hafi stytt opnunar­tíma

Síðan samið var um styttingu vinnuvikunnar fyrir sex árum hefur um helmingur ríkisstofnana stytt opnunartíma sinn. Algengast er að opnunartíminn hafi verið styttur um tvær klukkustundir, úr átta í sex, í þeim tilfellum sem það hefur verið gert. Þá hefur opnunartími haldist óbreyttur hjá rúmum þriðjungi stofnanna ríkisins en þrettán prósent þeirra hafa lengt opnunartíma sinn.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu

Dönsk stjórnvöld hafa með stuðningi breiðs meirihluta danska þingsins gert samkomulag um fjárhæð bótagreiðslu til grænlenskra kvenna sem fengu setta upp getnaðarvarnalykkju gegn vilja sínum og vitund á árunum 1960 til 1991. Gert er ráð fyrir að um 4500 konur sem málið nær til geti sótt um bætur frá danska ríkinu sem nema um sex milljónum íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

„Þá sýndu stjórn­völd kjark“

Meirihluti almennings er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum til að sporna við ofþyngd barna sem krabbameinsfélagið segir stærsta orsakavald að krabbameinum sem hægt sé að gera eitthvað við. Nýverið opnaði vefsíða sem auðvelda á almenningi að elda hollari mat.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur börn á Ís­landi getin með sæði mannsins

Fjögur börn voru getin hér á landi með sæði dansks manns. Sjaldgæf og hættuleg genastökkbreyting fannst í erfðaefni hans sem getur valdið krabbameini. Ekki er vitað hvort þau beri stökkbreytinguna. Þetta kemur fram í umfjöllun Ríkisútvarpsins.

Innlent
Fréttamynd

Lands­menn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“

Ísland verður ekki með í Eurovision í Austurríki á næsta ári. Framkvæmdastjórn Ríkissjónvarpsins tók ákvörðun um það í gær og tilkynnti stjórn félagsins í dag. Það var ekki einhugur um ákvörðunina í stjórninni en landsmenn eru sáttir ef marka má slembiúrtak fréttastofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa

Hæstiréttur mildaði í dag refsingu konu, sem sakfelld var fyrir blygðunarsemisbrot gegn þremur drengjum og kynferðislega áreitni gegn einum þeirra, úr tveggja mánaða skilorðsbundnu fangelsi í þrjátíu daga. Einn dómara skilaði sératkvæði og taldi að ekki bæri að gera konunni refsingu, meðal annars þar sem drengirnir hefðu viðhaft kynferðislegt tal sín á milli.

Innlent
Fréttamynd

Heimila nú birtingu gagna úr rann­sókn á Epstein

Bandarískur alríkisdómari hefur heimilað dómsmálaráðuneytinu að opinbera gögn frá störfum ákærudómstóls sem skoðaði vísbendingar og sönnunargögn gegn barnaníðingnum Jeffrey Epstein árið 2019. Í gær komst annar dómari að sambærilegri niðurstöðu um gögn úr rannsókn gegn Ghislaine Maxwell, fyrrverandi aðstoðarkonu og kærustu Epsteins.

Erlent
Fréttamynd

Ís­land verður ekki með í Euro­vision

Ísland verður ekki með í Eurovision á næsta ári. Þetta tilkynntu stjórnarformaður Rúv og útvarpsstjóri að loknum fundi stjórnar Ríkisútvarpsins. Útvarpsstjóri sagðist hafa tekið ákvörðun um þetta og tilkynnt stjórninni í dag sem ætlaði sér að leggja fram tillögu sama efnis.

Innlent
Fréttamynd

Sel­foss dreginn til hafnar á Hjalt­lands­eyjum

Flutningaskipið Selfoss var dregið til hafnar á Hjaltlandseyjum á dögunum eftir að bilun kom upp í aðalvél þess. Bilunin varð á sunnudaginn þegar skipið var á leið frá Danmörku til Færeyja og var skipið í kjölfarið dregið til hafnar í Leirvík.

Innlent
Fréttamynd

Telur það land­ráð að skrifa um heilsu sína

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir engan fyrrverandi forseta Bandaríkjanna hafa unnið jafn mikið og hann hafi gert. Hann vinni lengri daga en allir aðrir og hann hafi skilað meiri árangri en flestir aðrir forsetar.

Erlent