Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Maður féll við störf fjóra metra í Kópavogi í dag. Ekki er vitað hverjir áverkar hans voru. Innlent 8.8.2025 18:39
Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Ferðamenn í Reynisfjöru segjast lítið hafa vitað um hætturnar áður en þeir heimsóttu fjöruna. Þeir kalla eftir skýrari leiðbeiningum og fleiri skiltum. Hjón sem urðu vitni að banaslysi um síðustu helgi telja að lífvörður á staðnum myndi aðeins vekja falska öryggistilfinningu. Innlent 8.8.2025 18:14
Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að „veiða og sleppa“ aðferðin við laxveiði, sem felst í að drepa ekki laxinn til að vernda stofninn, hafi augljóslega ekki gengið upp. Öll gögn bendi til að samkeppni um fæðu meðal laxaseiða sé slík, að nauðsynlegt sé að grisja stofninn svo hann viðhaldi sér. Innlent 8.8.2025 17:12
Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Maður sem féll í Vestari-Jökulsá í Skagafirði fyrr í dag er látinn. Hann var erlendur ferðamaður. Innlent 8.8.2025 15:16
Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Níu af hverjum tíu landsmönnum telja sig búa á stað sem er góður staður fyrir samkynhneigða. Hlutfallið hefur hækkað lítillega undanfarinn áratug. Innlent 8.8.2025 15:05
Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Grímuklæddir stuðningsmenn danska knattspyrnuliðsins Bröndby réðust á stuðningsmenn Víkings eftir leik liðanna í gær. Einn var handtekinn en fyrir leik töldu forsvarsmenn danska liðsins litlar líkur á að nokkur maður myndi æsa sig. Innlent 8.8.2025 14:46
Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Amma sem glímir við veikindi á Norðurlandi hefur krafist nálgunarbanns gagnvart dóttur sinni eftir árás þeirrar síðarnefndu á hana. Héraðsdómur féllst á kröfuna en Landsréttur ómerkti vegna mistaka hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Innlent 8.8.2025 14:30
Maður féll í Vestari-Jökulsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á mesta forgangi um eittleytið vegna einstaklings sem féll í Vestari-Jökulsá í Skagafirði. Innlent 8.8.2025 13:48
Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Rússar eru taldir líklegir til að gera á næstu dögum tilraun með nýja tegund stýriflauga sem getur bæði borið kjarnorkuvopn og er knúin af kjarnorku. Eldflaugin ber heitið „Burevestnik“ en er kölluð SSC-X-9 Skyfall á Vesturlöndum og hafa fregnir borist af því að skjóta eigi henni á loft á norðurslóðum. Erlent 8.8.2025 13:46
Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Fangelsismálastjóri segir nánast útilokað að sakborningar sem sæti einangrun vegna sömu sakamálarannsóknar nái að hafa samskipti, vegna hönnunar Hólmsheiðarfangelsis. Fangar sem eru til rannsóknar í sömu málum eigi ekki að nota sömu útivistarsvæði, en fjöldi fanga í gæsluvarðahaldi reynist þó áskorun. Innlent 8.8.2025 12:12
Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði blaðamenn óvænt inn á skrifstofu sína í gær. Þar notuðu hann og hagfræðingur íhaldssamrar hugveitu súlurit, línurit og annarskonar gögn til að mála mynd fyrir blaðamennina af einstaklega heilbrigðu hagkerfi í Bandaríkjunum. Í senn vildu þeir meina að Joe Biden, forveri Trumps, hefði staðið sig illa í efnahagsmálum. Erlent 8.8.2025 12:07
Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun sveitarstjóra Mýrdalshrepps um aflífun hundanna Kols og Korku, sem voru aflífaðir 16. maí. Ekki hafi legið fyrir sönnun þess að hundarnir hefðu bitið lamb, sem þeim var gefið að sök að hafa bitið til ólífs. Innlent 8.8.2025 11:59
Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Fangelsismálastjóri segir nánast útilokað að sakborningar sem sæti einangrun vegna sömu sakamálarannsóknar nái að hafa samskipti, vegna hönnunar Hólmsheiðarfangelsis. Fangar sem eru til rannsóknar í sömu málum eigi ekki að nota sömu útivistarsvæði, en fjöldi fanga í gæsluvarðahaldi reynist þó áskorun. Innlent 8.8.2025 11:40
Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Forsætisráðherra hafnar því að ásælni ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandið trufli hana í að gæta hagsmunum Íslands á alþjóðavettvangi. Hún líti á allar sínar utanlandsferðir í embætti sem hagsmunagæsluferðir. Innlent 8.8.2025 11:31
Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Eistnesk hjón, sem voru stödd í Reynisfjöru þegar banaslys varð þar um síðustu helgi, telja að hugmyndir um mannaða vakt í fjörunni myndu litlu skila. Ferðamenn myndu einungis fyllast falskri öryggistilfinningu og verða kærulausari. Innlent 8.8.2025 10:49
Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Geimvísindamenn notuðu á dögunum Hubble geimsjónaukann til að taka skýrustu myndina hingað til af halastjörnunni 3I/Atlas sem er nú að heimsækja sólkerfi okkar. Halastjarnan á uppruna sinn að rekja utan sólkerfisins og er einungis þriðji gesturinn sem við vitum af. Erlent 8.8.2025 10:48
Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Simon Patterson, fyrrverandi eiginmaður morðingjans Erin Patterson, er sannfærður um að hún hafi að minnsta kosti þrisvar reynt að drepa hann með mat, áður en hún banaði foreldra hans og móðursystur með eitruðum sveppum. Erlent 8.8.2025 10:15
Esjan snjólaus og það óvenju snemma Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni er horfinn, óvenju snemma á árinu. Einungis tvisvar sinnum áður hefur skaflinn horfið fyrr á árinu, árin 1941 og 2010, en þau ár hvarf hann í júlí. Innlent 8.8.2025 10:14
Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Íslendingur sem var handtekinn í Grikklandi á dögunum er laus úr haldi. Hann hefur verið ákærður fyrir heimilisofbeldi og hótun. Innlent 8.8.2025 09:56
Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Gjöld fyrir að fá dvalarleyfi eru að meðaltali um áttatíu prósent lægri hér á landi en í hinum Norðurlöndunum. Algengt verð fyrir dvalarleyfi á Íslandi eru sextán þúsund krónur en allt að 170 þúsund krónur á hinum Norðurlöndunum. Innlent 8.8.2025 09:26
Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) hefur greitt 10,8 milljónir evra, jafnvirði milljarðs íslenskra króna, í samstöðustyrki til rússneskra knattspyrnuliða frá því að þeim var bannað að taka þátt í Evrópukeppnum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Erlent 8.8.2025 08:14
Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi í Brúará í júní er svo til lokið að sögn yfirlögregluþjóns. Innlent 8.8.2025 08:02
Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Lögregla í Þýskalandi sektaði á dögunum ökumann fyrir að aka á 321 kílómetra hraða á hraðbraut. Erlent 8.8.2025 07:26
Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, fimm til tíu metrum á sekúndu en öllu hvassara norðvestantil fram að hádegi. Veður 8.8.2025 07:02