Fréttir

Fréttamynd

Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin

Þótt Úkraínumenn hafi samþykkt marga af liðum nýrrar friðaráætlunar, eftir viðræður við Bandaríkjamenn og breytingar á upprunalegu tillögunum, eru enn stór deilumál útistandandi. Vonast er til þess að Vóldódímír Selenskí og Donald Trump, forsetar Úkraínu og Bandaríkjanna, geti leyst þann hnút og stendur til að þeir hittist sem fyrst, mögulega um næstu helgi.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Á­kærur gegn Comey og James felldar niður

Bandarískur dómari felldi í gær niður ákærurnar gegn þeim James Comey, fyrrverandi yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og Letitia James, ríkissaksóknara New York. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að saksóknarinn sem ákærði þau, sem er fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi verið skipaður í embætti með ólöglegum hætti.

Erlent
Fréttamynd

Lög­maður í haldi grunaður um skipu­lagða brota­starf­semi

Starfandi lögmaður var handtekinn fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi. Húsleit var framkvæmd á heimili lögmannsins og á vinnustað hans. Hann er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti. Hann hefur auglýst gjaldfrjálsa lögmannsaðstoð til handa fólki sem kemur til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Helsti styrk­leiki Ís­lands sé orðinn að veik­leika og landið „freistandi skot­mark“

Strategísk hnattræn lega Íslands, sem áður stuðlaði að öryggi landsins, er nú meginorsök þess hve viðkvæmt landið er gagnvart ytri ógnum. Þannig er það sem lengi var helsti öryggisstyrkleiki landsins orðinn að veikleika. Þetta er mat greinanda í öryggis- og varnarmálum sem skrifar greiningu um öryggismál Íslands sem birtist í stórri erlendri hugveitu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Af­hjúpi hættu­leg við­horf til ís­lenskra fjöl­miðla

Yfirlýsing barna- og menntamálaráðherra þar sem hann sakar Morgunblaðið um ófagleg vinnubrögð er alvarleg aðför að fjölmiðlafrelsi á Íslandi. Þetta segir formaður Blaðamannafélags Íslands sem segir hana bera með sér mikla vanþekkingu og afhjúpa hættuleg viðhorf.

Innlent
Fréttamynd

Fundað um frið í Abú Dabí

Bandarískir og rússneskir erindrekar komu saman í Abú Dabí í Sameinuðu furstadæmunum í morgun. Þar stendur til að ræða frið í Úkraínu og tillögurnar sem fyrir liggja. Ólíklegt þykir að Rússar muni samþykkja þessar tillögur, sem hafa tekið nokkrum breytingum frá því þær litu fyrst dagsins ljós.

Erlent
Fréttamynd

Ítalski baróninn lagði land­eig­endur

Hæstiréttur staðfesti í gær landamerki jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi gagnvart jörðunum Engjanesi, Ófeigsfirði og Laugalandi í máli eigenda Drangavíkur á hendur ítalska baróninum Felix von Longo-Liebenstein, eiganda Engjaness, og fleirum, sem fóru með sigur af hólmi á öllum dómstigum. Tveir af fimm dómurum í málinu skiluðu sératkvæði og töldu að fallast hefði átt á kröfur eigenda Drangavíkur í öllu verulegu.

Innlent
Fréttamynd

Sendi yfir­völdum undir­skriftir vegna Fjarðarheiðarganga

Undirskriftir 2.729 einstaklinga til stuðnings Fjarðarheiðargöngum milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar hafa verið sendar rafrænt til samgönguyfirvalda. Keppni í söfnun undirskrifta milli stuðningshópa tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi heldur áfram á netinu en tólf dagar eru frá því innviðaráðherra voru afhentar 2.133 undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum, tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð.

Innlent
Fréttamynd

Fannst lifandi í kistu í lík­brennslu

Starfsmönnum musteris í Taílandi brá verulega í brún um helgina þegar eldri kona sem komið var með til líkbrennslu reyndist lifandi í kistunni. Bróðir konunnar hafði talið að hún væri dáin og vildi láta brenna hana.

Erlent
Fréttamynd

Sendu nýtt far til strandaðra geim­fara

Kínverjar skutu í morgun geimfari á braut um jörðu svo þrír geimfarar hefðu tök á því að komast aftur til jarðar. Þeir hafa í raun verið strandaðir í nokkra daga en eiga þó ekki að snúa aftur til jarðar fyrr en á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Noti heimilis­tæki, milli­færslur og Alexu til að á­reita og beita of­beldi

Í dag hefst árleg sextán daga herferð Un Women gegn kynbundnu ofbeldi. Framkvæmdastýra UN Women segir konur hvergi öruggar. Menn noti jafnvel heimilistæki eins og ryksugur til að beita ofbeldi. Hún kallar eftir betri löggjöf um stafrænt ofbeldi og samfélagslegum sáttmála um netnotkun barna. Ólafar Töru og baráttu hennar verður minnst í ljósagöngunni sem fer fram síðdegis í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir barna á „al­ræmdum“ bið­listum í brotnu kerfi

Mæður drengja með hamlandi einhverfu hafa ráðist í átak til að vekja athygli á og berjast gegn löngum biðlistum eftir þjónustu fyrir fötluð og einhverf börn. Um fimm þúsund börn séu að bíða eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi og útlit fyrir að mörg þeirra þurfi að bíða í mörg ár. Þar á meðal eru börn sem ekki geta tjáð sig. Þær segja að margir hafi hlustað en færri hafi gripið til aðgerða. Þær hafa átt samtal við heilbrigðisráðherra og fleiri stjórnmálamenn en eru enn að bíða eftir að fá áheyrn hjá Ingu Sæland, félagsmálaráðherra sem sjálf hefur lagt ríka áherslu á málefni fatlaðs fólks á sínum stjórnmálaferli.

Innlent
Fréttamynd

Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigur­strang­legastur

Í fyrsta sinn mælist hinn franski Jordan Bardella, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, líklegastur til að sigra forsetakosningarnar þar í landi 2027 samkvæmt spá Odoxa. Hinn þrítugi Bardella tók við sem formaður flokksins af Marine Le Pen en samkvæmt nýrri könnun greiningarfyrirtækisins Odoxa þykir hann líklegastur til að hljóta flest atkvæði ef gengið væri til kosninga í dag, óháð því hverjir andstæðingar hans verða.

Erlent
Fréttamynd

Gerðu loft­á­rásir á báða bóga

Rússar og Úkraínumenn gerður loftárásir á báða bóga í nótt þar sem mannfall varð úr röðum almennra borgara. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið flaugum og flogið drónum á höfuðborgina Kænugarð, þar sem að minnsta kosti tvær íbúðablokkir urðu fyrir sprengjum.

Erlent
Fréttamynd

Hlýnar í veðri og gæti orðið flug­hált

Skil frá lægð á Grænlandshafi ganga nú frá vestri til austurs yfir landið og fylgir þeim suðaustlæg átt, víða kaldi eða strekkingur og rigning eða slydda með köflum, en snjókoma inn til landsins.

Veður