Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að Ísland standi með Grænlandi og Danmörku í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað tolla á þau lönd sem styðja Grænland. Innlent 17.1.2026 18:43
Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Ekki er útilokað að Donald Trump Bandaríkjaforseti leggi toll á Ísland, að mati stjórnmálafræðings, rétt eins og forsetinn hyggst gera við fjölda Evrópuríkja vegna stuðnings þeirra við Grænland. Stjórnmálafræðingurinn segir að aðferðir Trumps séu komnar á svo alvarlegt stig að Evrópulönd geti ekki lengur útilokað innrás Bandaríkjamanna í Grænland. Erlent 17.1.2026 18:38
Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Donald Trump Bandaríkjaforseti á ekki að geta lagt sérstaka tolla á Danmörku án þess að leggja tolla á öll Evrópusambandsríkin enda eru þau í tollabandalagi. Forsetinn hótar nú vinalöndum Grænlands með tolli, í von um að það auðveldi Bandaríkjamönnum að leggja landið undir sig. Erlent 17.1.2026 17:59
Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Yfirvöld á Ítalíu hafa stöðvað og lagt hald á flutningaskip sem notað var til að flytja 33 þúsund tonn af járnmálmum frá Rússlandi. Það er gegn refsiaðgerðum sem Evrópusambandið hefur beitt Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu. Erlent 17.1.2026 13:50
„Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Lögmaður segir vegferð ákæruvaldsins til skammar vegna dómsmáls sem hann segir að hafi verið augljóst að myndi ekki leiða til sakfellingar frá byrjun. Skjólstæðingur hans var sýknaður í gær en lögmaðurinn segir illa farið með opinbert fé og tíma dómstóla. Innlent 17.1.2026 12:55
Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Inga Sæland, mennta- og barnamálaráðherra mun fara með stjórnarmálefni um uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustuíbúða fyrir eldra fólk. Ábyrgðin á málaflokknum verður þó enn hjá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Innlent 17.1.2026 12:48
Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Fjórir voru handteknir þegar bíll var stöðvaður við Glerárgötu á Akureyri í gærkvöldi vegna gruns um innbrot. Talsverður viðbúnaður var vegna handtökunnar og fimm lögreglubílar sinntu henni. Innlent 17.1.2026 12:16
Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Í hádegisfréttum á Bylgjunni fjöllum við áfram um ítrekaðar hótanir Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á þær þjóðir sem setja sig upp á móti því að Bandaríkin eignist Grænland með einum eða öðrum hætti. Innlent 17.1.2026 11:52
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafnar því að alríkisdómari geti skipað hlutlausan eftirlitsaðila til að halda hafa eftirlit með birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu. Þingmenn sem þvinguðu ríkisstjórn Donalds Trump til að samþykkja að birta gögnin segja ráðuneytið vera að brjóta lög með hægagangi sínum og hafa farið fram á að eftirlitsaðili verði skipaður. Erlent 17.1.2026 11:49
Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) ætla í dag að flytja stærðarinnar eldflaugasamstæðu á skotpall í Flórída. Nota á Space Launch System eldflaug til að skjóta fjórum geimförum um borð í Orion geimfari af stað til tunglsins snemma í næsta mánuði. Erlent 17.1.2026 11:45
Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Betur fór en á horfðist þegar ökumaður, sem lág staða sólar á himni hafði blindað, ók á fleygiferð aftan á kyrrstæðan bíl í vegkanti, sem hafði örfáum mínútum fyrr ekið aftan á annan kyrrstæðan bíl þar fyrir framan, með þeim afleiðingum að fyrsti bíllinn hafnaði á hliðinni, og sá seinni skall utan í ökumenn og farþega beggja síðarnefndu bílanna, þar sem þeir stóðu og fylltu út tjónaskýrslu. Innlent 17.1.2026 10:57
Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir heppni hafa ráðið því að ekki verr hafi farið þegar fimm bílar skullu hver á annan á Reykjanesbraut í gærkvöldi. Innlent 17.1.2026 10:04
Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, segir Dani ekki geta varið Grænland. Danmörk sé pínulítið ríki, með pínulítinn efnahag og pínulítinn her. Hann segir ósanngjarnt að Bandaríkjamenn eigi að verja fúlgum fjár í að byggja upp varnir á Grænlandi og eyríkið eigi áfram að tilheyra Danmörku en ekki Bandaríkjunum. Erlent 17.1.2026 09:15
Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Forsvarsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna, eða FÍA, segja það alfarið á ábyrgð stjórnenda Icelandair að hætta eigi að fljúga til Istanbúl í Tyrklandi. Stjórnendur hafi gert mistök sem nú sé verið að varpa yfir á flugmenn. Ekkert í núverandi kjarasamningi komi í veg fyrir áframhaldandi flug til Istanbúl. Innlent 17.1.2026 08:15
„Hef hvergi hallað réttu máli“ Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, segist ekki hafa farið með rangt mál þegar hún var spurð hvort borgin væri að kanna lóðarréttarsölu Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda síns í prófkjöri Samfylkingarinnar. Innlent 17.1.2026 07:36
Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Högni Kjartan Þorkelsson, sem situr í gæsluvarðhaldi í Medellín í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot gegn 16 ára stúlku, var í félagi við aðra ólögráða stúlku þegar hann var handtekinn þann 23. desember síðastliðinn. Innlent 17.1.2026 07:02
Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjálfkjörið var í kjörnefnd Varðar sem sér um uppstillingu á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum. Allir núverandi borgarfulltrúar sem Vísir hefur náð tali af vilja aftur í framboð, ekki náðist í einn. Oddviti segist finna gríðarlegan áhuga fólks á því að fá sæti á lista flokksins. Innlent 17.1.2026 07:02
Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Hið minnsta tveir hafa verið fluttir til skoðunar á slysadeild eftir fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut við Hvassahraun upp úr klukkan 23 í kvöld. Innlent 16.1.2026 23:49
Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Talskona Stígamóta segir afsögn hafa verið eina valkostinn í máli þingmanns flokksins sem hefur nú játað að hafa sóst eftir því að kaupa vændi. Hann sagði af sér þingmennsku eftir að honum var tilkynnt að fjallað yrði um málið. Formaður Viðreisnar segist vonsvikinn vegna málsins. Innlent 16.1.2026 22:41
Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Lögreglan réðst í umfangsmikla aðgerð á Akureyri í kvöld þegar fjöldi lögreglumanna stöðvaði og handtók ökumann við Glerárgötu. Innlent 16.1.2026 22:00
Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Öryrkjar eru að fá mun hærri laun frá Tryggingastofnun en eldri borgarar eða um 51 þúsund krónur meira á mánuði miðað við lágmarkslífeyri eldri borgara eins og staðan er í dag. Innlent 16.1.2026 22:00
Borgarstjóri fór með rangt mál Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri bað lögmenn borgarinnar um að kanna lóðarréttarsölu Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda síns í prófkjöri Samfylkingarinnar, þrátt fyrir að hafa þvertekið fyrir það í fjölmiðlaviðtölum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg óskaði hún eftir upplýsingum um hvort Pétur hefði mátt framselja lóðarrétt samhliða sölu á félagi sínu. Innlent 16.1.2026 21:10
Gagnrýnin hugsun skipti máli Mál rektors Bifrastar er nú til formlegrar skoðunar hjá Persónuvernd. Gervigreind var nýtt til að meta réttmæti höfundarstöðu þriggja starfsmanna skólans. Sérfræðingur í tæknirétti segir mikilvægt að beita gagnrýnni hugsun við notkun gervigreindar og að mannleg dómgreind þurfi að koma að íþyngjandi ákvörðunum. Innlent 16.1.2026 20:03
Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hálfbróðir Margrétar Löf sem var dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að ráða föður sínum bana ætlar að halda áfram með kröfu um að hún verði svipt erfðarétti fyrir Landsrétti. Lögmaður hans segir málið ekki snúast um krónur eða aura heldur réttlæti. Það sé bæði lög- og siðfræðilega rétt að fallast á kröfuna. Innlent 16.1.2026 19:32