Fréttir

Fréttamynd

Glæpa­starf­semi á Ís­landi orðin jafn mikil og á Norður­löndum

Skipulögð glæpastarfsemi hefur aldrei verið eins umfangsmikil hér á landi og er nú svipuð og á öðrum Norðurlöndum að sögn stjórnanda hjá ríkislögreglustjóra. Gríðarlegt magn fíkniefna flæði til landsins samfara þróuninni. Það komi því ekki á óvart að hvert metið á fætur öðru hafi verið slegið í haldlagningu fíkniefna.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Aldrei heyrt aðra eins fjar­stæðu á ævi minni“

Formaður Flokks fólksins furðar sig á því að lögmaður skólameistara Borgarholtsskóla vilji leiða sig og forsætisráðherra fyrir dóm í tengslum við þá ákvörðun menntamálaráðherra að auglýsa stöðu skólameistarans lausa til umsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Tvö prósent vilja Heiðu sem borgar­stjóra

Einungis tvö prósent aðspurðra vilja að Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, verði næsti borgarstjóri samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Könnunin var opin og hlutfallslega flestir, eða um þriðjungur, sögðust óákveðnir.

Innlent
Fréttamynd

Boðar tuttugu að­gerðir í mál­efnum fjöl­miðla

Logi Einarsson, menningar,- nýsköpunar og háskólaráðherra, kynnti tillögur að aðgerðum í málefnum fjölmiðla á ríkisstjórnarfundi í morgun. Stefnt er að því að tillögurnar fari í almenna kynningu í þessum mánuði en um er að ræða um tuttugu tillögur sem ætlað er styrkja stöðu íslenskra fjölmiðla. Breyttir tímar kalli á nýja nálgun.

Innlent
Fréttamynd

Ein­fald­lega til­viljun að Ár­sæll sé fyrstur í röðinni

Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir.

Innlent
Fréttamynd

Önnur mesta rýrnun Hof­sjökuls frá upp­hafi mælinga

Í nóvember mældist önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga. Rúmmál jökulsins hefur á 38 árum rýrnað úr um 200 rúmkílómetrum í um 165 rúmkílómetra, sem jafngildir um 17 prósenta minnkun. Flatarmálið hefur dregist saman um 15 prósent á sama tímabili og er nú komið niður fyrir 790 km2.

Innlent
Fréttamynd

Vill leiða ráð­herra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm

Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Ó­þekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Ír­land

Fjórir óþekktir herdrónar flugu inn á bannsvæði og í átt að flugvél Volodýmýrs Selenskí, forseta Úkraínu, við Írland á mánudag. Flugvél forsetans var á undan áætlun en drónarnir eru sagðir hafa skorið feril hennar á þeim stað þar sem hún hefði átt að vera þegar þeir flugu þar.

Erlent
Fréttamynd

Vellinum í Edin­borg lokað um stund og seinkanir mögu­legar

Edinborgarflugvelli var lokað í skamma stund í morgun vegna bilana hjá þjónustuaðila flugumferðarstjórnarinnar á vellinum. Að sögn Guðna Sigurðssonar, staðgengils forstöðumanns samskipta hjá Icelandair, kann lokunin að hafa einhverja seinkun í för með sér fyrir farþega félagsins.

Erlent
Fréttamynd

Norð­menn kaupa lang­dræg vopn og kaf­báta fyrir milljarða

Norsk stjórnvöld ætla að verja milljörðum norskra króna í að festa kaup á kafbátum og langdrægum vopnum. Ríkisstjórn landsins er sögð munu samþykkja meiriháttar útgjöld vegna kaupa á vopnum fyrir norska herinn í dag. Þegar hafa Norðmenn pantað fjóra þýska kafbátá til stendur til að festa kaup á tveimur til viðbótar, sem ætlað er að leysa af þá sex sem Norðmenn eiga fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum lista­manna

„Við fögnum þessari umræðu og okkur þykir mjög vænt um að fá að taka þátt í því að móta framtíðina,“ sagði Elías Þór Þorvarðarson, sölu- og markaðsstjóri Kjöríss, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Til umræðu voru umdeildar umbúðir jólaíss Kjöríss, sem voru teiknaðar með aðstoð gervigreindar.

Innlent
Fréttamynd

Tíma­mót og bylting í nýju Konukoti

Mikil eftirvænting er meðal starfsfólks Rótarinnar og Reykjavíkurborgar eftir opnun nýs húsnæðis Konukots í desember. Starfsleyfið var formlega gefið út í síðustu viku og stendur til að flytja starfsemina í desember og opna samhliða því nýtt tímabundið húsnæðisúrræði fyrir konur sem hafa glímt við heimilisleysi

Innlent
Fréttamynd

Biðla til Belga en tvær til­lögur á borðinu

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er sögð hafa lagt fram tvær tillögur um hvernig Evrópuríkin gætu aðstoðað Úkraínumenn við að fjármagna baráttu sína gegn Rússum næstu tvö árin.

Erlent
Fréttamynd

Setja sjálf upp um­ferðar­ljós og gagn­rýna ráða­leysi borgarinnar

Íbúar í Laugardal í Reykjavík stefna á að setja upp umferðarljós við gatnamót Kirkjuteigs og Reykjavegar þar sem keyrt hefur verið á þrjú börn í haust. Fyrst eitt barn á hjóli í september og svo tvö börn, annað á hjóli, í október. Laugarnesskóli er rétt fyrir ofan gatnamótin og börnin labba þarna yfir götuna til að komast í til dæmis skólasund og tómstundir eða á leið sinni heim. 

Innlent
Fréttamynd

Ó­heimilt að skjóta niður ó­lög­lega dróna nema af þeim stafi hætta

Dönsku lögreglunni er óheimilt að skjóta niður „friðsamlega“ dróna og má aðeins skjóta niður dróna úr lofti ef þeir eru taldir hættulegir. Gildir það jafnvel þótt um sé að ræða ólöglega dróna sem flogið er í óleyfi eða á svæði þar sem það er bannað. Þetta staðfestir danska dómsmálaráðuneytið nú en heilmikil umræða skapaðist um það hvers vegna óvelkomnir drónar sem röskuðu flugumferð á dönskum flugvöllum fyrr í haust voru ekki bara skotnir niður.

Erlent
Fréttamynd

Fær­eyingar rýmka veru­lega lög um þungunarrof

Þingmenn í Færeyjum hafa samþykkt að rýmka lög um þungunarrof, þannig að það verði nú heimilt fram að þrettándu viku meðgöngu. Það hefur hingað til verið bannað, nema þegar um er að ræða þungun í kjölfar nauðgunar eða sifjaspells, eða þegar líf móðurinnar eða heilbrigði fóstursins hefur verið talið í hættu.

Erlent
Fréttamynd

Mölvuð rúða snemmbúin og leiðin­leg jóla­gjöf

Skemmdir urðu utan á fjölbýlishúsi í Bríetartúni þegar kviknaði í sorphirðubíl fyrir utan húsið snemma morguns þann 17. nóvember. Rannsókn lögreglu á brunanum er lokið. Niðurstaða rannsóknar var að líklega hefði glussaslanga farið í sundur með þeim afleiðingum að glussaolía fór yfir heita vél og vélarhluti og eldur kviknaði.

Innlent
Fréttamynd

Fékk „út­drátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í

Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, las ekki alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni.

Innlent