Fréttir

Fréttamynd

Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars

Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hyggst bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor og kveðst ekki ætla að skorast undan ábyrgð ef flokksmenn vilji jafnvel að hún leiði listann. Hún segir þó að traust ríki í garð núverandi oddvita en fylgi flokksins hefur dvínað verulega frá síðustu kosningum.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ný­burar fæðast í nikótínfráhvörfum

Dæmi eru um að Vökudeild Landspítalans hafi þurft að sinna nýburum með fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður á meðgöngu. Þessi börn krefjist meiri inngripa og eru með lengri sjúkrahúslegu en önnur börn.

Innlent
Fréttamynd

Nýr kókaínkóngur í Mexíkó

Kókaín hefur aldrei verið ódýrara né hreinna í Bandaríkjunum en það er nú. Neysla þess hefur aukist til muna á undanförnum árum, samhliða umfangsmiklum aðgerðum gegn neyslu fentanýls í Bandaríkjunum og gegn framleiðslu þess í Mexíkó.

Erlent
Fréttamynd

Segir Kenne­dy hafa rekið sig fyrir að standa við vísinda­leg heilindi

Fyrrverandi forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) sagði bandarískri þingnefnd að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, hefði rekið sig fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust nýjar ráðleggingar um bóluefni og að standa við vísindaleg heilindi. Þá hefði hann skipað henni að reka embættismenn án ástæðu.

Erlent
Fréttamynd

Fjar­lægðu skýrslu um pólitískt of­beldi hægri öfga­manna

Skýrsla sem fjallaði um ofbeldisverk fjar-hægri öfgamanna í Bandaríkjunum hefur verið fjarlægð af síðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Í skýrslunni kom meðal annars fram að frá 1990 hafa öfgamenn á hægri væng bandarískra stjórnmála framið mun fleiri pólitísk morð en vinstri sinnaðir öfgamenn eða íslamistar.

Erlent
Fréttamynd

Til­kynntur til lög­reglu

Ríkisendurskoðandi telur embættið fara eftir lögum þegar hann skrifar einn undir ársreikninga ríkisfyrirtækja, þó hann sé ekki löggiltur endurskoðandi. Endurskoðendaráð hefur vísað málinu til lögreglu. 

Innlent
Fréttamynd

Flóamenn taka fá­lega í þreifingar Árborgara

Sveitastjórn Flóahrepps hafnaði erindi nágrannanna í Árborg um eftirláta þeim land austan Selfoss. Til greina kemur að kanna hug íbúa í hreppnum til sameiningar sveitarfélaganna sem sveitarstjórnin sér sjálf ekki rök fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Vatna­skil í dönskum varnar­málum: Ætla að kaupa lang­dræg vopn í fyrsta sinn

Dönsk stjórnvöld ætla að fjárfesta í langdrægum vopnum sem eiga að hafa þann tilgang að hafa fælingarmátt gegn mögulegri árás. Um er að ræða vatnaskil í dönskum varnarmálum að sögn forsætisráðherra en þetta verður í fyrsta sinn sem Danir hyggjast byggja upp slíkt vopnabúr. Þótt að hernaðarleg ógn sé ekki sögð yfirvofandi er það mat yfirvalda í Danmörku að ekki megi vanmeta mögulega ógn frá Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“

Yfirvöld í Utah í Bandaríkjunum birtu í gærkvöldi nýjar upplýsingar um manninn sem grunaður er um að hafa myrt Charlie Kirk, áhrifamikinn áhrifavald á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum, í síðustu viku. Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson hefur verið ákærður í sjö liðum og stendur frammi fyrir dauðarefsingu vegna morðsins.

Erlent
Fréttamynd

Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu

Ekkja Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans heitins, fullyrðir að honum hafi verið ráðinn bani í fangelsi. Niðurstöður rannsókna á lífsýni úr honum sýni að eitrað hafi verið fyrir honum.

Erlent
Fréttamynd

Meiri­hluti vill flug­völlinn á­fram í Vatns­mýri

Rétt rúmur helmingur svarenda í skoðanakönnun Maskínu segist hlynntur því að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýri til framtíðar. Eldra fólk og landsbyggðarbúar eru mun hlynntari staðsetningunni en yngra fólk og höfuðborgarbúar.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans Melanía snæða í dag með Karli Bretakonung og öðrum úr konungsfjölskyldunni. Rauði dregillinn hefur verið dreginn út fyrir forsetann og er búist við miklum pomp og prakt vegna heimsóknarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Evrópa sein með nýtt lofts­lags­mark­mið vegna óeiningar

Óeining á meðal aðildarríkja Evrópusambandsins þýðir að það nær ekki að skila uppfærðu markmiði um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á tilsettum tíma fyrir lok mánaðarins. Ríkin eru ekki sammála um hversu metnaðarfullt markmiðið eigi að vera.

Erlent
Fréttamynd

Opna tíma­bundna flótta­leið

Ísraelsher tilkynnti í morgun að opnað yrði tímabundið fyrir leið frá Gasa-borg til að gefa íbúum kost á því að flýja það ástand sem skapast hefur í borginni eftir innrás hersins.

Erlent
Fréttamynd

Ráðast í frekari rann­sókn á and­láti kvennanna sem létust í Laos

Danska lögreglan ætlar að hefja nánari rannsókn vegna andláts tveggja ungra danskra kvenna sem létust í Asíulandinu Laos í fyrra. Þær létust báðar vegna metanóleitrunar eftir neyslu á áfengum drykk á farfuglaheimili í bænum Vang Vieng, en nú hyggst danska lögreglan grennslast betur fyrir um málið.

Erlent