Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Lögreglu barst tilkynning um yfirstaðið á höfuðborgarsvæðinu þar sem miklum verðmætum var stolið. Stuttu síðar var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir en sá reyndist vera með þýfið úr innbrotinu. Innlent 22.11.2025 19:31
Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Mikið álag hefur verið á spítalanum vegna inflúensufaraldurs, sér í lagi á barnadeild að sögn yfirlæknis. Nokkur fjöldi barna hefur þurft að leggjast inn vegna veikinda. Flensan hefur jafnframt verið fyrr á ferðinni nú en oft áður. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. Innlent 22.11.2025 18:11
Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sat fjarfund með forsætisráðherra Íslands í morgun auk annarra þjóðarleiðtoga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Hann segist hafa útskýrt næstu skref Úkraínumanna í friðarviðræðum. Forsætisráðherra Íslands segir nauðsynlegt að Evrópa sé við samningaborðið, en Bandaríkjamenn vilja að Úkraínumenn samþykki friðartillögur sem samdar voru af ráðamönnum í Moskvu og Washington. Erlent 22.11.2025 17:28
„Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Siðanefnd Félagsráðgjafafélags Íslands lýsir yfir áhyggjum vegna aukins ofbeldis, hótana, niðrandi ummæla og annarrar óviðunandi framkomu sem félagsráðgjafar verða fyrir í starfi sínu. Siðanefndin hefur sent út könnun á alla félagsmenn. Formaður nefndarinnar segir nefndina vilja kanna bæði algengi ofbeldis gegn félagsráðgjöfum í starfi og viðbrögð vinnuveitenda við því. Innlent 22.11.2025 14:01
Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Staðsetning flugeldasýningar sem haldin var í Firði verður endurskoðuð eftir að ungur drengur fékk flugeldapúður í auga þegar stækkun verslunarmiðstöðvarinnar var fagnað í Hafnarfirði í gær. Framkvæmdastjóri segist harma atvikið en tekur fram að öllum nálægðarreglum hafi verið fylgt. Innlent 22.11.2025 12:18
Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Tónlistarkonurnar Björk Guðmundsdóttir og Rosalía ætla í hart við íslenska ríkið vegna sjókvía í Ísafjarðardjúpi. Náttúruverndarsamtök Bjarkar standa að stefnu landeiganda við Snæfjallaströnd sem vill meina að sjókvíum hafi verið komið upp innan lóðarmarka hans, eða eins og samtökin orða það „hreinlega upp í fjöru til sín. Innlent 22.11.2025 12:18
Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Erfitt ástand hefur skapast á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna læknaskorts en enginn lyflæknir er á vakt á sjúkrahúsinu eftir 22. desember. Þrír læknar hafa sagt upp störfum vegna álags. Innlent 22.11.2025 12:00
Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Þrír læknar við Sjúkrahúsið á Akureyri hafa sagt upp störfum vegna langtímaálags og ekki hefur tekist að manna vaktir eftir 22. desember. Formaður Læknafélagsins segir ástandið á Sjúkrahúsinu orðið mjög slæmt. Innlent 22.11.2025 11:50
Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Ráðamenn og embættismenn í Evrópu eru verulega ósáttir við ætlanir Bandaríkjamanna um að hagnast á frystum sjóðum Rússa í Evrópu og enduruppbyggingu í Úkraínu. Þær ætlanir eru sagðar geta komið niður á tilraunum Evrópumanna til að hjálpa Úkraínumönnum að komast gegnum stríðið við Rússland. Erlent 22.11.2025 11:23
Hættir á þingi vegna deilna við Trump Marjorie Taylor Greene, bandarísk þingkona sem lengi var ötull stuðningsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hún ætli að láta af störfum. Er það í kjölfar þess að Trump fordæmdi hana og kallaði hana svikara vegna krafna hennar um birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu. Erlent 22.11.2025 10:15
Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að friðaráætlun sem kynnt var fyrir ráðamönnum í Úkraínu á dögunum, gæti verið grunnur að friðarsamkomulagi milli Rússlands og Úkraínu. Á fundi þjóðaröryggisráðs Rússlands í gærkvöldi hótaði Pútín að leggja undir sig enn meira landsvæði í Úkraínu, verði áætlunin ekki samþykkt. Erlent 22.11.2025 08:32
Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Maður neitaði að verða við skipunum lögregluþjóna um að stöðva bíl sinn í Reykjavík í gærkvöldi. Við það hófst eftirför sem endaði skömmu síðar þegar maðurinn keyrði á ljósastaur. Innlent 22.11.2025 07:29
Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Kúabóndi sem sestur er í helgan stein kveðst sár og svekktur að horfa upp á Landsvirkjun selja alla hjörðina hans eftir að hann seldi henni land sitt undir virkjun. Eftir 46 ára búskap stefnir í að bú hans að Akbraut í Holtum í Rangárþingi ytra verði að eyðibýli. Landsvirkjun segir að farið hafi verið af stað í góðri trú en komið hafi í ljós að rekstur búsins stæði ekki undir sér. Innlent 22.11.2025 07:00
Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Yfirlæknir á Reykjalundi segir ungu fólki sem þarf á endurhæfingu að halda vegna offitu fara fjölgandi. Margir hafi einangrast í Covid-faraldrinum og aldrei náð sér eftir það. Innlent 21.11.2025 23:31
„Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Við vorum sammála um miklu meira en ég hafði hugsað mér,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi með Zohran Mamdani, tilvonandi borgarstjóra New York, í Hvíta húsinu í kvöld. Fundurinn var óvenjuvinalegur miðað við orðaskak tvímenninga síðustu misseri. Trump leyfði Mamdani að kalla sig fasista. Erlent 21.11.2025 23:31
Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Flugeldapúður skaust í auga á ungum dreng þegar flugeldasýning við opnun Fjarðarins í Hafnarfirði stóð yfir. Faðir drengsins segir að viðburðarhaldarar hefðu mátt hátta öryggismálum betur þar sem áhorfendur voru nokkuð nálægt sprengjusvæðinu. Heilsa drengsins virðist góð en hann lýsir sviða í auganu, að sögn föðurins. Innlent 21.11.2025 22:49
Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Geir Rúnar Birgisson, formaður húsfélags Grensásvegar 44 til 50, segir íbúa hafa miklar áhyggjur af flutningi Kaffistofunnar í húsnæði við Grensásveg 46. Hann segir íbúa ósátta við það að framkvæmdir hafi hafist áður en flutningurinn fór í grenndarkynningu. Íbúar óttist aukið ónæði og fjölgun innbrota verði Kaffistofan opnuð á þessari staðsetningu. Innlent 21.11.2025 21:02
Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Miðflokkurinn er orðinn stærsti hægri flokkurinn á Íslandi samkvæmt nýrri fylgiskönnun. Þingkona Sjálfstæðisflokksins viðurkennir að flokkurinn hafi „misst boltann“ í útlendingamálum þegar hann var í ríkisstjórn. Þingkona Miðflokksins segir Viðreisn hafa tekið upp málflutning Miðflokksmanna í útlendingamálum. Innlent 21.11.2025 20:56
Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Ekki stendur til að auka hernaðarstuðning við Úkraínu á næsta ári þótt gert sé ráð fyrir að útgjöld Íslands til öryggis- og varnarmála hækki um einn og hálfan milljarð á milli ára. Útgjöld Íslands komast ekki á blað í samanburði við önnur bandalagsríki en forsætisráðherra gerir ráð fyrir að framlag Íslands verði rætt í heimsókn framkvæmdastjóra NATO til landsins í næstu viku. Vinna stendur yfir á vettvangi NATO sem og hér innanlands við að skilgreina hvaða útgjöld megi telja til 1,5% framlags bandalagsríkja af vergri landsframleiðslu til að efla varnir og viðnámsþrótt. Innlent 21.11.2025 20:33
80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjaldan eða aldrei hafa nemendur Menntaskólans að Laugarvatni hafi eins mikinn áhuga á að syngja í kór skólans eins og núna því 119 nemendur af 152 nemendum skólans eru í kórnum. Innlent 21.11.2025 20:04
Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Börn sem voru saman komin á barnaþingi í dag hlífðu ráðherrum ekki við krefjandi spurningum. Félagsmálaráðherra hvatti börnin til þess að láta í sér heyra, séu þau ósátt við einkunnir í bókstöfum. Innlent 21.11.2025 19:34
Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Tæp 55 prósent landsmanna eru hlynnt því að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að rannsaka störf sérstaks saksóknara í hrunmálunum svokölluðu þar sem fjöldi bankamanna var sóttur til saka í framhaldi af efnahagshruninu 2008. Innlent 21.11.2025 18:38
Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Úkraínumenn standa frammi fyrir erfiðri ákvörðun, að missa annað hvort mikilvægan bandamann eða virðinguna. Þetta sagði Úkraínuforseti í ávarpi til þjóðarinnar nú þegar stjórnvöld hafa einungis nokkurra daga frest til þess að svara friðaráætlun Bandaríkjamanna sem er líkt við óskalista Pútíns. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Sýnar. Þá verður einnig rætt við forsætisráðherra um framlög Íslendinga til varnarmála sem munu hækka um einn og hálfan milljarð króna á milli ára. Innlent 21.11.2025 18:08
Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Tveimur erlendum vasaþjófum var vísað úr landi í dag eftir að hafa stolið af ferðamönnum á Skólavörðuholti. Þeir komu til Íslands á miðvikudag en voru handteknir í gær. Innlent 21.11.2025 17:53