Fréttir

Fréttamynd

Vara við flug­hálku í fyrra­málið

Flughált getur orðið á vegum víða á morgun þegar það hlýnar með rigningu á láglendi í flestum landshlutum. Gert er ráð fyrir að það rigni í fremur hægum vindi og flughálka geti myndast þegar rigningardropar snöggfrysta á köldum vegum. Á þetta við um Reykjanesbraut og vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu snemma í fyrramálið.

Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Lög­reglan fylgdist með grunn­skólum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með sýnilega löggæslu við nokkra grunnskóla í dag og fylgdist með umferð ökutækja í grennd við skólana. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar kemur ekki fram hvers vegna ráðist var í eftirlitið.

Innlent
Fréttamynd

Stór­hættu­leg eitur­lyf flæða til landsins í sögu­legu magni

Aldrei hefur verið lagt hald á eins mikið magn örvandi fíkniefna á Keflavíkurflugvelli og í ár. Þá hafa stórfelld eiturlyfjamál á flugvellinum aldrei verið fleiri. Neysla á nýju afar hættulegu efni virðist vera að færast í aukanna. Yfirlögfræðingur Lögreglunnar á Suðurnesjum segir þetta benda til gríðarlegs framboðs og eftirspurnar. 

Innlent
Fréttamynd

„Við verðum að hafa þetta betur niðurnjör­vað“

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir málefnum fatlaðra sinnt vel hjá sveitarfélögunum þrátt fyrir að einhver þeirra skorti stefnu í málaflokknum. Það sé þó mikilvægt fyrir þau að bregðast við skýrslu sem sýnir að rúmlega helmingur sveitarfélaga sé stefnulaus. 

Innlent
Fréttamynd

Pétur hættur sem for­stjóri Reykja­lundar

Pétur Magnússon hefur sagt upp sem forstjóri Reykjalundar og hefur gert samkomulag við stjórn stofnunarinnar um starfslok. Svana Helen Björnsdóttir, stjórnarformaður Reykjalundar, mun gegna starfi forstjóra þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. 

Innlent
Fréttamynd

Allir bílarnir ó­nýtir og mildi að ekki fór verr

Varðstjóri hjá lögreglunni á Norðvesturlandi segir mildi að ekki hafi farið verr þegar að tvö umferðarslys urðu með um fimmtán mínútna millibili á svæðinu í gær. Aksturskilyrði versnuðu mjög skyndilega. Vegurinn hafði ekki verið hálkuvarinn.

Innlent
Fréttamynd

Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum

Tilfellum þar sem fólk fellur fyrir svikastarfsemi fer fjölgandi að sögn forstjóra netöryggissveitarinnar CERT-IS. Sveitinni hefur undanfarnar tvær vikur borist fjöldi tilkynninga um svokallaðar vefveiðar auk svika í gegnum símtöl þar sem óprúttnir aðilar beita fyrir sig íslenskum númerum.

Innlent
Fréttamynd

Var til­búinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli

Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, segir árið 2024 hafa verið „annus horribilis“ í lífi hans. Ekki nóg með að vera settur út í kuldann í starfi sínu heldur glímdi hann einnig við slæma sýkingu í gervilið og alvarlega kransæðastíflu. Á sama tíma lauk þó áralöngu áreiti sem Helgi þurfti að þola frá sýrlenska síbrotamanninum Mohamad Kourani.

Innlent
Fréttamynd

Mótorkrossiðkun barna sé í upp­námi vegna vöru­gjalda

Stjórnarformaður mótorhjólasambandsins Sniglanna og framkvæmdastjóri mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands segja niðurfellingu á undanþágu vörugjalda á innflutningi mótorhjóla geta haft verulega slæm áhrif á mótor- og snjókross á Íslandi. Minni endurnýjun verði í íþróttinni þegar erfiðara verður að endurnýja hjól. Þeir segja það sömuleiðis áhyggjuefni að mótorhjólaflotinn eldist á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Lést í brúð­kaups­ferð á Ís­landi

Fjölskylda og vinir fimmtugs bresks karlmanns sem lést í brúðkaupsferð sinni til Íslands í október safna fyrir jarðarför hans sem fer fram eftir viku. Bretinn var kallaður Víkingurinn.

Innlent
Fréttamynd

Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar

Arnarvarp sumarið 2025 reyndist lakara en síðustu tvö ár. Alls urpu að minnsta kosti 60 pör en einungis er hægt að staðfesta að 36 þeirra komu upp ungum. Þetta kemur fram í yfirliti Náttúrufræðistofnunar um arnarvarpið í ár.

Innlent
Fréttamynd

Leið­togi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosninga­svik

Fyrrverandi ríkisþingmaður Repúblikanaflokksins í Arizona og leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játaði sig sekan um að falsa undirskriftir til stuðnings framboðs síns í fyrra. Hann hafði verið virkur talsmaður stoðlausra samsæriskenninga um meint kosningasvik í forsetakosningunum árið 2020.

Erlent
Fréttamynd

Líkams­á­rásir og grunur um í­kveikju í kjallara

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einn í gærkvöldi eða nótt sem grunaður er um líkamsárás og eignaspjöll. Lögregla var kölluð til þegar slagsmál brutust út á salerni á skemmtistað í miðborginni en við athugun reyndist handtekni eftirlýstur í tengslum við annað mál.

Innlent
Fréttamynd

Allt að átta stiga frost og él á stöku stað

Búast má við allt að átta stiga frosti í dag og él á stöku stað við norður- og vesturströndina. Annars hæg breytileg átt og bjart með köflum en bætir í suðaustanáttina vestanlands seint í kvöld. Á morgun má búast við rigningu, slyddu eða snjókomu með köflum og fer hlýnandi eftir því sem líður á morgundaginn en hiti þó um eða yfir frostmarki. Hálka eða hálkublettir eru víða á vegum samkvæmt Vegagerðinni.

Innlent
Fréttamynd

Sumar­ævin­týri ís­lenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í mar­tröð

Áfrýjunardómstóll í Ancona á Ítalíu hefur snúið við umdeildum sýknudómi vegna kynferðisbrots sem átti sér stað árið 2019 í bænum Macerata. Í málinu kærði sautján ára gömul íslensk stúlka ítalskan karlmann fyrir nauðgun. Stúlkan var komin til Ítalíu til að sækja tungumálanámskeið og fór á stefnumót sem endaði með skelfilegum hætti. Karlmaðurinn hefur nú sex árum síðar verið dæmdur í þriggja ára fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Skrifa ný drög að friðar­á­ætlun

Bandarískir og úkraínskir erindrekar hafa sett saman ný drög að friðaráætlun, samkvæmt yfirlýsingum þarlendra stjórnvalda. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að viðræður Úkraínumanna og Bandaríkjamanna í dag hafi skilað árangri. Aftur á móti væri nokkuð í land.

Erlent
Fréttamynd

Felldu hátt­settan Hezbollah-liða í sprengju­á­rás á Beirút

Fimm létust í loftárás Ísraels á líbönsku höfuðborgina Beirút í dag, þar á meðal starfsmannastjóri hernaðarvægs Hezbollah. Tveimur dögum áður hafði forseti Líbanon lýst því yfir að hann væri tilbúinn í samningsviðræður við Ísraelsmenn. Nú íhuga Hezbollah-liðar að svara árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Drógu Hildi aftur í land

Björgunarsveitarmenn komu skipinu Hildi SH777 til bjargar er það bilaði norðvestur af Skaga. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem björgunarbátar koma skipinu til bjargar og draga það í land.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt

„Við erum sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu,“ segir Bryndis Eva Ásmundsdóttir, íbúi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík, sem kveðst gáttuð á háværri andstöðu nokkurra nágranna sinna við opnun Kaffistofu Samhjálpar í hverfinu. Hún brigslar nágranna sína um fordóma.

Innlent