Fréttir

Fréttamynd

Setur „stærsta samning í sögunni“ í upp­nám

Verslunarsamningur Bandaríkjanna og Evrópusambandsins frá því í fyrra er í uppnámi þar sem meirihluti á Evrópuþingi vill ekki lengur staðfesta samkomulagið í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði átta Evrópulöndum með tollum í tengslum við Grænland.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þúsundir baula á banda­ríska sendi­herrann

Fjöldafundir til stuðnings Grænlandi fara nú fram víðs vegar um Danmörku. Mikill fjöldi fólks hefur komið saman á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn og sömuleiðis í Árósum, Óðinsvéum og Álaborg.

Erlent
Fréttamynd

Ítalar lögðu hald á skip frá Rúss­landi

Yfirvöld á Ítalíu hafa stöðvað og lagt hald á flutningaskip sem notað var til að flytja 33 þúsund tonn af járnmálmum frá Rússlandi. Það er gegn refsiaðgerðum sem Evrópusambandið hefur beitt Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

„Veg­ferð á­kæru­valdsins til skammar“

Lögmaður segir vegferð ákæruvaldsins til skammar vegna dómsmáls sem hann segir að hafi verið augljóst að myndi ekki leiða til sakfellingar frá byrjun. Skjólstæðingur hans var sýknaður í gær en lögmaðurinn segir illa farið með opinbert fé og tíma dómstóla. 

Innlent
Fréttamynd

Enn deilt um Epstein-skjölin: Dóms­mála­ráðu­neytið segir dómara ekki mega skipa ó­háðan eftir­lits­aðila

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafnar því að alríkisdómari geti skipað hlutlausan eftirlitsaðila til að halda hafa eftirlit með birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu. Þingmenn sem þvinguðu ríkisstjórn Donalds Trump til að samþykkja að birta gögnin segja ráðuneytið vera að brjóta lög með hægagangi sínum og hafa farið fram á að eftirlitsaðili verði skipaður.

Erlent
Fréttamynd

Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli

Betur fór en á horfðist þegar ökumaður, sem lág staða sólar á himni hafði blindað, ók á fleygiferð aftan á kyrrstæðan bíl í vegkanti, sem hafði örfáum mínútum fyrr ekið aftan á annan kyrrstæðan bíl þar fyrir framan, með þeim afleiðingum að fyrsti bíllinn hafnaði á hliðinni, og sá seinni skall utan í ökumenn og farþega beggja síðarnefndu bílanna, þar sem þeir stóðu og fylltu út tjónaskýrslu.

Innlent
Fréttamynd

Dan­mörk „pínu­lítið land“ með „pínu­lítinn her“

Einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, segir Dani ekki geta varið Grænland. Danmörk sé pínulítið ríki, með pínulítinn efnahag og pínulítinn her. Hann segir ósanngjarnt að Bandaríkjamenn eigi að verja fúlgum fjár í að byggja upp varnir á Grænlandi og eyríkið eigi áfram að tilheyra Danmörku en ekki Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Á­kvörðunin á á­byrgð stjórn­enda Icelandair en ekki flug­manna

Forsvarsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna, eða FÍA, segja það alfarið á ábyrgð stjórnenda Icelandair að hætta eigi að fljúga til Istanbúl í Tyrklandi. Stjórnendur hafi gert mistök sem nú sé verið að varpa yfir á flugmenn. Ekkert í núverandi kjarasamningi komi í veg fyrir áframhaldandi flug til Istanbúl.

Innlent
Fréttamynd

„Hef hvergi hallað réttu máli“

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, segist ekki hafa farið með rangt mál þegar hún var spurð hvort borgin væri að kanna lóðarréttarsölu Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda síns í prófkjöri Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Fá þau að vera aftur á lista með Hildi?

Sjálfkjörið var í kjörnefnd Varðar sem sér um uppstillingu á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum. Allir núverandi borgarfulltrúar sem Vísir hefur náð tali af vilja aftur í framboð, ekki náðist í einn. Oddviti segist finna gríðarlegan áhuga fólks á því að fá sæti á lista flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Eigum eftir að sjá hvort Guð­brandur bæti upp fyrir hegðun sína

Talskona Stígamóta segir afsögn hafa verið eina valkostinn í máli þingmanns flokksins sem hefur nú játað að hafa sóst eftir því að kaupa vændi. Hann sagði af sér þingmennsku eftir að honum var tilkynnt að fjallað yrði um málið. Formaður Viðreisnar segist vonsvikinn vegna málsins.

Innlent