Þrír létust í óveðrinu Þrír eru látnir eftir að stormurinn Jóhannes reið yfir Svíþjóð í gær. Þúsundir eru án rafmagns og samgöngutruflanir eru víða. Erlent 28.12.2025 11:17
Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 28.12.2025 09:45
Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Vilhjálmur Birgisson, formaður starfsgreinasambandsins, segir duldar skattahækkanir á launafólk leynast víða, og verkalýðshreyfingin eigi aldrei að láta þær líðast. Ein slík taki gildi á næsta ári, þegar persónuafsláttur hækkar ekki í takt við launavísitölu. Innlent 28.12.2025 09:07
Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Einn er látinn vegna mikils óveðurs sem geisar nú um Svíþjóð og Noreg. Maðurinn mun hafa verið við skíðasvæðið í Kungsberget, nálægt sænska bænum Sandviken. Erlent 27.12.2025 18:49
Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Níu hafa verið handteknir í Ítalíu fyrir að safna rúmlega milljarði íslenskra króna fyrir Hamas-samtökin á Gasa. Fjármununum var safnað undir því yfirskyni að þeir myndu renna til mannúðaraðstoðar í Palestínu. Erlent 27.12.2025 17:59
Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag mann fyrir ofbeldishegðun í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn er sagður hafa stofnað ítrekað til slagsmála við skemmtistað. Að sögn lögreglu var hann með öllu óviðræðuhæfur sökum annarlegs ástands. Innlent 27.12.2025 17:57
Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjálfvirkir lyfjaskammtarar, sem nýttir eru í heimaþjónustu um allt land, hafa reynst gríðarlega vel. Sviðsstjóri hjá heimaþjónustu borgarinnar segir skammtarana spara mikinn tíma hjá starfsmönnum og auka sjálfstæði notendanna svo um munar. Innlent 27.12.2025 16:30
Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Leiðsögumaður var á göngu nálægt heimili sínu í Laugardalnum í Reykjavík þegar ráðist var á hana af ástæðulausu. Hún biðlar til fólks að sýna umhyggju en enginn þeirra sem voru á ferli kom henni til aðstoðar eftir árásina. Þetta er í annað skipti sem ráðist hefur verið á hana í þau sjö ár sem hún hefur búið á Íslandi. Innlent 27.12.2025 15:59
Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Kostnaður umhverfis- orku, og loftslagsráðuneytisins vegna kaupa á þjónustu frá almannatenglum og auglýsingastofum hefur numið hátt í einni milljón króna á þessu ári, sem er um fjögur hundruð þúsund krónum minna en ráðuneytið varði í slíka þjónustu í fyrra. Ráðuneytið naut meðal annars aðstoðar slíkra sérfræðinga í tengslum við hringferð ráðherra um orkumál í fyrra og vegna leiðréttingar á landsákvörðuðu framlagi Íslands gagnvart Parísarsamningnum. Innlent 27.12.2025 15:43
Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Fjórir göngumenn sem týndust á jóladegi í Grikklandi hafa fundist látnir. Mennirnir mundust grafnir undir snjóflóði í Vardousia fjöllunum. Erlent 27.12.2025 14:59
Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Það var að eigin frumkvæði lögreglu sem ráðist var í lokanir fjögurra verslana á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna gruns um ólöglega sölu áfengis á hátíðardögum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna gætu átt sekt yfir höfði sér fyrir brot á reglugerð um smásölu og áfengisveitingar, að sögn Árna Friðleifssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 27.12.2025 13:34
Brenndu rangt lík Rannsókn er hafin eftir að mistök á sjúkrahúsi í Bretlandi leiddu til þess að rangt lík var brennt. Líkið, sem var brennt fyrir mistök, var talið vera annað lík sem átti að brenna. Erlent 27.12.2025 13:25
„Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir, sem skila raunverulegum árangri í loftlagsmálum”, segir formaður Bændasamtakanna og bætir við að það hafi verið jákvæð skref í vetur þegar veittur var fjárfestingastuðningur til ylræktarbænda til að draga úr orkukostnaði. Innlent 27.12.2025 13:05
Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir Kjartan Guðmundsson, manninn sem liggur þungt haldinn á spítala í Suður Afríku í kjölfar umferðarslyss. Maðurinn er faðir drengs í meðferð í Suður Afríku en systir drengsins og föðuramma létust í slysinu. Innlent 27.12.2025 12:50
Leita í rústum íbúðahúsa Hjálparstarfsmen í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, leita nú að fólki sem liggur í rústum íbúðahúsnæðis. Rússar siguðu yfir fimm hundruð sprengjudrónum á höfðuborgina í nótt. Erlent 27.12.2025 12:13
Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, mun ekki sækjast eftir bæjarstjórasætinu eftir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Hann ræddi bæjarstjórastarfið og krabbameinsgreininguna í Einmitt. Innlent 27.12.2025 11:58
Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Samherji gæti tvöfaldast að stærð nái áform í landeldi fram að ganga að sögn forstjóra félagsins. Félagið hyggist ráðast í þrjátíu milljarða króna fjárfestingu í greininni á næstu misserum með innlendum og erlendum fjárfestum. Innlent 27.12.2025 11:56
Árekstur á Suðurlandsbraut Tveggja bíla árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Engjavegar klukkan tíu í morgun. Innlent 27.12.2025 10:51
Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Jaðrskjálfti af stærð 3,1 varð við Kleifarvatn laust fyrir klukkan tvö í nótt. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skjálftann ekki tengjast auknum líkum á eldvirkni. Innlent 27.12.2025 10:24
Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Norsk stjórnvöld skoða að setja á samfélagsmiðlabann fyrir börn undir fimmtán ára aldri. Þau feta þar með í fótspor Dana og Ástrala. Erlent 27.12.2025 10:01
Semja aftur um vopnahlé Ráðamenn í Taílandi og Kambódíu hafa náð samkomulagi um vopnahlé, en blóðug átök hafa staðið yfir á landamærum ríkjanna undanfarnar vikur. Minnst 41 hefur látið lífið og tæplega milljón mans hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Erlent 27.12.2025 08:21
Væta vestantil eftir hádegi Í dag verður lítilsháttar rigning með köflum vestantil eftir hádegi og hiti tvö til sjö stig. Létttskýjað verður um landið austanvert og víða vægt frost, en þar hlýnar mám saman síðdegis og í kvöld. Gengur í suðvestan 8-15 m/s í dag, en hægari vindur sunnan- og austanlands. Veður 27.12.2025 07:36
Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Tveir voru handteknir í nótt grunaðir um framleiðslu og sölu fíkniefna, peningaþvætti, og vörslu fíkniefna. Málið er í rannsókn. Innlent 27.12.2025 07:32
Jarðskjálfti við Kleifarvatn Jarðskjálfti af stærð 3,1 varð við Kleifarvatn sunnan höfuðborgarsvæðisins klukkan 01:48 í nótt. Um er að ræða þekkt jarðskjálftasvæði. Innlent 27.12.2025 02:29