Fréttir

Fréttamynd

Hinsegin dagar hefjast á morgun

Hinsegin dagar 2021 hefjast með málningu hinsegin fánalita á Ingólfsstræti, milli Laugavegar og Hverfisgötu klukkan 12 á morgun, þriðjudag. Málun regnboga er hefðbundið upphaf Hinsegin daga í Reykjavík. Þema Hinsegin daga í ár er Hinsegin á öllum aldri.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Einn í öndunarvél með Covid-19

Tveir sjúklingar liggja á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19. Annar þeirra var settur í öndunarvél í gær. Fimm voru lagðir inn með sjúkdóminn síðasta sólarhring.

Innlent
Fréttamynd

Tsi­ma­nou­ska­ya komin með land­vistar­leyfi í Pól­landi

Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur sótt um pólitískt hæli í Póllandi og hefur þegar fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og ætlar að fljúga til Póllands á næstu dögum. Tsimanouskaya er nú stödd í pólska sendiráðinu í Tókýó í Japan en hún var stödd þar til að keppa á Ólympíuleikunum.

Erlent
Fréttamynd

Átta hundruð nýjar íbúðir byggðar í Vogunum

Mikil uppbygging á sér nú stað í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjunum því þar eru að hefjast framkvæmdir við byggingu á átta hundruð nýjum íbúðum. Íbúar sveitarfélagsins í dag eru um þrettán hundruð.

Innlent
Fréttamynd

Tvöfalt fleiri reyndust smitaðir í Herjólfi

Þrjátíu ferðamenn eru komnir í farsóttahús eftir að hafa greinst með kórónuveiruna um borð í Herjólfi. Hópurinn hafði áður gert tilraun til að ferðast til Vestmannaeyja en kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn, segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður húsanna.

Innlent
Fréttamynd

Fjölga starfsfólki í vikunni vegna álags

Álag er á starfsfólki sýnatökuhússins við Suðurlandsbraut, en langar raðir í sýnatöku virðast nú daglegt brauð. Verkefnastjóri skimana segir að von sé á fleira starfsfólki í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

67 greindust smitaðir innanlands

Að minnsta kosti 67 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 36 utan sóttkvíar og 31 í sóttkví við greiningu.

Innlent
Fréttamynd

Þung­búið yfir landinu næstu daga

Þungbúið verður yfir landinu næstu daga, hægir vindar og rigning víða. Ólíklegt er að nokkuð sjáist til sólar en þá helst fyrir austan ef hún lætur sjá sig.

Veður
Fréttamynd

Vonar að kindurnar í dalnum jarmi undir með sér

Brekkusöngur á Þjóðhátíð fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt í sextíu manns hafa unnið að uppsetningu enda var ákveðið að bjóða upp á dagskrá í fullri stærð og svo getur fólk keypt sér aðgang að streymi.

Innlent
Fréttamynd

Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim

Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóða Ólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

YouTu­be setur Sky News í Ástralíu í bann

Efnisveitan YouTube hefur sett fréttastofuna Sky News í Ástralíu í vikulangt bann. Efnisveitan segir fréttastofuna hafa brotið hegðunarreglur með því að breiða út rangar upplýsingar um Covid-19.

Erlent
Sjá næstu 50 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.