Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Á árunum 2017 til 2025 fjölgaði íbúum Íslands margfalt á við önnur lönd vegna mikillar fjölgunar erlendra ríkisborgara en veiting dvalarleyfa til ríkisborgara utan EES, svokallaðra þriðju ríkis borgara, skýrir sífellt stærri hluta fólksfjölgunar á Íslandi. Starfshópur leggur til víðtækar breytingar á dvalarleyfakerfinu. Innlent 20.11.2025 13:34
Skúli sækist eftir 2. sæti Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Flokksvalið fer fram 24. janúar næstkomandi. Innlent 20.11.2025 13:25
Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir kynnir skýrslu starfshóps um þróun í útgáfu dvalarleyfa og misræmi við önnur Norðurlönd á blaðamannafundi klukkan 13. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 20.11.2025 12:58
Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Innlent 20.11.2025 11:30
Magnús Guðmundsson er látinn Magnús Elías Guðmundsson, blaða- og kvikmyndagerðarmaður, er látinn 71 árs að aldri eftir erfið veikindi síðustu ár. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag. Innlent 20.11.2025 10:40
Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjö af hverjum tíu landsmönnum eru hlynntir lagningu Sundabrautar milli Sæbrautar og Kjalarness. Þjóðin skiptist hinsvegar í fylkingar þegar spurt er hvort Sundabrautin ætti að vera göng eða hvort hún ætti að vera brú. Innlent 20.11.2025 10:26
Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Bandarískir alríkissaksóknarar viðurkenndu í gær að kviðdómendur í ákærudómstól sem ákærðu James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) í september, sáu aldrei lokaútgáfu ákæranna. Dómari í málinu er sagður hafa „grillað“ saksóknarana um nokkuð skeið í dómsal í gær og hefur aðstæðum þar verið lýst sem „einstaklega vandræðalegum“. Erlent 20.11.2025 09:48
Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Svarendur í skoðanakönnun sem Maskína gerði voru svo gott sem á einu máli um að það hefði verið rétt ákvörðun hjá Sigríði Björk Guðjónsdóttur að segja af sér sem ríkislögreglustjóri. Sú afstaða er óháð kyni, aldri, búsetu, menntun, tekjum eða stjórnmálaskoðunum svarenda. Innlent 20.11.2025 09:20
Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Alls voru 67.890 erlendir ríkisborgara búsettir eða með dvalarleyfi á Íslandi árið 2024. Þar af voru 46.186 erlendir ríkisborgarar með ríkisfang í EES/EFTA ríki. Innlent 20.11.2025 08:49
Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs „Endurhæfing – leiðir til betra lífs“ er yfirskrift árlegs heilbrigðisþings heilbrigðisráðherra sem fram fer Hótel Hilton Nordica í dag. Innlent 20.11.2025 08:33
Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Markmið íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun er krefjandi en þau reyna að finna jafnvægi á milli raunsæis og metnaðar, að sögn loftslagsráðherra. Samningamenn Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafi farið að heiman með þau skilaboð að krefjast afgerandi samdráttar í losun. Innlent 20.11.2025 08:02
Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Bæjarstjórn Árborgar mótmælir því að þungaflutningar vegna fyrirhugaðrar efnistöku á Búfellshólum austan Búrfells fari í gegnum þéttbýlið á Selfossi. Innlent 20.11.2025 07:43
Trump staðfestir Epstein-lögin Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í nótt undir frumvarp sem kveður á um að stjórnvöld geri öll skjöl varðandi kynferðisglæpamanninn Jeffrey Epstein opinber og aðgengileg almenningi. Erlent 20.11.2025 07:22
Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Lægð kemur upp Grænlandssund og munu skil hennar fara yfir landið, fyrst í kringum hádegi allra vestast. Veður 20.11.2025 07:06
Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Hvorki íslensk lög né alþjóðasamningar sem Ísland á aðild að veita yfirvöldum hér heimild til þess að granda skipum á hafsvæðinu við landið eingöngu vegna gruns um fíkniefnasmygl. Bandaríkjastjórn hefur sprengt upp fjölda báta og drepið tugi manna í árásum á meinta smyglbáta að undanförnu. Innlent 20.11.2025 07:01
Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna manns sem var sagður standa úti á miðri götu í miðborginni og trufla umferð. Hann hljóp á brott undan lögreglu en fannst skömmu síðar. Maðurinn var handtekinn, enda ekki í ástandi til að sýsla með eigin hagsmuni, segir í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar. Hann er grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna og peningaþvætti. Innlent 20.11.2025 06:44
Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, hefur lagt til við umhverfis- og skipulagsráð að Reykjavíkurborg segi upp samningum Bílastæðasjóðs um rekstur gjaldskyldu fyrir einkaaðila á gjaldsvæði 4 (P4). Tillagan var tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í dag og vísað til borgarráðs til afgreiðslu. Innlent 20.11.2025 06:32
Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Forsætisráðherra hyggst breyta lögum um laun handhafa forsetavalds svo hver um sig fái hundrað þúsund krónur ár hvert í stað þess að hver fái þriðjung af launum forseta. Einnig er lagt til að forseti fái að ráða sér sérstakan aðstoðarmann án auglýsingar. Innlent 19.11.2025 23:01
Gulli Reynis látinn Tónlistarmaðurinn Gunnlaugur Reynisson, eða Gulli Reynis, er fallinn frá. Eiginkona hans, Erla Björk Hauksdóttir, tilkynnti um andlát hans í dag. Innlent 19.11.2025 22:58
Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Það tók innan við fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í öruggt skjól þegar eldur kom upp á hjúkrunarheimilinu við Sléttuveg í gær. Heimilisfólkinu var nokkuð brugðið og býðst áfallahjálp eftir atvikið, en ríflega tuttugu íbúar dvelja nú í tímabundnum úrræðum á meðan unnið er að því að koma deildinni aftur í horf. Innlent 19.11.2025 22:00
Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sviðstjóri hjá Ríkisendurskoðun hefur höfðað mál á hendur embættinu vegna ákvörðunar ríkisendurskoðanda um að færa hann til í starfi. Málið er höfðað hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 19.11.2025 21:09
Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Að minnsta kosti 25 eru látnir, þar á meðal þrjú börn, eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarhúsnæði í vesturhluta Úkraínu. Rúmlega sjötíu særðust í árásinni. Erlent 19.11.2025 19:48
Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Unglingar yngri en 16 ára í Ástralíu hafa nú fengið tilkynningu um að aðgöngum þeirra á Facebook, Instagram og Threads verði lokað vegna banns við notkun samfélagsmiðla fyrir yngri en sextán ára sem tekur gildi í landinu í desember. Erlent 19.11.2025 19:15
Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Á stjórnarfundi Miðflokksdeildar Kópavogs var samþykkt að framboðslisti Miðflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar verði ákveðinn af uppstillingarnefnd. Í tilkynningu eru allir sem hafa áhuga á að taka þátt hvattir til að hafa samband. Innlent 19.11.2025 19:08
Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Móðir drengs sem svipti sig lífi eftir margra ára baráttu við fíknivanda segir meðferðarheimili Stuðla hafa gert illt verra og að sonur sinn hafi orðið fyrir ofbeldi innan heimilisins. Úrræðaleysi og afskiptaleysi taki við eftir átján ára aldur. Innlent 19.11.2025 19:02