
Óska eftir vitnum að hjólreiðaslysi í Breiðholti þar sem maður lést
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir vitnum að slysi sem varð á göngustíg á móts við Hagasel 14-22 í Breiðholti laugardagsmorguninn 16. janúar.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir vitnum að slysi sem varð á göngustíg á móts við Hagasel 14-22 í Breiðholti laugardagsmorguninn 16. janúar.
Formaður SEM samtakanna segir gróf mannréttindabrot framin daglega á Íslandi þegar hreyfihömluðum er meinaður greiður aðgangur að opinberum stöðum og íbúðarhúsnæði. Hann gagnrýnir byggingarfulltrúa og skipulagsyfirvöld harðlega og segir þau gefa afslátt af lögbundnum kröfum um aðgengi.
Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka.
Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um snjóflóðahættu sem nú er á Hofsósi en þar var það fyrir árvekni ungs bæjarbúa sem stærðarinnar sprunga í snjóalögum fyrir ofan Vesturfarasetrið uppgötvaðist.
Drög að frumvarpi til breytinga á tollalögum hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Tollyfirvöldum eru þar veittar auknar heimildir til þess að leita í innrituðum farangri, án þess að eigandinn sé viðstaddur.
Þrír Nýsjálendingar hafa greinst smitaðir af Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist í marga mánuði. Ein kona greindist smituð í síðustu viku og tveir í dag. Öll þrjú luku nýverið sóttkví í sama farsóttahúsinu í borginni Auckland.
Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví.
Lagt er til að lög um Kristnisjóð falli brott í frumvarpi sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram. Aðrir þingmenn flokksins, sem og Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar og Andrés Ingi Jónsson standa einnig að málinu.
Stefnt er að því að stjórnun og rekstur nýs leikskóla við Kleppsveg 150-152 muni heyri undir leikskólann Brákarborg sem er til húsa í Brákarsundi.
Þrýstingsfall varð í einni af Boeing-fraktflugvélum flugfélagsins Bláfugls í gærmorgun þegar vélin var á leið frá Dublin til Keflavíkur. Þrýstingsfallið uppgötvaðist þegar vélin var skammt frá Færeyjum.
Auðjöfurinn Bill Gates segir magn „klikkaðra“ og „illra“ samsæriskenninga um hann hafa komið sér á óvart. Hann vonast til þess að kenningarnar, sem snúa margar að faraldri nýju kórónuveirunnar og bóluefnum, hverfi á endanum.
Greiddar hafa verið 442 milljónir króna í styrki úr Bjargráðasjóði vegna mikils kal- og girðingatjóns veturinn 2019-20.
Fjöldi þeirra sem greinst hefur smitaður af kórónuveirunni á heimsvísu er nú kominn yfir 100 milljónir manna, að því er fram kemur hjá Reuters fréttastofunni.
Einar Kárason rithöfundur hefur sent frá sér mikla bók, Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en þar er farið yfir einstakan feril athafnamannsins sem lenti í fordæmalausum málaferlum í tengslum við viðskipti sín og rekstur.
Þingið í Túnis samþykkti í gær nýja ráðherra í ríkisstjórn landsins, en forsætisráðherrann Hichem Mechichi vill með breytingunum bregðast við þeirri reiði sem blossað hefur upp í landinu og leitt til mikilla mótmæla síðustu daga.
Rafmagnslaust er í Garðabæ vegna bilunar í háspennulínu. Unnið er að viðgerð, en bilunin kom upp klukkan 6:10 í morgun.
Hringvegurinn milli Mývatns og Egilsstaða er enn lokaður þar sem krapastífla flæðir yfir veginn við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum.
Það verður austlæg átt í dag, víða strekkingur, allhvöss eða hvöss syðst og á Vestfjörðum en mun hægari austanlands. Þá verður bjart með köflum en stöku él úti við sjávarsíðuna.
Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því í gær að setja aukinn kraft í bólusetningu þar í landi þannig að flest allir Bandaríkjamenn verði búnir að fá bólusetningu gegn Covid-19 í lok sumars eða snemma í haust.
Landhraðametsbíllinn Blóðhundurinn er til sölu. Ian Warhurst, maðurinn sem bjargaði verkefninu fyrir tveimur árum hefur tilkynnt að hann sé að leita að nýjum eigendum eða styrktaraðilum. Warhurst tókst ásamt teyminu sem vinnur í kringum bílinn að koma honum yfir 1000 km/klst. múrinn.
Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi tilkynning um dansleik í húsnæði við hlið veitingastaðar í miðbæ Reykjavíkur.
Franska lyfjafyrirtækið Sanofi hyggst aðstoða lyfjafyrirtækið Pfizer við framleiðslu á hundrað milljón skömmtum af bóluefni þess síðarnefnda gegn kórónuveirunni. Fyrstu Pfizer-skammtarnir frá Sanofi eru þó ekki væntanlegir fyrr en í júlí.
Afar ólíklegt verður að teljast að Donald Trump verði fundinn sekur í öldungadeild bandaríska þingsins þegar ákærur á hendur honum verða teknar fyrir. Meirihluti þingmanna repúblikana greiddu í dag atkvæði með tillögu um að vísa ákærunum frá.