Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann í matsal vinnubúða verktakafyrirtækis við Gufufjörð í Reykhólahreppi í febrúar síðastliðnum. Innlent 26.12.2025 08:45
Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Volodýmýr Selenskí Úkraínuforseti mun funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta „í náinni framtíð“ og segir hann að margt geti ráðist fyrir árslok. Erlent 26.12.2025 08:28
Kuldaskil á leið yfir landið Kuldaskil eru nú á leið austur yfir landið með rigningu eða slyddu, og snjókomu til fjalla. Veður 26.12.2025 07:50
Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Rússar stefna að enduropnun leikhússins í Maríupól fyrir áramót. Leikhúsið er ein táknmynda hryllingsins sem fylgt hefur innrás Rússlands í Úkraínu eins og raunar borgin öll. Erlent 25.12.2025 18:31
Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Tyrknesk yfirvöld hafa handtekið yfir hundrað manns sem eru grunaðir um að skipuleggja árásir á jólunum og gamlárskvöld gegn fólki sem er ekki af múslimatrú. Erlent 25.12.2025 16:30
Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tæpum hundrað milljónum króna árið 2024. Framlög lögaðila til flokksins voru tugir milljóna króna en kostnaðurinn við Alþingiskosningarnar var rúmlega 170 milljónir króna. Innlent 25.12.2025 15:13
Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðisbundið fangelsi fyrir að bakka bíl sínum á konu. Hann þarf einnig að greiða konunni þrjá og hálfa milljón króna en hún þurfti að liggja á sjúkrahúsi í marga mánuði eftir atvikið. Innlent 25.12.2025 14:30
Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet „Einn öfgafyllsti atburður sem hefur sést í loftslagssögu heimsins,“ stendur í færslu notanda á X sem fylgist með óvenjulegu hitastigi um allan heim en hitamet var slegið í gær. Íslenskur veðurfræðingur gefur lítið fyrir staðhæfinguna. Veður 25.12.2025 14:04
Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Leó fjórtandi páfi bað fyrir því að Úkraína og Rússland myndu finna hugrekki til að ljúka friðarvæðrum þeirra í fyrsta jóladagsávarpi sínu. Þá bað hann einnig fyrir fólkinu á Gasa. Erlent 25.12.2025 12:27
Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Eigi heilbrigðisstarfsmenn erfitt með að túlka ákvæði laga um þagnarskyldu með réttum hætti er tilefni til að skýra það frekar. Það er afstaða Landspítalans samkvæmt svörum. Einnig er það afstaða spítalans að vert sé að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum og að það eigi að vera samræmt þvert á alla heilbrigðisþjónustu. Innlent 25.12.2025 12:00
Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Engin guðþjónusta verður í boði í Mýrakirkju í dag vegna rafmagnsleysis í Dýrafirði. Presturinn segist ætla að nýta tækifærið og vera heima með börnunum á jóladag. Innlent 25.12.2025 11:26
Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Bandarísk stjórnvöld hafa fundið yfir milljón skjöl sem gætu tengs máli barnaníðingsins Jeffrey Epstein. Þó nokkur skjöl hafa verið birt opinberlega og stendur til að birta nýju skjölin. Erlent 25.12.2025 10:40
Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Fimm eru látnir eftir að þyrla hrapaði í hlíðum Kilimanjaro, hæsta fjalls Afríku, í Tansaníu í gærkvöldi. Erlent 25.12.2025 09:10
Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Foktjón varð á Ísafirði í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær, aðfangadag. Lögreglumenn á Ísafirði urðu varir við að nokkrir lausir munir höfðu fokið og að í tveimur tilvikum að minnsta kosti hafi orðið skemmdir á mannlausum bílum sem stóðu á bílastæði við Hafnarstræti á Ísafirði. Innlent 25.12.2025 08:52
Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Það blés hraustlega á landinu í gær og í nótt, sérstaklega um landið norðvestanvert. Sunnanáttinni fylgdu mikil hlýindi og í gærkvöldi var desemberhitametið slegið í hnjúkaþey á Seyðisfirði en þar komst hitinn í 19,8 stig. Veður 25.12.2025 08:21
Þau kvöddu á árinu 2025 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu á árinu sem senn er á enda. Erlent 25.12.2025 08:00
Gleðileg jól, kæru lesendur Fréttastofa Sýnar sendir lesendum Vísis nær og fjær sínar bestu óskir um gleðileg jól. Innlent 24.12.2025 15:58
Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá helstu atriðum í tuttugu punkta drögum að friðarsamkomulagi sem Úkraína og Bandaríkin hafa til skoðunar. Forsetinn trúir því að drögin gætu orðið grunnurinn að friðarsamkomulagi þeirra við Rússa. Erlent 24.12.2025 15:45
Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Einn hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir að bíll hafnaði á staur á Arnarnesvegi og á tveggja metra háum grjótvegg. Innlent 24.12.2025 14:35
Skiluðu hagnaði á kosningaári Framsóknarflokkurinn skilaði tæpum áttatíu milljón krónum í hagnað árið 2024. Ársreikningur þeirra fyrir árið hefur verið samþykktur og birtur á vef Ríkisendurskoðunar. Innlent 24.12.2025 14:27
Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Á kaffistofu Samhjálpar er sannkallaður hátíðarmatur á boðstólnum í hádeginu. Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að ró og gleði ríki í húsakynnum þeirra. Innlent 24.12.2025 13:37
Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Björgunarsveitirnar á Dalvík og Akureyri voru kallaðar út í morgun til að sinna nokkrum minniháttar fokverkefnum. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi. Innlent 24.12.2025 12:44
Grjóthrun undir Eyjafjöllum Grjóthrun varð hjá Holtsnúpi undir Eyjafjöllum í morgun. Einn bíll lenti á grjóti en enginn slys urðu á fólki. Innlent 24.12.2025 12:11
Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Tvær ástralskar ferðakonur sem voru rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur fyrir ferð sem átti að kosta þær sjö þúsund krónur, eftir að þeim var ekið á rangan áfangastað, fá fargjaldið endurgreitt úr vasa leigubílstjórans. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum. Innlent 24.12.2025 11:30