Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bill de Blasio gefst upp í baráttunni

Bill de Blasio, borgarstjóri New York, er hættur í forvali Demókrataflokksins til forsetakosninga vestanhafs á næsta ári. Þetta tilkynnti hann nú fyrir á skömmu en framboð hans hefur ekki gengið vel og hefur hann mælst með lítið sem ekkert fylgi.

Erlent
Fréttamynd

Trump kynntar mögulegar árásir gegn Íran í dag

Trump skipaði hernum að skipuleggja möguleg viðbrögð við árás á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, sem stödd er í Sádi-Arabíu, en Bandaríkjamenn og Sádar saka yfirvöld Íran um að hafa komið að árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Tvöfalt fleiri konur mættu í fyrstu skimun

Þátttaka kvenna kvenna í skimun sem fá í fyrsta sinn boð um leit að brjósta- og leghálskrabbameini tvöfaldaðist frá 1. janúar til 31. júlí 2019 miðað við sama tímabil árið 2018.

Innlent
Fréttamynd

Enn einn blauti dagurinn

Appelsínugul viðvörun er enn í gildi við Faxaflóa og Breiðafjörð í dag. Mikil úrkoma hefur verið á vesturhelmingi landsins síðastliðinn sólarhring og áfram er spáð úrkomu frameftir degi.

Innlent
Fréttamynd

Loforð Trump sagt tengjast Úkraínu

Loforðið varð til þess að starfsmaður einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna, sem starfaði innan Hvíta hússins, tilkynnti atvikið og hefur það leitt til mikilla deila á milli þingmanna og Joseph Maguire, starfandi yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna, sem neitar að afhenda þinginu upplýsingar um kvörtun starfsmannsins.

Erlent
Fréttamynd

Þingkosningar á Spáni í nóvember

Spánverjar standa frammi fyrir fjórðu þingkosningunum á jafnmörgum árum eftir að Pedro Sanchez, forsætisráðherra og formaður Sósíalistaflokksins, tókst ekki að koma saman þingmeirihluta fyrir nýja ríkisstjórn.

Erlent
Fréttamynd

Lykilatriði að geta ropað almennilega

Um 600 manns munu þreyta árlegt bjórhlaup RVK Brewing sem hefur vaxið hratt milli ára. Íslandsmeistari kvenna segist hafa lært af reynslunni. Það hafi komið henni á óvart hversu erfitt er að spretta af stað eftir einn stóran bjór.

Innlent
Sjá næstu 25 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.