Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Leiðtogi kynlífsþrælkunarhópsins sakfelldur

Keith Raniere, maðurinn sem sakaður var um að hafa verið leiðtogi sjálfshjálparhóps sem hneppti konur í kynlífsþrælkun, var í kvöld sakfelldur í réttarhöldunum yfir honum. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsisdóm.

Erlent
Fréttamynd

Teslan ekki aftur í hendur Magnúsar eftir neitun Hæstaréttar

Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, sem vildi fá að áfrýja dómi Landsréttar frá því í apríl á þessu ári þar sem hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur. Þá var tugmilljóna króna Tesla-bíll Magnúsar gerður upptækur og nú því endanlega ljóst að Magnús fær bílinn ekki aftur.

Innlent
Fréttamynd

Þóttist vera lögga, handtók mann en þurfti aðstoð við að rata á lögreglustöðina

Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni, ólögmæta nauðung, gripdeild og umferðar- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn þóttist vera lögreglumaður, framkvæmdi leit á starfsmönnum hótels í Reykjavík og tók eigur starfsmanns ófrjálsri hendi. Maðurinn handtók annnan mann en þurfti aðstoð hans við að rata á lögreglustöðina við Hverfisgötu.

Innlent
Fréttamynd

Mjaldrarnir rólegir eftir smá stress í byrjun

Þetta voru mjög sérstakir gestir sem voru hjá okkur í dag, segir Brynjar Örn Sveinjónsson, flugmaður Cargolux. Brynjar fékk það sérstaka verkefni að fljúga flugvél Cargolux frá Shanghai til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára

Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins.

Innlent
Sjá næstu 25 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.