Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sagði ráð­gjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til

Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ráðlagði aðstoðarmanni Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hvernig best væri fyrir rússneska forsetann að hafa áhrif á Trump. Witkoff sagði Júrí Úsjakóv, aðstoðarmanni Pútíns, hvernig Pútín ætti að reyna að selja Trump tiltekna áætlun um hvernig binda ætti enda á stríðið í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Losna við ná­granna eftir þriggja ára bar­áttu

Íbúar í fjölbýlishúsi á suðvesturhorni landsins anda léttar eftir að héraðsdómur bannaði karlmanni að dvelja í íbúð foreldra sinna og flytja með allt sitt hafurtask innan mánaðar. Íbúarnir lýsa ógnandi hegðun, hávaða og skemmdarverkum yfir rúmlega þriggja ára tímabil.

Innlent
Fréttamynd

Nokkur fjöl­býlis­hús í ljósum logum

Nokkur fjölbýlishús standa í ljósum logum í Hong Kong. Að minnsta kosti þrettán eru látnir og fimmtán særðir vegna eldhafsins. Hvernig eldurinn kviknaði er ekki ljóst en hann mun hafa dreifst hratt milli húsa með stillösum úr bamus og netum sem búið var að reisa við húsin.

Erlent
Fréttamynd

Auknar líkur á kvikuhlaupi en ó­vissa um hve­nær gýs næst

Áfram eru auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi næstu vikurnar en hraði kvikusöfnunar undir Svartsengi hefur haldist nokkuð stöðugur síðasta hálfa mánuðinn. Ekki er þó mögulegt að áætla með nákvæmum hætti hvenær næst gæti gosið hafist á Reykjanesi en hættumat helst óbreytt til 9. desember nema að virkni taki breytingum. Áfram er lítil skjálftavirkni við Svartsengi og Grindavík og heldur jarðskjálftavirkni við Krýsuvík áfram að minnka og landsig við Krýsuvík hefur nokkurn veginn stöðvast.

Innlent
Fréttamynd

Þing­menn segja Trump reyna að hræða þá með rann­sókn FBI

Sex þingmenn Demókrataflokksins segja starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) vilja ræða við þá, vegna umdeilds myndbands sem þeir birtu á dögunum. Í því myndbandi hvöttu þingmennirnir starfandi hermenn og starfsmenn leyniþjónusta til að neita að fylgja skipunum Donalds Trump, forseta, ef þær skipanir væru ólöglegar.

Erlent
Fréttamynd

Með lög­regluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni

Tveir karlmenn og ein kona hafa verið ákærð fyrir innflutning á 5,7 kílóum af kókaíni sem falin voru í BMW-bíl sem ferðaðist frá Íslandi til Litáen og aftur til Íslands með flutningsskipi. Fólkið beið í fimm daga áður en það reyndi að nálgast efnin í bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skamm­deginu

Edda Björk Þórðardóttir, sálfræðingur og dósent við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, mælir sterklega með því að klukkunni verði seinkað um klukkustund. Edda Björk segir marga þætti geta haft áhrif á líðan í skammdeginu og það skipti verulega miklu máli að halda rútínu. Sólarupprás í dag er um klukkan 10:31 og sólsetur um 15:57.

Innlent
Fréttamynd

Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu

Tveir unglingar hafa ákveðið, með stuðningi baráttusamtaka, að höfða mál gegn ástralska ríkinu vegna nýrra reglna sem kveða á um að samfélagmiðlar á borð við Facebook, Instagram, TikTok og YouTube, mega ekki leyfa einstaklingum undir 16 ára aldri að stofna aðganga.

Erlent
Fréttamynd

Þetta eru fjöl­mennustu borgir í heimi

Árið 1950 bjuggu aðeins um 20% heimsbyggðarinnar í borgum. Undanfarna áratugi hefur þéttbýlisvæðing farið vaxandi á heimsvísu og er hlutfalli þeirra sem nú búa í borgum komið upp í 45% samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Á sama tíma hefur fjöldi jarðarbúa margfaldast, úr um 2,5 milljörðum árið 1950 upp í um 8,2 milljarða í ár samkvæmt skýrslunni.

Erlent
Fréttamynd

Vilja fá konur í mæðra­vernd sama hvernig þær fæða börn sín

Elísabet Heiðarsdóttir, leiðtogi ljósmæðra hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ljósmæður sem sinna meðgönguvernd á Íslandi vilja hitta allar konur sem eigi von á barni. Sama hvar og hvernig þær ætla að fæða sín börn. Hún segir þjónustuna algjörlega á forsendum konunnar og harmar að einhverjar konur, þó fáar séu, vilji frekar fæða börnin sín ein og afþakka meðgönguvernd.

Innlent
Fréttamynd

Lög­maðurinn neitar sök og kærir til Lands­réttar

Starfandi lögmaður sem handtekinn var fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi neitar sök og hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti.

Innlent