Fréttir

Fréttamynd

„Búið er að kveikja á kyndlunum í dýflissunum“

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir „framvarðasveit verkalýðshreyfingarinnar“ komna á stjá á ný, eftir lægð í skeytasendingum. Hún segir stjórn Eflingar ekki lengur þurfa að furða sig á áhugaleysi. Nú sé búið að ræsa vélarnar.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum fjöllum við um rafbyssur sem lögreglan mun brátt taka í notkun. Undirbúningur stendur nú yfir undir handleiðslu erlendra sérfræðinga og við heyrum í lögreglukonu sem lýsir því hvernig er að fá rafstraum úr slíku vopni. Hún segir alveg nóg að prófa það bara einu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Fagnar afmæli sjö mánuðum eftir að banalegan hófst

Þegar Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hóf líknandi meðferð í febrúar, bjuggust aðstandendur hans við því að hann myndi falla frá á næstu dögum. Carter er þó enn á lífi og stefnir á að halda upp á 99 ára afmæli sitt í næstu viku.

Erlent
Fréttamynd

Einn al­ræmdasti veiði­þjófur heims í fangelsi

Hinn malasíski Teo Boon Ching hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa skipulagt smygl á hundruðum kílóa af nashyrningahornum. Talið er að hann hefði grætt tæpar þrjú hundruð milljónir króna á viðskiptunum.

Erlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við í dómsmálaráðherra sem er hætt við áform fyrirrennara síns er varða sameiningu sýslumannsembætta.

Innlent
Fréttamynd

Hringdi í neyðarlínuna og sagðist ekki vita hvar orrustuþotan væri

Flugmaður F-35 orrustuþotu sem týndist á dögunum í Bandaríkjunum, lenti í fallhlíf í bakgarði manns í Suður-Karólínu. Þegar eigandi hússins hringdi í neyðarlínuna virtist sú sem svaraði eiga erfitt með að átta sig á hvað væri að gerast, sem gæti ef til vill talist eðlilegt, en flugmaðurinn tilkynnti henni að hann hefði skotið sér úr orrustuþotu og vissi ekki hvar flugvélin væri.

Erlent
Fréttamynd

Rækta níu tegundir af grænmeti í Þingeyjarsveit

Þeir garðyrkjubændur, sem eru með útiræktað grænmeti keppast nú við að taka grænmetið upp áður en það fer að frysta. Á bænum Vallakoti í Þingeyjarsveit eru ungir bændur að rækta níu tegundir af grænmeti með góðum árangri.

Innlent
Fréttamynd

Stöku skúrir eða él á norðan­verðu landinu

Veðurstofan gerir ráð fyrir að það snúist í austlæga átt í dag, þrjá til átta metra á sekúndu en átta til þrettán norðvestantil. Reikna má með stöku skúrum eða éljum á norðanverðu landinu en að það stytti upp síðdegis.

Veður
Fréttamynd

Gekk blóðugur frá raf­hlaupa­hjóli og fannst hvergi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um blóðugan mann ganga frá rafhlaupahjóli í gærkvöldi eða í nótt. Þegar lögregluþjóna bar að garði var maðurinn hvergi sjáanlegur en sjá mátti rafhlaupahjólið á hlið og blóðpoll í kringum hjólið.

Innlent
Fréttamynd

Heimta gögnin til baka og að vinnu verði eytt

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið G. Run í Grundarfirði hefur farið fram á það við Samkeppniseftirlitið að stofnunin skili öllum þeim gögnum sem fyrirtækið afhenti í tengslum við úttekt á stjórn­un­ar- og eigna­tengsl­um í sjáv­ar­út­vegi.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni kominn á flot

Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er laust af strandstað. Skipið strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. 

Innlent
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.