Fréttir

Fréttamynd

Ein í fram­boði og á­fram for­maður

Sólveig Anna Jónsdóttir verður áfram formaður Eflingar stéttarfélags næstu tvö árin. Þá telst listi uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs sjálfkjörinn. Þetta varð ljóst í hádeginu eftir að engir aðrir framboðslistar bárust. Ný stjórn tekur við á aðalfundi 26. mars.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Einar og Magnea í efstu sætum Fram­sóknar í Reykja­vík

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, verður sjálfkjörinn á lista flokksins í Reykjavík til framboðs í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi verður einnig sjálfkjörin í annað sætið. Aðrir fulltrúar verða kynntir á kjördæmisþingi Framsóknar þann 7. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Flug­ferðum af­lýst og hvatt til heima­vinnu vegna snjó­komu

Fjölda flug- og lestarferða hefur verið aflýst í Danmörku í dag og á sumum stöðum um landið er fólk sem það getur hvatt til að vinna heima þar sem það á við vegna snjóstorms sem gengur yfir landið í dag. Snjórinn byrjaði að falla í suðurhluta landsins í morgun en búist er við að veðrið gangi yfir stóran hluta landsins þegar líður á daginn.

Erlent
Fréttamynd

Leita að líkams­leifum síðasta gíslsins

Yfirvöld í Ísrael hafa greint frá því að umfangsmiklar aðgerðir standi yfir á Gasa sem snúa að því að freista þess að finna líkamsleifar lögreglumannsins Ran Gvili. Hann er eini gíslinn sem Hamas-samtökin tóku þann 7. október 2023 sem hefur ekki verið skilað.

Erlent
Fréttamynd

Djúp lægð veldur stormi syðst á landinu

Mjög djúp og víðáttumikil lægð langt suðvestur í hafi þokast austur landið í dag og veldur austan hvassviðri eða stormi allra syðst á landinu. Reikna má með strekkingi annars staðar á landinu.

Veður
Fréttamynd

Hand­tekinn grunaður um í­kveikju

Einn var handtekinn í gærkvöldi eða nótt, grunaður um íkveikju, þegar útkall barst vegna elds í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu. Eldurinn reyndist minniháttar en mikill reykur var í íbúðinni þar sem hann kom upp. Slökkvilið annaðist slökkvistarf en lögregla tók við vettvangnum eftir að því lauk og er málið í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Náttúru­verndar­samtök fjar­lægðu stíflu

Stífla í ánni Melsá í Ytri-Hraundal var fjarlægð í desember á síðasta ári í því augnamiði að endurheimta vatnasvæði árinnar fyrir fugla og fiska. Einnig á aðgerðin að gera sjóbirtingi kleift að ferðast upp ána.

Innlent
Fréttamynd

Loðna fundist á stóru svæði

Loðna hefur fundist á stóru svæði í mælingu Hafrannsóknastofnunar sem er langt komin. Stefnt er að því að birta veiðiráðgjöf í seinni hluta þessarar viku en einungis á eftir að fara yfir takmarkað svæði út af Vestfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Að­eins tíu prósent sem leita til Stíga­móta kæra of­beldið

Meirihluti kærðra heimilisofbeldismála og tæpur helmingur kynferðisbrotamála fellur niður í meðferð lögreglu. Talskona Stígamóta segir tölfræðina staðfesta brotalamir í kerfinu og telur þörf á nýju úrræði sem myndi fela í sér einhvers konar sáttaferli þannig að brotaþoli upplifi að gerandi axli ábyrgð.

Innlent
Fréttamynd

„Ör­stutt þung­lyndi yfir niður­stöðunum“

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, segist í sínu lífi hafa þurft að þola verri og harkalegri skelli en að ná ekki settu markmiði í forvali Samfylkingarinnar sem lauk í gær. Hann sóttist eftir þriðja sæti á lista flokksins en endaði í því sjöunda með 1700 atkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Kerfið hafi brugðist

Mennta- og barnamálaráðherra vill sérstaklega líta til þeirra sem hætta í framhaldsskóla, meðal annars vegna erfiðleika með lesskilning. Hún vill koma saman öllum hagsmunaaðilum menntakerfisins saman á fund. Hún og formaður Kennarasambandsins horfa til finnsku leiðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­menn mynda banda­lag á Akur­eyri

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Heimir Örn Árnason, sitjandi oddviti flokksins á Akureyri og formaður bæjarráðs, ætla að styðja hvort annað í komandi sveitarstjórnarkosningum. Berglind mun styðja Heimi í annað sæti lista flokksins og Heimir mun styðja að Berglind fái oddvitasætið.

Innlent