Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Borgin El Fasher í Súdan er að mestu yfirgefin en lítill fjöldi fólks heldur til í rústum húsa eða undir grófum híbýlum úr plasti. Þetta segja starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sem tókst nýverið að heimsækja borgina, í fyrsta sinn síðan vígamenn hóps sem kallast RSF frömdu þar mikil ódæði fyrr í vetur. Erlent 30.12.2025 12:34
Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Um 70% landsmanna eru hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum yngri en 16 ára. Þetta sýnir glæný könnun Prósents. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla kveðst fylgjandi banni en segir bann án fræðslu stoða lítið. Innlent 30.12.2025 12:01
Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Í hádegisfréttum fjöllum við um samfélagsmiðlanotkun barna á Íslandi en ný könnun sýnir mikinn stuðning við að slík notkun verði takmörkuð eða jafnvel bönnuð. Innlent 30.12.2025 11:35
70 prósent landsmanna hlynnt banni Um 70 prósent Íslendinga eru hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum yngri en 16 ára. Þetta eru niðurstöður könnunar Prósents, sem gerð var dagana 12. til 29. desember. Innlent 30.12.2025 08:22
Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Bandaríkjastjórn mun leggja fram tvo milljarða Bandaríkjadala í sjóð undir stjórn Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), í stað þess að fjármagna einstaka undirstofnanir og verkefni í málaflokknum. Frá þessu var greint í gær. Erlent 30.12.2025 08:01
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Fjölmargir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 sem senn líður undir lok. Innlent 30.12.2025 08:00
Hvessir þegar líður á daginn Hæðarsvæði liggur skammt suður af landinu í dag. Það má búast við vestlægum vindi og að það hvessi um landið norðanvert þegar líður á daginn. Súld eða dálítil rigning af og til á vestanverðu landinu, en bjartviðri eystra. Vindstyrkur gæti náð að 20 metrum á sekúndu í kvöld, en mun hægari vindur verður um landið sunnanvert. Hiti verður yfirleitt á bilinu núll til sex stig. Veður 30.12.2025 07:14
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Starfsmenn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem sjá um samfélagsmiðla virðast afar ánægðir með utanríkisráðherrann Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, ef marka má færslu sem birtist á Facebook í morgun. Þar segir einfaldlega: „Þorgerður er afar indæl“. Innlent 30.12.2025 06:52
Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Að minnsta kosti sjö voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þeirra á meðal maður og kona sem grunuð eru um þjófnað í raftækjaverslun. Þá voru þrír menn handteknir fyrir sölu og dreifingu fíkniefna en þeir eru einnig grunaðir í öðru máli er varðar þjófnað. Innlent 30.12.2025 06:25
Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Hamas-liðum verði refsað grimmilega afvopnist samtökin ekki innan tíðar. Afvopnun Hamas sé skilyrði þess að farið verði í annan fasa vopnahlésins á Gasa. Erlent 29.12.2025 23:27
Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Ýmsar gjalda- og skattahækkanir og aðrar breytingar taka gildi um áramótin, en fjármagnstekjuskattur vegna leigutekna gæti í ákveðnum tilfellum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Fjármálaráðherra vill meina að ríkisstjórnin hafi ekki hækkað skatta á „venjulegt vinnandi fólk“ og segir að áhrif á heimilin ættu ekki að vera mikil. Þá kveðst hann stoltastur af þeim breytingum sem gerðar voru á veiðigjaldinu í ár, af þeim breytingum sem gerðar hafa verið á sköttum og gjöldum á árinu. Innlent 29.12.2025 23:05
Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Einn hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga er nú brátt að baki en búist er við frosti á nýju ári. Veðurfræðingur ræddi veðurspá gamlárskvölds í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Veður 29.12.2025 21:06
Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Föður sem lenti í bílslysi í Suður-Afríku er enn haldið sofandi í öndunarvél og langur batavegur er fram undan. Vinur hans segir slysið hafa orðið á stórhættulegum vegarkafla og aðstandendur hans standa fyrir söfnun til þess að geta stutt hann á sjúkrabeðinum. Innlent 29.12.2025 19:22
Fylgi stjórnarflokkanna dalar Miðflokkurinn mælist með tæplega 22 prósenta fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup en hann bætir rúmum tveimur prósentustigum við sig milli mánaða. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna fellur um fjögur prósentustig frá síðasta þjóðarpúlsi og mælist nú 47 prósent. Innlent 29.12.2025 18:59
Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Föður sem lenti í bílslysi í Suður-Afríku er enn haldið sofandi í öndunarvél og langur batavegur er fram undan. Vinur hans segir slysið hafa orðið á stórhættulegum vegarkafla. Efnt hefur verið til söfnunar fyrir hann. Innlent 29.12.2025 18:13
Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Karlmaður sem grunaður er um að fremja rán og önnur ofbeldisbrot um miðjan nóvember afplánar nú eftirstöðvar fyrri dóma sem hann hefur hlotið. Sami maður var handtekinn í sumar eftir að hafa hleypt var af skoti á hótelinu Black Pearl í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 29.12.2025 17:25
Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Karlmaður fannst látinn utandyra í Borgarnesi á öðrum degi jóla. Ekkert bendir til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 29.12.2025 16:09
Halldór Blöndal borinn til grafar Jarðarför Halldórs Blöndals var gerð frá Hallgrímskirkju eftir hádegið. Full kirkja var og auk Höllu Tómasdóttur forseta Íslands voru forsetarnir fyrrverandi Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson meðal viðstaddra. Innlent 29.12.2025 15:51
Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á dögunum að herafli sinn hefði gert árás á „stóra aðstöðu“ í Venesúela í síðustu viku. Hann sagði þó lítið annað og embættismenn í Bandaríkjunum hafa ekki viljað svara fyrirspurnum blaðamanna um hvað Trump hafi verið að vísa í. Erlent 29.12.2025 15:00
Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu frá því í morgun að gerð hefði verið tilraun með langdræga stýriflaug sem á að geta borið kjarnorkuvopn. Tveimur slíkum var skotið á loft í gær, nokkrum dögum eftir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, skoðaði kjarnorkuknúinn kafbát sem verið er að smíða þar. Erlent 29.12.2025 14:26
Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Svokölluðu Skjólshúsi er ætlað að vera úrræði fyrir fólk í tilfinningalegri krísu vegna andlegra áskorana. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja ára og vonandi lengur að sögn ráðherra. Fimm komast að á hverjum tíma og geta dvalið þar í tvær vikur. Formaður Geðhjálpar er í skýjunum og segir draum að rætast. Innlent 29.12.2025 14:16
Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Kolbrúnu Bergþórsdóttur blaðamanni, gagnrýnanda og pistlahöfundi hefur verið sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu. Hún staðfestir þetta í samtali við Vísi. Innlent 29.12.2025 13:23
Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Víði Sigurðssyni, fréttastjóra íþróttadeildar Morgunblaðsins og mbl.is, hefur verið sagt upp störfum hjá Árvakri. Hann hefur lokið störfum hjá fjölmiðlinum eftir 26 ára starf. Innlent 29.12.2025 13:08
Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Kvikuhlaup og eldgos á Sunhnúksgígaröðinni er komið á tíma samkvæmt öllum breytum sem voru til staðar fyrir fyrri kvikuhlaup. Því gæti gosið hvað úr hverju. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir stofnunina vera í góðu sambandi við Grindvíkinga og að vel sé fylgst með þróuninni. Innlent 29.12.2025 12:54