Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Á­fram mót­mælt á götum Minnea­polis

Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar.

Erlent
Fréttamynd

Ógnaði starfs­fólki Domino's þegar hann fékk ekki að borga með reiðu­fé

Lögregla var kölluð að útibúi Domino‘s í Skúlagötu í kvöld þegar óánægður viðskiptavinur ógnaði starfsfólki staðarins. Var sá ósáttur við að fá ekki að greiða fyrir pöntun sína með reiðufé en skyndibitakeðjan hefur ekki tekið við peningum af sóttvarnaástæðum eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst.

Innlent
Fréttamynd

Virknin virðist hafa aukist með nýjum gígum

Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir að virkni á gosstöðvunum á Reykjanesi, þar sem opnuðust fjórir nýir gígar í dag, virðist hafa aukist samhliða tilkomu þeirra. Jarðvísindamenn fylgdust með sprungunum opnast í dag.

Innlent
Fréttamynd

Tugir mótmælenda handteknir í Minnesota

Fjörutíu mótmælendur voru handteknir í Brooklyn Center í Bandaríkjunum í nótt. Mikil reiði er á meðal borgarbúa eftir að lögregla skaut tvítugan svartan karlmann til bana á sunnudag. 

Erlent
Fréttamynd

Fleiri bólusettir í dag en búist var við

Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára.

Innlent
Fréttamynd

Smitin möguleg vísbending um að veiran sé útbreiddari en vonir stóðu til

Verulegar tilslakanir verða gerðar á samkomutakmörkunum á fimmtudag þegar opna má á ný sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, leikhús og bari. Sóttvarnalæknir segir smit sem greindust utan sóttkvíar í gær þó mögulega vísbendingu um að veiran sé útbreiddari en vonir stóðu til. Tilslakanir verða endurskoðaðar ef svo reynist.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sóttvarnalæknir segir smit sem greindust utan sóttkvíar í gær þó mögulega vísbendingu um að veiran sé útbreiddari en vonir stóðu til og að tilslakanir verði endurskoðaðar ef svo reynist. 

Innlent
Fréttamynd

Ætla að kalla hermenn heim fyrir fyrsta september

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar að kalla alla bandaríska hermenn í Afganistan heim fyrir 11. september. Þá verða tuttugu ár liðin frá árásinni á Tvíburaturnanna svokölluðu, sem leiddi til innrásar Bandaríkjanna í Afganistan. Stríðið er það lengsta í sögu Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Biden og Pútín ræddu um Úkraínu í símtali

Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu var á meðal þess sem bar á góma í símtali Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag. Biden hvatti Pútín til að draga úr spennunni við nágrannaríkið en lagði jafnframt til að þeir hittust til fundar á næstu mánuðum.

Erlent
Fréttamynd

Ekkert „plan b“ að taka barn í fóstur

Freyja Haraldsdóttir, baráttukona fyrir réttindum fólks með fötlun og fyrrverandi varaþingmaður, upplifir mikinn létti og gleði yfir því að Barnaverndarstofa hafi metið hana hæfa til að taka að sér fósturbarn – og það eftir sjö ára þrautagöngu í kerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Laugalandskonur langþreyttar á aðgerðarleysi

Tólf konur sem segjast hafa sætt illri meðferð, andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á árunum 1997 til 2007 upplifa sem svo að rannsókn á málum þeirra sé ekki gerð af alvöru eða hafi forgang. Þau hafi reiknað með öðru eftir fund með ráðherra og lögfræðingi velferðarráðuneytisins.

Innlent
Sjá næstu 50 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.