Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Lögregla veitti ökumanni bifreiðar eftirför í hverfi 105 í Reykjavík í nótt þar sem hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglubifreiðarinnar og endaði ökumaður bifreiðarinnar á því að aka upp á kant með þeim afleiðingum að bifreiðin skemmdist. Innlent 9.11.2025 09:01
Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Þrír létu lífið og að minnsta kosti fimmtán slösuðust í risaöldum sem herjuðu á Tenerife í gær. Fjöldi ferðamanna hundsaði viðvörunarskilti vegna öldugangsins með þeim afleiðingum að sjógangurinn hreif þá með sér út í sjóinn. Erlent 9.11.2025 07:51
Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Bæjarráð Runavíkur í Færeyjum hefur samþykkt að ný sundhöll sveitarfélagsins fái heitið Bylgjan. Það er sama nafn og er þegar fyrir á íþróttahúsi sem sundhöllin er byggð við. Bæjarráðið segir að með viðbyggingunni bætist tvær nýjar bylgjur við og muni því öll íþróttamiðstöðin heita Bylgjan. Erlent 9.11.2025 07:37
Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Deildarstjóri hjá Rauða krossinum segir gott að geta haft neyslurýmið Ylju opið um helgar í vetur, en fjármagn til þess kemur frá samtökunum sjálfum. Bráðum þarf að finna rýminu nýja staðsetningu, vegna framkvæmda í grenndinni. Innlent 8.11.2025 19:40
Brosið fer ekki af Hrunamönnum Brosið fer ekki af íbúum á Flúðum og í sveitunum þar í kring því nú er búið að opna nýja og glæsilega heilsugæslustöð á staðnum þar sem ellefu vinna, þar af þrír fastráðnir læknar. Innlent 8.11.2025 19:37
Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum eftir að eldur kviknaði bak við innstungu í Bergstaðastræti. Innlent 8.11.2025 18:55
Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Töluverð hætta er á að skipulagðir glæpahópar nýti sér eftirspurn eftir megrunarlyfjum og komi fölsuðum lyfjum í umferð. Sérfræðingur segir dæmi um að fólk hafi látið lífið neyslu slíkra lyfja sem það keypti á netinu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. Innlent 8.11.2025 18:11
Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga var kölluð út á mesta forgangi á fjórða tímanum í dag vegna kajakræðara sem var í vandræðum innst í Miðfirði. Innlent 8.11.2025 18:09
Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Hátt í hundrað Palestínumönnum, mikill meirihluti þeirra óbreyttir borgarar, er haldið föngum í einangrunarvist neðanjarðar þar sem þeir sjá aldrei dagsljósið. Þeir fá ekki að vera í neinu sambandi við fjölskyldur sínar eða umheiminn. Á meðal þeirra sem var nýverið sleppt er nítján ára götusali sem hafði ekki séð sólarljós frá því í janúar. Erlent 8.11.2025 16:50
„Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Guðrún Hafsteinsdóttir gagnrýndi ríkisstjórnina og hjólaði í vinstri meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur á peppfundi flokksins á Grand Hotel í Reykjavík í dag. Sérstaklega gerði hún húsnæðismál, útlendingamál og menntamál að umfjöllunarefni sínu. Innlent 8.11.2025 15:12
Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Shabana Mahmood innanríkisráðherra Bretlands vill fara dönsku leiðina í innflytjendamálum. Fulltrúar ráðuneytisins voru sendir til Danmerkur til að kynna sér kerfið þar. Danir eru með einhverja ströngustu innflytjendalöggjöf í Evrópu. Erlent 8.11.2025 14:53
Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjálfstæðismenn funda í dag á Grand Hotel í Reykjavík en flokksformaðurinn Guðrún Hafsteinsdóttir boðaði til fundarins með skömmum fyrirvara á mánudagskvöld undir þeim formerkjum að hún ætlaði að kynna „nýja ásýnd flokksins“ og ræða leiðina „í átt að stærra Íslandi.“ Innlent 8.11.2025 13:40
Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir alltaf hægt að gera betur í starfsemi meðferðarheimila, eftir að starfsmenn og skjólstæðingar á meðferðarheimilinu Bjargey lýstu brestum á starfinu. Hún segir meðferðar heimilið nýtt og því eðlilegt að enn sé verið að móta starfið. Innlent 8.11.2025 13:34
Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Hjónin Magnús Karel Hannesson og Inga Lára Baldvinsdóttir á Eyrarbakka eru handhafar menningarverðlaun Árborgar fyrir árið í ár, en þau hafa á undanförnum áratugum auðgað menningarlíf í sveitarfélaginu svo sómi er að. Þau eru líka ný búin að gefa um bók um „Horfin hús á Eyrarbakka og þróun byggðarinnar frá 1878 til 1960”. Innlent 8.11.2025 13:04
Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Íslenska hvalaskoðunarfyrirtækið Seatrips ehf. þarf að greiða rúmlega hundrað milljónir til erlendra skipafyrirtækja vegna atviks sem varð nærri Akurey þar sem litlu mátti muna að árekstur ætti sér stað. Seatrips eru þó aðeins ber ábyrgð á 1/5 af tjóninu. Innlent 8.11.2025 12:48
Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Hagfræðingur segir ný lánaviðmið Seðlabankans nánast óskiljanleg og ekki til þess fallin að minnka óvissu á lánamarkaði. Hann segir óvíst að bankanum takist ætlunarverk sitt. Fjallað verður um málið í hádegisfrettum. Innlent 8.11.2025 11:46
Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Slökkvilið Akureyrar er á leiðinni á vettvang á Fellshlíð í Eyjafirði vegna elds sem upp er kominn í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni. Búið er að slökkva eldinn. Innlent 8.11.2025 10:52
Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Happdrætti Háskóla Íslands af 47 milljóna kröfu veitinga- og skemmtistaðarins Catalinu. Málið laut að þóknun fyrir rekstur spilakassa á veitingastaðnum. Rekendur Catalinu höfðu samið um að þóknunin næmi 1,6 prósentu af veltu vélanna en í ljós kom að hlutfallið næmi tveimur prósentum hjá öðrum rekstraraðilum og Catalina krafðist að fá greiddan mismuninn. Innlent 8.11.2025 10:46
Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Lögreglu var í nótt tilkynnt um mann sem veittist að dyravörðum í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð en þegar hleypa átti manninum út réðst hann á lögreglumennina sem voru einmitt að fara að sleppa honum. Margt var um slagsmál í borginni í gær. Innlent 8.11.2025 10:02
Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn James Dewey Watson, einn uppgötvenda tvöfaldrar gormbyggingar DNA og Nóbelsverðlaunahafi, er látinn, 97 ára að aldri. Rannsóknir hans á sviði erfðafræði og læknisfræði voru byltingarkenndar og langur ferill hans hafði djúpstæð áhrif á vísindin. Erlent 8.11.2025 09:59
Fluttur á slysadeild eftir hópárás Lögregla var í nótt kölluð til vegna líkamsárásar á höfuðborgarsvæðinu en þar höfðu nokkrir menn ráðist á einn. Þolandi var fluttur á slysadeild. Innlent 8.11.2025 08:50
Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Búast má við rigningu og slyddu á austanverðu landinu í dag en lítilli úrkomu vestan. Þá er gert ráð fyrir norðaustan og austanvindátt upp á 5 til 13 metra á sekúndu, sem gæti náð allt að 20 metrum á sekúndu norðvestantil og við suðausturströndina. Veður 8.11.2025 08:33
Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Ökumaður var í nótt stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna en hann reyndist vera með börn sín í bifreiðinni. Lögregla hafði samband við barnaverndaryfirvöld sem sendu sína fulltrúa á lögreglustöð. Innlent 8.11.2025 07:27
Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Leigubílstjóri sem réðst á farþega sinn að næturlagi í byrjun október hafði skömmu áður sótt konuna á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Þaðan ók hann henni í Dugguvog þar sem árásin átti sér stað. Innlent 8.11.2025 07:01