Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Allt að þriðjungur vinnutíma heimilislækna fer í útgáfu ýmis konar vottorða. Formaður félags íslenskra heimilislækna gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði í málinu. Innlent 23.1.2026 21:52
Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir íbúa horfa björtum augum til framtíðar enda sé nóg að gera í kringum höfnina og þá séu ný fyrirtæki að opna í bæjarfélaginu. Um 900 manns eru með lögheimili í Grindavík í dag en ekki nema um 400 manns, sem eru með fasta búsetu þar. Innlent 23.1.2026 20:06
„Það átti að taka mig í karphúsið“ Íbúi í Breiðholti er orðinn langþreyttur á bílastæðaskorti fyrir utan eigið heimili. Hann hefur orðið fyrir hótunum þeirra sem sækja bílastæðin og segir íbúa ráðþrota. Innlent 23.1.2026 20:02
Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Samhliða umfangsmiklum veituframkvæmdum í Lönguhlíð í Reykjavík fær gatan nýtt útlit. Miðeyjan hverfur og sérstakir hjólastígar verða beggja vegna götunnar. Gangstéttir verða næst lóðamörkum en hjólastígarnir verða einstefnustígar upp við gangstéttarnar. Heildarkostnaður framkvæmdanna nemur ríflega milljarði króna. Innlent 23.1.2026 15:12
Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og frambjóðandi í oddvitaslag Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboð þar sem hún hafi hvatt ótilgreinda manneskju til að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í prófkjöri flokksins. Í umræddum skilaboðum er vísað til Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda hennar, sem frægs karls með enga reynslu. Innlent 23.1.2026 14:46
„Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Formaður Eflingar sendir forstöðumanni miðlunarsviðs hjá Samtökum Atvinnulífsins væna pillu vegna ummæla hans um að leikir íslenska handboltalandsliðsins geti nýst á vinnustöðum til að þjappa fólki saman. Sólveig segir verkafólk ekki getað hliðrað vinnu sinni, það fái enga uppsagnarvernd og þurfi að skila vottorði. Innlent 23.1.2026 14:29
Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Fleiri alvarleg heimilisofbeldismál rötuðu á borð lögreglunnar á síðasta ári miðað við árin áður. Verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra segir málum hafa fjölgað þar sem börn verða fyrir ofbeldi af hendi foreldra en aukin áhersla sé lögð á að stíga inn í slík mál. Innlent 23.1.2026 13:13
Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, ávarpar í dag mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna á sérstökum aukafundi. Hann er haldinn að frumkvæði Íslendinga og verður fjallað um alvarlega stöðu mannréttinda í Íran og mótmælin þar í landi undanfarnar vikur. Erlent 23.1.2026 13:02
Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Gríðarleg harka er að færast í prófkjörsbaráttuna í Samfylkingunni og kannski ekki seinna vænna. Þrjú þúsund manns hafa skráð sig í flokkinn en lokað var fyrir skráningar á miðnætti. Meint skilaboð frá Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra, þar sem hún fer fram á stuðning gegn frægum karli, eru í umferð. Heiða kannast ekki við að hafa sent slík skilaboð. Innlent 23.1.2026 13:00
Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Frá því að ungliðahreyfing Samfylkingarinnar í Reykjavík hóf formlegan undirbúning fyrir prófkjör flokksins á morgun, um miðjan nóvember síðastliðinn, hefur skráðum félögum flokksins í Reykjavík fjölgað um 72 prósent. Innlent 23.1.2026 12:57
Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Í hádegisfréttum verður rætt við verkefnastjóra hjá Ríkislögreglustjóra sem segir að heimilisofbeldismál sem rata inn á borð lögreglu séu alvarlegri en áður. Innlent 23.1.2026 11:33
Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Klukkan 13 mætast Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur Marteinsson, sem bæði sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingarinnar í borginni, í Pallborðinu á Vísi. Þetta er í síðasta sinn sem oddvitaframbjóðendurnir mætast fyrir prófkjörið sem fer fram á morgun. Innlent 23.1.2026 11:31
Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Rússneskur dómstóll hefur dæmt yfirmann í úkraínska hernum fyrir að hafa sökkt beitiskipinu Moskvu, flaggskipi Rússa á Svartahafi, árið 2022. Í úrskurði herdómstóls í borginni Moskvu, sem birtur var á síðu dómstólsins en síðan fjarlægður, var í fyrsta sinn viðurkennt að Úkraínumenn hefðu sökkt skipinu með stýriflaug. Erlent 23.1.2026 11:04
Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Elon Musk, auðugasti maður heims, er að snúa sér aftur að stjórnmálum í Bandaríkjunum eftir að hann lappaði upp á samband sitt við Donald Trump, forseta. Auðjöfurinn ætlar sér að opna veski sitt á nýjan leik fyrir þingkosningarnar í nóvember en háttsettir Repúblikanar eru sagðir hafa leitað á náðir Musks og beðið hann um aðstoð. Erlent 23.1.2026 10:07
Játaði meira og meira eftir því sem á leið Framburður manns sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn barni sem hann mun hafa framið meðan hann starfaði á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík þótti að mati lögreglu samræmast frásögn barnsins af meintum brotum hans. Maðurinn játaði í skýrslutökum hjá lögreglu að hafa brotið tvívegis á barninu. Innlent 23.1.2026 09:56
Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Forsætisráðherra Japans, Sanae Tkaichi, tók þá ákvörðun í morgun að leysa upp þingið í landinu og boða til kosninga í skyndi. Erlent 23.1.2026 07:47
Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Sex særðust, þar af tveir alvarlega, í hnífaárás á mótmælum í Antwerpen í Belgíu í gærkvöldi. Lögregla handtók tvo einstaklinga í tengslum við árásina en segir ekki um hryðjuverk að ræða. Erlent 23.1.2026 07:30
Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Fulltrúar Rússlands, Úkraínu og Bandaríkjanna eru nú sagðir ætla að halda samningafund í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um stríðið í Úkraínu og mögulegt vopnahlé. Fundurinn fer fram í dag og er um að ræða fyrstu viðræðurnar frá innrás Rússa fyrir hartnær fjórum árum þar sem Rússar og Úkraínumenn sitja við sama borð ásamt Bandaríkjunum. Erlent 23.1.2026 07:21
Kólnandi veður og víða bjart Veðurstofan gerir ráð fyrir strekkings austanátt með skúrum eða éljum suðaustan- og austanlands næstu daga, en bjart veður víða annars staðar. Veður 23.1.2026 07:10
Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist hafa dregið til baka boð sitt til Kanada um sæti í svokallaðri „Friðarstjórn“, ef marka má færslu forsetans á Truth Social í nótt. Erlent 23.1.2026 06:48
Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Húseigandi á höfuðborgarsvæðinu setti sig í samband við lögreglu í gærkvöldi eða nótt og tilkynnti um að brotist hefði verið inn hjá sér. Lögregla fór strax á staðinn, enda aðstæður þannig að húsráðandi hafði fundið innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu. Innlent 23.1.2026 06:27
Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Íbúi í Seljahverfi í Reykjavík hefur sett í loftið nýja vefsíðu þar sem sjá má kort yfir það sem hann kallar raunverulegt ástand borgarinnar. Hann segir um að ræða borgaralegt tilkynningakerfi og vonar að borgin bregðist við skemmdum. Innlent 23.1.2026 00:59
„Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Lilja Alfreðsdóttir, sem býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins, telur að það gæti verið styrkur fyrir flokkinn að hafa formanninn utan þings. Hún segist vera fullveldissinni, er á móti aðild að Evrópusambandinu og vill herða flóttamannalöggjöfina á Íslandi. Þá vill hún einnig ná betri tökum á efnahagsmálum. Fyrst og fremst langar hana að byggja flokkinn upp. Innlent 23.1.2026 00:30
Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Þrír af fjórum leikjum strákanna okkar í milliriðli Evrópumótsins verða leiknir á miðjum vinnudegi flestra landsmanna. Forstöðumaður hjá SA hefur þó ekki áhyggjur af því að togstreita skapist á vinnustöðum og segir leikina tækifæri til að styrkja liðsheild fyrirtækja. Innlent 22.1.2026 23:32