Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Fylgið í borginni er á hreyfingu samkvæmt nýrri könnun. Við rýnum í glænýjan borgarvita Maskínu sem varpar ljósi á stöðu flokkanna nú þegar tæpir sex mánuðir eru til sveitastjórnarkosninga. Þá verður rætt við oddvita Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar í beinni útsendingu. Innlent 2.12.2025 18:01
Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Lögmaður sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í tvær vikur vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Innlent 2.12.2025 17:57
Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að Rússar væru tilbúnir í stríð við í Evrópu, ef ráðamenn heimsálfunnar óskuðu þess. Þá sakaði hann Evrópumenn um að standa í vegi friðar í Úkraínu, eins og hann hefur ítrekað haldið fram áður. Erlent 2.12.2025 17:56
Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Dómsmálaráðuneytið gerði hlé á umsóknarferli vegna embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum á meðan leit að nýjum ríkislögreglustjóra stendur yfir. Þrír mánuðir eru frá því að staðan á Suðurnesjum var auglýst. Innlent 2.12.2025 14:28
Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Formaður VR og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins hvetja fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands sameiginlega til þess að rýmka lánþegaskilyrði fyrstu kaupenda enn frekar. Nefndin kemur saman til fundar á morgun. Innlent 2.12.2025 14:05
Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar til fimm ára, sér ekki tilganginn með fyrirhugaðri ferð fjárlaganefndar Alþingis til Frakklands og Ítalíu í janúar. Allir nefndarmenn samþykktu ferðalagið. Innlent 2.12.2025 13:41
Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti karlmanns um fertugt, sem fannst látinn í heimahúsi í Kópavogi á sunnudagsmorgun, miðar ágætlega. Enn liggur ekki fyrir með hvaða hætti andlát mannsins bar að, en vinnu tæknideildar lögreglu í málinu er ekki lokið. Sömuleiðis er beðið niðurstöðu krufningar. Innlent 2.12.2025 13:40
Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga Almenningur er hvattur til að draga úr notkun einkabílsins og nota vistvænar samgöngur í dag og næstu daga. Styrkur svifryks (PM10) mældist hár í mælistöð við Grensásveg í borginni í kjölfar morgunumferðar í dag. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar kemur einnig fram að gert sé ráð fyrir því að styrkur þess verði einnig hár í síðdegisumferðinni vegna þess að vindur er hægur, götur þurrar og ekki líkur á úrkomu. Innlent 2.12.2025 13:27
„Íslendingar eru allt of þungir“ Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga allt of þunga. Hún vinnur nú að aðgerðaráætlun til að sporna við offitu. Ný könnun sýnir að sjötíu prósent fullorðinna á Íslandi séu annaðhvort í yfirþyngd eða með offitu. Innlent 2.12.2025 13:24
Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Federica Mogherini, fyrrverandi utanríkismálstjóri Evrópusambandsins, er sögð ein þriggja einstaklinga sem voru handteknir í aðgerðum belgísku lögreglunnar í dag. Húsleit var einnig gerð hjá utanríkisþjónustu sambandsins en aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á meintu misferli í útboði. Erlent 2.12.2025 13:13
Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Næstráðandi jaðarhægriflokksins Valkost fyrir Þýskaland (AfD) segir að félagi sem hélt ræðu í anda Adolfs Hitler á fundi ungliðahreyfingar hans um helgina verði rekinn úr flokknum. Hann segir ræðuna hafa verið lélega háðsádeilu. Erlent 2.12.2025 12:06
„Öll kosningaloforð eru svikin“ Önnur umræða um fjárlög hefst á Alþingi eftir hádegi og hafa nokkrar breytingar verið gerðar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd segir ríkisstjórnina hafa svikið öll þau loforð sem gefin voru í aðdraganda síðustu kosninga og klúðra sóknarfæri að hallalausum ríkissjóði. Innlent 2.12.2025 12:02
Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Halldór Oddsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Hann leysir af Önnu Rut Kristjánsdóttur sem er í tímabundnu leyfi. Hann hefur undanfarin þrettán ár starfað sem lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands. Innlent 2.12.2025 11:50
Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Í hádegisfréttum segjum við frá alvarlegu bílslysi sem varð á Suðurstrandarvegi í morgun. Innlent 2.12.2025 11:38
Með kíló af kókaíni í bakpokanum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fjórtán mánaða fangelsi fyrir innflutning á tæpu kílói af kókaíni. Maðurinn flutti efnin með flugi frá Alicante til Keflavíkurflugvallar og var hann með efnin falin í bakpoka. Innlent 2.12.2025 11:02
Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað Sigurð Þórarinsson, tækni- og nýsköpunarstjóra Landspítala, í embætti forstöðumanns Stafrænnar heilsu – þróunar- og þjónustumiðstöðvar sem tekur til starfa 1. janúar 2026. Innlent 2.12.2025 10:17
Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ samþykkti á fundi sínum í gærkvöld tillögu stjórnar fulltrúaráðsins um að viðhafa uppstillingu við val á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem fara fram 16. maí 2026. Innlent 2.12.2025 10:04
Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Bresk stjórnvöld eru sögð skoða að banna stjórnmálaflokkum að þiggja rafmyntir. Umbótaflokkur Nigels Farage, sem mælist stærstur í skoðanakönnunum, byrjaði að taka við styrkjum í sýndareignum fyrr á þessu ári. Erlent 2.12.2025 09:19
Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Alvarlegt umferðarslys var á Suðurstandarvegi, rétt austan afleggjarans við Vigdísarvelli, í morgun. Tveir eru alverlega slasaðir og standa aðgerðir yfir á vettvangi. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór til móts við sjúkrabíl til að koma hinum slösuðu eins fljótt og hægt er á Landspítalann. Innlent 2.12.2025 09:10
Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Föðurbróðir 18 ára drengs sem fyrir fannst látinn tæpum sólarhring eftir að hann útskrifaði sig af fíknigeðdeild segir það skömm stjórnmálamanna og kerfisins alls að líf hans hafi endað með þessum hætti. Hann segir neyðarástand á Íslandi og kallar eftir raunverulegum viðbrögðum svo fleiri fari ekki sömu leið. Innlent 2.12.2025 09:08
Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun Forsvarsmenn sænsku bifreiðaframleiðendanna Volvo og Polestar hvetja yfirvöld í Brussel til að standa við bann gegn framleiðslu bensín- og dísil bíla, sem á að taka gildi 2035. Erlent 2.12.2025 08:40
Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Önnur umræða um fjárlög næsta árs fer fram á Alþingi í dag. Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru lagðar til breytingar sem fela í sér útgjaldaaukningu upp á 19,6 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Þá er gert ráð fyrir að tekjur hækki um rúma 7,5 milljarða, meðal annars vegna skattahækkana sem felast í boðuðu afnámi samnýtingar skattþrepa, endurmati á innheimtu erfðafjárskatts og hækkunar skatts á lögaðila. Innlent 2.12.2025 08:23
„Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Borgarstjóri Pesaro á Ítalíu hefur beðið fjölskyldu stórsöngvarans Luciano Pavarotti afsökunar, eftir að skautasvell var byggt í kringum styttu af tenórnum. Erlent 2.12.2025 07:43
Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Djúpa lægðin sem hefur blásið hressilega frá hjá okkur síðustu daga stefnir nú á Skotland og er farinn að grynnast. Veður 2.12.2025 07:13