Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar verða kunngjörðar við hátíðlega athöfn á Grand hótel klukkan 15. Beina útsendingu frá athöfninni má sjá hér á Vísi. Viðskipti innlent 22.1.2026 14:30
Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Síðasta ár var risastórt hjá Toyota notuðum bílum. Salan fór langt fram úr væntingum en yfir 2.000 notaðir bílar seldust þar á síðasta ári sem staðfestir enn frekar sterka stöðu Toyota á markaðnum. Samstarf 22.1.2026 09:06
Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Í þessari viku er Atvinnulífið að fjalla um innleiðingu á stefnu með breyttu viðhorfi stjórnenda og breyttum venjum stjórnenda. Atvinnulíf 22.1.2026 07:01
Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf 21.1.2026 07:01
Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur lýsa yfir óánægju með há förgunargjöld á endurvinnslustöðvum Sorpu og segja gjöldin ýta undir hvata til þess að skilja úrgang eftir á víðavangi. Upplýsingafulltrúi Sorpu segir ekki sanngjarnt að skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu borgi fyrir framkvæmdaruslið hjá þeim sem kjósa að fara í framkvæmdir. Neytendur 19.1.2026 18:48
Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Heiðar Guðjónsson hefur verið kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka. Tilnefninganefnd bankans tilnefndi hann sem stjórnarformann en hann leiddi hóp fjárfesta í bankanum sem fóru fram á að hluthafafundur yrði haldinn. Enginn annar gaf kost á sér og því var Heiðar sjálfkjörinn. Viðskipti innlent 19.1.2026 16:28
Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) segir mikilvægt að fólk skrái kílómetrastöðu ökutækja áður en fresturinn rennur út á morgun. Þá gæti verið sniðugt að fara yfir hvort skráningin sé alveg örugglega rétt. Neytendur 19.1.2026 12:57
Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Landsvirkjun hyggst nýta góða vatnsstöðu til að ráðast í stór viðhalds- og endurbótaverkefni sem erfitt er að komast í við eðlilegar aðstæður í vinnslukerfinu. Viðamest þeirra verkefna er stækkun aðrennslisganga Sultartangastöðvar. Viðskipti innlent 19.1.2026 10:40
Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Hugsanlegt er að strangari reglur um losun gróðurhúsalofttegunda frá alþjóðaflugi í Evrópu geti þýtt að það verði sex þúsund krónum dýrara fyrir meðalheimilið að ferðast til útlanda en áður. Efnahagsleg áhrif losunarkerfis á almenning á Íslandi eru sögð hafa verið óveruleg til þessa. Viðskipti innlent 18.1.2026 07:01
Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Álagning olíufélaganna hefur aldrei verið hærri en núna. Eldsneytisverð lækkaði um tæplega 97 krónur við ármótin þegar kílómetragjaldið tók gildi sem er í samræmi við væntingar Alþýðusambandsins. Eldsneytisverð hefði þó mátt lækka enn frekar að mati ASÍ. Neytendur 17.1.2026 15:48
„Biðröðin er löng“ Ekkert lát virðist vera á tollahótunum frá Bandaríkjaforseta og síðast í gær lét hann það í veðri vaka að beita þau ríki sem leggja ekki lag sitt við tilraunir hans til að leggja undir sig Grænland tollum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segist þó bjartsýnn á að hagsmunagæsla samtakanna og stjórnvalda nái árangri. Viðskipti innlent 17.1.2026 11:55
Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Hreggviður Steinar Magnússon, Reggie, framkvæmdastjóri Ceedr, segir stundum þurfa að minna eiginkonuna á háttatímann. Því nú sé hún komin með prjónaveikina frá ömmu sinni. Hreggviður segir rómantík snúast um að segja ég elska þig á marga ólíka vegu. Atvinnulíf 17.1.2026 10:00
Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Forsvarsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna, eða FÍA, segja það alfarið á ábyrgð stjórnenda Icelandair að hætta eigi að fljúga til Istanbúl í Tyrklandi. Stjórnendur hafi gert mistök sem nú sé verið að varpa yfir á flugmenn. Ekkert í núverandi kjarasamningi komi í veg fyrir áframhaldandi flug til Istanbúl. Viðskipti innlent 17.1.2026 08:15
Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Opið er fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025, verðlaun samtaka markaðsfólks á Íslandi. Samstarf 16.1.2026 15:01
Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Icelandair hefur ákveðið að hætta flugi til Istanbúl í Tyrklandi frá og með 1. febrúar 2026. Viðskipti innlent 16.1.2026 14:17
Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Þetta gerist á sekúndubroti. En vá hvað það kemur góð tilfinning með þessu. Svona gerist þetta oftast: Atvinnulíf 16.1.2026 07:01
Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Nú er EM 2026 að hefjast og spenningurinn auðvitað mikill. Við hjá Arion banka höfum verið einn helsti bakhjarl karlalandsliðsins í handbolta frá árinu 2004, eða í heil tuttugu og tvö ár. Samstarf 15.1.2026 13:00
Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Veitingastaðnum Grillhúsinu á Sprengisandi í Reykjavík hefur verið lokað. Einungis eitt Grillhús er eftir á höfuðborgarsvæðinu og er það rekið á bensínstöð að Hagasmára við verslunarmiðstöðina Smáralind í Kópavogi. Viðskipti innlent 15.1.2026 11:25
Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,30 prósent á milli mánaða í janúar. Gangi spáin eftir mun verðbólga aukast úr 4,5 prósentum í 5,1 prósent. Janúarútsölur hafa mest áhrif til lækkunar í mánuðinum en breytingar á gjaldtöku ökutækja hafa mest áhrif til hækkunar, samkvæmt spánni. Mikil óvissa sé þó um hvernig Hagstofan tekur breytingarnar inn í verðmælingar. Deildin spáir því að verðbólga verði í kringum fimm prósent næstu mánuði. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5 prósent. Viðskipti innlent 15.1.2026 10:44
Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins verður haldinn á milli klukkan 8:30 og 10 í Silfurbergi, Hörpu. Beina útsendingu frá Skattadeginum má sjá hér að neðan. Viðskipti innlent 15.1.2026 08:00
Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Á sunnudegi sitja þrjár vinkonur á spjallinu. Umræðuefnið er staðan í samfélaginu og lýðheilsumálin. Atvinnulíf 15.1.2026 07:00
„Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Formaður Miðflokksins segist hafa varað fjármála- og efnahagsráðherra við því að breytingar á gjaldheimtu af ökutækjum myndi auka verðbólgu, líkt og Landsbankinn hefur gefið út spá um. Þá segir hann stefna í kreppuverðbólgu á Íslandi. Ráðherra segir hann greinilega búa yfir meiri upplýsingum en ráðuneytið, fyrst hann geti fullyrt að spáð verðbólguaukning orsakist aðeins af breytingum á gjaldheimtu. Þá frábiður hann sér allt tal um kreppuverðbólgu. Viðskipti innlent 14.1.2026 16:13
Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Matvælastofnun varar neytendur við nokkrum framleiðslulotum af Gula miðanum Barnavít vegna þess að ráðlagður neysluskammtur er of hár fyrir A-vítamín. Viðskipti innlent 14.1.2026 15:22
Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Utanríkisráðuneytið veitti Vélfagi heimild til þess að greiða starfsmönnum fyrirtækisins laun af frystum reikningi í gær. Landsbankinn frysti reikning lögmanns Vélfags eftir að fjármunir félagsins voru millifærðir á hann. Viðskipti innlent 14.1.2026 15:11