Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Eignarhaldsfélag þingmannsins Jóns Péturs Zimsen, tveggja bræðra hans og föður þeirra hagnaðist um 48 milljónir króna í fyrra. Hagnaðurinn árið áður nam 217 milljónum króna. Um áramótin nam eigið fé félagsins 848 milljónum króna en skuldir aðeins níu milljónum. Viðskipti innlent 13.10.2025 11:03
Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Sæmundur Friðjónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður upplýsingatækni við Háskólann í Reykjavík. Hann hóf störf í júní síðastliðnum að því er segir í tilkynningu frá háskólanum. Viðskipti innlent 13.10.2025 10:58
Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Þrír hagfræðingar deila Nóbelsverðlaununum í hagfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á tengslum nýsköpunar og hagvaxtar. Þeir hafi sýnt fram á hvernig ný tækni geti drifið áfram sjálfbæran vöxt. Viðskipti erlent 13.10.2025 10:13
Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Viðskipti erlent 13.10.2025 09:17
Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Eignaumsjón hf. hefur fest kaup á Rekstrarumsjón ehf. og tekur við allri þjónustu við viðskiptavini félagsins í samræmi við gildandi þjónustusamninga um næstu mánaðamót. Samkomulag náðist um kaupin í framhaldi af viðræðum forsvarsmanna félaganna. Viðskipti innlent 10.10.2025 15:15
Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Ráðherra menningarmála segir boðaða skattheimtu af streymisveitum munu skila ríkissjóði um 140 til 150 milljónum króna á ári. Markmiðið sé að auka aðgengi að innlendu sjónvarpsefni auk þess að styrkja stöðu innlendra streymisveitna gagnvart erlendum risum. Viðskipti innlent 10.10.2025 15:01
Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Eigandi ferðaþjónustufyrirtækjanna Glacier Ventures og Glacier Heli vill að nýtt flugfélag Glacier Airlines hefji flug til og frá Íslandi næsta sumar. Hann segir um að ræða rekstrarmódel þar sem einblínt verður á erlenda ferðamenn og pakkaferðir en ekki að selja Íslendingum flugferðir. Viðskipti innlent 10.10.2025 15:01
Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Helgi Gíslason hjá Byggingafélaginu Landsbyggð segir að upplýsingagjöf til ekkju í Hafnarfirði í fasteignaviðskiptum hefði mátt vera betri. Eftir standi að seljandi hafi ekki verið búinn að samþykkja tilboð. Neytendur 10.10.2025 15:01
Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Kærunefnd hafnaði kröfu viðskiptavinar flugfélags um endurgreiðslu eftir að hann bókaði sjálfur ranga ferð fyrir mistök. Viðskiptavinurinn taldi það ósanngjarnt að fá ekki að lagfæra bókunina. Neytendur 10.10.2025 14:21
Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Atli Þór Albertsson, fasteignasali og skemmtikraftur, segir fasteignasölu í Hafnarfirði og byggingaverktaka hafa svikið tengdamóður sína við fasteignakaup. Hún hafi samþykkt uppsett verð, selt íbúðina sína en síðan fengið þau svör að íbúðin hefði verið seld öðrum í millitíðinni. Fasteignasalan og verktakinn bendi hvor á annan en Atli vekur athygli á því að enginn hafi svo mikið sem beðið tengdamóður sína afsökunar. Neytendur 10.10.2025 13:39
Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Ferðaþjónustufyrirtæki þarf að endurgreiða erlendum ferðamanni rúmlega 53 þúsund krónur vegna ferðar um Suðurland sem var ekki í samræmi við auglýsta dagskrá. Ferðamaðurinn þurfti að skoða Þingvelli og Reynisfjöru í myrkri og missti af Jökulsárlóni og Fellsfjöru. Neytendur 10.10.2025 13:36
Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Fjármála- og efnahagsráðherra fagnar loðnuráðgjöf upp á 44 þúsund tonn en segist þó ætla að bíða með allar meiri háttar flugeldasýningar þar til í ljós kemur hversu stór stofninn er. Viðskipti innlent 10.10.2025 11:47
X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Það er svo mikið talað um Z-kynslóðina að aðrar kynslóðir falla eiginlega í skuggann. Ekki síst X-kynslóðin, sem þó er ein sú mikilvægasta á vinnumarkaði í dag: Fædd tímabilið 1965-1979 og á því heillangan tíma eftir á vinnumarkaði. Atvinnulíf 10.10.2025 07:02
Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Ráðamenn í Kína tilkynntu í morgun nýja tálma á sölu svokallaðra sjaldgæfra málma og afurða úr þeim auk þess sem tálmar hafa einnig verið settir á útflutning liþíumrafhlaðna og búnaðar til að framleiða þær. Þessir málmar og vörur eins og sérstakir seglar eru nánast eingöngu fáanlegir í Kína og eru gífurlega mikilvægir birgðakeðjum fyrirtækja og ríkja um allan heim. Viðskipti erlent 9.10.2025 20:20
Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Bílastæðamál eru meðal fyrirferðarmestu málaflokkanna sem rata inn á borð Neytendastofu. Forstjóri stofnunarinnar teldi það til bóta ef skýrar reglur væru til um gjaldskyld stæði. Neytendur 9.10.2025 17:54
Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Menningar, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið hefur kynnt til samráðs drög að frumvarpi um svokallað menningarframlag bæði innlendra og erlendra streymisveitna. Það felur í sér fimm prósenta skatt af heildartekjum hér á landi. Ríkisútvarpið er undanþegið skattheimtunni. Viðskipti innlent 9.10.2025 16:27
Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Hafnarstjóri Faxaflóahafna gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir þrjár breytingar á skattheimtu af skemmtiferðaskipum. Áhrif breytinganna hafi ekki verið metin og þær geti hæglega orðið til þess að tekjur hins opinbera dragist saman. Þannig sé ráðherra öfugu megin á Laffer-kúrfunni svokölluðu. Viðskipti innlent 9.10.2025 14:38
Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Síðustu dagar septembermánaðar voru sögulegir fyrir blaðamann Vísis að tvennu leyti. Þá keyrði hann í fyrsta sinn bíl frá Nissan og um leið í fyrsta sinn rafmagnsbíl. Um var að ræða reynsluakstur á Nissan Ariya og er óhætt að segja að þessi tvöföldu fyrstu kynni hafi verið afar ánægjuleg. Samstarf 9.10.2025 11:30
Frá Reitum til Atlas verktaka Ingveldur Ásta Björnsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Atlas verktaka og hóf störf í október. Viðskipti innlent 9.10.2025 07:47
„Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ „Rannsóknir sýna að starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hætti störfum í kjölfar uppsagnar,“ segir Hilja Guðmundsdóttir ráðgjafi hjá Mental ráðgjöf og sérfræðingur í mannauðsstjórnun. Og er þar að vísa í það sem getur gerst á vinnustað, eftir hópuppsagnir. Atvinnulíf 9.10.2025 07:03
Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Samtök iðnaðarins telja ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum muni reynast dýrkeypt. Framkvæmdastjórinn segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin skerist í leikinn og bjóði upp á hraðar lausnir í húsnæðismálum þjóðarinnar. Hann segir álagningu á húsnæði lægri en í öðrum greinum. Viðskipti innlent 8.10.2025 22:33
Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Umhverfis- og orkustofnun mun sekta þrotabú flugfélagsins Play um 2,3 milljarða vegna þess að félagið greiddi ekki losunarheimildir sem það skuldaði og voru á gjalddaga daginn eftir að tilkynnt var um gjaldþrot þess. Viðskipti innlent 8.10.2025 19:13
Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Rannveig Rist hyggst láta af störfum sem forstjóri ISAL í Straumsvík í maí eftir þrjátíu ár í forstjórastól. Rannveig greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum Linkedin. Viðskipti innlent 8.10.2025 16:14
Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur að áhrif falls Play á ríkissjóð geti numið allt að fimm milljörðum króna á næstu tveimur árum. Viðskipti innlent 8.10.2025 13:25
Ballið bráðum búið á Brewdog Brewdog Reykjavík verður lokað þann 25. október. Staðurinn hefur selt skoskan bjór á Hverfisgötu í miðbæ Reykjavíkur síðastliðin sjö ár. Viðskipti innlent 8.10.2025 12:55