Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Frosti og Arn­þrúður fá styrki

Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum í ár. Fá alls 28 fjölmiðlar 550 milljónir króna sem deilt er þeirra á milli en líkt og á síðasta ári hljóta Árvakur og Sýn hæstu styrkina, um 104 milljónir króna hvort fyrirtækið en Sameinaða útgáfufyrirtækið sem gefur út Heimildina og Mannlíf er í þriðja sæti, fær tæpar 78 milljónir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verð­bólga eykst veru­lega

Verðbólga mælist nú 4,5 prósent, miðað við 3,7 prósent í nóvember. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í desember 2025, er 665,8 stig og hækkar um 1,15 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 531,0 stig og hækkar um 1,45 prósent frá nóvember 2025. Greiningardeildir Landsbankans og Arion banka höfðu spáð 3,9 prósenta verðbólgu.

Viðskipti innlent


Fréttamynd

Hæstu stýrivextir í þrjá­tíu ár

Seðlabanki Japan hækkaði stýrivexti þar í landi í morgun og hafa þeir ekki verið hærri í þrjá áratugi. Verðbólga hefur verið nokkur í Japan, jenið hefur veikst gegn dollaranum og kaupmáttur hefur dregist saman.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lengja opnun, gleðja starfs­fólk og spara peninga

Mikil breyting hefur verið gerð á opnunartíma Sorpu sem bæði opnar nú dyr sínar fyrr og lokar þeim síðar. Ekki er talið að breytingin feli í sér aukinn kostnað heldur raunar sparnað. Breytt vaktakerfi þýðir að starfsfólk vinnur færri helgar en áður.

Neytendur
Fréttamynd

Elds­neytis­verð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári

Forstjóri Orkunnar segir að dæluverð eldsneytis muni lækka strax um áramótin í kjölfar þess að frumvarp um kílómetragjald á ökutæki var samþykkt á Alþingi í gær. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að lagabreytingin verði nýtt til að auka álögur.

Neytendur
Fréttamynd

Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana

Jólabækurnar eru oftast ódýrastar í Bónus en þar er líka minnsta úrvalið. Ef lágvöruverslanirnar Bónus og Nettó eru undanskildar, var lægsta verðið oftast að finna í Bóksölu Stúdenta. Allt að 1500 krónu munur getur verið á kaupverði bóka milli verslana.

Neytendur
Fréttamynd

Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar

Neytendastofa hefur gert SH Import ehf., sem á verslunina Piknik, að greiða fjögur hundruð þúsund króna sekt fyrir að fjarlægja ekki nikótínauglýsingar innan tilskylds tíma. Fyrirtækið hefur áður verið sektað um tvö hundruð þúsund krónur fyrir nikótínauglýsingar.

Neytendur
Fréttamynd

Síminn fær heimild til að reka á­fram 2G og 3G þjónustu

Fjarskiptastofa samþykkti í dag beiðni Símans um framlengingu á 3G og 2G þjónustu sinni á viðbótartíðni sem var úthlutað til tveggja ára. Í tilkynningu frá Fjarskiptastofu kemur fram að þó svo að heimildin geti leitt til skekktrar samkeppnisstöðu á markaði, því Sýn og Nova hafi nærri lokið sinni útfösun, vegi almanna- og öryggishagsmunir þyngra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breyta nafni Öl­gerðarinnar

Stjórn Ölgerðarinnar tók ákvörðun á fundi þann 18. desember 2025 að hefja undirbúning að breyttu skipulagi samstæðu Ölgerðarinnar. Nýtt dótturfélag með sama nafni verður stofnað um þá starfsemi Ölgerðarinnar sem snýr að drykkjarvöruhluta fyrirtækisins. Samhliða því verður nafni móðurfélags samstæðunnar, sem verður áfram skráð í kauphöllinni, breytt í Bera.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jón Ingi nýr for­stjóri PwC

Jón Ingi Ingibergsson hefur verið kjörinn forstjóri PwC á Íslandi af eigendum félagsins og tekur við starfinu frá og með áramótum. Í tilkynningu segir að Jón Ingi búi að fjölbreyttri stjórnunarreynslu auk djúprar sérfræðiþekkingar á sviði skatta- og lögfræðiráðgjafar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breyttur opnunar­tími hjá Sorpu

Sorpa hefur breytt opnunartíma á endurvinnslustöðvum sínum við Sævarhöfða, Breiðhellu, Ánanaust, Jafnasel og Dalveg. Þar verður framvegis opið frá 9 til 19.

Neytendur
Fréttamynd

Gréta María ó­vænt hætt hjá Prís

Gréta María Grétarsdóttir er hætt störfum sem framkvæmdastjóri Prís. Þetta staðfestir hún við Vísi. Hún hefur verið framkvæmdastjóri lágvöruverslunarinnar síðan hún opnaði dyr sínar í ágúst í fyrra en var þar á undan forstjóri Heimkaupa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ný þjónustu- og aðkomu­bygging við Varm­á boðin út

Mosfellsbær stendur nú að forvali vegna uppbyggingar og reksturs nýrrar þjónustu- og aðkomubyggingar við íþróttasvæðið að Varmá. Leitað er eftir áhugasömum aðilum til þátttöku í lokuðum samkeppnisviðræðum þar sem valinn aðili mun taka að sér að hanna, byggja, eiga og reka hina nýju þjónustu- og aðkomubyggingu að Varmá.

Samstarf
Fréttamynd

Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount

Warner Bros Discovery hefur sagt hluthöfum sínum að hafna 108,4 milljarða dala yfirtökutilboði Paramount Skydance. Stjórn Warner Bros samþykkti einróma að hafna tilboðinu og að samningur við Netflix væri meira í þágu fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hægt að spara háar fjár­hæðir í jóla­inn­kaupum

Hagstæðast er að gera jólainnkaupin í Prís samkvæmt verðlagskönnun ASÍ. Hagfræðingur samtakanna ráðleggur fólki að gera verðsamanburð áður en ráðist er í stórinnkaup því oft geti munað um háar fjárhæðir. Súkkulaði hækkar mest milli ára.

Neytendur
Fréttamynd

Byrjunarverð hjá NiceAir tæp­lega sex­tíu þúsund krónur

Endurreist NiceAir hefur flugtak í febrúar til þess að kanna áhugann á flugferðum milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Félagið verður rekið með öðrum hætti en fyrirrennari sinn. Höfuðstöðvar þess verða í Þýskalandi. Byrjunarverð á miða fram og til baka verður 400 evrur, eða tæplega 60 þúsund krónur.

Viðskipti innlent