Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ „Tja, ég get alla vega stoltur sagt að hjá okkur er ekkert kílómetragjald,“ segir Gunnar Leó Pálsson um hlaupabrettin og þrekhjólin sem renna víst út eins og heitar lummur þessa dagana frá Heimform. Atvinnulíf 7.1.2026 07:02
Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Forstöðumaður hjá Icelandair segir flugfélagið hafa greitt fjóra milljarða í kolefnisgjald fyrir árið 2025. Hún óttast að undanþága Íslands frá reglugerð Evrópusambandsins falli úr gildi í árslok og verði gjöldin þar af leiðandi mun hærri. Staðsetning Íslands skekkir samkeppnisstöðu íslenskra flugfélaga. Viðskipti innlent 6.1.2026 23:22
Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Páll Pálsson fasteignasali segir að fasteignamarkaðurinn sé eiginlega tvískiptur eins og staðan er í dag. Eldri eignir seljist vel á meðan nýbyggingar seljist mun hægar. Hann telur mikinn verðmun skýra þessa stöðu en önnur mál eins og bílastæðaskortur hafi einnig áhrif. Viðskipti innlent 6.1.2026 22:31
Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Íslenska fjártæknifyrirtækið Kardio var nýlega valið sem eitt af átta fjártæknifyrirtækjum til þátttöku í nýju þróunarverkefni Visa Europe. Verkefnið snýr að því að tengja Kardio við sérfræðinga Visa, fjárfesta og aðra samstarfsaðila Visa. Viðskipti innlent 5.1.2026 14:50
996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Þrátt fyrir allt þetta tal um kulnun eða styttingu vinnuvikunnar, er nýtt trend að sýna sig vestanhafs kallað 996 vinnuvikan. Sem eflaust er nokkuð algengara á Íslandi en margan grunar. Atvinnulíf 5.1.2026 07:01
Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Það var vægast sagt fjölbreytt flóra viðmælenda í Atvinnulífinu árið 2025. Fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu en þó fólk sem á það sameiginlegt að þora að ræða hlutina. Atvinnulíf 3.1.2026 10:01
Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Árið 2025 var bæði viðburðarríkt og krefjandi fyrir íslenskan verðbréfamarkað. Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði um 2,08 prósent á árinu og stóð í lok árs í 2836,3 stigum. Viðskipti innlent 2.1.2026 12:46
Neytendur eigi meira inni Eldsneytisverð hefur lækkað hressilega eftir áramót en neytendur eiga frekari lækkun inni, segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Rekstrarkostnaður bíla hækki hjá flestum og sérstaklega hjá þeim sem reka eyðslugranna bíla. Neytendur 2.1.2026 12:45
Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð hjá Costco lækkaði í morgun í takti við innleiðingu kílómetragjalds. Athygli vekur að verðið lækkaði í tvígang og leit um tíma út fyrir að munurinn á milli Costco og annarra söluaðila yrði lítill sem enginn. Nú kostar lítrinn 171,1 krónu á bensíni og 193,3 krónur á dísel hjá Costco. Lækkunin á bensíni í prósentutölum er ívið meiri en hjá samkeppnisaðilum. Neytendur 2.1.2026 10:43
Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Áramótaheitin okkar virðast nokkuð fyrirséð. Og alþjóðleg. Í hinum vestræna heimi er alla vega nokkuð líklegt að við séum flest að strengja okkur sambærileg áramótaheit. Atvinnulíf 2.1.2026 07:02
Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Alls voru 14.556 nýir fólksbílar skráðir á nýliðnu ári sem jafngildir 42 prósenta aukningu milli ára. Aukningin var að stórum hluta drifin áfram af nýskráningum einstaklinga en auk þess jukust nýskráningar hjá ökutækjaleigum og öðrum fyrirtækjum milli ára eftir rólegt ár 2024. Kia var mest skráða einstaka bílategundin. Viðskipti innlent 1.1.2026 10:08
Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Eldsneytisverð lækkaði um í kringum þrjátíu prósent þegar nýtt ár gekk í garð á miðnætti og ný lög um kílómetragjald tóku gildi. Neytendur 1.1.2026 07:38
Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur hafið innköllun á Rakettupakka 2 og tekið hann úr sölu eftir að ábendingar bárust í kvöld um að sumar raketturnar í þeim væru gallaðar. Prófanir sýni að einhverjar þeirra springi of snemma. Viðskipti innlent 30.12.2025 21:35
Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Verð á strætómiða fyrir fullorðna hækkar um tuttugu krónur eftir áramót, eða um þrjú prósent. Byggðasamlagið hækkar að jafnaði gjaldskrá sína tvisvar á ári. Gjaldskrárbreytingar taka gildi 6. janúar 2026. Neytendur 30.12.2025 14:00
Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Vesturbæingar kaupa hlutfallslega oftast ís af öllum á meðan Hafnfirðingar fara oftast í bíó, samkvæmt samantekt sparisjóðsins Indó á neysluvenjum notenda. Neytendur 30.12.2025 12:08
„Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sterkar vísbendingar eru um að breytingar sem boðaðar eru í nýrri lánastefnu ríkisins geti leitt til lægri fjármagnskostnaðar ríkisins. Þetta segir fjármála- og efnahagsráðherra sem kynnti nýja stefnu í lánamálum ríkisins í gær. Stefnunni er einkum ætlað að bregðast við uppgjöri ÍL-sjóðs fyrr á árinu. Viðskipti innlent 30.12.2025 12:01
Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Forstjóri Atlantsolíu segir lok afsláttardaga skýra hvers vegna bensínverð hækkaði skyndilega á nokkrum stöðvum olíufélagsins í gær. Það hafi ekkert að gera með tilvonandi skattabreytingar. Samkvæmt samkeppnislögum megi olíufélögin aftur á móti ekki gefa upp hver verðlækkunin verði um áramótin fyrr en ný lög taka gildi. Lækkað bensínverð muni liggja fyrir á miðnætti á nýársnótt. Neytendur 30.12.2025 11:12
Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Ný stefna í lánamálum ríkisins á að tryggja að lánsfjárþörf og fjárhagslegum skuldbindingum ríkissjóðs sé mætt með lágmarkskostnaði, með tilliti til varfærinnar áhættustefnu. Sett eru fram ný viðmið um skiptingu lána, þar sem gert er ráð fyrir að óverðtryggð lán nemi um 45 prósentum af lánasafni, verðtryggð lán um 40 prósentum og lán í erlendri mynt um 15 prósentum. Viðskipti innlent 30.12.2025 07:39
Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Að þessu sinni förum við yfir möguleg trend og nýjar áherslur fyrir árið 2026 með Unni Ýri Konráðsdóttur, varaformanni Mannauðs, samtaka mannauðsfólks á Íslandi, og ráðgjafa hjá VinnVinn. Atvinnulíf 30.12.2025 07:02
„Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ 17 ára kona spyr: „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni? Þessar tölur hækka næstum með hverjum deginum. Lagast þetta? Hvenær þá? Og hvernig?“ Viðskipti innlent 30.12.2025 07:02
Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríska tónlistarkonan Beyoncé hefur bæst á lista Forbes yfir milljarðamæringa, í Bandaríkjadölum talið. Miðillinn lýsti þessu yfir í dag. Viðskipti erlent 29.12.2025 23:52
Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Málmleitarfélag Elds Ólafssonar, Amaroq, sér fram á að verða stærsti skattgreiðandi Grænlands strax á þarnæsta ári. Gullfundur síðastliðið sumar er talinn einn sá stærsti í heiminum undanfarinn áratug. Tilkynning félagsins í síðasta mánuði um fund sjaldgæfra málma setur félagið í sviðsljós stórveldakapphlaups. Viðskipti innlent 29.12.2025 23:00
Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Dyggur viðskiptavinur Krónunnar rak upp stór augu þegar hann uppgötvaði að hnífsblað leyndist í innpakkaðri frosinni pítsu í gær. Sá lét hinn óvænta fund ekki á sig fá, skilaði pítsunni aftur í Krónuna í skiptum fyrir aðra af sömu tegund, sem þó var laus við öll hnífsblöð. Neytendur 29.12.2025 20:15
Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Áformað er hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson haldi til loðnuleitar í byrjun nýs árs. Gert er ráð fyrir að lagt verði úr höfn á tímabilinu 4. til 6. janúar. Stærri loðnuleit með þátttöku fimm skipa er svo ráðgerð upp úr miðjum janúarmánuði. Viðskipti innlent 29.12.2025 15:28