Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Vínbúð ÁTVR í Smáralind verður lokað fyrir sumarið. Þorgerður Kristín Þráinsdóttir forstjóri segir sölu hafa verið undir væntingum og því verði versluninni lokað. Starfsmönnum verður boðin vinna í öðrum vínbúðum og því verður engum sagt upp. Viðskipti innlent 26.1.2026 13:14
Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Krambúðin býður nú lægra verð á 200 vörum í öllum búðum. Valdar hafa verið 200 vörur sem skipta heimilin í landinu máli og þær nú boðnar á sama verði og í Prís. Samstarf 26.1.2026 12:30
Halda til loðnuveiða í kvöld Reiknað er með því að tvö skip haldi til loðnuveiða frá Neskaupstað í kvöld, Barði NK frá Síldarvinnslunni og grænlenska skipið Polar Amaroq. Polar Amaroq kom með fyrstu loðnu vertíðarinnar til Neskaupstaðar síðastliðinn þriðjudag. Viðskipti innlent 26.1.2026 12:14
Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Rúmur helmingur allra íbúða á höfuðborgarsvæðinu á sölu eru í nýbyggingu og hefur hlutur nýrra íbúða í framboði ekki mælst meiri á höfuðborgarsvæðinu í átta ár. Viðskipti innlent 23.1.2026 14:53
Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum áætla að eftir verðskrárbreytingar og lagningu nýrra rafstrengja myndi kosta allt að hálfum milljarði króna meira á ári að keyra vinnslu félagsins á rafmagni frekar en olíu. Viðskipti innlent 23.1.2026 14:26
Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins ohf. úr hópi 23 umsækjenda. Hann mun hefja störf á næstu dögum. Um er að ræða nýtt félag sem tekur yfir rekstur leiðakerfis Strætó. Viðskipti innlent 23.1.2026 10:00
Hrafnhildur til Pipar\TBWA Hrafnhildur Rafnsdóttir, sérfræðingur í stafrænni miðlun, hefur verið ráðin til starfa hjá FEED, samskipta- og almannatengslateymi auglýsingastofunnar Pipar\TBWA. Viðskipti innlent 23.1.2026 09:41
Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Valnefnd hefur ákveðið fimmtán tilnefningar til UT-verðlauna Ský, sem verða veitt á UTmessunni í Hörpu hinn 6. febrúar næstkomandi, en um hundrað tilnefningar bárust. Viðskipti innlent 23.1.2026 08:13
Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Það eru eðlileg og mannleg viðbrögð hjá okkur að bregða svolítið þegar tilkynnt er um enn einar breytingarnar í vinnunni. Til dæmis að einhver sé að hætta eða byrja, að nú eigi að færa til þennan eða hinn eða færa til verkefni eða ábyrgð. Atvinnulíf 23.1.2026 07:02
Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Kvika banki hefur ráðið Önnu Rut Ágústsdóttur í starf aðstoðarforstjóra bankans. Anna Rut mun sinna starfinu samhliða hlutverki sínu sem framkvæmdastjóri rekstrar- og þróunarsviðs bankans og þannig styðja við áframhaldandi stjórnun og framkvæmd stefnumarkandi verkefna bankans. Viðskipti innlent 22.1.2026 16:20
Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar sýna fram á að konur á aldrinum 55 til 64 ára á landsbyggðinni er ánægðasti hópur neytenda á Íslandi en karlmenn 35 til 44 ára á landsbyggðinni sá óánægðasti. Indó hreppti fyrsta sæti ánægjuvogarinnar annað árið í röð. Neytendur 22.1.2026 16:04
Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar verða kunngjörðar við hátíðlega athöfn á Grand hótel klukkan 15. Beina útsendingu frá athöfninni má sjá hér á Vísi. Viðskipti innlent 22.1.2026 14:30
Vara við súkkulaðirúsínum Matvælastofnun innkallar Forest feast súkkilaðirúsínur sem fást í verslun Costco vegna mögulegs krossmits af jarðhnetum og tréhnetum. Neytendur 22.1.2026 14:25
Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Síðasta ár var risastórt hjá Toyota notuðum bílum. Salan fór langt fram úr væntingum en yfir 2.000 notaðir bílar seldust þar á síðasta ári sem staðfestir enn frekar sterka stöðu Toyota á markaðnum. Samstarf 22.1.2026 09:06
Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Í þessari viku er Atvinnulífið að fjalla um innleiðingu á stefnu með breyttu viðhorfi stjórnenda og breyttum venjum stjórnenda. Atvinnulíf 22.1.2026 07:01
Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Kaupsamningum í nóvember 2025 fækkaði um 17 prósent milli ára og voru aðeins 779 talsins, líklega vegna tímabundins skerts aðgengis að íbúðalánum í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða um miðjan október. Frá þessu er greint í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Viðskipti innlent 22.1.2026 06:56
Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Það þekkja þetta margir vinnustaðir: Nýr forstjóri er ráðinn og þá er blásið í alla lúðra. Enn ein stefnumótunin er boðuð og í þetta sinn á sko svo sannarlega að gera hlutina með stæl. Atvinnulíf 21.1.2026 07:01
Setja stefnuna á seinni hluta árs Forsvarsmenn Niceair 2.0 reikna með að fyrsta áætlunarflug félagsins verði flogið á seinni hluta ársins. Þeir sem þegar áttu bókað flug með félaginu fá það endurgreitt auk inneignarnótu. Viðskipti innlent 20.1.2026 23:43
Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Fyrirhugaðri jómfrúarferð flugfélagsins Niceair milli Akureyrar og Kaupmannahafnar hefur verið aflýst. Viðskipti innlent 20.1.2026 17:32
Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Á undanförnum árum hefur umræða um næringu í auknum mæli snúist ekki aðeins um hvað við neytum, heldur hversu vel líkaminn nýtir næringarefnin. Rannsóknir hafa sýnt að frásog vítamína og steinefna getur verið mismunandi eftir einstaklingum, aldri, meltingarstarfsemi og lífsstíl – og að hefðbundin töfluinntaka henti ekki öllum. Samstarf 20.1.2026 14:13
Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Áætluð heildarfjárhæð í fyrirhuguðum verklegum útboðum þeirra ellefu opinberu verkkaupa sem taka þátt í Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins, Samtaka innviðaverktaka og Mannvirkis – félags verktaka árið 2026 nemur 221 milljarði króna. Þetta er 53 prósenta, eða 76 milljarða króna, aukning frá þeim útboðum sem raungerðust árið 2025 en fjárhæð þeirra nam 145 milljörðum króna. Áætlað var að fjárhæð útboða síðasta árs myndi nema 264 milljörðum króna. Viðskipti innlent 20.1.2026 13:30
Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur svarað fyrirspurn Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, um hvenær væri von á lagafrumvarpi til að leiðrétta tollflokkun á pitsuosti, með því að segja að taka ætti málið upp í viðræðum við Bændasamtök Íslands um endurnýjun búvörusamninga og vænta mætti frumvarps að þeim loknum, með vorinu. Félag atvinnurekenda gagnrýnir svör ráðuneytisins harðlega og bendir á að hlítni Íslands við alþjóðasamninga á borð við EES-samninginn eða samninginn um Alþjóðatollastofnunina geti ekki verið neitt samningsatriði við einkaaðila á borð við Bændasamtök Íslands. Viðskipti innlent 20.1.2026 10:32
Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur lýsa yfir óánægju með há förgunargjöld á endurvinnslustöðvum Sorpu og segja gjöldin ýta undir hvata til þess að skilja úrgang eftir á víðavangi. Upplýsingafulltrúi Sorpu segir ekki sanngjarnt að skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu borgi fyrir framkvæmdaruslið hjá þeim sem kjósa að fara í framkvæmdir. Neytendur 19.1.2026 18:48
Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Heiðar Guðjónsson hefur verið kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka. Tilnefninganefnd bankans tilnefndi hann sem stjórnarformann en hann leiddi hóp fjárfesta í bankanum sem fóru fram á að hluthafafundur yrði haldinn. Enginn annar gaf kost á sér og því var Heiðar sjálfkjörinn. Viðskipti innlent 19.1.2026 16:28