Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón

Eignaumsjón hf. hefur fest kaup á Rekstrarumsjón ehf. og tekur við allri þjónustu við viðskiptavini félagsins í samræmi við gildandi þjónustusamninga um næstu mánaðamót. Samkomulag náðist um kaupin í framhaldi af viðræðum forsvarsmanna félaganna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum

Ráðherra menningarmála segir boðaða skattheimtu af streymisveitum munu skila ríkissjóði um 140 til 150 milljónum króna á ári. Markmiðið sé að auka aðgengi að innlendu sjónvarpsefni auk þess að styrkja stöðu innlendra streymisveitna gagnvart erlendum risum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill að nýtt flug­fé­lag taki á loft næsta sumar

Eigandi ferðaþjónustufyrirtækjanna Glacier Ventures og Glacier Heli vill að nýtt flugfélag Glacier Airlines hefji flug til og frá Íslandi næsta sumar. Hann segir um að ræða rekstrarmódel þar sem einblínt verður á erlenda ferðamenn og pakkaferðir en ekki að selja Íslendingum flugferðir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekkja í Hafnar­firði missti af í­búð þrátt fyrir sam­þykki

Atli Þór Albertsson, fasteignasali og skemmtikraftur, segir fasteignasölu í Hafnarfirði og byggingaverktaka hafa svikið tengdamóður sína við fasteignakaup. Hún hafi samþykkt uppsett verð, selt íbúðina sína en síðan fengið þau svör að íbúðin hefði verið seld öðrum í millitíðinni. Fasteignasalan og verktakinn bendi hvor á annan en Atli vekur athygli á því að enginn hafi svo mikið sem beðið tengdamóður sína afsökunar.

Neytendur
Fréttamynd

X-kynslóðin: Oft gleymd en ó­missandi

Það er svo mikið talað um Z-kynslóðina að aðrar kynslóðir falla eiginlega í skuggann. Ekki síst X-kynslóðin, sem þó er ein sú mikilvægasta á vinnumarkaði í dag: Fædd tímabilið 1965-1979 og á því heillangan tíma eftir á vinnumarkaði.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vestur­landa

Ráðamenn í Kína tilkynntu í morgun nýja tálma á sölu svokallaðra sjaldgæfra málma og afurða úr þeim auk þess sem tálmar hafa einnig verið settir á útflutning liþíumrafhlaðna og búnaðar til að framleiða þær. Þessir málmar og vörur eins og sérstakir seglar eru nánast eingöngu fáanlegir í Kína og eru gífurlega mikilvægir birgðakeðjum fyrirtækja og ríkja um allan heim.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Boðar skatt á inn­lendar og er­lendar streymisveitur

Menningar, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið hefur kynnt til samráðs drög að frumvarpi um svokallað menningarframlag bæði innlendra og erlendra streymisveitna. Það felur í sér fimm prósenta skatt af heildartekjum hér á landi. Ríkisútvarpið er undanþegið skattheimtunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Raf­magnað fyrsta stefnu­mót við Nissan Ari­ya

Síðustu dagar septembermánaðar voru sögulegir fyrir blaðamann Vísis að tvennu leyti. Þá keyrði hann í fyrsta sinn bíl frá Nissan og um leið í fyrsta sinn rafmagnsbíl. Um var að ræða reynsluakstur á Nissan Ariya og er óhætt að segja að þessi tvöföldu fyrstu kynni hafi verið afar ánægjuleg.

Samstarf
Fréttamynd

Segir lægri á­lagningu á hús­næði en í öðrum greinum

Samtök iðnaðarins telja ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum muni reynast dýrkeypt. Framkvæmdastjórinn segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin skerist í leikinn og bjóði upp á hraðar lausnir í húsnæðismálum þjóðarinnar. Hann segir álagningu á húsnæði lægri en í öðrum greinum. 

Viðskipti innlent