Fréttamynd

Óboðlegt að stórir aðilar auki arð­semi í krafti fá­keppni

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur ákvörðun peningastefnunefndar að lækka stýrivexti skref í rétta átt nú þegar skýr merki eru um kólnun í hagkerfinu. Í tilkynningu segir að peningalegt aðhald þrengi nú þegar verulega að skuldsettum heimilum og geti ýtt undir hraðari kólnun hagkerfisins og stuðlað að auknu atvinnuleysi. Miðstjórn minnir í tilkynningu á skuldbindingar atvinnulífs að halda aftur af verðhækkunum og loforð stjórnvalda um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kalla inn aspas í bitum frá Ora

ÓJ&K-ÍSAM, innflytjendur Ora, hafa í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað skorinn apas frá Ora vegna aðskotahlutar sem fannst í vörunni.

Neytendur
Fréttamynd

Bentu hvor á annan og hlutu ó­lík ör­lög

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Megna, sem áður hét Glerborg og framleiddi gler og spegla, hefur verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Fjármálastjóri fyrirtækisins var sýknaður en þeir tveir bentu hvor á annan fyrir dómi spurðir um ábyrgð.

Viðskipti innlent


Fréttamynd

Stefna Jóni Þor­grími vegna Rauða heftarans

Bandaríska félagið NetApp Inc. hefur höfðað mál gegn Jóni Þorgrími Stefánssyni, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins á Íslandi. Hann er sakaður um að hafa stolið hugverki NetApp og notað það til að undirbúa rekstur í samkeppni við NetApp á meðan hann var enn í vinnu hjá fyrirtækinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

WestJet flýgur líka til Winnipeg og Edmonton

Kanadíska flugfélagið WestJet hefur bætt við tveimur nýjum kanadískum áfangastöðum við áætlun sína til Keflavíkurflugvallar sumarið 2026. Flogið verður einu sinni í viku frá Edmonton og Winnipeg frá 28. júní.

Viðskipti
Fréttamynd

Efna­hags­legt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þver­brotin

Forsætisráðherra segir tíðindi dagsins í tollamálum vera mikil vonbrigði en að varnarsigur hafi þó unnist. Þrátt fyrir að efnahagslegt tjón af verndarráðstöfunum vegna kísiljárns verði lítið, ef nokkuð, hafi prinsipp EES-samningsins verið þverbrotin. Öll samtöl við ráðamenn Evrópusambandsríkja bendi til þess að aðgerðirnar séu ekki forsmekkur að því sem koma skal.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frá Sýn til Fastus

Elín Edda Angantýsdóttir hefur tekið við stöðu fjármálastjóra sölu- og þjónustufyrirtækisins Fastus. Hún starfaði áður hjá Sýn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Selur hjörð en ekki jörð

Allir nautgripir þess sem áður var kúabú að Akbraut í Rangárþingi ytra á Suðurlandi hafa verið auglýstir til sölu. Það sem athygli vekur er að fasteignasalan Eignatorg annast söluna en fasteignasali segir um að ræða fyrsta skiptið sem hann selji heila hjörð frekar en jörð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Orri ein­beitir sér að bæjar­málunum og Kári tekur við

Stjórn Algalífs hefur gengið frá ráðningu Kára Marís Guðmundssonar, sem lét nýverið að störfum sem forstjóri PCC á Bakka, í starf forstjóra Algalífs. Hann tekur við starfinu af Orra Björnssyni sem óskað hefur eftir að láta af störfum eftir þrettán ár hjá félaginu. Hann er oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og kveðst ætla að helga sig komandi prófkjörs- og kosningabaráttu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórn­endur fyrir­tækja svart­sýnir

Niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu meðal stjórnenda í fyrirtækjum og stofnunum sýna mikinn viðsnúning í efnahagshorfum litið til næstu tólf mánaða frá því að meirihluti stjórnenda vænti vaxtar í hagkerfinu yfir í að meirihluti stjórnenda væntir nú samdráttar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Greiðslu­á­skorun

Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar:

Samstarf