
Stuð og stemmning hjá stuðningsmönnum Vals og Tindastóls
Það styttist óðum í oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Uppselt er á leikinn stuðningsmenn liðanna gerðu sér glaðan dag fyrir hann.
Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.
Það styttist óðum í oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Uppselt er á leikinn stuðningsmenn liðanna gerðu sér glaðan dag fyrir hann.
Valur og Tindastóll mætast í síðasta leik körfuboltatímabilsins 2021-22. Sigurvegarinn verður Íslandsmeistari.
Þótt stuðningsmenn Tindastóls hafi verið meira áberandi á meðan úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla hefur staðið á Valur sína dyggu stuðningsmenn. Meðal þeirra er þingkonan Helga Vala Helgadóttir.
Jimmy Butler og félagar í Miami Heat eru komnir 1-0 yfir í úrslitum Austurdeildarinnar eftir útisigur á Boston Celtics í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt.
Stuðningsmenn Tindastóls voru mættir í röð til þess að ná að festa kaup á miðum á oddaleik Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla. Stemningin var nokkuð góð, fólk var mætt með hátalara og stytti sér biðina með því að blasta Skagfirskum lögum.
Körfuknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu varðandi miðasölu á oddaleik Vals og Tindastóls í Subway-deild karla annað kvöld. Þar segir að starfsfólk og stjórnarfólk Vals, og jafnvel börn þess, hafi orðið fyrir ónæði vegna miðasölunnar.
Barnsmóðir Rajons Rondo, eins reyndasta leikstjórnanda NBA-deildarinnar í körfubolta, segir að hann hafi ógnað sér með byssu fyrir framan börn þeirra og hótað að drepa sig.
Boban Marjanovic er ekki aðeins einn hávaxnasti leikmaður NBA deildarinnar í dag því hann er líka einn sá skemmtilegasti.
NBA stórstjarnan Stephen Curry var í Davidson háskólanum eins og Jón Axel Guðmundsson og Styrmir Snær Þrastarson en stökk yfir í NBA-deildina áður en hann kláraði námið. Nú hefur kappinn bætt úr því.
„Má ég heyra?“ spyrja Úlfur Úlfur og Sverrir Bergmann í nýju stuðningsmannalagi Tindastóls. Og þeir heyrðu svo sannarlega í Skagafirðinum í fjórða leik Stólanna og Valsmanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í fyrrakvöld. Leikur sem líður þeim sem á horfðu seint úr minni, hvað þá þeim sem voru á staðnum.
Þegar Sigga Beinteins og Sigrún Eva byrja að syngja í NBA þættinum Lögmál leiksins á Stöð 2 Sport þá vita áhorfendur hvað er að fara að gerast.
„Það er búið að vera mjög skemmtileg þróun í gangi – Íslandstenging – í NBA,“ segir Kjartan Atli Kjartansson í nýjasta þættinum af Lögmál leiksins. Þátturinn er á sínum stað klukkan 20.35 á Stöð 2 Sport 2.
Þrátt fyrir að algjört hrun hjá Phoenix Suns í oddaleiknum gegn Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildar NBA er engan bilbug á Chris Paul að finna. Hann ætlar ekki að leggja skóna á hilluna strax.
Þegar er orðið uppselt á oddaleik Vals og Tindastóls í körfubolta karla sem fram fer í Origo-höllinni á Hlíðarenda á miðvikudagskvöld.