
Hafa fengið þrjú hundruð morðhótanir eftir skítaholuummæli
Markverði FC Kaupmannahafnar, Kamil Grabara, og kærustu hans hafa borist fjölmargar morðhótanir eftir að hann lét miður falleg ummæli um Galatasaray falla á samfélagsmiðlum.
Keppni hinna bestu í Evrópu.
Markverði FC Kaupmannahafnar, Kamil Grabara, og kærustu hans hafa borist fjölmargar morðhótanir eftir að hann lét miður falleg ummæli um Galatasaray falla á samfélagsmiðlum.
Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Meistaradeildarmessunnar, ræddi varnarleik Manchester United – eða skort á honum – í 4-3 tapi liðsins gegn Bayern München í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Það kom Ólafi á óvart hversu slakir gestirnir frá Manchester voru varnarlega í leiknum.
Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, var léttur í lund þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir þægilegan 4-0 sigur á PSV í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld.
Dönsku meistararnir í FCK misstu niður tveggja marka forskot á lokamínútunum þegar liðið mætti Galatasaray í Meistaradeildinni í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom við sögu hjá FCK í leiknum.
Daniel Levy eigandi Tottenham Hotspur segir að í samningi liðsins við Bayern Munchen vegna Harry Kane sé klásúla sem geri Lundúnaliðinu kleift að fá enska landsliðsmanninn aftur.
Jóhannes Karl Guðjónsson og Aron Jóhannsson voru sammála um að Kylian Mbappé hefði grætt á því að fara í fýlu við Paris Saint-Germain.
Átta leikir fór fram í gærkvöldi þegar riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu rúllaði af stað. Evrópumeistarar Manchester City hófu titilvörnina á sigri, Börsungar fóru illa með Antwerp og dramatíkin var allsráðandi í viðureign Lazio og Atlético Madrid.
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að langur meiðslaliðsti hafi gert það að verkum að hann hafi aldrei hafa getað stillt upp sínu besta byrjunarliði.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur áhyggjur af því að liðið gæti lent í vandræðum á komandi vikum vegna fjölda meiðsla.
Alls fóru átta leikir fram í Meistaradeild Evrópu í dag og í kvöld, en dramatíkin var þó hvergi meiri en í leik Lazio og Atlético Madrid.
Kylian Mbappé og Achraf Hakimi sáu um markaskorun Paris Saint-Germain er liðið vann 2-0 sigur gegn Dortmund í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld.
Spánarmeistarar Barcelona unnu afar sannfærandi 5-0 sigur er liðið tók á móti belgíska liðinu Royal Antwerp í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Evrópumeistarar Manchester City unnu öruggan 3-1 sigur er liðið tók á móti Rauðu stjörnunni frá Serbíu í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeild Evrópi í kvöld.
Harry Kane, leikmaður Bayern München og fyrirliði enska landsliðsins, hefur komið samherja sínum hjá enska landsliðinu, Harry Maguire, til varnar eftir þá gagnrýni sem sá síðarnefndi hefur mátt þola undanfarnar vikur.
AC Milan og Newcastle gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í fyrstu umferð F-riðils Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.
Meistaradeild Evrópu rúllar af stað á nýjan leik í kvöld. Nokkrar breytingar eru á því hvernig hægt sé að horfa á keppnina í vetur.
Newcastle United spilar annað kvöld sinn fyrsta Meistaradeildarleik í tvo áratugi. Félagið byrjar endurkomu sína í deild þeirra bestu ekki vel en félagið braut reglur UEFA í kvöld.
Pep Guardiola, þjálfari Evrópu- og Englandsmeisturum Manchester City, ræddi við fjölmiðla í dag. Á blaðamannafundinum var hann spurður út í byrjun tímabilsins á Englandi og þau lið sem gætu ógnað liði hans.
Forráðamenn þýsku félaganna Dortmund og Bayern München hafa kallað eftir skýrara og harðara regluverki þegar kemur að eigu eignarhaldsfélaga á fleira en einu fótboltaliði. Skýrsla frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, segir heilindi Evrópuboltans geta verið í hættu.
Aleksander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, útilokar að lið frá Sádi-Arabíu taki þátt í keppnum á vegum sambandsins. Í síðasta mánuði var greint frá áhuga sádískra yfirvalda að koma liðum frá ríkinu að.
Evrópska knttspyrnusambandið og samtök leikmanna í Evrópu hafa staðfest nýja skiptingu fjármagns þar sem hærra hlutfall fer til þeirra liða sem ekki vinna sér inn sæti í Evrópukeppnum.
Orri Steinn Óskarsson, framherji Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar og nýliða í íslenska landsliðinu, mætti í útvarpsþáttinn „Veislan með Gústa B“ fyrr í dag. Á sama tíma var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og þar kom í ljós að FCK mætir liðinu sem Orri Steinn heldur með í enska boltanum, Manchester United.
Dregið var í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu karla nú rétt í þessu. Orri Steinn Óskarsson og félagar í FC Kaupmannahöfn eru með Bayern München, Manchester United og Galatasaray í A-riðli.
Mikið verður um dýrðir í Mónakó síðdegis þegar dregið verður í riðla í Meistaradeild Evrópu.