Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Gunnlaugur Árni Sveinsson heldur áfram að hækka sig á heimslista áhugamanna í golfi og er að nálgast topp tíu listann, eftir frábært mót í Illionis í gær. Hann verður svo í beinni útsendingu á Golf Channel í kvöld. Golf 17.9.2025 15:33
Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Lið Evrópu og Bandaríkjanna búa sig nú undir Ryder-bikarinn í golfi. Ekki vantar léttleikann hjá evrópska liðinu eins og sást á æfingu þess í gær. Golf 17.9.2025 12:01
Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Íslenski atvinnukylfingurinn Ragnhildur Kristinsdóttir hafnaði í öðru sæti Hauts de France Pas de Calais Golf Open mótinu á LET Access mótaröðinni í dag. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara. Golf 13.9.2025 22:33
Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Íslenski atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús átti rosalegan lokadag Dormy Open golfmótinu í Svíþjóð. Golf 31. ágúst 2025 13:19
Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Hún var tilfinningarík stundin þegar Tommy Fleetwood vann loks PGA-mót. Enski kylfingurinn vann Tour Championship í gær en það var fyrsta sigur hans á PGA-móti í 164. tilraun. Golf 25. ágúst 2025 11:30
Arnar og Bjarki unnu golfmót Þó að tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir séu þekktari fyrir afrek sín tengd fótbolta þá kunna þeir greinilega líka að vinna vel saman í golfi. Golf 24. ágúst 2025 12:15
Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Enski kylfingurinn Tommy Fleetwood fékk óvenjulega aðstoð á BMW Championship golfmótinu um helgina. Golf 22. ágúst 2025 06:31
McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy tæmdi búðina á Mastersmótinu eftir að hann tryggði sér sigurinn á mótinu í vor. Með þessum sigri á Augusta í apríl fullkomnaði McIlroy risamótaalslemmuna. Golf 20. ágúst 2025 22:31
Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Kylfingurinn Ben Griffin var í tómu tjóni í upphafi lokahringsins á BMW meistaramótinu í golfi í gær og fjórpúttaði (!) til að mynda á fyrstu holu. Ástæðan er vægast sagt óvenjuleg. Golf 18. ágúst 2025 11:02
Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Scottie Scheffler átti stórkostlega vippu á næstsíðustu holunni á BMW meistaramótinu í golfi í gær og tryggði sér í kjölfarið fimmta sigurinn á PGA-mótaröðinni á þessu tímabili. Skotinn Robert MacIntyre var hins vegar vægast sagt fúll eftir að hafa endað í 2. sæti. Golf 18. ágúst 2025 08:00
Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Suður-afríski kylfingurinn Christo Lamprecht tryggði sér sigur á Pinnacle Bank meistaramótinu með mögnuðu lokahöggi. Golf 15. ágúst 2025 11:31
Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Á dagskrá Sýnar Sport Íslands í kvöld er samantektarþáttur frá góðgerðarmótinu Einvígið á Nesinu. Golf 14. ágúst 2025 12:01
Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Er þetta mögulega besta golfhögg sögunnar? Sumir eru á því en ótrúlegt er það að minnsta kosti. Golf 14. ágúst 2025 09:46
„Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Dagbjartur Sigurbrandsson vann langþráðan Íslandsmeistaratitil um síðustu helgi, litla systir hans er ekki lengur með montréttinn á heimilinu og hann fer vongóður inn í úrtökumót haustsins. Golf 13. ágúst 2025 11:30
Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Kyfingurinn stórefnilegi Gunnlaugur Árni Sveinsson er kominn áfram í 64 manna úrslit U.S. Amateur mótinu sem fer fram í Kaliforníu þessa dagana. Golf 13. ágúst 2025 07:17
Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Kylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson átti góða byrjun á US Amateur Championship mótinu sem haldið er á The Olympic Club í San Fransisco og er í fimmta sæti, tveimur höggum á eftir efstu kylfingum eftir fyrsta hring. Golf 12. ágúst 2025 09:32
Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Guðrún Brá Björgvinsdóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitil kvenna í dag eftir umspil þegar mótinu lauk á Hvaleyrarvelli í dag. Hulda Clara Gestsdóttir hafði leitt með fimm höggum fyrir lokadaginn en eftir mjög slæma byrjun hennar fuðraði forskotið upp og eftir æsispennandi hring þurfti umspil til að skera úr um meistara. Golf 10. ágúst 2025 19:19
Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Íslandsmótinu í golfi lauk í dag á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Dagbjartur Sigurbrandsso er Íslandsmeistari árið 2025 eftir æsispennandi lokahring og lokaholu. Dagbjartur lauk leik á fimm undir pari. Golf 10. ágúst 2025 17:42
Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Íslandsmótið í golfi klárast á Hvaleyrinni í dag. Þetta er stór dagur fyrir eina fjölskyldu sem á tvo fulltrúa í baráttunni um Íslandsmeistaratitlana. Golf 10. ágúst 2025 10:42
Axel heldur fast í toppsætið Heimamaðurinn Axel Bóasson leiðir Íslandsmótið í golfi fyrir lokadaginn en forskotið er þó ekki mikið. Sport 9. ágúst 2025 18:49
Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Hulda Clara Gestsdóttir er sem fyrr í efsta sæti á Íslandsmótinu í golfi. Hún mun fara inn í lokadaginn með fimm högga forskot. Sport 9. ágúst 2025 18:15
Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Heiðar Snær Bjarnason átti líklegast högg dagsins á Íslandsmótinu í golfi sem stendur nú yfir á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Golf 9. ágúst 2025 16:19
Axel leiðir að öðrum degi loknum Axel Bóasson, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, situr einn á topp í Íslandsmótsins í golfi þegar búið er að spila tvo hringi. Hann deildi efsta sætinu með Dagbjarti Sigurbrandssyni eftir fyrsta daginn en náði forskotinu með því að spila á tveimur höggum undir pari í dag. Golf 8. ágúst 2025 19:03
Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG tók afgerandi forystu í Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Hvaleyrarvellinum í Hafnarfirði í dag. Var þetta annar dagur Íslandsmótsins og spilaði Hulda á 71 höggum í dag og er fjórum höggum undir pari. Golf 8. ágúst 2025 18:45