Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2025 14:05 Alma Möller er heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýja reglugerð sem kveður á um takmarkanir á útlitsbreytandi meðferðum með fylliefnum. Eftir gildistöku mega aðeins læknar með sérfræðileyfi í húðlækningum og lýtalækningum og annað heilbrigðisstarfsfólk, sem hefur aflað sér fullnægjandi þekkingar, sprauta fylliefnum undir húð. Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðs Íslands segir að markmiðið sé að tryggja öryggi þeirra sem undirgangast meðferð með fylliefnum sem er sprautað eða komið með öðrum hætti fyrir, í eða undir húð, í vöðva eða annan vef. Ítarlega var fjallað um slíkar meðferðir og hættuna sem fylgir þeim, séu þær ekki framkvæmdar með réttum hætti, í Kompás á Stöð 2 haustið 2023. Í kjölfar umfjöllunar Kompáss hófst talsverð umræða um málið og ýmsir kölluðu eftir því að böndum yrði komið á þá sem framkvæmdu fegrunaraðgerðirnar. Meðal þeirra sem vildu breytingar voru Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þáverandi formaður velferðarnefndar Alþingis, og Björn Geir Leifsson, yfirlæknir hjá Embætti landlæknis. Willum skilaði drögum sem vöktu mikil viðbrögð Willum Þór Þórsson, þáverandi heilbrigðisráðherra, brást við og sagðist myndu setja reglugerð um notkun fylliefna með hraði. Tæplega mánuði síðar birtust drög að reglugerð um takmarkanir á meðferðum til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs í samráðsgátt stjórnvalda. Í samráðsgáttinni segir að í kjölfar samráðs hafi verið unnið úr umsögnum, sem hafi verið 33 talsins, og breytt drög birt til samráðs í maí í fyrra. Í kjölfar þess samráðs hafi verið unnið úr þeim sex umsögnum sem bárust og fundað með Embætti landlæknis og fleiri hagaðilum. Í kjölfarið hafi reglugerðardrögunum verið breytt og þau drög birt til samráðs í samráðsgátt 13. desember 2024. Hættuminni meðferðir ekki undir Nú hefur reglugerð um takmarkanir á útlitsbreytandi meðferðum með fylliefnum loks verið staðfest af Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra. Í tilkynningu þess efnis segir að reglugerðin taki aðeins til meðferðar með fylliefnum sem er sprautað eða komið með öðrum hætti fyrir, í eða undir húð, í vöðva eða annan vef, en séu slíkar meðferðir ekki gerðar rétt getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Aðrar andlits- og húðmeðferðir sem séu hættuminni, svo sem húðslípun, húðþétting og örnálameðferðir ásamt meðferðum sem framkvæmdar eru með lasertækjum og falla undir reglugerð um innflutning og notkun leysa, leysibenda og IPL-tækja falli því utan við reglugerðina. Landlæknir þarf að gefa grænt ljós Í reglugerðinni sé skilgreint hverjum sé heimilt að veita umræddar meðferðir og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla. „Þetta eru læknar með sérfræðileyfi í húðlækningum og lýtalækningum. Enn fremur læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar, hafi þeir aflað sér fullnægjandi þekkingar og hæfni til að veita meðferðina, greina og bregðast við fylgikvillum, eða hafi í þjónustu sinni þar til bæran lækni sem getur brugðist við í tæka tíð.“ Aðeins sé heimilt að veita þessar meðferðir á starfsstofu heilbrigðisstarfsmanns sem hafi hlotið staðfestingu landlæknis um að reksturinn uppfylli faglegar kröfur. Þarf að upplýsa með tveggja daga fyrirvara Þá segir að meðferð megi aldrei veita nema fyrir liggi undirritað samþykki þess sem meðferðina þiggur og samþykkið skuli skráð í sjúkraskrá. Hlutaðeigandi skuli upplýstur bæði munnlega og skriflega um meðferðina, eðli hennar, líklegan árangur, hugsanlega fylgikvilla, kostnað og fleira. Heilbrigðisstarfsmaður skuli tryggja að viðkomandi hafi nægan tíma til að kynna sér upplýsingar um fyrirhugaða meðferð og hún skuli ekki veitt fyrr en hið minnsta tveimur sólarhringum eftir að upplýsingamiðlun fór fram. Tekur gildi eftir tíu mánuði Loks segir í tilkynningu að þeir sem hyggist veita meðferðir sem reglugerðin fjallar um skuli tilkynna það til embættis landlæknis eigi síðar en 1. júlí næstkomandi. Reglugerðin taki gildi 1. desember 2025. Frá og með gildistöku hennar sé óheimilt að veita þessar meðferðir nema fyrir liggi staðfesting landlæknis á að faglegar kröfur séu uppfylltar. Heilbrigðismál Kompás Lýtalækningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðs Íslands segir að markmiðið sé að tryggja öryggi þeirra sem undirgangast meðferð með fylliefnum sem er sprautað eða komið með öðrum hætti fyrir, í eða undir húð, í vöðva eða annan vef. Ítarlega var fjallað um slíkar meðferðir og hættuna sem fylgir þeim, séu þær ekki framkvæmdar með réttum hætti, í Kompás á Stöð 2 haustið 2023. Í kjölfar umfjöllunar Kompáss hófst talsverð umræða um málið og ýmsir kölluðu eftir því að böndum yrði komið á þá sem framkvæmdu fegrunaraðgerðirnar. Meðal þeirra sem vildu breytingar voru Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þáverandi formaður velferðarnefndar Alþingis, og Björn Geir Leifsson, yfirlæknir hjá Embætti landlæknis. Willum skilaði drögum sem vöktu mikil viðbrögð Willum Þór Þórsson, þáverandi heilbrigðisráðherra, brást við og sagðist myndu setja reglugerð um notkun fylliefna með hraði. Tæplega mánuði síðar birtust drög að reglugerð um takmarkanir á meðferðum til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs í samráðsgátt stjórnvalda. Í samráðsgáttinni segir að í kjölfar samráðs hafi verið unnið úr umsögnum, sem hafi verið 33 talsins, og breytt drög birt til samráðs í maí í fyrra. Í kjölfar þess samráðs hafi verið unnið úr þeim sex umsögnum sem bárust og fundað með Embætti landlæknis og fleiri hagaðilum. Í kjölfarið hafi reglugerðardrögunum verið breytt og þau drög birt til samráðs í samráðsgátt 13. desember 2024. Hættuminni meðferðir ekki undir Nú hefur reglugerð um takmarkanir á útlitsbreytandi meðferðum með fylliefnum loks verið staðfest af Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra. Í tilkynningu þess efnis segir að reglugerðin taki aðeins til meðferðar með fylliefnum sem er sprautað eða komið með öðrum hætti fyrir, í eða undir húð, í vöðva eða annan vef, en séu slíkar meðferðir ekki gerðar rétt getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Aðrar andlits- og húðmeðferðir sem séu hættuminni, svo sem húðslípun, húðþétting og örnálameðferðir ásamt meðferðum sem framkvæmdar eru með lasertækjum og falla undir reglugerð um innflutning og notkun leysa, leysibenda og IPL-tækja falli því utan við reglugerðina. Landlæknir þarf að gefa grænt ljós Í reglugerðinni sé skilgreint hverjum sé heimilt að veita umræddar meðferðir og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla. „Þetta eru læknar með sérfræðileyfi í húðlækningum og lýtalækningum. Enn fremur læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar, hafi þeir aflað sér fullnægjandi þekkingar og hæfni til að veita meðferðina, greina og bregðast við fylgikvillum, eða hafi í þjónustu sinni þar til bæran lækni sem getur brugðist við í tæka tíð.“ Aðeins sé heimilt að veita þessar meðferðir á starfsstofu heilbrigðisstarfsmanns sem hafi hlotið staðfestingu landlæknis um að reksturinn uppfylli faglegar kröfur. Þarf að upplýsa með tveggja daga fyrirvara Þá segir að meðferð megi aldrei veita nema fyrir liggi undirritað samþykki þess sem meðferðina þiggur og samþykkið skuli skráð í sjúkraskrá. Hlutaðeigandi skuli upplýstur bæði munnlega og skriflega um meðferðina, eðli hennar, líklegan árangur, hugsanlega fylgikvilla, kostnað og fleira. Heilbrigðisstarfsmaður skuli tryggja að viðkomandi hafi nægan tíma til að kynna sér upplýsingar um fyrirhugaða meðferð og hún skuli ekki veitt fyrr en hið minnsta tveimur sólarhringum eftir að upplýsingamiðlun fór fram. Tekur gildi eftir tíu mánuði Loks segir í tilkynningu að þeir sem hyggist veita meðferðir sem reglugerðin fjallar um skuli tilkynna það til embættis landlæknis eigi síðar en 1. júlí næstkomandi. Reglugerðin taki gildi 1. desember 2025. Frá og með gildistöku hennar sé óheimilt að veita þessar meðferðir nema fyrir liggi staðfesting landlæknis á að faglegar kröfur séu uppfylltar.
Heilbrigðismál Kompás Lýtalækningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?