Kvöldfréttir

Fréttamynd

Rýnt í á­hrif stóra vaxtamálsins

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að skilmálar í lánasamningi Íslandsbanka um breytilega vexti hafi verið ólögmætir. Þrátt fyrir það var bankinn sýknaður af fjárkröfum stefnenda í málinu, þar sem vextir á láni þeirra sem sóttu málið hækkuðu minna en stýrivextir Seðlabankans. Fjallað verður um dóminn og rýnt í möguleg áhrif hans í kvöldfréttum Sýnar.

Innlent
Fréttamynd

Fékk sýn og vakti heims­at­hygli

Vopnahlé á Gaza tók gildi í hádeginu og tugþúsundir Palestínumanna héldu heim. Margra beið þó ekkert annað en húsarústir. Stærsta mannúðaraðgerð frá seinni heimstyrjöld er fram undan og í kvöldfréttum sjáum við myndir frá Gaza og ræðum við framkvæmdastjóra Rauða krossins.

Innlent
Fréttamynd

Sögu­leg stund

Langþráð vopnahlé á Gaza er í augsýn en ísraelska ríkisstjórnin fundar nú um samkomulag sem samninganefndir þeirra og Hamas náðu í gærkvöldi. Í kvöldfréttum sjáum við sögulegar myndir frá fagnaðarlátum á Gaza og í Ísrael og ræðum við utanríkisráðherra Palestínu sem er staddur hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag

Tónlistarkonan Margrét Kristín Blöndal er í haldi Ísraelsmanna eftir að hafa verið handtekin í nótt um borð í skipi sem var á leið til Gaza með hjálpargögn. Við sjáum myndir frá handtökunni og mótmælum dagsins í kvöldfréttum og ræðum við móður hennar í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Þungt sím­tal bónda í Skaga­firði

Tvö ár eru í dag liðin frá árás Hamas-liða í Ísrael sem markaði jafnframt upphaf hörmunganna á Gaza. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, mætir í myndver og rýnir í friðarviðræðurnar sem nú standa yfir.

Innlent
Fréttamynd

Risaskuld, nýr flokkur og á­heyrnar­prufur hunda

Flugfélagið Play átti að greiða rúman milljarð í losunarheimildir daginn eftir að félagið varð gjaldþrota í síðustu viku. Upphæðin nemur um helmingi alls þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútgáfu flugfélagsins í ágúst. Við förum yfir málið í kvöldfréttum og kíkjum á fund þeirra sem tóku þátt í fjármögnuninni.

Innlent
Fréttamynd

Segja Rússa heyja stríð við Vestur­lönd og síðustu ævidagarnir á Grund

Rússar heyja fjölþáttastríð gegn Vesturlöndum að sögn dönsku leyniþjónustunnar og óvelkomin drónaumferð heldur áfram í Evrópu. Þjóðaröryggisráð Íslands fundaði í dag. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri kemur í myndver og ræðir fjölþáttaógnir og drónavarnir, sem voru í brennidepli á fundinum.

Innlent
Fréttamynd

Fall Play frá öllum hliðum

Flugfélagið Play er gjaldþrota og hætti starfsemi í morgun. Fjögur hundruð manns misstu vinnuna og þúsundir ferðamanna hafa verið strandaglópar í dag. Forstjóri félagsins telur óvægna umræðu og deilur við starfsfólk meðal þess sem varð félaginu af falli.

Innlent
Fréttamynd

Um­fangs­miklar á­rásir og símengað neyslu­vatn

Fjórir voru drepnir og fjölmargir særðust í umfangsmiklum loftárásum Rússa á Úkraínu. Viðkvæmur öryggisbúnaður í stærsta kjarnorkuveri landsins veldur áhyggjum, en það hefur verið ótengt rafmagni í fimm daga. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Graf­alvar­leg staða í Dan­mörku, trampólínlægð og hundaflaut

Fleiri flugvöllum í Danmörku var lokað í gærkvöldi og í nótt vegna drónaumferðar. Dönsk stjórnvöld segja ástandið grafalvarlegt og lýsa atvikunum sem skipulagðri fjölþáttaárás. Í kvöldfréttum verðum við í beinni frá Kaupmannahöfn þar sem ráðamenn funda nú um málið.

Innlent
Fréttamynd

Brennu­vargur gengur laus, stórfjölgun krabba­meina og í beinni frá Köben

Enn er ekki vitað hver stóð á bak við drónaflug við flugvelli í Kaupmannahöfn og Osló í gærkvöldi. Forsætisráðherra Danmerkur útilokar ekki Rússa og lýsir atvikinu sem árás á innviði landsins. Utanríkisráðherra Íslands útilokar ekki að kalla þjóðaröryggisráð saman vegna málsins. Við verðum í beinni frá Kaupmannahöfn í kvöldfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Löng bið eftir að nauðgari hefji af­plánun og betlmenning

Kona, sem hefur beðið í meira en ár eftir að maðurinn sem nauðgaði henni hefji afplánun, telur að hægagangur í kerfinu geri dæmdum brotamönnum kleift að brjóta af sér fyrir afplánun. Rætt verður við konuna í kvöldfréttum á Sýn og strax að loknum fréttum í Íslandi í dag verður ítarlegt viðtal við hana þar sem hún lýsir því meðal annars hvernig hún komst í samband við þrettán konur sem hafa svipaða sögu að segja af þessum sama manni.

Innlent