„Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Hagfræðingur hjá viðskiptaráði segir olíuleit á Drekasvæðinu ekki fullreynda þó að rannsóknir hafi staðið yfir frá 1985. Olíufundur gæti skilað ævintýralegum ávinningi að hans mati. Umhverfis orku og loftslagsráðherra bendir á að fyrri leyfishafar hafi skilað inn leyfi þar sem verulega litlar líkur voru taldar á olíufundi Innlent 18.9.2025 13:19
Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Hnattræn hlýnun af völdum manna olli um það bil 16.500 viðbótardauðsföllum vegna hita í Evrópu í sumar samkvæmt mati hóps faralds- og loftslagsfræðinga. Það eru 68 prósent allra þeirra sem létust af völdum hita í álfunni. Erlent 18.9.2025 09:26
Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskiptaráð segir að olíuleit á Drekasvæðinu geti skilað gífurlegum verðmætum ef olía finnst á svæðinu. Óháð því hvort olía finnst í vinnanlegu magni geti leitin skilað tekjum í ríkissjóð fyrir leyfisgjöld sérleyfishafa. Gert er ráð fyrir í útreikningum Viðskiptaráðs að vinnsla olíu geti hafist eftir 16 til 18 ár, það er 2041-2043. Viðskipti innlent 18.9.2025 06:00
Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Vernd í hafi, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsbreytingar eru viðfangsefni sem eru órjúfanlega tengd og kalla á raunverulegt samráð þvert á samfélagið. Þetta samtal þarf að taka alvarlega og nú er leitað til þjóðarinnar. Skoðun 15. september 2025 11:14
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Að óbreyttu stefnir í að Ísland þurfi að kaupa losunarheimildir fyrir að minnsta kosti ellefu milljarða króna til að geta staðið við skuldbindingar í loftslagsmálum, þar sem ekki hefur tekist að halda í við markmið á síðustu árum. Ráðherra hefur gert tillögu að nýju landsákvörðuðu framlagi Íslands til Parísarsamningsins fyrir árið 2035, þar sem meðal annars er stefnt að 50-55 prósenta samdrætti í samfélagslosun og umtalsverðum samdrætti í losun frá landi. Innlent 12. september 2025 11:54
Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson, mun í dag kynnar áherslur og forgangsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og landsákvörðuðu framlagi Íslands gagnvart Parísarsamningnum. Innlent 12. september 2025 10:31
Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Fyrsta áætlunarflug rafknúinnar flugvélar í Noregi var farið síðastliðinn fimmtudag í tilraunaskyni. Flogið var milli Stafangurs og Björgvinjar á rafmagnsflugvélinni Alia, sem framleidd er af bandaríska fyrirtækinu Beta Technologies. Flugið er liður í þróunarverkefni í átt að kolefnislausum flugsamgöngum. Erlent 7. september 2025 14:28
Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Alþjóðlegur leiðangur hefur staðfest að mikið magn ferskvatns er að finna undir hafsbotninum undan norðausturströnd Bandaríkjanna. Slíkir neðanjarðarforðar gætu hjálpað til við að mæta stóraukinni eftirspurn mannkynsins eftir vatni. Erlent 5. september 2025 14:00
Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar „Samstarf til framtíðar - öflugra Ísland“ er yfirskrift ársfundar Grænvangs sem fram fer í dag. Fundurinn fram fram í Grósku milli klukkan 14 og 16 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. Viðskipti innlent 3. september 2025 13:31
Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Á sama tíma og heimurinn glímir við óstöðugleika í alþjóðamálum, orkumörkuðum og viðskiptum, vex þörfin fyrir raunverulegar loftslagsaðgerðir. Við höfum mikil tækifæri til að ná árangri. Reynslan sýnir að þegar við hér á landi höfum haft hugrekki til að horfa lengra og ráðast í djörf skref, hefur það skapað okkur forskot sem enginn efast um í dag. Skoðun 3. september 2025 08:46
Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Breytingar í veltihringrás Atlantshafsins af sökum loftslagsbreytinga gætu valdið því að hringrás Golfstraumsins rofni og verulega kólni á Íslandi. Fagstjóri loftslagsmála hjá Veðurstofu Íslands segir Ísland standa frammi fyrir hamfarakólnun. Innlent 31. ágúst 2025 11:32
Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Forsvarsmenn HS orku eru ósammála því að losun frá jarðvarmavirkjunum ætti að falla undir losunarbókhald Íslands á gróðurhúsalofttegundum. Eldvirknin á Reykjanesi sé ástæða þess að losun virkjunarinnar í Svartsengi hafi aukist um meira en sextíu prósent á milli ára. Innlent 31. ágúst 2025 07:02
Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Yfirvöld í Eistlandi kanna nú möguleikann á að endurheimta framræstar mómýrar og slá með því tvær flugur í einu höggi. Annars vegar til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og hins vegar til þess að efla varnir landsins gegn mögulegri innrás Rússa. Erlent 29. ágúst 2025 13:49
Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Hættan á því að lykilhringrás í Norður-Atlantshafi gæti stöðvast vegna loftslagsbreytingar hefur verið verulega vanmetin samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Allt að fjórðungslíkur gætu verið á hruni hringrásarinnar jafnvel þótt menn drægju verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Erlent 29. ágúst 2025 09:35
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Hrafnhildur Bragadóttir og Birna Sigrún Hallsdóttir hafa á undanförnum vikum greint frábærlega frá stöðu loftslagsmála á Íslandi miðað við núverandi stefnu, stjórnsýslu og ábyrgðir stjórnvalda í málaflokknum (Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? - Vísir og Nýtt landsframlag – og hvað svo? - Vísir). Skoðun 28. ágúst 2025 09:33
Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Maðurinn á bak við plokk hreyfinguna er kominn hingað til lands til að hvetja Íslendinga til að taka upp rusl á göngu og hlaupum. Hann skellti sér í kajaksiglingu með umhverfisráðherra í tilefni þessa og minnti á að þeir plokka sem róa. Innlent 27. ágúst 2025 19:36
Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Íslenskt samfélag, stóriðja og land losaði meira magn gróðurhúsalofttegunda í fyrra en árið 2023. Stóraukin losun frá jarðvarmavirkjuninni í Svartsengi átti meðal annars þátt í aukningunni. Horfur á að Ísland nái loftslagsskuldbindingum sínum fara versnandi ef eitthvað er. Innlent 27. ágúst 2025 12:02
Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Steinverkfæri, örvaroddar og dýrabein eru á meðal þess sem kafarar hafa fundið í leifum steinaldarbyggðar á botni Árósaflóa í Danmörku í sumar. Byggðin fór á kaf þegar sjávarstaða hækkaði hratt eftir síðustu ísöld. Erlent 27. ágúst 2025 09:17
Metaregn í hlýindum á Íslandi Óvenjuleg hlýindi hafa einkennt það sem af er ári. Vorið var það hlýjasta sem sögur fara af og maí og júlí voru þeir hlýjustu á landsvísu frá upphafi mælinga. Ný landsmet voru einnig slegin fyrir bæði maí og ágúst. Innlent 26. ágúst 2025 10:07
Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Íslensk stjórnvöld þurfa að setja sér sitt eigið losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu eftir að í ljós kom að þau gátu ekki látið duga að vísa til samstarfs síns við Evrópusambandið. Þau nýta sér jafnframt ýtrasta frest til þess að uppfæra markmiðið sem átti að skila síðasta vetur. Innlent 26. ágúst 2025 08:51
Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Pind nafnið vekur forvitni. Eruð þið Lóa Pind – hin fræga - þá skyldar? „Já,“ svarar Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. „Við erum systkinabörn,“ útskýrir hún svo en Edda er dóttir hjónanna Ara Skúlasonar og Jönu Pind, sem er dönsk en var þó sjálf uppalin á Íslandi. Atvinnulíf 25. ágúst 2025 07:01
Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Lögreglumenn báru hóp loftslagsmótmælenda, þar á meðal Gretu Thunberg, út úr norska seðlabankanum í morgun. Hópurinn hefur mótmælt á ýmsum stöðum í vikunni, þar á meðal við stærstu olíuhreinsistöð Noregs. Erlent 22. ágúst 2025 08:44
Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Mikill vöxtur í framleiðslu sólarorku átti þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í Kína um eitt prósent á milli ára á fyrri helmingi ársins. Ný vind og sólarorkuver sem bætast við í ár gætu annað allri orkuþörf Þýskalands og Bretlands samanlagt ef áætlanir ganga eftir. Erlent 21. ágúst 2025 11:55
Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Ísland stendur á tímamótum í umhverfismálum og það er kominn tími til að grípa til aðgerða. Á tímum óvissu í alþjóðamálum, aukins þrýstings á orkumarkaði og hnattrænna áskorana í loftslagsmálum höfum við ekki efni á að bíða. Skoðun 21. ágúst 2025 08:30