Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Vitorðsmenn í flótta Ghosn játa sig seka

Tveir Bandaríkjamenn játuðu sig seka um að hafa hjálpað Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra bílaframleiðandans Nissan, að flýja Japan árið 2019. Mennirnir, sem eru feðgar, voru framseldir frá Bandaríkjunum í vor og gætu átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Dusterinn er kominn aftur á kreik

Þeir sem fara akandi um stræti Reykjavíkur nú um mundir fara fæstir varhluta af kunnuglegri þróun sem orðið hefur í borginni á allra síðustu vikum. Dacia Duster, uppáhaldsbílaleigubíll ferðamannsins, er aftur kominn á kreik.

Innlent
Fréttamynd

Hefðirnar í Indy 500

Indy 500 kappaksturinn fór fram í 105. skipti í gær. Helio Castroneves kom fyrstur í mark í fjórða sinn eftir framúrakstur á 199. hring af 200. Kappaksturinn er einn sá elsti í sögunni og en hann er 110 ára og allt morandi í hefðum og venjum sem eru hverri annarri áhugaverðari.

Bílar
Fréttamynd

Getur ekki tekið á móti fleiri gömlum bílum á Ystafelli

Eigandi Samgönguminjasafnsins á Ystafelli í Köldukinn skammt frá Húsavík hefur ekki undan að neita fólki um gamla bíla, sem það vill gefa safninu. Á safninu í dag eru um eitt hundrað bílar, meðal annars forsetabíllinn, sem var notaður í forsetatíð frú Vigdísar Finnbogadóttur.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 2000 Peugeot bílar á afmælisári

Peugeot fólks- og sendibílar hafa aldrei notið jafn mikilla vinsælda á Íslandi hvorki fyrr né síðar og markaðshlutdeild aldrei verið hærri og er það einstaklega ánægjulegt fyrir starfsmenn Brimborgar að upplifa það á 5 ára afmælisári Peugeot hjá Brimborg.

Bílar
Fréttamynd

Mis­skilningur ríki um nýja lög­reglu­bílinn

Ný Dodge RAM 3500 bifreið bættist í bílaflota lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrr í mánuðinum og er talið að heildarkostnaður sé í kringum 15 milljónir króna. Yfirlögregluþjónn segir brýna þörf hafa verið fyrir ökutæki sem væri með mikla dráttargetu og gæti auðveldlega flutt fjóra lögreglumenn með mikinn búnað.

Innlent
Fréttamynd

10 bestu rafbílarnir þegar kemur að  dráttargetu

Rafbílar eru þeim eiginleikum gæddir að togið sem þeir hafa upp á að bjóða getur komið strax. Það er engin vél sem þarf að vinna upp snúninga eða túrbína sem þarf að ná sér á skrið. Þeir ættu því að vera afbragðs góðir í að draga kerrur og aðra eftirvagna.

Bílar
Fréttamynd

Forvali fyrir bíl ársins lokið

Forvalsnefnd BÍBB (Bandalag íslenskra bílablaðamanna) hefur lokið forvali á bíl ársins. Listi yfir þá bíla sem komust í úrslit er í fréttinni.

Bílar
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.