Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni

Þór Akureyri vann góðan sigur á Fylki fyrr í dag í 16. umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu. Leikið var á Tekk vellinum í Árbænum og skoraði Einar Freyr Halldórsson sigurmark Þórsara á 83. mínútu í 1-2 sigri. Fylkir datt niður á fallsætið og gætu verið þar að umferðinni lokinni.

Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínu­menn ekki

Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) hefur greitt 10,8 milljónir evra, jafnvirði milljarðs íslenskra króna, í samstöðustyrki til rússneskra knattspyrnuliða frá því að þeim var bannað að taka þátt í Evrópukeppnum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Enska augna­blikið: 13 ára Hjör­var tók and­köf

Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út

Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Ferðaklósett fékk að finna fyrir því og sakleysislegur stuðningsmaður Víkings var skallaður. Lögreglan beitti piparúða til að bægja þeim burt. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Þeir voru sterkari en við í loftinu“

Frederik Birk, þjálfari Bröndby, sagði lítið en lét tilfinningar sínar greinilega í ljós í viðtali eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í kvöld, niðurstaða sem eru „risastór“ vonbrigði.

Fótbolti