
Skiptin til Bucks komu Lillard í opna skjöldu
Damian Lillard hafði óskað eftir því við Joe Cronin, framkvæmdastjóra Portland Trail Blazers, að draga ósk sína um félagaskipti til baka þegar útséð var um að hann gæti gengið til liðs við Miami Heat.
Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.
Damian Lillard hafði óskað eftir því við Joe Cronin, framkvæmdastjóra Portland Trail Blazers, að draga ósk sína um félagaskipti til baka þegar útséð var um að hann gæti gengið til liðs við Miami Heat.
LeBron James mun spila fyrir Los Angeles Lakers á sínu 21. tímabili í NBA deildinni í vetur. Þrátt fyrir að hafa misst mikið úr síðasta tímabili er hann staðráðinn í að komast í sitt allra besta leikform.
Damian Lillard er orðinn leikmaður Milwaukee Bucks í NBA deildinni í körfubolta eftir risaskipti milli þriggja félaga í gær.
Stjórnarnefnd NBA deildarinnar kom saman í dag og setti fyrir nýjar reglur um hvíldartíma heilbrigðra leikmanna. Lið gætu nú fengið allt að milljón dollara sekt fyrir að hvíla leikmann sem er ekki meiddur.
Í staðinn fyrir að setja undir sig hausinn og æfa af krafti nýtti Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, landsleikjahléið til að fara til New York.
Kevin Porter Jr., leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, hefur verið handtekinn fyrir að ganga í skrokk á, og reyna að kyrkja, kærustu sína. Sú heitir Kysre Gondrezick og er fyrrverandi leikmaður í WNBA-deildinni.
Brittney Sykes, leikmaður Washington Mystic, skoraði magnaða sigurkörfu gegn New York Mystic í WNBA-deildinni í körfubolta í nótt. Blakaði hún boltanum þá ofan í þegar hálf sekúnda var til leiksloka.
Novak Djokovic skráði sig á spjöld sögunnar þegar hann bar sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Þetta var hans 24. sigur á risamóti en enginn karlmaður hefur unnið jafn marga risatitla í sögu íþróttarinnar. Hann tileinkaði Kobe Bryant heitnum sigurinn.
Körfuboltamaðurinn Derrick Rose virðist nægilega mikill aðdáandi tónlistarmannsins Drake til þess að gera sér ferð að sjá rapparann sem ættaður er frá Kanada en þó ekki nægilega mikill aðdáandi til að fylgjast með tónleikunum sjálfum.
Christian Wood hefur skrifað undir tveggja ára samning við Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta. Það gefur Lakers svigrúm til að spila Anthony Davis í annarri stöðu á vellinum en Davis hefur gefið í skyn að hann vilji spila meira sem kraftframherji í vetur.
Orsök hjartastoppsins sem Bronny James fékk á æfingu í sumar má rekja til meðfædds hjartagalla. Bronny hefur verið í yfirgripsmiklum rannsóknum síðustu vikur sem leiddu þetta í ljós.
NBA liðið Los Angeles Lakers mun heiðra minningu Kobe Bryant með því að reisa bronsstyttu af honum fyrir utan leikvang félagsins.
Sabrina Ionescu, stórstjarna New York Liberty liðsins í WNBA deildinni auglýsti eftir skónum sínum fyrir leik á móti Las Vegas Aces í gærkvöldi.
Bandaríski körfuboltamaðurinn James Harden hefur flakkað á milli NBA félaga undanfarin ár og margoft beðið um að vera skipt í nýtt félag. Nú þegar það er ekki að ganga hjá honum í þetta skiptið þá úthrópar hann eiganda félagsins síns.
Gregg Popovich og Becky Hammon voru vígð inn í frægðarhöll NBA deildarinnar í gær. Hammon gat ekki haldið aftur af tárunum þegar hún þakkaði Popovich fyrir að hafa ráðið sig til starfa og Popovich átti einnig bágt með sig.
AJ Griffin, leikmaður Atlanta Hawks í NBA deildinni, varaði fólk á Twitter við því að fara á tónleika með Beyoncé enda væri hún að ýta undir Satanisma. Af einhverjum ástæðum ákvað hann að eyða tvítinu.
Það er mitt sumar og bæði langt frá síðasta NBA-leik og langt í næsta NBA-leik. Leikmenn deildarinnar eru samt ekki hólpnir þegar kemur að sektum.
Kobe Bryant heitinn fær af sér styttu fyrir utan heimavöll Los Angeles Lakers en styttan verður frumsýnd á næsta ári.
Terrence Williams er fyrrum leikmaður í NBA deildinni í körfubolta sem þarf að dúsa í fangelsi næsta áratuginn.
Körfuboltakappinn Ricky Rubio hjá Cleveland Cavaliers er farinn í ótímabundið frí svo hann geti tekið á andlegum veikindum sínum.
Los Angeles Lakers tók ekki í mál að missa Anthony Davis frá sér og galopnaði veskið til þess að halda honum.
Bandaríska körfuboltakonan Diana Taurasi heldur áfram að bæta við stigamet sitt í WNBA deildinni í körfubolta og í nótt urðu stór tímamót hjá henni.
Bakvörður San Antonio Spurs missir af tveimur leikjum liðsins á komandi tímabili eftir NBA-deildin úrskurðaði í máli hans.
Körfuboltamaðurinn, Steph Curry, sýnir á sér nýjar hliðar og rappar í tónlistarmyndbandi við rapp lagið Lil fish, big pond, sem er eftir rapparan Tobe Nwigwe.