
LeBron með 28 stig er meistararnir hristu af sér slenið
NBA-meistararnir í Los Angeles Lakers höfðu tapað fjórum leikjum í röð fyrir leik liðsins gegn Portland í nótt. Meistararnir unnu þó loks leik í nótt er þeir höfðu betur gegn Portland 102-93 í einum af níu leikjum næturinnar.