
Skærin sett í frost
Hárgreiðslumeistarinn Ásgeir Hjartarson hefur sett skærin í frost í bili eftir að hafa tekið að sér nýtt verkefni við að hanna og reka veitingastaðinn Black Dragon Rvk við Hafnartorg. Kokkarnir Hjörtur Saithong Ingþórsson og Guðmundur Ágúst Heiðarsson koma til með að standa vaktina í eldhúsinu.