Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Rob Gronkowski er einn besti innherji sögunnar og þekktastur fyrir tíma sinn hjá New England Patriots. Hann endaði hins vegar feril sinn sem leikmaður Tampa Bay Buccaneers. Nú ætlar kappinn að breyta því á formlegan hátt áður en skórnir fara endanlega upp á hillu. Sport 11.11.2025 16:31
Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Alex Singleton, varnarmaður Denver Broncos, spilaði í nýlegum sigri liðsins á Las Vegas Raiders þrátt fyrir að hafa greinst með eistnakrabbamein nokkrum dögum áður. Sport 11.11.2025 06:30
Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Antonio Brown, fyrrverandi besti útherji NFL-deildarinnar, hefur verið handtekinn vegna ákæru um morðtilraun í tengslum við skotárás eftir hnefaleikaviðburð síðasta vor. Sport 7.11.2025 09:00
Mjög skrýtinn misskilningur Lokasóknin fór yfir síðustu helgi í NFL-deildinni í vikulegum þætti sínum og ræddi meðal annars frábæra frammistöðu óvæntrar stjörnu í liði Tampa Bay Buccaneers. Sport 16. október 2025 06:31
Allt á hvolfi í NFL-deildinni NFL-deildin heldur áfram að gefa en ótrúleg úrslit eiga sér stað um hverja helgi í deildinni. Sport 14. október 2025 11:32
Sanchez sleppt úr haldi Mark Sanchez, fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni og núverandi lýsandi hjá Fox, var sleppt úr haldi lögreglunnar í Indianapolis fyrr í dag. Hann hafði verið handtekinn fyrir viku síðan eftir slagsmál í Indiana og verið í gæsluvarðhaldi síðan. Sport 12. október 2025 23:01
NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Caleb Williams, leikstjórnandi Chicago Bears, er nýjasti fjárfestirinn í Boston Legacy FC, nýju liði í bandarísku kvennaknattspyrnudeildinni (NWSL) sem hefur leik árið 2026. Fótbolti 12. október 2025 11:33
„Þetta er gjörsamlega galið“ Nýliðinn Emeka Egbuka hefur vakið mikla athygli í NFL-deildinni það sem af er og hann fékk líka mikið hrós frá strákunum í Lokasókninni. Sport 10. október 2025 13:30
Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Þjálfari Arizona Cardinals missti sig algjörlega á hliðarlínunni um helgina eftir eitt mesta klúður ársins. Hann baðst afsökunar en var samt sektaður af félagi sínu. Sport 8. október 2025 15:16
Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Mark Sanchez sem kom New York Jets í úrslitaleik AFC deildarinnar í NFL deildinni í tvígang var handtekinn á sjúkrahúsi í Indianapolis. Hann var á sjúkrahúsi til að fá aðhlynningu vegna stungusára sem hann hlaut í áflogum. Sport 5. október 2025 13:01
Lamar Jackson ekki með um helgina Baltimore Ravens verða án leikstjórnenda síns Lamar Jackson á morgun þegar liðið mætir Houston Texans í NFL deildinni á sunnudag. Það eru slæm tíðindi fyrir Baltimore sem hafa ekki byrjað vel í deildinni í vetur. Sport 4. október 2025 15:00
Börnin mikilvægari en NFL Xavien Howard tilkynnti óvænt í gær að hann væri hættur að spila í NFL deildinni. Sport 3. október 2025 11:32
Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Eins og flest vita þá fer tískan í hringi, það á bæði við um þegar kemur að fatnaði og útliti en einnig þegar kemur að því hvað er heitt hverju sinni í heimi íþrótta. Innan fótboltaheimsins eru föst leikatriði heldur betur komin í tísku á nýjan leik. Enski boltinn 1. október 2025 07:00
Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, varð fyrir agalegum meiðslum í leik við New York Jets í Flórída í nótt. Hann virtist fara úr hnjálið en viðbrögð leikmannsins vöktu svo enn meiri athygli. Sport 30. september 2025 10:02
MetLife er nú kallað DeathLife Völlurinn þar sem úrslitaleikur HM í fótbolta fer fram á næsta ári er enn á ný undir smásjánni vegna meiðsla. Sport 29. september 2025 16:30
NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin NFL deildin tilkynnti í dag að þrír leikir næstu fimm árin verða spilaðir á Maracanã, einum sögufrægasta fótboltavelli heims, sem staðsettur er í Rio de Janeiro í Brasilíu. Sport 26. september 2025 23:32
Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Það er aldrei neinn skortur á góðum tilþrifum í NFL-deildinni og Lokasóknin sýnir alltaf það besta á þriðjudögum. Sport 26. september 2025 14:46
Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Jordan Davis varð hetja Philadelphia Eagles í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Los Angeles Rams á lokasekúndu leiksins. Hann varð í leiðinni sá þyngsti í sögu NFL til að skora snertimark eftir spark andstæðingsins. Sport 22. september 2025 17:16
Younghoe sparkað burt Younghoe Koo hefur verið látinn fara frá Atlanta Falcons í NFL deildinni. Sport 19. september 2025 22:16
Bills byrjar tímabilið með látum Buffalo Bills ætlar sér stóra hluti í NFL-deildinni í vetur og byrjun liðsins lofar góðu. Sport 19. september 2025 14:48
Fjölgar mannkyninu enn frekar Tónlistarkonan Cardi B á von á sínu fjórða barni og því fyrsta með kærasta sínum, NFL-kappanum Stefon Diggs. Fyrir á hún tvær dætur og einn son með rapparanum Offset. Lífið 17. september 2025 15:12
Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals í NFL deildinni, þarf að gangast undir aðgerð á tánni vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Jacksonville Jaguars í gærkvöldi. Sport 15. september 2025 22:46
Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum J.J. McCarthy spilaði sinn fyrsta leik í NFL deildinni í nótt og leiddi Minnesota Vikings að 27-24 endurkomusigri gegn Chicago Bears, liðinu sem hann hélt með sem krakki. Hann kastaði fyrir tveimur snertimörkum og hljóp þriðja snertimarkinu sjálfur yfir línuna í fjórða leikhluta. Sport 9. september 2025 09:32
Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Aðdáandi Buffalo Bills lenti í áflogum við DeAndre Hopkins og Lamar Jackson, leikmenn Baltimore Ravens, og var vísað úr stúkunni undir lok fjórða leikhluta í gærkvöldi. Þar með missti hann af hreint ótrúlegri endurkomu Buffalo Bills í fjórða leikhluta, eða varð mögulega valdur að henni. Sport 8. september 2025 08:13