Veður

Veður

Fréttamynd

Hlýindi á landinu næstu daga

Næstu daga má búast við að litlar breytingar verði á veðri. Gert er ráð fyrir hægri breytilegri átt og skúrum eða rigningum víða næstu daga, þó minna í kvöld og annað kvöld.

Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Víðast væta en kaldast á Austur­landi

Í dag má búast við hægum vindi eða hafgolu og að mestu skýjuðu á landinu öllu. Mestar líkur á sólarglætu eru á norðaustanverðu landinu. Sums staðar má búast við dálítilli vætu, sérstaklega á Vesturlandi en síðdegis munu myndast skúrir víða.

Veður
Fréttamynd

Loksins 20 gráðu hiti í Reykjavík?

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að nú séu kaflaskil í veðráttunni á Íslandi. Einmuna tíð hefur verið fyrir norðan og austan en höfuðborgarbúar fá nú loksins smjörþef af sumarveðri.

Innlent
Fréttamynd

Úrkoman er komin austur

Norðan og norðaustanátt fimm til þrettán metrar á sekúndu ríkir í allan dag og á morgun með rigningu eða þokusúld með köflum, en samfelldari úrkomu norðaustantil. Þurrt og bjart verður suðvestanlands. Hiti verður á bilinu sex til sextán stig, hlýjast á Suðurlandi.

Veður
Fréttamynd

Víða skúrir á landinu í dag

Suðaustlæg eða breytileg átt 3 til 10 metrar á sekúndu og skúrir verða á öllu landinu í dag. Lengst af verður þó þurrt og bjart á Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu 9 til 19 gráður og hlýast verður á Austurlandi.

Veður
Fréttamynd

Fólki sem finnst rigningin góð ætti að geta notið dagsins

Suðlæg átt verður á landinu í dag, víða 5-10 m/s og súld eða rigning með köflum. Á norðaustanverðu landinu verður úrkomulítið fram eftir degi en þar má búast við sæmilega öflugum síðdegisskúrum að því er segir hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands í morgun. Hiti verður á bilinu 10 til 22 stig og sem fyrr hlýjast á Austurlandi.

Veður
Fréttamynd

Rigning í kortunum á landinu öllu

Búast má við suðlægum áttum með þokulofti eða rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu í dag en skúraleiðingum síðdegis á morgun. Rigning hefst þá að nýju á sunnudag.

Veður
Fréttamynd

Allt á floti í miðhluta Kína

Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.