Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Veðurstofa Íslands spáir hárri ölduhæð og talsverðum áhlaðanda í Faxaflóa á morgun. Gul viðvörun verður í gildi á höfuðborgarsvæðinu og suðurströndinni allri frá hádegi á morgun. Veður 7.10.2025 15:31
Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Snjór sést nú í Esjunni í fyrsta sinn í haust. Veðurfræðingur segir haustið hafa verið óvenjuhlýtt, allajafna sé hvítur toppur Esjunnar fyrr á ferðinni. Svalara loft yfir höfuðborgarsvæðinu er væntanlegt næstu tvo daga en svo hlýnar aftur um helgina. Innlent 7.10.2025 13:13
Gular viðvaranir vegna vestanstorms Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Suðurlandi og Suðausturlandi vegna vestanstorms. Veður 7.10.2025 10:04
Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Austfjörðum og Suðausturlandi vegna norðanvestanstorms eða roks. Veður 3. október 2025 08:31
Hægviðri og víða bjart Veðurstofan gerir ráð fyrir hægviðri í dag og víða björtu veðri, en stöku skúrir sunnan- og vestanlands í fyrstu. Veður 3. október 2025 07:09
Skúrir og áfram milt í veðri Lægð vestur af landinu beinir suðlægum áttum yfir landið í dag og má reikna með sunnan og suðvestan golu og skúrum, en bjartviðri norðaustanlands. Veður 2. október 2025 07:10
Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Lægð fer yfir landið í dag og beinir suðlægum áttum til landsins. Reikna má með sunnan strekkingi á Austurlandi og Suðausturlandi er líða fer á daginn. Veður 1. október 2025 07:11
Sunnan strekkingur og vætusamt Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan strekkingi víða um land með vætusömu veðri í dag, ýmist skúraklökkum eða stærri úrkomusvæðum með samfelldri rigningu um tíma. Veður 30. september 2025 07:13
Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Núna í morgunsárið er suðaustan allhvass eða hvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning en hægari vindur og þurrt að kalla norðaustantil. Veður 29. september 2025 07:05
Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Mjög vel hefur gengið að lagfæra skemmdir á varnargörðum og Hringveginum vestan Jökulsár í Lóni og reiknar Vegagerðin með því að hægt verði að hleypa umferð á veginn klukkan 17:00 síðdegis í dag ef ekkert óvænt kemur upp á. Innlent 27. september 2025 13:52
Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Vinna hófst við Hringveginn við Jökulsá í Lóni sem fór í sundur vegna mikilla vatnavaxta um klukkan sex í morgun. Vegurinn fór í sundur á um fimmtíu metra bili. Innlent 27. september 2025 09:28
Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Fyrsta haustlægðin er mætt til landsins í formi gulra veðurviðvaranna sem tóku gildi klukkan sjö í morgun. Veðurstofa Íslands spáir mikilli rigningu og vindhviðum víða um land. Veður 26. september 2025 10:05
„Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Gífurlega mikið vatn er í Jökulsá í Lóni, eftir mikla rigningu á svæðinu, og hefur hringvegurinn farið í sundur vestur. Íbúi á svæðinu segist aldrei hafa séð eins mikið vatn í Jökulsá. Innlent 26. september 2025 10:03
Von á mesta vindinum í marga mánuði Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan og suðaustan þrettán til tuttugu metra á sekúndu og rigningu. Spáð er talsverðri eða mikilli úrkomu á suðaustanverðu landinu, en að létti til á Norðausturlandi. Veður 26. september 2025 07:11
Lægð sem valdi meiri usla Fyrsta haustlægðin nálgast landið óðfluga og segir veðurfræðingur að lægðin, líkt og fyrstu lægðir hvers hausts, valdi meiri usla en þær sem komi seinna. Ástæðan sé sú að fólk festi ekki lausamuni og biðlar hann til fólks um að undirbúa sig. Innlent 25. september 2025 20:34
Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Gul veðurviðvörun tekur gildi víða um land síðdegis í dag og gildir víðar fram á miðjan dag á morgun. Í tilkynningu frá Veitum segir að samhliða mikilli úrkomu megi gera ráð fyrir auknu álagi á fráveitukerfið sem muni þurfa að taka við miklu vatnsmagni á stuttum tíma. Veður 25. september 2025 18:41
Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Gular viðvaranir vegna hvassviðris taka gildi víða um land í nótt og fyrramálið. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands hvetur fólk til að ganga frá lausamunum og er hætta á grjóthruni og skriðuföllum á sunnan- og austanverðu landinu vegna mikillar úrkomu sem spáð er í kvöld og nótt. Innlent 25. september 2025 12:02
Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Röð lægða sem nálgast landið úr suðri munu stýra veðrinu á landinu næstu daga með nokkuð hefðbundnu haustveðri. Veður 25. september 2025 07:14
Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Gul viðvörun er í gildi fimmtudag og föstudag vegna mikillar rigningar sem spáð er á Vestur-, Suður- og Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum frá fimmtudegi fram á mánudag. Innlent 24. september 2025 13:18
Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Nokkrar lægðir munu fara fram hjá landinu næstu daga og bjóða upp á sígilt haustveður. Veður 24. september 2025 07:25
Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vindáttin verður lengst af suðlæg og strekkings vindur inn á milli í dag og næstu daga. Veður 23. september 2025 07:05
Vaxandi vindur þegar líður á daginn Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri suðlægri eða breytilegri átt og smávætu í fyrstu, en síðan úrkomulítið. Veður 22. september 2025 07:11
Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Grunn lægð fer austur fyrir norðan land í dag. Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar fylgir henni ákveðin vestlæg átt og rigning. Búast má við dálítilli rigningu á Suður- og Suðausturlandi seinnipartinn. Hiti verður á bilinu fimm til tíu stig síðdegis. Veður 21. september 2025 07:29
Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Í dag er norðanáttin gengin niður á Vesturlandi, en annars staðar er víða kaldi og sums staðar allhvassir eða hvassir vindstrengir. Til dæmis undir Vatnajökli og á sunnanverðum Austfjörðum. Veður 20. september 2025 07:13