Hlýjast á Vesturlandi Skammt suður af landinu er lægð sem er á leið til austurs. Austan og norðaustan stinningskaldi verður í dag auk úrkomu á köflum. Smáskúrir verða á suðvestur- og vesturhluta landsins. Veður 22.6.2025 08:45
Gular viðvaranir í kortunum Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir á Suður- og Suðausturlandi í dag. Veður 21.6.2025 07:42
Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Útlit er fyrir fremur hæga breytilega átt í dag þar sem verður skýjað með köflum, lítilsháttar skúrir á víð og dreif og milt veður. Það verður heldur léttara yfir á suðaustanverðu landinu þar sem hiti getur náð að 17 stigum í dag þegar best lætur. Veður 20.6.2025 07:09
Að átján stigum suðvestanlands Hæð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu á landinu í dag og áttin því norðaustlæg eða breytileg, víða gola eða kaldi og bjartviðri. Einhver lágský verða þó viðloðandi fram eftir morgni á Norður- og Austurlandi. Veður 13. júní 2025 07:10
Fjögurra daga bongóblíða í vændum Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi Stormur veðurfræðingur, segir fjögurra daga bongóblíðu í vændum á stærstum hluta landsins. Hann spáir þó blautum þjóðhátíðardegi en segir ekkert fast í hendi. Veður 12. júní 2025 23:23
Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Dálítil lægð gengur nú norður yfir landið og fylgir henni væta með köflum í flestum landshlutum. Hiti á landinu verður átta til sautján stig og hlýjast á Austurlandi. Veður 12. júní 2025 07:45
Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Von er á rigningu sunnantil á landinu í dag en skil lægðar sem er alllangt suður í hafi nálgast nú landið. Þurrt verður á norðanverðu landinu fram á kvöld. Veður 11. júní 2025 07:25
Hnattræn hlýnun gerði hitabylgjuna í maí hlýrri og mun líklegri en ella Hitabylgjan sem gekk yfir Ísland í maí var þremur gráðum hlýrri en hún hefði orðið án manngerðrar hlýnunar jarðar. Loftslagsbreytingar gerðu hitabylgjuna einnig fjörutíu prósent líklegri en ella samkvæmt nýrri greiningu alþjóðlegs hóps vísindamanna. Innlent 11. júní 2025 06:01
Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir austlæga eða breytilega átt í dag, átta þrjá til átta metra á sekúndu. Það verður bjart með köflum, en líkur á skúrum síðdegis, einkum inn til landsins. Veður 10. júní 2025 06:48
Bjart og milt peysuveður Bjart verður með köflum sunnan- og vestantil en búast má við lítilsháttar rigningu norðaustan- og austanlands. Lægð við Nýfundnaland heldur til norðausturs í átt að landinu og mun valda austlægari átt á morgun. Veður 9. júní 2025 09:34
Glittir í endurkomu sumarsins Það glittir í endann á því hreti sem hrellt hefur landann undanfarna daga. Eftir hlýjasta maí í manna minnum kyngdi niður snjó og trampólín tókust á loft um leið og júní bar að garði. Nú sér loks í ljósið að sögn veðurfræðings. Veður 7. júní 2025 11:05
Aflýsa óvissustigi vegna norðanáhlaupsins Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi og Suðurlandi, hefur ákveðið að aflýsa óvissustigi Almannavarna. Innlent 6. júní 2025 11:06
Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Veðurstofan spáir fremur hægri norðlægri átt í dag, en norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi á norðausturhorninu. Veður 6. júní 2025 07:18
Biðjast afsökunar á ummælum björgunarmanns Björgunarsveitin Dalvík hefur leiðrétt og beðist afsökunar á „full hvössum“ ummælum björgunarmanns sem sagði að sveitin hefði ítrekað sinnt útköllum á ákveðnum sveitarbæ. Sveitin harmar að ummælin hafi orðið ábúendum til ama. Innlent 5. júní 2025 15:59
„Þetta er úrkoma sem má vænta á einhverra áratuga fresti“ Sú mikla úrkoma sem hefur mælst í vatnsveðrinu fyrir norðan er veðuratburður sem vænta má á nokkurra áratugafresti að sögn ofanflóðasérfræðings. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir útlitið bjartara en það var í gær því dregið hefur úr úrkomu en áfram er skriðu-og snjóflóðahætta. Innlent 5. júní 2025 12:01
Rignir enn fyrir norðan þótt heldur hafi dregið úr ákefðinni Enn rignir á Norðurlandi þótt heldur hafi dregið úr ákefðinni síðustu klukkutímana. Eiríkur Örn Jóhannesson hjá Veðurstofunni segir að engar fregnir hafi borist af frekari skriðuföllum en að hættan sé þó ekki liðin hjá. Innlent 5. júní 2025 07:36
Áframhaldandi norðan strekkingur Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi norðan strekkingi eða allhvössum vindi en hvassviðri á sunnanverðum Austfjörðum. Veður 5. júní 2025 07:09
Fádæma úrhelli á Ólafsfirði Gífurleg úrkoma hefur verið á Norðurlandi síðan í gærkvöldi, en gul veðurviðvörun er í gildi og búist er við áframhaldandi rigningu á morgun. Sérstaklega hefur rignt á Ólafsfirði þar sem slökkviliðið var kallað út laust eftir hádegi til að dæla vatni af lægstu punktum bæjarins. Innlent 4. júní 2025 22:46
Óveðrinu slotar en áfram hætta á skriðuföllum Óveðrinu sem gengur yfir landið er farið að slota og það versta er yfirstaðið. Enn eru viðvaranir í gildi og nýjar taka gildi seinna í kvöld og vara fram yfir morgundaginn. Veðurfræðingur segir að þó sé svalt og blautt veður áfram í kortunum. Veður 4. júní 2025 14:12
Hlýjasti maímánuður á landinu frá upphafi mælinga Nýliðinn maímánuður var sá hlýjasti á landsvísu frá upphafi mælinga. Sett voru ný meðal- og hámarkshitamet fyrir mánuðinn á flestum veðurstöðvum landsins. Innlent 4. júní 2025 13:26
Viðvaranir enn í gildi fyrir norðan Gular viðvaranir verða enn í gildi út daginn og þá að mestu á Norðurlandi. Það er vegna mikillar rigningar og er talin hætta á vatnavöxtum og skriðum. Innlent 4. júní 2025 06:21
Grjóthrun á Siglufjarðarvegi og skriðufall í Neskaupstað Veðurstofan hefur gefið út viðvörun vegna skriðuhættu og vatnavaxta á norðan- og austanverðu landinu. Grjóthrun varð á Siglufjarðarvegi í kvöld og lítil skriða féll í Neskaupstað. Enn er gul viðvörun í gangi á stórum hluta landsins. Veður 3. júní 2025 23:14
Það versta yfirstaðið en veður áfram leiðinlegt á morgun Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fór yfir veðrið í dag og næstu daga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir það fyrst og fremst hafa vakið athygli sína hversu víðtækt veðrið var og að það hafi náð til landsins alls. Hann segir það versta yfirstaðið. Veður 3. júní 2025 19:35
Kindur aðstoðuðu björgunarfólk að finna afkvæmi sín Vonskuveður var víðast hvar um land í dag og bitnaði einna helst á sauðfjárbændum og ferðamönnum á tjaldsvæðum sem ráku upp stór augu þegar að fannhvít jörð blasti við í morgun. Kindur aðstoðuðu sauðfjárbændur við að finna afkvæmi sín sem hafði fennt yfir. Innlent 3. júní 2025 19:11
Árás Bandaríkjanna á Íran: „Íran, yfirgangsseggur Miðausturlandanna, verður að boða til friðar“ Erlent