Veður

Veður


Fréttamynd

Vara­samt ferða­veður austan­lands en bjart suð­vestan­til

Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, víða fimm til þrettán metrum á sekúndu en þrettán til tuttugu um suðaustanvert landið. Reikna má með éljum fyrir norðan, snjókomu austantil og skafrenningi á suðaustanlands og því er enn varasamt ferðaveður á þeim slóðum.

Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Rofar til síðdegis en ekki sést til vorsins í kortunum

Fjallvegir víða um land voru ófærir í morgun og var mjög blint sums staðar á norðanverðu landinu, Vestur- og Austfjörðum. Draga á úr vindi og éljum um miðjan dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar og er meinlítið veður í kortunum næstu daga. Lægðirnar séu þó að gera sig heimkomnar og áfram megi búast við að loka gæti þurft vegum á næstu vikum.

Innlent
Fréttamynd

Djúp lægð veldur norð­austan­stormi

Langt suður í hafi er víðáttumikil og djúp lægð sem veldur norðaustanstormi á landinu, en roki syðst. Það gekk á með hríðarveðri í flestum landshlutum í nótt, en fór síðan að rofa til sunnan- og vestanlands.

Veður
Fréttamynd

Hellisheiði og Þrengslum lokað

Veginum um Hellisheiði og Þrengsli hefur verið lokað vegna veðurs. Þá hefur hring­veg­in­um verið lokað á á milli Skóga og Vík­ur og milli Lómagnúps og Jök­uls­ár­lóns. Hálkublettir eru víða.

Innlent
Fréttamynd

Hvassir austan­vindar og snjó­koma með köflum syðst

Allmikið og alldjúpt lægðasvæði er suður af landinu og veldur hvössum austanvindum, jafnvel stormi eða roki syðst. Snjókoma með köflum eða skafrenningur á sunnanverðu landinu og því getur færðin spillst með skömmum fyrirvara.

Veður
Fréttamynd

Gular við­varanir vegna storms og hríðar

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Suðurlandi, Vestfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendinu vegna austan og norðaustan hvassviðris eða storms sem skellur á landið á í kvöld og á morgun.

Veður
Fréttamynd

Víða bjart veður en von á stormi á morgun

Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag, golu eða kalda en annhvössum vindi syðst á landinu. Víða verður bjart veður, en suðaustan- og austanlands verður líklega eitthvað þungbúnara.

Veður
Fréttamynd

Snjó­flóð á Aust­fjörðum

Nokkur snjóflóð hafa fallið á Austfjörðum síðustu daga, þau stærstu nálægt Eskifirði. Veik lög eru í snjónum vegna skafrennings og kuldakasts síðustu daga. Veðurstofa biður fólk um að fylgjast vel með.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.