Hiti gæti náð 25 stigum í dag Hitinn á landinu í dag gæti náð allt að 25 stigum en hlýjast verður á Norður- og Austurlandi. Þar verður einnig léttskýjað og suðlæg átt frá þremur til átta metrum á sekúndu. Veður 13.7.2025 07:26
Veðurblíða víða um land Veðurstofa Íslands spáir hita upp á elleftu til 21 stig en hlýjast verður á norðaustanverðu landinu. Einnig má búast við sólskini um tíma á Vestfjörðum og Vesturlandi. Veður 12.7.2025 09:21
Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veðurspár gera ráð fyrir að hlýr loftmassi berist yfir landið í byrjun næstu viku sem leiða muni til hitabylgju. Gangi spárnar eftir gæti hæsti hitinn sem mælist á landinu náð allt að 29 stigum. Veður 11.7.2025 20:55
Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir annað kvöld í Faxaflóa og Breiðafirði vegna mikils vinds sem getur verið hættulegur ökumönnum húsbíla. Innlent 6. júlí 2025 15:34
Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður fer hlýnandi á næstu dögum og bjart verður víða á landinu og hlýtt í dag. Vestlæg átt er ríkjandi 5 til 13 m/s en skýjað suðvestantil framan af degi. Hiti er á bilinu 10 til 20 stig og hlýjast á suðausturlandi. Veður 6. júlí 2025 07:29
Fínasta veður um land allt Í dag verður hægt vaxandi vestanátt, 5-10 metrar á sekúndu eftir hádegi, en 8 til 13 seinnipartinn og 10-15 norðvestantil undir kvöld. Veður 5. júlí 2025 09:32
Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Útlit er fyrir hægviðri eða hafgolu á landinu í dag þar sem verður bjart með köflum, en dálitlir skúrir á stöku stað. Veður 4. júlí 2025 07:15
Skúrir á víð og dreif Úrkomusvæði gekk yfir landið og því rigndi nokkuð víða í gærkvöldi og í nótt. Vindur verður með hægasta á móti. Veður 3. júlí 2025 07:11
Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Lægð á Grænlandshafi nálgast landið í dag og má gera ráð fyrir að áttin verði suðlæg. Víða verður gola eða kaldi og rigning með köflum sunnan- og vestanlands. Veður 2. júlí 2025 07:09
Skúrir víða um land og lægð nálgast Útlit er fyrir fremur norðvestlæga átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu og hvassast syðst á landinu. Víða má gera ráð fyrir skúrum, en það verður að mestu bjart suðvestanlands. Veður 1. júlí 2025 07:10
Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Allkröpp lægð er nú á leið til norðausturs milli Íslands og Færeyja og mun hún valda suðvestan hvassviðri í dag. Á Íslandi liggjum við þó í mun hægari norðanátt vestan lægðarmiðjunnar þar sem vindhraði verður yfirleitt á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu. Veður 30. júní 2025 07:08
Hitamet slegið á Spáni um helgina Hitamet var slegið á Spáni í gær þegar hiti mældist 46 gráður í bænum El Granado. Útlit er fyrir að mánuðurinn verði sá heitasti í sögu Spánar samkvæmt veðurstofu landsins. Fjallað er um málið á vef BBC en hitabylgja gengur nú yfir í Evrópu. Víða hafa stjórnvöld gefið út viðvaranir vegna hita. Erlent 29. júní 2025 21:34
Veðurstofan nýtir ofurtölvu til að herma eftir hraunflæði Ofurtölva í eigu Háskóla Íslands gerir Veðurstofu Íslands kleift að herma eftir hraunflæði og áhrifum jökulhlaupa á nákvæmari hátt. Forstjóri Veðurstofunnar segir samstarfið við Háskóla Íslands gríðarlega mikilvægt og að það hafi verið mikið gæfuspor að samnýta mikilvæga reikniinnviði. Innlent 29. júní 2025 12:58
Skýjað og skúrir en ekki of kalt Lægðin sem stýrði veðrinu við Ísland í gær er komin til Norður-Noregs en drag frá henni hafi þó enn áhrif. Von er á fremur hægri breytilegri átt og það verður skýjað að mestu með skúrum eða rigningu. Fyrir vestan verður þurrt og jafnvel sól. Veður 29. júní 2025 08:50
Allt að sautján stiga hiti í dag Víðáttumikil lægð milli Íslands og Færeyja stjórnar veðrinu á Íslandi í dag með norðlægri eða breytilegri átt. Á Norður- og Austurlandi verður svalt en í öðrum landshlutum verður skýjað með köflum, sums staðar dálítil væta og hiti allt að 17 stig. Veður 28. júní 2025 09:05
Fínasta grillveður í kortunum Siggi stormur segir að strax í næstu viku sé útlit fyrir þolanlegt veður um sunnan- og vestanvert landið með tilliti til sólar. Vikuna eftir það sé útlit fyrir að hæðarsvæði verði yfir landinu með björtu veðri víða um land. Innlent 26. júní 2025 20:00
Búast má við töluverðum dembum Lægð skammt suður af landinu stýrir veðrinu og hún kemur inn á land í dag. Austan gola eða kaldi verður um mest allt land og rigning eða súld suðustanlands en skúrir í öðrum landshlutum. Sums staðar eru líkur á talsverðum dembum. Veður 26. júní 2025 07:35
Rigning víða í dag Í dag verður austanátt, fimm til þrettán metrar á sekúndu, og rigning. Þurrt verður að mestu norðanlands þar til síðdegis þegar fer að væta. Hýjast verður á Norðurlandi þar sem hitinn getur farið upp í fimmtán stig. Veður 25. júní 2025 07:22
Skýjað og væta í flestum landshlutum Í dag verður austlæg eða breytileg vindátt frá þremur til tíu metra sekúndu. Búast má við einhverri vætu í flestum landshlutum. Hlýjast verður á Vesturlandi þar sem hitinn gæti náð upp í fimmtán stig. Veður 24. júní 2025 06:20
Áfram hlýjast á Vesturlandi Útlit er fyrir norðaustlægri átt og víða golu og rigningu með köflum. Úrkomuminna verður á Suður- og Vesturlandi. Áfram verður hlýjast á Vesturlandi. Veður 23. júní 2025 06:13
Hlýjast á Vesturlandi Skammt suður af landinu er lægð sem er á leið til austurs. Austan og norðaustan stinningskaldi verður í dag auk úrkomu á köflum. Smáskúrir verða á suðvestur- og vesturhluta landsins. Veður 22. júní 2025 08:45
Gular viðvaranir í kortunum Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir á Suður- og Suðausturlandi í dag. Veður 21. júní 2025 07:42
Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Útlit er fyrir fremur hæga breytilega átt í dag þar sem verður skýjað með köflum, lítilsháttar skúrir á víð og dreif og milt veður. Það verður heldur léttara yfir á suðaustanverðu landinu þar sem hiti getur náð að 17 stigum í dag þegar best lætur. Veður 20. júní 2025 07:09
Bætir í úrkomu í kvöld Smálægð nálgast nú landið úr suðvestri og má reikna með fremur hægri suðlægri átt í dag og víða skýjuðu veðri með stöku skúrum, einkum síðdegis. Veður 19. júní 2025 07:17