Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Um 48 prósent opinberra starfsmanna eru hlynnt afnámi áminningarskyldu ríkisstarfsmanna en aðeins um 32 prósent eru andvígir afnámi hennar, samkvæmt nýrri könnun. Á sama tíma eru um 54 prósent landsmanna hlynnt því að áminningarskyldan sé afnumin en aðeins 23 prósent andvíg. Viðskipti innlent 25.10.2025 10:20
Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Þuríður Björg Guðnadóttir, framkvæmdastjóri markaðssóknar hjá Nova, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu. Hún byrjaði 18 ára í þjónustuveri félagsins þegar það var stofnað og hefur setið í framkvæmdastjórn frá árinu 2017. Viðskipti innlent 24.10.2025 16:03
Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Öll miðlunarlón Landsvirkjunar voru full í upphafi nýs vatnsárs, 1. október síðastliðinn. Viðskipti innlent 24.10.2025 12:39
Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Landsbankinn hagnaðist um 29,5 milljarða króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Þar af nam hagnaður 11,1 milljarði á þriðja ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur voru 49,4 milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins og hreinar þjónustutekjur 9,2 milljarðar króna. Viðskipti innlent 23.10.2025 19:35
Síminn kaupir Motus og Pei Síminn hf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ). Félagið á og rekur greiðslulausnina Pei og innheimtufyrirtækið Motus. Heildarvirði GMÍ í viðskiptunum nemur 3.500 milljónum króna. Viðskipti innlent 23.10.2025 18:51
Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Hagnaður Sjóvár á þriðja ársfjórðungi nam 1.145 milljónum króna og samsett hlutfall, hlutfall iðgjalda og kostnaðar, var 89,6 prósent. Afkoma fjárfestinga fyrir skatta var 552 milljónir króna og afkoma af vátryggingasamningum fyrir skatta var 936 milljónir. Á fyrstu níu mánuðum ársins nemur hagnaður 666 milljónum króna og samsett hlutfall 90,6 prósent. Viðskipti innlent 23.10.2025 16:31
Húsleit hjá Terra Samkeppniseftirlitið lét framkvæma húsleit hjá Terra í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Terra. Þar segir að málið varði rannsókn eftirlitsins á meintum brotum á samkeppnislögum í tengslum við útboð sveitarfélaga á sorphirðu. Viðskipti innlent 23.10.2025 16:00
Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Kristján Georg Jósteinsson, sem hlaut árið 2019 þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir innherjasvik hjá Icelandair, hefur verið ákærður fyrir meiri háttar skattalagabrot. Hann er sakaður um að hafa ekki talið fram úttektir úr einkahlutafélögum, sem hann nýtti meðal annars við framkvæmd innherjasvikanna og rekstur kampavínsklúbbanna VIP club og Shooters í Austurstræti. Viðskipti innlent 23.10.2025 14:50
Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Prófessor emeritus í hagrannsóknum líkir nýlegum hæstaréttardómi í vaxtamálinu sem Neytendasamtökin hafa fagnað við pyrrosarsigur sem hvorki neytendur né samfélagið þurfi fleiri af. Það séu þeir sem sitji á endanum uppi með kostnaðinn af þeim breytingum sem dómurinn kalli á. Viðskipti innlent 23.10.2025 13:40
Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Samstöðin ehf., sem rekur fjölmiðil undir sama heiti, tapaði fimmtíu milljónum króna í fyrra, samanborið við 24 milljóna króna tap árið áður. Samstöðin hlaut fjölmiðlastyrk í fyrra en ekki árið áður. Viðskipti innlent 23.10.2025 13:40
Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Íslenska máltæknifyrirtækið Bara kynnti í vikunni norska útgáfu lausnarinnar undir heitinu Bare si det. Opnunarviðburðurinn fór fram í Noregi á mánudaginn í tengslum við Oslo Innovation Week og var haldinn í sendiherrabústað Íslands í Osló. Viðskipti innlent 23.10.2025 12:50
Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Það getur tekið einstaklinga á leigumarkaði ellefu ár að safna fyrir útborgun í litla íbúð á höfuðborgarsvæðinu og átján ár fyrir einstæða foreldra. Þetta segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir einnig að fyrir barnlaust par tæki það tæp tvö ár. Viðskipti innlent 23.10.2025 09:57
Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Um 58 prósent fasteignasala telja fasteignamarkaðinn nú kaupendamarkað og 22 prósent telja markaðinn „mikinn kaupendamarkað“. Viðskipti innlent 23.10.2025 06:39
Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Hagnaður Icelandair eftir skatta nam sjö milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 8,5 milljarða hagnað á sama tímabili í fyrra. Félagið áætlar að afkoma fyrir vaxtagreiðslur og skatta árið 2025 verði neikvæð um 1,2 til 2,4 milljarða króna. Viðskipti innlent 22.10.2025 16:14
Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Formaður Verkalýðsfélags Akraness skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Norðuráls eftir að upp kom bilun í búnaði. Tveir þriðju framleiðslunnar liggja niðri en óljóst er hve langan tíma mun taka að laga búnaðinn. Viðskipti innlent 22.10.2025 12:00
Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Bilun hjá Norðuráli á Grundartanga, sem veldur því að framleiðsla dregst saman um tvo þriðju, mun hafa áhrif á rekstur Eimskips, enda er Norðurál einn stærsti viðskiptavinur skipafélagsins. Gengi hlutabréfa félagsins hefur lækkað hressilega frá opnun markaða í dag. Viðskipti innlent 22.10.2025 11:26
Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Hundruðum krafna hefur verið lýst í þrotabú flugfélagsins Play sem varð gjaldþrota í lok september. Launakröfur starfsfólks liggja enn ekki fyrir. Skiptastjóri telur líklegt að þrotabúið sæki með riftun óeðlilegar greiðslur félagsins skömmu fyrir gjaldþrot. Viðskipti innlent 22.10.2025 11:22
Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Metta sport seldi íþróttafatnað fyrir 634 milljónir króna og hagnaðist um 182 milljónir í fyrra. Félagið er í 80 prósenta eigu Péturs Kiernan og 20 prósenta eigu Samúels Ásberg O'Neill, sem báðir eru á þrítugsaldri. Viðskipti innlent 22.10.2025 10:50
Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Eignarhaldsfélagið Aztiq hefur lokið við sölu á lyfjafyrirtækinu Adalvo til alþjóðlega fjárfestingarfélagsins EQT. Á sama tíma lætur framkvæmdastjóri Alvotech af störfum og færir sig yfir til Adalvo. Stærsti eigandi Alvotech er Aztiq. Viðskipti innlent 22.10.2025 10:18
Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Hanna María Hermannsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður innkaupa- og vörustýringar hjá ELKO. Viðskipti innlent 22.10.2025 08:57
Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Úrvinnslusjóður segir í tilkynningu að gjaldskrá þeirra sé opinber og aðgengileg öllum samningsaðilum. Það hafi því alveg átt að vera Sorpu ljóst að eitt gjald væri fyrir pappa- og pappírsumbúðir og að ekki væri gert ráð fyrir sérmeðhöndlun á drykkjarfernum. Sorpu hefði átt að vera kunnugt um það. Viðskipti innlent 21.10.2025 20:14
Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Héraðssaksóknari hefur ákært Þórarinn Arnar Sævarsson, einn eigenda fasteignasölunnar Remax fyrir markaðsmisnotkun. Héraðssaksóknari ákærir einnig félagið IREF en Þórarinn Arnar var prókúruhafi í félaginu. Viðskipti innlent 21.10.2025 20:01
Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki hefur ákveðið að grunnlán í fasteignakaupum miðast nú við aðeins helming af kaupverði. Restin sem lánað er fyrir flokkast sem viðbótarlán, sem eru oftar en ekki á verri kjörum en grunnlán. Viðskipti innlent 21.10.2025 15:44
Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Íslandsbanki hefur bæst í hóp lánveitenda sem ákveðið hafa að gera hlé á veitingu verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum til einstaklinga vegna lánamálsins svokallaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Fjármálaráðherra segir að skoðað sé hvernig búa megi til eðlileg viðmið fyrir verðtryggð lán. Dósent í viðskiptafræði segir óvissuna nú vonda en nauðsynlega. Viðskipti innlent 21.10.2025 12:26