Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hag­kerfið nái andanum og spá um tveggja prósenta hag­vexti næstu ár

Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1 prósent. Þetta sé mikil breyting frá síðustu árum þar sem hagvöxtur hafi verið fimm til níu prósent árlega, en þeim mikla hagvexti hafi fylgt mikil og þrálát verðbólga. Hagspaín geri ráð fyrir öðrum og rólegri takti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spyr hvort Ís­land vilji vera mið­punktur eða eftir­bátur annarra

Íslendingar þurfa að gera upp við sig hvort þeir vilji taka virkan þátt í þróun gervigreindar eða verða eftirbátar annarra ríkja. Gríðarleg og vaxandi orkuþörf er til staðar vegna gervigreindarvinnslu og í því felast tækifæri fyrir Ísland að sögn sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Á sama tíma geti orkumálin reynst vera hindrun en áform eru uppi um að skoða möguleika þess að reisa gervigreindargagnaver á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi frétta­stjóri og fleiri til Betri sam­gangna

Betri samgöngur ohf., sem hafa umsjón með framkvæmdum á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, hafa ráðið þrjá nýja starfsmenn og forstöðumaður þróunar hefur verið gerður að aðstoðarframkvæmdastjóri. Meðal nýrra starfsmanna er Rakel Þorbergsdóttir, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Starfsmannafjöldi félagsins tvöfaldast.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Taka flugið til Tyrk­lands

Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarflugi til Antalya í Tyrklandi. Fyrsta flugið verður farið 15. apríl á næsta ári og verður flogið einu sinni í viku fram til byrjun júnímánaðar áður en áætlunin verður tekin upp að nýju í september og fram yfir miðjan nóvember.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikill fjöldi fyrir­tækja með ó­full­nægjandi netvarnir

Sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu segir nýja Evróputilskipun um netöryggi setja ríkari skyldur á stjórnendur stofnanna og fyrirtækja að tryggja að fram fari áhættumat á netöryggi. Gert er ráð fyrir að innleiðingu ljúki á Íslandi 2026.  Hér á landi er talið að lítið sé vitað um fjölda netárása á ári. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Alma til Pipars\TBWA

Auglýsingastofan Pipar\TBWA hefur ráðið Ölmu Finnbogadóttur, sérfræðing í samfélagsmiðlum, til starfa í samskipta- og almannatengsladeild stofunnar.

Viðskipti innlent