Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Lögmaður stofnenda Vélfags segir að þeim sé haldið utan við fyrirætlanir stjórnarformanns þess. Þá hafi þeir ekki óskað eftir því að eignir væru fjarlægðar úr starfsstöðum félagsins. Staðhæfingar stjórnarformanns og lögmanns Vélfags í fjölmiðlum séu rangar. Viðskipti innlent 30.1.2026 15:58
Andri frá Origo til Ofar Tæknifyrirtækið Ofar hefur ráðið Andra Þórhallsson sem verkefnastjóra UT-kerfa. Samkvæmt tilkynningu kemur Andri til Ofar frá Origo þar sem hann hefur starfað síðastliðin tíu ár, nú síðast sem „full-stack“ forritari á sviði hugbúnaðarlausna. Viðskipti innlent 30.1.2026 14:53
Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Aníta Rut Hilmarsdóttir hefur hafið störf hjá Lyf og heilsu á markaðs- og sölusviði. Aníta er einn stofnenda fræðsluvettvangsins Fortuna Invest og starfaði áður í eignastýringu Fossa og Arion. Viðskipti innlent 30.1.2026 14:44
Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Hagar hafa ráðið Sesselíu Birgisdóttur til að leiða nýtt svið innan samstæðunnar, viðskiptavild, upplifun og miðlun. Í tilkynningu segir að með stofnun sviðsins sé stigið mikilvægt skref í áframhaldandi þróun Haga með aukinni áherslu á upplifun viðskiptavina, nýjar tekjuleiðir og markvissa miðlun. Viðskipti innlent 29.1.2026 12:44
Daði Már kennir olíufélögunum um Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir aukningu verðbólgu mikið áhyggjuefni. Hann vísar því á bug að aukningin skýrist af gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar og segir olíufélög og bílaumboð bera ábyrgðina. Viðskipti innlent 29.1.2026 12:10
„Menn voru hér með einhverja sleggju“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir fregnir af verulega aukinni verðbólgu hafa slegið hann kylliflatan í morgun og nánast steinrotað. Aukning verðbólgu sé í andstöðu við markmið hinna svokölluðu stöðugleikasamninga, sem hafi átt að byggja á því að allir reru í sömu átt til þess að ná verðbólgu niður. „Það sem er sorglegast í þessu öllu saman er að það eru opinberir aðilar sem bera ábyrgð á þessu,“ segir hann og vísar til hækkunar gjalda sem tóku gildi um áramót. Viðskipti innlent 29.1.2026 11:12
Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Hafrannsóknastofnun leggur til að rúm 197 þúsund tonn af loðnu verði veidd á þessu fiskveiðiári. Upphaflega lagði hún til innan við fimmtíu þúsund tonna hámarksafla. Viðskipti innlent 29.1.2026 09:10
Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Verðbólga mælist nú 5,2 prósent, miðað við 4,5 prósent í desember. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í desember 2025, er 668,3 stig og hækkar um 0,38 prósent frá fyrri mánuði. Verðbólga eykst umfram spár viðskiptabankanna. Viðskipti innlent 29.1.2026 09:00
Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Sjávarútvegurinn bíður nú í ofvæni eftir nýju mati Hafrannsóknastofnunar á stærð loðnustofnsins. Fréttir sem bárust af loðnuleitinni um helgina juku mönnum bjartsýni um meiri loðnukvóta en urðu líka til þess að hlutabréf sjávarútvegsfyrirtækja hækkuðu í verði. Viðskipti innlent 28.1.2026 21:31
Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Fjörutíu og fimm manns var sagt upp hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag. Starfsmenn sem unnið höfðu hjá fyrirtækinu í tugi ára voru meðal þeirra sem misstu vinnuna. Framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu segir daginn hafa verið erfiðan. Viðskipti innlent 28.1.2026 21:12
Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Ekkert fékkst upp í 119 milljóna króna lýstar kröfur í þrotabú Taco Taco ehf., sem rak mexíkóska veitingastaðinn Culiacan að Suðurlandsbraut. Viðskipti innlent 28.1.2026 16:05
Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Birgir Óli Snorrason, Haraldur Eyvinds og Stefanía Erla Óskarsdóttir hafa öll verið ráðin nýir forstöðumenn hjá Póstinum. Viðskipti innlent 28.1.2026 13:01
Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Íslensk erfðagreining hefur sagt upp 45 manns í dag vegna skipulagsbreytinga hjá fyrirtækinu. Uppsagnirnar ná samkvæmt heimildum Vísis til margra deilda og reynslumikils starfsfólks sem starfar í höfuðstöðvunum í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Eftir breytingarnar starfa 150 manns hjá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 28.1.2026 11:57
Uppsagnir hjá Alvotech Fimmtán starfsmönnum Alvotech á Íslandi var sagt upp í byrjun vikunnar og öðrum eins fjölda á skrifstofum félagsins erlendis. Viðskipti innlent 28.1.2026 11:05
Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslufyrirtækið ACT4 hefur ráðið þrjá nýja starfsmenn, Odd Ástráðsson lögmann, Ólöfu Sigþórsdóttur vöruhönnuð og Birni Jón Sigurðsson rithöfund. Viðskipti innlent 28.1.2026 10:39
Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Sena og Arion banki hafa bæst í eigendahóp framleiðslufyrirtækisins Glassriver. Framkvæmdastjóri segist ekki geta gefið upp hve stóran hluta hinir nýju eigendur eignast í fyrirtækinu en segist vongóður að með þessu verði rekstur fyrirtækisins tryggur og segir síðustu misseri hafa verið mikla rússíbanareið. Viðskipti innlent 27.1.2026 19:30
Birta og LV skoða mögulegan samruna Stjórnir Birtu lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafa ákveðið að hefja könnunarviðræður til að meta fýsileika mögulegs samruna sjóðanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá báðum lífeyrissjóðum. Viðskipti innlent 27.1.2026 17:07
Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn HS Orku en þar hafa tvö ný svið verið stofnuð. Breytingarnar tóku gildi um nýliðin áramót. Viðskipti innlent 27.1.2026 14:53
Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Sunna Björg Helgadóttir hefur verið ráðin forstjóri Rio Tinto á Íslandi. Hún mun taka við starfinu í vor af Rannveigu Rist, sem gegnt hefur starfinu frá árinu 1997. Hún mun einnig taka sæti Rannveigar í framkvæmdastjórn Aluminium Atlantic deildarinnar innan Rio Tinto. Viðskipti innlent 27.1.2026 14:15
Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Coca-Cola á Íslandi hefur ráðið þrjá nýja forstöðumenn í stjórnendateymi fyrirtækisins. Þannig hefur Sunna Rúnarsdóttir verið ráðin forstöðumaður þjónustu, Sævar Sigurðsson forstöðumaður vöruhúss og dreifingar og Hallur Geir Heiðarsson forstöðumaður sölu á matvörumarkaði. Viðskipti innlent 27.1.2026 12:14
Kemur frá Icelandair til Varðar Helga Huld Bjarnadóttir er nýr þjónustustjóri þjónustustýringar hjá Verði tryggingum og hefur hún nú þegar hafið störf. Viðskipti innlent 27.1.2026 09:02
Siggi til Varist Hugbúnaðarfyrirtækið Varist hefur ráðið Sigga Pétursson í stöðu vöruþróunarstjóra fyrirtækisins. Viðskipti innlent 27.1.2026 08:45
Hvernig erfist séreignin? 74 ára karl: „Ef ég á inni séreignasparnað þegar ég fell frá, hvernig skattleggst hann til erfingja? Er fyrst greitt í skatt og útsvar rúm 47% og síðan 10% erfðaskattur á rest, eða er einungis 10% erfðaskattur á alla upphæðina?“ Viðskipti innlent 27.1.2026 07:02
Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Tilnefningarnefnd Íslandsbanka hefur auglýst eftir frambjóðendum til stjórnar bankans, aðeins einni viku eftir að ný stjórn bankans var kjörin á hluthafafundi. Ný stjórn verður kjörin á aðalfundi bankans þann 19. mars, sléttum tveimur mánuðum eftir að núverandi stjórn var kjörin. Viðskipti innlent 26.1.2026 16:34