Viðskipti innlent

Fréttamynd

Fengið já­kvæð við­brögð frá Evrópu­sam­bandinu

Utanríkisráðherra fundaði með fulltrúum atvinnulífsins í dag um verndartolla Evrópusambandsins (ESB) á kísiljárn frá Íslandi og Noregi. Sjónarmið Íslands hafa hlotið hljómgrunn hjá ESB eftir að niðurstaðan lá fyrir, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þá hafi ESB gefið til kynna að ákvörðunin verði ekki fordæmisgefandi.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hegðun Norður­áls von­brigði og Orku­veitan fari fram á fulla greiðslu

Norðurál hefur tilkynnt Orkuveitunni um greiðslufall vegna endurtekinna bilana í álveri þess á Grundartanga. Orkuveitan gerir ráð fyrir lægri rekstrarhagnaði í ár vegna þessa og að arðgreiðslur lækki um tvo milljarða króna á næsta ári. Forstjóri Orkuveitunnar gagnrýnir aðgerðir Norðuráls og segir fyrirtækinu bera að greiða fyrir alla umsamda orku óháð því hvort hún sé nýtt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minni eigna­myndun en fleiri komist í eigið hús­næði með nýrri lausn á markaði

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hyggst ráðast í greiningu á nýrri fjármögnunarleið til húsnæðiskaupa sem nú býðst í vaxandi mæli á markaði. Minnst fimm sjóðir í eigu byggingaverktaka bjóðast nú til að vera meðeigendur með kaupendum sem kaupa íbúðir í nýbyggingum á þeirra vegum. Eignamyndun er minni fyrir kaupendur sem einnig þurfa að greiða hluta í leigu, en á móti getur lausnin gert fleirum kleift að komast inn á markaðinn að sögn hagfræðings HMS.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Steinar Waage opnar á Akur­eyri

Skóverslunin Steinar Waage opnaði nýja verslun á Glerártorgi á Akureyri í dag. Á sama tíma munu Ellingsen og AIR flytja verslanir sínar frá Hvannavöllum yfir í sama húsnæði á Glerártorgi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mögu­leiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi

Ársfjórðungslegur fundur um verndaraðgerðir Evrópusambandsins getur stuðlað að því að dregið verði úr aðgerðunum eða þær felldar úr gildi fyrr en áætlað er. Utanríkisráðherra segir það fara eftir þróun markaða, eitthvað sem enginn geti spáð fyrir um. Fulltrúar Evrópusambandsins leggja áherslu á að verndaraðgerðirnar gegn EES-ríkjunum séu einstakt tilfelli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sýn fær flýtimeðferð

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt flýtimeðferð í máli Sýnar hf. gegn Fjarskiptastofu og Símanum hf., vegna kröfu Sýnar um ógildingu ákvörðunar Fjarskiptastofu um að skikka Sýn til að heimila Símanum að sýna efni Sýnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­tak byggir Fossvogsbrú

Betri samgöngur annars vegar og Ístak hf. & Per Aarsleff AS hins vegar skrifuðu undir verksamning um smíði Fossvogsbrúar fyrr í dag. Fyrirtækin áttu lægra af tveimur tilboðum í verkið og hljóðar samningurinn upp á um 7,7 milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrir­tæki ó­venju virk í fast­eigna­kaupum í októ­ber

Kaupsamningum þar sem lögaðilar eru skráðir meðal kaupenda fasteigna hefur fjölgað úr átta prósent að meðaltali það sem af er ári, í þrettán prósent í október. Meðal annars er um að ræða kaupsamninga þar sem fjárfestingasjóðir bjóðast til að kaupa allt að fjórðungshlut í fasteignum sem þeir eru að selja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gera ráð fyrir svipuðum hag­vexti og í Covid

Lánskjör heimilanna hafa versnað verulega vegna vaxtamálsins svokallaða að sögn Seðlabankastjóra. Peningastefnunefnd hafi því ákveðið að lækka stýrivexti þrátt fyrir þráláta verðbólgu. Áhrif áfalla sem dunið hafa á hagkerfinu undanfarið eigi hins vegar eftir að koma í ljós. Hagvaxtarspá fyrir næsta ár hafi versnað verulega og sé svipuð og í Covid.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­lands­banki lækkar vexti

Íslandsbanki lækkar vexti inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi þann 24. nóvember, næsta mánudag. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að vaxtatafla Ergo muni taka gildi 21. nóvember, á föstudag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óboðlegt að stórir aðilar auki arð­semi í krafti fá­keppni

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur ákvörðun peningastefnunefndar að lækka stýrivexti skref í rétta átt nú þegar skýr merki eru um kólnun í hagkerfinu. Í tilkynningu segir að peningalegt aðhald þrengi nú þegar verulega að skuldsettum heimilum og geti ýtt undir hraðari kólnun hagkerfisins og stuðlað að auknu atvinnuleysi. Miðstjórn minnir í tilkynningu á skuldbindingar atvinnulífs að halda aftur af verðhækkunum og loforð stjórnvalda um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bentu hvor á annan og hlutu ó­lík ör­lög

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Megna, sem áður hét Glerborg og framleiddi gler og spegla, hefur verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Fjármálastjóri fyrirtækisins var sýknaður en þeir tveir bentu hvor á annan fyrir dómi spurðir um ábyrgð.

Viðskipti innlent