Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Samkvæmt útreikningum ofurtölvu Opta er langlíklegast að Liverpool verði Englandsmeistari. Enski boltinn 12.11.2024 11:02
Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að Martin Ødegaard, fyrirliði Arsenal og norska landsliðsins, sé í erfiðri stöðu. Enski boltinn 12.11.2024 09:02
Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Eftir að myndband af dómaranum David Coote þar sem hann kallar Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóra liðsins tussu, fór í dreifingu hafa stuðningsmenn Rauða hersins rifjað upp gömul atvik tengd dómaranum. Enski boltinn 12.11.2024 08:30
Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Rúben Amorim getur ekki tekið formlega til starfa hjá Manchester United fyrr en hann fær atvinnuleyfi. Enski boltinn 11. nóvember 2024 08:01
Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta, var ekki sáttur með að hans menn hafi aðeins náð í stig gegn Chelsea á Brúnni í stórleik helgarinnar. Enski boltinn 11. nóvember 2024 07:00
„Frammistaðan var góð“ „Ég naut leiksins. Frammistaðan var góð,“ sagði Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn nágrönnunum í Arsenal þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta á Brúnni. Enski boltinn 10. nóvember 2024 20:47
Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Ruud van Nistelrooy stýrði Manchester United til 3-0 sigurs í því sem var hans síðasti leikur sem aðalþjálfari liðsins. Enski boltinn 10. nóvember 2024 20:01
Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Chelsea og Arsenal gerðu 1-1 jafntefli á Brúnni í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Stig gerir lítið fyrir bæði lið. Enski boltinn 10. nóvember 2024 16:01
Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Nýliðar Ipswich Town komu mörgum á óvart með því að vinna 2-1 útisigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Newcastle skaut á sama tíma spútniklið Nottingham Forset niður á jörðina með 3-1 úitsigri. Enski boltinn 10. nóvember 2024 16:00
United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Manchester United kvaddi knattspyrnustjórann Ruud van Nistelrooy með góðum 3-0 sigri á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 10. nóvember 2024 15:54
Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Þetta var mjög gott gærkvöld fyrir Liverpool fólk fyrir utan það að lykilmaðurinn Trent Alexander-Arnold fór snemma meiddur af velli. Knattspyrnustjórinn Arne Slot hefur áhyggjur af meiðslunum. Enski boltinn 10. nóvember 2024 10:32
Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Þökk sé marki Erling Haaland gegn Brighton & Hove Albion hefur Norðmaðurinn nú skorað á 19 af þeim 21 leikvöngum ensku úrvalsdeildarinnar sem hann hefur spilað á síðan hann gekk í raðir Manchester City. Enski boltinn 10. nóvember 2024 07:01
„Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Mikilvægt að vera með breiðan leikmannahóp þar sem þú getur skipt mönnum inn á sem breyta gangi leiksins,“ sagði Fabian Hürzeler, þjálfari Brighton & Hove Albion eftir frækinn sigur sinna manna á Englandsmeisturum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Enski boltinn 9. nóvember 2024 23:00
„Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ „Við spiluðum virkilega í fyrri hálfleik, sérstaklega ef við miðum við andstæðinginn og færin sem við sköpuðum okkur. Við gátum hins vegar ekki klárað þau og leikjum ensku úrvalsdeildarinnar er aldrei lokið,“ sagði Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, eftir tap liðsins gegn Brighton & Hove Albion. Um var að ræða fjórða tap liðsins í röð, eitthvað sem Pep hefur aldrei upplifað áður. Enski boltinn 9. nóvember 2024 21:42
Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Liverpool lagði Aston Villa 2-0 í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Það verður ekki annað sagt en Liverpool hafi hlaupið yfir gestina frá Birmingham sem réðu ekkert við ógnarhraða framherja lærisveina Arne Slot. Enski boltinn 9. nóvember 2024 19:31
Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Willum Þór Willumsson heldur áfram að gera það gott með Birmingham City í ensku C-deildinni. Hann lagði upp mark liðsins í 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Northampton Town en gestirnir jöfnuðu í blálok leiksins. Enski boltinn 9. nóvember 2024 17:35
Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Englandsmeistarar Manchester City töpuðu fjórða leiknum í röð þegar þeir sóttu Brighton & Hove Albion heim í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Enski boltinn 9. nóvember 2024 17:03
„Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Norðmaðurinn Erling Haaland hefur raðað inn mörkum á árinu 2024 en hann á þó ekki mikla möguleika á því að jafna ótrúlegt markaskor Svíans Viktor Gyokeres. Enski boltinn 9. nóvember 2024 12:17
Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, og enski landsliðsþjálfarinn Lee Carsley eru greinilega ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að stöðunni á enskum landsliðsmanni í liði City. Enski boltinn 9. nóvember 2024 11:24
Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum María Þórisdóttir og stöllur í Brighton & Hove Albion áttu ekki möguleika gegn Arsenal í efstu deild kvenna í knattspyrnu á Englandi. Skytturnar í Arsenal unnu öruggan 5-0 sigur. Í hinum leik kvöldsins vann Manchester City 4-0 sigur á Tottenham Hotpsur. Enski boltinn 8. nóvember 2024 22:47
Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Benóný Breki Andrésson, markakóngur Bestu deildar karla í knattspyrnu á nýafstöðu tímabili, er einn eftirsóttasti biti deildarinnar sem stendur. Enska B-deildarliðið Sunderland er sagt meðal liða sem vilja fá hann í sínar raðir. Íslenski boltinn 8. nóvember 2024 19:17
Mourinho vill taka við Newcastle United José Mourinho vill taka við Newcastle United þegar að Eddie Howe yfirgefur félagið á einhverjum tímapunkti. Þessu heldur The Guardian fram í dag. Mourinho fylgist náið með þróun mála hjá liðinu. Enski boltinn 8. nóvember 2024 17:01
„Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að það að verða pabbi gæti hafa hjálpað miðjumanninum Curtis Jones að blómstra eins fallega og hann hefur gert að undanförnu. Enski boltinn 8. nóvember 2024 16:32
Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Amad Diallo kom aftur inn í byrjunarlið Manchester United á móti gríska liðinu PAOK í gær og var í aðalhlutverki í langþráðum sigri United í Evrópudeildinni. Enski boltinn 8. nóvember 2024 08:01