Túfa rekinn frá Val Srdjan Tufedgzic, Túfa, þjálfara karlaliðs Vals, hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Aðstoðarmenn hans hafa einnig lokið störfum. Íslenski boltinn 27.10.2025 15:57
Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Heimir Guðjónsson og Björn Daníel Sverrisson, svo sannarlega goðsagnir í fótboltasögu FH, fluttu hvor um sig kveðjuræðu eftir að tíma þeirra hjá FH lauk í gær. Heimir talaði mögulega svolítið af sér í sinni ræðu. Íslenski boltinn 26.10.2025 22:30
Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Þrátt fyrir að ná bara að spila nítján leiki var Patrick Pedersen, framherji Vals, valinn besti leikmaður Bestu deildar karla í fótbolta í ár, af leikmönnum deildarinnar. Íslenski boltinn 26.10.2025 21:06
Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn 26.10.2025 13:15
Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti 25.10.2025 21:45
„Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Íslandsmeistarar Víkings sigruðu Val 2-0 í lokaumferð Bestu deildar karla í kvöld. Matthías Vilhjálmsson innsiglaði sigur Víkings í sínum síðasta leik á ferlinum. Sport 25. október 2025 18:54
„Það er spurning fyrir stjórnina“ Valur tapaði í síðasta leik sínum á tímabilinu gegn Íslandsmeisturunum í Víkingi 2-0. Þjálfaramál Vals hafa verið á milli tannana á fólki síðustu daga og óljóst er hvort þetta hafi verið síðasti leikur Srdjan Tufegdzic, þjálfara Vals. Sport 25. október 2025 18:36
„Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ Lárus Orri Sigurðsson tók við stjórnartaumunum hjá karlaliði ÍA í fótbolta í lok júní fyrr í sumar en þá var liðið í erfiðri stöðu á botni deildarinnar. Skagaliðið vann sigur gegn Aftureldingu í lokaumferð deildarinnar og kórónaði þar góðan lokakafla liðsins sem tryggir vera þeirra í efstu deild. Fótbolti 25. október 2025 17:50
„Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var svekktur en stoltur af leikmönnum sínum fyrir frammistöðu þeirra á keppnistímabilinu þrátt fyrir að fall úr efstu deild sé staðraynd hjá Mosfellingum. Fótbolti 25. október 2025 17:29
Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KR heldur sæti sínu í Bestu deild karla en Vestri fellur eftir 5-1 stórsigur Vesturbæinga á Ísafirði í dag. Afturelding fylgir Vestra niður í Lengjudeildina. Íslenski boltinn 25. október 2025 17:04
FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Fram lyfti sér upp í 5. sæti Bestu deildarinnar með góðum útisigri í FH í lokaumferð deildarinnar. Leikurinn var kveðjuleikur Björns Daníels Sverrissonar sem fékk heiðursskiptingu í síðari hálfleik. Fótbolti 25. október 2025 16:06
Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Afturelding er fallið úr Bestu-deild karla í fótbolta en liðið laut í lægra haldi fyrir ÍA í lokaumferð deildarinnar í leik liðanna í Akraneshöllinni í dag. Afturelding þurfti sigur í þessum leik og treysta á að Vestri og KR myndu gera jafntefli. Það gekk ekki upp og Aturelding sem lék í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins mun leik í næstefstu deild á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 25. október 2025 15:54
Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Nýkrýndir Íslandsmeistarar Víkings unnu öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Val í lokaumferð tímabilsins í dag. Íslenski boltinn 25. október 2025 15:32
Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð KA vann 4-3 sigur á ÍBV í lokaumferð Bestu deildar karla í dag. Með sigrinum tryggði KA sér Forsetabikarinn og er þetta þriðja árið í röð sem Akureyringar lyfta þeim bikar. Íslenski boltinn 25. október 2025 13:58
Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Leikur ÍA og Aftureldingar verður spilaður í Akraneshöllinni nú á eftir. Næturfrost á Akranesi fór illa með aðalvöllinn og því munu örlög Mosfellinga í efstu deild ráðast innanhúss. Fótbolti 25. október 2025 12:49
Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Vel gæti farið svo að leikur ÍA og Aftureldingar, í lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag, verði færður inn í Akraneshöllina. Íslenski boltinn 25. október 2025 11:51
„Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ KR og Vestri berjast fyrir lífi sínu í Bestu deild karla í fótbolta. Þau leika hreinan úrslitaleik í lokaumferð deildarinnar á Ísafirði í dag. KR hefur aðeins fallið einu sinni í 126 ára sögu félagsins og mikið undir hjá Vesturbæjarstórveldinu. Íslenski boltinn 25. október 2025 08:02
Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Vestri tekur á móti KR á morgun, á fyrsta degi vetrar, í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni á næsta ári. Vestramenn þurftu að draga fram snjósköfurnar í morgun og vona að það snjói ekki í nótt, en völlurinn verður klár í slaginn sama hvað. Íslenski boltinn 24. október 2025 15:40
Lárus Orri framlengir á Skaganum Lárus Orri Sigurðsson hefur framlengt samning sinn við ÍA út keppnistímabilið 2027. Íslenski boltinn 24. október 2025 14:21
Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Matthías Vilhjálmsson mun enda fótboltaferil sinn með því að lyfta Íslandsmeistaraskildinum með Víkingum um helgina. Fótbolti 22. október 2025 19:07
„Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, verður í leikbanni í lokaumferð Bestu deildarinnar í fótbolta vegna rauða spjaldsins sem hann fékk á leiknum við KR á sunnudaginn. Sérfræðingar Stúkunnar heyrðu þó ekkert sem þeir töldu réttlæta brottrekstur Þorláks. Íslenski boltinn 22. október 2025 11:01
„Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ólafur Ingi Skúlason hefur ekki áhyggjur af sínu reynsluleysi sem félagsliðaþjálfari og ætlar að láta verkin tala í nýju starfi hjá Breiðabliki. Íslenski boltinn 22. október 2025 10:32
Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Stjórn Knattspyrnudeildar Vals og leikhæsti leikmaður Vals í sögu efstu deildar kalra í fótbolta sendu frá sér yfirlýsingu í kvöld. Íslenski boltinn 21. október 2025 17:23
Hemmi Hreiðars orðaður við Val Valsmenn eru sagðir hafa rætt við Hermann Hreiðarsson, þjálfara HK, um að verða næsti þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta. Íslenski boltinn 21. október 2025 12:50
Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Fram og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í næstsíðustu umferð efri hluta Bestu deildar karla í gærkvöldi. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Íslenski boltinn 21. október 2025 11:01
Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Þetta er bara ótrúlega ömurlegt mál sem að er búið að fara upp í háaloft og er ekki Val til sóma,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni á Sýn Sport Ísland í gærkvöld. Hann kvaðst aldrei hafa heyrt um aðra eins framkomu, eins og þá sem forráðamenn Vals hefðu nú sýnt í viðskilnaði sínum við Sigurð Egil Lárusson. Íslenski boltinn 21. október 2025 08:58