
Lið Óskars Hrafns að sækja Hlyn Frey á Hlíðarenda
Valur hefur samþykkt tilboð norska efstu deildarliðsins Haugasund í hinn unga og efnilega Hlyn Frey Karlsson. Óskar Hrafn Þorvaldsson tekur við stjórn Haugesund þegar tímabilinu í Noregi lýkur.
Valur hefur samþykkt tilboð norska efstu deildarliðsins Haugasund í hinn unga og efnilega Hlyn Frey Karlsson. Óskar Hrafn Þorvaldsson tekur við stjórn Haugesund þegar tímabilinu í Noregi lýkur.
Ole Martin Nesselquist og Knattspyrnufélag Reykjavíkur hafa komist að samkomulagi um samningslok þar sem að Ole Martin óskaði eftir leyfi frá félaginu til þess að gerast aðalþjálfari hjá liði í heimalandi sínu, Noregi.
Háværar sögusagnir þess efnis að Ole Martin Nesselquist sé hættur sem aðstoðarþjálfari karlaliðs KR í fótbolta eru nú á kreiki.
Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu, segir að Kristinn Jónsson hafi farið frá félaginu þar sem æfingatími félagsins hentaði honum ekki.
Markvörðurinn fyrrverandi Vladan Djogatovic er nýr markmannsþjálfari Vestra. Liðið mun leika sem nýliða í Bestu deild karla í knattspyrnu sumarið 2024.
Helgi Sigurðsson verður aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá Fram í Bestu deild karla á næsta tímabili en frá þessu var greint á Facebooksíðu Fram nú í dag.
Selfyssingurinn Þorsteinn Aron Antonsson er genginn til liðs við Val og mun leika með liðinu á komandi tímabili í Bestu-deild karla í knattspyrnu.
Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR, ætlar greinilega að vinna stuðningsmenn félagsins strax á sitt band.
Emil Atlason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Stjörnuna og spilar því áfram með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta.
Markvörðurinn Haraldur Björnsson er samningslaus eftir að samningi hans við Stjörnuna var rift.
Knattspyrnudeild Vals staðfesti í dag að félagið hefði samið við vængmanninn Gísla Laxdal Unnarsson til þriggja ára. Hann kemur frá uppeldisfélagi sínu ÍA.
Fótboltamaðurinn Bjarni Guðjón Brynjólfsson er genginn í raðir Vals. Hann samdi við félagið út tímabilið 2026.
„Ég stefni hátt í þessu eins og öllu öðru sem ég tek mér fyrir hendur,“ segir Haukur Páll Sigurðsson sem hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna og tekur við sem aðstoðarþjálfari Vals eftir 13 ár sem leikmaður liðsins. Hann er spenntur fyrir nýju hlutverki.
Haukur Páll Sigurðsson er nýr aðstoðarþjálfari Vals í meistaraflokki karla. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning.
Eiður Ben Eiríksson mun taka við starfi Eyjólfs Héðinssonar hjá Breiðabliki en Eyjólfur verður aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í Bestu deild karla á næstu leiktíð.
Stjarnan tilkynnti í kvöld þjálfarateymi liðsins fyrir komandi tímabil í Bestu deild karla í knattspyrnu. Björn Berg Bryde fer úr takkaskónum og tekur að sér starf aðstoðarþjálfara. Þá er Elías Hlynur Lárusson kominn frá Íslands- og bikarmeisturum Víkings.
Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, hefur ákveðið að framlengja við félagið um eitt ár.
Reynsluboltarnir Kennie Chopart og Kristinn Jónsson hafa yfirgefið karlalið KR í fótbolta á síðustu dögum og það eru því mjög fáir eftir úr því liði sem færði KR síðasta Íslandsmeistaratitil sinn fyrir fjórum árum síðan.
Pablo Punyed, miðjumaður Íslands- og bikarmeistara Víkings, var gestur í hlaðvarpinu Gula Spjaldið. Þar fór hann yfir brotthvarf sitt frá KR árið 2020 en honum stóð til boða að vera áfram í Vesturbænum fyrir aðeins brot af þeim launum sem hann var á.
Kristinn Jónsson mun ekki spila áfram með KR í Bestu deild karla í fótbolta og félagið hefur því misst tvo reynslubolta á stuttum tíma.
Danski varnarmaðurinn Kennie Chopart hefur yfirgefið KR eftir að hafa leikið með liðinu frá árinu 2016.
Gregg Ryder var í fyrradag ráðinn þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og er Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar, ánægður með þá lendingu sem málið fékk. Hann segir KR aldrei hafa verið undir pressu að ráða inn nýjan þjálfara eftir að ákveðið var að framlengja ekki við Rúnar Kristnsson.
„Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig. Ég er himinlifandi, þetta er heiður og þetta eru forréttindi. Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi,“ sagði Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu.
Englendingurinn Gregg Ryder er nýr þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu. Hann skrifar undir þriggja ára samning við félagið.