Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Forstjóraskipti hjá Play

Stjórn Fly Play hf. og forstjóri félagsins, Birgir Jónsson, hafa í dag gert samkomulag um starfslok hans. Einar Örn Ólafsson, núverandi stjórnarformaður félagsins, tekur við sem forstjóri PLAY.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjarn­dís tekur við af Álfi

Bjarndís Helga Tómasdóttir er nýr formaður Samtakanna '78. Hún tekur við formennsku af Álfi Birki Bjarnasyni sem hefur verið formaður í tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Hulda hættir hjá Sýn og sviðið lagt niður

Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar og rekstrar hjá Sýn hf., hefur óskað eftir að láta af störfum. Ákveðið var í kjölfarið að ráðast í skipulagsbreytingar og leggja sviðið niður. Verkefni sviðsins verða flutt á aðra stjórnendur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hættir sem bæjar­stjóri Vestur­byggðar

Þórdís Sif Sigurðardóttir núverandi bæjarstjóri Vesturbyggðar segir í tilkynningu á Facebook að hún ætli ekki að gefa kost á sér í starf bæjarstjóra í kosningum sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í sumar. 

Innlent
Fréttamynd

Adda Rúna nýr skrif­stofu­stjóri menningar­borgar

Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir, Adda Rúna, hefur verið ráðin í starf skrifstofustjóra menningarborgar á menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar. Starfið var auglýst í október síðastliðnum og sóttu þrjátíu manns um starfið.

Innlent
Fréttamynd

Lög­maðurinn John Van De North bætist í hóp eig­enda BBA//Fjeldco

Íslenska lögmannsstofan BBA//Fjeldco, sem starfrækir meðal annars skrifstofu í Mayfair í London, hefur stækkað teymi sitt þar í borg með því að fá til liðs við sig bandaríska lögmanninn John Van De North. Hann er með áratuga reynslu af ráðgjöf við stór fjármögnunarverkefni og var áður einn eiganda alþjóðlegu lögmannsstofunnar Goodwin í London.

Innherji
Fréttamynd

Hildi­gunnur nýr veður­stofu­stjóri

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Hildigunni H. H. Thorsteinsson í embætti forstjóra Veðurstofu Íslands til næstu fimm ára. Hún verður skipuð í embættið frá og með 1. júní næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Eig­andi Vy-þrifa orðinn eini eig­andi Wokon

Davíð Viðarsson, framkvæmdastjóri og eigandi þrifafyrirtækisins Vy-þrifa sem er til rannsóknar hjá lögreglu meðal annars fyrir mansal er orðinn einn eigandi og framkvæmdastjóri Wokon ehf. sem rekur samnefnda veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu og víða um land.

Viðskipti innlent