
Marta María tekur við af Margréti í Hússtjórnarskólanum
Marta María Arnarsdóttir tekur við sem skólameistari Hússtjórnarskólans í Reykjavík um mánaðarmótin af Margréti Sigfúsdóttur sem hefur sinnt starfinu í 24 ár.
Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.
Marta María Arnarsdóttir tekur við sem skólameistari Hússtjórnarskólans í Reykjavík um mánaðarmótin af Margréti Sigfúsdóttur sem hefur sinnt starfinu í 24 ár.
Harpa Vífilsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Norvik, móðurfélag BYKO. Hún tekur við starfinu af Brynju Halldórsdóttur sem hefur ákveðið að hætta störfum.
Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH) þann 10. maí síðastliðinn, ásamt því að nýr framkvæmdastjóri félagsins var kynntur til starfa.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur skipað Huld Magnúsdóttur í embætti forstjóra Tryggingastofnunar frá og með 1. júní næstkomandi. Hún hefur síðustu ár starfað sem framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur skipað Aðalstein Þorsteinsson í embætti skrifstofustjóra sveitarfélaga og byggðamála hjá innviðaráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins.
Telma Eir Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri (COO) hjá SalesCloud og hefur hún þegar hafið störf.
Bjarni Kristinn Torfason hefur verið ráðinn áhættustjóri Lífsverks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lífsverk.
Hildur Harðardóttir, verkefnisstjóri á sviði Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun, var kjörin formaður Kvenna í orkumálum á aðalfundi félagsins þann 5. maí. Hildur tekur við af Hörpu Pétursdóttur, stofnanda félagsins.
Ásgeir Kröyer hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá PayAnalytics.
Fanney Bergrós Pétursdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustustjóra í þjónustuveri Póstsins. Þjónustuver Póstsins er staðsett á Akureyri en þar starfaði Fanney áður sem bakvinnslufulltrúi.
Framkvæmdastjóra Siðmenntar var sagt upp störfum hjá félaginu um mánaðamótin. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Siðmenntar frá árinu 2018.
Kristófer Páll Lentz hefur verið ráðinn til hugbúnaðarfyrirtækisins Kóða sem sölu- og markaðsstjóri Keldunar og Hluthafaskrár.
Erla Sigríður Ragnarsdóttir hefur verið skipuð skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði til fimm ára. Hún var valin úr hópi fimm umsækjenda.
Benedikt Egill Árnason, lögmaður og einn eigenda LOGOS lögmannsþjónustu, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Tekur hann við af Þórólfi Jónssyni, lögmanni, sem hefur gegnt starfinu síðastliðin þrjú ár en mun nú einbeita sér alfarið að lögmannsstörfum hjá félaginu.