Eurovision

Eurovision

Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Liðs­menn eins vin­sælasta Euro­vision-bloggsins kveða upp dóm yfir Daða

Liðsmenn hinnar vinsælu Eurovision-bloggsíðu Wiwibloggs eru yfir sig hrifnir af framlagi Íslands í keppninni í ár, ef marka má myndband sem hlaðið var inn á YouTube-rás síðunnar í gær. Þó að þeir telji lagið ekki sigurstranglegt telja þeir öruggt að það komist alla leið á úrslitakvöldið í Rotterdam 22. maí.

Lífið
Fréttamynd

Tus­se stígur á svið fyrir Sví­þjóðar hönd

Tousin Tusse Chiza sigraði Söngvakeppni sænska sjónvarpsins, Melodifestivalen, í kvöld með laginu Voices og mun hann keppa fyrir hönd Svíþjóðar í Eurovision í Rotterdam í maí. Tusse hlaut tíu stigum meira en Eric Saade, sem gerði garðinn frægan þegar hann sigraði Eurovision með laginu Popular árið 2011.

Lífið
Fréttamynd

Euro­vision-lag Daða frum­flutt form­lega

Framlag Íslands til Eurovision var í kvöld frumflutt á RÚV. Daði Freyr og Gagnamagnið flytja lagið 10 Years fyrir Íslands hönd, eins og kunnugt er orðið, en Daði Freyr sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra en þar sem Eurovision var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins fær Daði nú annað tækifæri til að spreyta sig í Eurovision.

Lífið
Fréttamynd

Hvítrússar íhuga að senda inn nýtt lag í Júróvisjón

Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir mögulegt að ríkisútvarp landsins sendi inn nýtt lag í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eftir að upphaflegu framlagi hennar var hafnað sem of pólitísku. Hljómsveitin sem flutti lagið hefur ítrekað hæðst að mótmælendum Lúkasjenka og ríkisstjórnar hans.

Erlent
Fréttamynd

Framlag Hvítrússa í Júróvisjón vekur reiði mótmælenda

Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi andmælir nú harðlega ákvörðun ríkisútvarps landsins um að velja hljómsveit sem hefur hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta, sem framlag sitt til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.