
Þetta eru lögin í Söngvakeppninni
Ríkissjónvarpið hefur nú formlega kynnt lög og flytjendur sem keppa í Söngvakeppninni. Meðal flytjenda er hljómsveitin Celebs, Langi Seli og skuggarnir og Kjalar.
Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
Ríkissjónvarpið hefur nú formlega kynnt lög og flytjendur sem keppa í Söngvakeppninni. Meðal flytjenda er hljómsveitin Celebs, Langi Seli og skuggarnir og Kjalar.
Nöfnum allra flytjenda í Söngvakeppninnar á RÚV var lekið fyrr í dag. Framkvæmdastjóri kveðst ekki vita hvernig lekann bar að. Til stendur að kynna lögin á morgun.
Twitter-notandinn Crystal Ball ESC, sem farið hefur mikinn undanfarnar vikur og birt upplýsingar um keppendur í undankeppnum ýmissa þátttökuþjóða Eurovision, birti lista þátttakenda í Söngvakeppninni á síðu sinni í dag. Fullyrt er að um sé að ræða þau tíu atriði sem bítast um farseðilinn fyrir Íslands hönd í Eurovision.
Úkraínumenn völdu í gær framlag sitt til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöða. Raftónlistartvíeykið Tvorchi fór með sigur af hólmi í forkeppninni, sem haldin var í sprengjubyrgi að þessu sinni.
Fyrsta Þjóðhátíðin í þrjú ár, mannfjöldi í miðbænum á ýmsum hátíðum og djammið vaknaði af værum blundi.
Friðrik Ómar Hjörleifsson, tónlistarmaður og Eurovision spekingur, segir að breytingar á stigakerfi Eurovision valdi usla hjá fólki. Hann telur þetta þó vera skref í rétta átt.
Stórar breytingar hafa verið gerðar á stigakerfi Eurovision fyrir keppnina sem fer fram þann 13. maí í Liverpool. Aðeins áhorfendur munu ráða því hverjir komast áfram í undanúrslitunum og munu dómarar ekki hafa neitt um málið að segja fyrr en á lokakvöldinu.
Hún hefur verið ein vinsælasta söngkona landsins í að verða tuttugu ár. Hún er mikið Eurovision-nörd og tekið þátt fyrir Íslands hönd í keppninni sjálfri. Mikið fyrir hreyfingu, er trúuð og mikil fjölskyldukona. Regína Ósk Óskarsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu.
Með huga fullan af hugmyndum og hjarta af eldmóð, réttlætiskennd og baráttuþreki hefur hin 25 ára Sólborg Guðbrandsdóttir lyft grettistaki í forvarna- og fræðslustarfi fyrir börn og unglinga.
Söngkonan ZÖE hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar en hún var meðal annars bakraddasöngkona fyrir Eurovision atriði okkar Íslendinga í Torino síðastliðinn maí. Það er mikið á döfinni hjá ZÖE þar sem hún á von á barni, er að senda frá sér nýtt lag og kemur fram á nokkrum tónleikum.
Úkraínska sjónvarpsstöðin UA:PBC hefur tilkynnt að Vidbir, söngvakeppnin þar sem framlag Úkraínumanna fyrir Eurovision er valið, verði haldin í sprengjubyrgi í Kænugarði laugardagskvöldið 17. desember.
Búlgarir hafa tilkynnt Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) að þeir muni ekki taka þátt í Eurovision-keppninni sem fram fer í Liverpool í Bretlandi í maí 2023.
Svartfellingar koma ekki til með að taka þátt í Eurovision á næsta ári. Að sögn svartfellska ríkissjónvarpsins er það vegna hás kostnaðar sem fylgir þátttöku í keppninni.
Portúgalska Eurovision söngkonan Maro kemur fram í Hörpu næstkomandi mánudagskvöld á tónleikum Systra í Kaldalóni. Vinskapurinn myndaðist á keppninni í Torino í vor og segjast Systur spenntar að taka á móti henni.