Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Íslendingar elska að standa og bíða í röð, það hefur margoft sýnt sig. Í hvert sinn sem ný erlend vara eða verslun kemur til landins þá stekkur landinn til og húkir í röð. Nýjasta biðröðin tengdist sölu á Nocco-jóladagatölum í Smáralind síðustu helgi en Íslendingar hafa líka beðið eftir kleinuhringjum, strigaskóm og ýmsu öðru. Menning 21.11.2025 15:46
Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Listeria monocytogenis hefur greinst í taðreyktri bleikju og reykstum silungi frá Hnýfli ehf. Fyrirtækið hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað vöruna af markaði. Neytendur 21.11.2025 14:39
Fordæmalaus skortur á skötu Fisksalinn Kristján Berg Ásgeirsson kveðst uggandi yfir miklum skorti á tindaskötu fyrir þessi jól. Hann segir Fiskikónginn ekki einu sinni ná að kaupa helming af skötutegundinni sem búðin kaupir venjulega inn fyrir hver jól. Hann hafi fengið þau svör að svo lítið fáist fyrir að veiða tindabikkjuna að henni sé frekar kastað aftur í sjóinn. Neytendur 21.11.2025 13:44
Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Lánskjör heimilanna hafa versnað verulega vegna vaxtamálsins svokallaða að sögn Seðlabankastjóra. Peningastefnunefnd hafi því ákveðið að lækka stýrivexti þrátt fyrir þráláta verðbólgu. Áhrif áfalla sem dunið hafa á hagkerfinu undanfarið eigi hins vegar eftir að koma í ljós. Hagvaxtarspá fyrir næsta ár hafi versnað verulega og sé svipuð og í Covid. Viðskipti innlent 19. nóvember 2025 20:02
Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Hamborgarastaðurinn Craft Burger Kitchen er hættur starfsemi. Ástæðan er krefjandi rekstrarumhverfi veitingastaða. Neytendur 19. nóvember 2025 19:00
Kalla inn aspas í bitum frá Ora ÓJ&K-ÍSAM, innflytjendur Ora, hafa í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað skorinn apas frá Ora vegna aðskotahlutar sem fannst í vörunni. Neytendur 19. nóvember 2025 17:07
Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Forsvarsmenn Arion banka hafa hækkað árgjöld á kreditkort sín í fyrsta sinn í sjö ár, frá árinu 2018. Breytingarnar taka gildi 1. febrúar. Hlutfallsleg hækkun á notkun aukakorta eru mestar og nema að jafnaði um fjörutíu prósentum. Neytendur 19. nóvember 2025 15:08
Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu eru sammála um að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða hafi verið meginástæða stýrivaxtalækkunar peningastefnunefndar. Áhrif áfalla sem dunið hafa á raunhagkerfinu eigi eftir að koma í ljós. Viðskipti innlent 19. nóvember 2025 10:59
Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir ferðatöskur skildar eftir á áfangastað ef vélin er orðin of þung og það sé spá um mikinn og kröftugan mótvind. Það gerist ekki oft en líklegra sé að það gerist ef flugin eru löng. Viðskipti innlent 18. nóvember 2025 23:15
Innkalla pastaskeiðar úr plasti Matvælastofnun varar við notkun á pastaskeiðum úr plasti vegna þess að flæði PAA-efna (e. Primary Aromatic Amines) úr plastinu er yfir mörkum. Ásbjörn Ólafsson ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað pastaskeiðarnar frá neytendum. Neytendur 17. nóvember 2025 21:32
Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Forsvarsmenn Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur í Gnoðarvogi við Glæsibæ hafa hafið gjaldskyldu á bílastæðinu við íþróttahús félagsins. Framkvæmdastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að grípa til aðgerða, bílastæðið hafi verið vel sótt. Félagsmenn séu ánægðir og gjaldskyldan þegar farin að virka. Neytendur 17. nóvember 2025 13:34
Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Fjölskyldufaðir segir það svíða að berjast í bökkum við að borga niður húsnæðislán á sama tíma og bankarnir græði á tá og fingri á vaxtakostnaði. Hann segist einskis óska nema fyrirsjáanleika, hann hafi tekið skynsamlegar ákvarðanir sem dugi samt ekki til. Neytendur 17. nóvember 2025 11:02
Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Klementínurnar vinsælu frá framleiðandanum Robin verða ekki fáanlegar í verslunum landsins fyrir þessi jól. Ástæðan er uppskerubrestur í framleiðsluhéraðinu vegna flóða í Valencia á Spáni á síðasta ári. Neytendur 13. nóvember 2025 17:34
Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Breka Karlssyni, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, finnst með ólíkindum að bankarnir hafi fengið að komast upp með að loka fyrir lán svo vikum skiptir í skugga dóms hæstaréttar um ólöglega skilmála. Auk þess hafi bankarnir vel borð fyrir báru til að taka betur utan um viðskiptavini sína og lækka vexti á húsnæðismarkaði. Neytendur 11. nóvember 2025 14:23
Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur þurfa að vera vel vakandi á tilboðsdögum dagana fyrir jól segir yfirlögfræðingur Neytendastofu. Svikasíður má finna víða og dæmi eru um að fyrirtæki hækki verð á vörum skömmu fyrir tilboðsdaga svo afslátturinn virðist meiri en hann er í raun og veru. Neytendur 11. nóvember 2025 12:09
„Lafufu“ geti verið hættuleg Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur varað við eftirlíkingum af Labubu tuskudýrum, eða svokölluðum Lafufu. Á dögunum voru um 35.000 stykki af Lafufu gerð upptæk í Portúgal. Neytendur 10. nóvember 2025 15:28
Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Arion banki hefur kynnt nýtt húsnæðislánaframboð í kjölfar óvissunnar sem skapaðist á íbúðalánamarkaði í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka. Nú verða í boði verðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja eða fimm ára og lánstíma allt að þrjátíu ár og einnig óverðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja ára, með lánstíma allt að fjörutíu ár. Viðskipti innlent 10. nóvember 2025 14:41
„Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í hringrás hjá Umhverfis- og orkustofnun, UOS, hvetur fólk til að staldra við og íhuga hvort það raunverulega hafi þörf fyrir vörur eða flíkur sem það hefur hugsað sér að versla á afsláttardegi á morgun eða í lok mánaðar. Neytendur 10. nóvember 2025 14:01
Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki reið fyrstur á vaðið í dag og kynnti nýtt lánafyrirkomulag verðtryggðra lána í kjölfar nýrra vaxtaviðmiða seðlabankans. Fasteignasali segist vongóður um að stífla á fasteignamarkaðnum muni brátt bresta. Viðskipti innlent 9. nóvember 2025 19:00
Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Íslandsbanki hefur ákveðið að hefja á ný veitingu verðtryggðra húsnæðislána á föstum vöxtum. Í kjölfar nýlegs dóms Hæstaréttar gerði bankinn tímabundið hlé á veitingum slíkra lána. Viðskipti innlent 9. nóvember 2025 17:25
Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Ungur íslenskur maður sem lofar þeim sem gera hann að læriföður sínum gulli og grænum skógum segist ekki reka píramídasvindl. Hann vilji einfaldlega skrá sig í sögubækurnar á Íslandi sem maðurinn sem bjargaði landinu. Nemendur greiða milljónir fyrir þjónustu hans. Viðskipti innlent 8. nóvember 2025 19:02
Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Viðskiptavinir áfengisnetverslunarinnar Sante munu framvegis ekki hitta afgreiðslufólk þegar þeir sækja pantanir sínar í verslun fyrirtækisins. Eins konar vélmenni hefur nú leyst afgreiðslufólkið af hólmi. Neytendur 8. nóvember 2025 17:52
Vegið að heilbrigðri samkeppni Eins og flestir vita er Enski boltinn kominn heim. Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að þessu vinsæla sjónvarpsefni næstu þrjú árin. Við hjá Sýn leggjum mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum upp á mikinn fjölda beinna útsendinga og vandaða og skemmtilega umfjöllun um allt sem tengist Enska boltanum. Skoðun 7. nóvember 2025 13:02
„Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir verslunarmenn ekki finna fyrir miklum samdrætti. Það hafi orðið einhver breyting á neyslu en almennt sé verslun góð. Verslunarmenn séu spenntir fyrir afsláttardögunum fram undan og jólaverslun sem sé hafin. Neytendur 7. nóvember 2025 08:55