Innflutningur tollfrjálsra búvara frá ríkjum Evrópusambandsins eflir samkeppni á íslenzkum búvörumarkaði og stuðlar að lægra verði til neytenda. Eða það var að minnsta kosti meiningin, þegar þáverandi ráðherrar utanríkis- og landbúnaðarmála gerðu samning við Evrópusambandið árið 2015 um að stækka gagnkvæmar innflutningsheimildir án tolla, svokallaða tollkvóta.
Pylsuvagninn Bæjarins beztu hefur hækkað verðið á pylsum og nú kostar ein pylsa með öllu 600 krónur. Verðið hækkaði fyrir tæpri viku síðan og hefur á einu og hálfu ári hækkað um 130 krónur.
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Bílabúðar Benna um áfrýjun á máli er varðar gallaða Porsche bifreið. Bifreiðasalan þarf að greiða milljónir vegna riftunar á kaupsamningi.
ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir hækki verð á vörum sínum á sama tíma og þær skili inn margra milljarða króna hagnaði. Eigendur Haga stefna að því að greiða sér út tvo milljarða í arð í ár.
Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir séu að hækka verð á vörum á sama tíma og tilkynnt hafi verið um margra milljarða króna hagnað hjá þessum sömu fyrirtækjum.
Stýrivexti gætu hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni ef spár bankanna ganga eftir. Formaður VR segir slíkt koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu og biðlar til peningastefnunefndar að finna aðrar leiðir.
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur lækkað þriggja milljóna króna stjórnvaldssekt sem lögð var á Cromwell Rugs ehf. á síðasta ári niður í eina milljón króna. Félagið auglýsti í fyrra „krísu-útrýmingarsölu“ á handofnum persneskum teppum, sem féll í grýttan jarðveg.
Fyrrverandi starfsmenn bílasölunnar Bensinlaus.is saka æðstu stjórnendur fyrirtæksins um að selja bifreiðar sem þeir vita að eru ekki til og ellilífeyrisþegi sem greiddi nær 8 milljónir fyrir nýjan Ford Mustang fyrir þremur mánuðum, hefur hvorki fengið bíl né svör.
Þeir sem sýndu ekki nauðsynlega fyrirhyggju í aðdraganda páska og keyptu vín geta reitt sig á þjónustu danskrar vefverslunar með áfengi , sem þó er alfarið með starfsemi á Íslandi.
Ákveðið hefur verið að innkalla öll tuttugu gramma Kinder súkkulaðiegg vegna gruns um sýkingar af völdum salmonellu hjá fólki. Einungis sex dagar eru síðan sams konar egg í afmarkaðri framleiðslulotu voru innkölluð.
Um helmingur landsmanna vill að heimilt sé að selja léttvín og bjór í matvöruverslunum á Íslandi. Aðeins um 22 prósent vilja að sterkt áfengi verði til sölu í matvöruverslunum.
Það getur verið ósköp þægilegt að rafrænar sokkaauglýsingar birtist manni eins og uppúr þurru, jafnvel áður en maður gerir sér grein fyrir gatinu sem komið er á þá sem maður klæddist í morgun. En hvernig gerist það og hver er kostnaðurinn?
Verðbólgudraugurinn er kominn á stjá á meginlandi Evrópu. Verðbólgan á Spáni mældist 9,8% í síðasta mánuði og hefur ekki verið meiri í tæp 37 ár. Mörg fyrirtæki grípa í æ meira mæli til þess að minnka pakkningar og magn í stað þess að hækka vöruverð.
Ekki er lengur hægt að versla grænmeti eða ávexti í Krónunni eftir vigt og eru slíkar vörur nú einungis afgreiddar í stykkjatali. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að verslunarkeðjan sé með þessu að aðlagast tækniþróun og feta í fótspor verslana á Norðurlöndunum.