Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR

Forsvarsmenn Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur í Gnoðarvogi við Glæsibæ hafa hafið gjaldskyldu á bílastæðinu við íþróttahús félagsins. Framkvæmdastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að grípa til aðgerða, bílastæðið hafi verið vel sótt. Félagsmenn séu ánægðir og gjaldskyldan þegar farin að virka.

Neytendur

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Engar Robin klementínur á landinu þessi jól

Klementínurnar vinsælu frá framleiðandanum Robin verða ekki fáanlegar í verslunum landsins fyrir þessi jól. Ástæðan er uppskerubrestur í framleiðsluhéraðinu vegna flóða í Valencia á Spáni á síðasta ári.

Neytendur
Fréttamynd

Vegið að heil­brigðri sam­keppni

Eins og flestir vita er Enski boltinn kominn heim. Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að þessu vinsæla sjónvarpsefni næstu þrjú árin. Við hjá Sýn leggjum mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum upp á mikinn fjölda beinna útsendinga og vandaða og skemmtilega umfjöllun um allt sem tengist Enska boltanum.

Skoðun
Fréttamynd

Verðmerkingum 49 verslana á­bóta­vant

Neytendastofa framkvæmdi nýverið skoðun á ástandi verðmerkinga hjá 142 verslunum og þjónustuveitendum í Kringlunni og Smáralind. Gerðar voru athugasemdir við verðmerkingar í 49 verslunum, þar sem ástandi verðmerkinga var ábótavant. Sjö fyrirtæki hlutu sektir fyrir að gera ekki úrbætur á verðmerkingum.

Neytendur
Fréttamynd

Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaða­mót

Kauphegðun landsmanna virðist hafa tekið breytingum og forstjóri Haga segir fólk fresta matarinnkaupum fram yfir mánaðamót í auknum mæli. Breytingin bendi til þess að buddur séu teknar að tæmast í lok mánaðar.

Neytendur
Fréttamynd

Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í saman­burði við margt annað

Nýjasta bók glæpasagnakonungsins Arnaldar Indriðasonar kostar 8.699 krónur í verslunum Pennans Eymundsson, tvö hundruð krónum meira en skáldsaga hans sem kom út í fyrra. Bóksali segist finna fyrir áhyggjum neytenda af hækkandi verði bóka, en segir raunina þá að bókaverð hafi hækkað lítillega í samanburði við margt annað.

Neytendur
Fréttamynd

Ekki gefinn af­sláttur á gjald­skyldu í snjó­komu

Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir Bílastæðasjóð hafa sektað í gær eins og aðra daga. Hafi fólk athugasemdir við sektir sem það fékk í gær geti það sent beiðni um endurupptöku máls á Bílastæðasjóð.

Neytendur
Fréttamynd

Heimilin þurfi að undir­búa sig fyrir að það reyni á svig­rúm þeirra

Björn Berg fjármálaráðgjafi segir verðlag hafa hækkað töluvert undanfarið og ólíklegt sé að þær hækkanir gangi til baka þótt verðbólga hafi hjaðnað. Hjaðnandi verðbólga þýði aðeins að verðlag hækki ekki eins hratt og áður. Verðbólgan sé nú komin í fjögur prósent og fólki líði mögulega þá eins og verðlag eigi að batna en það þýði í raun aðeins að verðlag hækki ekki eins hratt og áður.

Neytendur
Fréttamynd

Endur­greiða við­skipta­vinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald

TM mun endur­greiða við­skipta­vinum sínum einn mánuð í ið­gjald sjúk­dóma­trygginga fari þeir í brjósta­skimun. Um er að ræða nýtt átak sem unnið er í sam­starfi við Krabba­meins­félagið í þeim til­gangi að hvetja konur til að fara í skimun. 61 pró­sent kvenna á Ís­landi mætti í brjósta­skimun í fyrra.

Neytendur