Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það ellefta varð norðan Grindavíkur í apríl 2025.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Líkur á eld­gosi aukast með haustinu

Áframhaldandi landris mælist í Svartsengi, sem bendir til áframhaldandi kvikusöfnunar á svæðinu. Haldist hraði landrissins svipaður og hann hefur verið undanfarnar vikur, áætlar Veðurstofa Íslands að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist þegar líða fer á haustið.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt að flytja tíma­bundið heim í tóm hús

Grindvíkingar, sem ætla að búa í bænum í sumar segja tilraunaverkefni um búsetu þar jákvætt. Mörgum gæti þó reynst erfitt að snúa aftur vegna töluverðar óvissu og kostnaðar, þar sem margir þyrftu þá að reka tvö heimili.

Innlent
Fréttamynd

Gæti þurft að reisa varnar­garða á höfuð­borgar­svæðinu

Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Geti sagt fyrir um eld­gos við höfuð­borgar­svæðið með nokkurra vikna fyrir­vara

Veðurstofan hefur stórbætt vöktunarkerfi sitt síðan eldvirkni hófst á Reykjanesi að sögn fagstjóra. Reynslan sýni að hægt sé að vara við eldsumbrotum með nokkurra vikna fyrirvara. Hann segir ekkert nýtt í nýrri skýrslu um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu þar sem varað er við mögulegum eldsumbrotum og jarðskjálftum. Hins vegar sé um að ræða mikilvæga samantekt um mismunandi sviðsmyndir á svæðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Líf ó­lík­lega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst

Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg.

Innlent
Fréttamynd

Land­ris hraðara en eftir síðustu eld­gos

Landris heldur áfram undir Svartsengi og mælist það nú hraðara en eftir síðustu eldgos. Of snemmt er að segja til um þróun á hraða kvikusöfnunarinnar en á meðan hún heldur áfram eru líkur á endurteknum kvikuhlaupum.

Innlent
Fréttamynd

Kvikugangur frá Krýsu­vík gæti náð inn í Heið­mörk

Kvikugangurinn stóri, sem myndaðist í eldsumbrotunum við Grindavík í síðustu viku, minnir óþyrmilega á þá ógn sem Reykjavíkursvæðinu gæti stafað af Reykjaneseldum. Nýlegt dæmi sýnir að kvikugangar geta brotist upp með eldgosi tugi kílómetra frá megineldstöðinni.

Innlent
Fréttamynd

Land­ris hafið og enn dregur úr skjálfta­virkni

Áfram dregur úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga og hafa rúmlega 300 skjálftar mælst síðasta sólahringinn. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að enn mælist smáskjálftar við kvikuganginn á um fjögurra til sex kílómetra dýpi.

Innlent
Fréttamynd

Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni

Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir að líkur á öðru eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum séu mjög litlar og verði minni eftir því sem lengra líður. Verði eldgos á næstu dögum, sem hann telur ólíklegt, myndi kvikan sennilega koma upp norðar en við Sundhnúka.

Innlent
Fréttamynd

Land­ris hafið á ný

GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær.

Innlent
Fréttamynd

Enn skjálfta­hrina við Trölla­dyngju

Enn er í gangi skjálftahrina við Trölladyngju. Snarpur skjálfti fannst víða á höfuðborgarsvæðinu nú rétt fyrir klukkan 23 og mældist um 3,9. Upptök skjálftans voru á milli Sveifluháls og Trölladyngju. 

Innlent
Fréttamynd

Hrina gikkskjálfta við Trölla­dyngju

Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt um klukkan 18. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist hann um 3,6 og eru upptök hans við Trölladyngju þar sem nú á sér stað gikkskjálftahrina. 

Innlent
Fréttamynd

Stuttu eld­gosi lokið

Í uppfærslu á skýrslu sem jarðvísindamenn Veðurstofunnar hafa skrifað segir að stuttu eldgosi sé nú lokið, en sjálftavirkni mælist áfram. Landsig mælist ekki lengur í Svartsengi.

Innlent
Fréttamynd

Stöðug og jöfn jarð­skjálfta­virkni

Engin virkni hefur sést á gossprungunni sem opnaðist norðan við Grindavík 1. apríl en jarðskjálftavirkni hefur haldist stöðug í nótt. Frá miðnætti hafa mælst um 600 skjálftar og dreifast þeir nokkuð jafnt eftir ganginum.

Innlent
Fréttamynd

Grind­víkingum hleypt inn í bæinn á ný

Íbúar og starfsmenn fyrirtækja í Grindavík hafa fengið heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta og halda inn í bæinn. Lokunarpóstar eru á Grindavíkurvegi, Nesvegi og Suðurstrandarvegi en ná ekki til orkuversins í Svartsengi, Bláa lónsins og Northern Light Inn. Ferðamönnum er ekki hleypt inn til Grindavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Af neyðarstigi og á hættu­stig

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga.

Innlent