Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Enn annað inn­brot í Laugar­dalnum

Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í geymslu í hverfi 104. Ekki er vitað hver gerandinn var. Í gær var greint frá því að brotist hefði verið inn á heimili í hverfinu á meðan íbúarnir voru heima og í fyrradag var greint frá því að brotist hefði verið inn í verslun.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tveir hand­teknir grunaðir um eigna­spjöll

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af tveimur einstaklingum sem sáust brjóta rúðu í húsbíl. Þeir eru grunaðir um eignaspjöll og voru báðir handteknir í lögregluumdæmi þrjú, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt.

Innlent
Fréttamynd

Vanda­menn megi ekki lengur hjálpa glæpa­mönnum

Ekki yrði lengur refsilaust fyrir einstaklinga að hindra rannsókn lögreglu á nánum vandamönnum þeirra samkvæmt áformum dómsmálaráðherra. Nýlegt dæmi er um að forráðamenn pilts sem varð ungri stúlku að bana hafi reynt að hylma yfir með honum.

Innlent
Fréttamynd

Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað fimm einstaklinga í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fíkniefnaframleiðslu. Þeir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu víða um land, meðal annars á Raufarhöfn, á miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Hús­eig­andinn Jón dansari segist koma af fjöllum

Jón Eyþór Gottskálksson, eða Jón dansari, er eigandi húsnæðisins á Raufarhöfn þar sem sérsveit réðst í húsleit í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi og fíkniefnaframleiðslu. Hann segist ekki kannast við málið.

Innlent
Fréttamynd

Gátu loks yfir­heyrt konuna

Franska konan sem grunuð er um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana á hóteli síðustu helgi var loks yfirheyrð í gær.

Innlent
Fréttamynd

„Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“

Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma.

Innlent
Fréttamynd

Ók á hús­vegg

Bíl var ekið á húsvegg í dag í umdæmi lögreglustöðvar þrjú sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Minniháttar tjón er á bílnum en engin slys urðu á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Leituðu Sig­ríðar í Elliða­ár­dal

Leitað var að Sigríði Jóhannsdóttur í Elliðaárdal í gær. Ekkert hefur sést til hennar síðan á föstudaginn 13. júní. Viðtæk leit hefur farið fram víða um höfuðborgarsvæðið og hefur lögregla beðið fólk á Kársnesi í Kópavogi, og í næsta nágrenni, að kíkja á myndbandupptökur.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlan á flugi yfir Kópa­vogi

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur tekið þátt í leitinni að Sigríði Jóhannsdóttur, sem sást síðast á Digranesheiði í Kópavogi síðdegis föstudaginn 13. júní. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bað um að þyrlan kæmi að leitinni í dag og eru tveir lögreglumenn um borð í henni ásamt hefðbundinni áhöfn.

Innlent
Fréttamynd

Helgi hafnar flutningi og lætur af em­bætti

Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár.

Innlent