Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Gætu þurft að endur­skoða auka­störf lög­reglu­manna

Ríkislögreglustjóri segir lögregluna þurfa að kanna hvort ástæða sé til þess að endurskoða aukastörf lögreglumanna eftir uppljóstranir um að starfandi lögreglumaður hafi tekið þátt í njósnum um fólk í aukastarfi. Lögreglumenn séu í ýmsum störfum samhliða lögreglustörfunum.

Innlent
Fréttamynd

Grunar að fleiri lög­reglu­menn hafi verið við­riðnir njósnirnar

Einn þeirra sem varð fyrir barðinu á meintum njósnaaðgerðum Björgólfs Thors Björgólfssonar segist gruna að fleiri lögreglumenn hafi aðstoðað við njósnirnar heldur en einungis einn varðstjóri hjá umferðarlögreglu. Héraðssaksóknari segir að sér sé brugðið vegna málsins, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ekki tjá sig um málið. 

Innlent
Fréttamynd

Hraðbankinn enn ekki látinn í friði

Tveir karlmenn voru handteknir í nótt þegar þeir gerðu tilraun til að brjótast inn í hraðbanka Landsbankans við Fjarðargötu í Hafnarfirði. Um er að ræða þriðju tilraunina til að stela peningum úr bankanum á nokkrum mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Fangelsi oft eina úr­ræðið

Alls hafa um ríflega 70 hælisleitendur þurft að sæta fangelsisvist áður en þeim er vísað úr landi síðustu mánuði. Verkefnisstjóri hjá ríkislögreglustjóra segir engin önnur úrræði í boði og mikilvægt að gera úrbætur. Í flestum tilvikum hafi fólkið ekki brotið neitt annað af sér en að vera ólöglegt í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Vill þyngri refsingar fyrir al­var­leg kyn­ferðis­brot

Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn á sviði miðlægrar deildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur að refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot eigi að vera þyngri. Þá telur hann að bæði lögregla og pólitík eigi að taka betur tillit til öryggistilfinningar almennings. Mikilvægt sé að gæta að rétti grunaðra en á sama tíma þurfi að taka vel utan um þolendur.

Innlent
Fréttamynd

Réðust á tvo menn á göngu

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var meðal annars kölluð út vegna líkamsárásar, rúðubrots á skemmtistað, hópslagsmála og ofurölvi ferðamanns í gærkvöldi og í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Þrettán gistu fanga­geymslur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra eftir að einstaklingur var rændur í miðborg Reykjavíkur í nótt. Tveir af þeim voru undir lögaldri.

Innlent
Fréttamynd

Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veru­leika

Við vorum hneykslast á því að erlendar stúlkur reyndu að bera hingað inn í landið stórhættulegar 20.000 töflur, og ef þær töflur hefðu komist inn á fíkniefnamarkaðinn hefði það sett undirheimana hér á landi á hvolf. Kannski hafa aðrar 20.000 töflur komist inn í landið annars staðar frá? Hvað veit maður? Því lögregla og tollur ná bara brotabroti af því sem er flutt inn til landsins af ólöglegum fíkniefnum hingað til lands.

Skoðun
Fréttamynd

Skiljan­legt að málið veki upp miklar og erfiðar til­finningar

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir það taka á að heyra frásagnir þolenda kynferðisofbeldis og að þeir upplifi ekki að réttarkerfið verndi þá. Það sé þó mikilvægt að fólk beri traust til réttarríkisins og að lögregla og dómskerfi fái rými til að vinna sína vinnu. Nauðsynlegt sé þó að réttarkerfið grípi þolendur eins og aðra. 

Innlent
Fréttamynd

Kastaði eggjum í bíl

Tilkynning um mann sem var að kasta eggjum í bíl barst lögreglustöð 4 í nótt, sem sér um Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ. Maðurinn fannst ekki.

Innlent