Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Maður liggur nú á gjörgæslu með lífshættulega stunguáverka sem hann fékk um helgina í Grindavík. Lögregla taldi fyrst að hann hefði veitt sér áverkana sjálfur en rannsakar nú hvort um stunguárás hafi verið að ræða. Innlent 21.10.2025 15:52
Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Rannsókn alvarlegs umferðarslyss sem varð á hringveginum austan við Kirkjubæjarklaustur í gær stendur enn yfir og fólkið sem var í bílnum sem valt út af veginum er enn á sjúkrahúsi eftir því sem lögreglan á Suðurlandi kemst næst, og er annað þeirra talsvert mikið slasað. Innlent 21.10.2025 11:06
Réðst á opinberan starfsmann Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mann sem hafði beitt opinberan starfsmann ofbeldi í hverfi 201 í Kópavogi. Maðurinn var handtekinn vegna málsins og er hann vistaður í fangageymslu sökum ástands síns. Innlent 21.10.2025 06:04
Dró upp hníf í miðbænum Lögregla var kölluð til vegna manns í miðbæ Reykjavíkur sem var í mjög annarlegu ástandi og hafði dregið upp hníf. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa, en ekkert samband náðist við hann vegna vímuástands. Innlent 18. október 2025 07:45
Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Lögreglan á Suðurlandi hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um nokkrar íkveikjur á Selfossi. Hann var handtekinn fyrr í vikunni. Innlent 17. október 2025 16:57
„Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Fátæktargildra, sem Öryrkjabandalagið kom upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun, var fjarlægð af lögreglu um einni og hálfri klukkustund síðar. Formaður bandalagsins segir samfélagið þurfa að taka afstöðu til þess hvort það samþykki að hluti þess búi við fátækt. Innlent 17. október 2025 13:04
Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ ÖBÍ réttindasamtök komu stærðarinnar „fátækargildru“ fyrir í morgun fyrir framan Alþingi, til þess að vekja athygli á alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt. Gjörningurinn varði ekki lengi þar sem laganna verðir mættu á vettvang og fjarlægðu „fátæktargildruna“. Innlent 17. október 2025 11:01
Kærastan áfram í farbanni Landsréttur hefur úrskurðað sambýliskonu veitingamannsins Quangs Lé í áframhaldandi farbann en hún er sakborningur í stærsta mansalsmáli Íslandssögunnar ásamt eiginmanni sínum og bróður hans. Hún mun að óbreyttu sæta farbanni fram í lok janúar. Auk mansals er hún grunuð um skjalafals, peningaþvætti og ólöglega sölu dvalarleyfa. Innlent 16. október 2025 16:42
Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Lögregla var kölluð að réttar- og öryggisgeðdeild Landspítalans á Kleppi síðdegis á sunnudag vegna Mohamads Kourani, sem hefur verið vistaður þar til skamms tíma. Sérsveitin brást við útkallinu en var þó ekki kölluð út sérstaklega. Innlent 16. október 2025 10:08
Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Einn var vistaður í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti í gærkvöldi eða nótt. Alls gistu fjórir í fangaklefum lögreglunnar í nótt eða gærkvöldi og voru alls 45 mál skráð í kerfið lögreglunnar frá klukkan 17 og til fimm í morgun. Innlent 16. október 2025 08:24
Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Einn er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna gruns um íkveikju í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi í dag. Eldur kom upp í sama fjölbýlishúsi þrisvar sinnum í síðasta mánuði og lögregla rannsakar hvort um einn og sama brennuvarg ræði í öllum fjórum málunum. Innlent 15. október 2025 21:11
Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Fangi á Litla-Hrauni réðst á samfanga sinn með hnífi í dag eftir að átök brutust út milli þeirra. Annar þeirra fékk skurð á hendi en fangaverðir slösuðust ekki. Innlent 15. október 2025 20:25
Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Karlmaður er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna að gruns um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði í gær. Greint var frá málinu í dagbókarfærslu lögreglunnar sem barst fjölmiðlum í morgun, en Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að maður sé enn í haldi vegna málsins. Innlent 15. október 2025 12:55
Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um kynferðisbrot leiðbeinanda sem starfaði á leikskólanum Múlaborg er á lokametrunum og málið á leið til héraðssaksóknara. Lögregla kveðst ekki geta staðfest endanlega hversu mörgum börnum maðurinn er grunaður um að hafa brotið gegn, nú þegar rannsókn málsins er að ljúka af hálfu lögreglu. Innlent 15. október 2025 12:27
Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Gangandi kona sem ekið var á á Sæbraut þann 29. september 2024 lést samstundis. Hún varð fyrir bíl sem ekið var norður eftir Sæbrautinni á rúmlega tvöföldum hámarkshraða en konan gekk yfir götuna þó gönguljósið hafi verið rautt. Innlent 15. október 2025 11:27
Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Útlit er fyrir að óprúttnir erlendir aðilar hafi tekið upp á því að stofna íslensk lén sem líkjast nöfnum íslenskra fyrirtækja í þeim tilgangi beita blekkingum og svíkja þannig erlenda birgja umræddra fyrirtækja. Þetta kemur í færslu á samfélagsmiðlum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hefur málið til rannsóknar. Vitað er um að minnsta kosti þrjú slík lén sem þegar verið lokað. Innlent 14. október 2025 18:33
Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú tvö stór fíkniefnamál sem tengjast komu Norrænu til Seyðisfjarðar í september. Alls varða málin 27 kíló af kókaíni, ketamíni og MDMA. Aldrei hefur meira magn ketamíns verið haldlagt í einu. Innlent 14. október 2025 10:21
Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísaði einstaklingi á brott sem hafði komið sér fyrir í gámi og fannst þar sofandi miðsvæðis í Reykjavík í dag. Ekki fylgdi sögunni hvers vegna viðkomandi hafi lagst þar til hvílu eða hvert hann hélt eftir að lögregla vísaði viðkomandi á brott. Þá hefur einn verið vistaður í fangaklefa í dag eftir að veitast að starfsmanni verslunar í borginni. Innlent 13. október 2025 17:41
Vinnuslys í bakaríi Lögregla var kölluð til vegna vinnuslyss í bakaríi í dag en áverkarnir reyndust minniháttar. Innlent 12. október 2025 17:58
Líkamsárás við skemmtistað Tilkynnt var um líkamsárás fyrir utan skemmtistað í nótt. Einn var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Innlent 12. október 2025 07:47
Mætti með hníf í sund og var vísað út Manni var vísað út úr sundhöll fyrr í dag og á daginn kom að hann var með hníf í fórum sínum. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð en látinn laus að skýrslutöku lokinni. Innlent 11. október 2025 18:31
Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sverrir Einar Eiríksson eigandi B Reykjavík ehf., sem rak skemmtistaðina Bankastræti Club og B5, segist ætla í skaðabótamál við ríkið vegna tjóns og misréttis sem hann segir sig og staðinn hafa orðið fyrir vegna ítrekaðs áreitis lögreglu meðan hann starfaði. Hann segir gjaldþrot B5 beina afleiðingu fordæmalauss eineltis eins lögreglumanns á hendur honum og staðnum og afskiptaleysis yfirmanna lögreglumannsins. Innlent 11. október 2025 17:04
Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um hávaðasamt unglingasamkvæmi í gærkvöldi. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að um þrjá vini var að ræða sem sögðust tapsárir vegna taps fótboltalandsliðsins gegn Úkraínu. Innlent 11. október 2025 09:44
Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Lögregla vísaði manni út af bókasafni í dag en sá var að neyta áfengis á salerni þar innandyra sem, að sögn lögreglu, „samræmist ekki góðum bókasafnsháttum.“ Innlent 10. október 2025 18:02