Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Maður féll við störf fjóra metra í Kópavogi í dag. Ekki er vitað hverjir áverkar hans voru. Innlent 8.8.2025 18:39
Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Ferðamenn í Reynisfjöru segjast lítið hafa vitað um hætturnar áður en þeir heimsóttu fjöruna. Þeir kalla eftir skýrari leiðbeiningum og fleiri skiltum. Hjón sem urðu vitni að banaslysi um síðustu helgi telja að lífvörður á staðnum myndi aðeins vekja falska öryggistilfinningu. Innlent 8.8.2025 18:14
Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að „veiða og sleppa“ aðferðin við laxveiði, sem felst í að drepa ekki laxinn til að vernda stofninn, hafi augljóslega ekki gengið upp. Öll gögn bendi til að samkeppni um fæðu meðal laxaseiða sé slík, að nauðsynlegt sé að grisja stofninn svo hann viðhaldi sér. Innlent 8.8.2025 17:12
Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Grímuklæddir stuðningsmenn danska knattspyrnuliðsins Bröndby réðust á stuðningsmenn Víkings eftir leik liðanna í gær. Einn var handtekinn en fyrir leik töldu forsvarsmenn danska liðsins litlar líkur á að nokkur maður myndi æsa sig. Innlent 8.8.2025 14:46
Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Amma sem glímir við veikindi á Norðurlandi hefur krafist nálgunarbanns gagnvart dóttur sinni eftir árás þeirrar síðarnefndu á hana. Héraðsdómur féllst á kröfuna en Landsréttur ómerkti vegna mistaka hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Innlent 8.8.2025 14:30
Maður féll í Vestari-Jökulsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á mesta forgangi um eittleytið vegna einstaklings sem féll í Vestari-Jökulsá í Skagafirði. Innlent 8.8.2025 13:48
Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Fangelsismálastjóri segir nánast útilokað að sakborningar sem sæti einangrun vegna sömu sakamálarannsóknar nái að hafa samskipti, vegna hönnunar Hólmsheiðarfangelsis. Fangar sem eru til rannsóknar í sömu málum eigi ekki að nota sömu útivistarsvæði, en fjöldi fanga í gæsluvarðahaldi reynist þó áskorun. Innlent 8.8.2025 12:12
Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun sveitarstjóra Mýrdalshrepps um aflífun hundanna Kols og Korku, sem voru aflífaðir 16. maí. Ekki hafi legið fyrir sönnun þess að hundarnir hefðu bitið lamb, sem þeim var gefið að sök að hafa bitið til ólífs. Innlent 8.8.2025 11:59
Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Fangelsismálastjóri segir nánast útilokað að sakborningar sem sæti einangrun vegna sömu sakamálarannsóknar nái að hafa samskipti, vegna hönnunar Hólmsheiðarfangelsis. Fangar sem eru til rannsóknar í sömu málum eigi ekki að nota sömu útivistarsvæði, en fjöldi fanga í gæsluvarðahaldi reynist þó áskorun. Innlent 8.8.2025 11:40
Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Forsætisráðherra hafnar því að ásælni ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandið trufli hana í að gæta hagsmunum Íslands á alþjóðavettvangi. Hún líti á allar sínar utanlandsferðir í embætti sem hagsmunagæsluferðir. Innlent 8.8.2025 11:31
Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Eistnesk hjón, sem voru stödd í Reynisfjöru þegar banaslys varð þar um síðustu helgi, telja að hugmyndir um mannaða vakt í fjörunni myndu litlu skila. Ferðamenn myndu einungis fyllast falskri öryggistilfinningu og verða kærulausari. Innlent 8.8.2025 10:49
Esjan snjólaus og það óvenju snemma Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni er horfinn, óvenju snemma á árinu. Einungis tvisvar sinnum áður hefur skaflinn horfið fyrr á árinu, árin 1941 og 2010, en þau ár hvarf hann í júlí. Innlent 8.8.2025 10:14
Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Íslendingur sem var handtekinn í Grikklandi á dögunum er laus úr haldi. Hann hefur verið ákærður fyrir heimilisofbeldi og hótun. Innlent 8.8.2025 09:56
Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Gjöld fyrir að fá dvalarleyfi eru að meðaltali um áttatíu prósent lægri hér á landi en í hinum Norðurlöndunum. Algengt verð fyrir dvalarleyfi á Íslandi eru sextán þúsund krónur en allt að 170 þúsund krónur á hinum Norðurlöndunum. Innlent 8.8.2025 09:26
Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi í Brúará í júní er svo til lokið að sögn yfirlögregluþjóns. Innlent 8.8.2025 08:02
Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Hjördís Halldórsdóttir, hæstaréttarlögmaður og formaður Höfundarréttarfélags Íslands, segir að forvitnilegt verði að fylgjast með þróun frumvarps sem nú liggur fyrir í Danmörku, þar sem tryggja á einstaklingum höfundarréttinn að eigin persónu og rödd. Innlent 8.8.2025 06:51
Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Enginn var handtekinn og enginn slasaðist í hópslagsmálunum sem brutust út milli stuðningsmanna Víkings og danska liðsins Bröndby eftir leik liðanna sem fram fór í gær og lauk með 3-0 sigri Víkinga. Innlent 8.8.2025 06:25
Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Skömmu eftir klukkan níu í kvöld mældust tveir skjálftar við Vestari Hvalhnúk á Heiðinni hárri á um fimm kílómetra dýpi. Innlent 7.8.2025 21:57
Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Íslensk-úkraínsk hjón hafa takmarkaða trú á að samtal Trump og Pútín myndi leiða til friðar í Úkraínu. Þau hafa misst vini á vígvellinum og segja erfitt að fylgjast með aukinni hörku í árásum Rússa á heimaborg þeirra úr fjarska. Þau skynja breytingar á viðhorfi og afstöðu fólks utan Úkraínu til stríðsins frá því sem var í byrjun. Svo virðist sem áhuginn sé að dvína og rússneskur áróður að ná betur í gegn. Innlent 7.8.2025 21:32
„Það fer enginn lífvörður út í“ Sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu segir flókið verkefni að finna eina lausn á öryggismálum í Reynisfjöru. Fjaran sé á stöðugri hreyfingu og sjórinn svo svikull að ómögulegt væri að hafa þar lífvörð. Enginn, sama hversu vel þjálfaður, geti synt í land. Innlent 7.8.2025 21:08
Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Hið svokallaða fyrsta bankarán á Íslandi árið 1975 sem fjallað var um í dag vegna þess að ræninginn gaf sig fram við lögregluna á liðnu sumri, reynist ekki vera fyrsta bankarán landsins. Hið raunverulega fyrsta bankarán landsins gæti hafa verið framið í nóvember ársins 1972 af óprúttnum tíu ára húsvarðarsyni. Innlent 7.8.2025 19:13
Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu. Innlent 7.8.2025 18:35
Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu. Innlent 7.8.2025 18:06
Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Heiðar Guðjónsson segir aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja að olíuvinnslu á Drekasvæðinu á borðinu og segir að menn séu byrjaðir að skoða málið. Hann fagnar sjónarmiðum umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, sem sagðist í viðtali á dögunum ekki sjá ástæðu til að banna olíuleit á svæðinu. Innlent 7.8.2025 16:43