Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Engin fram­halds­að­stoð í boði fyrir Sig­mar eftir dvölina á Vogi

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, leitaði sér hjálpar á Vogi í sumar. Hann hefur miklar áhyggjur af dauðsföllum hér á landi af völdum fíknisjúkdóms. Tólf manns hafi látist í fyrra á meðan bið stóð eftir plássi í framhaldsmeðferð. Staðreyndin sé sú að það kosti engar óskaplega fjárhæðir að kippa þessu í liðinn. Mun minna en mislæg gatnamót svo dæmi sé tekið.

Innlent
Fréttamynd

Segir Sjálfstæðisflokk vilja blása báknið út

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sendir Sjálfstæðisflokknum skeyti sem undan hlýtur að svíða. Hann segir flokkurinn bara flokk hins opinbera sem líði vel að þenja kerfið út, leggja auknar álögur á fólk í stað þess að fara vel með og sækja fjármuni á þá staði þar sem þeir raunverulega eru.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var eins og sprenging“

Sendi­bíl­stjóri sem fékk fólks­bíl aftan á sig á miklum hraða við Stekkjar­bakka í Breið­holti um helgina segir það hafa verið líkt og sprengingu að fá bílinn aftan á sig. Hann segist þakka guði fyrir að bíllinn hafi lent á sínum sendi­bíl frekar en öðru ökutæki, vegna þess hve illa það hefði getað farið.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Greiðslubyrði fasteignalána mun hækka gífurlega næstu mánuði. Seðlabankastjóri telur tíma óverðtryggðra lána liðinn lækki vextir ekki. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við bankastjóra Landsbankans hvetur fólk til að endursemja um lánakjör áður en í óefni fer.

Innlent
Fréttamynd

Boða skyttur Hvals á skotæfingu á sjó

Matvælastofnun hefur tjáð Hval hf. að hvalveiðiskipið Hvalur 8 megi fara aftur á veiðar að uppfylltum skilyrðum. Meðal þeirra eru þau að skotæfing fari fram á sjó til að sýna fram á hæfni skyttu.

Innlent
Fréttamynd

Hafa lokað á rakningu í rakningarforritinu C-19

Embætti landlæknis hefur lokað á rakningu í smáforritinu Rakning C-19 sem þróað var og notað í smitrakningu í kórónuveirufaraldrinum. Þeir sem eru með forritið í símum sínum hafa margir fengið meldingu þessa efnis í dag.

Innlent
Fréttamynd

Enginn sport­veiði­maður og full­viss um stuðning Ís­lendinga

Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða.

Innlent
Fréttamynd

Kynfræðsla barna var rædd í Pallborðinu

Undanfarnar vikur hefur mikil umræða átt sér stað um kynfræðslu barna. Kveikjan að umræðunni er kynfræðslubókin Kyn, kynlíf og allt hitt (2015) eftir þau Cory Silverberg og Fionu Smyth sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir nokkrum vikum.

Innlent
Fréttamynd

Jeremy Corbyn kemur

Jeremy Corbyn, fyrrum leiðtogi breska Verkamannaflokksins, verður með erindi í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík næstkomandi laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Öllum rýmingum aflétt

Lögreglan á Austurlandi í samráði við Veðurstofu Íslands og Ríkislögreglustjóra hefur ákveðið afléttingu allra rýminga á Seyðisfirði frá því á mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Emma Ósk vill leiða Uppreisn

Emma Ósk Ragnarsdóttir hefur gefið kost á sér til að taka við embætti formanns í Uppreisn, ungliðahreyfingu Viðreisnar. Landsfundur Uppreisnar fer fram laugardaginn 7. október næstkomandi. 

Innlent
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.