„Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Ríkisendurskoðandi segir að engin formleg tilkynning hafi borist til embættisins frá starfsfólki um einelti, kynbundið eða kynferðislegt áreiti eða ofbeldi. Hann myndi taka á slíkum málum. Hann harmar að innri mál embættisins séu til umfjöllunar í fjölmiðlum og hefur ekki íhugað stöðu sína. Innlent 27.10.2025 19:00
Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hefur fylgt í fótspor Landsbankans og takmarkað lánaframboð. Lánastofnanir hafa haldið að sér höndum vegna nýlegs dóms Hæstaréttar. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands fara yfir stöðuna í myndveri. Innlent 27.10.2025 18:13
Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Lögreglan á Suðurnesjum varar við ferðum á Fagradalsfjall og ráðleggur ferða- og göngufólki að fresta ferðum inn á svæðið næstu tvo daga. Slæm veðurspá gefi tilefni til að vara við ferðum inn á svæðið en búist er við hvössum vindi, snjókomu eða slyddu og versnandi skyggni. Innlent 27.10.2025 18:03
Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Innlent 27.10.2025 14:01
Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Ófremdarástand er sagt hafa ríkt hjá Ríkisendurskoðun um nokkurt skeið, eða frá því fljótlega eftir að Guðmundur Björgvin Helgason var kjörinn ríkisendurskoðandi af Alþingi. Ítrekað hafi komið upp svokölluð EKKO-mál, sem varða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi. Guðmundur Björgvin þvertekur fyrir það og segir starfsandann góðan hjá embættinu. Innlent 27.10.2025 13:01
Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Eigandi dekkjaverkstæðis segist ekki muna eftir öðru eins ástandi og því sem skapaðist í morgun þegar langar biðraðir í dekkjaskipti mynduðust víða. Fréttastofa tók púlsinn á röð við eitt verkstæðið þar sem sumir höfðu beðið í þrjár klukkustundir. Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan sex annað kvöld. Innlent 27.10.2025 12:53
Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er hættur að veita fasteignalán á breytilegum vöxtum. Framkvæmdastjóri sjóðsins telur hættu á að vextir muni hækka eftir niðurstöðu í vaxtamálinu svokallaða. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 27.10.2025 11:46
Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að leggja til við bæjarstjórn að nauðsynlegar skipulagsbreytingar vegna kláfs upp á Eyrarfjall ofan bæjarins fari í opinbera kynningu. Tillaga að nýju skipulagi var unnin af verkfræðistofunni Eflu fyrir Eyrarkláf ehf. Innlent 27.10.2025 11:46
Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Lögmaður konu, sem taldi sig hafa lagt fram kæru á hendur fyrrverandi sambýlismanni sínum í ágúst árið 2024, fékk þau svör í apríl árið eftir að engin rannsókn hefði verið hafin á meintu heimilisofbeldi mannsins í garð konunnar. Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ljóst að mistök hafi verið gerð við skýrslutöku yfir konunni. Innlent 27.10.2025 10:55
Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Kári Stefánsson, stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að sjá fyrir hvort hægt er að gera upp Covid-heimsfaraldur fyllilega og áhrif faraldursins á samfélagið allt. Hann segir viðbrögðin hafa tekið mið af útliti veirunnar þegar faraldurinn var í gangi og að þau hefðu ekki getað verið öðruvísi á þeim tíma. Aðgerðir hafi tekið mið af góðum gögnum. Innlent 27.10.2025 09:49
Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Löng röð er að Gúmmívinnustofunni í Skipholti til að komast í dekkjaskipti. Norbert, starfsmaður verkstæðisins, segir líklega um þriggja klukkustunda bið. Hann segir mjög mikið hafa verið að gera í síðustu viku en ekki eins og í dag. Innlent 27.10.2025 08:47
Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitin á Hellu voru boðaðar út vegna mæðgina á húsbíl sem urðu innlyksa í Landmannalaugum sökum færðar í gær. Innlent 27.10.2025 07:14
Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem hafa fengið neitun og á að vísa úr landi eru týndir og eftirlýstir. Þeim hefur fjölgað verulega sem er fylgt úr landi og þeim sem fara sjálf. Kristín María Gunnarsdóttir, deildarstjóri heimferða- og fylgdadeildar ríkislögreglustjóra, segir flesta sem er vísað frá landi skilja að þau séu komin á endastöð. Fæst séu sátt, en flest skilji stöðu sína. Innlent 27.10.2025 06:46
Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Götumyndin sem nú er óðum að teiknast upp við Álfabakka í Breiðholti sýnir bæði fram á það besta og það versta í arkitektúr nútímans. Þetta segir arkitekt sem leit við í Breiðholti með fréttamanni. Innlent 26.10.2025 21:34
Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að íbúar á höfuðborgarsvæðinu þurfi hugsanlega að moka sig út úr innkeyrslum á þriðjudaginn. Útlit sé fyrir einhverja mestu októbersnjókomu sem sögur fara af, reynist reikningarnir réttir. Innlent 26.10.2025 20:38
Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Brennu - Njáls saga er í miklu uppáhaldi hjá nemendum Hvolsskóla á Hvolsvelli enda lesa allir nemendur 10. bekkjar söguna og halda sérstakan dag, sem opin er öllum þar sem Njálssaga er lesinn og dagskráin brotin upp með söng nemenda. Innlent 26.10.2025 20:06
Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Freigáta breska flotans, HMS Somerset, er komin til hafnar á Akureyri. Heimsóknin er liður í „yfirstandandi aðgerðum Konunglega breska flotans í Norður-Atlantshafi. Innlent 26.10.2025 19:36
Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Lögmaður manns, sem beittur var piparúða í gegnum lúgu á fangaklefa á Akureyri, sveltur í haldi og hótað með rafbyssu á meðan hann var frelsissviptur, segist líta málið grafalvarlegum augum. Lögreglumönnunum sé þó ekki um að kenna. Innlent 26.10.2025 19:00
Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Lögmaður manns, sem beittur var piparúða í gegnum lúgu á fangaklefa á Akureyri, segir skjólstæðing sinn hafa verið sveltan í haldi og hótað með rafbyssu á meðan hann var frelsissviptur. Hann lítur málið alvarlegum augum. Lögreglumönnunum sé þó ekki um að kenna. Rætt er við lögmanninn í kvöldfréttum Sýnar á slaginu 18:30. Innlent 26.10.2025 18:02
Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sendiferðabíll stóð í ljósum logum á Reykjanesbrautinni á þriðja tímanum eftir hádegi í dag. Ökumaðurinn og farþegi rétt sluppu og engan sakaði, að sögn slökkviliðs. Ekki tók langan tíma fyrir eldinn að gleypa ökutækið. Innlent 26.10.2025 16:24
Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segist enn eiga eftir að taka ákvörðun hvort, og þá hvar, hún bjóði sig fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hún segir það aftur á móti úr lausu lofti gripið að hún sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, eins og hlaðvarpsstjórnendur hafa fullyrt um. Innlent 26.10.2025 14:46
Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Mikilvægt er að varðveita einkaskjöl fólks sem er látið, skjöl félaga og samtaka og skjöl fyrirtækja. Þetta segir yfirskjalavörður Héraðsskjalasafns Árnesinga en safnið fær mikið af skjölum til varðveislu en það tekur við pappírs skjölum, ljósmyndum, hljóðupptökum og myndböndum eins og úr dánarbúum. Innlent 26.10.2025 13:05
Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Maðurinn sem lést vegna voðaskots í uppsveitum Árnessýslu á föstudagskvöld hét Óðinn Másson. Hann var 52 ára og búsettur í Mosfellsbæ. Innlent 26.10.2025 12:24
Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Minningarstund fer fram í Flateyrarkirkju í dag í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá því að tuttugu manns létust þar í snjóflóði. Sóknarprestur segir það gefa samfélaginu mikið að finna samhug þjóðarinnar, sorg sé í lofti í bænum í dag. Innlent 26.10.2025 12:02
Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Minningarstund fer fram í Flateyrarkirkju í dag en þrjátíu ár eru liðin frá því að tuttugu manns létust þar í snjóflóði. Sóknarprestur segir það gefa samfélaginu mikið að finna samhug þjóðarinnar, sorg sé í lofti í bænum í dag. Innlent 26.10.2025 11:45