Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hyggst bjóða sig aftur fram í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor og kveðst ekki ætla að skorast undan ábyrgð ef flokksmenn vilji jafnvel að hún leiði listann. Hún segir þó að traust ríki í garð núverandi oddvita en fylgi flokksins hefur dvínað verulega frá síðustu kosningum. Innlent 17.9.2025 20:00
Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Dæmi eru um að Vökudeild Landspítalans hafi þurft að sinna nýburum með fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður á meðgöngu. Þessi börn krefjist meiri inngripa og eru með lengri sjúkrahúslegu en önnur börn. Innlent 17.9.2025 18:56
Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mennta- og barnamálaráðherra hyggst setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Ætlunin er að koma til móts við starfsfólk framhaldsskóla með aukinni þjónustu, styttri boðleiðum og minni skriffinnsku. Innlent 17.9.2025 18:36
Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Fertugur Spánverji, sem sætir ákæru fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, segist hafa verið rangur maður á röngum stað þegar lögregla handtók hann. Maður sem hann tók á móti í Airbnb-íbúð í Fossvogi hefur þegar hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning. Sá segir allt aðra sögu af málinu. Innlent 17.9.2025 14:57
Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti lausnarbeiðni Huldu Elmu Eysteinsdóttur, oddvita L-listans og varaformanns bæjarráðs, á fundi sínum í gær. Hún er annar oddviti listans sem segir af sér á kjörtímabilinu. Innlent 17.9.2025 14:32
Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Fimm til sex kyrrstæðir bílar eru skemmdir eftir að ekið var á þá við bensínstöð Olís við Rauðavatn í morgun. Enginn er alvarlega slasaður. Innlent 17.9.2025 13:30
Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Öryggi farþega í íslenskum leigubílum verður tryggt með innleiðingu stöðvarskyldu að nýju og þá stendur til að meirapróf sem leigubílstjórar þurfi að taka verði alfarið á íslensku. Þetta segir innviðaráðherra sem lagði í gær fram frumvarp um breytingu á lögum um leigubílaakstur. Innlent 17.9.2025 12:31
„Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Starfsmaður á Sólheimum segir kvíða og óvissu ríkja hjá starfsmönnum stofnunarinnar og að samskipti við framkvæmdastjóra séu erfið. Þá sé ekki hlustað á raddir starfsfólks sem hafi jafnvel hætt eða verið bolað úr starfi sem komi niður á þjónustu við íbúa. Innlent 17.9.2025 12:07
Tilkynntur til lögreglu Ríkisendurskoðandi telur embættið fara eftir lögum þegar hann skrifar einn undir ársreikninga ríkisfyrirtækja, þó hann sé ekki löggiltur endurskoðandi. Endurskoðendaráð hefur vísað málinu til lögreglu. Innlent 17.9.2025 12:06
Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sveitastjórn Flóahrepps hafnaði erindi nágrannanna í Árborg um eftirláta þeim land austan Selfoss. Til greina kemur að kanna hug íbúa í hreppnum til sameiningar sveitarfélaganna sem sveitarstjórnin sér sjálf ekki rök fyrir. Innlent 17.9.2025 11:52
Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Í hádegisfréttum fjöllum við um gagnrýni fyrrverandi starfsmanns á Sólheimum sem talar um erfið samskipti stjórnenda og starfsfólks. Innlent 17.9.2025 11:38
Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Rétt rúmur helmingur svarenda í skoðanakönnun Maskínu segist hlynntur því að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýri til framtíðar. Eldra fólk og landsbyggðarbúar eru mun hlynntari staðsetningunni en yngra fólk og höfuðborgarbúar. Innlent 17.9.2025 09:50
Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Táningur, sem var að opna sinn eigin veitingastað ásamt vinum sínum, hvetur jafnaldra sína til vera virkari og gera eitthvað við líf sitt. Hann segir allt of margt ungt fólk aðgerðarlítið og vonast til að vera öðrum fyrirmynd. Innlent 17.9.2025 07:32
Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Af 993 skráðum rekstrarleyfishöfum á leigubifreiðamarkaðnum reka 188 eigin leigubifreiðastöð án sérstaks leyfis. Alls eru 32 leigubifreiðastöðvar með gilt starfsleyfi frá Samgöngustofu. Innlent 17.9.2025 07:29
Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins stefna flestir á að taka slaginn í borgarstjórnarkosningunum eftir átta mánuði. Hildur Björnsdóttir stefnir ótrauð á að leiða flokkinn til sigurs. Guðlaugur Þór Þórðarson er orðaður við endurkomu í borginni en segist sem stendur ekki velta öðru fyrir sér en starfi sínu sem þingmaður. Innlent 17.9.2025 07:01
„Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ „Þarna er einn æðsti embættismaður þjóðarinnar, ráðherra, að dylgja um það að íslenskt fyrirtæki hafi farið á hausinn í síðustu olíuleit hér við land. Þegar þú ert ekki lengur blaðamaður á DV eða Stundinni og verður ráðamaður þjóðarinnar verður þú að skipta um ham og tala af ábyrgð.“ Innlent 17.9.2025 00:04
Ekkert bólaði á ræðumanni Skondin uppákoma varð á Alþingi í vikunni þegar Hildur Sverrisdóttir, varaforseti Alþingis, þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir ræðumanni sem var á leið í pontu. Hildur birti myndband af uppákomunni á samfélagsmiðlum í dag. Innlent 16.9.2025 22:20
Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Foreldri á Seltjarnarnesi þurfti að segja upp vinnu sinni þar sem sonur hennar hefur ekki fengið pláss á leikskóla. Forráðamenn barna á Nesinu upplifa sig ósýnilega vegna skorts á svörum frá bæjaryfirvöldum og segja nýjan leikskóla ekki laga stöðuna. Innlent 16.9.2025 22:06
Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Þingmaður Viðreisnar gerði geðheilbrigðismál að umræðuefni á Alþingi í dag og lýsti hindrunum sem hún mætti í heilbrigðiskerfinu þegar hún var kasólétt með sjálfsvígshugsanir. Hún fagnar áformum heilbrigðisráðherra um auknar fjárveitingar til geðheilbrigðismála á Austurlandi. Innlent 16.9.2025 21:43
Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Stjórnarformaður strætó segir að borið hafi á því að hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir mikilvægt að bregðast við vegna orðræðu sem hún lýsir sem hatursbylgju. Innlent 16.9.2025 21:32
Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Hvalveiðimaðurinn Kristján Loftsson gengst við því að hafa sagt „fuck off“ við sænskan fjárfesti á umhverfisþingi í dag. Hann kveðst ekki hafa fengið frið frá „atvinnubetlaranum“ og ekki haft áhuga á að ræða við hann. Innlent 16.9.2025 18:54
Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Í kvöldfréttum Sýnar verður fjallað um skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem segir Ísraelsríki hafa framið þjóðarmorð á Gasa. Innlent 16.9.2025 18:01
Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hvetur Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, eina kjörna oddvita flokksins, til að segja sig úr flokknum eftir að hún hefur sagst mögulega ætla að bjóða sig fram fyrir annan flokk. Sanna segist fyrst hafa heyrt af þessari áskorun í fjölmiðlum. Innlent 16.9.2025 17:30
Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Starfsmaður Sólheima í Grímsnesi á uppsagnarfresti segir að sér líði eins og hann sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki og geti loks sagt umheiminum hvernig ástandið er þar í raun og veru. Hann rekur sögu mikillar starfsmannaveltu og segir starfsmenn ekki treysta yfirstjórn stofnunarinnar, sem hafi með öllu misst klefann. Innlent 16.9.2025 17:15