Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Val­gerður selur í­búðina í Vestur­bænum

Valgerður Þorsteinsdóttir, tónlistarkona og aðstoðar pródúsent hjá RÚV, hefur sett íbúð sína við Hringbraut í Reykjavík á sölu. Eignin er á fyrstu hæð í húsi sem var byggt árið 1942. Valgerður festi kaup á eigninni árið 2020 en hyggst nú flytja sig um set.

Lífið
Fréttamynd

Áttu efnaða for­eldra eða ekki?

Stéttaskipting vegna húsnæðismála er hafin og allt bendir til þess að hún muni versna næstu árin í ljósi framboðsskorts fasteigna. Áttu efnaða foreldra sem veita hjálparhönd eða ekki?

Skoðun
Fréttamynd

Fast­eigna­markaðurinn hitnar en fram­kvæmdum fækkar

Fasteignamarkaðurinn hitnaði verulega í febrúar og líklega í mars líka. Sömu áhrifa er á gæta á leigumarkaði þar sem verð hefur hækkað. Áhrifanna er að mestu að gæta á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögunum í kring. Staða íbúa í Grindavík hefur þarna mikil áhrif. Á sama tíma hefur byggingaframkvæmdum fækkað og er yfirvofandi samdráttur í byggingariðnaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grind­víkingar boða til mót­mæla gegn Þór­kötlu

Boðað hefur verið til mótmæla á Austuvelli klukkan 17 á morgun, þar sem vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu verður mótmælt. Borið hefur á mikilli óánægju meðal Grindvíkinga, sem vilja fá eignir sínar keyptar upp sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Mínímalísk í­búð Lísu Maríu til sölu

Lísa María Markúsdóttir, einkaþjálfari og sminka á RÚV, hefur sett íbúð við Dynsali í Kópavogi á sölu. Eignin telur 101 fermeter og er í húsi sem var byggt árið 2001. Ásett verð er 74,5 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Fögur í­búð knattspyrnukappa til sölu

Fyrrverandi fyrirliði meistaraliðs Breiðabliks og flugumferðarstjórinn Kári Ársælsson hefur sett íbúð sína í Urriðaholti í Garðabæ á sölu. Um er að ræða smekklega 98 fermetra íbúð í nýlegu fjölbýlishúsi. Þar er fallegt útsýni yfir Heiðmörk og er ásett verð 76,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Fantaflottar í Fellunum

Á fast­eigna­vef Vísis má finna fjölda hrífandi eigna á höfuðborgar­svæðinu í öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók sam­an nokkr­ar fanta­flott­ar eign­ir í Fellahverfinu í Breiðholti. 

Lífið
Fréttamynd

Aron selur glæsiíbúð með öllu inn­búinu

AP24 ehf. félag í eigu Arons Pálmarssonar handboltakappa og fyrirliða íslenska karlalandsliðsins, hefur auglýst 101 fermetra íbúð við Austurhöfn í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 134,5 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Glæsi­legt rað­hús Ragn­heiðar til sölu

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, og eiginmaður hennar Sverrir Heimisson auglýsingastjóri á Viðskiptablaðinu hafa sett raðhús sitt við Geitland í Fossvogi á sölu. 

Lífið
Fréttamynd

„Takk Þór­katla fyrir ekki neitt“

Soffía Snædís Sveinsdóttir er fyrrverandi íbúi í Grindavík er ósátt hvernig gengur að gera upp við eigendur húsnæðis í Grindavík - hún vandar Þórkötlu ekki kveðjurnar.

Innlent
Fréttamynd

For­seti ÍSÍ selur hönnunarhús í Garða­bæ

Lárus Blöndal, lögfræðingur og forseti ÍSÍ, og eiginkona hans Soffía Ófeigsdóttir kennari hafa sett vandað einbýlishús við Rjúpnahæð 3 í Garðabæ á sölu, sem var teiknað af Kjartani Sveinssyni.

Lífið
Fréttamynd

Heillandi hæð í Laugar­dalnum

Við Sigtún í Reykjavík er að finna afar heillandi sérhæð í húsi frá árinu 1948. Um er að ræða 168 fermetra eign ásamt 31 fermetra bílskúr. Ásett verð er 115,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Grind­víkingar þrýsta á húsnæðismarkað

Ný vísitala íbúðaverðs bendir til skarprar verðhækkunar á íbúðum í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Talið er að íbúðakaup Grindvíkinga séu helstu áhrifavaldurinn, og að áhrifin gætu orðið meiri á næstu mánuðum. 

Innlent
Fréttamynd

Tímamótavika hjá Bjögga Takefusa og Sól­veigu

Björgólfur Takefusa, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, og Sólveig Heimisdóttir viðskiptafræðingur eignuðust sitt fyrsta barn saman 14. mars síðastliðinn. Auk þess hefur Sólveig sett sjarmerandi eign sína í miðbæ Reykjavíkur á sölu.

Lífið
Fréttamynd

Ný vísi­tala íbúðaverðs hækkar

Ný vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar og hefur hækkað um 5,7 prósent á síðustu tólf mánuðum. Með nýju vísitölunni má sjá verðþróun eftir landssvæðum og íbúðaflokkum, en gamla vísitalan sýndi einungis verðþróun á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Segja um­brotum við Grinda­vík geta lokið innan eins til tveggja mánaða

Hópur jarðvísindamanna við Háskóla Íslands, með prófessorana Þorvald Þórðarson og Ármann Höskuldsson í fararbroddi, segir kvikuinnflæði inn undir Svartsengi hafa helmingast frá því í seinni hluta desember. Þeir segja að haldi þessi þróun áfram með sama hraða gætu umbrotin á Sundhnúksgígaröðinni norðan Grindavíkur tekið enda innan eins til tveggja mánaða.

Innlent