Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kallar eftir náðun Kouranis og brott­vísun strax á morgun

Formaður Afstöðu, félags fanga, hvetur dómsmálaráðherra til að náða Mohamad Kourani og senda hann úr landi strax á morgun. Hann hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og því mætti vísa honum úr landi umsvifalaust eftir náðun. Að óbreyttu þarf hann að afplána helming fangelsisdóms síns áður en hægt verður að vísa honum úr landi árið 2028

Innlent
Fréttamynd

Sak­borningur í 28 málum sendur úr landi

Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í mars um að vísa grískum ríkisborgara úr landi og banna honum endurkomu til Íslands í sex ár. Nefndin telur framferði mannsins fela í sér raunverulega og yfirvofandi ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins og að hann hafi ekki öðlast ótímabundinn dvalarrétt hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Talinn ógn við sam­fé­lagið og vísað úr landi

Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa litháískum karlmanni úr landi og banna honum endurkomu til Íslands næstu sjö árin. Maðurinn hefur hlotið dóma fyrir auðgunarbrot, fíkniefnabrot og umferðarlagabrot og var talinn veruleg ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um hvort fram­lag í sér­eign sé launagreiðsla

Hæstiréttur hefur fallist á beiðni tryggingarfélagsins Varðar um að taka fyrir deilu félagsins við vátryggingartaka, sem krefst þess að mótframlag vinnuveitanda hans í séreignarsjóð verði talið til árslauna við útreikning bóta. Rétt rúmlega 300 þúsund krónur eru undir í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar

Þrír hafa verið ákærðir fyrir að hafa í félagi ruðst inn í íbúð manns í heimildarleysi í febrúar árið 2023. Einn þeirra er ákærður fyrir að hafa í kjölfarið ráðist á manninn, meðal annars með þeim afleiðingum að tennur hans brotnuðu, í einhverjum tilvikum þannig að aðeins tannrótin var eftir.

Innlent
Fréttamynd

Kín­versk ferða­skrif­stofa fær ekki á­heyrn hjá Hæsta­rétti

Hæstiréttur synjaði kínverskri ferðaskrifstofu um leyfi til þess að áfrýja máli sem hún tapaði í Landsrétti gegn tryggingafélaginu TM vegna banaslyss á Suðurlandsvegi fyrir sjö árum. Ferðaskrifstofan taldi sig eiga kröfu á TM vegna bóta sem hún greiddi foreldrum tveggja ferðamanna sem létust í slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Féll af baki ís­lensks hests og fær engar skaða­bætur

Þýsk ferðakona fær ekki bætur frá íslensku tryggingafélagi eftir að hafa slasast á hestbaki hjá íslensku ferðaþjónustufyrirtæki. Ekki þótti sannað að fyrirtækið hefði sýnt af sér saknæma háttsemi. Öllu heldur hefði verið um viðbúið óhappatilvik að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Hélt eigin­konu og fimm börnum í heljar­greipum

Karlmaður sem hlaut alþjóðlega vernd hér á landi árið 2022 hefur verið dæmdur í 2,5 árs fangelsi fyrir gróf brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Fjölskyldan sameinaðist manninum hér á landi árið 2024 en flutti frá honum viku seinna. 

Innlent
Fréttamynd

Geti reynst ógn við öryggi allra barna

Talskona Stígamóta telur alvarlegt að Landsréttur hafi ekki fallist á kröfu lögreglu um aðgang að gögnum í síma og tölvu föður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni. Niðurstaðan geti ógnað öryggi allra barna. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hagsmuni barnsins hafa orðið undir í málinu og rannsókn þess hætt vegna úrskurðarins.

Innlent
Fréttamynd

Á­kærður fyrir að bera sig í­trekað

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir blygðunarsemisbrot gegn þremur konum og kynferðislega áreitni gegn einni, með því að hafa ýmist sýnt konunum kynferðislegt myndefni, berað sig fyrir þeim eða bæði.

Innlent
Fréttamynd

Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa flutt inn 2580 stykki af OxyContin. Pillurnar flutti hann inn sem farþegi í flugi til Keflavíkurflugvallar, faldar í sælgætispokum í farangurstösku.

Innlent
Fréttamynd

„Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrr­verandi ráð­herra

Dómur verður kveðinn upp í dag í máli Henrik Sass Larsen, fyrrverandi viðskiptaráðherra Sósíaldemókrata í Danmörku. Sass Larsen er ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum yfir sex þúsund myndir og tvö þúsund myndbönd af barnaníðsefni. Þar að auki fannst á heimili ráðherrans fyrrverandi dúkka af barni, ætluð til kynferðislegra athafna.

Erlent
Fréttamynd

„Enginn engill“ en heldur ekki morðingi

Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar, sem ákærður er í Gufunesmálinu svokallaða, segir umbjóðanda sinn ekki vera engil. Þrátt fyrir það sé fjarstæðukennt að reyna að mála hann upp sem þátttakanda í morðmáli. Ákæruvaldið hafi engar sannanir fært fyrir fullyrðingum um að hann hafi beitt ofbeldi ásamt öðrum sakborningum, sem hafa játað ofbeldið. 

Innlent