Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Lögreglan á Norðurlandi eystra segir kvartanir manns til Nefndar um eftirlit með lögreglu, NEL, áður hafa verið til meðferðar hjá nefndinni án athugasemda hennar. Fjallað var um mál mannsins í kvöldfréttum Sýnar í gær. Ekki er fjallað um það í yfirlýsingu embættisins hvort kvartanir mannsins séu á rökum reistar en þó tekið fram að embættið hafi ekki skilað sínum athugasemdum til NEL. Innlent 27.10.2025 14:37
Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Ríkið hefur síðustu níu ár greitt rúman 1,5 milljarð í bætur til þolenda ofbeldisbrota. Í fyrra greiddi ríkið um 239 milljónir í bætur til þolenda. Alls berast bótanefnd um 500 umsóknir á ári. Líkamsárásir og kynferðisbrot eru algengustu brotaflokkarnir. Innlent 26.10.2025 07:02
Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að breytingar á lánaframboði Landsbankans séu áhugaverðar, og hægt sé að líta á þær bæði jákvæðum og neikvæðum augum. Annars vegar minnki framboð af verðtryggðum lánum og stýrivextir fari í kjölfarið að bíta meira, en hins vegar séu komin skilyrði fyrir mikilli lækkun stýrivaxta. Vaxtadómurinn komi til með að auka samkeppni og skýrleika fyrir neytendur. Innlent 25.10.2025 00:03
Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Landsréttur hafnaði í dag kröfu nokkurra landeigenda um að ógilda ákvörðun umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra frá 21. júní 2024 um heimild Landsnets til eignarnáms vegna lagningar Suðurnesjalínu 2 í Sveitarfélaginu Vogum. Innlent 23. október 2025 16:34
Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Kristján Georg Jósteinsson, sem hlaut árið 2019 þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir innherjasvik hjá Icelandair, hefur verið ákærður fyrir meiri háttar skattalagabrot. Hann er sakaður um að hafa ekki talið fram úttektir úr einkahlutafélögum, sem hann nýtti meðal annars við framkvæmd innherjasvikanna og rekstur kampavínsklúbbanna VIP club og Shooters í Austurstræti. Viðskipti innlent 23. október 2025 14:50
Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Dómstóll í Belfast á Norður-Írlandi sýknaði í dag breskan fyrrverandi fallhlífarhermann af öllum ákærum um morð og tilraun til manndráps á svonefndum blóðuga sunnudegi fyrir rúmri hálfri höld. Stjórnmálamenn hvetja Norðuríra til stillingar eftir niðurstöðuna. Erlent 23. október 2025 14:31
Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Prófessor emeritus í hagrannsóknum líkir nýlegum hæstaréttardómi í vaxtamálinu sem Neytendasamtökin hafa fagnað við pyrrosarsigur sem hvorki neytendur né samfélagið þurfi fleiri af. Það séu þeir sem sitji á endanum uppi með kostnaðinn af þeim breytingum sem dómurinn kalli á. Viðskipti innlent 23. október 2025 13:40
Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Þrír fyrrverandi stjórnendur Kaupþings í Lúxemborg samþykktu á dögunum að ljúka máli sem höfðað var gegn þeim þar í landi með því að fallast á að greiða 75 þúsund evrur í sekt, eða sem nemur rúmlega tíu og hálfri milljón íslenskra króna. Viðskipti erlent 23. október 2025 07:50
Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Karlmaður og kona hafa verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir tilraun til þess að smygla rúmlega þremur kílóum af kókaíni til landsins frá Þýskalandi í ágúst. Innlent 22. október 2025 19:37
Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Hafsteinn Dan Kritjánsson hefur verið skipaður formaður refsiréttarnefndar. Nefndin hefur það hlutverk að vera dómsmálaráðuneytinu til ráðgjafar á sviði refsiréttar en Hafsteinn tekur við starfinu af doktor Svölu Ísfeld Ólafsdóttur. Innlent 22. október 2025 10:53
Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Héraðssaksóknari hefur ákært Þórarinn Arnar Sævarsson, einn eigenda fasteignasölunnar Remax fyrir markaðsmisnotkun. Héraðssaksóknari ákærir einnig félagið IREF en Þórarinn Arnar var prókúruhafi í félaginu. Viðskipti innlent 21. október 2025 20:01
Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Samúels Jóa Björgvinssonar og tvíburanna Elíasar og Jónasar Shamsudin. Tvíburarnir hluti tveggja og hálfs árs dóma í Landsrétti fyrir fíkniefnalagabrot og Samúel Jói þriggja ára. Ríkissaksóknari óskaði eftir áfrýjunarleyfi og krefst allt að sjö ára fangelsis. Innlent 21. október 2025 14:59
Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Ákvörðun fjármálastofnana um að setja afgreiðslu umsókna um verðtryggð húsnæðislán á ís er þegar farin að hafa áhrif á fasteignamarkaðinn. Dæmi eru um að kaupendur sem höfðu þegar fengið samþykkt greiðslumat vegna fasteignakaupa hafi ekki fengið umbeðin lánagögn afhent þar sem bankinn sagði nei, auk þess sem fáar fyrirspurnir eru að berast fasteignasölum og léleg mæting á opin hús. Viðskipti innlent 21. október 2025 10:07
Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rétt rúmlega kílói af kókaíni og sautján kílóum af marijúana með flugi til landsins í október síðastliðinn. Innlent 21. október 2025 10:05
Refsidómi Diddy verði áfrýjað Bandaríski tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, hyggst áfrýja fangelsisdómnum sem hann hlaut í byrjun október fyrir vændisstarfsemi. Diddy hlaut fimmtíu mánaða fangelsisdóm og gert að greiða 500 þúsund Bandaríkjadala sektargreiðslu fyrir brot í tveimur ákæruliðum er tengjast flutningi fólks í tengslum við vændisstarfsemi. Hann var sýknaður af öðrum ákæruliðum í sumar. Erlent 21. október 2025 07:50
Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Arion banki, Landsbankinn og minnst þrír lífeyrissjóðir hafa takmarkað afgreiðslu nýrra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar þar sem ákveðnir lánaskilmálar Íslandsbanka voru dæmdir ólögmætir. Arion banki og Landsbankinn bíða þess að Hæstiréttur dæmi í svipuðum málum höfðuð gegn þeim. Viðskipti innlent 20. október 2025 20:40
„Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Móðir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði í sínum fyrsta túr á sjó segir erfitt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð skipverja á bátnum hefðu getað bjargað lífi hans. Hún og barnsfaðir hennar hafa tapað máli gegn útgerðinni á tveimur dómstigum, en ætla sér alla leið með málið hvað sem það kostar. Innlent 20. október 2025 19:43
Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Arion banki hefur gert hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka þar sem skilmálar óverðtryggðs láns voru að hluta dæmdir ólögmætir. Viðskipti innlent 20. október 2025 15:12
Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Bjarki Fjarki Rúnar Gunnarsson hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot með því að ganga í skrokk á konu sem vildi stunda með honum kynlíf. Þótt Bjarki hefði gefið í skyn að vilja stunda gróft kynlíf var talið ljóst að hann gekk langt fram yfir þau mörk sem konan hefði samþykkt. Konan segist tveimur og hálfu ári síðar enn finna verki sem minna hana daglega á barsmíðarnar. Innlent 20. október 2025 07:03
Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Landsréttur staðfesti fimm ára fangelsisdóm yfir Sindra Kjartanssyni fyrir tilraun til manndráps í gær. Ekki var fallist á rök Sindra að hann hefði stungið mann í tvígang með hnífi í brjóstið í neyðarvörn eftir að ráðist hefði verið á hann kynferðislega. Innlent 17. október 2025 15:07
Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Yfirvöld í Sýrlandi hafa samþykkt að taka við Mohamad Kourani, sem var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir rúmu ári, verði hann sendur þangað. Nú stendur það aðeins á náðunarnefnd að hann verði fluttur úr landi og settur í endurkomubann í áratugi. Innlent 16. október 2025 17:17
Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Íslenska ríkið þarf að greiða fasteignafélagi í Reykjavík 19 milljónir króna í skaðabætur vegna ólömætrar skyndifriðunar Minjastofnunar árið 2019. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hóteleigendur hafi misst af átta daga virði af leigutekjum vegna tafa sem friðunin olli. Innlent 16. október 2025 17:05
Refsing Kristjáns Markúsar milduð Kristján Markús Sívarsson var í dag dæmdur í eins árs fangelsi í Landsrétti fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hann hlaut sextán mánaða fangelsisdóm í héraði. Konan sem hann réðst á hlaut höfuðkúpubrot þegar hann kastaði ótilgreindum hlut í hana. Innlent 16. október 2025 15:10
Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Landsréttur staðfesti í gær sakfellingu yfir manni sem braut kynferðislega á stjúpdóttur sinni. Dómurinn lækkaði þó fangelsisdóminn úr sjö mánuðum í fjóra mánuði, bundna skilorði í tvö ár, með tilliti til þess að málsmeðferðin hafði dregist verulega á langinn. Innlent 16. október 2025 13:36