Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte á Íslandi, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot. Honum er gefið að sök að hafa veist að ungri konu á hóteli á Suðurlandi vorið 2023. Brotið getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Innlent 15.1.2026 14:18
„Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Það er mat talskonu Stígamóta að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafi með dómi sínum ákveðið að leggja hagsmuni barnanna til hliðar þegar hann ákvað að skilorðsbinda fimm ára fangelsisdóm sem kveðinn var upp yfir manni á fertugsaldri vegna alvarlegra og ítrekaðra ofbeldisbrota hans gegn sambýliskonu. Innlent 15.1.2026 13:26
Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var sex til níu ára gömul. Sami maður hlaut fyrir tveimur árum þungan dóm fyrir kynferðisbrot gegn móður stúlkunar en sat aldrei inni, að sérstakri ósk móðurinnar. Innlent 14.1.2026 23:03
Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent 12.1.2026 21:58
Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Héraðssaksóknari hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, um að hafna kröfu um gæsluvarðhald yfir Helga Bjarti Þorvarðarsyni, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tíu ára dreng, til Landsréttar. Innlent 12. janúar 2026 16:37
Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Kona hefur verið sýknuð af ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi vestra fyrir að hafa skotið íslenskan fjárhund með haglabyssu við friðlýst æðarvarp sem hún var að gæta. Dómurinn leit meðal annars til hins mikla verðmætis sem fólst í æðarvarpinu á meðan virði hundsins væri mun minna. Innlent 12. janúar 2026 14:24
Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Karlmaður náði að svíkja út síma og verkfæri fyrir hundruð þúsunda króna úr verslunum með því að villa á sér heimildir sem starfsmaður Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Hann hlaut fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skjalafals og fjársvik. Innlent 12. janúar 2026 11:52
Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Karmaður sem hefur verið ákærður fyrir að nauðga stúlku, sem er yngri en fjórtán ára, í Hafnarfirði í október síðastliðnum hefur játað brot sín að mestu leyti. Maðurinn tengist stúlkunni fjölskylduböndum. Hann sætir nú gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Innlent 12. janúar 2026 11:42
Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Embætti héraðssaksóknara ákveður í dag hvort úrskurði héraðsdóms um að hafna gæsluvarðhaldskröfu yfir manni sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði verði áfrýjað til Landsréttar eða ekki. Innlent 12. janúar 2026 10:37
Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Prófessor og sérfræðingur í sifjarétti segist ekki sjá fyrir sér að erfðafræðileg tengsl foreldra við barn sitt gætu ráðið úrslitum í forsjármáli á Íslandi. Hæstiréttur í Noregi hefur nú mál til umfjöllunar þar sem móðir hefur óskað eftir áliti á því hvort dómara á lægra dómstigi var heimilt að horfa til blóðtengsla þegar hann dæmdi föður forsjá. Innlent 11. janúar 2026 20:00
Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Hryðjuverkamálið svokallaða er komið á dagskrá Hæstaréttar. Málið verður tekið fyrir þann 11. febrúar næstkomandi en tæpt ár er síðan Landsréttur staðfesti sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 10. janúar 2026 15:32
Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Karlmaður frá Litáen hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á þremur lítrum af kókaíni á vökvaformi. Maðurinn játaði brot sitt en ekkert benti til þess að hann hefði verið eigandi efnanna. Innlent 9. janúar 2026 12:32
Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ Karlmaður hefur verið dæmdur til átta mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot í nánu sambandi gagnvart föður sínum, með ofbeldi og hótunum, og brot gegn brottvísun af heimili. „Ég stúta honum. Ef hann drullar sér ekki niður eftir og reddar restinni, þá ber ég hann. Ég stúta honum. Ég stúta þér sko,“ er meðal þess sem hann var dæmdur fyrir að segja. Innlent 9. janúar 2026 12:09
Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af kröfum aldraðs leigubílsstjóra sem fékk rekstrarleyfi sitt ekki endurnýjað vegna þess að hann keypti vændi fyrir rúmum áratug. Maðurinn sakaði Samgöngustofu meðal annars um að mismuna leigubílstjórum eftir uppruna. Innlent 8. janúar 2026 10:29
Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Nautgripabóndi sem fór svo illa með dýr að tugir þeirra drápust eða voru aflífuð hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm og er bannað að hafa dýr í umsjá sinni í fimm ár. Bóndinn hirti meðal annars hvorki um að gefa dýrunum vott eða þurrt. Innlent 7. janúar 2026 09:55
Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði ZO-International, eigandi útivistarvöruverslunarinnar Zo-On, fær tjón sem hlaust af bruna í húsnæði verslunarinnar árið 2023 ekki bætt. Forsvarsmaður fyrirtækisins var talinn hafa sýnt af sér svo stórfellt gáleysi í aðdraganda brunans að réttur til bóta taldist ekki fyrir hendi. Innlent 5. janúar 2026 20:08
Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Margrét Halla Hansdóttir Löf hefur áfrýjað sextán ára fangelsisdómi, sem hún hlaut fyrir að ráða föður sínum bana á heimili þeirra við Súlunes á Arnarnesinu í Garðabæ í apríl síðastliðnum og að ráðast á móður sína. Innlent 5. janúar 2026 11:30
Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur til fimm mánaða fangelsisvistar fyrir hótanir og kynferðislega áreitni annars vegar og líkamsárás hins vegar. Maðurinn skallaði annan mann í höfuðið og sló í kviðinn með billjardkjuða vegna þjóðernisuppruna og litarháttar fórnarlambsins. Innlent 3. janúar 2026 14:51
Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni karlmanns sem sakfelldur var í héraðsdómi og Landsrétti fyrir að brjóta kynferðislega á stjúpdóttur sinni með því að strjúka rass hennar og slá í hann í nokkur skipti þegar hún var 12 til 14 ára gömul. Innlent 2. janúar 2026 11:33
Jordan lagði NASCAR Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan náði sínu fram þegar NASCAR-lið hans gerði sátt við keppnishaldarann fyrr í þessum mánuði. Þar með var bundinn endi á málaferli liðsins gegn NASCAR sem reyndust vandræðaleg fyrir alla málsaðila. Sport 30. desember 2025 13:16
Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Karlmaður sem grunaður er um að fremja rán og önnur ofbeldisbrot um miðjan nóvember afplánar nú eftirstöðvar fyrri dóma sem hann hefur hlotið. Sami maður var handtekinn í sumar eftir að hafa hleypt var af skoti á hótelinu Black Pearl í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 29. desember 2025 17:25
Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Sambúðarfólk sem var ákært fyrir ólöglegan innflutning á lyfseðilsskyldum lyfjum var sýknað á þeim forsendum að það hefði verið í góðri trú um það mætti flytja lyfin inn. Upplýsingar á vefsíðu Lyfjastofnunar um lyfin eru sögð hafa verið röng. Innlent 29. desember 2025 12:45
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Árið sem líður var, eins og nánast öll ár, viðburðaríkt hvað varðar viðskiptin. Árið einkenndist af langþráðum stýrivaxtalækkunum, dramatísku gjaldþroti flugfélags og væringum á alþjóðamarkaði vegna tolla. Viðskipti innlent 29. desember 2025 07:00
Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Sakamál voru í brennidepli hér á landi árið 2025. Fjögur manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt fimm létu lífið. Innlent 28. desember 2025 13:01
Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Maður sem er grunaður um ofbeldisbrot gagnvart sambýliskonu sinni var fyrr í þessum mánuði gert að sæta brottvísun af heimili þeirra og sætir jafnframt nálgunarbanni gagnvart henni. Myndefni úr öryggismyndavél sýnir gróft ofbeldi mannsins í garð konunnar. Innlent 27. desember 2025 19:35
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent