Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Breska söngkonan Katie Melua verður með tónleika í Eldborgarsal Hörpu í Reykjavík 25. júní næsta sumar. Lífið 16.12.2025 10:25
Sjórinn er enn á sínum stað Bók Þórdísar Drafnar Andrésdóttur er til umfjöllunar á menningarvefnum Lestrarklefinn. Sjöfn Asare segir þetta um bókina. Lífið samstarf 16.12.2025 10:01
Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Staðreyndirnar eftir Hauk Má Helgason eru meðal þeirra verka sem tilnefnd eru til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna, og maklega svo, þetta er afar athyglisverð og vel heppnuð saga. Menning 16.12.2025 07:03
Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Rússneskur dómstóll hefur lýst hljómsveitina Pussy Riot öfgasamtök og bannað starfsemi hennar í landinu að kröfu stjórnvalda í Kreml. Þrír liðsmenn hljómsveitarinnar eru nú íslenskir ríkisborgarar. Erlent 15. desember 2025 10:11
Aftenging í sítengdum heimi Aftenging er fyrsta bók lögfræðingsins Árna Helgasonar og kom út hjá Bjarti á dögunum. Sjöfn Asare hefur þetta að segja um bókina á menningarvefnum Lestrarklefinn. Lífið samstarf 15. desember 2025 09:13
Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Leikstjórinn Rob Reiner fannst látinn í gær á heimili sínu í Los Angeles, ásamt eiginkonu sinni. Talið er að þau hafi verið myrt. Erlent 15. desember 2025 05:57
Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að framlag ríkissjóðs til Rithöfundasambands Íslands vegna greiðslna fyrir afnot á bókasöfnum verði aukið um 80 milljónir króna í fjárlögum næsta árs. Í álitinu segir að efling íslensku sé stórt og mikilvægt mál og komi víða við. Framlagið ætti því á næsta ári að verða um 226 milljónir. Innlent 14. desember 2025 17:43
Auður segir skilið við Gímaldið Auður Jónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, hefur ákveðið að ljúka störfum hjá Gímaldinu, nýstofnuðum menningarfjölmiðli en hún er annar stofnenda miðilsins. Auður hyggst einbeita sér að skrifum en hún er meðal rithöfunda sem fá listamannalaun í hálft ár á næsta ári. Menning 14. desember 2025 17:02
Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Eftir að hafa fundið lausn á Covid-19 og peningamálum á Íslandi er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins búinn að komast að því að loftslagsvísindamenn heimsins hafi allir rangt fyrir sér um loftslagsbreytingar. Gagnrýni 14. desember 2025 08:01
Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Leikkonan Ebba Katrín Finnsdóttir hlaut um helgina viðurkenningu Minningarsjóðs frú Stefaníu Guðmundsdóttur fyrir framúrskarandi framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Lífið 14. desember 2025 07:40
Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Bandaríska grínleikkonan Amy Schumer hefur bæst í hóp einhleypra kvenna í Hollywood. Hún tilkynnti á samfélagsmiðlum í gær að leiðir hennar og framleiðandans Chris Fischer hafi skilið. Lífið 13. desember 2025 16:43
Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Jóhann Páll Jóhannsson settur menningarráðherra þegar kemur að ráðningu nýs óperustjóra hefur boðað þrjá umsækjendur í viðtal. Þrír hafa verið metnir hæfir til að gegna stöðunni en til stóð að skipa í stöðuna fyrir 15. nóvember síðastliðinn. Menning 13. desember 2025 16:00
Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bandaríski leikarinn og grínistinn Dick van Dyke fagnar hundrað ára afmæli í dag. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sín í söngleikjunum Mary Poppins og Chitty Chitty Bang Bang auk grínþáttanna The Dick van Dyke Show. Bíó og sjónvarp 13. desember 2025 11:44
Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Heimsókn Lionels Messi og föruneyti hans til Indlands fór algjörlega úr böndunum í gær. Aðdáendur argentínska leikmannsins bálreiddust út í hann þegar hann lét sig hverfa snemma af svæðinu. Fótbolti 13. desember 2025 10:32
Þau fái heiðurslaun listamanna Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að Ágúst Guðmundsson leikstjóri, Ragnheiður Jónsdóttir myndlistarmaður, og Þórarinn Eldjárn rithöfundur fái heiðurslaun listamanna. Innlent 13. desember 2025 10:27
Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bandaríski leikarinn Peter Greene, sem var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem illi öryggisvörðurinn Zed í kvikmyndinni Pulp Fiction, er látinn. Greene varð sextugur í október. Bíó og sjónvarp 13. desember 2025 09:43
Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Í Salnum í Kópavogi sýndi Una Torfa hvernig má selja jólaskap, sáluhjálp og einlægni í einum pakka – og það virkaði. Gagnrýni 13. desember 2025 07:00
Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Sautján keppendur í Festival da Canção, undankeppni Portúgal fyrir söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, segjast ætla að sniðganga Eurovision vinni þeir innlendu undankeppnina. Tónlist 12. desember 2025 23:56
Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason stofnaði Facebook-þráð um óþolandi orð og viðbrögðin stóðu ekki á sér. Sjálfur valdi Egill orðin bókakonfekt, leikhúskonfekt og ástríðukokk en í þokkabót rigndi inn tillögum í hundruðatali. Þar mátti sjá vegferð, fjöllu, bataknús, bumbubúa og ýmislegt annað. Menning 12. desember 2025 17:27
Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Er ákvörðunin um að taka ekki þátt í Eurovision heigulsleg? Hvers vegna er svona mikið rof milli vinsældarlista og tilnefninga til Íslensku bókmenntaverðlaunanna? Getur gagnrýni þrifist á Íslandi þegar listamenn eru svona hörundssárir og hefnigjarnir? Ofmetnuðust Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson við skrif nýjustu glæpasögu sinnar eða runnu þau út á tíma? Menning 12. desember 2025 15:35
Hröð og skemmtileg rússíbanareið Nýjasta bók Ævars Þórs er tekin fyrir í Lestrarklefanum. Rebekka Sif hefur þetta að segja um bókina: Lífið samstarf 12. desember 2025 13:44
Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Í september síðastliðnum tilkynnti Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra áform um að sameina ætti Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Landsbókasafn-Háskólabókasafn. Skoðun 12. desember 2025 13:33
Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Myndlistarmaðurinn Sigurður Sævar Magnúsarson opnaði einkasýningu með pomp og prakt í Landsbankahúsinu í Austurstræti í gær. Margt var um manninn á opnuninni en um er að ræða verk sem spanna tíu ár á ferli listamannsins. Menning 12. desember 2025 13:00
Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Heimildarmyndin Ferlið hans Bubba verður frumsýnd 26. mars næstkomandi. Myndin fylgir tónlistarmanninum Bubba Morthens eftir yfir heilt ár þar sem hann lifir sínu lífi, semur tónlist, spilar á tónleikum og vinnur að nýrri plötu. Bíó og sjónvarp 12. desember 2025 10:11