Innblástur frá handanheiminum Það var líf og fjör á Listasafni Árnesinga á dögunum þegar nokkur fjöldi sýninga opnaði undir sama þaki. Fjöldi fólks leit við og menningin tók yfir í samtali við náttúrukrafta og handanheiminn. Menning 17.9.2025 17:02
Fjölgar mannkyninu enn frekar Tónlistarkonan Cardi B á von á sínu fjórða barni og því fyrsta með kærasta sínum, NFL-kappanum Stefon Diggs. Fyrir á hún tvær dætur og einn son með rapparanum Offset. Lífið 17.9.2025 15:12
Laufey treður upp með Justin Bieber Súperstjarnan Laufey Lín kemur fram á tónlistarhátíðinni Coachella í eyðimörkinni í Kaliforníu á næsta ári. Er um að ræða einhverja stærstu tónlistarhátíð í heimi. Tónlist 17.9.2025 12:40
„Án djóks besta kvöld lífs míns“ Það vakti gríðarlega athygli þegar samfélagsmiðlastjarnan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, skellti sér á Drake tónleika í Berlín um helgina með góðum vinum. Kanadíski rapparinn heimsfrægi greip brjóstahaldara frá henni og endurbirti myndband frá henni á samfélagsmiðlinum Instagram. Blaðamaður ræddi við Guggu um tónleikana. Lífið 16. september 2025 12:33
Robert Redford er látinn Bandaríski stórleikarinn og leikstjórinn Robert Redford er látinn, 89 ára að aldri. Lífið 16. september 2025 12:18
Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama. Lífið 16. september 2025 11:24
Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Framleiðslufyrirtækið Glassriver hefur keypt réttinn að bókaseríunni um rannsóknarlögreglumanninn Konráð eftir Arnald Indriðason og hyggst aðlaga hana að sjónvarpi. Bíó og sjónvarp 16. september 2025 11:19
Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Laufey Lín syngur á íslensku í nýju lagi en notar framsöguhátt þar sem viðtengingarháttur ætti að vera. Málfræðingur segir það ekki koma á óvart, viðtengingarháttur hafi lengi verið á undanhaldi og eigi á hættu að deyja út. Þróunin sjáist skýrt í fréttum, útvarpi og tali ungs fólks. Menning 16. september 2025 08:50
„Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Ólafur Sveinsson hefur síðustu ár unnið að heimildarmynd um Ómar Ragnarsson. Hann segir ómögulegt að ná utan um atburðaríka ævi Ómars í einni mynd en hún fjallar um umbrotatíma í lífi Ómars í kringum virkjun Kárahnjúka og stofnun Íslandshreyfingarinnar Lífið 16. september 2025 07:17
Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Kammerkórinn Cantoque Ensemble flutti átta kórverk eftir Arvo Pärt í Kristskirkju í Landakoti fimmtudaginn 11. september. Gagnrýni 16. september 2025 07:02
Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Þrisvar hefur verið brotist inn hjá landsþekktum myndlistarmanni sem segir að nú sé endanlega búið að spilla vinnurýminu fyrir honum. Í hvert skipti voru listaverk hans látin vera og segir hann liggja við að hann taki því persónulega. Innlent 15. september 2025 22:01
Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Það gekk mikið á í Þjóðleikhúsinu um helgina og mun ganga á næstu vikur og mánuði því Lína Langsokkur er mætt á svið leikhússins með sinn munnsöfnuð, stríðni og krafta. Uppselt er á fimmtíu sýningar, sem þýðir að um 25 þúsund manns hafa tryggt sér miða á leikritið. Menning 15. september 2025 20:05
Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Það var líf og fjör í Borgarleikhúsinu síðastliðið föstudagskvöld þegar einleikurinn Ífigenía í Ásbrú var frumsýndur á Litla sviði Borgarleikhússins fyrir fullum sal áhorfenda. Sýningin var sýnd í Tjarnarbíói allan síðasta vetur. Lífið 15. september 2025 19:05
„Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Hollywood-stjörnur flykktust á Emmy-verðlaunahátíðina í nótt en ein þeirra sem komst ekki var kólumbíska stjaran Sofia Vergara. Ástæðan var svæsin augnsýking. Lífið 15. september 2025 16:56
Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Það var fullt út úr dyrum í Ásmundarsal í síðustu viku þegar hópur sviðslistamanna setti upp gamanverkið Rómantísk gamanmynd. Húsfyllir var á öllum sýningum og vegna mikillar eftirspurnar var bætt við miðnætursýningu. Menning 15. september 2025 16:00
Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Tinder-svindlarinn Simon Leviev eða Shimon Yehuda Hayut var handtekinn í Batumi í Georgíu í gær við komu til landsins. Leviev er þekktur sem Tinder-svindlarinn en fjallað var um hann í heimildarmynd frá Netflix sem vakti mikla athygli fyrir rúmum þremur árum. Erlent 15. september 2025 13:04
Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Dramaþáttaröðin Adolescence kom, sá og sigraði á Emmy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar sem hún hlaut sex verðlaun. Lífið 15. september 2025 06:58
Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Brotist var inn í vinnustofu myndlistarmannsins Péturs Gauts á Snorrabraut í Reykjavík um helgina. Gítar, hátalara, nótnastatíf, hljóðnemi og fartölva var á meðal þess sem stolið var. Innlent 14. september 2025 22:35
Stebbi í Lúdó látinn Stefán Jónsson söngvari er látinn, 82 ára að aldri. Stefán var einn af fyrstu rokksöngvurum Íslands og er þekktastur fyrir að syngja með hljómsveitinni Lúdó, sem hann var iðulega kenndur við. Innlent 13. september 2025 10:37
Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Tveimur áratugum eftir sína fyrstu ritstjórnartíð hefur Bart Cameron snúið aftur til Reykjavík Grapevine. Hann rifjar upp árin þar sem skrifstofan minnti frekar á félagsheimili, fjöldi tónlistarmanna við kaffivélina og ritstjórn sem svaf varla. Bart snýr nú aftur með nýjar áherslur í breytt samfélag, bæði innan og utan veggja skrifstofunnar. Lífið 13. september 2025 08:01
Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Mætingin var þrusugóð í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tveir fyrstu þættirnir af spennu þáttaröðinni Reykjavík Fusion voru frumsýndir. Stemningin í salnum var frábær og óhætt að segja að þættirnir lofi góðu. Lífið 12. september 2025 13:42
2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, jafnan þekktur sem Emmsjé Gauti, fagnaði í gær 2222 dögum án áfengis, sem samsvarar rúmlega sex árum. Lífið 12. september 2025 09:28
Barnaefni fyrir fullorðna Eftir hörmulega slappa aðra seríu tekst Ísgaurunum að rétta kúrsinn í þeirri þriðju með beittara gríni og góðum gestaleikurum. Stöku snilldarbrandarar grafast þó undir loftkenndri sögu. Ísgaurarnir virðast fastir í millibilsástandi milli barnaefnis og gríns fyrir fullorðna. Gagnrýni 12. september 2025 07:07
Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York „Mér fannst ótrúlega óraunverulegt að sjá myndband af Opruh Winfrey með mínu lagi undir,“ segir tónlistarkonan Árný Margrét en splunkunýtt lag úr hennar smiðju ómaði á tískupöllum í gær á tískuvikunni í New York. Tónlist 11. september 2025 20:02