Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Ólafur Darri verður Þór

Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson hefur tekið að sér að leika guðinn Þór í nýjum þáttum Amazon MGM og Sony. Þættirnir byggja á gífurlega vinsælum leikjum um spartverjan og seinna stríðsguðinn Kratos.

Bíó og sjónvarp

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Seinka sýningum fyrir leikinn

Borgarleikhúsið hefur ákveðið að seinka öllum leiksýningum um korter á morgun svo leikhúsgestir geti horft á fyrri helming af leik Íslands í undanúrslitunum á EM í handbolta.

Innlent
Fréttamynd

Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá alda­mótum

Danska leik- og söngkonan Annika Wedderkopp er fyrsta konan síðan árið 1999 til að eiga vinsælustu plötu ársins á danska topplistanum. Hún átti jafnframt tólf af hundrað vinsælustu lögum ársins, en eftir að hafa fyrst slegið í gegn á hvíta tjaldinu sem barn er Annika nú á góðri leið með að verða ein stærsta poppstjarna Danmerkur.

Lífið
Fréttamynd

Fjölga starfs­fólki hjá ACT4

Sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslufyrirtækið ACT4 hefur ráðið þrjá nýja starfsmenn, Odd Ástráðsson lögmann, Ólöfu Sigþórsdóttur vöruhönnuð og Birni Jón Sigurðsson rithöfund.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Líf og fjör í loðnu mál­verkunum

Það var margt um manninn í versluninni La Boutique Design á Granda síðastliðinn laugardag þegar frumlega listakonan Lilý Erla Adamsdóttir opnaði sýninguna Gróðurþel.

Menning
Fréttamynd

Er Orms­tunga djarfasta sýning ársins?

Það er ákveðin bilun fólgin í því að skapa „rapp-söngleik“ byggðan á Íslendingasögu. Þjóðleikhúsið ákvað hins vegar að henda sér beint í djúpu laugina án kúts. Útkoman er vægast sagt eggjandi, enda voru fagnaðarlætin á frumsýningunni mikil.

Gagnrýni
Fréttamynd

Kynlífssena sau­tján ára stúlku hafi splundrað sam­starfi bræðranna

Kynlífsatriði sautján ára stúlku í kvikmyndinni Good Time frá 2017 ku hafa valdið því að bræðurnir Josh og Benny Safdie, heitasta leikstjórnartvíeyki Hollywood, slitu samstarfi sínu eftir rúmlega fimmtán ára samvinnu. Josh á að hafa komist að aldri stúlkunnar á tökustað en Benny ekki orðið almennilega meðvitaður um aldur hennar fyrr en sex árum síðar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Robyn í hönnun Sólar Hansdóttur

Sænska súperstjarnan Robyn er með rosalega endurkomu inn í tónlistarheiminn um þessar mundir með splunkunýrri plötu sem nýtur mikilla vinsælda. Robyn er mikill tískuspegúlant og hefur greinilega frábæran smekk en hún rokkaði bol frá íslenska hönnuðinum Sól Hansdóttur á dögunum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Rasistar í sumar­bú­stað

Íslensk hjón í sumarbústað lenda í hremmingum þegar myndlistarmaður, dökkur á hörund, sest að fyrir utan heimkeyrsluna að bústaðnum þeirra. Tilvist þessa dularfulla aðkomumanns afhjúpar fáfræði, ótta og fordóma hinna íslensku hjónakorna í nýju leikriti eftir Þór Tulinus sem sýnt er þessa dagana í Tjarnarbíói. Þetta er ekki sýning sem skilur mikið eftir sig, handritið er gallað og það vantar skýrari listræna sýn.

Gagnrýni
Fréttamynd

„Amma sagði alltaf að við værum líkir“

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason og Hollywood-leikarinn David Duchovny tóku mynd af sér saman á Sundance-hátíðinni. Þeim hefur lengi verið líkt saman og voru valdir tvífarar í Fókus-blaði DV um aldamótin.

Lífið
Fréttamynd

Húsó fjar­lægðir af Rúv

Sjónvarpsserían Húsó hefur verið fjarlægð fyrr en áætlað var af vefsíðu Ríkisútvarpsins. Dóra Jóhannsdóttir, einn handritshöfunda þáttanna, segir að þættirnir verði settir inn aftur þegar framleiðandi afhendir réttan kreditlista. Hún sjálf berst fyrir því að nafn hennar sé sett á kreditlistann.

Menning