
Hornsteinn lagður að Húsi íslenskunnar
Forseti Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra lögðu í sameiningu hornstein að Húsi íslenskunnar við Suðurgötu í dag.
Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.
Forseti Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra lögðu í sameiningu hornstein að Húsi íslenskunnar við Suðurgötu í dag.
Í menntamálaráðuneytinu er verið að ganga frá formsatriðum vegna skipunar starfshóps Íslendinga og Dana um skiptingu handrita en á miðvikudag verður hálf öld frá því að handrit Flateyjarbókar og Konungsbókar Eddukvæða voru afhent.
„Lífið á Grænlandi er mjög ólíkt því sem við eigum að venjast, en það er samt mjög sjarmerandi og heillandi líf þó að það sé erfitt.“
Hlustendaverðlaunin 2021 voru sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Sigurvegari kvöldsins er án efa Bríet sem hlaut fern verðlaun.
Hljómsveitin Vök sendir í dag frá sér nýtt myndband við lagið Lost in the Weekend sem hefur verið í mikilli spilun frá því að það kom út nýverið. Það vekur athygli að Margrét Rán er persónulegri í textagerðinni en áður og leitast við að gera ákveðið uppgjör við unglingsárin.
Þrjár systur á sveitabæ í Rangárvallasýslu hafa ekki setið með hendur í skauti um páskana því þær hafa notið þess að syngja saman. Pabbi og fósturpabbi þeirra spilar undir hjá þeim.
„Sprengingin þegar eyjan sprakk heyrðist í þrjú þúsund kílómetra fjarlægð og hljóðbylgjan fór sjö hringi í kringum jörðina,“ segir Ragnar Axelsson um Krakatá eyjan sprakk upp 27. ágúst árið 1883.
„Færeyjar eru alltaf sjarmerandi, það er einn af mínum uppáhalds stöðum og þar er eitthvert besta fólk í heiminum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson.
Standpínustrákarnir frá Osló í sjónvarpsþáttaröðinni Exit voru að sjálfsögðu klappaðir upp eftir frábæra fyrstu þáttaröð og hafa nú snúið aftur á sviðið. Þeir eru reyndar búnir að spila öll bestu lögin sín, en þeirra síðri lög eru þó töluvert betri en bestu lög flestra annarra. Því kvartar maður ekki undan þessari nýjustu viðbót, þó hún nái ekki sömu hæðum og fyrirrennari hennar.
Á föstudag kemur út stuttskífan Venus, sem er sköpunarverk tónlistarmannanna Flona og Auðar. Ferlið byrjaði með laginu Týnd og einmana, sem nýlega var tilnefnt á íslensku tónlistarverðlaununum í flokknum rapp og hiphop lag ársins.
Í vinnuferð í Færeyjum árið 1988 kynntist Ragnar Axelsson manni að nafni Tomas. Ljósmyndarinn segir að Færeyjar séu einn af sínum uppáhalds stöðum og að þar sé besta fólk í heiminum.
Fyrsta alþjóðalega gestavinnustofan hérlendis fyrir hinsegin listamenn verður opnuð í Neskaupstað um páskana í næstelsta húsi bæjarins. Stofnendur vonast til að verkefnið komi Norðfirði á kortið fyrir menningarlega sérstöðu.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor hefur sent frá sér mikinn doðrant, Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers, rituð á ensku en það er New Direction-forlagið sem gefur bókina út.
Aldís Arnardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Hafnarborgar – menningar - og listamiðstöð Hafnarfjarðar.