Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Ís­lenskur tón­listar­maður í lykil­hlut­verki

Samstarf sem hófst í Reykjavík varð kveikjan að endurkomu einnar þekktustu jaðarrokkhljómsveitar Bretlands, Arcane Roots. Þar er íslenski tónlistarmaðurinn Bjarni Biering í lykilhlutverki en blaðamaður tók púlsinn á honum og hljómsveitinni.

Tónlist

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Högni hjálpar fólki að slaka á

Tónlistarmaðurinn ástsæli Högni Egilsson var að senda frá sér nýtt hljóðverk í samvinnu við Laugar spa þar sem hann rannsakaði slökun og vellíðan í þaular. Verkið á að ýta undir vellíðan gesta.

Tónlist
Fréttamynd

Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá alda­mótum

Danska leik- og söngkonan Annika Wedderkopp er fyrsta konan síðan árið 1999 til að eiga vinsælustu plötu ársins á danska topplistanum. Hún átti jafnframt tólf af hundrað vinsælustu lögum ársins, en eftir að hafa fyrst slegið í gegn á hvíta tjaldinu sem barn er Annika nú á góðri leið með að verða ein stærsta poppstjarna Danmerkur.

Lífið
Fréttamynd

Kynlífssena sau­tján ára stúlku hafi splundrað sam­starfi bræðranna

Kynlífsatriði sautján ára stúlku í kvikmyndinni Good Time frá 2017 ku hafa valdið því að bræðurnir Josh og Benny Safdie, heitasta leikstjórnartvíeyki Hollywood, slitu samstarfi sínu eftir rúmlega fimmtán ára samvinnu. Josh á að hafa komist að aldri stúlkunnar á tökustað en Benny ekki orðið almennilega meðvitaður um aldur hennar fyrr en sex árum síðar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Robyn í hönnun Sólar Hansdóttur

Sænska súperstjarnan Robyn er með rosalega endurkomu inn í tónlistarheiminn um þessar mundir með splunkunýrri plötu sem nýtur mikilla vinsælda. Robyn er mikill tískuspegúlant og hefur greinilega frábæran smekk en hún rokkaði bol frá íslenska hönnuðinum Sól Hansdóttur á dögunum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Rasistar í sumar­bú­stað

Íslensk hjón í sumarbústað lenda í hremmingum þegar myndlistarmaður, dökkur á hörund, sest að fyrir utan heimkeyrsluna að bústaðnum þeirra. Tilvist þessa dularfulla aðkomumanns afhjúpar fáfræði, ótta og fordóma hinna íslensku hjónakorna í nýju leikriti eftir Þór Tulinus sem sýnt er þessa dagana í Tjarnarbíói. Þetta er ekki sýning sem skilur mikið eftir sig, handritið er gallað og það vantar skýrari listræna sýn.

Gagnrýni
Fréttamynd

„Amma sagði alltaf að við værum líkir“

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason og Hollywood-leikarinn David Duchovny tóku mynd af sér saman á Sundance-hátíðinni. Þeim hefur lengi verið líkt saman og voru valdir tvífarar í Fókus-blaði DV um aldamótin.

Lífið
Fréttamynd

Húsó fjar­lægðir af Rúv

Sjónvarpsserían Húsó hefur verið fjarlægð fyrr en áætlað var af vefsíðu Ríkisútvarpsins. Dóra Jóhannsdóttir, einn handritshöfunda þáttanna, segir að þættirnir verði settir inn aftur þegar framleiðandi afhendir réttan kreditlista. Hún sjálf berst fyrir því að nafn hennar sé sett á kreditlistann.

Menning
Fréttamynd

At­vinnu­laus aumingi trompar dauðakölt

Fjölskyldufaðir sem missir vinnuna hjá pappírsfyrirtæki eftir áratuga starfsferil grípur til blóðugra örþrifaráða. Ungur drengur lendir í félagsskap satanísks gengis sem ráfar um uppvakningahrjáð England. Mennirnir tveir glíma við ólíka djöfla en lenda báðir í kröppum dansi.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hætta ó­vænt við tónleikaferðalög sín

Iðnaðarteknósveitin Hatari hefur hætt við tónleikaferðalag sitt um Evrópu í febrúar án nokkurrar skýringar. Í síðustu viku hætti rokkhljómsveitin The Vintage Caravan við tónleikaferðalag sitt vegna andlegrar þreytu.

Tónlist