Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Inn­blástur frá handanheiminum

Það var líf og fjör á Listasafni Árnesinga á dögunum þegar nokkur fjöldi sýninga opnaði undir sama þaki. Fjöldi fólks leit við og menningin tók yfir í samtali við náttúrukrafta og handanheiminn.

Menning

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fjölgar mann­kyninu enn frekar

Tónlistarkonan Cardi B á von á sínu fjórða barni og því fyrsta með kærasta sínum, NFL-kappanum Stefon Diggs. Fyrir á hún tvær dætur og einn son með rapparanum Offset.

Lífið
Fréttamynd

Laufey treður upp með Justin Bieber

Súperstjarnan Laufey Lín kemur fram á tónlistarhátíðinni Coachella í eyðimörkinni í Kaliforníu á næsta ári. Er um að ræða einhverja stærstu tónlistarhátíð í heimi.

Tónlist
Fréttamynd

„Án djóks besta kvöld lífs míns“

Það vakti gríðarlega athygli þegar samfélagsmiðlastjarnan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, skellti sér á Drake tónleika í Berlín um helgina með góðum vinum. Kanadíski rapparinn heimsfrægi greip brjóstahaldara frá henni og endurbirti myndband frá henni á samfélagsmiðlinum Instagram. Blaðamaður ræddi við Guggu um tónleikana.

Lífið
Fréttamynd

Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu

Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama.

Lífið
Fréttamynd

Skortur á viðtengingarhætti hjá Lauf­eyju sé hluti af stærri þróun

Laufey Lín syngur á íslensku í nýju lagi en notar framsöguhátt þar sem viðtengingarháttur ætti að vera. Málfræðingur segir það ekki koma á óvart, viðtengingarháttur hafi lengi verið á undanhaldi og eigi á hættu að deyja út. Þróunin sjáist skýrt í fréttum, útvarpi og tali ungs fólks.

Menning
Fréttamynd

Upp­selt á fimm­tíu sýningar á Línu Langsokk

Það gekk mikið á í Þjóðleikhúsinu um helgina og mun ganga á næstu vikur og mánuði því Lína Langsokkur er mætt á svið leikhússins með sinn munnsöfnuð, stríðni og krafta. Uppselt er á fimmtíu sýningar, sem þýðir að um 25 þúsund manns hafa tryggt sér miða á leikritið.

Menning
Fréttamynd

Salka Sól og Elísa­bet Jökuls mættu á frum­sýningu

Það var líf og fjör í Borgarleikhúsinu síðastliðið föstudagskvöld þegar einleikurinn Ífigenía í Ásbrú var frumsýndur á Litla sviði Borgarleikhússins fyrir fullum sal áhorfenda. Sýningin var sýnd í Tjarnarbíói allan síðasta vetur.

Lífið
Fréttamynd

Tinder-svindlarinn hand­tekinn í Georgíu

Tinder-svindlarinn Simon Leviev eða Shimon Yehuda Hayut var handtekinn í Batumi í Georgíu í gær við komu til landsins. Leviev er þekktur sem Tinder-svindlarinn en fjallað var um hann í heimildarmynd frá Netflix sem vakti mikla athygli fyrir rúmum þremur árum.

Erlent
Fréttamynd

Stebbi í Lúdó látinn

Stefán Jónsson söngvari er látinn, 82 ára að aldri. Stefán var einn af fyrstu rokksöngvurum Íslands og er þekktastur fyrir að syngja með hljómsveitinni Lúdó, sem hann var iðulega kenndur við.

Innlent
Fréttamynd

Snýr aftur sem rit­stjóri eftir tvo ára­tugi

Tveimur áratugum eftir sína fyrstu ritstjórnartíð hefur Bart Cameron snúið aftur til Reykjavík Grapevine. Hann rifjar upp árin þar sem skrifstofan minnti frekar á félagsheimili, fjöldi tónlistarmanna við kaffivélina og ritstjórn sem svaf varla. Bart snýr nú aftur með nýjar áherslur í breytt samfélag, bæði innan og utan veggja skrifstofunnar.

Lífið
Fréttamynd

Barna­efni fyrir full­orðna

Eftir hörmulega slappa aðra seríu tekst Ísgaurunum að rétta kúrsinn í þeirri þriðju með beittara gríni og góðum gestaleikurum. Stöku snilldarbrandarar grafast þó undir loftkenndri sögu. Ísgaurarnir virðast fastir í millibilsástandi milli barnaefnis og gríns fyrir fullorðna.

Gagnrýni
Fréttamynd

Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York

„Mér fannst ótrúlega óraunverulegt að sjá myndband af Opruh Winfrey með mínu lagi undir,“ segir tónlistarkonan Árný Margrét en splunkunýtt lag úr hennar smiðju ómaði á tískupöllum í gær á tískuvikunni í New York. 

Tónlist