Annalísa Hermannsdóttir starfar sem sviðshöfundur, leikstjóri og tónlistarkona. Hún vann tónlistarmyndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu fyrir myndband við lagið „Ég er bara að ljúga er það ekki?“ og vinnur nú að því að setja upp sýninguna Stelpur og Strákar, sem er frumsýnd 25. maí næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Önnulísu.
Útvarpskonan Vala Eiríksdóttir var að gefa út plötuna Ró. Um er að ræða tíu vögguvísur og þrjár barnasögur sem söngkonan Vala skrifaði sjálf, las og hljóðskreytti.
Listakonan Hendrikka Waage hefur undanfarið verið að vinna að myndaröðinni „dásamlegar verur” og var að opna pop-up sýningu í versluninni Andrea í Norðurbakka.
Billboard Music Awards fóru fram í gær og voru stjörnurnar mættar á rauða dregilinn. Travis Scott og Kylie Jenner tóku dóttur sína Stormi með, Machine Gun Kelly kallaði Megan Fox konuna sína og Mary J. Blige fékk „Icon“ verðlaunin.
Um helgina gaf Dóri DNA út tónlistarmyndband í gervi kjúklingaofurstans Colonel Sanders við lagið “Því þú átt það skilið”. Lagið er gert í samstarfi við KFC og hefur verið notað í auglýsingum fyrir fyrirtækið.
Nú hefur verið opinberað hvernig kosningin var í undankeppnum Eurovision. Systur, sem fluttu framlag Íslands í ár, voru í tíunda sæti á þriðjudag. Tíu lönd komust áfram.
Lokakeppni Eurovision fer fram í Tórínó í kvöld og munu 25 lög keppa um gler hljóðnemann. Eins og vænta má eru lögin mörg hver orðin gífurlega vinsæl, bæði í Evrópu og sum um allan heim.
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir er leikstjóri og sviðs- og danshöfundur Systra. Júrógarðurinn tók púlsinn á henni rétt fyrir keppni og fékk að skyggnast á bak við hennar listræna ferli.
Lagið „Aldrei toppað“, flutt af FM95Blö og Aroni Can, skipar fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna. Tíu ára afmælishátíð FM95Blö fór fram með pomp og prakt í gærkvöldi og hefur lagið verið á stöðugri siglingu upp á við að undanförnu.
Hjónin Ragnar Jónasson og María Margrét Jóhannsdóttir skelltu sér til Tórínó ásamt dætrum sínum til að sjá Ísland á sviði. Þau segja Eurovision hina bestu fjölskylduskemmtun og stefna sannarlega á að fara aftur. Júrógarðurinn tók púlsinn á þeim og fékk að heyra meira um þessa fjölskylduferð.
Úrslitakvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2022 verður haldið í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með þar til yfir lýkur.