Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri

Aflima þurfti fótlegg írsku leikkonunnar Ruth Codd sex árum eftir að fyrri fótleggur hennar var aflimaður. Notkun hækja eftir fyrri aflimunina leiddi til þess að taka þurfti allar tærnar af eftirstandandi fætinum. Codd ákvað því í samráði við lækna að taka fótinn alveg af.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn

Kvikmyndafyrirtækið Paramount Pictures hefur samþykkt að dreifa Rush Hour 4 eftir meintan þrýsting frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Leikstjórinn Brett Ratner snýr aftur en honum var slaufað 2017 í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni en hann er nýbúinn að leikstýra heimildarmynd um forsetafrúnna, Melaniu Trump.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Myndaveisla: Glæsi­leg frum­sýning Zootropolis 2 í Kringlunni

Síðastliðinn sunnudag var stór dagur í Sambíóunum Kringlunni þegar frumsýning á hinni löngu beðnu Zootropolis 2 fór fram við mikla viðhöfn. Gestir streymdu í bíóið og skapaðist skemmtileg og lífleg stemning á meðan beðið var eftir að fá að sjá nýjustu ævintýri hetjanna frá Zootropolis.

Lífið samstarf
Fréttamynd

For­tíð og nú­tíð fléttuð saman í nýrri spennandi ung­lingasögu

Fyrir stuttu kom út hjá Forlaginu ný unglingabók eftir Brynhildi Þórarinsdóttur sem ber nafnið Silfurgengið og er grípandi saga um vináttu og óvænt örlög. Brynhildur er afkastamikill og margverðlaunaður barna- og unglingabókahöfundur en hún hefur einnig getið sér gott orð fyrir endursagnir á Íslendingasögunum og hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin 2007 fyrir endursagnir sínar á Njálu, Eglu og Laxdælu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Leikur plötu­snúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar

Tökur standa yfir á nýrri leikinni sjónvarpsþáttaröð sem ber heitið Ljúfa líf sem gerist í lok áttunda áratugarins í Reykjavík en aðallega í Magaluf á Mallorca á Spáni. Tökur hafa staðið yfir hér á Íslandi meðal annars í Ármúla þar sem skemmtistaðurinn Hollywood var til húsa. 

Lífið
Fréttamynd

Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði ís­lenskum konum

Unnur Eggertsdóttir segist eiga í opinberum einhliða deilum við leikstjórann Quentin Tarantino eftir að hann dró upp mynd af íslenskum konum sem drykkfelldum og lauslátum í spjallþætti fyrir tuttugu árum. Vill hún meina að lýsingar Tarantino hafi hrint af stað bylgju karlkyns ferðamanna sem komu til Íslands og töldu sig eiga rétt á skyndikynnum.

Lífið
Fréttamynd

Harbour og „Madeline“ sögð hafa endur­nýjað kynnin

Leikarinn David Harbour, sem skildi fyrr á árinu við popparann Lily Allen, er talinn hafa endurnýjað kynni sín við búningahönnuðinn Natalie Tippett sem hann hélt við meðan þau Allen voru enn gift. Allen samdi heila plötu um framhjáhaldið og lagið „Madeline“ um viðhaldið en Tippett hefur gengist við því að vera títtnefnd Madeline.

Lífið
Fréttamynd

Menningarmýs komu saman í jólafíling

Það var líf og fjör á Listasafni Íslands síðastliðinn sunnudag þegar margar af menningarmúsum landsins komu saman í gjafapappírsútgáfupartý rétt fyrir aðventuna. Listamenn, menningarunnendur og annað áhugafólk lét sig ekki vanta.

Lífið
Fréttamynd

„Ég heillast af hættunni“

„Ég hafði ferðast um allan heim en þarna fyrst áttaði ég mig á því hversu ótrúlega fallegt landið okkar er,“ segir ævintýraljósmyndarinn Eyrún Lydía sem er 29 ára gömul. Hún fríkafaði á dögunum í jökullóni fyrir myndatöku sem hefur að hennar sögn aldrei verið gert áður á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Bjallaði í eitt virtasta tón­skáld Kasakstan

„Mig hafði alla tíð dreymt um að gera plötu,“ segir listamaðurinn, pródúsentinn og hljóðmaðurinn Haukur Páll. Haukur, sem er fæddur árið 2000, byrjaði þrettán ára gamall að semja tónlist og var nú tólf árum síðar að senda frá sér sína fyrstu plötu sem heitir Kyrrðin.

Tónlist
Fréttamynd

Reisa minnis­merki um síðutogaraútgerð á Akur­eyri

Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að ganga til samninga við Sjómannafélag Eyjafjarðar um uppsetningu og viðhald minnisvarða um síðutogaraútgerð á Akureyri. Til stendur að minnisvarðinn verði reistur við strandstíginn við Drottningarbraut á Akureyri, en áætlaður kostnaður vegna minnisvarðans er hálf milljón króna sem bærin mun leggja til, en að öðru leyti skal Sjómannafélag Eyjafjarðar standa straum af kostnaði vegna verksins.

Innlent
Fréttamynd

Spennandi ung­linga­bók um sam­félag í upp­lausn, sam­kennd og heitar til­finningar

Það er óhætt að segja að söguþráður nýjustu unglingabókar Arndísar Þórarinsdóttur sé frumlegur og spennandi. Sögupersónur bókarinnar, sem heitir Sólgos, eru að gera sig tilbúnar fyrir fyrsta ballið í 10. bekk þegar rafmagnið fer af. Og ekki nóg með það heldur dettur netið líka út og bílar og flugvélar hætta að virka. Á einu augnabliki hverfa allar reglur samfélagsins og ógnin tekur yfir. Mitt í allri upplausninni má þó finna samstöðu, samkennd og heitar tilfinningar.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raun­gerast“

Nýjasta skáldsaga Sifjar Sigmarsdóttur byggir á lífshlaupi Anniear Leifs, fyrstu eiginkonu tónskáldsins Jóns Leifs, en Sif þurfti að skálda mikið í eyðurnar sökum skorts á heimildum. Þegar bókin fór í prentun hafði maður nokkur samband við Sif og var þá nýbúinn að finna dagbók Anniear sem hafði verið grafin ofan í pappakassa í áratugi.

Menning
Fréttamynd

Kristján Guð­munds­son látinn

Kristján Guðmundsson myndlistarmaður er látinn, 84 ára að aldri. Hann var sjálflærður myndlistarmaður og einn stofnenda Gallerí SÚM. Hópurinn að baki SÚM olli straumhvörfum í íslenskri myndlistarsenu á sjöunda áratugnum.

Lífið