
Bríet og Binni Glee fögnuðu nýjum orkudrykk
Tónlistarkonan Bríet Isis Elfar þróaði nýja bragðtegund af virknidrykknum COLLAB þar sem hampur, sítrónur og nektarínur eru í aðalhlutverki.
Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.
Tónlistarkonan Bríet Isis Elfar þróaði nýja bragðtegund af virknidrykknum COLLAB þar sem hampur, sítrónur og nektarínur eru í aðalhlutverki.
Breski stórleikarinn Michael Caine kveðst vera „eiginlega“ sestur í helgan stein. Heilsu leikarans fer versnandi og á hann erfitt með gang.
„Sykursjokkið er uppáhaldið mitt, það er svo gaman að leika það atriði,“ segir Ólafur Ásgeirsson leikari en hann fer með aðal- og eina hlutverkið í glænýrri sýningu Palli var einn í heiminum eftir Bjarna Hauk Þórsson. Sýningar hefjast á laugardaginn í Hörpu.
„Ég var með sýningu einmitt hér í Ásmundarsal fyrir þremur árum, keypti risastóran skjá og hann brotnaði en ég heillaðist af eyðileggingunni á skjánum,“ segir Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður ársins 2022 en hann stendur að samsýningunni Þing/Thing í Ásmundarsal.
Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, segist hafa samið lagið Gúanó Kallinn á nýjustu plötu sinni É dúdda mía í mjög skrýtnu ástandi, það er að segja stuttu eftir að hann sýndi öðrum manni óvart typpamynd af sér.
Laugardagurinn 28. október verður merkilegur dagur í íslenskri leiklistarsögu. Þegar þrjú verk eftir sama höfund verða sýnd sama dag á Stóra sviði Þjóðleikhússins.
Nýi SOUNBOKS 4 ferðahátalarinn er kominn út og slær öllu við. Framúrskarandi hljómur og enn betri hljómgæði, jafnvel þegar hækkað er í botn, ásamt 20% lengri rafhlöðuendingu.
Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, þekktur sem Prettyboitjokkó, og Ágúst Beinteinn Árnason, eða Gústi B, eru staddur á Ibiza að fagna góðu gengi lagsins Skína sem hefur verið í fyrsta sæti íslenska listans á FM957 þrjár vikur í röð.
„Upphaflega var stefnan að spila í tvö skipti yfir eina helgi en þau plön breyttust. Við störtuðum algjöru mambó-æði sem gekk yfir landið næstu tvö ár,“ segir Sigtryggur Baldursson, betur þekktur sem Bogomil Font, einn af stofnendum Milljónamæringanna.
Undirbúningur fyrir kvikmyndahátíðina RIFF er í fullum gangi en hún verður haldin dagana 28. september til 8. október í Háskólabíó og víðar. Stjórnandi hátíðarinnar segir markmið hátíðarinnar að bæta kvikmyndamenningu og kynna kvikmyndaborgina Reykjavík.
Verslunarstjóri við Skólavörðustíg harmar mjög að málað hafi verið yfir eina vinsælustu veggmynd miðborgarinnar, að því er virðist í óleyfi. Vinsældir myndarinnar voru slíkar að oft myndaðist löng biðröð ferðamanna fyrir framan hana.
Bandaríska söngkonan Katy Perry hefur selt rétt að öllum fimm plötum hennar til útgáfufyrirtækisins Litmus Music fyrir 225 milljónir Bandaríkjadala, eða um þrjátíu milljarða króna.
Kvikmyndin Heimaleikurinn var frumsýnd í Bíó Paradís um helgina. Margt var um manninn og ljóst að myndin féll vel í áhorfendur.
Glimmer og gallaefni ráða ríkjum í splunkunýju tónlistarmyndbandi hljómsveitarinnar Ultraflex við lagið Digg Digg Deilig. Myndbandið er frumsýnt hér á Vísi í pistlinum.
Myndlistarmaðurinn Árni Már opnar listasýninguna Húsvörðurinn á Mokka á morgun. Eins og lesa má úr titli sýningarinnar sækir Árni innblástur í húsvörðinn, sem hann segir „örugglega vera geggjað starf“.
Breski þjóðlagasöngvarinn Roger Whittaker, sem meðal annars er þekktur fyrir smellina Durham Town frá árinu 1969 og Streets of London, er látinn. Hann varð 87 ára.
„Maður getur ekkert forðast egó-ið alveg, það situr á öxlinni og er bara what’s up,“ segir listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter.
Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands er að finna vísbendingar um einelti og ofbeldi innan sveitarinnar.
Vigdís Másdóttir hefur verið ráðin kynningar- og markaðsstjóri menningarmála í Kópavogi.
Svört pallíettujakkaföt Páls Óskars Hjálmtýssonar glitruðu í mislitum ljósum Salarins í Kópavogi á föstudagskvöldið. Það var svo sannarlega við hæfi, því tónlistin sem flutt var á tónleikunum var glimmerkennd.
Tónlistarkonurnar Elísabet Eyþórsdóttir, jafnan þekkt sem Beta Ey, og ZÖE urðu góðar vinkonur á Eurovision þegar Beta fór út með hljómsveitinni Systur en ZÖE var í bakröddum. Þær hafa nú sameinað krafta sína með verkefninu Dreemfeeder Productions sem snýr að tónlist fyrir sjónvarpsefni og fleira. Blaðamaður ræddi við þær.
Breska ríkissjónvarpið, Channel 4 og framleiðslufyrirtækið Banijay UK hafa hafið rannsókn á breska grínistanum Russell Brand í kjölfar þess að fjórar konur stigu fram í gær og sökuðu hann um kynferðisofbeldi.
Leikararnir Steve Coogan og Sarah Solemani eru fólk sem er með puttann á púlsinum. Þau tók eftir #metoo bylgjunni og náðu að selja Channel Four í Bretlandi hugmyndina að þau ættu að gera leikna þáttaröð sem tæklar mál henni tengd. Verst að útkoman er ekki sérlega beysin.
Sigurður Sævar Magnússon er 26 ára en hefur starfað sem myndlistarmaður í sextán ár. Hann útskrifaðist í júní frá Konunglegu listaakademíunni í Haag og var hluti af úrvalssýningu útskriftarnema frá hollenskum listaháskólum. Sigurður boðar endalok á sinni vinsælustu seríu og nýjan óvenjulegan tón.