Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Jólabækurnar eru oftast ódýrastar í Bónus en þar er líka minnsta úrvalið. Ef lágvöruverslanirnar Bónus og Nettó eru undanskildar, var lægsta verðið oftast að finna í Bóksölu Stúdenta. Allt að 1500 krónu munur getur verið á kaupverði bóka milli verslana. Neytendur 19.12.2025 12:01
Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Árnastofnun hefur valið orðið vangreiðslugjald sem orð ársins í ár. Um er að ræða gjald sem bílastæðafyrirtæki innheimta þegar ekki er greitt fyrir gjaldskylt bílastæði innan tiltekins tímaramma. Önnur orð sem komu til greina voru tollastríð, fjölþáttaógnir, gímald, kjarnorkuákvæði, frelsisfloti, ofbeldisvandi og vók/vókismi. Menning 19.12.2025 10:30
Úr öskunni í eldinn James Cameron býður áhorfendum í þriðja sinn til Pandóru að fylgjast með Na'vi-fólkinu berjast gegn ofsóknum mannanna. Sjónarspilið, hasarinn og tæknibrellurnar eru fyrsta flokks þó formúlan sé farin að þynnast. Aðdáendur seríunnar til þessa verða ekki sviknir en vantrúaðir verða heldur ekki sannfærðir úr þessu. Gagnrýni 19.12.2025 07:02
Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Warner Bros Discovery hefur sagt hluthöfum sínum að hafna 108,4 milljarða dala yfirtökutilboði Paramount Skydance. Stjórn Warner Bros samþykkti einróma að hafna tilboðinu og að samningur við Netflix væri meira í þágu fyrirtækisins. Viðskipti erlent 17. desember 2025 21:32
Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Óskarsverðlaununum verður streymt á YouTube frá og með 2029. Verðlaunin hafa hingað til verið sýnd á sjónvarpsstöðinni ABC. Lífið 17. desember 2025 19:57
Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Tónlistarmaðurinn og áhrifavaldurinn Aron Kristinn Jónasson, áður kenndur við ClubDub, hefur stofnað fyrirtækið Legend ehf. en félagið er meðal annars stofnað fyrir tónlistartengdan rekstur og rekstur fatamerkja. Viðskipti innlent 17. desember 2025 13:24
Setningar sem eiga skilið innrömmun Nýjasta bók Dags Hjartarsonar er til umfjöllunar í Lestrarklefanum. Díana Sjöfn hefur þetta að segja um bókina. Lífið samstarf 17. desember 2025 12:57
Konráð kveður á mildan hátt Jana Hjörvar tekur nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar fyrir á menningarvefnum Lestrarklefinn. Hún hefur þetta að segja um bókina. Lífið samstarf 17. desember 2025 10:17
Enginn Óskar til Íslands 2026 Engin Óskarsverðlaun munu fara til Íslands á næsta ári en framlag Íslands - Ástin sem eftir er í leikstjórn Hlyns Pálmasonar er ekki meðal þeirra mynda sem eftir eru á stuttlista fimmtán mynda sem koma til greina til að hljóta verðlaun í flokki erlendra mynda. Bíó og sjónvarp 16. desember 2025 21:23
Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Kvennakórinn Katla stóð fyrir óhefðbundnum jólatónleikum í Norðurljósasal Hörpu í síðustu viku þar sem þær fóru sínar eigin leiðir að vanda. Lífið 16. desember 2025 13:52
Bestu myndir Robs Reiner Kvikmyndaleikstjórinn Rob Reiner er allur en hann skilur þó eftir sig feykiöflugt höfundarverk og urmul góðra mynda. Reiner var ástríkur og hlýr húmoristi sem skilaði sér í myndum hans sem blönduðu áreynslulaust saman húmor við drama. Vísir hefur tekið saman bestu myndir leikstjórans hér að neðan. Bíó og sjónvarp 16. desember 2025 13:51
Sú besta hingað til Önnur bókin í bókaflokknum Dreim er tekin fyrir í Lestrarklefanum. Rebekka Sif hefur þetta að segja um bókna. Lífið samstarf 16. desember 2025 12:53
Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Vísir birtir glænýjan bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda og felur hann í sér söguleg tíðindi. Æsast nú leikar þegar rétt rúm vika er til jóla. Menning 16. desember 2025 12:42
Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Bandaríska söngkonan Mariah Carey mun koma fram á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna á næsta ári. Sport 16. desember 2025 11:31
Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Breska söngkonan Katie Melua verður með tónleika í Eldborgarsal Hörpu í Reykjavík 25. júní næsta sumar. Lífið 16. desember 2025 10:25
Sjórinn er enn á sínum stað Bók Þórdísar Drafnar Andrésdóttur er til umfjöllunar á menningarvefnum Lestrarklefinn. Sjöfn Asare segir þetta um bókina. Lífið samstarf 16. desember 2025 10:01
Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Staðreyndirnar eftir Hauk Má Helgason eru meðal þeirra verka sem tilnefnd eru til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna, og maklega svo, þetta er afar athyglisverð og vel heppnuð saga. Menning 16. desember 2025 07:03
Ískaldir IceGuys jólatónleikar Strákahljómsveitin Ice Guys steig fjórum sinnum á svið í Laugardalshöll um helgina. Þeir fylltu salinn aftur og aftur og stigu þaulæfð danspor á ísilögðu sviði. Lífið 15. desember 2025 20:02
Bríet ældi á miðjum tónleikum Tónlistarkonan Bríet Isis Elfar hélt hátíðartónleika í Fríkirkjunni á föstudaginn með öflugum hópi hljóðfæraleikara. Þar lenti hún í þeirri miður skemmtilegu uppákomu að æla á miðjum tónleikum. Lífið 15. desember 2025 16:17
Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Bók Þórunnar Rakelar Gylfadóttur og Simon Okoth Aora er tekin fyrir á menningarvefnum Lestrarklefinn. Sjörn Asare hefur þetta að segja um bókina. Lífið samstarf 15. desember 2025 15:45
Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Tónlistarmyndbandið fyrir lagið „Það sem jólin snúast um“ með GDRN, Magnúsi Jóhanni og KK kom út síðasta fimmtudag og er afrakstur skemmtilegs skiptidíls. Myndbandið er stillumynd (e. stop motion film) sem tók langan tíma að gera þar sem leikstjórinn Kristný Eiríksdóttir brá sér einnig í hlutverk handritshöfundar, brúðugerðarmanns, tökumanns og leikmyndahönnuðar. Lífið 15. desember 2025 15:00
Spjótin beinast að syni Reiners Rob Reiner og eiginkona hans, Michele eru sögð hafa verið myrt af syni þeirra sem þau voru að rífast við. Ein af dætrum þeirra hjóna er sögð hafa komið að líkunum í gær og sagt lögreglunni að þau hafi verið myrt af bróður hennar, sem heitir Nick Reiner og er 32 ára gamall. Erlent 15. desember 2025 12:38
Amor svífur yfir Norðurlandi Nýjasta bók Ásu Marinar er tekin fyrir í Lestrarklefanum. Sæunn Gísladóttir hefur þetta að segja um bókina. Lífið samstarf 15. desember 2025 12:13
Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Rússneskur dómstóll hefur lýst hljómsveitina Pussy Riot öfgasamtök og bannað starfsemi hennar í landinu að kröfu stjórnvalda í Kreml. Þrír liðsmenn hljómsveitarinnar eru nú íslenskir ríkisborgarar. Erlent 15. desember 2025 10:11