Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Hátt í eitt þúsund sóttu um að komast í áheyrnaprufu sem Íslenski dansflokkurinn auglýsti. Listdansstjóri segir fjölda umsókna langt um fram það sem áður hefur sést og til marks um velgengni flokksins á alþjóðavísu. Innlent 25.1.2026 16:15
Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Bergþór Pálsson, óperusöngvari, dvaldi um áramótin í herberginu þar sem eitt ástsælasta óperutónskáld veraldar, Giuseppe Verdi, andaðist fyrir öld og aldarfjórðungi síðan. Það kom til fyrir hreina tilviljun. Lífið 25.1.2026 14:44
Húsó fjarlægðir af Rúv Sjónvarpsserían Húsó hefur verið fjarlægð fyrr en áætlað var af vefsíðu Ríkisútvarpsins. Dóra Jóhannsdóttir, einn handritshöfunda þáttanna, segir að þættirnir verði settir inn aftur þegar framleiðandi afhendir réttan kreditlista. Hún sjálf berst fyrir því að nafn hennar sé sett á kreditlistann. Menning 24.1.2026 15:00
Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru tilkynntar í beinu streymi í dag. Hryllingsmyndin Sinners sló þar met yfir flestar tilnefningar, sextán talsins, en þar á eftir kom spennumyndin One Battle After Another með þrettán tilnefningar. Bíó og sjónvarp 22. janúar 2026 13:27
Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Næsta kvikmynd Baltasars Kormáks er spennutryllirinn The Big Fix frá Netflix um skrifstofumann hjá FIFA sem afhjúpar stórt veðmálasvindl tengt kínversku mafíunni og endar í eltingaleik við metnaðarfullan svindlara. Mark Wahlberg og Riz Ahmed fara með aðalhlutverkin. Bíó og sjónvarp 22. janúar 2026 11:22
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Kórverkið Mergur byggir á íslenskri þjóðlagahefð og tekst á við það sem við forðumst að nefna, líkamsvessa og aðra óværu. Höfundurinn vildi blanda saman viðbjóðslegum textum við háfleygt kórformið og finna þannig fegurðina í ógeðinu. Menning 22. janúar 2026 10:29
Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Ég sat skömmustuleg við eldhúsborðið og skrollaði á Facebook yfir afgöngum af jólakonfekti – þar fór súkkulaði- og samfélagsmiðlabindindi janúarmánaðar fyrir bí – þegar mér svelgdist skyndilega á. Lífið 22. janúar 2026 07:01
Blint stefnumót heppnaðist vel Menningarvitar landsins komu saman í Ásmundarsal síðastliðna helgi og skáluðu fyrir glæsilegri opnun samsýningarinnar Blint stefnumót eða Blind date. Þar mætast listamennirnir Kristín Karólína Helgadóttir og Sigurður Guðmundsson á skemmtilegan máta. Menning 21. janúar 2026 20:03
Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Leikna ævintýramyndin Mjallhvítar og hamfaramyndin War of the Worlds hlutu flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna fyrir síðasta ár. Fjöldi Óskarsverðlaunahafa eru tilnefndir, þar á meðal Natalie Portman, Jared Leto og Robert DeNiro. Bíó og sjónvarp 21. janúar 2026 16:15
Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Fimm vel valdir keppendur hafa farið á kostum við upptökur á fyrstu þáttaröðinni af íslensku útgáfu skemmtiþáttarins Taskmaster sem hefur göngu sína á SÝN í lok mars næstkomandi. Bíó og sjónvarp 21. janúar 2026 10:14
Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sverrir Bergmann Magnússon, tónlistarmaður, varaþingmaður og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, hefur ráðið sig í starf samfélags- og sjálfbærnisstjóra hjá Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. Þar sem fyrirtækið starfar bæði í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ hefur hann ákveðið að hætta í bæjarstjórn og kveðst ekki bjóða sig fram aftur. Innlent 20. janúar 2026 22:21
Halla T meðal sofandi risa Elegansinn var í fyrirrúmi í opnunarteiti Kristjáns Maack á ljósmyndasýningunni Sofandi risar. Meðal gesta voru Heiða Björg borgarstjóri og Halla Tómasdóttir forseti. Menning 20. janúar 2026 17:01
Magnús Eiríksson borinn til grafar Magnús Eiríksson, einhver dáðasti dægurlagaperlusmiður landsins, var borinn til grafar í dag. Segja má að þjóðarsorg hafi brotist út þegar andlát hans spurðist. Innlent 20. janúar 2026 15:08
Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Listakonan Kristín Helga Ríkharðsdóttir fer einstakar leiðir í listsköpun sinni og hefur vakið mikla athygli hérlendis undanfarið ár. Kristín Helga, sem er fædd árið 1993 og lærði í New York, var að opna einkasýningu í D-sal Listasafns Reykjavíkur sem ber heitið Silkimjúk. Viðfangsefnið snertir meðal annars á þráhyggju fyrir líkamsumhirðu og óútskýrðum ótta við stutt, svört hár. Menning 19. janúar 2026 20:03
Aron Mola ástfanginn í bíó Rappararnir Ízleifur og Flóni buðu fjölda frægra í bíó um helgina þar sem þeir frumsýndu sjóðheitt tónlistarmyndband við nýja lagið þeirra Síróp. Meðal gesta voru Aron Mola og frúin hans Erla Lind, Birgitta Líf og Ásthildur Bára. Lífið 19. janúar 2026 13:03
Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Alþjóðlegir streymis- og auglýsingarisar starfa hér án þess að á þá séu lagðar sambærilegar kvaðir og á íslensk fjölmiðlafyrirtæki sem sinna hér mikilvægu menningarlegu hlutverki og lýðræðislegri umræðu. Skoðun 19. janúar 2026 10:47
Án tónlistar væri lífið mistök „Tónlist gefur alheiminum sál, huganum vængi, ímyndunaraflinu flug og öllu líf.” – Plató Skoðun 17. janúar 2026 08:00
Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Hvaða leiksýningar á síðasta leikári voru bestar og hverjar voru verstar? Hvernig endaði jólabókaflóðið og hefur vinsældarlistinn einhverja þýðingu? Hvernig tókst til við ráðningu nýs óperustjóra þjóðaróperunnar, eða óperu undir hatti Þjóðleikhússins? Menning 16. janúar 2026 15:37
Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Opið er fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025, verðlaun samtaka markaðsfólks á Íslandi. Samstarf 16. janúar 2026 15:01
Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Vísir hefur tekið saman lista yfir 30 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með eftirvæntingu. Ofurhetjumyndir, hrollvekjur og stórmyndir byggðar á bókmenntum eru áberandi en þar fyrir utan er von á ýmsu góðu. Bíó og sjónvarp 16. janúar 2026 07:00
„Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Rapparinn og pródúsentinn Ízleifur gefur út sína þriðju plötu, 100&Einn, undir mánaðarlok. Platan er hans lengsta til þessa, innblásin af uppeldishverfinu 101 og tekst Ízleifur á við ýmsar erfiðar tilfinningar á henni. Tónlist 15. janúar 2026 10:01
Fékk afa sinn með sér á skólabekk Guðni Ágústsson fyrrverandi alþingismaður var ekki lengi að hugsa sig um þegar barnabarn hans bað hann um að koma með sér í íslenskuáfanga í framhaldsskóla og skellti sér með honum í námið. Þeir félagar ætla að skiptast á þekkingu og búast við háum einkunnum. Innlent 14. janúar 2026 20:01
Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á söngleiknum Þegar Trölli stal jólunum, sem byggir á sígildu ævintýri Dr. Seuss. Söngleikurinn verður frumsýndur á stóra sviðinu í nóvember, Valur Freyr Einarsson leikstýrir honum og verður hulunni svipt af leikhópnum á næstunni. Menning 14. janúar 2026 16:17
Baltasar Samper látinn Katalónsk-íslenski listmálarinn Baltasar Samper er látinn, 88 ára að aldri. Menning 14. janúar 2026 13:14