Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Ríkjandi Íslandsmeistarar Víkings Reykjavíkur hófu keppni í Lengjubikar karla í fótbolta með 2-0 sigri á Grindavík og sextán ára strákur tryggði KR sigur á KA. Fjórum leikjum er lokið í keppninni í dag. Íslenski boltinn 31.1.2026 16:28
Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Valskonur eru Reykjavíkurmeistarar í fótbolta árið 2026 eftir sigur gegn Víkingi Reykjavík í úrslitaleik mótsins í dag. Lokatölur 3-2 sigur Vals. Íslenski boltinn 31.1.2026 15:19
Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Markvörðurinn Guy Smit er orðinn leikmaður Lengjudeildar liðs Njarðvíkur og mun reyna að hjálpa liðinu að komast upp í Bestu deildina undir stjórn Davíðs Smára Lamude sem hann spilaði áður hjá með liði Vestra og varð bikarmeistari með. Íslenski boltinn 31.1.2026 12:45
Elísa fer frá Val til Breiðabliks Elísa Viðarsdóttir, fyrrum fyrirliði Vals, er gengin til liðs við Breiðablik í Bestu deild kvenna. Íslenski boltinn 24. janúar 2026 14:49
Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Knattspyrnumaðurinn Oliver Sigurjónsson gaf það út í kvöld að knattspyrnuskórnir væru komnir upp á hillu. Íslenski boltinn 23. janúar 2026 21:38
Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Þór/KA kynnti fimm nýja leikmenn í gær en félagið þurfti að senda frá sér leiðréttingu daginn eftir. Íslenski boltinn 23. janúar 2026 13:02
Sigurður Bjartur á leið til Spánar? FH hefur samþykkt kauptilboð í framherjann Sigurð Bjart Hallsson sem þar með virðist á förum í spænsku C-deildina í fótbolta. Íslenski boltinn 22. janúar 2026 14:53
Stjarnan selur Adolf Daða til FH Adolf Daði Birgisson hefur yfirgefið herbúðir Stjörnunnar og gengið til liðs við lið FH í Bestu deild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 22. janúar 2026 09:06
Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Þór/KA fékk mikinn liðstyrk í dag fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 21. janúar 2026 21:44
Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Þróttarar fengu flottan liðsstyrk í dag en félagið hefur sótt annan leikmann til FHL, sem féll úr Bestu deild kvenna í fótbolta síðasta haust. Íslenski boltinn 20. janúar 2026 17:35
Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Tvítuga fótboltakonan Telma Steindórsdóttir er gengin í raðir Stjörnunnar frá Fram og fylgir þar með á eftir þjálfaranum Óskari Smára Haraldssyni sem fór sömu leið eftir síðasta tímabil. Íslenski boltinn 20. janúar 2026 13:30
Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Eftir fimmtán ár í atvinnumennskunni er Guðmundur Þórarinsson kominn aftur heim. Hann hefur samið við Skagamenn og leikur með þeim í Bestu-deild karla í sumar. Guðmundur gerir samning við Skagamenn til næstu tveggja ára. Guðmundur, lék síðast hér á landi árið 2012 með liði ÍBV í efstu deild en fram að tíma sínum í Vestmannaeyjum hafði hann aðeins spilað með uppeldisfélagi sínu, Selfossi. Íslenski boltinn 20. janúar 2026 10:31
Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Íslandsmeistarar Breiðabliks í kvennafótboltanum hafa misst marga sóknarmenn í vetur en þær fengu góðan liðstyrk í kvöld. Íslenski boltinn 19. janúar 2026 20:46
Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Guðmundur Þórarinsson er kominn heim til Íslands eftir fimmtán ár í atvinnumennsku og hefur skrifað undir samning við Bestu deildar lið ÍA til næstu tveggja ára. Íslenski boltinn 18. janúar 2026 18:09
Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Þróttur Reykjavík gerði sér lítið fyrir og skellti KR 5-1 í leik liðanna í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta á KR-vellinum í dag. Íslenski boltinn 17. janúar 2026 17:30
KR fær tvo unga Ganverja Tveir ganverskir fótboltamenn, Fuseini Issah og Fredrick Delali, eru gengnir í raðir KR. Íslenski boltinn 17. janúar 2026 13:22
Breytingar hjá Breiðabliki Atvinnumaðurinn fyrrverandi Eyjólfur Héðinsson hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki. Hann tekur við starfinu nú þegar Alfreð Finnbogason, sem var titlaður tæknilegur ráðgjafi hjá Breiðabliki, er orðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Rosenborg. Íslenski boltinn 16. janúar 2026 13:03
„Á eftir bolta kemur barn“ Landsliðsgoðsögnin Fanndís Friðriksdóttir lagði knattspyrnuskóna á hilluna eftir síðasta tímabil og nú hefur hún opinberað að hún og Eyjólfur Héðinsson eigi von á barni. Íslenski boltinn 16. janúar 2026 08:00
Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Viðar Örn Kjartansson, atvinnumaður í knattspyrnu til margra ára, hefur opnað sig um baráttu sína við áfengis- og spilafíkn. Íslenski boltinn 15. janúar 2026 20:27
Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Nýliðarnir í Bestu deild kvenna í fótbolta, sameinað lið Grindavíkur og Njarðvíkur, hafa tryggt sér „frábæran varnarmann“ fyrir átökin í sumar. Íslenski boltinn 14. janúar 2026 17:32
Blikar farnir að fylla í skörðin Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur komist að samkomulagi við bandaríska miðjumanninn Katelyn Duong, um að hún leiki með liðinu á komandi leiktíð. Meistararnir hafa misst stóran hóp sterkra leikmanna. Íslenski boltinn 14. janúar 2026 16:44
Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Íslandsmeistarar síðustu fimm ára, Víkingur og Breiðablik, munu mætast í fyrstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta á komandi sumri. Íslenski boltinn 14. janúar 2026 13:43
Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Rafael Máni Þrastarson er orðinn leikmaður Bestu deildar liðs ÍA og skrifar undir samning hjá Skagamönnum út árið 2029. Íslenski boltinn 13. janúar 2026 20:15
Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótboltamaðurinn Guðmundur Þórarinsson er á heimleið eftir fimmtán ár erlendis í atvinnumennsku. Fótbolti 13. janúar 2026 17:59