Viðskipti erlent

Fréttamynd

Kvartað undan of heitum iPhone 15

Margir notendur iPhone 15 síma Apple hafa kvartað yfir því að símarnir hitni mjög mikið. Því hefur verið haldið fram að símar hafi orðið allt að 47 gráður en þetta virðist sérstaklega eiga við öflugri útgáfur iPhone 15.

Viðskipti erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Nýir símar, úr og heyrnartól

Forsvarsmenn Apple kynntu í dag nýja kynslóð snjallsíma, heyrnartóla og snjallúra á kynningu í Cupertino í Bandaríkjunum. Nýr iPhone, sem er nú búinn USB-C hleðslutengi, leit dagsins ljós, í fjórum mismunandi útgáfum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hægja á vef­síðum fyrir­tækja sem Musk er illa við

Samfélagsmiðillinn X, sem hét áður Twitter, hefur kerfisbundið látið hlekki á vefsíður fyrirtækja sem Elon Musk er persónulega illa við opnast hægar en aðrir hlekkir. Samkeppnisaðilar eins og Facebook og fjölmiðlar eins og New York Times eru á meðal þeirra sem X hægði á.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Veðjar 1,6 milljörðum dala gegn Wall Street

Fjárfestingarsjóður Micheals Burry hefur keypt sölurétti af sjóðum sem fylgja S&P 500 og Nasdaq 100 fyrir alls um 1,6 milljarða dala. Burry varð heimsfrægur upp úr fjármálahruninu árið 2008 þegar hann spáði réttilega fyrir um hrun húsnæðislánamarkaðarins í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stórhækkuðu stýrivexti til að hægja á falli rúblunnar

Seðlabanki Rússlands ákvað að hækka stýrivexti í landinu um þrjú og hálft prósentustig á neyðarfundi í dag. Með ákvörðuninni reynir bankinn að bregðast við vaxandi verðbólgu og styrkja rúbluna sem er nú veikari en hún hefur verið eftir að innrásin í Úkraínu hófst í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enn hækkar Disney verð

Heimili Mikka Mús og Marvel hyggst hækka verð á streymisveitunni Disney+ í annað sinn á innan við ári. Þjónustan heldur áfram að skila tapi fyrir afþreyingarstórveldið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Face­book fer í hart og fjar­lægir allar fréttir í Kanada

Notendur Facebook og Instagram í Kanada munu brátt ekki verða varir við neitt fréttaefni á samfélagsmiðlunum. Breytingin tekur gildi innan fárra vikna en með tilkomu hennar verður íbúum landsins gert ókleift að deila eða skoða fréttagreinar á miðlunum, þar á meðal frá erlendum fjölmiðlafyrirtækjum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hóta samtökum gegn hatursorðræðu lögsókn

Forsvarsmenn samtaka sem vakta hatursorðræðu á samfélagsmiðlum segja að þeim hafi borist hótunarbréf frá lögmönnum X Corp, áður Twitter. Í bréfinu segja lögmenn X Corp að samtökin The Center for Countering Digital Hate (CCDH) séu að reyna að skaða samfélagsmiðilinn sem nú heitir X og hóta þeir að höfða mál gegn samtökunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hafa selt yfir fjöru­tíu milljón PS5 tölvur

Sony tilkynnti í dag að fyrirtækið væri búið að selja yfir fjörutíu milljón Playstation 5 leikjatölvur. Fyrirtækið hóf sölu á leikjatölvunum í nóvember árið 2020 og gekk framleiðslan frekar brösuglega fyrst um sinn. Nú sé þó framleiðslan komin á strik og hægt að sinna eftirspurninni.

Viðskipti erlent
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.