Viðskipti erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hæstu stýrivextir í þrjá­tíu ár

Seðlabanki Japan hækkaði stýrivexti þar í landi í morgun og hafa þeir ekki verið hærri í þrjá áratugi. Verðbólga hefur verið nokkur í Japan, jenið hefur veikst gegn dollaranum og kaupmáttur hefur dregist saman.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Goog­le birtir lista yfir vin­sælustu leitar­orðin

Google birti í dag vinsælustu leitarorðin á árinu 2025. Bæði birti fyrirtækið vinsælustu leitarorðin á alheimsvísu en einnig vinsælustu leitarorð einstakra landa. Ísland er ekki meðal þeirra landa. Flestir leituðu upplýsinga um Gemini, sem er gervigreindartæki Google. Í öðru sæti var Indland á móti Englandi í krikket og Charlie Kirk í því þriðja.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Netflix í við­ræðum um kaup á HBO frá Warner Bros

Bandaríska framleiðslufyrirtækið Warner Bros hefur hafið viðræður við Netflix um möguleg kaup Netflix á sjónvarps- og kvikmyndaveri fyrirtækisins og streymisveitunni HBO sem er í eigu Warner Bros. Fleiri fyrirtæki hafa lýst áhuga á að eignast myndver og streymisveitu Warner Bros en fyrirtækið er nú sagt aðeins eiga í viðræðum við Netflix sem hafi tekið forskotið í samkeppni við önnur fyrirtæki um kaupin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hringir viðvörunarbjöllum vegna sam­keppni frá Google

Sam Altman, forstjóri OpenAI, fyrirtækisins sem er hvað þekktast fyrir ChatGPT mállíkanið sagði starfsmönnum sínum í gær að forsvarsmenn fyrirtækisins væru að hringja viðvörunarbjöllum þar. Búið væri að lýsa yfir neyðarástandi og er það vegna aukinnar samkeppni frá öðrum fyrirtækjum á sviði gervigreindar, sérstaklega vegna samkeppni frá Google.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Brunaútsala“ á hluta­bréfum eftir elds­voðann í Hong Kong

Hlutabréfaverð í danska þjónustufyrirtækinu ISS hrapaði í dönsku kauphöllinni í dag en lækkunin er rakin til stórbrunans í Hong Kong í síðustu viku. Um 7% lækkun er rakin til dótturfélags ISS, EastPoint í Hong Kong, sem ku hafa gegnt lykilhlutverki við framkvæmdir í byggingunum sem sagðar eru hafa orsakað eldsvoðann sem varð yfir 150 manns að bana.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stefna Jóni Þor­grími vegna Rauða heftarans

Bandaríska félagið NetApp Inc. hefur höfðað mál gegn Jóni Þorgrími Stefánssyni, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins á Íslandi. Hann er sakaður um að hafa stolið hugverki NetApp og notað það til að undirbúa rekstur í samkeppni við NetApp á meðan hann var enn í vinnu hjá fyrirtækinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner

Forsvarsmenn þriggja af stærstu skemmtanaafurðafyrirtækjum Bandaríkjanna eru sagðir undirbúa kauptilboð í Warner Bros. Discovery. Fresturinn til að leggja fram tilboð í félagið rennur út þann 20. nóvember en stjórn Warner lýsti því yfir að félagið væri til sölu í heild sinni en einnig væri unnið að því að skipta því upp í tvo hluta.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

PlayStation 5 slær Xbox 360 við

Japanska fyrirtækið Sony hefur selt 84,2 milljónir eintaka af PlayStation 5 leikjatölvunni. Þannig hefur tölvan formlega tekið fram úr Xbox 360 leikjatölvunni og öllum öðrum leikjatölvum Microsoft í gegnum árin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Reyna að halda sjald­gæfum málmum frá hernum

Ráðamenn í Kína leita leiða til að koma í veg fyrir að sjaldgæfir málmar og afurðir úr þeim rati til bandarískrar hergagnaframleiðslu. Það er eftir að Xi Jinping og Donald Trump, forsetar ríkjanna, gerðu samkomulag í síðasta mánuði um að Kínverjar opnuðu aftur á flæði sjaldgæfra málma til Bandaríkjanna, eftir að hafa stöðvað það nánast alfarið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Jen­sens Bøfhus lokað

Veitingakeðjan Jensens Bøfhus hefur lokað öllum sínum veitingastöðum í Danmörku. Þetta kemur fram í frétt viðskiptamiðilsins Børsen. Keðjan var með fimmtán veitingastaði í rekstri en hafði glímt við rekstrarerfiðleika. Staðirnir hafa notið nokkurra vinsælda meðal Íslendinga.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sam­þykktu stærðarinnar launapakka Musks

Hluthafar Tesla hafa samþykkt stærðarinnar launapakka handa Elon Musk, auðugasta manni heims. Pakkinn gæti gert hann allt að 122 billjónum króna auðugri á næsta áratug en það fer eftir því hversu vel honum gengur að stýra fyrirtækinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Græða á tá og fingri á svikum og prettum

Sérfræðingar Meta, sem rekur meðal annars samfélagsmiðlana Facebook og Instagram, áætla að um tíu prósent allra tekna félagsins í fyrra, 2024, séu til komnar vegna auglýsinga sem ganga út á að svindla á fólki eða selja ólöglegan varning. Notendur samfélagsmiðla Meta sjá um fimmtán milljarða slíkra auglýsinga á degi hverjum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar

Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur frestað fyrsta reynsluflugi HX-1 rafmagnsflugvélar sinnar fram á nýtt ár. Fyrirtækið hafði fyrir hálfu ári kynnt að fyrsta flugið yrði á síðasta fjórðungi þessa árs.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nvidia metið á 615 billjónir króna

Fyrirtækið Nvidia varð í dag rúmlega fimm billjón dala virði, fyrst allra fyrirtækja á hlutabréfamarkaði í heiminum. Virði hlutabréfa Nvidia hafa hækkað gífurlega í virði á undanförnum árum, samhliða miklum vexti í gervigreindargeiranum sen félagið framleiðir tölvubúnað sem er einkar vinsæll í gagnaver sem notuð eru til að keyra mállíkön heimsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Um­fangs­miklar upp­sagnir hjá Amazon

Forsvarsmenn Amazon tilkynntu í gær umfangsmiklar uppsagnir sem eiga að hefjast í dag. Til stendur að segja upp allt að þrjátíu þúsund manns. Með þessu vilja forsvarsmenn Amazon draga úr kostnaði og spara peninga en til stendur að fara í umfangsmikla notkun róbóta.

Viðskipti erlent