Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Falin tæki­færi til náms

Í hverjum landshluta skiptir máli að halda úti öflugu skólastarfi. Sveitarfélögin sjá um að reka faglega leik- og grunnskóla þar sem ungviðið tekur gjarnan sín fyrstu skref í félagsþroska og almennu námi.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Grein til stuðnings Söng­skóla Sigurðar Demetz

Bréf þetta er skrifað til stuðnings söngmenntunar á Íslandi, sem um áraraðir hefur barist í bökkum fjárhagslega. Við, fyrrverandi nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz, horfum áhyggjufullum augum á þá þróun sem er að eiga sér stað því allt stefnir í að skólanum verið lokað, sé ekki brugðist við strax. 

Skoðun
Fréttamynd

Sann­girni í Kópa­vogs­módelinu

Umræðan um Kópavogsmódelið hefur gjarnan snúist um hvort fólk sé með eða á móti. Ertu fylgjandi betra starfsumhverfi fyrir starfsfólk leikskólanna og auknum gæðum í leikskólastarfi – eða á móti vegna kostnaðarins?

Skoðun
Fréttamynd

Það skiptir máli hvernig gervi­greind er notuð í kennslu

Í dag tekur það einungis örfáar sekúndur að framkalla hið læsilegasta ljóð í anda Shakespeare eða formlega ritað bréf. Það sem einu sinni þótti efni í vísindaskáldsögur er nú daglegt brauð um allan heim og á það líka við um í skólastofum.

Skoðun
Fréttamynd

Kosninga­lof­orð? Sjónar­horn leikskóla­kennara

Kosningalykt er í loftinu og pólitíkin keppist við að lofa foreldrum að taka yngri og yngri börn inn í leikskólana. En þegar loforðin eru gefin er eins og þögn leggist yfir, þá heyrist oftar en ekki um hvernig á að manna þessa leikskóla. Við þurfum minna af loforðum og meira af raunhæfum áætlunum.

Skoðun
Fréttamynd

Samræmd próf

Undanfarin ár hefur verið rætt um samræmd próf og kröfur gerðar um að þau væru notuð. Í þessari umræðu speglast sterk réttlætiskennd og mikill metnaður fyrir velferð barna í íslensku skólakerfi. Ég tel þó að hugmyndin að baki samræmdum prófum, ætluð nytsemi þeirra og áhrif sem ekki hefur verið hugsað út í, sé að flestu leyti erfiðara og flóknara viðfangsefni en oft er látið í veðri vaka, enda eru á flestum málum fleiri en ein hlið.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til ráð­herra Flokks fólksins, vegna vanda söng­náms

Vorið 2023 útskrifaðist ég með burtfararpróf frá Söngskóla Sigurðar Demetz. Þar fékk ég tækifæri til að stunda söngnám, sem mig hafði alltaf langað til, á mínum forsendum án þess þó að slegið væri af námskröfum. Þetta hefur reynst mér afar dýrmætt þar sem ég bý við fötlun sem lýsir sér i kvíðaröskun og einbeitingarskorti.

Skoðun
Fréttamynd

Gervi­greind sem jafnréttistæki: Skóli án að­greiningar

Í fyrri greinum hefur ég fjallað um hvernig gervigreind getur létt álagi af kennurum (Sjá hér) og hvernig hún getur umbylt skólakerfinu með nýstárlegum hugmyndum (Sjá hér). En stærsta spurningin er sú mikilvægasta: hvaða þýðingu hefur þetta fyrir nemandann sjálfan? Sérstaklega þá sem þurfa mest á stuðningi að halda?

Skoðun
Fréttamynd

Sam­ræmt náms­mat er ekki hindrun heldur hjálpar­tæki

Nýverið heimsótti Andreas Schleicher, forstöðumaður menntadeildar OECD og höfundur PISA-prófanna, Ísland. Hann lýsti þar yfir áhyggjum sínum og taldi að íslenskir nemendur og kennarar væru í „blindflugi“ vegna skorts á samræmdu námsmati.

Skoðun
Fréttamynd

Módelið svín­virkar fyrir marga en þó ekki alla

Almenn ánægja er meðal stjórnenda og starfsfólks leikskóla Kópavogs með innleiðingu Kópavogsmódelsins svonefnda en skoðanir eru mjög skiptar meðal foreldra. Leikskólum hefur nær aldrei verið lokað vegna manneklu eða veikinda frá því módelið var tekið upp fyrir tveimur árum. Verkalýðsfélög segja módelið aðför að jafnrétti kynjanna og sumir foreldrar eru afar gagnrýnir á háa greiðslubyrði og takmarkaða afslætti miðað við nágrannasveitarfélög.

Innlent
Fréttamynd

Börnin heim eftir meiri­háttar vandræðagang

Gert er ráð fyrir því að starfsfólk og börn leikskólans Brákarborgar komist aftur í sitt eigið húsnæði í október á þessu ári en að framkvæmdum eigi að vera lokið í september. Tæp fimm ár eru síðan Reykjavíkurborg festi kaup á húsnæði við Kleppsveg í þeim tilgangi að breyta því í leikskóla.

Innlent
Fréttamynd

Braut­skráði soninn á síðustu út­skriftinni

Hátt í tvö þúsund og átta hundruð kandídatar brautskráðust úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands í Laugardalshöll í dag. Þetta voru síðustu brautskráningathafnir Jóns Atla Benediktssonar í embætti rektors skólans. Frá því hann tók við fyrir tíu árum hafa hátt í þrjátíu og tvö þúsund nemendur hlotið prófgráðu frá Háskóla Íslands. Silja Bára Ómarsdóttir tekur við rektorsembættinu af Jóni Atla þann fyrsta júlí næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Sig­fús Aðal­steins­son: Trömpistinn sem vill bjarga Ís­landi

Sigfús Aðalsteinsson varð ungur forstöðumaður á leikskóla en hætti eftir að hafa dregið sér fé og keypti skemmtistað í miðbænum. Hann er í dag fasteignasali en leiðir einnig fjöldahreyfingu þjóðernissinna sem hafa fengið sig fullsadda af streymi hælisleitenda til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Selma nýr skóla­meistari á Króknum

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Selmu Barðdal Reynisdóttur í embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Kjara­samningar undir­ritaðir fyrir nær allt launa­fólk

Kjarasamningar til ársins 2028 hafa verið undirritaðir fyrir nær allt launafólk bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði í yfirstandandi samningalotu sem hófst í febrúar 2024. Í heild er áætlað að gerðir hafi verið um 250 kjarasamningar í núverandi lotu. Á kjörskrám stéttarfélaganna voru um 189 þúsund manns.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn færri komast að í HR en vilja

Heildarfjöldi umsókna í Háskólann í Reykjavík, að meðtöldum óyfirförnum umsóknum erlendis frá, er tæplega 4.400 og því á pari við aðsóknina fyrir haustönn 2024. Yfirfarnar umsóknir í ár eru þó eilítið færri, tæplega 2.800 en voru á sama tíma í fyrra tæplega 2.900.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rödd barna og ung­menna hunsuð í barnvænu sveitar­fé­lagi?

Ungmennaráð Akureyrar lýsir yfir miklum áhyggjum og vonbrigðum vegna nýlegra skipulagsbreytinga á félagsmiðstöðvastarfi í bænum. Breytingarnar fela í sér að öll starfsemi Félagsmiðstöðva Akureyrar (FÉLAK), þar á meðal Ungmennahúsið og Virkið, verður færð alfarið undir stjórn grunnskólanna í bænum.

Skoðun
Fréttamynd

Gleymdu að vanda sig

Þau sem stjórna hjá Akureyrarbæ tóku óskiljanlega ákvörðun ekki alls fyrir löngu, þau ráku allt starfsfólk félagsmiðstöðvanna og hafa, einhliða að því virðist, ákveðið að gera breytingar á starfinu af þeirri stærðargráðu að ekki er hægt að sitja þegjandi undir.

Skoðun