Geimurinn

Loftsteinn á ógnarhraða nær jörðu en gervitungl
Á miðnætti mun loftsteinn þjóta framhjá jörðinni í minni fjalægð en mörg gervitungl eða um 3,600 kílómetrum frá. Litlu má því muna að steinninn skelli á jörðinni en einungis vika er liðin frá því loftsteinninn uppgötvaðist.

Geimfari giftist í fjórða sinn
Geimfarinn Buzz Aldrin hefur nú gift sig í fjórða sinn. Hann gekk í það heilaga með efnaverkfræðingnum Anca Faur.

Áhugamaður um norðurljós datt í lukkupottinn á Íslandi
Bandarískur áhugamaður um norðurljós fékk heldur betur sýningu er hann ferðaðist til Íslands í síðustu viku með það að markmiði að fanga norðurljós á filmu.

Webb fann fyrstu fjarreikistjörnuna
Geimvísindamenn hafa í fyrsta sinn fundið fjarreikistjörnu með James Webb sjónaukanum (JWST). Umrædd reikistjarna kallast LHS 475 b og er í um 41 ljósárs fjarlægð. Hún er talin á stærð við jörðina en hún er nokkur hundruð gráðum heitari en jörðin.

Fundu tvær reikistjörnur á lífbelti fjarlægs dvergs
Geimvísindamenn hafa fundið tvær reikistjörnur á sem eru á lífbeltinu svokallaða á braut um fjarlæga stjörnu. Báðar reikistjörnurnar eru á stærð við jörðina en ein þeirra fannst árið 2020.

Gæti sést til halastjörnu með berum augum frá Íslandi
Halastjarna gæti sést með berum augum á norðurhveli jarðar, þar á meðal Íslandi, í byrjun næsta mánaðar. Umferðartími halastjörnunnar er svo langur að síðast þegar hún átti leið hjá jörðinni voru fyrstu nútímamennirnir að koma fram.

Geimfari úr fyrsta mannaða Apollo-leiðangrinum látinn
Bandaríski geimfarinn Walter Cunningham sem flaug út í geim í Apollo 7-leiðangrinum á sjöunda áratug síðustu aldar er látinn, níræður að aldri. Þó að Cunningham hafi aldrei fengið að fara til tunglsins sjálfur ruddi hann brautina fyrir seinni Apollo-leiðangrana sem héldu þangað.

Fyrsta stikla fyrstu myndarinnar sem tekin var upp í geimnum
Framleiðendur fyrstu kvikmyndarinnar sem tekin var upp í geimnum birtu í gær fyrstu stiklu myndarinnar sem ber heitið Áskorunin, eða The Challenge. Myndin var tekin upp í Alþjóðlegu geimstöðinni í október í fyrra.

Staðfesta endalok Insight-leiðangursins
Meira en fjögurra ára löngum leiðangri Insight-lendingarfarsins á Mars er lokið. Þetta staðfesti bandaríska geimvísindastofnunin NASA eftir að stjórnendum leiðangursins tókst ekki að ná sambandi við geimfarið.

Búa sig undir að kveðja jarðskjálftamælinn á Mars
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur misst samband við lendingarfarið Insight á reikistjörnunni Mars. Orka geimfarsins hefur farið dvínandi undanfarna mánuði og er nú gert ráð fyrir að dagar þess séu taldir.

Geimárið 2022: Gleggsta auga mannkynsins opnaðist og jarðvarnir voru efldar
Geta mannkynsins til þess að rannsaka óravíddir alheimsins tók risavaxið stökk fram á við á árinu sem er að líða. James Webb-geimsjónaukinn hreiðraði um sig í sólkerfinu og byrjaði að senda myndir sem eiga sér enga hliðstæðu aftur til jarðar.

Könnuðu skemmdirnar á ferjunni við geimstöðina
Áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu notuðu vélmennaarm til þess að kanna skemmdir sem urðu á rússneskri Soyuz-geimferju í gær. Yfirvöld á jörðu niðri íhuga hvort senda þurfi annað geimfar til þess að ferja hluta áhafnarinnar heim.

Grunar að örloftsteinn hafi valdið skemmdum á geimferju
Rússneska geimstofnunin segir að mögulega hafi örloftsteinn valdið skemmdum á Soyuz-geimferju sem liggur við Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Geimferjan lekur kælivökva en hún á að vera nokkurs konar björgunarbátur fyrir áhöfnina.

„Ég sagði henni að einn daginn myndi ég taka mynd af jörðinni frá tunglinu“
Japanskur milljarðamæringur, tónlistarmaður og leikari verður fyrsti almenni borgarinn sem fer á braut um tunglið. Hann hefur valið átta manna áhöfn listamanna til að fara með sér í þetta vægast sagt óvenjulega ferðalag. Einn af þeim er bandarískur maður sem búsettur er á Íslandi.

Lending Orion tókst vel og gagnavinnsla næst á dagskrá
Verkefni geimfarsins Orion lauk fyrr í kvöld þegar það lenti í Kyrrahafi eftir tæpan mánuð á flugi umhverfis tunglið.

Í beinni: Orion snýr aftur til jarðar eftir ferð um tunglið
Geimfarið Orion lendir aftur á jörðinni í dag eftir mánaðarferðalag í kringum tunglið. Hægt verður að fylgjast með endurkomunni í streymi sem finna má í fréttinni.

Geimherinn vill rannsaka jónahvolfið frá Íslandi
Utanríkisráðuneytinu hafa verið kynntar hugmyndir um mælingar á jónahvolfinu frá Íslandi, af geimher Bandaríkjanna (e. United States Space Force). Fullrúar USSF hafa þegar komið hingað til lands í vettvangskönnun.

Fundu merki um að Mars sé enn jarðfræðilega virkur
Athuganir á reikistjörnunni Mars benda til þess að þar sé að finna virkan möttulstrók undir yfirborðinu. Reikistjarnan hefur fram að þessu verið talin jarðfræðilega óvirk en strókurinn sem menn telja sig hafa fundið gæti knúið jarðskjálfta, misgengishreyfingar og jafnvel eldgos.

Bein útsending: Síðasta ferðin um tunglið í bili
Heimför Orion geimfarsins sem skotið var á loft í fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar aftur til jarðarinnar hefst í dag. Þá mun geimfarið einnig fara mjög nærri yfirborði tunglsins og það í beinni útsendingu.

Gengu í geimnum til að setja upp sólarsellur
Tveir bandarískir geimfarar fóru í geimgöngu fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu í gær. Verkefni þeirra var að festa tvær nýjar raðir af sólarsellum utan á geimstöðina. Geimstöðin hefur ný birt myndband frá göngunni.