Erlent

Fréttamynd

Pútín lætur sér fátt um finnast

Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður ætla að halda áfram stríðsrekstri Rússa í Úkraínu þar til Vesturlönd taka þátt í friðarviðræðum á hans forsendum.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Leynd af­létt af leyni­legri á­ætlun um mót­töku Afgana

Ríkisstjórn Rishi Sunak, sem var forsætisráðherra Íhaldsmanna frá 2022 til 2024, kom á fót neyðarúrræði fyrir Afgani sem þurftu að komast úr landi í kjölfar valdatöku Talíbana, eftir að lista yfir þá sem höfðu sótt um að komast til Bretlands var lekið fyrir mistök.

Erlent
Fréttamynd

Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðurs­orðu Frakka

Gisèle Pelicot verður sæmd Heiðursorðunni, æðstu heiðursorðu Frakka, á mánudag auk 588 annarra. Pelicot öðlaðist heimsfrægð þegar hún bar vitni í réttarhöldum yfir manni sínum og tugum annarra manna vegna hópnauðgunar hennar.

Erlent
Fréttamynd

Reyna aftur að sigla til Gasa

Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum.

Erlent
Fréttamynd

Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkis­borgara­rétti

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí.

Erlent
Fréttamynd

Þriðjungur endur­reisnarinnar gæti fallið á Rússa

Alþjóðabankinn áætlar að tíu ára enduruppbygging Úkraínu muni kosta um það bil 524 milljarða dala en færi svo að Rússum yrði að ósk sinni og þeir fengju þau svæði sem þeir hafa nú þegar lagt undir sig í friðarsamningum, myndu tæplega 200 milljarðar dala falla á þá.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta raf­knúna flug­vélin í dönsku innan­lands­flugi

Flug lítillar rafmagnsflugvélar í gær frá Sønderborg á sunnanverðu Jótlandi til Kaupmannahafnar þykir marka þáttaskil í dönsku flugsögunni. Fullyrt er að þetta teljist fyrsta græna innanlandsflugið í Danmörku á flugvél sem eingöngu er rafknúin.

Erlent