Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Kókaín hefur aldrei verið ódýrara né hreinna í Bandaríkjunum en það er nú. Neysla þess hefur aukist til muna á undanförnum árum, samhliða umfangsmiklum aðgerðum gegn neyslu fentanýls í Bandaríkjunum og gegn framleiðslu þess í Mexíkó. Erlent 17.9.2025 18:48
Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fyrrverandi forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) sagði bandarískri þingnefnd að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, hefði rekið sig fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust nýjar ráðleggingar um bóluefni og að standa við vísindaleg heilindi. Þá hefði hann skipað henni að reka embættismenn án ástæðu. Erlent 17.9.2025 15:13
Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Skýrsla sem fjallaði um ofbeldisverk fjar-hægri öfgamanna í Bandaríkjunum hefur verið fjarlægð af síðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Í skýrslunni kom meðal annars fram að frá 1990 hafa öfgamenn á hægri væng bandarískra stjórnmála framið mun fleiri pólitísk morð en vinstri sinnaðir öfgamenn eða íslamistar. Erlent 17.9.2025 13:27
Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Danska lögreglan ætlar að hefja nánari rannsókn vegna andláts tveggja ungra danskra kvenna sem létust í Asíulandinu Laos í fyrra. Þær létust báðar vegna metanóleitrunar eftir neyslu á áfengum drykk á farfuglaheimili í bænum Vang Vieng, en nú hyggst danska lögreglan grennslast betur fyrir um málið. Erlent 17.9.2025 08:27
Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Donald Trump Bandaríkjaforseti og eiginkona hans, Melania Trump, lentu á Stansted-flugvelli í Lundúnum í gærkvöldi en í dag hefst tveggja daga opinber heimsókn forsetans til Bretlands. Erlent 17.9.2025 06:45
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna segir Ísraelsríki fremja þjóðarmorð á Gaza. Í skýrslu reynir hún að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. Í nótt hóf Ísraelski herinn stórsókn á Gazaborg sem hann hyggst hernema. Utanríkisráðherra segir framferðið hreinlega galið. Erlent 16.9.2025 19:22
Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Ríkissaksóknari í Utah hefur farið fram á dauðarefsingu yfir hinum 22 ára Tyler Robinson sem grunaður er um að hafa banað Charlie Kirk í síðustu viku. Hann hefur verið ákærður í sjö ákæruliðum. Erlent 16.9.2025 18:22
Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Forsvarsmenn opinbers rússnesks félags sem rekur olíuleiðslur þar í landi hefur varað framleiðendur við því að þeir gætu þurft draga úr flæðinu vegna drónaárása. Úkraínumenn hafa lagt sérstaka áherslu á árásir á innviði olíuframleiðslu í Rússlandi á undanförnum mánuðum. Erlent 16.9.2025 16:27
Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Stjarnfræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir röð tröllaukinna sprenginga í fjarlægri vetrarbraut sem aldrei hafa sést áður. Þeir þekkja engar aðstæður sem geta valdið slíkri hrinu svonefndra gammablossar. Erlent 16.9.2025 15:58
Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Talsmenn strandgæslu Kína hefur sakað áhöfn skips frá Filippseyjum að sigla vísvitandi á skip strandgæslunnar við umdeilt rif í Suður-Kínahafi. Ráðamenn í Filippseyjum segja ásakanirnar rangar. Kínverskir sjóliðar hafi notað öflugar vatnsbyssur til að skemma filippseyskt skip og slasa áhafnarmeðlim þar um borð. Erlent 16.9.2025 15:06
Hryðjuverkaákærum vísað frá Dómari hefur vísað frá tveimur af ákærunum gegn Luigi Mangione, sem sakaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, í fyrra. Ekki verður réttað yfir Mangione í New York fyrir hryðjuverk en morðákærur standa eftir. Erlent 16.9.2025 14:15
Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Ítalskur dómstóll gaf grænt ljós á framsal úkraínsks karlmanns sem er grunaður um aðild að skemmdarverkunum á Nord Stream-gasleiðslunum í Eystrasalti í dag. Lögmenn hans segjast ætla að nýta áfrýjunarrétt til þess ítrasta. Erlent 16.9.2025 10:56
Trump-liðar heita hefndum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og undirsátar hans í Hvíta húsinu, hótuðu í gær að beita ríkinu til að refsa fólki, samtökum og stofnunum á vinstri væng bandarískra stjórnmála sem þeir kenna um morðið á Charlie Kirk. Trump lagði til að beita lögum gegn skipulagðri glæpastarfsemi til að refsa pólitískum andstæðingum sínum. Erlent 16.9.2025 10:46
Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gasa. Erlent 16.9.2025 08:20
Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Ísraelsher gerði látlausar sprengjuárásir á Gasa borg í nótt og óstaðfestar fregnir herma að innrás á jörðu niðri sé nú hafin og að til standi að hernema alla borgina. Erlent 16.9.2025 07:06
Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því á samfélagsmiðli sínum Truth Social í nótt að hann hefði höfðað mál á hendur New York Times, þar sem miðillinn væri krafinn um 15 milljarða Bandaríkjadala í skaðabætur. Erlent 16.9.2025 06:49
Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson, sem grunaður er um að hafa skotið fjarhægrimanninn Charlie Kirk til bana á háskólasamkomu í Utah í síðustu viku, sendi smáskilaboð í aðdraganda morðsins þar sem hann sagðist ætla að drepa Kirk. Erlent 15.9.2025 23:48
Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti yfir eindregnum stuðningi Bandaríkjastjórnar við forsætisráðherra Ísraels og fyrirætlanir hans um að uppræta Hamas í opinberri heimsókn í Jerúsalem í dag. Það væri sömuleiðis forgangsverkefni bandarískra stjórnvalda að frelsa ísraelska gísla og ryðja Hamas úr vegi. Hann varaði bandalagsríki við því að viðurkenna fullveldi Palestínu. Erlent 15.9.2025 22:28
Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Bandaríski herinn grandaði í morgun báti á alþjóðlegu hafsvæði nærri Suður-Ameríku þar sem talið var að fíkniefni væru innanborðs. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þrjá hafa fallið í árásinni en tæpar tvær vikur eru síðan ellefu voru drepnir í sams konar árás. Erlent 15.9.2025 21:54
Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Bardagakeppinn Conor McGregor hefur ákveðið að draga framboð sitt til forseta Írlands til baka. Hann líkir framboðsreglunum við spennitreyju sem komi í veg fyrir lýðræðislegt kjör. Erlent 15.9.2025 18:06
NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. Erlent 15.9.2025 15:46
Stórauka útgjöld til varnarmála Ríkisstjórn Svíþjóðar tilkynnti í morgun að fjárútlát til varnarmála yrðu stóraukin á næsta ári um 26,6 milljarða sænskra króna. Þannig munu fjárútlátin fara úr 148 milljörðum í um 175 milljarða eða um 2,8 prósent af vergri landsframleiðslu Svíþjóðar. Erlent 15.9.2025 13:33
Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Tinder-svindlarinn Simon Leviev eða Shimon Yehuda Hayut var handtekinn í Batumi í Georgíu í gær við komu til landsins. Leviev er þekktur sem Tinder-svindlarinn en fjallað var um hann í heimildarmynd frá Netflix sem vakti mikla athygli fyrir rúmum þremur árum. Erlent 15.9.2025 13:04
Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Breskir stjórnmálamenn fordæma eldfim ummæli Elon Musk, eins auðugasta mannst í heimi, á mótmælafundi gegn útlendingum í London um helgina. Meðal annars er kallað eftir að stjórnvöld beiti Musk refsiaðgerðum. Erlent 15.9.2025 11:11