Pútín lætur sér fátt um finnast Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður ætla að halda áfram stríðsrekstri Rússa í Úkraínu þar til Vesturlönd taka þátt í friðarviðræðum á hans forsendum. Erlent 15.7.2025 17:57
Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Júlía Navalní, ekkja Alexei Navalní pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, biðlar til ítalskra stjórnvalda að aflýsa tónleikum leiddum af rússneskum hljómsveitarstjórnanda sem er sagður nátengdur Pútín. Erlent 15.7.2025 15:20
Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Ríkisstjórn Rishi Sunak, sem var forsætisráðherra Íhaldsmanna frá 2022 til 2024, kom á fót neyðarúrræði fyrir Afgani sem þurftu að komast úr landi í kjölfar valdatöku Talíbana, eftir að lista yfir þá sem höfðu sótt um að komast til Bretlands var lekið fyrir mistök. Erlent 15.7.2025 12:33
Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Úkraínsk yfirvöld segjast hafa drepið tvo rússneska fulltrúa sem báru ábyrgð á dauða háttsetts úkraínsks ofursta sem var skotinn til bana á fimmtudag. Erlent 13.7.2025 18:37
Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Gisèle Pelicot verður sæmd Heiðursorðunni, æðstu heiðursorðu Frakka, á mánudag auk 588 annarra. Pelicot öðlaðist heimsfrægð þegar hún bar vitni í réttarhöldum yfir manni sínum og tugum annarra manna vegna hópnauðgunar hennar. Erlent 13.7.2025 17:36
Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Bresk yfirvöld hvetja börnin sín til að bólusetja börnin sín gegn mislingum eftir að barn lést vegna sjúkdómsins í Liverpool. Sífellt færri foreldrar láta bólusetja börnin sín. Erlent 13.7.2025 15:49
Reyna aftur að sigla til Gasa Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum. Erlent 13.7.2025 14:44
Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Frönsk stjórnvöld hafa samið við Nýju-Kaledóníu um samkomulag sem veitir hálfsjálfstæða landinu meira sjálfstæði, en þó ekki algjört fullveldi. Erlent 13.7.2025 10:53
Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur lofað Rússum skilyrðislausan stuðning sinn í innrásarstríði þeirra við Úkraínu. Erlent 13.7.2025 07:53
Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. Erlent 12.7.2025 21:27
Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Rússar skutu rúmlega sex hundruð flugskeytum og drónum í gríðarstórri árás í nótt á vesturhluta Úkraínu. Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán særðir. Erlent 12.7.2025 10:35
Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Slökkt var á eldsneytisflæði til beggja hreyfla flugvélar Air India skömmu eftir flugtak en flugvélin hrapaði jarðar augnablikum síðar þann 12. júní. Flugmennirnir virtust ekki vera á sömu blaðsíðu um hvað væri að gerast. Erlent 11.7.2025 23:24
Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Indverska tenniskonan Radhika Yadav var skotin til bana af föður sínum, Deepak Yadav, meðan hún eldaði morgunmat á heimili þeirra í þorpinu Wazirabad á Indlandi á fimmtudag. Radhika hlaut þrjú skotsár á baki og lést af sárum sínum áður en hún komst á spítala. Erlent 11.7.2025 19:17
Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Yvette Cooper, innanríkisráðherra Breta, segist gera ráð fyrir því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggi blessun sína yfir fyrirætlanir Breta og Frakka um skipti á hælisleitendum. Erlent 11.7.2025 10:31
Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Alþjóðabankinn áætlar að tíu ára enduruppbygging Úkraínu muni kosta um það bil 524 milljarða dala en færi svo að Rússum yrði að ósk sinni og þeir fengju þau svæði sem þeir hafa nú þegar lagt undir sig í friðarsamningum, myndu tæplega 200 milljarðar dala falla á þá. Erlent 11.7.2025 07:33
Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Verkalýðsflokkur Kúrda mun hefja afvopnun sína frá og með deginum í dag en gert er ráð fyrir að ferlið muni standa fram á haust. Erlent 11.7.2025 07:13
Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Flug lítillar rafmagnsflugvélar í gær frá Sønderborg á sunnanverðu Jótlandi til Kaupmannahafnar þykir marka þáttaskil í dönsku flugsögunni. Fullyrt er að þetta teljist fyrsta græna innanlandsflugið í Danmörku á flugvél sem eingöngu er rafknúin. Erlent 10.7.2025 23:33
Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sex starfsmönnum bandarísku öryggisþjónustunnar er vikið tímabundið úr starfi í tengslum við banatilræði gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta í júlí í fyrra. Erlent 10.7.2025 22:55
Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Nítján ára gömul kona fannst læst inni í kistu í Thuringenríki í Þýskalandi tveimur dögum eftir að lögregla hóf leit að henni. Konan komst lífs af en tveir eru í haldi vegna málsins. Erlent 10.7.2025 16:01
Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Skólastjóri og starfsmaður grunnskóla á Indlandi hafa verið handteknir eftir að foreldrar stúlkna kvörtuðu yfir því að þær hefðu verið neyddar til að afklæðast eftir að blóð fannst á salerni skólans. Erlent 10.7.2025 11:13
Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Sex þingmenn Repúblikanaflokksins hafa ritað sendiherra Kanada í Washington D.C. erindi þar sem þeir kvarta yfir því að reykur frá gróðureldum í landinu sé að eyðileggja sumarið fyrir íbúum Wisconsin og Minnesota. Erlent 10.7.2025 08:48
Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að þau hygðust grípa til refsiaðgerða gegn Francescu Albanese, sérlegum sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna sem hefur það á höndum að rannsaka mannréttindabrot á Gasa og Vesturbakkanum. Erlent 10.7.2025 07:19
Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Tveir létust og fleiri særðust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt en fjöldi sprenginga heyrðist í höfuðborginni. Íbúum var ráðlagt að leita skjóls og fjöldi fólks varði nóttinni á aðallestarstöð borgarinnar. Erlent 10.7.2025 07:10
Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Donald Trump hrósaði forseta Líberíu fyrir færni sína á ensku í gær þegar hann fundaði með leiðtogum Afríkuríkja í Hvíta húsinu. Enska er móðurmál Líberíuforseta og flestra Líberíumanna. Erlent 10.7.2025 06:33