„Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína í dag og sagði hana í einhverri erfiðustu stöðu sem þjóðin hefði upplifað. Helstu bandamenn Úkraínumanna reyndu að þvinga þá til að gera slæmt samkomulag við Rússa, sem hefðu reynt að sigra Úkraínu í ellefu ár. Erlent 21.11.2025 15:52
Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Lögregluþjónn í Akron í Ohio í Bandaríkjunum er til rannsóknar eftir að hafa skotið ölvaðan mann fimmtán sinnum. Það gerði hann innan við 25 sekúndum eftir að hafa mætt á vettvang í kjölfar aðvörunar um ölvaðan mann sem væri mögulega vopnaður. Erlent 21.11.2025 15:08
Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Bandaríkjamenn eru sagðir hafa hafa hótað því að skera á flæði upplýsinga og vopna til Úkraínumanna. Það verði gert skrifi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ekki fljótt undir friðaráætlun sem Úkraínumenn komu ekkert að því að semja og þykir halla verulega á þá. Erlent 21.11.2025 13:30
Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Erlent 21.11.2025 10:02
Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur markað stefnu sem gerir það að verkum að ríki sem setja jafnrétti í fyrirrúm og framfylgja aðgerðum í þágu jafnrétti kynjanna og minnihlutahópa, eiga það á hættu að vera álitin brjóta gegn mannréttindum. Erlent 21.11.2025 07:57
Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Málverk eftir mexíkósku listakonuna Fridu Kahlo seldist á uppboði í New York í gærkvöldi á tæpar fimmtíu og fimm milljónir dala, eða um sjö milljarða íslenskra króna. Þar með féll met en verkið er nú dýrasta listaverk heims sem gert er af konu. Erlent 21.11.2025 07:46
Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur staðfest að honum hafi borist drög að friðarsamkomulagi sem samin voru af fulltrúum Bandaríkjanna og Rússlands. Erlent 21.11.2025 06:55
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í dag mikinn á samfélagsmiðli sínum þar sem hann kallaði meðal annars eftir því að sex þingmenn Demókrataflokksins yrðu hengdir. Er það eftir að umræddir þingmenn birtu ávarp þar sem þeir hvöttu bandaríska hermenn til að fylgja ekki skipunum frá Hvíta húsinu, ef þær skipanir væru ólöglegar. Erlent 20.11.2025 16:03
Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Ráðamenn í Evrópu virðast verulega tortryggnir í garð nýrrar friðaráætlunar vegna Úkraínustríðsins sem ku hafa verið samin af sérstökum erindrekum frá Bandaríkjunum og Rússlandi. Áætlunin er sögð í takti við fyrri kröfur ráðamanna í Rússlandi í garð Úkraínu og að hún fæli í raun í sér uppgjöf Úkraínumanna. Erlent 20.11.2025 14:38
Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Nærmyndir sem geimför á og við Mars tóku af halastjörnu sem kemur frá öðru sólkerfi voru birtar í gær. Halastjarnan er aðeins þriðja fyrirbærið sem fundust hefur í sólkerfinu sem staðfest er að eigi sér uppruna utan þess. Erlent 20.11.2025 14:13
Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn David Carrick, breski raðnauðgarinn og fyrrverandi lögreglumaðurinn, hefur fengið enn einn lífstíðardóminn. Að þessu sinni var hann dæmdur fyrir að brjóta á tólf ára stúlku og fyrrverandi kærustu. Hinn fimmtugi síbrotamaður fékk í kjölfarið sinn 37. lífstíðardóm en hann hefur áður verið dæmdur fyrir að brjóta á tólf konum yfir sautján ára tímabil. Erlent 20.11.2025 12:00
Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Bandarískir alríkissaksóknarar viðurkenndu í gær að kviðdómendur í ákærudómstól sem ákærðu James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) í september, sáu aldrei lokaútgáfu ákæranna. Dómari í málinu er sagður hafa „grillað“ saksóknarana um nokkuð skeið í dómsal í gær og hefur aðstæðum þar verið lýst sem „einstaklega vandræðalegum“. Erlent 20.11.2025 09:48
Trump staðfestir Epstein-lögin Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í nótt undir frumvarp sem kveður á um að stjórnvöld geri öll skjöl varðandi kynferðisglæpamanninn Jeffrey Epstein opinber og aðgengileg almenningi. Erlent 20.11.2025 07:22
Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Að minnsta kosti 25 eru látnir, þar á meðal þrjú börn, eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarhúsnæði í vesturhluta Úkraínu. Rúmlega sjötíu særðust í árásinni. Erlent 19.11.2025 19:48
Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Unglingar yngri en 16 ára í Ástralíu hafa nú fengið tilkynningu um að aðgöngum þeirra á Facebook, Instagram og Threads verði lokað vegna banns við notkun samfélagsmiðla fyrir yngri en sextán ára sem tekur gildi í landinu í desember. Erlent 19.11.2025 19:15
Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Starfsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla sér að snúa vörn í sókn eftir að forsetanum og hans fólki virðist hafa mistekist að koma í veg fyrir birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu. Demókrötum verði refsað fyrir að þvinga Repúblikana. Erlent 19.11.2025 16:44
Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Bandarískir og rússneskir erindrekar eru sagðir hafa unnið á laun að áætlun sem á að koma á friði í Úkraínu. Vinnan hefur þó verið alfarið unnin án aðkomu Úkraínumanna og ráðamanna í Evrópu. Áætlun þessi er sögð byggja á friðarætluninni sem kennd er við Trump og snýr að Gasaströndinni. Erlent 19.11.2025 13:30
Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Tónlistarmaðurinn D4vd er grunaður í máli hinnar fimmtán ára Celeste Rivas sem fannst látin í framskotti Teslu-bifreiðar hans. Rivas hafði flúið að heiman rúmu ári fyrr og mögulega átt í sambandi við tónlistarmanninn áður en lík hennar fannst. Erlent 19.11.2025 11:48
Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Ráðamenn í Póllandi hafa ákveðið að gera Rússum að loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússlands í Póllandi. Er það í kjölfar skemmdarverks á lestarteinum í Póllandi sem yfirvöld þar hafa sakað Rússa um að bera ábyrgð á. Erlent 19.11.2025 11:38
Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Eyðileggingin er gríðarleg eftir að mikill eldur kom upp í bænum Oita á japönsku eyjunni Kyushu í suðurhluta landsins í gær. Erlent 19.11.2025 11:14
Merz í vandræðum með ungliðana Ungliðahreyfing Kristilegra demókrata á þýska þinginu er sögð halda stjórnarbandalaginu í gíslingu vegna fyrirhugaðra breytinga á eftirlaunakerfinu. Erlent 19.11.2025 07:52
100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Hundrað ára stjórn Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn er nú lokið eftir að flokkurinn beið lægri hlut í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í Danmörku í gær. Erlent 19.11.2025 07:04
Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði lítið úr morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi þegar hann tók á móti Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, í Hvíta húsinu í gær. Erlent 19.11.2025 06:31
Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld frumvarp um að birta Epstein-skjölin eftir að allir þingmenn nema einn í fulltrúadeild samþykktu birtingu skjalanna. Enginn mótmæli í öldungadeild og fer frumvarpið nú til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til undirritunar. Erlent 18.11.2025 22:59
Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag með yfirgnæfandi meirihluta að dómsmálaráðuneytið birti Epstein-skjölin. Frumvarpið var samþykkt með 427 atkvæðum gegn einu atkvæði þingmannsins Clay Higgins, Pepúblikana frá Louisiana. Erlent 18.11.2025 20:10