Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið 357 menn sem grunaðir eru um að tengjast Íslamska ríkinu. Var það gert í kjölfar skotbardaga milli lögregluþjóna og ISIS-liða í gærmorgun þar sem þrír lögregluþjónar, öryggisvörður og sex ISIS-liðar féllu. Erlent 30.12.2025 16:44
„Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Rússnesk stjórnvöld hafa veitt fyrrverandi þingmanni fjarhægriflokksins Sannra Finna hæli á grundvelli meintra pólitískra ofsókn sem hann sæti í heimalandi sínu. Hann var rekinn úr flokknum fyrir fimm árum vegna rasískra skrifa á netinu. Erlent 30.12.2025 15:40
Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Fjöldi rússneskra hermanna sem fallið hafa í átökunum í Úkraínu hefur aukist meira á undanförnum tíu mánuðum en nokkurn tímann áður frá því stríðið hófst. Minningargreinum um rússneska hermenn í fjölmiðlum í Rússlandi hefur fjölgað um fjörutíu prósent á þessu ári, borið saman við 2024. Erlent 30.12.2025 15:34
Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Árið sem er að líða er á meðal þeirra þriggja hlýjustu frá því að mælingar hófust samkvæmt greiningu vísindamanna. Meðalhiti síðustu þriggja ára mælist nú í fyrsta skipti yfir viðmiðunarmörkum Parísarsamkomulagsins. Erlent 30.12.2025 09:01
Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hefur neitað fyrir að hafa átt nokkurn þátt í árás sem er sögð hafa verið gerð á eitt af heimilum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í nótt. Erlent 30.12.2025 08:37
Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Bandaríkjastjórn mun leggja fram tvo milljarða Bandaríkjadala í sjóð undir stjórn Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), í stað þess að fjármagna einstaka undirstofnanir og verkefni í málaflokknum. Frá þessu var greint í gær. Erlent 30.12.2025 08:01
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Hamas-liðum verði refsað grimmilega afvopnist samtökin ekki innan tíðar. Afvopnun Hamas sé skilyrði þess að farið verði í annan fasa vopnahlésins á Gasa. Erlent 29.12.2025 23:27
Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á dögunum að herafli sinn hefði gert árás á „stóra aðstöðu“ í Venesúela í síðustu viku. Hann sagði þó lítið annað og embættismenn í Bandaríkjunum hafa ekki viljað svara fyrirspurnum blaðamanna um hvað Trump hafi verið að vísa í. Erlent 29.12.2025 15:00
Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu frá því í morgun að gerð hefði verið tilraun með langdræga stýriflaug sem á að geta borið kjarnorkuvopn. Tveimur slíkum var skotið á loft í gær, nokkrum dögum eftir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, skoðaði kjarnorkuknúinn kafbát sem verið er að smíða þar. Erlent 29.12.2025 14:26
Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Að minnsta kosti þrír lögregluþjónar og sex vígamenn Íslamska ríkisins liggja í valnum eftir bardaga þeirra á milli í Tyrklandi í morgun. Átta lögregluþjónar og öryggisvörður eru særðir eftir átökin, sem áttu sér stað í Elmali, suður af Istanbul. Lögregluþjónar eru sagðir hafa gert áhlaup á hús þar sem vígamennirnir héldu til. Erlent 29.12.2025 11:46
Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að nýjar friðartillögur sem hafi verið til umræðu milli hans og Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í Flórída í gær innihaldi meðal annars tillögu um fimmtán ára öryggistryggingar handa Úkraínu. Selenskí segir að þær yrði svo hægt að framlengja enn frekar en hann lagði til við Trump í gær að öryggistryggingarnar næðu til allt að fimmtíu ára. Erlent 29.12.2025 10:46
Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Frímúrarareglan á Bretlandseyjum hafa leitað til dómstóla til að freista þess að fá lögbann á nýjar reglur lögregluyfirvalda í Lundúnum sem kveða á um að að lögreglumenn greini yfirmönnum sínum frá því ef þeir tilheyra félagsskapnum. Erlent 29.12.2025 09:08
Milljón dalir eða meira fyrir náðun Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu verið iðinn við að náða menn og fyrirtæki. Í einhverjum tilfellum hefur það gerst svo hratt að Trump hefur komið eigin starfsfólki á óvart og hefur forsetinn verið sakaður um spillingu vegna sumra náðanna. Erlent 29.12.2025 09:07
Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Kínverjar standa nú í umfangsmiklum heræfingum umhverfis Taívan, þar sem þeir líkja eftir lokunum helstu hafna, árásum á skotmörk á sjó og vörnum gegn inngripum þriðju aðila. Yfirvöld í Kína segja um að ræða viðvörun til „aðskilnaðarsinna“ í Taívan. Erlent 29.12.2025 07:48
„Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum og stoppa hann í því að myrða fólk og taka saklaus líf,“ segir Ahmed al Ahmed, maðurinn sem hljóp að öðrum árásarmannanna á Bondi strönd í desember og tók af honum byssuna. „Ég veit að ég bjargaði mörgum lífum en ég finn til með þeim sem létust.“ Erlent 29.12.2025 06:47
Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Minnst einn lést og annar var fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka eftir þyrluslys sem varð við bæinn Hammonton í New Jersey í Bandaríkjunum í dag. Erlent 28.12.2025 22:51
Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Ég held að við séum að færast talsvert nær, við erum jafnvel komin ansi nálægt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti að loknum fundi hans og Vólódímírs Selenskíjs Úkraínuforseta á heimili þess síðarnefnda í Mar-a-Lago í Flórída. Erlent 28.12.2025 22:33
„Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Vólódímír Selenskíj Úkraínuforseti er mættur á fund Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á heimili þess síðarnefnda í Mar-a-Lago í Flórída. Erlent 28.12.2025 18:55
Átti gott samtal við Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa átt gott og mjög áhrifaríkt samtal við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á símafundi þeirra í dag. Erlent 28.12.2025 17:58
Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Ástralskt skemmtiferðaskip, sem er undir rannsókn eftir að hafa skilið konu eftir á eyju þar sem hún lést, strandaði við strendur Papúa Nýju-Gíneu. Erlent 28.12.2025 15:51
Í deilum við nágrannann vegna trjáa Bítillinn Paul McCartney stendur nú í deilum við nágranna sinn í Westminster í Lundúnum, vegna tveggja friðaðra tráa sem Paul vill fella en nágranninn ekki. Erlent 28.12.2025 15:07
Mesti snjór í New York í fjögur ár Íbúar í New York vöknuðu í gær við mesta snjó sem fallið hefur í borginni í fjögur ár, eftir að vetrarstormur reið yfir hluta af norðausturhluta Bandaríkjanna. Snjódýptin náði um 11 sentímetrum í Central Park, og setti snjókoman samgöngur, þar á meðal flugsamgöngur, í töluvert uppnám. Erlent 28.12.2025 11:57
Þrír létust í óveðrinu Þrír eru látnir eftir að stormurinn Jóhannes reið yfir Svíþjóð í gær. Þúsundir eru án rafmagns og samgöngutruflanir eru víða. Erlent 28.12.2025 11:17
Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Volodýmýr Selenskí Úkraínuforseti hittir Donald Trump Bandaríkjaforseta í Flórída í dag þar sem til stendur að ræða uppfærða friðaráætlun í tuttugu liðum. Fundurinn er haldinn eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa á Kænugarð um helgina. Erlent 28.12.2025 08:43