Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að hitta Maríu Corina Machado, leiðtoga stjórnarandstæðunnar í Venesúela. Þá segir Trump að það yrði mikill heiður fyrir hann ef hún ákvæði að afhenda honum friðarverðlaun Nóbels, sem hún vann í fyrra. Erlent 9.1.2026 15:13
Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Eldur Ólafsson, forstjóri námafyrirtækisins Amaroq á Grænlandi, segir stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga fjárfestingu í starfsemi félagsins. Í fyrstu viðskiptum í morgun hækkaði gengi félagsins um 10,7 prósent. Á mörkuðum erlendis hækkaði gengið um 19 prósent í gær. Viðskipti innlent 9.1.2026 10:10
Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Útsendarar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna skutu og særðu í gær tvo í bíl fyrir utan sjúkrahús í Portland. Það var degi eftir að kona var skotin til bana í Minneapolis en eins og þar leiddi skothríðin í Portland til nokkuð umfangsmikilla mótmæla í borginni í nótt. Erlent 9.1.2026 09:13
Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Áfram halda ráðamenn í Washington að ítreka ósk sína um að eignast Grænland. Nú síðast JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sem fór nokkuð hörðum orðum um Danmörku í viðtali við Fox News í nótt. Líkt og Trump-stjórnin hefur gert áður gagnrýnir Vance Dani fyrir að hafa staðið illa að vörnum Grænlands undanfarin ár. Vance segir Trump vera tilbúinn til að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ til að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna. Erlent 8. janúar 2026 09:12
Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Stjórnvöld í Bandaríkjunum undir forystu Donalds Trumps hafa nú ákveðið að segja sig frá enn fleiri alþjóðastofnunum og sáttmálum. Erlent 8. janúar 2026 07:23
Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Þúsundir mótmæltu í borgum Kólumbíu í gær, í kjölfar hótana Donald Trump Bandaríkjaforseta um mögulegar hernaðaraðgerðir gegn landinu. Mótmælendur voru afar harðorðir í garð forsetans. „Trump er djöfullinn, hann er hræðilegasta manneskja í heimi,“ hefur Guardian eftir einum þeirra. Erlent 8. janúar 2026 07:08
„Trúið ekki þessari áróðursvél“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kemur ICE, innflytjendaeftirliti Bandaríkjanna, til varnar eftir að fulltrúi ICE skaut í dag 37 ára bandarískan ríkisborgara til bana í Minneapolis í Minnesota. Ríkisstjóri Minnesota harmar atvikið en biðlar til íbúa að halda ró sinni, „bíta ekki á agnið“ og trúa ekki „áróðursvél“ Trump-stjórnarinnar. Ríkisstjórinn vill meina að aðgerðir ICE í borginni séu til þess fallnar að skapa óreiðu. Erlent 7. janúar 2026 22:25
Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Bandaríski herinn tók yfir stjórn rússnesks olíuflutningaskips í íslenskri efnahagslögsögu fyrr í dag eftir tveggja vikna eftirför og tóku rússneska áhafnarmeðlimi um borð fasta. Rússar hafa fordæmt aðgerðina og krafist þess að borgurum sínum verði skilað heim en því verða Bandaríkjamenn ekki við. Erlent 7. janúar 2026 20:04
Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Fulltrúi ICE, innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna, skaut 37 ára konu til bana í Suður-Minneapolis í Minnesota í dag er hún sat á bak við stýri í bíl sínum. Í yfirlýsingu segir eftirlitið að fulltrúinn hafi óttast um líf sitt. „Drullið ykkur úr Minneapolis,“ segir borgarstjóri Minneapolis við ICE. Hvíta húsið kallar bæjarstjórann skítseiði. Erlent 7. janúar 2026 19:10
Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur staðfest að danskir og bandarískir erindrekar muni eiga fund saman í næstu viku um Grænland. Bandaríkjaforseti og þjóðaröryggisráð eigi í virku samtali um möguleg kaup á eyjunni. Erlent 7. janúar 2026 17:53
„Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um að ríki NATO kæmu Bandaríkjunum til aðstoðar ef Bandaríkjamenn þyrftu nauðsynlega á bandamönnum sínum að halda. Þá segir hann að hvorki Rússar né Kínverjar myndu óttast Atlantshafsbandalagið, ef ekki væri fyrir Bandaríkin. Erlent 7. janúar 2026 16:26
Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Bandarískir hermenn gerðu í dag áhlaup um borð í olíuflutningskip sem bendlað hefur verið Venesúela á Karíbahafinu. Bandaríkjamenn tóku því yfir tvö slík skip sem sögð eru hafa verið notuð til að brjóta á viðskiptaþvingunum. Erlent 7. janúar 2026 15:17
Vill senda danska hermenn til Grænlands Fyrrverandi ráðherra í dönsku ríkisstjórninni vill senda hermenn til Grænlands til að senda Bandaríkjastjórn skilaboð. Ekkert lát er á ásælni bandarískra ráðamanna í danska yfirráðasvæðið í opinberum yfirlýsingum þeirra. Erlent 7. janúar 2026 14:50
Trumpaður heimur II: Þegar orðræða verður að veruleika Trump hefur mótað heim þar sem sannfæring vegur þyngra en sannprófun og ímynd gengur fyrir innviðum. Slíkur heimur getur haldið velli lengi, svo framarlega sem trúverðugleikinn helst óskoraður. En þegar ethos brestur — þegar frásögnin hættir að virka og raunveruleikinn verður óumflýjanlegur — verður hrunið skyndilegt og ófyrirsjáanlegt. Umræðan 7. janúar 2026 12:40
Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á samfélagsmiðlinum Truth Social í gær að stjórnvöld í Venesúela myndu afhenda Bandaríkjunum hráolíu að andvirði tveggja milljarða dala. Erlent 7. janúar 2026 06:39
Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Donald Trump Bandaríkjaforseti og ráðgjafar hans hafa rætt hverjir möguleikar þeirra séu varðandi innlimun Grænlands. Einn af möguleikunum sé að nota bandaríska herinn. Erlent 6. janúar 2026 22:17
Óska eftir fundi með Rubio Utanríkismálanefnd Danmerkur hélt afar leynilegan fund í kvöld um samskipti landsins við Bandaríkin. Lars Lokke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur hefur óskað eftir fundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Erlent 6. janúar 2026 19:59
„Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veltir vöngum yfir því af hverju kjósendur í Bandaríkjunum væru ekki ánægðari með störf Repúblikana. Í ávarpi til þingmanna flokksins í dag nefndi hann einnig að hætta við þingkosningar í haust en sagðist ekki vilja segja það, því þá yrði hann kallaður einræðisherra. Erlent 6. janúar 2026 17:01
Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sögðu frá því í gær að enn væri verið að fara yfir milljónir skjala af Epstein-skjölunum svokölluðu. Rúmar tvær vikur eru síðan ráðuneytið átti að birta öll gögnin en búið er að birta innan við eitt prósent af öllum skjölunum. Erlent 6. janúar 2026 14:10
Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota og varaforsetaefni Kamölu Harris, tilkynnti í gær að hann væri hættur við að bjóða sig fram til þriðja kjörtímabilsins sem ríkisstjóri. Walz sagði að árásir Donalds Trump, forseta, og Repúblikana á hann og ríkið hefðu valdið miklum vandræðum og hann gæti ekki bæði sinnt starfi sínu sem ríkisstjóri og unnið að framboði sínu á sama tíma vegna þeirra. Erlent 6. janúar 2026 13:30
Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Maria Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist ætla að snúa aftur til landsins eins fljótt og henni er auðið. Hún segist einnig vilja afhenda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, friðarverðlaun Nóbels, sem hún hlaut í fyrra. Trump hefur sagt að hún njóti ekki nægilegrar virðingar til að stýra Venesúela eftir að hann lét nema Nicolás Maduro, forseta, á brott á dögunum. Erlent 6. janúar 2026 11:21
Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Minna en fimm klukkustundum áður en fyrstu sprengjurnar lentu í Caracas, höfuðborg Venesúela, um helgina og bandarískir sérsveitarmenn námu Nicolás Maduro, forseta, á brott, veðjaði einn maður á að Maduro yrði steypt af stóli. Nokkrum klukkustundum síðar fékk hann rúmlega fjögur hundruð þúsund dali vegna veðmálsins, eða um tólffalt það sem hann hafði veðjað. Erlent 6. janúar 2026 10:02
Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Nýtt ár byrjar með látum á alþjóðasviðinu. Látum sem vekja ugg og valda meiriháttar áhyggjum. Skoðun 6. janúar 2026 08:31
„Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Nicolás Maduro óskaði viðstöddum gleðilegs nýs árs þegar hann var leiddur fyrir dómara í New York í gær. Þá sagði hann að honum hefði verið rænt á heimili sínu og að hann væri stríðsfangi. Bæði hann og eiginkona hans, Cilia Flores, sögðust saklaus af þeim ákærum sem þau sæta í Bandaríkjunum. Erlent 6. janúar 2026 06:43