Hannes í víking með gamansama glæpamynd Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður og leikstjóri, mun leikstýra kvikmyndinni The Bus Job sem til stendur að taka upp á Íslandi og í Danmörku á næsta ári. Bíó og sjónvarp 6.11.2025 16:09
Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, mun snúa aftur á stóra skjáinn í litlu hlutverki í nýrri bandarískri kvikmynd. Markle hefur ekki leikið síðan 2018 en hefur verið með kokkaþætti á Netflix. Bíó og sjónvarp 6.11.2025 08:54
Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Nýútkomnu lögfræðiþættirnir All's Fair með Kim Kardashian í aðalhlutverki hafa fengið á baukinn hjá gagnrýnendum. Þáttunum hefur verið lýst sem glæpi gegn sjónvarpi og verstu dramaþáttum frá upphafi og fá þeir núll stjörnur hjá gagnrýnanda Guardian. Bíó og sjónvarp 4.11.2025 17:11
Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Næsta mynd um James Bond er byrjuð í framleiðslu og Jeff Bezos, forstjóri Amazon sem er rétthafinn að spæjaranum, er sagður vilja leikkonuna Sydney Sweeney sem næstu Bond-stúlku. Sweeney vafðist tunga um tönn þegar hún var spurð út í orðróminn og sagðist mundu skemmta sér betur sem Bond sjálfur. Bíó og sjónvarp 28. október 2025 14:28
Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Leikkonan Prunella Scales, sem er þekktust fyrir að leika hótelstjórann Sybil Fawlty í bresku grínþáttunum Fawlty Towers, er látin, 93 ára að aldri. Bíó og sjónvarp 28. október 2025 12:09
Meðalmennskan plagar Brján Þrátt fyrir frumlega hugmynd, ágætis leikara og sterka byrjun renna grínþættirnir Brjánn fljótt út í sandinn. Þar vegur þyngst skortur á almennilegu gríni og óspennandi framvinda. Gagnrýni 28. október 2025 07:03
„Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Sænski leikarinn Björn Andrésen, sem varð heimsfrægur sem „fallegasti drengur í heimi“ þegar hann lék í kvikmyndinni Dauðinn í Feneyjum árið 1971, er látinn, 70 ára að aldri. Bíó og sjónvarp 27. október 2025 16:23
„Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Janus Bragi Jakobsson uppgötvaði í netgrúski fyrir mörgum árum fjóra menn sem höfðu deilt lífi sínu í miklum mæli á Youtube og úr varð heimildarmyndin Paradís Amatörsins. Sjálfur er Janus nýfluttur með fjölskyldu sína á Þingeyri og undirbýr sig undir langan vetur. Bíó og sjónvarp 22. október 2025 10:06
Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á árunum 2023 og 2024. Síminn, Sýn og Rúv standa að verðlaununum. Bíó og sjónvarp 21. október 2025 15:30
Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á árunum 2023 og 2024. Síminn, Sýn og Rúv standa að verðlaununum. Bíó og sjónvarp 21. október 2025 12:30
Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Dýri Kristjánsson er nú hættur að leika íþróttaálfinn tuttugu árum eftir hans fyrstu kynni við hann. Dýri tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þar þakkar hann Magnúsi Scheving fyrir tækifærið, vinnuveitendum sínum fyrir skilning og fjölskyldunni. Hann segir það hafa verið einstakt tækifæri að leika Íþróttaálfinn en það sé tími til að láta staðar numið. Lífið 18. október 2025 20:37
Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Nýr verðlaunagripur Íslensku sjónvarpsverðlaunanna, sem fara fram í fyrsta sinn í lok mánaðar, er hannaður af Stefáni Finnbogasyni. Gripurinn sækir innblástur í gömlu stillimyndina og textavarpið en ásýnd verðlaunanna er í sama dúr. Bíó og sjónvarp 17. október 2025 16:12
Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Kvikmyndagerðarkonan Hrafnhildur Gunnarsdóttir undrast aðgerðaleysi stjórnvalda vegna flúormengunar í Hvalfirði sem bitnað hafi illa á fólki, búfénaði og lífríki við fjörðinn. Aðgerðaleysið hafi viðgengist um árabil og mikið hafi mætt á hrossabónda sem er viðfangsefni nýrrar heimildarmyndar um málið. Illa hafi verið vegið að æru bóndans með því að hundsa ítrekaðar ábendingar um veikindi í hestum sem talið er að rekja megi til mengunar. Innlent 16. október 2025 16:32
Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menningarvaktin, nýtt menningarhlaðvarp, hefur hafið göngu sína á Vísi. Símon Birgisson, leikhúsgagnrýnandi, fær þar til sín góða gesti fyrir heiðarlegar, frjálsar og öðruvísi umræður um það sem er efst á baugi í menningunni. Menning 16. október 2025 15:18
Inbetweeners snúa aftur Höfundar költseríunnar The Inbetweeners hafa staðfest að breski unglingahópurinn muni snúa aftur. Fjórmenningarnir slógu fyrst í gegn í þremur seríum á Channel 4 og fylgdu tvær kvikmyndir í kjölfarið. Bíó og sjónvarp 13. október 2025 15:56
Vesturport fær lóð í Gufunesi Leiklistarhópurinn Vesturport hefur fengið vilyrði fyrir lóð í Gufunesi og hyggst byggja upp starfsemi sína þar. Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár lagt áherslu á að laða að kvikmyndafyrirtæki að svæðinu. Bíó og sjónvarp 13. október 2025 15:16
Minnist náins kollega og elskhuga Leikstjórinn Woody Allen hefur skrifað fallega minningargrein um leikkonuna Diane Keaton, sem lést um helgina, en þau unnu náið saman að átta kvikmyndum. Allen segir Keaton hafa verið ólíka nokkrum öðrum sem plánetan jörð hefur kynnst. Bíó og sjónvarp 13. október 2025 13:12
Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Þrátt fyrir að Blær Hinriksson sé orðinn atvinnumaður í handbolta hefur hann ekki sagt skilið við leiklistina. Handboltinn er þó í fyrsta sæti sem stendur. Handbolti 10. október 2025 12:01
Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Baldvin Z kvikmyndagerðarmaður segist hjartanlega sammála umræðunni sem skapast hefur í kringum ummæli sem hann lét falla í síðdegisútvarpinu á Rúv í gær. Í þættinum sagði hann að á tökustað þyrfti maður að vera tilbúinn fyrir alls kyns uppákomur, til dæmis leikkonu á blæðingum sem sé í vondu skapi. Lífið 8. október 2025 17:11
„Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Leikstjórinn Zelda Williams hefur biðlað til fólks að hætta að senda henni gervigreindarmyndbönd af föður hennar heitnum, Robin Williams, sem lést árið 2014. Bíó og sjónvarp 8. október 2025 16:22
Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Leikstjórinn Baldvin Z telur gervigreindarleikara ekki spennandi því fegurðin í góðum leik felist í hinu óvænta. Á tökustað þurfi maður að vera tilbúinn fyrir alls konar uppákomur, til dæmis leikkonu á blæðingum sem sé í vondu skapi. Lífið 8. október 2025 14:05
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Tökur á spennumyndinni Víkinni eftir leikstjórann Braga Þór Hinriksson fóru fram í Fljótavík á Hornströndum, einum afskekktasta stað landsins. Tökulið, tökubúnaður og vistir voru ferjuð með bát og þurfti að flýta heimför vegna stormviðvörunar. Bíó og sjónvarp 8. október 2025 09:55
Saman á rauða dreglinum Jennifer Lopez og Ben Affleck voru saman á rauða dreglinum í New York í gær vegna frumsýningar á nýrri söngleikjamynd. Var þetta í fyrsta skiptið sem hjónin fyrrverandi sjást opinberlega saman síðan þau ákváðu að skilja í fyrra. Bíó og sjónvarp 7. október 2025 09:47
Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi „Pælingin er sú að þessu tímabili er kannski að ljúka en augnablikin lifa að eilífu í hjörtum okkar og hugum,“ segir söngvarinn, og einn meðlimur strákasveitarinnar Iceguys, Friðrik Dór. Tónlist 3. október 2025 12:36