Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Ólafur Darri verður Þór

Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson hefur tekið að sér að leika guðinn Þór í nýjum þáttum Amazon MGM og Sony. Þættirnir byggja á gífurlega vinsælum leikjum um spartverjan og seinna stríðsguðinn Kratos.

Bíó og sjónvarp

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sækir um skilnað frá Schneider

Sjónvarpsframleiðandinn Patricia Maya Azarcoya Schneider hefur sótt um skilnað frá leikaranum Rob Schneider eftir fimmtán ára hjónaband. Það er þriðja hjónaband leikarans sem fer í vaskinn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fjölga starfs­fólki hjá ACT4

Sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslufyrirtækið ACT4 hefur ráðið þrjá nýja starfsmenn, Odd Ástráðsson lögmann, Ólöfu Sigþórsdóttur vöruhönnuð og Birni Jón Sigurðsson rithöfund.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg

Næsta kvikmynd Baltasars Kormáks er spennutryllirinn The Big Fix frá Netflix um skrifstofumann hjá FIFA sem afhjúpar stórt veðmálasvindl tengt kínversku mafíunni og endar í eltingaleik við metnaðarfullan svindlara. Mark Wahlberg og Riz Ahmed fara með aðalhlutverkin.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kvik­myndirnar sem beðið er eftir 2026

Vísir hefur tekið saman lista yfir 30 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með eftirvæntingu. Ofurhetjumyndir, hrollvekjur og stórmyndir byggðar á bókmenntum eru áberandi en þar fyrir utan er von á ýmsu góðu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Borgin beri á­byrgð sem eig­andi

Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmu sem gjöreyðilagðist í bruna í Gufunesi þegar hún var leigð út. Leigutaka átti að vera slæmt ástand skemmunnar ljóst en þar voru geymdir sögulega verðmætir hlutir. Slökkviliðsstjóri segir borgina bera ábyrgð en brunavarnir séu samspil eiganda og leigutaka. 

Innlent
Fréttamynd

„Vorum bara með húsið í því á­standi sem það var“

Stjórnarformaður Truenorth segir forsvarsmenn fyrirtækisins ekki sérstaklega hafa haft til skoðunar ástand skemmunnar í Gufunesi sem brann í gær og hýsti meðal annars gamla leikmuni fyrirtækisins. Ekki sé búið að verðmeta tjónið enn en það sé í raun óbætanlegt.

Innlent
Fréttamynd

Borgin firrti sig allri á­byrgð á skemmunni

Samkvæmt leigusamningi Reykjavíkurborgar og Truenorth um skemmuna í Gufunesi, sem brann í gær, ber borgin enga ábyrgð á tjóni á eignum Truenorth vegna brunans. Forsvarsmenn félagsins hafa sagt ómetanlega sögulega muni hafa verið í skemmunni þegar hún brann en hún var notuð undir gamla leikmuni.

Innlent
Fréttamynd

Íþróttaskuld

Þegar ég sat við morgunverðarborðið með kaffibollann minn á næstsíðasta degi síðasta árs þá rak ég augun í stutta forsíðufrétt í Morgunblaðinu varðandi kvikmyndagerð á Íslandi. Fyrirsögnin var “Endurgreiðslur aldrei verið hærri” . Það fyrsta sem kom upp í hugann var, vel gert íslenskur kvikmyndaiðnaður!

Skoðun
Fréttamynd

Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer

Heimildarmyndin Maðurinn sem elskar tónlist fjallar um ævi og störf tónlistarmannsins Þóris Baldurssonar og verður frumsýnd í Bíó Paradís í dag. Á sjötíu ára tónlistarferli hefur Þórir unnið með mörgum þekktustu tónlistarmönnum Íslands en líka erlendum stórstjörnum á borð við Elton John, ABBA, Rolling Stones, Donnu Summer og Grace Jones.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fáum við einn þátt í við­bót af Stranger Things?

Þrálátur orðrómur er nú uppi á samfélagsmiðlum um það að Stranger Things sjónvarpsþáttaröðinni sé alls ekkert lokið líkt og áhöld hafa verið uppi um. Þáttaröðinni heimsfrægu lauk á Netflix á dögunum þegar áttundi þáttur fimmtu seríu fór í loftið og var þátturinn heilir tveir tímar að lengd.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond

Breski hjartaknúsarinn og leikarinn Callum Turner er sagður hafa blaðrað því út úr sér á fjölmörgum stöðum að hann hafi verið ráðinn til þess að leika breska njósnara hans hátignar, James Bond. Hann muni taka við keflinu af Daniel Craig sem lék njósnarann í síðustu mynd sem kom út 2021.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Játaði ást sína á Jenner

Hollywood-stjarnan Timothee Chalamet var valinn besti leikarinn á verðlaunahátíð bandarískra gagnrýnenda fyrir leik sinn í kvikmyndinni Marty Supreme og nýtti tækifærið til að játa ást sína á kærustu sinni, Kylie Jenner.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Allt skal með var­úð vinna

Viðskiptavinir og unnendur Kvikmyndasafns Íslands hafa nú fengið þær upplýsingar frá menningarmálaráðuneytinu að fyrirhugað sé að sameina safnið Landsbókasafni – Þjóðarbókhlöðu, ásamt Hljóðbókasafni.

Skoðun
Fréttamynd

Marvel-stjarna varð fyrir heila­skaða

Kanadíska leikkonan Evangeline Lilly, sem er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Lost og Marvel-myndunum um ofurhetjuna Ant-Man, varð fyrir heilaskaða þegar það leið yfir hana og hún lenti með höfuðið á steini í Havaí í fyrra.

Bíó og sjónvarp