Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Íþróttaskuld

Þegar ég sat við morgunverðarborðið með kaffibollann minn á næstsíðasta degi síðasta árs þá rak ég augun í stutta forsíðufrétt í Morgunblaðinu varðandi kvikmyndagerð á Íslandi. Fyrirsögnin var “Endurgreiðslur aldrei verið hærri” . Það fyrsta sem kom upp í hugann var, vel gert íslenskur kvikmyndaiðnaður!

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer

Heimildarmyndin Maðurinn sem elskar tónlist fjallar um ævi og störf tónlistarmannsins Þóris Baldurssonar og verður frumsýnd í Bíó Paradís í dag. Á sjötíu ára tónlistarferli hefur Þórir unnið með mörgum þekktustu tónlistarmönnum Íslands en líka erlendum stórstjörnum á borð við Elton John, ABBA, Rolling Stones, Donnu Summer og Grace Jones.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Allt skal með var­úð vinna

Viðskiptavinir og unnendur Kvikmyndasafns Íslands hafa nú fengið þær upplýsingar frá menningarmálaráðuneytinu að fyrirhugað sé að sameina safnið Landsbókasafni – Þjóðarbókhlöðu, ásamt Hljóðbókasafni.

Skoðun
Fréttamynd

Marvel-stjarna varð fyrir heila­skaða

Kanadíska leikkonan Evangeline Lilly, sem er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Lost og Marvel-myndunum um ofurhetjuna Ant-Man, varð fyrir heilaskaða þegar það leið yfir hana og hún lenti með höfuðið á steini í Havaí í fyrra.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Enduðu Stranger Things í Þjórs­ár­dal

Lokaþáttur Stranger Things datt inn á Netflix eftir miðnætti á gamlársdag og vakti það athygli áhorfenda að lokaatriðið er tekið upp á Íslandi. Þar má sjá persónuna Eleven, leikna af Millie Bobby Brown, standa fyrir framan Háafoss og Granna í Þjórsárdal.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið

Fyrsta myndefnið úr Ódysseifskviðu, næsta stórvirki leikstjórans Christopher Nolan er mætt á netið í fyrstu stiklu myndarinnar. Myndin var að hluta tekin upp hér á landi síðasta sumar þegar fréttir bárust ótt og títt af stórstjörnum í miðbæ Reykjavíkur. Horfa má á stikluna neðst í fréttinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram

James Ransone, bandarískur leikari sem er hvað helst þekktur fyrir hlutverk sitt í „The Wire“, einum bestu sjónvarpsþáttum allra tíma, lést á föstudag, aðeins 46 ára gamall. Réttarlæknir í Los Angeles segir að Ransone hafi svipt sig lífi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025

Árið 2025 virðist hafa farið hægt af stað, með tilliti til kvikmynda. Þó nokkrar kvikmyndir sem þykja hinar fínustu litu dagsins ljós á árinu en margar þeirra verða að teljast í smærri kantinum. Þegar kemur að tekjum í kvikmyndahúsum tróna barna- og framhaldsmyndir enn á toppnum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Banda­lag lista­manna lýsir yfir stuðningi við Dóru

Dóra Jóhannsdóttir, einn handritshöfunda sjónvarpsþáttanna Húsó, hefur birt bréf frá Bandalagi íslenskra listamanna sem lýsir stuðningi við mál hennar en RÚV og Glassriver hafa ekki brugðist við kröfu hennar um að nafn hennar verði birt í tengslum við Húsó. Hún segir að sér hafi verið boðnir samningar með greiðslu upp á fjórar milljónir, sem hún hafi hafnað.

Menning
Fréttamynd

Enginn Óskar til Ís­lands 2026

Engin Óskarsverðlaun munu fara til Íslands á næsta ári en framlag Íslands - Ástin sem eftir er í leikstjórn Hlyns Pálmasonar er ekki meðal þeirra mynda sem eftir eru á stuttlista fimmtán mynda sem koma til greina til að hljóta verðlaun í flokki erlendra mynda.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bestu myndir Robs Reiner

Kvikmyndaleikstjórinn Rob Reiner er allur en hann skilur þó eftir sig feykiöflugt höfundarverk og urmul góðra mynda. Reiner var ástríkur og hlýr húmoristi sem skilaði sér í myndum hans sem blönduðu áreynslulaust saman húmor við drama. Vísir hefur tekið saman bestu myndir leikstjórans hér að neðan.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu

Tónlistarmyndbandið fyrir lagið „Það sem jólin snúast um“ með GDRN, Magnúsi Jóhanni og KK kom út síðasta fimmtudag og er afrakstur skemmtilegs skiptidíls. Myndbandið er stillumynd (e. stop motion film) sem tók langan tíma að gera þar sem leikstjórinn Kristný Eiríksdóttir brá sér einnig í hlutverk handritshöfundar, brúðugerðarmanns, tökumanns og leikmyndahönnuðar.

Lífið
Fréttamynd

Dick van Dyke á hundrað ára af­mæli

Bandaríski leikarinn og grínistinn Dick van Dyke fagnar hundrað ára afmæli í dag. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sín í söngleikjunum Mary Poppins og Chitty Chitty Bang Bang auk grínþáttanna The Dick van Dyke Show. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Eyði­legging Kvikmyndasafns Ís­lands

Í september síðastliðnum tilkynnti Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra áform um að sameina ætti Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Landsbókasafn-Háskólabókasafn.

Skoðun
Fréttamynd

Ná­grannar kveðja endan­lega í dag

Síðasti þáttur sápuóperunnar Nágranna verður sýndur í dag í Ástralíu og á Bretlandseyjum. Þátturinn er með þeim langlífari í sögunni og hefur verið sýndur síðan 1985. Amazon kom til bjargar þegar þátturinn var tekinn af dagskrá 2022 en nú er komið að endanlegri kveðjustund.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Að­eins of leiðin­legt til að vera skemmti­legt

Áhorfendur fylgjast með hinum leiðinlega Felix fá hverja delluna á fætur annarri með þeim afleiðingum að hann verður sér til skammar eða er skammaður af konu sinni, Klöru. Kringumstæðurnar eru grátbroslegar en hvorki grínið né aukapersónurnar eru nægilega sterkar til að veita leiðindum Felix nægilegt mótvægi. Felix er svo plássfrekur að áhorfendur kynnast Klöru aldrei almennilega.

Gagnrýni
Fréttamynd

Gefur út bók um reynsluna af því að vera úti­lokuð

Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri og handritshöfundur, er að gefa út bók um reynslu sína af íslenska kvikmyndabransanum í kringum sjónvarpsseríuna Húsó og Áramótaskaupið 2022. Dóra sagði framleiðendur Skaupsins hafa slitið samskiptum við hana þegar hún bað um aðgang að fjárhagsáætlun og telur hún að hvorki höfundaréttur hennar né réttur til nafngreiningar hafi verið virtur í Húsó.

Menning