Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Theodóra S. Þorsteinsdóttir oddviti Viðreisnar í Kópavogi hyggst ekki bjóða sig fram að nýju í sveitarstjórnarkosningum 2026. Hún segist þakklát fyrir undanfarin tólf ár í sveitarstjórn en segist nú vilja eyða meiri tíma með barnabörnunum. Innlent 16.12.2025 16:01
„Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Þingmenn héldu áfram að takast á um bandorminn svokallaða í þinginu í dag en aðrar umræður hafa nú staðið í vel á annan tug klukkustunda. Það þýðir að aðrar umræður eru orðnar lengri en aðrar umræður um bandorma síðustu tíu þinga á undan, samanlagt. Þetta setti forsætisráðherra út á og sagði greinilegt að máli skipti hvort fólk væri í meiri- eða minnihluta þegar það ræddi hagstjórnarmál. „Yfirlætisráðherra“ kallaði þingmaður Sjálfstæðisflokksins hann fyrir vikið. Innlent 16.12.2025 15:51
Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Lesstofu Borgarskjalasafns á Tryggvagötu hefur formlega verið lokað. Öll starfsemi safnsins verður færð yfir á Þjóðskjalasafnið á næsta ári í sparnaðarskyni. Innlent 16.12.2025 15:37
Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Stjórn Pírata í Kópavogi hefur tekið ákvörðun um að bjóða ekki fram lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í Kópavogi vor. Innlent 16.12.2025 13:03
„Við vitum að áföllin munu koma“ Forseti Alþingis segir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis svara þeim álitamálum sem lagt var upp með. Hún telur núverandi almannavarnarkerfi mun betur í stakk búið að takast á við atburði af álíka stærðargráðu en fyrir þrjátíu árum síðan. Innlent 16.12.2025 13:02
Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Alexandra Briem, nýr oddviti Pírata í Reykjavík eftir brotthvarf Dóru Bjartar Guðjónsdóttur til Samfylkingarinnar, vill leiða lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hún segir ákvörðun Dóru ekki hafa verið efsta á jólagjafaóskalistanum. Innlent 16.12.2025 12:47
Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Í hádegisfréttum fjöllum við um vistaskipti Dóru Bjartar oddvita Pírata í Borgarstjórn en nú fyrir hádegið tilkynnti hún óvænt um að hún væri gengin í Samfylkinguna. Innlent 16.12.2025 11:32
Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi hefur sagt skilið við borgarstjórnarflokk Pírata og gengið til liðs við Samfylkinguna. Meirihlutinn í borgarstjórn mun áfram vinna saman. Alexandra Briem verður oddviti Pírata og formaður borgarráðs. Dóra Björt tekur á móti við formennsku í stafrænu ráði borgarinnar og tekur sæti Hjálmars Sveinssonar í borgarráði. Innlent 16.12.2025 11:32
Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að prinsippum sem Íslendingar hafi alla tíð staðið fyrir hafi verið fórnað með samningi um makrílveiðar, sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun. Þá spyr hann hvort þingsköpum hafi verið kippt úr sambandi við gerð samningsins, þar sem fjárlaganefnd hafi ekkert veður fengið af honum fyrr en í morgun. Innlent 16.12.2025 11:29
Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Hlutfall landsmanna í trú- og lífsskoðunarfélögum og þeirra sem standa utan þeirra tók svo gott sem engum breytingum á milli ára. Örlítið hærra hlutfall tilgreinir nú ekki stöðu sína en í fyrra og hlutfall þeirra sem er í Þjóðkirkjunni lækkar lítillega. Innlent 16.12.2025 11:12
Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Rússar munu ekki slaka neitt á kröfum sínum varðandi Krímskaga, Donabas-svæðið eða önnur svæði sem Rússar hafa innlimað í Úkraínu. Slíkt kemur ekki til greina og myndi koma niður á fullveldi Rússlands. Erlent 16.12.2025 11:11
Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11:30 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Vísis verða þar kynntar breytingar, sem ræddar verða á fundi borgarstjórnar klukkan 12. Innlent 16.12.2025 11:00
Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á norðvesturhluta landsins vegna norðaustan hríðar sem skellur á landið á morgun. Veður 16.12.2025 10:18
Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Lögregluþjónar vestanhafs leita enn manns sem myrti tvo og særði níu í skotárás í Brown-háskólanum á laugardaginn. Heimamenn í bænum Providence í Rhode Island og nemendur við skólann eru ósáttir vegna slæms öryggisástands í skólanum og yfir viðbrögðum yfirvalda. Erlent 16.12.2025 09:58
Hækka hitann í Breiðholtslaug Borgarstjórn hyggst hækka hitann í Breiðholtslaug upp í 35 gráður í febrúar til að koma til móts við ungbarnafjölskyldur. Tilraunin er meðal þriggja tillagna sem eiga að auka aðgengi ungbarnafjölskyldna að laugum borgarinnar. Innlent 16.12.2025 09:58
Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Bandaríkjaher tilkynnti í gær að hann hefði myrt átta manns um borð í þremur bátum á alþjóðlegu hafsvæði á austanverðu Kyrrahafi. Hátt í hundrað manns hafa nú verið teknir af lífi utan dóms og laga með þessum hætti í árásum Bandaríkjamanna. Erlent 16.12.2025 08:52
FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur heimila notkun tveggja lyfja sem hafa reynst vel gegn sýklalyfjaónæmum bakteríum sem valda kynsjúkdómnum lekanda. Greiningum hefur verið að fjölga og telja nú um 82 milljónir á heimsvísu en á sama tíma hefur ónæmi aukist verulega. Erlent 16.12.2025 08:25
Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú ákveðið að fara í mál við breska ríkisútvarpið og krefst fimm milljarða Bandaríkjadala í bætur. Málið á rætur sínar að rekja til þess að framleiðendur í fréttaskýringaþættinum Panorama klipptu orð hans í ræðu þann 6. janúar 2021 úr samhengi. Þannig mátti á forsetanum skilja að hann væri að hvetja til árása á þinghús Bandaríkjanna. Erlent 16.12.2025 07:37
Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Svo virðist sem feðgarnir sem stóðu fyrir árásinni á Bondi-strönd um helgina og myrtu fimmtán, hafi fundið innblástur í Ríki íslam. Tveir heimagerðir Ríki íslam fánar fundust í bifreið þeirra og þá hefur verið staðfest að þeir hafi ferðast til Filippseyja, mögulega til að fá herþjálfun. Erlent 16.12.2025 07:21
Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Útlit er fyrir tíðindalítið veður á landinu í dag þar sem áttin verður breytileg – gola eða kaldi – og víða bjart. Líkur á einhverjum éljum við ströndina. Veður 16.12.2025 07:06
Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Þýskalands auk átta annarra Evrópuríkja hafa heitið hernaðarlegum stuðningi við Úkraínu í samvinnu við Bandaríkin, sem er ætlað að koma í stað 5. greinar stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins. Erlent 16.12.2025 06:47
Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Nýskráningar bíla í nóvember voru tæplega þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Mikla aukningu má líklegast rekja til hækkunar vörugjalda um áramótin að sögn framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Bílaleigur sem ekki kaupa rafbíla verði fyrir hvað mestum áhrifum. Innlent 15.12.2025 23:39
Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Óvíst er hvort Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra muni snúa aftur til starfa í menntamálaráðuneytið eftir að veikindaleyfi hans nú lýkur. Hann er á leið í opna hjartaskurðaðgerð og tíminn þarf að leiða í ljós hvernig bataferli hans verður. Innlent 15.12.2025 22:40
Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Bandaríski leikstjórinn Rob Reiner og sonur hans Nick Reiner hnakkrifust í jólapartýi hjá grínistanum Conan O' Brien á laugardagskvöldið, daginn áður en Rob fannst myrtur á heimili sínu ásamt eiginkonunni Michele Singer Reiner. Erlent 15.12.2025 20:49