Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Minnst þrír eru látnir og sex slasaðir eftir skotárás á Hanukkah hátíð í Bondi Beach í Ástralíu. Tveir hafa verið handteknir vegna málsins en lögregluyfirvöld á svæðinu hvetja fólk til að hafa varann á. Erlent 14.12.2025 09:00
Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tveir eru látnir og og níu slasaðir eftir skotárás í Brown háskóla í Rhode Island í Bandaríkjunum í gær. Lögregla leitar árásarmannsins. Erlent 14.12.2025 08:22
Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Tveir dyraverðir voru handteknir í miðbæ Reykjavíkur vegna líkamsárásar og voru þeir báðir vistaðir í fangaklefum lögreglu. Innlent 14.12.2025 07:27
Eldur í íbúð við Snorrabraut Slökkvilið var kallað út í kvöld klukkan 19:44 vegna bruna í íbúð við Snorrabraut. Engin slys urðu á fólki en tjón á íbúð sem eldur var í og annarri vegna vatnstjóns. Innlent 13.12.2025 20:59
Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Hjalti Vignisson, eigandi veitingastaðarins 2Guys við Hlemm, segist alltaf standa með þeirra ákvörðun starfsfólks síns að neita einstaklingi um þjónustu með hakakross á andlitinu. Innlent 13.12.2025 20:18
Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Rafn Benediktsson, framkvæmdastjóri bráðamóttöku Landspítalans, segir stöðuna töluvert betri í dag en í gær þegar þurfti að vista sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku spítalans í bílageymslu spítalans. Hann segir alla þá 50 sem eru lagðir inn núna inni á deild og tuttugu á bið. Innlent 13.12.2025 20:16
Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra var hafnað í íbúakosningu sem fór fram 28. nóvember – 13. desember 2025. Innlent 13.12.2025 19:07
Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Á félagsfundi Pírata í Reykjavík í dag var samþykkt einróma að veita stjórn félagsins umboð til að ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð til borgarstjórnar vorið 2026. Innlent 13.12.2025 18:53
Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Fullyrðingar um að Andrew Mountbatten-Windsor fyrrverandi Bretaprins hafi beðið lögreglumann, sem sinnti fyrir hann lífvörslu, um upplýsingar um konu sem sakaði hann um kynferðisofbeldi verða ekki rannsakaðar frekar af lögreglunni í Lundúnum. Erlent 13.12.2025 16:27
Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Hugbúnaðarverkfræðingur sem starfaði hjá stærsta vefþjónustufyrirtæki heims segir mikilvægt að Íslendingar geti geymt tölvugögn innanlands út frá öryggissjónarmiðum. Hann hefur ásamt góðum hópi unnið að slíkri lausn. Innlent 12.12.2025 23:01
Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Þingmönnum verkamannaflokksins í Bretlandi hefur verið meinaður aðgangur að fjölmörgum krám og veitingahúsum þar í landi, en veitingamenn eru ævareiðir yfir fyrirhuguðum skattahækkunum á greinina. Sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson bættist í dag við hóp þeirra sem hafa bannað alla 404 þingmenn flokksins á krá sinni, en Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur verið bannaður á krá hans, „The Farmer's Dog“, frá því hún opnaði í fyrra. Erlent 13.12.2025 15:22
Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi hafa sleppt 123 föngum úr haldi, þar á meðal baráttukonunni Mariu Kolesnikova. Ákvörðun um frelsun fanganna var tekin eftir að Bandaríkjastjórn tilkynnti að viðskiptaþvingunum á landið yrði aflétt. Erlent 13.12.2025 15:22
Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Bæjarskrifstofur Seltjarnarnesbæjar hafa verið fluttar um set í húsnæði Fangelsismálastofnunar eftir að mygla fannst í húsnæðinu í sumar. Bæjarstjóri er ánægður með nýtt húsnæði og sér ný tækifæri í því gamla. Innlent 13.12.2025 15:11
Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Fleiri gætu frestað eða sleppt að leysa út lyf af fjárhagsástæðum vegna breytinga sem verða á greiðsluþátttöku fólks í lyfjakostnaði um áramótin að mati hagfræðings ÖBÍ réttindasamtaka. Boðaðar breytingar skjóti skökku við í því efnahagsumhverfi sem nú sé. Innlent 13.12.2025 15:02
Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Fyrra leyfi var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar í júlí. Formaður Náttúrugriða segir nokkuð öruggt að náttúruverndarsamtök og landeigendur reyni að fá leyfinu hnekkt. Innlent 13.12.2025 14:43
Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Átök brutust út milli taílenskra og kambódískra hersveita á landamærum landanna tveggja snemma í morgun, nokkrum klukkustundum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði vopnahléssamkomulag ríkjanna í höfn. Erlent 13.12.2025 13:24
Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Tölvuárás sem gerð var á kerfi Grundarheimilanna á miðvikudag verður kærð til lögreglu á næstu dögum. Forstjóri Grundar varar fólk við að bregðast við póstum frá heimilunum, þar sem netþrjótarnir gætu reynt að hafa samband við fólk. Innlent 13.12.2025 12:59
Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Tölvuárás sem gerð var á kerfi Grundarheimilanna á miðvikudag verður kærð til lögreglu á næstu dögum. Forstjóri Grundar varar fólk við að bregðast við póstum frá heimilunum, þar sem netþrjótarnir gætu reynt að hafa samband við fólk. Innlent 13.12.2025 11:49
Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að lengjustuðullinn á því að hann verði næsti formaður flokksins hljóti að vera ansi hár. Auk þess viti allir að stuðningsyfirlýsingar frá Össuri Skarphéðinssyni séu koss dauðans í pólitíkinni, og hafi hann átt möguleika sé hann núna farinn. Innlent 13.12.2025 11:48
Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þingheimur fundar í dag, laugardag, en þingfundadögum í desember var fjölgað í upphafi mánaðar sökum anna. Innlent 13.12.2025 10:51
Þau fái heiðurslaun listamanna Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að Ágúst Guðmundsson leikstjóri, Ragnheiður Jónsdóttir myndlistarmaður, og Þórarinn Eldjárn rithöfundur fái heiðurslaun listamanna. Innlent 13.12.2025 10:27
Witkoff fundar með Selenskí Steve Witkoff, sérstakur erindreki og samningamaður Bandaríkjastjórnar í friðarviðræðum Úkraínu og Rússlands, fundar í Berlín um helgina með Volodomír Selenskí Úkraínuforseta og nokkrum Evrópuleiðtogum. Ríkisstjórn Donalds Trump vill að samkomulag náist um frið fyrir jól, en helsti ásteytingarsteinninn virðist vera möguleg eftirgjöf hernumdra svæða í austurhluta Úkraínu til Rússlands. Erlent 13.12.2025 09:16
Lægðin á undanhaldi Djúpa lægðin suður af landi sem stjórnaði veðrinu hér á landi í gær og fyrradag, sem olli hvössum vindi nokkuð víða og einnig þrumuveðri á sunnanverðu landinu, hefur misst mátt sinn. Miðja lægðarinnar fór yfir landið í nótt og grynntist hún nokkuð hratt. Veður 13.12.2025 08:44
Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Við skipulagt umferðareftirlit veitti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu athygli bíl sem forðaðist eftirlitið. Lögreglan fór á eftir ökumanninum sem hljóp úr bílnum og faldi sig. Ökumaðurinn reyndist kona og fannst að lokum, og reyndist hvorki undir áhrifum áfengis né fíkniefna, en sagðist hafa hræðst hið sýnilega eftirlit lögreglu. Fór hún sína leið eftir samtal við lögreglu. Innlent 13.12.2025 08:29