Fréttir

Fréttamynd

Fimm fjöl­býlis­hús í ljósum logum

Nokkur fjölbýlishús standa í ljósum logum í Hong Kong. Að minnsta kosti fjórir eru látnir og er vitað til þess að fólk situr fast í húsunum fimm. Hvernig eldurinn kviknaði er ekki ljóst en hann mun hafa dreifst hratt milli húsa með stillösum úr bamus og netum sem búið var að reisa við húsin.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Auknar líkur á kvikuhlaupi en ó­vissa um hve­nær gýs næst

Áfram eru auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi næstu vikurnar en hraði kvikusöfnunar undir Svartsengi hefur haldist nokkuð stöðugur síðasta hálfa mánuðinn. Ekki er þó mögulegt að áætla með nákvæmum hætti hvenær næst gæti gosið hafist á Reykjanesi en hættumat helst óbreytt til 9. desember nema að virkni taki breytingum. Áfram er lítil skjálftavirkni við Svartsengi og Grindavík og heldur jarðskjálftavirkni við Krýsuvík áfram að minnka og landsig við Krýsuvík hefur nokkurn veginn stöðvast.

Innlent
Fréttamynd

Þing­menn segja Trump reyna að hræða þá með rann­sókn FBI

Sex þingmenn Demókrataflokksins segja starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) vilja ræða við þá, vegna umdeilds myndbands sem þeir birtu á dögunum. Í því myndbandi hvöttu þingmennirnir starfandi hermenn og starfsmenn leyniþjónusta til að neita að fylgja skipunum Donalds Trump, forseta, ef þær skipanir væru ólöglegar.

Erlent
Fréttamynd

Vilja fá konur í mæðra­vernd sama hvernig þær fæða börn sín

Elísabet Heiðarsdóttir, leiðtogi ljósmæðra hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ljósmæður sem sinna meðgönguvernd á Íslandi vilja hitta allar konur sem eigi von á barni. Sama hvar og hvernig þær ætla að fæða sín börn. Hún segir þjónustuna algjörlega á forsendum konunnar og harmar að einhverjar konur, þó fáar séu, vilji frekar fæða börnin sín ein og afþakka meðgönguvernd.

Innlent
Fréttamynd

Lög­maðurinn neitar sök og kærir til Lands­réttar

Starfandi lögmaður sem handtekinn var fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi neitar sök og hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Ríki mis­skilningur um hegðun heimilis­lausra

Það er mýta að heimilislausir hafi mikinn áhuga á að láta mikið á sér bera og besta leiðin til að takast á við áhyggjur íbúa af opnun nýrrar kaffistofu Samhjálpar á Grensásvegi er að hlusta og veita upplýsingar. Þetta segir forstöðukona Konukots sem segir málið gamla sögu og nýja.

Innlent
Fréttamynd

Vaxta­kostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“

Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Sýnar, segir að vaxtagreiðslur af skuldum ríkisins séu meiri en heildarkostnaðurinn við stærsta útgjaldalið ríkisins, rekstur Landspítalans. Skuldir ríkisins séu gríðarlega miklar, en mikil mistök hafi verið að reka ríkissjóð með halla í uppgangi og hagvexti áranna eftir heimsfaraldurinn.

Innlent
Fréttamynd

Saka borgar­stjóra um að funda fjarri til að forðast í­búa

Íbúasamtök Grafarvogs saka borgarstjóra um að halda hverfafund þeirra í öðru hverfi til að meðvitað forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Borgarstjóri heldur opið kaffispjall á Kjalarnesi í í kvöld, en hverfadagar borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Á­forma vinnu­vélar í Hvalárvirkjun í vor

Vesturverk stefnir að því að hefja undirbúningsframkvæmdir vegna Hvalárvirkjunar á Ströndum næsta vor eftir að Hæstiréttur hafnaði kröfu virkjunarandstæðinga um að jörðin Drangavík ætti hluta af vatnasviði virkjunarinnar. Fleiri kærumál eru hins vegar í gangi.

Innlent
Fréttamynd

Stór­felld fjölgun fíkni­efna­mála tengd Nor­rænu

Stórfelld fíkniefnamál í tengslum við komu Norrænu á Seyðisfirði eru orðin jafn mörg og samanlagður málafjöldi síðustu fimm árin þar á undan. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir öll málin talin tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Þróunin sé áhyggjuefni.

Innlent
Fréttamynd

Foráttu­veður í kortunum

Á fimmtudag mega íbúar á Suðaustur- og Austurlandi búast við miklu hvassiðri og snjókomu. Þá er stormi spáð við suðurströnd landsins, en útlitið er skárra fyrir Norðausturland og „ekkert ægilega slæmt“ fyrir vestanvert landið.

Innlent
Fréttamynd

Sprenging í fíkni­efna­inn­flutningi í gegnum Nor­rænu

Stórfelld fíkniefnamál í tengslum við komu Norrænu á Seyðisfirði eru orðin jafn mörg og samanlagður málafjöldi síðustu fimm árin þar á undan. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir öll málin talin tengjast skipulagri brotastarfsemi. Þróunin sé áhyggjuefni.

Innlent