Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Viðreisn vill skoða að stytta sumarfrí grunnskólabarna í Reykjavík til að sporna gegn félagslegri einangrun barna. Flutningsmaður tillögunnar kveðst hafa áhyggjur af börnum sem hafi allt of mikinn tíma til að einangra sig yfir sumarmánuðina. Innlent 17.9.2025 23:33
Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Blindrafélagið hafnar áformum menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra um að sameina eigi Hljóðbókasafnið við Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn og Kvikmyndasafn Íslands. Í yfirlýsingu segir að áformin grafi undan sérhæfðri þjónustu. Innlent 17.9.2025 23:04
Fundu Guð í App store Tugir milljóna nýta sér nú svokölluð trúarleg spjallmenni í sínu daglega lífi en ógrynni af kristnum gervigreindarforritum hafa flætt inn á appverslanir síðustu mánuði. Sumir segja jafnvel að það hafi hjálpað að komast yfir áföll með því að spjalla við meintan Drottinn í gegnum gervigreindarforrit. Erlent 17.9.2025 22:03
Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mennta- og barnamálaráðherra hyggst setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Ætlunin er að koma til móts við starfsfólk framhaldsskóla með aukinni þjónustu, styttri boðleiðum og minni skriffinnsku. Innlent 17.9.2025 18:36
Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Dæmi eru um að Vökudeild Landspítalans hafi þurft að sinna nýburum með fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður á meðgöngu. Þessi börn krefjist meiri inngripa og eru með lengri sjúkrahúslegu en önnur börn. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 17.9.2025 17:59
Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, er hættur í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur þrátt fyrir að hafa varið mánuðum í að reyna að fá sæti í ráðinu. Hann var í upphafi talinn vanhæfur vegna formennsku sinnar í stjórn íþróttafélags en fékk á endanum sæti í nefndinni. Hann segir að það hafi einfaldlega verið „prinsippmál“ að fá sæti í nefndinni en nú hefur hann aftur skipt um nefnd við kollega sinn. Innlent 17.9.2025 17:21
SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur boðað til sambandsþings helgina 3. til 5. október. Allir sem skrá sig til þátttöku á þinginu fá að gjöf hvítan bol með orðinu „FRELSI“ á. Bolurinn er í sama stíl og sá sem Charlie Kirk, áhrifavaldur lengst til hægri á hinu pólitíska rófi, klæddist þegar hann var ráðinn af dögum. Innlent 17.9.2025 16:08
Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og prófessor í viðskiptafræði segir stöðu Ríkisendurskoðunar óboðlega. Hann líkir því að ríkisendurskoðandi án löggildingar skrifi undir ársreikninga ríkisfyrirtækja og stofnana við það að lögfræðimenntaður forstjóri Landspítalans færi að skera upp sjúklinga. Lögregla hefur vísað málinu frá. Innlent 17.9.2025 16:07
Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari, íhugar að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð fyrir flokkinn í borginni. Innlent 17.9.2025 16:00
Eldur í ruslageymslu á Selfossi Slökkviliðsmenn á Suðurlandi voru ræstir út um klukkan 15.30 í dag til að slökkva eld í ruslageymslu í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi. Innlent 17.9.2025 15:53
Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fyrrverandi forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) sagði bandarískri þingnefnd að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, hefði rekið sig fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust nýjar ráðleggingar um bóluefni og að standa við vísindaleg heilindi. Þá hefði hann skipað henni að reka embættismenn án ástæðu. Erlent 17.9.2025 15:13
Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Fertugur Spánverji, sem sætir ákæru fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, segist hafa verið rangur maður á röngum stað þegar lögregla handtók hann. Maður sem hann tók á móti í Airbnb-íbúð í Fossvogi hefur þegar hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning. Sá segir allt aðra sögu af málinu. Innlent 17.9.2025 14:57
Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti lausnarbeiðni Huldu Elmu Eysteinsdóttur, oddvita L-listans og varaformanns bæjarráðs, á fundi sínum í gær. Hún er annar oddviti listans sem segir af sér á kjörtímabilinu. Innlent 17.9.2025 14:32
Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Fimm til sex kyrrstæðir bílar eru skemmdir eftir að ekið var á þá við bensínstöð Olís við Rauðavatn í morgun. Enginn er alvarlega slasaður. Innlent 17.9.2025 13:30
Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Skýrsla sem fjallaði um ofbeldisverk fjar-hægri öfgamanna í Bandaríkjunum hefur verið fjarlægð af síðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Í skýrslunni kom meðal annars fram að frá 1990 hafa öfgamenn á hægri væng bandarískra stjórnmála framið mun fleiri pólitísk morð en vinstri sinnaðir öfgamenn eða íslamistar. Erlent 17.9.2025 13:27
Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Öryggi farþega í íslenskum leigubílum verður tryggt með innleiðingu stöðvarskyldu að nýju og þá stendur til að meirapróf sem leigubílstjórar þurfi að taka verði alfarið á íslensku. Þetta segir innviðaráðherra sem lagði í gær fram frumvarp um breytingu á lögum um leigubílaakstur. Innlent 17.9.2025 12:31
„Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Starfsmaður á Sólheimum segir kvíða og óvissu ríkja hjá starfsmönnum stofnunarinnar og að samskipti við framkvæmdastjóra séu erfið. Þá sé ekki hlustað á raddir starfsfólks sem hafi jafnvel hætt eða verið bolað úr starfi sem komi niður á þjónustu við íbúa. Innlent 17.9.2025 12:07
Tilkynntur til lögreglu Ríkisendurskoðandi telur embættið fara eftir lögum þegar hann skrifar einn undir ársreikninga ríkisfyrirtækja, þó hann sé ekki löggiltur endurskoðandi. Endurskoðendaráð hefur vísað málinu til lögreglu. Innlent 17.9.2025 12:06
Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sveitastjórn Flóahrepps hafnaði erindi nágrannanna í Árborg um eftirláta þeim land austan Selfoss. Til greina kemur að kanna hug íbúa í hreppnum til sameiningar sveitarfélaganna sem sveitarstjórnin sér sjálf ekki rök fyrir. Innlent 17.9.2025 11:52
Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Í hádegisfréttum fjöllum við um gagnrýni fyrrverandi starfsmanns á Sólheimum sem talar um erfið samskipti stjórnenda og starfsfólks. Innlent 17.9.2025 11:38
Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Dönsk stjórnvöld ætla að fjárfesta í langdrægum vopnum sem eiga að hafa þann tilgang að hafa fælingarmátt gegn mögulegri árás. Um er að ræða vatnaskil í dönskum varnarmálum að sögn forsætisráðherra en þetta verður í fyrsta sinn sem Danir hyggjast byggja upp slíkt vopnabúr. Þótt að hernaðarleg ógn sé ekki sögð yfirvofandi er það mat yfirvalda í Danmörku að ekki megi vanmeta mögulega ógn frá Rússlandi. Erlent 17.9.2025 11:08
Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Yfirvöld í Utah í Bandaríkjunum birtu í gærkvöldi nýjar upplýsingar um manninn sem grunaður er um að hafa myrt Charlie Kirk, áhrifamikinn áhrifavald á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum, í síðustu viku. Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson hefur verið ákærður í sjö liðum og stendur frammi fyrir dauðarefsingu vegna morðsins. Erlent 17.9.2025 11:05
Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Ekkja Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans heitins, fullyrðir að honum hafi verið ráðinn bani í fangelsi. Niðurstöður rannsókna á lífsýni úr honum sýni að eitrað hafi verið fyrir honum. Erlent 17.9.2025 10:20
Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Rétt rúmur helmingur svarenda í skoðanakönnun Maskínu segist hlynntur því að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýri til framtíðar. Eldra fólk og landsbyggðarbúar eru mun hlynntari staðsetningunni en yngra fólk og höfuðborgarbúar. Innlent 17.9.2025 09:50