Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gangvart Grænlandi Áfram halda ráðamenn í Washington að ítreka ósk sína um að eignast Grænland. Nú síðast JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sem fór nokkuð hörðum orðum um Danmörku í viðtali við Fox News í nótt. Líkt og Trump-stjórnin hefur gert áður gagnrýnir Vance Dani fyrir að hafa staðið illa að vörnum Grænlands undanfarin ár. Vance segir Trump vera tilbúinn til að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ til að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna. Erlent 8.1.2026 09:12
Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Fólk sem léttist með notkun GLP-1 þyngdarstjórnunarlyfja nær fyrri þyngd á innan við tveimur árum þegar það hættir að nota lyfin, eða fjórum sinnum hraðar en fólk sem léttist með öðrum hætti. Erlent 8.1.2026 08:23
Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Stjórnvöld í Bandaríkjunum undir forystu Donalds Trumps hafa nú ákveðið að segja sig frá enn fleiri alþjóðastofnunum og sáttmálum. Erlent 8.1.2026 07:23
Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Í ár verða liðin sjötíu ár síðan hópur ríflega fimmtíu flóttamanna kom frá Ungverjalandi til Íslands í framhaldi af byltingunni sem hófst í Búdapest haustið 1956. Í tilefni af þessum tímamótum hefur barnabarn eins flóttamannanna í hópnum ráðist í það verkefni að hafa uppi á afkomendum fólksins á Íslandi, en stór hluti hópsins settist hér að þótt aðrir hafi leitað áfram og aðeins staldrað stutt við á Íslandi. Innlent 7.1.2026 21:31
Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Skólastjóri Álftamýrarskóla segir samræður á milli nemenda hafa aukist gífurlega eftir að símabann var sett á í skólanum. Lítið sé um að nemendur flýi skólalóðina til að komast í símann þó að nemendur viðurkenni að þó nokkrir eigi erfitt með að sleppa símanum. Innlent 7.1.2026 20:59
Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Bandaríski herinn tók yfir stjórn rússnesks olíuflutningaskips í íslenskri efnahagslögsögu fyrr í dag eftir tveggja vikna eftirför og tóku rússneska áhafnarmeðlimi um borð fasta. Rússar hafa fordæmt aðgerðina og krafist þess að borgurum sínum verði skilað heim en því verða Bandaríkjamenn ekki við. Erlent 7.1.2026 20:04
Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Fulltrúi ICE, innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna, skaut 37 ára konu til bana í Suður-Minneapolis í Minnesota í dag er hún sat á bak við stýri í bíl sínum. Í yfirlýsingu segir eftirlitið að fulltrúinn hafi óttast um líf sitt. „Drullið ykkur úr Minneapolis,“ segir borgarstjóri Minneapolis við ICE. Hvíta húsið kallar bæjarstjórann skítseiði. Erlent 7.1.2026 19:10
„Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur tekið fleiri veikindadaga síðustu þrjú ár en árin á undan. Stjórnendur telja þetta alvarlega þróun og hafa ákveðið að ráðast í sérstakar aðgerðir. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur of algengt að fólk misnoti kerfið, sem bjóði líka upp á það. Innlent 7.1.2026 18:58
Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Hildur Knútsdóttir rithöfundur hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í dag. Halla Tómasdóttir forseti Íslands afhenti verðlaunin sem eru áletraður gripur úr áli og ein og hálf milljón króna í verðlaunafé. Innlent 7.1.2026 18:22
Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Stuttu eftir að bandarísk herþota með Nicolás Maduro forseta Venesúela og eiginkonu hans Ciliu Flores lenti á flugvelli skammt frá New York-borg voru hjónin flogin með þyrlu í eitt alræmdasta fangelsi Bandaríkjanna: Metropolitan detention center. Þar dvelur einnig Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt forstjóra UnitedHealthcare, og þangað til nýlega Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy. Erlent 7.1.2026 18:10
Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Bandaríski herinn tók yfir stjórn olíuflutningaskips sem sigldi frá Venesúela og talið er að hafi verið á leið til Rússlands. Herinn hafði veitt því eftirför í tvær vikur og sigldi það inn í íslenska efnahagslögsögu í nótt. Skömmu fyrir hádegi var hermönnum flogið um borð í skipið og tóku þeir yfir stjórn þess. Innlent 7.1.2026 18:09
Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur staðfest að danskir og bandarískir erindrekar muni eiga fund saman í næstu viku um Grænland. Bandaríkjaforseti og þjóðaröryggisráð eigi í virku samtali um möguleg kaup á eyjunni. Erlent 7.1.2026 17:53
Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Ung kona sem sætt hefur einangrun nær óslitið frá því í september hefur meðal annars verið ákærð fyrir að ráðast á níu lögreglumenn og sjúkraflutningamann. Hún er einnig sögð hafa rispað bíl lögreglumanns. Innlent 7.1.2026 17:06
Árekstur á Álftanesvegi Tveir fólksbílar skullu saman í árekstri á Álftanesvegi í Garðabæ nú síðdegis. Miklar umferðartafir eru á svæðinu á meðan viðbragsaðilar athafna sig. Innlent 7.1.2026 16:49
„Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um að ríki NATO kæmu Bandaríkjunum til aðstoðar ef Bandaríkjamenn þyrftu nauðsynlega á bandamönnum sínum að halda. Þá segir hann að hvorki Rússar né Kínverjar myndu óttast Atlantshafsbandalagið, ef ekki væri fyrir Bandaríkin. Erlent 7.1.2026 16:26
Tvennu vísað úr landi Erlendum karli og konu hefur verið vísað úr landi og bönnuð endurkoma að ósk Útlendingastofnunar með vísan til laga um allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði. Þau voru góðkunningjar lögreglunnar, segir í tilkynningu. Innlent 7.1.2026 16:10
Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Fái börn sem hafa sótt um flutning af leikskólanum Funaborg pláss á öðrum leikskóla verður það metið í samráði við skólastjórnendur hvort hægt verði á inntöku nýrra barna . Foreldraráð leikskólans kallaði í dag eftir aðgerðum af hálfu borgarinnar til að koma í veg fyrir eða bregðast við skipulagðri fáliðun á leikskólanum, einn og hálfan dag í viku. Innlent 7.1.2026 16:07
Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Bandarískir hermenn gerðu í dag áhlaup um borð í olíuflutningskip sem bendlað hefur verið Venesúela á Karíbahafinu. Bandaríkjamenn tóku því yfir tvö slík skip sem sögð eru hafa verið notuð til að brjóta á viðskiptaþvingunum. Erlent 7.1.2026 15:17
Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Útlendingastofnun hefur tilkynnt brot starfsmanns stofnunarinnar á persónuvernd og þagnarskyldu til lögreglunnar. Starfsmaðurinn deildi nöfnum skjólstæðinga í lokuðum hópi á Instagram. Í yfirlýsingu kemur fram að farið hafi verið yfir allar ákvarðanir starfsmannsins og ekki sé talið tilefni til að taka þær upp að nýju. Innlent 7.1.2026 15:08
Vill senda danska hermenn til Grænlands Fyrrverandi ráðherra í dönsku ríkisstjórninni vill senda hermenn til Grænlands til að senda Bandaríkjastjórn skilaboð. Ekkert lát er á ásælni bandarískra ráðamanna í danska yfirráðasvæðið í opinberum yfirlýsingum þeirra. Erlent 7.1.2026 14:50
Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Flugferðir sem tengjast aðgerðum Bandaríkjamanna á Atlantshafi í dag og flugferðir milli Bretlands og Íslands hafa verið mikið milli tannanna, ef svo má segja, á fólki á internetinu í dag. Mögulegt er að Bandaríkjamenn séu að flytja hergögn og hermenn frá Bretlandi aftur til Bandaríkjanna eftir aðgerðirnar. Erlent 7.1.2026 14:40
Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Opið verður í skíða- og sleðabrekkunum í Ártúnsbrekkunni í dag. Reykjavíkurborg hefur verið í snjóframleiðslu á svæðinu frá því fyrir helgi. Í tilkynningu kemur fram að vel hafi gengið að búa til snjó. Hann sé harðpakkaður og fínt að gera ráð fyrir því þegar brekkan er notuð. Innlent 7.1.2026 14:12
Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Ólöf Eiríksdóttir, formaður foreldraráðs leikskólans Funaborgar, segir ólíðandi að foreldrar þurfi að hafa leikskólabörn sín heima í einn og hálfan dag í hverri viku. Hún gagnrýnir skipulagða fáliðun leikskólans og kallar eftir betri aðgerðum af hálfu borgarinnar. Innlent 7.1.2026 13:01
Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra Framsóknarflokksins, er sú þriðja sem gefur kost á sér í oddvitasæti Viðreisnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Hún segist standa fyrir breytingar í borginni sem nú sé ákall um. Hún getur hugsað sér að fara í samstarf við alla flokka. Innlent 7.1.2026 11:54