Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti Þingmenn stjórnarandstöðu segja allar forsendur samgönguáætlunar brostnar þar sem innviðaráðherra las ekki skýrslu sem var birt til stuðnings breyttri forgangsröðun. Höfundur skýrslunnar segir hana ekki hygla Fjarðagöngum frekar en Fjarðarheiðargöngum en innviðaráðherra segist ekki vísa í umrædda skýrslu. Í kvöldfréttum verður rætt við skýrsluhöfund og ráherra auk þess sem við heyrum frá heitum umræðum á Alþingi. Innlent 5.12.2025 18:02
„Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Svo virðist sem fokið hafi í Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, á þingfundi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu í stríðum straumi í ræðustól til þess að gagnrýna Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans, undir liðnum fundarstjórn forseta. „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðist Þórunn segja eftir að hafa gert tíu mínútna hlé á þingfundi. Innlent 5.12.2025 17:42
Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum segist hafa heyrt í útvarpsfréttum í dag að til stæði að auglýsa stöðu hans. Hann segir leikrit í gangi en hann sé ekki farinn að gráta. Of mikið sé að gera í skólanum. Innlent 5.12.2025 17:24
Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Bandaríkjastjórn hefur í hyggju að fjölga þeim ríkjum sem sæta ferðabanni til Bandaríkjanna í yfir 30. Þetta staðfestir heimavarnaráðherrann Kristi Noem. Erlent 5.12.2025 12:08
Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. Innlent 5.12.2025 11:42
Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um mál Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla. Við ræðum við Guðmund Inga Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra í beinni en hann er í stuttu leyfi frá sjúkrahúsdvöl. Innlent 5.12.2025 11:40
Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Fjórir óþekktir herdrónar flugu inn á bannsvæði og í átt að flugvél Volodýmýrs Selenskí, forseta Úkraínu, við Írland á mánudag. Flugvél forsetans var á undan áætlun en drónarnir eru sagðir hafa skorið feril hennar á þeim stað þar sem hún hefði átt að vera þegar þeir flugu þar. Erlent 5.12.2025 11:38
Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Edinborgarflugvelli var lokað í skamma stund í morgun vegna bilana hjá þjónustuaðila flugumferðarstjórnarinnar á vellinum. Að sögn Guðna Sigurðssonar, staðgengils forstöðumanns samskipta hjá Icelandair, kann lokunin að hafa einhverja seinkun í för með sér fyrir farþega félagsins. Erlent 5.12.2025 11:02
Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Norsk stjórnvöld ætla að verja milljörðum norskra króna í að festa kaup á kafbátum og langdrægum vopnum. Ríkisstjórn landsins er sögð munu samþykkja meiriháttar útgjöld vegna kaupa á vopnum fyrir norska herinn í dag. Þegar hafa Norðmenn pantað fjóra þýska kafbátá til stendur til að festa kaup á tveimur til viðbótar, sem ætlað er að leysa af þá sex sem Norðmenn eiga fyrir. Erlent 5.12.2025 10:28
Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna „Við fögnum þessari umræðu og okkur þykir mjög vænt um að fá að taka þátt í því að móta framtíðina,“ sagði Elías Þór Þorvarðarson, sölu- og markaðsstjóri Kjöríss, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Til umræðu voru umdeildar umbúðir jólaíss Kjöríss, sem voru teiknaðar með aðstoð gervigreindar. Innlent 5.12.2025 10:25
Tímamót og bylting í nýju Konukoti Mikil eftirvænting er meðal starfsfólks Rótarinnar og Reykjavíkurborgar eftir opnun nýs húsnæðis Konukots í desember. Starfsleyfið var formlega gefið út í síðustu viku og stendur til að flytja starfsemina í desember og opna samhliða því nýtt tímabundið húsnæðisúrræði fyrir konur sem hafa glímt við heimilisleysi Innlent 5.12.2025 09:31
Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er sögð hafa lagt fram tvær tillögur um hvernig Evrópuríkin gætu aðstoðað Úkraínumenn við að fjármagna baráttu sína gegn Rússum næstu tvö árin. Erlent 5.12.2025 09:11
Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Íbúar í Laugardal í Reykjavík stefna á að setja upp umferðarljós við gatnamót Kirkjuteigs og Reykjavegar þar sem keyrt hefur verið á þrjú börn í haust. Fyrst eitt barn á hjóli í september og svo tvö börn, annað á hjóli, í október. Laugarnesskóli er rétt fyrir ofan gatnamótin og börnin labba þarna yfir götuna til að komast í til dæmis skólasund og tómstundir eða á leið sinni heim. Innlent 5.12.2025 08:43
Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Verðmætt Fabergé-hálsmen skilaði sér í gærkvöldi út sér þjófi sem gleypti það í skartgripaverslun á Nýja-Sjálandi. Það tók meltingarkerfi mannsins sex daga að sýna lögreglu samstarfsvilja. Erlent 5.12.2025 08:25
Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Dönsku lögreglunni er óheimilt að skjóta niður „friðsamlega“ dróna og má aðeins skjóta niður dróna úr lofti ef þeir eru taldir hættulegir. Gildir það jafnvel þótt um sé að ræða ólöglega dróna sem flogið er í óleyfi eða á svæði þar sem það er bannað. Þetta staðfestir danska dómsmálaráðuneytið nú en heilmikil umræða skapaðist um það hvers vegna óvelkomnir drónar sem röskuðu flugumferð á dönskum flugvöllum fyrr í haust voru ekki bara skotnir niður. Erlent 5.12.2025 08:08
Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Ellefu einstaklingar sem lifðu Helförina krefjast þess að Nigel Farage, leiðtogi Reform UK, segi satt og biðjist afsökunar á framgöngu sinni á skólaárum sínum. Erlent 5.12.2025 07:47
Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Víðáttumikil lægð suður af landinu og hæð yfir Grænlandi beina norðaustlægum áttum til landsins og verður víða strekkingur eða kaldi, en hægari vindur norðaustantil. Veður 5.12.2025 07:01
Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Þingmenn í Færeyjum hafa samþykkt að rýmka lög um þungunarrof, þannig að það verði nú heimilt fram að þrettándu viku meðgöngu. Það hefur hingað til verið bannað, nema þegar um er að ræða þungun í kjölfar nauðgunar eða sifjaspells, eða þegar líf móðurinnar eða heilbrigði fóstursins hefur verið talið í hættu. Erlent 5.12.2025 06:41
Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Skemmdir urðu utan á fjölbýlishúsi í Bríetartúni þegar kviknaði í sorphirðubíl fyrir utan húsið snemma morguns þann 17. nóvember. Rannsókn lögreglu á brunanum er lokið. Niðurstaða rannsóknar var að líklega hefði glussaslanga farið í sundur með þeim afleiðingum að glussaolía fór yfir heita vél og vélarhluti og eldur kviknaði. Innlent 5.12.2025 06:33
Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Vladimir Pútín Rússlandsforseti ítrekaði hótanir sínar gagnvart Úkraínu í viðtali við India Today í gær og sagði að annað hvort myndu Úkraínumenn hörfa frá Donbas eða verða hraktir þaðan með hernaðarvaldi. Erlent 5.12.2025 06:26
Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, las ekki alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni. Innlent 4.12.2025 23:05
Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í dag mann sem grunaður er um að hafa komið tveimur rörasprengjum fyrir á tveimur stöðum í Washington DC þann 6. janúar 2021. Maðurinn, sem sagður er vera þrjátíu ára gamall og frá Virginíu en hann heitir Brian Cole yngri, kom fyrir sprengjunum fyrir utan höfuðstöðvar landsnefnda bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins. Erlent 4.12.2025 22:37
Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. Innlent 4.12.2025 22:30
Dagar Úffa mögulega taldir Kona sem á hundi sínum líf sitt að þakka segist harmi slegin eftir að hafa fengið bréf frá Matvælastofnun þess efnis að aflífa eigi hundinn innan tveggja vikna vegna skorts á heilsu. Tveir dýralæknar hafi vottað heilsu Úlfgríms, eða Úffa eins og hann er kallaður. Innlent 4.12.2025 21:46