Fréttir

Fréttamynd

Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland

Útsendarar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna skutu og særðu í gær tvo menn i bíl fyrir utan sjúkrahús í Portland. Það var degi eftir að kona var skotin til bana í Minneapolis en eins og þar leiddi skothríðin í Portland til nokkuð umfangsmikilla mótmæla í borginni í nótt.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tak­marka mynda­fram­leiðslu Grok í skugga gagn­rýni

Aðeins áskrifendur að samfélagsmiðlinum X eiga nú að geta beðið spjallmennið Grok um að skapa fyrir sig myndir. Breytingin er gerð í skugga harðrar gagnrýni og hótana um sektir vegna þess að Grok hefur framleitt ógrynni kynferðislegra mynda af konum og börnum á undanförnum dögum.

Erlent
Fréttamynd

„Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“

Inga Sæland kveðst full tilhlökkunar að taka við embætti mennta- og barnamálaráðherra. Henni sé mjög umhugað um að bæta læsi grunnskólabarna, einkum drengja, og að huga vel að andlegri heilsu og líðan barna og ungmenna. Henni þyki ekki skrýtið að verða nú beinn yfirmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara í Borgarholtsskóla, enda hugsi hún aðeins með hlýju til Ársæls.

Innlent
Fréttamynd

Brösug og stutt ráð­herra­tíð Guð­mundar Inga

Eftir tæplega tíu mánaða embættisferil sem einkenndist meðal annars af óheppilegum ummælum, umdeildum embættisfærslum og upplýsingastríði við Moggann hefur Guðmundur Ingi Kristinsson sagt af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir áramót og kveðst nú á batavegi. 

Innlent
Fréttamynd

Netsambandslaust meðan mót­mælt er í Íran

Fjölmenn mótmæli gegn írönskum stjórnvöldum héldu áfram víða um Íran í kvöld. Netsamband hefur rofnað um allt landið á sama tíma og aukin harka hefur færst í mótmælin og átök brotist út milli mótmælenda og öryggissveita klerkastjórnarinnar..

Erlent
Fréttamynd

Banda­ríkin áður mun öflugri á Græn­landi

Hernaðarumsvif Bandaríkjamanna á Grænlandi voru gríðarleg á árum kalda stríðsins og voru þar þúsundir hermanna. Eftir að Sovétríkin leystust upp misstu Bandaríkjamenn að mestu áhuga á landinu og kölluðu nánast allt herlið sitt til baka.

Erlent
Fréttamynd

At­vinnu­lífið mis­noti heil­brigðis­kerfið

Atvinnulífið misnotar opinbera kerfið með því að nota heilbrigðiskerfið til þess að halda utan um fjarvistir starfsmanna, að mati formanns Félags heimilislækna. Tíðar læknaheimsóknir fólks af erlendum uppruna í þeim tilgangi veki hann til umhugsunar hvort um mismunun sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Tvö hundruð manns bjargað af þjóð­vegi 1

Tuttugu og fimm björgunarsveitamenn komu um tvö hundruð manns til bjargar þegar ofsaveður reið yfir á þjóðvegi 1 milli Jökulsárlóns og Skaftafells í dag. Unnið er að því að koma fólkinu af fjöldahjálparstöð á Hofi í Öræfum að Hnappavöllum, þar sem það fær að gista í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Telur að Evrópa myndi fórna Græn­landi fyrir NATÓ

Bandaríkin hafa burði til að innlima Grænland ætli þau sér það að mati fyrrverandi utanríkisráðherra. Prófessor í stjórnmálafræði tekur undir það og segir ólíklegt að Evrópa muni fórna NATO fyrir Grænland. Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta um Grænland hafi þegar haft það í för með sér að fleiri Íslendingar horfi í átt að Evrópusambandinu.

Erlent
Fréttamynd

Ragnar Þór verður ráð­herra

Inga Sæland formaður Flokks fólksins tekur við af Guðmundi Inga Kristinssyni sem mennta- og barnamálaráðherra eftir afsögn Guðmundar. Þá verður Ragnar Þór Ingólfsson þingflokksformaður Flokks fólksins félags- og húsnæðismálaráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur Ingi segir af sér

Guðmundur Ingi Kristinsson hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann mun halda áfram sem þingmaður Flokks fólksins. 

Innlent
Fréttamynd

Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð

Hátt í þrjátíu manns hafa verið ferjaðir með bílum björgunarsveita á Suður- og Suðausturlandi á fjöldahjálparstöð í Hofgarði í dag. Um fjörutíu ökutæki sitja föst við Kotá.

Innlent
Fréttamynd

Mis­tök ollu því að sumir fengu ekki boð

Nýtt boðskerfi sem embætti forseta Íslands tók til notkunar í ár olli því að að fólk sem átti að fá boð í nýársboð forseta fékk það ekki. Meðal þeirra eru Katrín Jakobsdóttir og Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla. Forsetaritara þykir ákaflega miður að svo hafi farið og biður hlutaðeigandi afsökunar.

Innlent
Fréttamynd

Þessi sóttu um hjá Höllu

Alls sóttu 103 um starf sérfræðings hjá embætti forseta Íslands og 52 umsækjendur sóttu um starf fjármála- og rekstrarstjóra embættisins. Meðal umsækjenda um stöðu sérfræðings er Jón Karl Helgason prófessor í bókmenntafræði sem starfað hefur hjá forsetanum sem sérfræðingur síðan í september.

Innlent
Fréttamynd

Mikil spenna í Minneapolis eftir bana­skot ICE-liða

Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segir ekki koma til greina að útsendarar hennar fari frá Minneapolis, eftir að starfsmaður Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) skaut 37 ára gamla konu til bana í gær.

Erlent