Sarkozy laus úr fangelsi Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, var í dag sleppt úr fangelsi í París eftir úrskurð áfrýjunardómstóls. Innan við þrjár vikur eru liðnar frá því hann hóf afplánun fimm ára fangelsisdóms fyrir hafa tekið ólöglega við fjármunum frá Líbíu í tengslum við kosningabaráttu sína árið 2007. Erlent 10.11.2025 15:26
Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Embættismenn í Kína hafa brugðist reiðir við ummælum nýs forsætisráðherra Japans um að Japanar myndu mögulega koma Taívönum til aðstoðar geri Kínverjar innrás í eyríkið í framtíðinni. Háttsettur kínverskur erindreki í Japan skrifaði til að mynda færslu þar sem hann gaf til kynna að hausinn yrði höggvinn af Sanae Takaichi, forsætisráðherra. Erlent 10.11.2025 14:40
Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Strætisvagni var ekið á starfsmann leikskólans Ævintýraborgar við Nauthólsveg í Reykjavík og barn starfsmannsins í morgun. Bæði sluppu við alvarleg meiðsli. Innlent 10.11.2025 14:35
Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Innlent 10.11.2025 11:40
Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Saksóknarar skoða hvort ákæra eigi mann sem skaut hreingerningakonu sem hafði farið húsavillt til bana. Konan var ásamt eiginmanni sínum að þrífa hús í Whitestown í Indianapolis Í Bandaríkjunum í síðustu viku, þegar þau fóru húsavillt og var hún skotin í gegnum útidyr sem hún var að reyna að opna með röngum lykli. Erlent 10.11.2025 11:22
Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Flestum þykir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hafa staðið sig vel á kjörtímabilinu meðal formanna stjórnmálaflokkanna en fæstir telja Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknar hafa staðið sig vel. Meirihluti telur svo Guðrúnu Hafsteinsdóttur formann Sjálfstæðisflokksins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins hafa staðið sig illa á kjörtímabilinu. Innlent 10.11.2025 11:08
Sigríður Björk segir af sér Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi, hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið. Innlent 10.11.2025 11:00
Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Tomasz Bereza er ósáttur við það að Sjúkratryggingar Íslands taki ekki þátt í að greiða aðgerð sem hann ætlar að fara í vegna rofs á hljóðhilmu og heilahimnubólgu fyrir um þremur árum. Háls-, nef- og eyrnalæknir á Íslandi er ekki sannfærður um að aðgerðin geri gagn og vill ekki framkvæma aðgerðina. Tomasz ætlar því til Póllands og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur. Innlent 10.11.2025 09:13
Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Íbúar í Nýju-Delí á Indlandi komu saman og kröfðust þess að stjórnvöld gripu til aðgerða vegna gríðarlegrar loftmengunar sem er viðvarandi vandamál í borginni. Erlent 10.11.2025 09:01
Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Fyrri dagur Heimsþings kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum, fer fram í Hörpu í dag. Heimsþingið er vettvangur þar sem yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá öllum heimshornum ræða stöðu heimsmála, lýðræði, jafnrétti og leiðtogahlutverk kvenna á tímum mikilla breytinga. Innlent 10.11.2025 08:32
Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur náðað yfir 75 einstaklinga sem voru sagðir hafa átt þátt í aðgerðum til að freista þess að snúa niðurstöðum forsetakosninganna árið 2020. Erlent 10.11.2025 07:52
Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma Veðurstofan spáir norðaustan 10 til 18 metrum á sekúndu um landið norðvestanvert og við suðausturströndina í dag, annars hægari vindur. Veður 10.11.2025 07:07
Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Áður en fyrsta sprengjan féll á Úkraínu höfðu rússnesk stjórnvöld þegar háð langt upplýsingastríð. Í aðdraganda innrásarinnar byggðu þau upp kerfisbundna frásögn þar sem nágrannalandið var sagt vera peð vestrænna afla, jafnvel „nasistaríki“ sem þyrfti að „hreinsa“, á sama tíma og sjálfstæði þess var hafnað sem tilbúningi – að Úkraína væri í raun hvorki þjóð né ríki. Innlent 10.11.2025 07:00
Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Tuttugu og tveggja ára karlmaður sem nýlega hóf lyfjameðferð vegna áralangrar misnotkunar á ópíóíðum segir þjónustu Reyks hafa bjargað lífi sínu og óttast að ef henni verði lokað muni fjölmargir deyja. Hann hefur nýtt sér þjónustuna vikulega á þessu ári og er edrú í dag. Innlent 10.11.2025 06:47
Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Átta þingmenn Demókrataflokksins í öldungadeild bandaríska þingsins greiddu atkvæði með Repúblikönum þegar gengið var til atkvæðagreiðslu í gærkvöldi um að taka fyrir frumvarp til að greiða fyrir opnun alríkisins. Erlent 10.11.2025 06:28
Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Björgunarsveitin Þorbjörn var kölluð út um miðjan dag í dag ásamt fleirum vegna göngumanns sem hafði hrasað og slasað sig illa á hné sunnan við Kistufell, skammt frá Litla-Hrút. Innlent 9.11.2025 23:19
Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd hyggst innleiða nýtt endurkröfuferli sem felur meðal annars í sér að gögn sem send eru fyrirtæknu vegna endurkrafna verði að vera á ensku eða með enskri þýðingu. Innlent 9.11.2025 22:53
Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Vöxtur ferðaþjónustu og koma danskra hermanna virðast ætla að bjarga grænlenska þorpinu Kangerlussuaq frá því að leggjast í eyði. Það varð til vegna flugvallar og bjuggust flestir við að byggðin myndi hrynja við brotthvarf millilandaflugs í fyrra. Annað er að koma á daginn. Erlent 9.11.2025 21:51
„Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Landsmenn hafa víðast hvar notið hlýinda í veðri undanfarna daga; reyndar svo mjög að mörgum þykir það óvenjulegt í nóvembermánuði. Veðurfræðingur segir vetrarkulda á næsta leiti en að þó sé útlit fyrir fallegt hæglætisveður næstu vikurnar. Veður 9.11.2025 20:25
Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Steypuvinnu við nýja Breiðholtsbraut er lokið og gekk vel að sögn Vegagerðarinnar. Opnað verður fyrir umferð í fyrramálið. Alls fóru 1650 rúmmetrar af steypu í brúna sem nemur 205 steypubílum. Innlent 9.11.2025 18:44
Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Forstöðumaður og fréttastjóri breska ríkisútvarpsins hafa sagt af sér eftir að greint var frá því að við gerð heimildamyndar úr smiðju BBC Panorama hefði tveimur ræðum Donalds Trump verið skeytt saman í klippingu til að láta í veðri vaka að hann hefði hvatt til óeirðanna kenndra við sjötta janúar með beinni hætti en hann í raun gerði. Erlent 9.11.2025 18:31
Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Íslandsbanki reið fyrstur á vaðið í dag og kynnti nýtt lánafyrirkomulag verðtryggðra lána í kjölfar nýrra vaxtaviðmiða seðlabankans. Fasteignasali segist vongóður um að stífla á fasteignamarkaðnum muni brátt bresta. Innlent 9.11.2025 18:10
„Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann eftir að henni hafði borist tilkynning um mann „að gramsa í munum“ fyrir utan ótilgreinda stofnun í Reykjavík. Maðurinn ók á brott á bíl sem reyndist svo stolinn. Ekki nóg með það heldur hafði hann líka ekið stolna bílnum undir áhrifum. Innlent 9.11.2025 17:43
Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Úkraínuher olli rafmagns- og heitavatnsleysi á fjölda heimila með drónaárásum á tvær rússneskar borgir nærri landamærum Úkraínu og Rússlands síðastliðinn sólarhring. Herir beggja landanna hafa skotið að orkuinnviðum á víxl nærri daglega að undanförnu. Erlent 9.11.2025 17:18
Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Unnar Stefán Sigurðsson, skólastjóri í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ, vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Hann greinir frá þessu í samfélagsmiðlafærslu. Innlent 9.11.2025 16:04