„Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir málefnum fatlaðra sinnt vel hjá sveitarfélögunum þrátt fyrir að einhver þeirra skorti stefnu í málaflokknum. Það sé þó mikilvægt fyrir þau að bregðast við skýrslu sem sýnir að rúmlega helmingur sveitarfélaga sé stefnulaus. Innlent 24.11.2025 13:01
Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Pétur Magnússon hefur sagt upp sem forstjóri Reykjalundar og hefur gert samkomulag við stjórn stofnunarinnar um starfslok. Svana Helen Björnsdóttir, stjórnarformaður Reykjalundar, mun gegna starfi forstjóra þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. Innlent 24.11.2025 12:43
Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Þórarinn Hjartarson, sem heldur úti hlaðvarpinu Einni pælingu, skilur ekkert í kröfu Fjölmiðlanefndar um að hann skrái hlaðvarpið sem fjölmiðil. Hann telur hlaðvarpið ekkert eiga skylt við starfsemi fjölmiðla, enda sé miklu frekar um upplesna skoðanapistla að ræða en fréttir. Innlent 24.11.2025 12:15
Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Arnarvarp sumarið 2025 reyndist lakara en síðustu tvö ár. Alls urpu að minnsta kosti 60 pör en einungis er hægt að staðfesta að 36 þeirra komu upp ungum. Þetta kemur fram í yfirliti Náttúrufræðistofnunar um arnarvarpið í ár. Innlent 24.11.2025 10:20
Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Fyrrverandi ríkisþingmaður Repúblikanaflokksins í Arizona og leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játaði sig sekan um að falsa undirskriftir til stuðnings framboðs síns í fyrra. Hann hafði verið virkur talsmaður stoðlausra samsæriskenninga um meint kosningasvik í forsetakosningunum árið 2020. Erlent 24.11.2025 08:27
Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Björgunarsveitir á Vesturlandi sinntu tveimur útköllum vegna göngufólks í vanda síðdegis í gær. Drónar voru nýttir við leit að tveimur göngumönnum í erfiðum aðstæðum á Skessuhorni og í Eyrarhyrnu hafði göngumaður runnið nokkuð niður hlíðina vegna ísingar. Innlent 24.11.2025 08:21
Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einn í gærkvöldi eða nótt sem grunaður er um líkamsárás og eignaspjöll. Lögregla var kölluð til þegar slagsmál brutust út á salerni á skemmtistað í miðborginni en við athugun reyndist handtekni eftirlýstur í tengslum við annað mál. Innlent 24.11.2025 08:04
Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Búast má við allt að átta stiga frosti í dag og él á stöku stað við norður- og vesturströndina. Annars hæg breytileg átt og bjart með köflum en bætir í suðaustanáttina vestanlands seint í kvöld. Á morgun má búast við rigningu, slyddu eða snjókomu með köflum og fer hlýnandi eftir því sem líður á morgundaginn en hiti þó um eða yfir frostmarki. Hálka eða hálkublettir eru víða á vegum samkvæmt Vegagerðinni. Innlent 24.11.2025 07:33
Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Áfrýjunardómstóll í Ancona á Ítalíu hefur snúið við umdeildum sýknudómi vegna kynferðisbrots sem átti sér stað árið 2019 í bænum Macerata. Í málinu kærði sautján ára gömul íslensk stúlka ítalskan karlmann fyrir nauðgun. Stúlkan var komin til Ítalíu til að sækja tungumálanámskeið og fór á stefnumót sem endaði með skelfilegum hætti. Karlmaðurinn hefur nú sex árum síðar verið dæmdur í þriggja ára fangelsi. Innlent 24.11.2025 07:03
Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Morgunblaðið hefur svarað ásökunum Guðmundar Inga Kristinssonar barna- og menntamálaráðherra en í gær birtist yfirlýsing á heimasíðu Stjórnarráðsins, þar sem Morgunblaðið var sakað um ófagleg vinnubrögð og að veita vísvitandi rangar og villandi upplýsingar. Innlent 24.11.2025 06:52
Skrifa ný drög að friðaráætlun Bandarískir og úkraínskir erindrekar hafa sett saman ný drög að friðaráætlun, samkvæmt yfirlýsingum þarlendra stjórnvalda. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að viðræður Úkraínumanna og Bandaríkjamanna í dag hafi skilað árangri. Aftur á móti væri nokkuð í land. Erlent 24.11.2025 00:26
Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Fimm létust í loftárás Ísraels á líbönsku höfuðborgina Beirút í dag, þar á meðal starfsmannastjóri hernaðarvægs Hezbollah. Tveimur dögum áður hafði forseti Líbanon lýst því yfir að hann væri tilbúinn í samningsviðræður við Ísraelsmenn. Nú íhuga Hezbollah-liðar að svara árásinni. Erlent 23.11.2025 23:35
Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir að tvö umferðarslys urðu á svipuðum tíma á Norðurlandi vestra síðdegis í dag, við Blönduós annars vegar og í Miðfirði hins vegar. Allir hinna slösuðu eru komnir undir læknishendur en enginn er talinn í lífshættu, að sögn viðbragðsaðila. Innlent 23.11.2025 22:09
Drógu Hildi aftur í land Björgunarsveitarmenn komu skipinu Hildi SH777 til bjargar er það bilaði norðvestur af Skaga. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem björgunarbátar koma skipinu til bjargar og draga það í land. Innlent 23.11.2025 21:51
Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt „Við erum sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu,“ segir Bryndis Eva Ásmundsdóttir, íbúi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík, sem kveðst gáttuð á háværri andstöðu nokkurra nágranna sinna við opnun Kaffistofu Samhjálpar í hverfinu. Hún brigslar nágranna sína um fordóma. Innlent 23.11.2025 21:01
Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Félagsheimilið á Borg í Grímsnesi breyttist í vísindahús um helgina þegar Háskólalestinn var þar á ferð þar sem gestir og gangandi gátu reynt á hæfileika sína í því að taka fréttaviðtöl, prófað tól og tæki sjúkraþjálfara, kynnst ólíkum heimum gervigreindar og kynnst ævintýrum fuglanna með fuglafræðingi svo eitthvað sé nefnt. Innlent 23.11.2025 20:05
Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Ríflega helmingur allra sveitarfélaga á landinu hefur enga stefnu í málefnum fatlaðs fólks samkvæmt nýrri úttekt. Þetta er fjórða opinbera rannsóknin á þessu ári sem sýnir alvarlega stöðu í málaflokknum. Formaður Öryrkjabandalagsins segir brýnt að yfirvöld bregðist við sláandi stöðu fatlaðra. Innlent 23.11.2025 19:02
Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Fjöldi slökkviliðsmanna var ræstur út um klukkan 18 í kvöld að fjölbýli við Einivelli í Vallahverfi í Hafnarfriði. Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem reyndist ekki eins mikill og við var búist, að sögn slökkviliðs. Innlent 23.11.2025 18:30
Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Formaður Öryrkjabandalagsins segir sláandi að ríflega helmingur sveitarfélaga sé ekki með stefnu í málum fatlaðs fólks. Það komi hins vegar ekki á óvart. Rætt verður við hana um málið í kvöldfréttum. Innlent 23.11.2025 18:09
Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið ræst út eftir að árekstur varð milli þriggja fólksbíla á Þverárfjallsvegi í Austur-Húnavatnssýslu upp úr klukkan 16 í dag. Tólf manns voru í bílunum. Einhverjir hafa verið fluttir undir læknishendur. Miklar umferðartafir eru á Norðurlandi vestra en annað bílslys varð á svæðinu á svipuðum tíma. Innlent 23.11.2025 17:47
Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Löng röð hefur myndast eftir að pallbíll og jepplingur skullu saman á þjóðveginum í grennd við Laugarbakka í Miðfirði. Glerhált er og svartaþoka að sögn viðbragðsaðila en engar upplýsingar liggja fyrir um ástand farþega. Innlent 23.11.2025 17:09
„Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Samþykkt náðist um lokaályktun loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Brasilíu eftir mikla málamiðlun. Orðalag ályktunarinnar er umdeild enda er þar hvergi kveðið á um að draga þurfi úr notkun jarðefnaeldsneytis. Erlent 23.11.2025 16:50
Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Fyrrverandi utanríkisráðherra segir blasa við að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi ekki gert ráð fyrir að álagning verndartolla á kísiljárn frá Íslandi og Noregi mættu slíkri andstöðu og raun bar vitni. Atkvæðagreiðslunni hafi verið frestað sem gerist örsjaldan og smala hafi þurft löndum til að fá aðgerðirnar í gegn. Innlent 23.11.2025 15:46
„Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti sem bjóða upp á fjölbreytt úrval leikja,“ stendur undir stórum vélþýddum flipa á heimasíðu rafskútuleigunnar Zolo sem margir Reykvíkingar kannast eflaust við. Félagið hætti starfsemi í byrjun árs en hefur ekki hafið innreið inn á netfjárhættuspilamarkaðinn, enda kom fyrrverandi eiganda og framkvæmdastjóra félagsins af fjöllum þegar blaðamaður bar þetta undir hann. Innlent 23.11.2025 15:01