Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Reykjavíkurborg mun endurskoða fánareglur sínar meðal annars til að gera það auðveldara að „sýna þjóðum stuðning“. Sjálfstæðismenn í borginni vilja frekar að glænýr „friðarfáni Reykjavíkur“ sé hannaður svo ekki þurfi að flagga erlendum þjóðfánum við húsið. Auk þess vilja þeir að íslenskum fána sé flaggað við ráðhúsið nær alla daga. Innlent 30.8.2025 23:45
„Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Ung íslensk kona af tógóskum uppruna telur almenning ekki átta sig á þeim fordómum sem hörundsdökkt fólk upplifir á Íslandi. Jafnvel þó hún hafi alltaf upplifað sig sem Íslending segist hún stöðugt vera minnt á hvað hún sé „öðruvísi“. Innlent 30.8.2025 22:56
Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Sjálfstæðisflokkurinn skipti um þingflokksformann í dag. Formaður flokksins segir breytinguna ekki tengjast ólíkum fylkingum innan flokksins. Nýi þingflokksformaðurinn telur að þjóðin sé orðin þreytt á málþófi. Innlent 30.8.2025 21:28
Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent 30.8.2025 20:54
Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Innlent 30.8.2025 18:01
Maður talinn af eftir jarðfall Einn maður er talinn af eftir að jarðfall klippti sundur E6-brautina við Nesvatnið í Lifangri í Noregi. Brautin hrundi um níuleytið í morgun og jarðvegurinn barst ofan í vatnið. Gert er ráð fyrir því að brautin verði lokuð dögum saman. Erlent 30.8.2025 17:12
Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag vegna konu sem hafði slasast við Paradísarfoss við Glym. Um beinbrot var að ræða. Innlent 30.8.2025 16:07
Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Vesturbæjarlaug opnar aftur klukkan fjögur síðdegis í dag eftir stutta lokun. Innlent 30.8.2025 15:35
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjöldur Íslands hefur vakið athygli stórblaða úti í heimi. Í dag birti Guardian forsíðufrétt þar sem fjallað er um samtökin og „systursamtök“ þeirra víða um Evrópu. Yfirlýstir hollvinir þjóðlegra gilda og verndarar kvenna sem vilja taka lögin í eigin hendur fylkja um götur borga um alla álfuna en Skildirnir svokölluðu virðast hafa vakið sérstaka athygli. Innlent 30.8.2025 15:03
Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Leiðtogum bandaríska þingsins barst í gær bréf frá Hvíta húsinu um að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlaði að stöðva um 4,9 milljarða dala fjárveitingar til þróunaraðstoðar og friðargæslu sem þingið hefði samþykkt. Fjárlög og fjárútlát eiga að vera á höndum þingsins, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Erlent 30.8.2025 14:34
Skjálfti fannst í byggð Jarðskjálfti fannst í byggð klukkan 12:46. Hann mældist 3,1 að stærð og átti upptök sín við Seltún í Krýsuvík. Innlent 30.8.2025 13:02
Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Ólafur Adolfsson var staðfestur í embætti þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi þingflokksins í Valhöll dag. Hildur Sverrisdóttir, forveri hans í embætti, tilkynnti um afsögn sína í gær. Innlent 30.8.2025 12:45
„Erfið stund en mikilvæg“ Prestur segir röð áfalla á Austurlandi síðasta rúma árið hafa mikil áhrif á samfélagið þar. Mikilvægt sé að svara ákalli fjölskyldu konu sem féll fyrir eigin hendi, um úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni svo fleiri fjölskyldur þurfi ekki að upplifa slíkan harmleik. Innlent 30.8.2025 12:22
Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Kjötsúpa mun flæða um Hvolsvöll og næsta nágrenni um helgina því Kjötsúpuhátíð stendur yfir á svæðinu þar sem allir geta fengið eins mikið af ókeypis kjötsúpa eins og þeir geta í sig látið. Fjölmörg skemmtiatriði verða einnig í boði og risa grillveisla í dag svo eitthvað sé nefnt. Innlent 30.8.2025 12:12
Þorgerður á óformlegum fundi ESB Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, sat óformlegan fund utanríkisráðherra Evrópusambandsins í Kaupmannahöfn í dag. Þar var til umræðu innrás Rússlands í Úkraínu og það hvernig hægt væri að herða refsiaðgerðir gegn Rússum og grípa mögulega til aðgerða gegn skuggaflota Rússlands. Innlent 30.8.2025 12:12
Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Bandaríkjamenn hafa hafnað og afturkallað vegabréfsáritanir sendinefndar palestínsku heimastjórnarinnar en hún, með Mahmoud Abbas forseta í fararbroddi, ætlaði að sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september. Erlent 30.8.2025 12:08
Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Prestur segir röð áfalla á Austurlandi síðasta rúma árið hafa mikil áhrif á samfélagið þar. Mikilvægt sé að svara ákalli fjölskyldu konu sem féll fyrir eigin hendi, um úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni svo fleiri fjölskyldur þurfi ekki að upplifa slíkan harmleik. Innlent 30.8.2025 11:46
Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Fyrrverandi þingforseti Úkraínu var myrtur á götum Lviv í morgun. Andríj Parúbí var einnig áður forseti þjóðaröryggisráðs Úkraínu og spilaði stóra rullu í Euromaidan mótmælunum á árum áður var skotinn til bana þegar hann var á gangi út á götu. Erlent 30.8.2025 11:39
Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Finnski flugherinn hefur ákveðið að hætta notkun hakakrossins á fánum herdeilda. Ofursti í flugher Kirjálalands segir það hafa verið gert til að forðast óþægilegar aðstæður í samvinnuverkefnum Atlantshafsbandalagsins sem Finnland gekk í árið 2023. Erlent 30.8.2025 10:41
Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Starfsmaður Héraðssaksóknara sem er með stöðu sakbornings í PPP málinu svokallaða, vann um árabil á sama tíma fyrir bæði Sérstakan saksóknara og svo Héraðssaksóknara og PPP. Hann er tölvusérfræðingur, heitir Heiðar Þór Guðnason, og vinnur enn hjá Héraðssaksóknara. Innlent 30.8.2025 09:57
Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Vegfarandi varð var við þennan hvirfilbyl á leið suður með sjó um sjöleytið í gærkvöld. Innlent 30.8.2025 09:44
Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Framkvæmdir við Fjallaböðin eru í fullum gangi í Þjórsárdal og er uppsteypa á mannvirkinu sjálfu hafin. Stærsti hluti byggingarinnar verður inni í fjalli. Innlent 30.8.2025 09:30
Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Forsvarsmenn Úkraínska hersins segjast hafa gert árásir á tvær olíuvinnslustöðvar í Rússlandi í nótt. Rússar skutu á sama tíma fjölmörgum eldflaugum og drónum að borgum og bæjum víðsvegar um Úkraínu. Erlent 30.8.2025 09:06
Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Umhverfis- og skipulagssvið og skrifstofa samgangna og borgarhönnunar leggur til að þar til ljósastýringu verður komið upp á gatnamótum Lækjargötu og Vonarstrætis verði settar upp þrengingar og gatnamótunum breytt þannig að fléttun akreina gerist fyrr. Banaslys varð á gatnamótunum fyrir tveimur árum þegar ökumaður sendibíls lést í kjölfar áreksturs við lyftara. Innlent 30.8.2025 08:32
Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur úrskurðað flesta af tollum Donalds Trump, forseta, ólöglega. Sjö dómarar dómstólsins, af ellefu, segja Trump hafa farið út fyrir valdsvið sitt þegar hann beitti fjölmörg ríki heims tollum á grunni meints neyðarástands. Tollarnir gilda þó enn, þangað til í október, vegna áfrýjunar dómsmálaráðuneytisins til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Erlent 30.8.2025 08:14
Náðu fullum þrýstingi í nótt Allir íbúar Grafarvogs ættu að hafa fengið fullan þrýsting á heitavatnið á þriðja tímanum í nótt. Þá hafði viðgerð á stofnlögn til Grafarvogs, sem byrjaði að leka í fyrrinótt, lokið skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Innlent 30.8.2025 07:29